Vísir - 15.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 15.01.1940, Blaðsíða 2
VlSIR Vi DA6BLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR II/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Þinghaldið og landsfundur- inn. AÐ þykir afar grunsamlegt, að sjálfstæðismenn skuli hafa boðað til landsfundar um miðjan febrúar. Og sérstaklega er það þó ískyggilegt að Vísir hefir látið i ljós, að þótt fund- artími að vorinu sé yfirleitt heppilegri, þá sé margt sem mæli með því, að landsfundur- inn dragist ekki svo lengi. Tím- inn liefir þóst komast þarna á tortryggilega slóð, og leggur út af þessu á laugardaginn með miklum spekingssvip. Manni dettur í hug, að sá sem grein- ina skrifar í Tímann, muni ný- lega liafa verið i leikhúsinu og séð Bjarna Björnsson i hlut- verki Slierlock Holmes. Hér vantar engan lið i röksemda- færslu, alt er linitmiðað alveg upp á liár, íliyglin og lieilabrot- in hraka í liverri setningu: Sjálfstæðisflokkurinn hefir boðað til landsfundar — nú er vissara að hafa gætur á Mori- arty! Það er sjálfsagt að lofa Tím- anum að lialda áfram á sínu „spori“. Bjarni Björnsson hefir svo oft hermt eftir öðrum, að ekki er nema maklegt að einu sinni sé hermt eftir honum. En vegna þeirra, sem ekki binda sig með öllu við reyfarafrá- sagnir má taka þetta fram: Samkvæmt starfsreglum Sjálfstæðisflokksins á að halda landsfund á þessu ári. Ef eklc- ert þinghald hefði verið í vetur, Iiefði fundurinn vafalaust ekki verið haldinn fyr en í vor. Ráða- menn í Framsóknarflokknum hafa látið svo um mælt, að vel geti slitnað upp úr samvinn- unni og væri þá „betra að sam- vinnuslitin yrði í vetur eða vor, heldur en næsta haust, þvi að kosningar gætu þá farið fram í byrjun næsta sumars.“. Þessi tilvitnuðu ummæli eru tekin upp eftir Morgunblaðinu. Tím- inn hefir borið þau undir for- sætisráðherra. En það er fjarri því að hann mótmæli þeim. Þvert á móti staðfestir hann þá skoðun, sem í þeim felst. En fyrstur manna af öllum þeim, sem að stjórnarsamvinnunni standa, hafði Jónas Jónsson far- ið að tala um kosningar. Nú er það raunar svo, að ekki er altof mikið leggjandi upp úr þessu tali Framsóknar- manna um samvinnuslit og kosningar. En þótt svo sé, hefði það þó verið alveg ófyrirgefan- leg léttúð af sjálfstæðismönn- um, að fresta landsfundi sin- um þangað til komið væri alveg fast að þeim kosningum, sem virðast hálft í hvoru vaka fyr- ir framsóknarmönnum. Þetta er nú það „margt“ sem mælir með því ,að landsfundurinn er ekki látinn dragast til vorsins. Það er einfaldara mál en svo, að Sherlock Holmes þurfi þess vegna að ofreyna sinn ágæta heila. Hermann Jónasson segir í Tímanum, að hann álíli alveg nægilegan tíma til þess að und- irhúa fjárlögin' undir þinghald í febrúar. Það er hægt að slá þessu fram en erfitl að rök- styðja það I fyrravetur var þingi frestað til hausts eftir meira en tveggja mánaða setu. Aftur situr þingið tvo mánuði og það er rétt með herkjubrögð- um að fjárlögin eru hespuð af fyrir áramótin. í fyrra var ekki hægt að ganga frá fjárlögunum á vetrarþinginu, vegna þeirrar óvissu sem framundan var. Er óvissan minni nú? Er ekki rétt- ara að segja, að ekki sé vissa um neitt nema óvissuna? Gegnum alt tal Tímamanna um samvinnuslit og kosningaf skin í það, að sjálfstæðismenn séu á ferðinni með einhverjar óbilgjarnar kröfur í viðskifta- málunum. Það verður fróðlegt að sjá á sínum tíma, hverjar þær „ósanngjörnu“ kröfur eru. Þessi mál eru i höndum ríkis- stjórnarinnar og skal ekki fjöl- yrt um þau að sinni. En svo mikið er óhætt að fullyrða, að sjálfstæðisráðherrarnir munu fyrir sitt leyti hvorki í við- skiftamálum né öðrum efnum bera fram aðrar kröfur en þær, sem þeir eru viðbúnir að leggja undir alþjóðardóm, hvenær sem er. a INNBROT. Nú um helgina var framið innbrot í Vinnufatagerð ís- lands h.f. við Þvergötu. Hafði þjófurinn farið inn um glugga og síðan komist um alt húsið. Hefir liann augsýnilega gert sér mikið far um að leita að þýfi, því hann hafði rótað miklu lil og sennilega liaft á burt með sér eitthvað af fatnáði. Málið er í rannsókn. Fyrir helgina voru tvö inn- brot framin hér i bæ, annað í Pappirspokagerðina, en hitt í Kexverksmiðjuna „Frón“. Fyr- ir þeim innbrotum stóðu íveir piltar, annar 17 ára, liinn 20 ára. Náðust þeir á laugardag- inn og voru báðir kunnir lög- reglunni áður vegna þjófnaðar- mála. Inn í Frón komust þjófarn- ir með þeim hætti, að þeir sprengdu upp hengilás að kola- geymslu, og komust þaðan um alt húsið. Brutu þeir upp nokk- urar hirslur en fundu ekki ann- að, sem þeir girntust, en eitt- hvað af kexi, sem þeir höfðu á brott með sér. Inn í Pappírspokagerðina komust þeir gegnum glugga. Glugginn liggur 4—5 mtr. frá jörðu og höfðu þeir klifrað upp í liann eftir loftventlum, sem liggja utan á liúsveggnum. Einnig þar brutu þeir upp nokkurar hirslur, en án árang- urs, því þeir hirtu ekki annað en lítilsháttar sælgæti og ciga- rettur. Höfðu þjófarnir farið með ó- varið kertaljós um húsið og var mesta mildi að ekki skyldi kvikna í, þar sem eldhættan var þarna óvenjulega mikil. i.míiiiiií - Vélbátaútgerð í Haín- arfírði í vetur. Vélbátaútgerð er nú að byrja í Hafnarfirði í vetur og eru 5 aðkomubátar komnir til þess að stunda þar veiðar. Eru það þeir Barði og Vísir frá Siglu- íirði, Sævar og Sæunn frá Siglufirði og Vonin frá Akur- eyri. Auk norðanbátanna munu Hafnarfjarðarbátarnir þrír, Ás- björg, Auðbjörg og Njáll, róa þaðan. ' íf' j'fPPi Lýðræði Héðins aldimarssonar. Það er altaf að koma betur og betur í ljós, hver alvara Héðni Valdimarssyni var, þegar hann í fyrra var að prédika um ópólitísk stéttarfélög og jafn- rétti í öllum greinum. Sú blekk- ing átti nú ekki lengur að Vera hulin sjónum verkamanna. Það eru aðeins liðnar 4 vikur síðan Héðinn Valdimarsson sagði sig úr Sameiningarflokkn- um, sökum þess að hann var ekki fær um að náða niðurlög- um draugs jiess, sem hann vakti upp i sameiningu við kommún- ista. Vel getur veríð að sumir hafi trúað því á tímabili að samein- ingardraugurinn væri að gera út af við Héðinn Qg jafnframt að honum væri alvara í að gera tilraun til að slíta af sér hleklci hins rússneska valds sem hélt honum í heljargreipum. En svo er þó ekki, það virðist að hann sé tengdur svo sterkum blóð- böndum við Stalin og glæpa- félaga hans, að hann hvorki geti eða þori að losa sig úr þeim. Það kemur best í ljós nú, þar sem hann ætlar að ganga til sameiginlegra stjórnarkosninga í Dagsbrún með kommúnista sér við hlið og meira að segja kommúnislar keyra liann svo Iangt með hnútasvipunni, að þeir stilla honum upp í for- mannssæti, vitandi það, að hann við þessar kosningar hlýtur að falla með smán, því að það er fjarlægt hugsUn íslenskra verkamanna að vilja hafa sendi- boða rússneska einvaldans að fulltrúa í hagsmunamálum sin- um. Líka töluvert kynlegt að fela stærsta heildsala landsins að gæta hagsmuna verkamanna og sérstaklega þegar heildsal- inn er ekki vandari að virðingu sinni en H. V. er. Þetta virðist koma í bága við réttlætislcenningu H. V., þegar hann á sama tíma vísar verka- mönnum úr Dagsbrún. Eg sem línur þessar rita hef verið með- limur í Dagsbrún frá því árið 1930 er eg fluttist hingað til bæjarins þar lil í maí síðastliðn- um að eg fæ atvinnu á Ráðn- ingarskrifstofu Reykjavíkur. Þegar H. V. fréttir þetta nú í sumar bregður hann við og vísar mér úr Dagsbrún með þeim rökum einum, að lengur geti eg ekki talist verkamaður og sóma síns vegna geti hann ekki látið það viðgangast að þeir sem ekki stundi verka- mannsvinnu séu í verkalýðsfé- lagi. Maður geti nú ætlað, að við jietta tækifæri hefði H. V. ekki gengið fram hjá sjálfum sér og sínum senditíkum, en hvergi hef eg frétt að búið væri að vísa úr Dagsbrún sálusorgara kommúnista, Sigfúsi Sigur- hjartarsyni eða Guðmundi Pét- urssyni að ógleymdum sjálfum h öf uðf j anda verkalýðssam tak- anna H. V. Hvergi heyrist þess getið að menn þessir séu farnir að stunda verlcamannavinnu. Aldrei hafa þeir látið skrá sig sem atvinnuumsækjendur á Vinnumiðlunarskrifstofunum. Þetta litla atvik sýnir ljóslega, hvílíkum óþverrabrögðum II. V. reynir að beita við pólitíska andstæðinga, þar eð hann skirr- ist ekki við að beita allskonar Njáll og Sævar hafa farið í nokkra róðra, en aflað litið. í ráði er að setja botnvörpu- útbúnað í Njál og stundar hann þá botnvörpveiðar í vetur. Á Jaugardag réru Barði, Sæ- var, Visir og Vonin og komu að í gærkveldi, en öfluðu fremur lítið. lögleysum og gjöræði, þar sem hann liyggst geta komið því við. Að sjálfsögðu hefir H. V. fundið hvað ísinn var ótraustur við síðustu stjórnarkosningu í Dagsbrún og hvað sjálfstæðis- menn hertu lielsið að liálsi hans við þær kosningar, þá var sjálf- sagt að finna leið til að reyna til að fækka kjósendatölu Sjálfstæðismanna innan Dags- brúnar og þótti það besta lausn- in á þvi vandamáli að víkja Sjólfstæðisverkamönnum úr fé- laginu, en það get eg sagt H. V. að þar hefir hann ekki náð til- gangi sinum, því að kjósendum Sjálfstæðisflokksins liefir stór- um fjölgað innan Dagsbrúnar á síðasta ári. Skoðun H. V. er sú, að Dagsbrún eigi eingöngu að vera til að vernda pólitíska hagsmuni sjálfs lians, án þess að hann liirði neitt um hags- muni verkamanna. Það liefir hann sýnt með framlcomu sinni i verkalýðsmálunum undanfar- in ár. Verkamenn, sem línur þessar lesið, ykkur vil eg segja það, að nú standa fyrir dyrum stjórn- arkosningar í Dagsbrún og að vanda stilla kommúnistar upp lista með II. V. sem formanni. Þennan lista ætla kommúnistar ykkur að kjósa, en gleymið því ekki, að menn þessir sem stilt er upp á listann lijá konmiúnist- um eru einmitt málsvarar of- beldis þess sem framið er nú um þessar mundir á frændþjóð okkar Finnlendingum. Menn þessir berjast fyrir þeirri stefnu sem lætur myrða saklaust og varnarlítið fólk og það sama gerðu þeir hiklaust við ykkur ef tækifæri gæfist til þess. Að lok- um vil eg hvetja ykkur til að muna eftir að greiða gjöld ykk- ar til Dagsbrúnar annars gæti viljað til að H. V. flýgi í hug að strika ykkur út úr ykkar eigin félagi, ef þið reyndust honum ekki auðsveipir þjónar. Axel Guðmundsson. ¥élbátarnir konuiir fram. I gær og fram eflir kveldi var stormur út af Vestfjörðum og hvassviðri við Suðurland. Átt var norðlæg. Allmargir bálar voru á sjó og var Slysavarnafélaginu gert að- vart um báta, sem óttast var um. Voru skip beðin um að gefa gætur að þeim og‘veita þeim aðstoð. Einn þessara gáta var v.b. Anna frá Sandgerði. —- Ilafði vélin bilað. Var samband við bátinn, sem liefir talstöð. Komst hann til Sandgerðis kl. um 1 í nótt. Þá barst Slysavarnafélaginu tilkynning frá ísafirði þess efn- is, að bátsins Hjördísar væri saknað, en hann kom til Ön- undarfjarðar kl. 2 í nótt. — t morgun var svo tilkynt frá ísa- firði, að v.b. Valdísi vantaði, en hún er nú einnig komin fram. Menn ætti að muna eftir þvi, að nú er leitað samskota og gjafa til þess að unt verði að halda Sæbjörgu út á vertíðinni. Fréttin hér að ofan bendir til þess, hversu nauðsynlegt það er, að hafa björgunarskútur, enda þótt að þessu sinni hafi bátarn- ir lcomist að landi hjálparlaust. Oft þurfa bátarnir aðstoð til þess, og berist hún ekki, farast kannske mörg mannslíf. Fyrirlestur Howards Little í kvöld: „How a great detective was made“. SamoiDpr nm framboð i stjórn Dagsbrónar. Samningur milli Alþýðuflokksverkamanna og Sjálfstæðis- flokksverkamanna um uppstillingu í Verkamannafélaginu Dagsbrún við kosningar í félaginu í janúar 1940 og önnur mál í því sambandi. I. Uppstillingu til kosninga í verkamannafélaginu Dagsbrún í janúar 1940 skal þannig hagað (sbr. 24. gr. gildandi félagslaga Dagsbrúnar). Alþýðuflokksverkamenn stilla í formanns og gjaldkerasæti, en Sjálfstæðisflokksverkamenn í varaformanns, ritara og fjár- málaritara sæti. í varastjórn skal stilla tveimur alþýðuflokksmönnum og ein- j um sjálfstæðismanni. f trúnaðarráð, sem er skipað 100 félagsmönnum, skal stilla jafnt af hvorum flokki. I stjórn Vinnudeilusjóðs skal stilla tveimur alþýðuflokks- mönnum og einum sjálfstæðisflokksmanni, en í varasæti sín- um af hvorum flokki. f sæti endurskoðenda skal stilla sínum af hvorum flokki. En varamanni úr hópi Sjálfstæðisflokksmanna. n. Ef listinn nær kosningu, skal gerð samþykt á fyrsta trúnað- arráðsfundi umaðDagsbrún segi sigúrLandssambandi íslenskra stéttarfélaga, og sé utan sambanda út kjörtímabilið, nema gerð verði sú breyting á lögum Alþýðusambandsins, sem báðir samn- ingsaðilar telja viðunandi. Á sama fundi skal og kjósa til viðbótar í stjórn félagsins í trúnaðarmannaráð þannig að í því fullskipuðu skulu eiga sæti 5 Alþýðuflokksmenn og 4 Sjálfstæðisflokksmenn, og skulu varamenn kosnir í sömu hlutföllum. Á lögmætum félagsfundi skal kjósa 20 menn til vara í trún- aðarráð — 10 af hvorum flokki — er mæti í forföllum aðal- manna og skal þá jafnan kalla samflokksmann forfallaðs að- almanns til starfa. Ráðsmaður félagsins skal vera Alþýðuflokksmaður, en verði ráðinn aðstoðarmaður, skal hann vera úr hópi Sjálfstæðis- flokksmanna. Jafnhliða þessu samkomulagi skal gera annað um þau hags- mál Dagsbrúnarverkamanna, sem þörf er á að færa í betra horf, og sem félagsstjórn er ætlað að berjast fyrir og framkvæma á árinu. 1. Sjá um að lög og samþyktir félagsins séu haldin. 2. Að reyna að ná samningum við ríki og bæ sem og aðra atvinnuveitendur sem ekki hafa náðst samningar við. 3. Að koma fjárhag félagsins í viðunandi horf. Dagsbrúnar- kosningin. Listinn til kosninga í Verka- niannafélaginu Dagsbrún í jan. 1940 skv. 24. grein félagslag- anna, borinn fram af Alþýðu- flokks- og Sjálfstæðisflokks- verkamönnum í félaginu, er skipaður þeám mönnum, er hér greinir: Formaður: Einar Björnsson, Laugavegi 137. Varform.: Sigurður Halldórs- son, Laufásvegi 47. Ritari: Gisli Guðnason, Lauga- vegi 28 C. Gjaldkeri: Torfi Þorbjörnsson, Ásvallagötu 23. Fjárm.ritari: Sveinn Jónsson, Laugavegi 64. Varastjórn: Jón S. Jónsson, Aðalbóli. Kristinn H. Kristjánsson, Vitastíg 11. Sigurbjörn Maríusson, Sól- vallagötu 14. Stjórn Vinnudeilusjóðs: Formaður: Sigui’ður Guð- mundsson, Freyjugötu 10 A. Meðstjórn: Bjarni Sæmundsson Grettisgötu 17 A. Ágúst Jósefsson, Framnes- vegi 22 A. Varamenn: Jón B. Thorarensen, Laugavegi 24 B. Magnús Gíslason, Þórsgötu 9. Endurskoðendur: Auðunn Auð- unsson, Lindargötu 38. Eggei't Ó. Jóhannesson, Ný- lendugötu 19. Varaendurskoðandi: Björgvin Kr. Grímsson, Frakkast. 26A. Næturlæknir: Páll Sigurðsson, Hávallagötu 15, sími 4959. Næturvörður í Ingólfs apóteki og Laugavegs apóteki. SIGURÐUR HALLDÓRSSON. GÍSLI GUÐNASON. SVEINN JÓNSSON.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.