Vísir - 22.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 22.01.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR ÍI/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Tngólfsstræíi) Símar: 2834, 3100, 4578 og 5377. Yerð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Dagsbzúnar- kosningin. ■Q AGSBRjÚNAR-kosningarnar sncrust um þaö, hvort for- usta félagsins ætti áfram a'ð vera í höndum kommúnista, eða hvort hún skyldi falin full- trúum þeirra flokka, sem geng- ið hafa saman um stjórn lands- ins. Það er kunnugt, að komm- únistar sóttu róðurinn af ó- skaplegu harðfylgi. Héðinn Valdimarsson hefir liaft for- mensku í félaginu um mjög langan tíma. Honum var það ekki einungis metnaðarmál að halda völdunum áfram, heldur taldi hann pólitíska framtíð sina mjög undir því komna, hvernig til tækist með þessar kosningar. Þeir, sem þekkja kappgirni Héðins og óbilgirni margra þeirra, sem lionum fylgja, láta sér ekki á óvart koma, þótt teflt liafi verið á fremsta hlunn frá þeirri hlið í þessari kosningabaráttu. Kommúnistar hafa talað mjög drýgindalega i blaði sínu um kosningaúrslitin og manna á milli hafa þeir ekki farið dult með það, að þeir teldu sér sig- urinn vísan. Úrslitin eru þeim þess vegna hin sárustu von- brigði. Þeir höfðu gert alt sem hugsanlegt var til þess að halda völdunum. En þrátt fyrir allan áróður urðu þeir að lúta i lægra haldi. Fyrir sjálfstæðismenn mark- ar þessi kosning tímamót. Þeir hafa vitanlega verið allmargir í verklýðsfélögunum frá önd- verðu. En réttur þeirra hefir verið fyrir borð horinn með öllu. Fyrir tveim árum er svo stofnað hér í hænum málfunda- félagið „Óðinn“, félag sjálf- stæðra verkamanna. Þetta félag hetfir tekið skjótum og miklum þroska. Við Dagsbrúnarkosn- ingar í fyrravetur kom í ljós, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði meira fylgi innan félagsins en Alþýðuflokkurinn, sem þó hef- ir verið aðalflokkurinn í verka- lýðsbaráttunni alt frá byrjun. Á því ári, sem siðan er liðið, er öllum kunnugt, að sjálfstæðis- verkamönnum hefir enn vaxið fiskur um Inygg. Þess er þá einnig vert að geta, að full við- urkenning er fengin á liðstyrk sjálfstæðismanna í Dagsbrún, þar sem samkomulag fékst greiðlega um það, að þrír sjálf- stæðismenn skyldu fá sæti í Dagsbrún af fimm mönnum alls. Þannig hafa sjálfstæðis- meínn fengið meirihluta í stjórn þess félagsskapar, sem lengst af hefir lítt hirt um, hvað þeir legðu til mála. Sjálfstæðismenn mega fyrir sitt leyti vel una við úrslit þess- ara kosninga. Þeir hefðu vitan- lega kosið að hrakfarir komm- únista yrðu ennþá meiri. En þótt kommúnistar sæktu kosn- inguna fastar en aðrir þeir flokkar, sem þátt tóku í henni, verða sjálfstæðismenn engan veginn sakaðir um tómlæti eða áhugaleysi. Fyrir tveim árum hefði því ekki verið spáð, að sjálfstæðismenn hefðu nú þegar siglingar við ísland vorn i höndum Dana. áitur úr Isáiadstrltl ElBstíslíipsafélagfs ísSauds. Nokkuru fyrir áramótin barst blaðinu hátíðarit Eimskipa- félags íslands, sem gefið er út í tilefni af 21 ára starfsafmæli félagsins. Er ritið svo sem vænta mátti hið vandaðasta og hin ágætasta eign í hverju bókasafni, en auk þess hefir það inni að halda sögu samgöngumálanna frá árinu 1778 að svo miklu leyti sem þau varða siglingu við strendur landsins og að því og frá. Hefir Guðni Jónsson magister samið rit þetta, en svo sem kunnugt er hefði vart orðið val á færari manni til slíks starfs. Með því að flestum fullvöxn- um mönnum mun stofnun og starf Eimskipafélags íslands kunnugt, skal ekki rætt um það sérstaldega að þessu sinni, en liitt virðist ekki úr vegi að gefa Frá Kaupmh. 1. júlí; frá Rvk. 22. júlí. Frá Kaupmh. 10. iág.; frá Rvk. 2. sept. Frá Kaupmh. 20. sept.; frá Rvk. 12. okt. lesendum þessa hlaðs örstutt yfirlit yfir ástandið í siglinga- málunum, áður en Eimskipafé- lagið hóf starfsemi sína, og mætti þá afstaða manna til Eimskipafélagsins markast af því, þannig að félaginu yrði þakkað starf þess að verðleik- um. Verður hér stuðst við þá kafla ritsins, sem um. þetta efni fjalla: Árið 1778 hófust fyrst reglu- legar póstskipaferðir milli Is- lands og Kaupmannahafnar. Allur póstflutningur til íslands og frá hafði áður verið fluttur með verslunarskipum einokun- arkaupmanna, en þau komu venjulega ekki til Kaupmanna- hafnar fyr en í ágústmánuði, en stjórninni þótti óþægilegt að fá ekki fregnir né embættisskjöl frá íslandi fyr en svo seint á sumri. Var um langt skeið far- in ein póstferð með seglskipi á ári, en síðasta seglskipið, sem þannig var í förum, var „Sö- löven“, sem var 108 smál. að stærð. Byi’jaði það á ferðum þessum árið 1852 og skyldi fara 3 ferðir millum Kaupmanna- hafnar og íslands og auk þess eina ferð milli Reykjavíkur og Liverpools og til baka að vetr- inum. Það skip fórst með allri áliöfn árið 1857 nálægt Lón- dröngum á Snæfellsnesi. Um þessar mundir var uppi í Danmörku maður að nafni C. P. A. Koch, sem var lielsti for- ystumaður á sviði siglinga þar í landi, og veitti skipafélögum forstöðu. Árið 1857 gerði hann fyrir hönd firma síns stjórninni tilboð um að koma á fót föst- um áætlunarferðum gufuskips milli íslands og Kaupmanna- hafnar. Skyldi það vera 3—400 smál. að stærð, og flytja af vörum sem svaraði 120 lestum, en rúm skyldi vera fyrir 30 farþega. Danska ríkið skyldi greiða 10.000 ríkisdali sem styrk til ferðanna á árí hverju næstu 5 lárin. Tilboð þetta var borið undir Alþingi, sem sýndi fullan skiln- ing á málinu, en gerði nokk- urar tillögur um breytingu á fyrirhugaðri áætlun, og sam- þykti stjórnin því næst að taka tilboð Kochs (Kocli & Hender- son) um gufuskipaferðirnar til Islands. Hin fyrsta gufuskipaáætlun til íslands lítur þannig út: Frá Kaupmh. 10. apr.; frá Rvk. 2. mai. Frá Kaupmh. 20. maí; frá Rvk. 12. júní. náð meirihluta í stjórn stærsta verkalýðsfélagsins á landinu. Þau tiðindi, sem hér hafa gerst munu verða sjálfstæðismönn- um aukin hvöt til þess að vinna áfram að þeirri eflingu flokks- ins innan verlcalýðssamtakanna, sem þegar hefir borið mikinn og góðan árangur. a | Frá Kaupmh. 1. nóv.; frá Rvk. 23. nóv. Mátti þó vikja frá áætluninni ef annað reyndist hentara. Fyrsta gufuskip, sem réðist til íslandsferðar nefndist „Arctu- rus“, 472 brúttósmálestir að stærð, og hafnaði það sig í Pteykjavik hinn 27. apr. 1858, og var komu skipsins fagnað mjög af landsmönnum, er sáu hilla undir nýja og betri tíma. Nú fengu íslendingar 6 heinar póstferðir á ári milli íslands og útlanda, en auk þess voru ferð- irnar miklu hraðari og öruggari en áður. Árið 1866, hinn 11. desember sameinuðust þrjú stærstu skipaútgerðarfélög í Danmörku í eitt öflugt hluta- félag er nefndist „Hið samein- aða gufuskipafélag“, og varð það hlutskifti íslendinga að eiga allar áætlunarbundnar sigling- ar til landsins undir þessu fé- lagi einu að kalla um marga áratugi, en enn í dag heldur það Uppi íslandsferðum svo sem kunnugt er. Hafði það skipin „Arcturus“, „Anglo-Dane“ og „Phönix“ í förum, 6—7 ferðir á ári, en 1870 tók póststjórnin danska að sér gufuskipaferðirn- ar til íslands og fékk skipið „Diana“ til þeirra ferða, og hélst þessi tilhögun óbreytt til ársloka 1875. Upp frá þvi er gufuskipaferð- ir millum íslands og útlanda hófust opnuðust augu manna hér í landi fyrir þeirri nauðsyn að hér yrði komið á föstum strandferðum. Var þetta mál rætt á Alþingi 1863 og lágu þar fyrir bænaskrár frá hérðasfundi Suður-Þingeyinga í þessu efni, þar sem bent er á að íslending- ar eigi einn þjóðveg í kringum landið, sem greiðfær sé, en þessi þjóðvegur sé sjórinn. Þar segir svo m. a.: „Þó eru mörg dæmi til þess, að menn, sem hafa vilj- að og þurft að koma einhverj- um flutningi, sem eigtf varð ; fluttur á hestum, af einu lands- I homi á annað, hafa sent hann sjóveg, en þannig, að fyrst hefir hann verið fluttur 300 mílur vegar suður til Danmerkur, og svo þaðan aftur venjulega ári síðar, 300 mílur vegar út til Is- lands. En þó þessi aðferð þyki kynleg, tafsöm og kostnaðar- söm, þá er þó margreynt, að þetta hefir oft verið, hið eina tiltækilega ráð til þess að koma varningi úr einum stað í annan hér á landi, sem þó að eins fá- ar mílur hafa verið á milli.“ Alþingi setti nefnd í mólið, er bar fram tillögur sinar, og sendi Alþingi síðan ávarp til konungs, þar sem farið er fram á að feng- ið væri sérstakt strandferða- skip, er færi 12 ferðir á ári kringum land. Ekkert varð þó úr framkvæmdum að þessu sinni. Þótt bænaskránum rigndi yfir Alþingi á næstu árum, og margir nýtustu menn þjóðar- innar berðust fyrir auknum siglingum varð ekkert úr fram- kvæmdum, níeð þvi að alt straridaði í Kaupmannaliöfn. Áríð 1871 og þó einkum 1872 var liér nokkur vísir til strand- ferða, er íslenska verslunarfé- Iagið í Björvin liélt uppi, síð- ara árið með skipinu, Jóni Sig- urðssyni“, er liafði reglulegar áætlunai’ferðir á margar hafn- ir hér á landi. Félagið varð gjaldþrota, en landsmenn höfðu þó, af þessari revnslu, öðlast frekari skilning á nauðsyn strandsighnga. Stjórnarsknáin 1874 veitti Al- þirigi löggjafarvald og fjárfor- ræði, og þegar á fyrsta fjár- lagaþingi 1875 eru strandferð- irnar teknar til rækilegrar með- ferðar. Kaus Alþingi nefnd í málið, sem lagði til að keypt yrði strandferðaskip, en vegna fátæktar landssjóðs var málinu ekki fylgt fram. Samþykti Al- þingi þó að veita kr. 15.000.00 úr landsjóði sérstaklega til strandferðanna þótt alment væri litið svo á að Dönum bæri skylda til að kosta þær. Danski skilningurinn réði hinsvegar og íslendingar urðu að taka málið í sínar hendur. Þegar liér var komið sögu sá danska stjórnin sér ekki fært að standa lengur gegn málinu og gerði samning við Sameinaða gufuskipafélagið um að takast aftur á hendur millilandaferðir, en „Dana“, sem hafði verið í þeim ferðum frá 1870, var nú jafnframt tek- in til strandsiglinga. Ferðir hennar voru fyrst tvær á ári með 6 viðkomustöðum en síð- ar urðu ferðirnar 3. Þann 12. jan. 1880 gerði danska stjórnin nýjan samning við Sameinaða gufuskipafélag- ið, þar sem félagið tekst á hend- ur að halda uppi póstferðum til íslands, og skuldhindur sig til að fara 9 ferðir á ári með 2 skipum, og skyldu 5 ferðir farnar kringum land. Fyrir póstflutninginn fékk félagið 58000 kr. á ári, þar af kr. 18.000.00 úr landssjóði. Skip þau, er félagið notaði til íslands- ferðanna voru: „Pliönix“, er fórst fyrir Mýrum í stórhríð í jan. 1881, „Laura“, „Valdemar“ „Arcturus“, „Tyra“ og „Botn- ia“ er bættist í hópinn árið 1881. Alþingi árið 1885 kvartaði sáran yfir framkomu félagsins, og taldi að vilji þingsins væri virtur að vettugi, og að skipin færu úr höfnum fyrir ákveðinn tíma, mönnum til stórtjóns og algerlega að bótalausu. Geklc nú á ýmsu lim nokkurt skeið, og var félagið óþjált í viðskiftun- um, en er Alþingi hugðist að efna til samkepni við félagið og leigði skip til strandferða feng- ust nokkurar kjarahætur. Enn var samningur gerður við Sam- einaða félagið órið 1897, þá til 5 ára, og tókst félagið á hendur að fara 18 ferðir milli landa á ári, og halda uppi reglulegum strandferðum í kringum landið með tveimur skipum frá 15. apríl til 31. október ár hvert. Fyrir þetta fékk félagið kr. 55.000.00 árlegan styrk af ís- Iands hálfu og kr. 40.000.00 úr ríkissjóði Dana. Strandferðir hér við land önnuðust „Hólar“ og „Skálholt”. Frá félagsins hendi var það sett sem skilyrði fyrir samningunum, að lands- sjóðsútgerðinni yrði hætt, en það fékst ekki samþykt á Al- þingi, heldur var frestað fram- kvæmd laganna frá ári til árs. Er samningar voru teknir upp að nýju var ekki um neina sam- kepni að ræða og fékk þá félag- ið styrk sinn hækkaðan, þannig að íslendingar greiddu því 75.000 kr. og danski ríkissjóð- urinn 65.000 kr. á ári fyrir að halda uppi siglingunum. Loks árið 1905 bauðst veru- leg samkepni frá öðru félagi, en það var Thore-félagið, sem hafði liafið siglingar hingað til lands nokkuru fyrir aldamótin. Var það Þórarinn E. Tulinius, sem var stofnandi og aðaleig- andi þess, sem greip nú inn í, og bauðst félag hans til að fara 36 ferðir á ári, þar af 7 strand- ferðir fyrir að eins 50.000 kr. styrk á ári frá Danmörku og ís- landi til samans, en Sameinaða félagið bauð þá 30 ferðir á ári, þar af 4 strandferðir, fyrir 30.000 kr. styrk á ári og var samningur gerður við það á þeim grundvelh. Fyrir tilstilli Alþingis 1909 samdi Björn Jónsson ráðherra við Thore-félagið um það að fé- lagið skyldi annast að minsta kosti 20 ferðir á ári milli Kaup- mannahafnar og íslands og 4 ferðir árlega milli Hamhorgar, Leith og íslands, og skyldi fé- lagið fá 60.000 kr. árlegan styrk úr landssjóði. Jafnframt gerði stjórnin nýjan samning við Sameinaða félagið um að það skyldi halda uppi stöðugum ; gufuskipasamgöngum milli Kaupmannahafnar og Leith annarsvegar og íslands hinsveg- ! ar og hljóta hinn venjulega styrk til póstferða kr. 40.000.00. Strandferðbátarnir urðu nú þrír, og þar af tveir nýir, „Austri“ og „Vestrf', sem Thorefélagið lét smíða vegna þessai-a fei-ða. Árið 1912 leitaði Thore-félagið til rikisstjómar- innar, með þvi að það beið tap mikið á strandferðunúm og þíamborgarferðunum, og fór frarn á að það yrði leyst frá samningunum. Kom ennfremur til mála að landssjóður keypli „Austra“ og „Vesti’a“, en ekki vai’ð neitt úr neinu. Sýndi Al- þingi, að fáum þingmönnum undanteknum, lítinn skilning á málinu, og allar tillögur til xír- bóta voru drepnar eða dagaði uppi. Var stjórninni falið að sernja við eitthvert félag um strandfei’ðirnar, og varð þá Sameinaða félagið eitt um hit- una á nýjan leik. Hækkuðu þá flutixingsgjöld frá Þýskalandi um Kaupmannahöfn um ca. 25%, en farmgjöld frá Bret- landi um 10—60%, og nam hækkunin á farmgjöldum og flutningsgjöldum alls liðlega 200.000 kr. á ári eftir þvi sem næst verður komist. Óánægja var mikil út af samningum Jxessum og bar margt til. Ferðirnar voru ó- heppilegar, áhöfn sldpanna út- | lend, ferðunum stjóx-nað frá Kaupmannahöfn, af mönnum, ‘ sem lítt þektu hér til staðhátta 1 og viðskifta o. s. frv. Þegar hér er komið sögu var hugmyndin um stofnun eimskipafélags bú- in að ná föstum tökum á hug- um manna. Sveinn Björnsson hafði fyrstur manna forgöng- una, og ræddi málið við Emil Nielsen, en leitaði síðan til þeiiTa Björns Kristjánssonar, Ludvigs Kaaber, Garðars Gísla- sonar og Thor Jensens o. fl. og hruridu þeir málinu i fram- kvæmd. Meðan eimskipafélagsmálið var á döfinni á Alþingi 1915 barst ráðherra svohljóðandi skeyti frá Sameinaða félaginu: „Til þess að vama misskiln- ingfi er yðar hágöfgi hér með til- kynt, að tilboð vort um strand- ferðir 1914—1915 verður tekið aftur, svo framarlega, sem AI- þingi samþykkir að styrkja millilandaferðir Eimskipafélags íslands með hluttöku eða lands- sjóðsstyrk.“ Þetta var síðasta kveðjan með því að segja má að að nú sé öll sigling að landinú og frá og við strendur þess í is- lenskum höndum. Sextugur í dag: Carl Olsen ræðismaður Carl Olsen, stói’kaupmaður, er sextugur í dag. Hann er fæddur á Amager á Sjálandi 22. janúar 1880. Amager var þá ekki orðinn hluti af Kaup- mannahöfn, eins og nú. Carl OI- sen segir sjálfur, að eiginlega hafi sóknarprestui’inn tekið sér það hessaleyfi, að skira sig Olsen, því nafnið liafi að réttu lagi átt að vera Olsson; en hvað um það, Olsen varð nafnið, og maðurinn, sem ber það, er ein- hver vinsælasti boi’garinn í þessum hæ. Carl Olsen er einn þeirra rnanna, sem fyrir eigin atorku og dugnað hafa liafið sig upp úr umkomuleysi og fátækt, og stjórnar nú einu af stærstu um- hoðs- og heildsölufirmum hér á landi. Sex ára garnall fór hann að vinna fyrir sér sem sendill og tiu ára að aldri hyrjar hann verslunai’störf, fyrst um all- langt skeið hjá öðrum, en sið- an árið 1912 se'm sjálfstæður atvinnurekandi. „Eg er ekki viss um“, segir Olsen og brosir sínu hlýja hi’osi, „nema það þætti nú á dögum nokkuð langur vinnutími, sem eg hafði á fyrstu starfsárum mínum í Kaup- mannahöfn. Að heiman kl. 6 á morgnana, til þess að vera kom- inn í búðina kl. 7 að taka til, svo alt væri tilbúið kl. 8, er opnað var. Síðan í búðinni frá 8—12. Þá farið í skólann og verið þar til kl. 6, og svo aftur i búðinni til kl. &—9 á kvöld- CARL OLSEN. in. Þannig liðu æskuárin. Þau voru oft e'rfið, en fermingarár- ið mitt fékk eg óvænt og óum- heðið svo góð skrifleg meðmæli frá húsbónda mínum, að eg féll í stafi af undrun. Þau meðmæli geymi eg enn.“ Iiingað til íslands kom Carl Olsen í ársbyrjun 1909 og starf- aði hér við Brydes-verslun í 4 ár. En 1. janúar 1912 stofnar hann firmað Nathan & Olsen ásamt Fr. Nathan umboðssala, og árið 1914 gekk Jolin Fenger stórkaupmaður inn í firmað. Eftir að Fr. Nathan gekk úr firmanu 1936 og eftir lát John Fengers hefir Olsen stjórnað firmanu, — sem nú er hluta- félag, — einn. Firmað var fyrst og fremst umboðsfirma, en síð- ar einnig heildsölufirma. Það hefir bæði innflutning erlendra

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.