Vísir - 27.01.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 27.01.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Rií tstjórnarskrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Mgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 27. janúar 1940. 22. tbl. méM an efast npp á iniii fyrir norð- Ladogavatnið. Voroshilov á leið til vígstöðvanna. EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun. Webb Miller, fréttaritari United Press, símar í morgun frá Helsingfors, að svo mjög hafi dregið úr áhlaupum Rússa fyrir norðan La- dogavatn, að f ullyrða megi, að sókn þeirra hafi mistek- ist, og að þeir verði að hætta frekari tilraunum til þess að komast að Mannerheimvíggirðingunum að norðan- verðu frá, að minsta kosti í bili. Manntjón Rússa, falln- ir og særðir, er talið vera að minsta kosti 20.000 á þess- um vígstöðvum undangengna 5—6 daga, þar af um 1/4 fallnir eða upp undir 5000 menn. í gær var dimmviðri á vígstöðvunum og bætti það aðstöðu Pinna. Fregnir hafa borist um, að Voroshilov, yfirmaður rauða hersins, sé í þann veginn að koma til vígstöðv- anna í Finnlandi í eftirlitsferð. ÞEKKING RÚSSNESKRA PANGA Á LÁGU STIGI. Finska útvarpið hefir byrjað tiokkurskonar spurningakepni meðal rússneskra fanga og er spurningum og svörum útvarp- að. Spurt er um ýmislegt, sem flest barnaskólabörn geta svar- að, en rússnesku fangarnir; hafa staðið sig illa, og kemur fram hjá þeim alveg furðuleg van- þekking í sögu, landafræði o. s. frv. og ekki verður heldur séð, að þeir hafi mikil kynni af því, sem er að gerast í heiminum nú. Margir fanganna, sem spurn- ingum svöruðu höfðu aldrei heyrt Roosevelt Bandaríkjafor- seta nefndan á nafn og sumir höfðu aldrei heyrt getið um Napoleon mikla eða Nikulás Rússakeisara og fjölskyldu hans. Flestir könnuðust þó við von Ribbentrop. Einn hélt, að Tyrkland væri Eystrasaltsríki. Þeir, sem best stóðu sig, fengu vindilí verðlaun. NÝ FJÁRSÖFNUN HANDA FINNUM. \Norræna félagið hefir hafið nýja fjársöfnun handa Finn- landi og safnaðist á fyrsta degi 100.000 kr. - NRP. Bardagar eru stöðugt harðir fyrir norðan Ladogavatn, en til þessa hefir öllum áhlaupum Rússa verið hrundið. Það er vafalaust, að Rússar hafa teflt þarna fram úrvalsliði sínu, en þeir hafa beðið mikið mann- tjón og mikið af hergögrium hefir fallið i hendur Finna. — Á Petsamovígstöðvunum hefir tveimur áhlaupum verið hrund- ið. - NRP. BRESKU HERGÖGNIN KOM- IN TIL FINNLANDS. Breska verkalýðsnefndin, sem "dvelst í Finnlandi, lætur i ljós mikla aðdáun á vörn Finna. Formaður nefndarinnar, Sir Walter Citrine, hefir upplýjit, að Finnum sé farin að berast mikil hjálp frá Bretlandi.- NRP. Sænska skip'ið Patria rakst á tundurdufl nýlega á leið frá Rotterdam til Gautabprgár. 18 manna af skipshöfninni er saknað. - NRP. Japanir vilja efla viðskifti sín á Balkanskaga. K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Frá Budapest er símað, að sendiherrar Japana í París, Rómaborg, Berlín, Ankara, Bern, Bukarest og Sofia séu komnir til Budapest, til þess að ræða Evrópumál. Það er talið, að Japanir hafi mikinn áhuga fyrir að auka við- skifti sín í suðausturhluta álf- unnar og í Balkanskagalöndum. Yfirleitt horfir svo fyrir Jap- önum, að róðurinn verði þeim þungur á viðskiftasviðinu. Við- skiftasamningur Japana og Bandaríkjamanna er nú geng- inn úr gildi og ekkert hefir þok- ast í áttina til samkomulags um nýjan viðskiftasamning þeirra milli, en markaður sá, sem Jap- anir höfðu í Bandaríkjúnum er þéim afar mikils virði, og vafa- mál, að þeir geti bætt sér miss- inn upp annarsstaðar. 14-000 smálesta amerískt skip straodar. Japanskt skip bjargar áhöfninni. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press, Fregn frá Kagoshima í Japan , hermir, að ameríska farþega- skipið „President Quezon", 14.187 smálestir, hafi strandað við Bonini-eyju, 700 mílur suð- ur af Tokio. Fjögur japönsk skip komu á vettvang og björguðu öllum far- þegum og skipverjum. BRESKIR OG FRANSKIR HERMENN VERÐA KOMN- IR TIL FINSKU VÍGSTÖÐV- ANNA FYRIR VORIÐ. London á hádegi í dag. Einkask. frá United Press. Að því er United Press hef- r fregnað frá áreiðanlegum heimildum, eru allar líkur til að breskir hermenn verði farnir að berjast hlið við hlið Finnum á vígstöðvunum í Finnlandi undir vorið, enda þótt bréskir stjórnarembætt- ísmenn vilji ekki láta hafa neitt eftir sér um þetta. Það er ennfrem'ur talið líklegt, að franskir hermenn verði send- ir til finsku vígstöðvanna næstu vikur. Enda þótt hér verði um sjálfboðaliða að ræða, verða ¦nngöngu æfðir hermenn sendir til Finnlands. DYRTBDARUPPBOT 1 NOREGI. Báðir aðilar hafa fallist á til- lögur sáttasemjara rikisins um dýrtíðaruppbót á kaup. Tillag- an hljóðar Um 7% hækkun og nær hún til um 120.000 manns. Af hækkuninni leiðir aukaút- gjöld fyrir iðnaðar- og önnur atvinnufyrirtæki, sem nemur 22% milj. kr. — Einnig var fall- ist á tilboð ríkisins um skipu- lag á uppbót handa starfsmönn- um hins opinbera. Það var til- skilið af hálfu stjórnarinnar, að Stórþingið féllist á tilhögun- ina. Af tillögunum leiðir aukin útgjöld fyrir ríkissjóð, er nema 6.8 milj. kr. iá yfirstandandi fjárhagsári og 18.9 milj. kr. á öllu næsta fjárhagsári. - NRP. riKi Dagsbrúi segir sig úr Landssambandi ísleiskra stéttafélaga. Brottrekstur alþýðuflokksmanna úr íélaginu ómerktur. Fyrsti fundur hins nýkjörna trúnaðarráðs Dagsbrúnar var haldinn í Alþýðuhúsinu kL 8 l/z í gærkveldi. Mættir voru 89 manns af þeim 100 sem kosnir voru. Formaður félagsins, Einar Björnsson, setti fundinn og bauð menn velkomna til sam- Þýskur kaf- bátur sökkv- ir skipi. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Frá Dublin er símað, að skip- verjar af sænka skipinu Sonja hafi skýrt frá því, að þýskur kafbátur hafi sökt því með tundurskeyti. Skipstjórinn á Sonju neitaði að verða við þeirri kröfu kafbátsforingjans, að skrifa undir skjal þess efnis, að í skipinu væri ófriðarbannvara, sem ætti að fara til_ Englands. Skipstjóri neitaði og Var þá Sonju sökt með tundurskeyti. Skipið var á leið frá New York til Rotterdam með gúmmí og baðmullarfarm. Á Sonju voru 24 menn og voru þeir settir á land í hafnar- borg á suðvesturströnd Eire í gær. Skáltþingid; 3ja umferð í Meistaraflokki í gær fór fram 3. umferð í Meistaraflokki, en í 1. flokki voru tefldar biðskákir. I meistaraflokki fóru svo leikar: Sturla og Áki gerðu jafntefli, Hafsteinn vann Bene- dikt, Sæmundur og Ásmundur gerðu jafntefli, Gilfer vann Hermann, Hannes og Guð- mundur biðskák. 1 meistaraflokki er Hafsteinn hæstur. Hefir hann 2% vinn. Biðskákirnar i fyrsta flokki fóru svo: Sigurður Gissurarson og Magnús Jónasson gerðu jafntefli,, Magnús J. og Kristján Sylveríusson jafntefli og Pétur Guðmundsson vann Ragnar Pálsson. Sjálfstæðisfélagið Skjöldur í Stykkishólmi á io ára afmæli í dag og verður þess minst meÖ fjölmennu samsæti þar á sta'Önum í kvöld. 1 Skildi eru nú 120 félag- ar og félagslíf með miklum blóma. — Forma'our félagsins er Kristján Bjartmarz hreppsnefndaroddviti. Landráð kommúnista. Kommúnistar hafa að und anförnu reynt að gera samn- j ingaumleitanir Islendinga við . bresku ríkisstjórnina tortryggi- 1 legar í augum almennings og j hafa þeir fullyrt, að samningar | séu þegar gerðir við Breta, sem gangi landráðum næst. UmmæU þessi hafa þeir bygt á því að hernaðarviðskifta ráðherrann breski hafi lýst yfir því í þing- ræðu, að samningar væru gerð- ir milli Islands og Bretlands, og einnig Bretlands og Belgíu. Samkvæmt upplýsingum, er Vísir hefir aflað sér eru um- mæli breska ráðherrans mjög úr lagi færð. Mun hann aðeins hafa getið þess að viðræðum um samninga við Island væri lokið, en hitt er alrangt, að hann hafi sagt að samningar hafi ver- ið gerðir. Um samningana við Belgiu er aftur það að segja, að viðræður um þá halda enn áfram, og sýnir þetta að um- mæli ráðherrans hafa mjög ver- ið úr lagi færð. Það skal tekið fram, að Vísir hefir ennfremur aflað sér upp- • lýsinga um það, að það hefir ! orðið að ráði að einstaklingar atvinnu- og viðskiftalifsins stofnuðu í eigin þágu með sér félagsskap og tilnefndu fulltrúa af sinni hálfu í viðskiftanefnd, sem fulltrúi eða fulltrúar af Breta hálfu taki einnig sæti í, til þess að greiða fyrir nauð- synlegum viðskiftum við útlönd á þessum ófriðartímum. Þessa ráðstöfun var kommúnistum fullkunnugt um, og þeir hafa, eðli sínu samkvæmir, notað þann kunnugleika til þess að þyrla upp blekkingum, í hreinu landráðaskyni, og er ógerningur að fullyrða neitt um eins og nú standa sakir hverjar afleiðing- ar þessi viðleitni þeirra kann að hafa. Hitt er óhætt að fullyrða, að manntegund þessi hefir ekki velferð eða hagsmuni sjómanna fyrir augum, eða það,að tryggja lif og öryggi þeirra á sjónum. starfsins, og kvaðst vona að i samvinna hinna tveggja lýð- ( ræðisflokka innan Dagsbrúnar | mætti leiða til meiri einingar ; bg farsældar innan félagsins en » verið hefir, og skapa þar með gott fordæmi til eftirbreytni fyrir önnur verkalýðsfélög. Var máli hans tekið með dynjandi lófaklappi og var auðséð á öll- um fundarmönnum að þeir gerðu sér miklar vonir um góð- ah árangur af samstarfi þess- ara tveggja stæretu verkalýðs- flokka á landinu. Fyrsta verkefni fundarins var að stjórn félagsins skipaði eftirtalda menn i atvinnuleysis- nefnd Dagsbrúnar: Kristin H. Kristjánsson. Ingvar Hannesson. Björn Benediktsson. Þórð Gislason. Þorstein Sigurjónsson. Ekivard Sigurðsson. Þorkel Gislason. Næsta mál á dagskránni var að stjórn félagsins bar fram svo j hljóðandi tillögu: Þar sem fundur félagsins, sem haldinn var 11. nóv. 1938 var eigi ályktunarfær sökum þess, að eigi voru nægilega margir félagsmenn á fundi, en samkv. gjörðabókinni mættu 196 félagsmenn, og þar sem í fundargjörð tiúnaðarráðs 13. nóv. s. á. kemur hvergi fram að fundurinn sé löglega boðað- ur og þar af leiðandi tekiir lielmingur trúnaðarráðsmanna á fundi, ákveður trúnaðarráðs- fundur haldinn föstudaginn 26. jan. 1940, að samþyktir þær, er gerðar voru á fyrtöldum fund- um um brottrekstur þeirra: Guðm. R. Oddssonar, Guðjóns B, Bflldvinssonar, Kristínusar Arndals, Vilhjálms S. Vil- hjálmssonar og Haraldar Pét- ui'ssonar sé éígi löglegur sam- kv. gildandí félagslögum og skulu fyrnéffidir menn því telj- ast áfram löglegir meðlimir félagsins. Fyrstur tók til máls um tillög- una varaform. félagsins Sig. Halldórsson og mælti-hann ein- dregið með því að hún yrði sam- þykt, þar sem brottvikning þessara manna væri fram- j kvæmd á algjörlega ólöglegan hátt. Rökstuddi hann mál sitt með tilvitnunum í lög félagsins og þær fundargjör!j|i• félags- fundar og trúnaðarráðsfundar sem um málið f jalla. — Auk hans tóku til máls um tillöguna þeir: Arngrímur Kristjánsson, Kristinn Kristjánsson, Torfi Þorbjörnsson, Björn Benedikts- son, Jón S. Jónsson og Sigur- björn Markússon, og töluðu þeir allir með tillögunni. Síðan bar formaður tillöguna undir at- kvæði og var hún samþykt með 87 samhljóða atkvæðum. Var samþykt að leyf a þessum sex mönnum, sem Héðinn Valdimarsson og kommúnistar höfðu rekið úr Dagsbrún í trássi við lög félagsins, að setja á þess- um fundi. Buðu fundarmenn þá velkomna í félagið aftur með lófaklappi, en Guðm. R Odds- son þakkaði fundarmönnum móttökurnar fyrir þeirra hönd. Þá fór fram kosning í trún- aðarmannaráð, sem skipað er níu mönnum; stjórn félagsins ásamt f jórum öðrum, sem kosn- ir eru af trúnaðarráði félagsins. En eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, var á- kveðið í samningunum milh Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokksverkamannanna að Al- þýðuflokkurinn ætti þar fimm fulltrúa en Sjálfstæðisflokkur- inn fjóra. Þar sem sjálfstæðis- menn eiga þrjá fulltrúa i stjórn félagsins en Alþýðufl. tvo, var kosinn einn maður til viðbótar af hálfu sjálfstæðismanna, Kristinn Árnason, og var hann kosinn með öllum greiddum at- kvæðum, en varamaður hans var kosinn Oddur Jónsson. Af hálfu Alþýðufl. voru þessir menn kosnir með samhljóða at- kvæðum: Guðm. R. Oddsson, Guðjón B. Baldvinsson og Helgi Þorbjörnsson en til vara Krist- inus F. Arndal, Jón Arason og Kristján Guðmundsson. Því næst bar stjórnin fram svohljóðandi tillögu: Fundur haldinn í trúnaðar- ráði verkamannafél. Dagsbrún, föstudaginn 26. janúar 1940 samþykkir að félagið segi sig úr Landssambandi islenskra stéttarfélaga og felur stjórn fé- lagsins að tilkynna stjórn Landssambandsins þessa sam- þykt. Jafnframt samþykkir fund- urinn, að Dagsbrún sé utan allra verklýðssambanda þar til öðruvísi verður ákveðið. Fylgdi Sig. Halldórsson einn- ig þeirri tillögu úr garði með nokkrum orðum. Var hún síð- an borinundir atkvæði og sam- , þykt mótatkvæðalaust. j Að lokum voru mörg hags- munamál verkamanna rædd og ¦ urðu miklar og fjörugar um- , ræður um þau. Bar fundurinn j þess greinilegan vott að fylgis- menn lýðræðisflokkanna eru staðráðnir í þvi að hef ja drengi- legt og sigursælt samstarf á hinu nýbyrjaða starfsári félags- ins. Og munu þeir með sameig- inlegum átökum hrinda hvers- konar klofningsstarfsemi af hálfu kommúnista af höndum sér, en jafnframt hefja sleitu- Iausa baráttu fyrir hagsmUnum verkamanna í Dagsbrún.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.