Vísir - 18.01.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 18.01.1940, Blaðsíða 3
V í SIR WMmmæam G&mla Blé nBHBi Líf sgleði. — JOY OF LIVING. — Fjörug og fyndin amerísk söng- og gamanmynd frá RIvO Radio Pictures. Aðalhlutverkin leika: IRENE DUNNE og DOUGLAS FAIRBANKS jr. Aukamynd: Walt Disney-teiknimynd. Síðasta sinn. Skákþing Reykjavíkur hefst sunnud. 21. jan. kl. 13 í K. R. húsinu. Væntanleg- ir þátttakendur gefi sig fram fyrir föstudagskvöld 19. jan. kl. 21, því þá verður dregið. Áskriftarlisti liggur frammi í K. R.-húsinu, uppi. Öllum Reykvíkingum heimil þátttaka. TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR. LAXFOSS Reykjavík----Vestmannaeyjar. Frá og með laugardeginum 20. þ. m. hef jast áætlun- arferðir með m.s, Laxfoss milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja. — Farið verður frá Reykjavik hvern laugardag kl. 6 síðd. og frá Vestmannaeyjum hvern sunnudag kl. 6 síðdegis. — Afgreiðslu í Vestmannaeyjum annast afgreiðsla Eimskips. LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR: Fundinum, sem halda átti í kvöld er frestað fram yfir helgi. Nánar auglýst síðap. Finnlandssöfnunin óskar eftir sýnishornum og verðtilboði í eftirtaldar vörur: Karlmannasokka, Skíðahosur, Karlmanna- læysur, barnapeysur og sokka. Vörurnar séu tilbún- ar fyrir 1. febr. Sýnishornin séu send til Haraldar Ámasonar kaupmanns, sem góðfúslega hefir lofað að annast innkaupin, en reikningar verða greiddir á skrif- stofu Björns E. Árnasonar endurskoðanda, Hafnar- stræti 5. — Norræna félagið og Rauði líross íslands. Minkaskinn KAUPUM VIÐ HÆSTA VERÐI. TÖKUM EINNIG í UMBOÐSSÖLU. Faðir okkar, Gunnlaugur Gunnlaugsson frá Syðri-Völlum, verður jarðsunginn þann 19. þ. m. frá heimili sínu, Grettisgötu 16, kl. 1 e. h. Athöfninni í Dómkirkjunni verður útvarpað. Fyrir liönd systkina okkar. Ingibjörg Gunnlaugsdótíir, Gunnlaugur Gunnlaugsson. 27 íslendingar sæmdir Fálka- orðunni. í fyiradag sæmdi konungur vor eftirtalda menn og konur Fálkaorðunni, samkvæmt til- lögu orðunefndar: Stórriddarakrossi með stjörnu: Gunnar Gunnarsson, skáld og sjálfseignarbóndi á Skriðu- klaustri i Fljótsdal. Stórriddarakrossi: Ágúst H. Bjarnason, próf. dr. phil., Reykjavík. Gísli Sveinsson, sýslum. Vík í Mýrdal. Gunnar Ólafsson, kaupm. og konsúll, Vestmannaeyjum. Jón Hermannsson, tollstjóri, Reykjavík. Steingrímur Jónsson, fyrv. sýslum. og bæjarfógeti, Alcur- eyri. Riddarakrossi: Erlendur Pétursson, forstjórí og form. K. R. Reykjavík. Eyjólfur Jónsson, bæjarftr. og konsúll, Seyðisfirði. Guðmlmdur Bergsson, fyrv. póstfulltrúi, Reykjavík. Gunnar Marel Jónsson, skipa- smiður, Vestmannaeyjum. Halldór Jónsson, prestur, Reynivöllum, Kjós. Haraldur Sigurðsson, yfirvél- stjóri, Reykjavík. Ingólfur Gíslason, héraðs- læknir, Borgarnesi. Jón Guðbrandsson, skrif- stofustjóri, Kaupmannaliöfn. Jón Halldórsson, skrifstofu- stjóri, Reykjavík. Jón Þorsteinsson, leikfimis- kennari, Reykjavílc. Maria Markan, söngkona, Wareham, Dorest, Englandi. Piáll ísólfsson, tónskáld og organleikar, Reykjavík. Pétur Ligimundars., slökkvi- liðsstjóri, Reykjavik. Sigurður Guðmundss., skrif- stofustjóri, Reykjavík. Sigurður Halldórsson, húsa- smíðameistari, Reykjavik. Sigurður Þórðarson, tónskáld og söngstjóri, Reykjavík. Sigvaldi Guðmundss., sjálfs- eignarbóndi, Sandnesi, Stranda- sýslu. Stefán Guðmundsson, óperli- söngvari, Kaupmannahöfn. Stefán Þórarinsson, hrepp- stjóri, Mýrum í Skriðdal. Þórdís Carlquist, frú, ljós- móðir, Reykjavík. Þórhallur Sigtryggsson, kaup- félagsstjóri, Húsavík. Ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir »misnotkun prent- frelsisins« í Noregi. Norska dómsmálaráðuneytið tilkynnir, að á yfirstandandi styrjaldartíma sé álilið nauð- synlegt, með tilliti til öryggis rildsins, að gripa til áhrifa- meiri ákvarðana til þess að koma í veg fyrir misnotkun prentfrelsisins, og hafi þess vegna verið skipuð sérstök nefnd, er hafi fengið það hlut- verk að bera fram tillögur um varúðarreglur í þessu augna- miði. Formaður nefndarinnar er Stang liæstaréttardómari. Aðrir nefndarmenn eru Svund ríkislögmaður og formaður Norska blaðamannasambands- ins, Kandalil. Þar að auki til- nefnir blaðasamband hvers flokks fulltrúa, sem tekur sæti í nefndinni. — NRP—FB. Styrkur Norðmanna og Svía í traustri samvinnu. Hinn nýi, sænski sendiherra í Noregi, Beck fríherra, kom til Oslo í dag, og gekk liann þegar eftir komuna á konungsfund. í viðtali sagði sendiherrann, að hann mundi leggja höfuðá- berslu á að vinna að aukinni vináttu og samvinnu Norð- manna og Svía. — Sambandið þeirra rnilh hefir aldrei verið traustara, sagði sendiherranii, og sömu liættur steðja að báð- um þjóðunum, en styrkur þeirra liggur í samvinnunni og að liún liófst ekki skyndilega, heldur hefir aukist jafnt og þétt og stendur því á traustum grundvelli. — NRP—FB. Dómur fyrir rúðubrot. Stúlkan, sem braut rúðuna í bakaríinu Þingholtsstræti 23 — hefir nú verið dæmd. Hlaut liún skilorðsbundinn dóm, 30 daga einfalt fangelsi. Var sá dómur jafnframt fyrir þjófnað, sem stúlkan hafði orð- ið uppvís að. Spjöllin, sem stúlkan olli á rúðum í bakariinu og glerinu i afgreiðsluborðinu þar fyrir inn- an, nam rúmum 300 kr. Það er betra að liafa stjórn á skapi sínu. Öryggi Noregs og Svíþjóðar og Bandamanna. 1 tilefni af fregn amerískrar fréttastofu, að ríkisstjórn Stóra- Bretlands hafi lagt til að Banda- menn lofuðu Svíþjóð og Noregi stuðningi, ef á þe'ssi lönd væri ráðist, hefir Koht utanríkis- málaráðlierra Noregs komist svo að orði, að engar sam- komulagsumleitanir um slika aðstoð standi jfir og að elcki hafi komið til orða, að önnur ríki ábyrgðist sjálfstæði og landamæri Noregs. Sænska ut- anríkismálaráðuneytið hefir birt samskonar tilkynningu að því er Svíþjóð snertir. — NRP —FB. ÁFORM BRESKU STJÓRNARINNAR. Frh. af 1. síðu. styrjöldinni. Mikill skortur væri á hráefnum og verksmiðjum liefði verið lokað af þeim sök- um. Skortur væri lcola, járns, kopars, togleðurs, baðmullar, bensins og olíu o. m. fl. Hefði þegar verið þjarmað svo að Þjóðverjum, að þeir óttuðust að peningarnir yrðu verðlausir og þvi reyndi menn að verja fé sínu til kaupa á munum og nauðsynjum, eftir því sem þeir gæti. Ennfremur skýrði liann frá því, liversu vel liefði orðið ágengt að liindra vöruflutninga til Þýskalands, en tilraunir Þjóðverja lil þess að hindra siglingar til Bretlands liefði mishepnast. Lýsti Mr. Cross þeirri skoðun sinni, að svo horfði nú þegar í Þýskalandi, að þeir gæti ekki til lengdar haldið styrjöldinni áfram, af fyrnefndum orsökum. og er þetta ein höfnðorsök þess, að menn búast við, að Þjóðverjar reyni að knýja fram úrslit sem fyrst. En Bandamenn segjast vera viðbúnir, að þeir geri slíka tilraun. m*r Nýj& Bfó BAIHOIA Tilkomumikil og fögur amerísk kvikmynd frá Fox, öll tekin í eðlilegum litum i undursamlegri náttúrufegurð víðsvegar í Californiu. — Aðalhlutverkin leika: LORETTA YOUNG, DON AMECHE, Tricho§an-S Eitt helsta úrræðið til þess að halda hársverðinum og hárinu heilbrigðu er að nota hárvatnið TRICHOSAN-S. Leiðarvísir um notkun fylgir hverju glasi. Fæst hjá rökurum og mörgum verslunum. Heildsölubirgðir h já Áfengisverslim ríkisins. Hafið þér athugað? að líftrygging er sparisjóður efri áranna og f járhagslegt öryggi fyrir yður og yðar nánustu, að iðgjöld falla niður ef þér verðið veikur og ó- vinnufær, að öll tryggingarfjárhæðin er greidd yður ef þér verðið fullkominn öryrki, að öll þessi hlunnindi fáið þér hjá líftryggingarfélag- inu „DANMARK“, Hafnarstræti 10—12, sími 3701, gegn venjulegu líftryggingariðgjaldi. — F. S. I.. AÐALFUNDUR FÉLAGS SlMLAGNINGARMANNA verður haldinn sunnudaginn 21. þ. m. kl. 16 stundvíslega í les- stofu F. í. S. í Landssímahúsinu. — . . . . Dagskrá samkv. félagslögum. -— STJÓRNIN. II lÍSIKCðÍ fyrir farefnlegraii Iðnað ó§ka§t §trax. Tilboð, merkt: „Iðnaður“ sendist afgr. Vísis. Kaupum tómar flöskur og glös hæsta verðL Látið sendlana taka það þegar þeir koma með vörur til yðar eða hringið í búðirnar og látið ssekja það. Á vegum Vetrarhjálparinnar í Reykjavik efnir „Hljómsveit Hótel íslands“ til DANSLEIKS á Hótel íslands kl. 10 í kvöld. Þar verður fjör og gleði. - Aðgöngumiðar seldir á Hótel Island og er verðið aðeins 2 k i*. fyrir manninn. — Styðjið gott málefni og skemtið ykkur um leið. Allar ágóðinn rennur til Vetrarhjálparinnar-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.