Vísir - 18.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 18.01.1940, Blaðsíða 2
VlSIR 9AGBLAS Útgefandi: BLAÐ4ÚTGÁFAN VÍSIK H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsslræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Verðugt g 0 varð raunin á meðan fyr- verandi stjórnarflokkar sátu einir að völdum, að fjár- lögin hækkuðu altaf ár frá ári. Þótt gengi peninganna héldist óhreytt og litlar verðsveiflur yi’ðu á aðkeyptum varningi, var það orðin föst hefð að fjár- lög þau, sem lögð voru fyrir voru altaf „hæstu fjárlögin“. Afgreiðsla fjárlaganna drógst svo að þessu sinni, að nálega var ár liðið frá því að þau voru lögð fyrir þingið, þar til endan- lega var frá þeim gengið. En á þessu tímabili liafði tvívegis orðið gengislækkun, fyrra sinn- ið um 22% og síðara sinnið 11%. Krónan hafði þannig lækkað um 33% frá því Ey- steinn Jónsson lagði fjárlögin fyrir í febrúarmánði 1939, þang- að til Alþingi afgreiddi þau i desemberlok. Þessi þriðjungs lækkun á verðgildi islenskrar krónu var ærin ástæða til þess að útgjöld- in hækkuðu stórlega frá þvi, sem verið hefir. En þó er ótalið það sem ekki hafði síður áhrif á fjárlögin en gengislækkunin. En það er hin gífurlega verð- hækkun, sem orðið hefir af völdum styrjaldarinnar. Og loks hafa allar þær margvíslegu ráð- stafanir, sem gerðar hafa verið vegna stríðsins, í för með sér útgjöld sem nema mörgum hundruðum þúsunda. Hvað halda menn að fjár- lögin hefðu hækkað mikið, ef ekki hefði verið á málum haldið eittlivað öðru vísi en að undanförnu? Þessari spurn- ingu verður best svarað með því að rifja upp undirtektir fyrver- andi stjórnarflokka undir þær sparnaðarkröfur, sem fram voru settar í blöðum sjálfstæð- ismanna. Tíminn fékst ekki til að ræða þessi mál í alvöru. Ef talað var um lækkun á út- gjöldum ríkissjóðs fór blaðið alt af út i aðra sálma. Þá var farið að fjargviðrast yfir Iauna- greiðslum hjá Eimskipafélagi íslands, eða Fisksölusamband- inu, en varast að snúa sér að þvi sem fyrir Iá: útgjaldalækk- unum ríkissjóðsins. Það er ógnar auðvelt að skýra þessa afstöðu Tímans. Eysteinn Jóns- son bafði undirbúið fjárlögin að öllu og þess vegna var hætta á, að einhver skuggi kynni að falla á f jármálamensku hans, ef sýnt yrði, að lækka mætti út- gjöldin frá því sem hann liafði áætlað þau. í öðru lagi höfðu jafnvel gætnustu fjármálamenn Framsóknarflokksins látið svo uinmælt að þeir hefðu ekki trú á að spamaður á ríkisfé væri framkvæmanlegur. Þannig var spamaðurinn orðin „Iokuð Ieið“ hjá Tímamönnum. En svo tregir sem Tímame’nn- imir voru til að framkvæma spamaðinn, var þó hinn gamli samstarfsflokkur þeirra, Al- þýðuflokkurinn ennþá ótilleið- anlegri til nokkurrar viðleitni í þessa átt. Getur hver maður, sem vill, flett upp i Alþýðu- I blaðinu til að sannfærast um ' þetta. Ef ekki hefði komið lil sam- starfs með sjálfstæðismönnum, hefði Framsókn og Alþýðu- flokkurinn lialdið áfram að fara hér einir með völd. Þeir scm hafa fylgst með þvi livern- ig úlgjöldin hafa hækkað í höndum þessara flokka, án þess nokkuru sérstöku hafi verið til að dreifa, hvorki tvöfaldi-i geng- islækkun, gífurlegri verðhækk- un né kostnaðarsömum styrj- aldarráðstöfunum, fara nærri um það að útgjaldahækkanirn- ar hefðu í höndum þessara tveggja flokka lilotið að verða margar miljónir eins og á- standið er nú. Þessi útgjalda- liækkun hefði vafalaust ekki orðið undir 3—4 miljónum. En sennilega miklu meiri. Á því tæpa ári sem leið frá því fjárlög voru lögð fyrir jiangað til jiau voru afgreidd, hækkaði þingið rekstrarút- gjöldin um eina miljón, eða kringum 6%. Þessi hækkun er ekki meiri en orðið hefir á sama tima að undanförnu, þótt ekk- ert sérstakt hafi skeð. Það er þessvegna sýnilegt, að hér hefir orðið stefnubreyting. Ef sú stefnubreyting hefði ekki orðið hefði fjárlögin verið af- greidd með minst 2—3 miljón- um hæn’i útgjöldum en nú er, og sennilega miklu meira. Það er mesti misskilningur af Tím- anum að neita því að þessi stefnubreyting hafi orðið, því það verður aldrei lagt fram- sóknarmönnum til lasts að þeir hafi sætt sig við minni útgjalda- aukningu en orðið hefði í sam- starfi við Alþýðuflokkinn ein- an. Þetta verður þvert á móti talið Framsókn til verðugs Iiróss. « rns&rvb:® T9Cir,z?^$? Afli góður 1 fyrstu róðrum. Vestm.eyjum i morgun. Vertíð hér i Vestmannaeyj- um er þegar byrjuð. Hafa nokkrir bátar róið síðustu daga og aflað sæmilega. Er nú verið sem óðast að undirbúa báta- flotann til veiða, en þó liggja nokkrir þeirra enn i bátaslippn- um til viðgerðar. Sjóveður hefir verið gott undanfarna daga, en slæmt út- lit befir verið með að salt það, sem nauðsynlegt er til vertið- arinnar fengist og saltbirgðir hér hafa verið mjög litlar, en nú er bætt úr brýnustu þörf- inni hvað það snertir, með þvi að hingað er nýkominn salt- farmur til Tómasar Guðjóns- sonar útgerðarmanns. Loftur. Stjórnmálanám- skeið á Akureyri Stjórnmálanámskeið Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri hófst í gærkveldi, en fyrir hönd miðstjórnar og S. U. S. er mætt- ur nyrðra erindreki flokksins, Jóhann Hafstein Iögfræðingur, og stjórnar hann námskeiðinu. Um tuttugu ungir metin frá Akureyri, Eyjafirði ag grend eru þegar þátttakendur í nám- skeiðinu, og eru þó ekki allir mættir, sem það ætla að sækja. Eru það menn úr ýmsum stétt- um, t. d. trésmiðir, múrarar, verkamenn, verslunarmenn og skólapiltar. Námskeiðinu verður hagað á Verður Dagsbrún félags- skapur verkamanna, eða áróðurstæki kommúnista? Stjórn sirkosiiiag:iii ákveður til- reru ©g- örlög: félagiins. í dag kl. 3 síðdegis hefjast stjórnarkosningar í Dagbrún, og verða þær með nokkuð öðrum hætti en tíðkast hefir. Á kosningunni verður hlé kl. 6 síðd., en þá ætla kommúnistar að efna til æsingafundar og berja bumbur, og verður þá vænt- anlega mest hljóðið í bumbu Héðins Valdimarssonar for- mannsefnis. Þessi óvenjulega ráðstöfun, að gera hlé á kosningunni, til þess eins að reyna á síðustu stundu að efna til æsinga, lýsir einna greinilegast eymd komm- únistanna og amlóðahætti, von- leysi þeirra og vetrarkvíða, og er í raun og sannleika ekkert annað en uppgjöf frá þeirra liendi í banáttunni. Það hefir frá upphafi þótt ófagurt og lítil- mannlegt að vega að andstæð- ingunum með eitruðum vopn- um, en með þessu tiltæki liyggj- ast kommúnistar að bera eitur i eggjarnar og er það að von- um, enda liafa hinir rússnesku bræður þeirra gefið fordæmið í Finnlandi. Það undrar margan að komm- únistarnir skuli þora að efna til æsingafundar bér í þessum bæ á kjördegi. Vitað er að allur al- menningur fyrirlitur þá og þeirra athæfi heitt og innilega, og mun því ekki sækja þennan fund þeirra í öðru augnamiði en því að fá tækifæri til þess að lýsa andstygð sinni á þessum vandræðageplum, sem eru í senn sjálfum sér og þjóðinni til vansæmdar. Enginn siðaður maður eyðir orðum á konimún- ista á mannfundum, nema því að eins að sú nauðsyn beri til að þeir verði hraktir úr fyrri vígjum. Kommúnistar í Dagsbrún hafa setið að völdum síðastlið- ið ár undir forystu Héðins Valdimarssonar, sem til skamms tima naut nokkurs álits hjá sumum verkamönn- um, en það eitt er ekki nóg að Héðinn hafi gersamlega glatað hinu fjTra trausti, heldur ligg- ur Dagsbrún í sárum, óstarf- hæf undir stjórn kommúnista, hversu lengi sem hún kann að vara. Það er þvi meira en meðal ósvifni af þessum mönnum, að ætlast til þess að verkamenn veiti þeiin atkvæði sitt til stjórnarsetu í Dagsbrún, þar sem það er fyrirfram vitað, að með því að kjósa þessa menn í stjórn er gereyðilagt alt það á- hrifavald, sem Dagbrún kann enn að hafa. Kommúnistana virðir enginn viðtals, og hver getur þá ætlast til að þeir verði í framtíðinni teknir svo alvar- lega, að við þá verði samið Um bagsmunamál verkamanna. Hér er því auðsætt að aldrei hafa hagsmunir verkamanna og kommúnistanna í Dagsbrún rekist jafn brapallega á, og þeir verkamenn, sem vilja fórna liagsmunum stéttar sinnar fyrir hagsmuni kommúnismans hér á landi, verða að taka afleiðing- um verka sinna, sem óhjá- svipaðan hátt og tíðkast hefir í Reykjavík, en á fyrirlestrum þeim, sem fluttir verða, munu auk þátttakenda í námskeiðinu, mæta ýmsir áhugamenn og konur, en kvenfélag Sjálfstæð- isflokksins á Akureyri starfar nú með miklum áhuga. kvæmilega hljóta að verða þær að verkamannafélagið Dags- brún liður undir lok, sem áhrifavald í landinu. Menn geta, ef þeir vilja, talið sér trú um annað, en þetla er sú staðreynd sem við þeim blasir og verður ekki breytt. Hvað er framundan? Það er óbætt að fullyrða að allir þeir verkamenn, sem á- byrgðartilfinningu hafa, liarma það dæmafáa ástand, sem ríkt hefir í verkalýðsmálunum und- anfarin ár, eingöngu fyrir rang- sleitni þá, sem tíðkast hefir i samtökum verkamanna, og nú hefir kveðið upp sinn dauða- dóm. Hinu gleðjast allir yfir er lýðræðisflokkarnir sameinast í þeirri baráttu að vinna bug iá þessu vandræðaástandi, leysa gömul deilumál og hefja verka- lýðssamtökin til vegs og virð- ingar. Látum hið gengna vera gleymt, en vinnum að því fyrst og fremst, sem til þessa hefir verið Iítt um hirt: að efla verka- lýðssamtökin í landinu, á hin- um eina heilbrigða grUndvelli jafnréttis, sem kommúnistar munu æ og ævinlega fótum troða, til þess að bola fram hagsmunamálum sínum, sem öll eru öndverð liagsmunum vinnandi manna. Þótt kommúnistar lofi mörgu fögru eru svikin stimpluð á enni þeirra og ásjónu, en alik þess gera þéir hverjum góðum málstað bölvun komi þeir ná- . lægt bonum. Þetta vita allir verkamenn og því sameinast þeir, ekki í einu, heldur í öllum verkalýðsfélögum landsins, i því að lirekja þennan vandræða- lýð af höndum sér, og lirekja hann fyrir þann stapa, semhann getur aldrei klifið að nýju. Takist verkamönnum hins- vegar með sameiginlegu átaki sjiálfstæðismanna og Alþýðu- flokksmanna, að ná stjórnar- taumtim Dagsbrúnar í sínar hendur, er það vitað að þeir munu leysa úr vandræðum verkalýðsins og tryggja liags- muni þeirra manna, sem á ann- að borð vilja vinna, en komm- únistar annast aðallega hags- muni hinna, sem vilja það ekki. Hér er ekki ástæða til að ræða einstök hagsmunamál verkalýðsins, en hver einstak- lingur getur leitt sjálfan sig í allan sannleika, með því að í- huga rólega hvernig ástandið er, og svara þeirri spurningu i fyrsta lagi hverju Dagsbrún hefir afrekað undir stjórn kommúnista, hvort starfsemi félagsins sé ekki öll í molum, og hvort líkindi eru til að menn freistist til viðræðna eða samn- inga við kommúnista, eftir alt það, sem skeð hefir, bæði í málum innanlands sem utan? Þeir, sem eyru hafa þeir! heyri hróp allra þeirra, sem þjást fyrir aðgerðir kommún- ista, og hæst hrópa hagsmunir verkamannanna sjálfra, sem á undanförnum árum hafa verið gersamlega fyrir borð bornir af kommúnistum. Fjölmennið á kjörstað, — kjósið í dag og minnist þess að nú er tækifærið til þess að út- rýma andstygð kommúnismans í Dagsbrún, með því að kjósa -LISTANN. fiidnr IMriis- siina i kl. 4.30 i dli. Lýðræðissinnaðir verka- menn innan Dagsbrúnar boða til fundar í dag kl. 4‘/2 1 Nýja Bíó. Verður þar rætt um viðhorfið í kosningunum og baráttuna gegn kommún- istum. Þess er vænst, að verka- menn fjölmenni, með því að hér er barist fyrir hagsmuna- málum þeirra, og þeirra einna, en í dag og á morgun er tækifærið til þess að hrinda oki kommúnista af Dagsbrún. 1 dag kl. 6 sd. hefst því næst á sama stað fundur sá, er kommúnistar hafa boðað til og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu. Handíðankóli Lnðvígi Gnðmundss. Nýr skóli tekur til starfa hér í bæ, þann 1. febr. n. k., er nefn- ist „Handíðaskólinn í Reykjavík“. Aðalhvatamaður skóla- stofnunar þessarar, stofnandi og eigandi er Lúðvíg Guð- mundsson skólastjóri, en hann hefir manna mest barist fyrir verklegu námi unglinga hér á landi undanfarin ár. Er Lúðvíg starfaði sem skólastjóri við Hvítárbakkaskólann og síðar við Gagnfræðaskólann á ísafirði hóf hann fyrstu tilraunir sínar til verklegrar kenslu meðal nemenda sinna. Báru tilraunir þess- ar, þrátt fyrir ófullnægjandi skilyrði, hinn ákjósanlegasta ár- angur og urðu m. a. til þess að .Lúðvíg barðist ótrauðri bar- áttu fyrir þessari merku hugsjón sinni, sem nú loks verður að veruleika. í tilefni af stofnun hins nýja skóla snéri „Vísir“ sér í gær- kvöldi til hr. Lúðvígs Guðmundssonar og fékk hjá honum eft- irfarandi upplýsingar: Tilgangur skólans er í fyrsta lagi að veita kennurum og kennaraefnum við barna- og ungmennaskóla landins kost á að fá staðgóða sérmentun í dráttlist og ýmsum greinum verklegs náms. í öðru lagi að efna til námskeiða í verklegum greinum fyrir ungmenni í Rvik, einkum þeim er atvinnulaus eru, og loks að gefa almenningi kost á að nema dráltlist og ýms- ar greinir verldegs náms. Helstu kenslugreinar verða dráttlist, trésmíði (almenn skólatrésmiði og smíði liús- gagna í þjóðlegum stíl við hæfi sveitabæja), málmsmíði, papp- írs- og pappavinna (þ. á. m. bókband) og föndur við hæfi barna og unglinga, svo sem gerð einfaldra leikfanga úr pappa, tré eða vír o. s. frv. Lúðvíg Guðmundsson veitir sjálfur skólanum forstöðu, kennir kenslufræði og flytur erindi um ýms efni, náminu við- komandi. En aðalkennari skól- ans verður þýskur maður, Kurt Zier að nafni. Iíurt Zier lauk kennaraprófi við Staatliche Kunstschule í Berlín árið 1929 með mjög lofsamlegum vitnis- burði. Hefir hann síðan fengist við bin vandasömustu störf í þessum greinum, m. a. var hann fenginn til þess að lcoma skipu- lagi á liandiðakenslu við Al- þjóðaskólann í Genf (Eeolc In- ternationale). Var það upphaflega tilætlun Lúðvigs að fá íslenskan mann til að nema þessar kenslugreinir erlendis og að bann yrði síðan aðalkennari skólans. En þetta strandaði á fjárhagsörðug- leikum. — Er Kurt Zier ráð- inn til þriggja ára, en að þeim tima liðnum vonast Lúðvík til að vera búinn að fá starfs- krafta hér lieima er tekið gætu við kensltmni. Auk þess verður Jónas Sól- mundsson húsgagnaai’kitekt, kennari við skólann og ráða- nautur hans um smiði hús- gagna. En aukakennarar verða ráðnir til aðstoðar við kenslu í einstökum námsgreinum eftir því sem þörf krefur. Undii’búningur er hafinn að útgáfu bæklinga til leiðbeining- ar nemendum skólans og al-f menningi um verklegt nám í ýmsum greinum. Skólaráð Handíðaskólans skipa níu menn, en það eru frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, Að- alsteinn Eiríksson skólastj., Símon Jóli. Ágústsson dr. phil, Freysteinn Gunnarsson skóla- stj., Bjarni Bjarnason alþm., Ingimar Jónsson skólastj., Jón Sigurðsson skólastj., Sigurður Thorlacius skólastj. og Guðm. Finnbogason landsbókavörður. Er vonandi að með stofnun þessa skóla verði bætt úr þeirri brýnu þörf, er verið hefir á hæfum kennurum við skóla i bandíðum og verklegri kenslu. Hafa allir þeir kennarar er lagt bafa stund á þessa kenslugrein, orðið að leita þekkingar til annara landa, og orðið flest- um erfitt vegna kostnaðar, og nú síðast vegna gjaldeyris- skorts. En það er líka nauðsyn á skóla sem þessum, fyrir öll þau ungmenni, er yndi bafa af handíðastörfum en skortir fé eða aðra möguleika lil að afla sér mentunar í þessum grein- um. Frá uppeldisfræðilegu sjón- armiði hlýtur skólinn að hafa mikla þýðingu, ekki sístbvað at- vinnulalisa æsku snertir, sem þarna fær nægt verkefni í hendur, í stað þess að ganga iðjulaus um göturnar, enda hafa bæði fræðslumálastjóri og rikis- stjórn veitt málinu mikinn sluðning þegar frá upphafi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.