Vísir


Vísir - 27.01.1940, Qupperneq 2

Vísir - 27.01.1940, Qupperneq 2
VLSIR EINAR BENEDIKTSSON á stúdentsárunum. Einar Benediktsson fæddist að Elliðavatni í Seltjarnarneslireppi 31. október 1864, en þar bjuggu þá foreldrár hans, Bencdikt yfirdómari Sveinsson, síðar sýslumaður Þingeyinga (d. 1899), og kona hans Katrín Einardóttir fná Beynistað (d. 1914). Benedikt var þjóðkunnur maður, átti sæti á Alþingi frá 1861 til æviloka, og varð Iielsti forvígismaður þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttu hennar að Jóni Sigurðssjmi látnum. Hann var skarpgáfaður maður, áhuga- samur um öll bin stærstu þjóðmál og mikill ræðuskörungur. Frú Katrín var fluggáfuð kona og prýðilega skáldmælt, en fór svo dult með, að fáir vissu. Einar varð slúdent 1884 og lauk embættis- prófi í lögum 1892. Fór þá til Englands og dvaldist þar um hríð, en hélt ekki heim liingað þá þegar, eins og tíðast var um íslendinga, er þeir höfðu lokið háskólaprófi í Kaupmanna- liöfn. Fékst við málflutning og önnur lögfræði- störf liér í hænum næstu árin, en var stundum settur sýslumaður í stað föður sins, er liann sat á þingi. Gerðist snemma áhugasamur um þjóð- mál, fylgdi föður sínum allfast, þótti beinskeyt- ur og heklur óvæginn í deilum, er því var að skifta. Stofnaði blaðið „Dagskrá“ (1896) og stjórnaði því fyrstu árin. Kom blaðið út viku- lega fyrst í stað, en síðan daglega um tíma. Mun það fyrsta tilraun, sem gerð hefir veríð til þess að halda úti dagblaði hér á landi. „I)agskrá“ varð ekki langlíf. Einar Benediktsson kvæntist 1898 ungfrú Valgerði Einarsdóttur Zoéga, veitingamanns í Reykjavík. Þeim varð sex barna auðið. — Árið 1904 varð hann sýslumaður í Rangárvalla- sýslu. Hann liafði ort all-mikið þau árin sem liðin voru, síðan er fyrsta bók hans kom út (1897), en ekki fengið tóm til að fullgera sum kvæðin og vonaðist nú eftir betra næði til and- legra starfa, er í sveitina væri komið. „Ætlaði eg sérstaklega“, segir liann, „að ljúka við ýms kvæði .... er lágu þá ófullger í handriti hjá mér. En þegar austur kom, reyndist mér nóg annað að starfa, sem nauðsynlegra var en ljóðagerðin, og leið timinn fljótt fyrir mér, án þess að eg kæini kvæðunum frá inér“. Hann varð ekki mosavaxinn í Rangárþingi, lét af em- bætti eftir fáein ár og sinti ekki opinberum störfum upp fr£ því. Næstu tvo áratugina dvald- ist hann löngum erlendis og fór víða, en kom þó hingað annað veifið og tók þá stundum til máls á opinberum vettvangi, einkum i blöðum, er liann stofnaði sjálfur og kostaði að öllu leyti („Þjóðin“, ,,Þjóðstefúa“). En ekki varð þeim langi-a lífdaga auðið, enda stóð Einar sjaldan lengi við og féll þá útgáfan niður, er liann fór úr landi. Hann dvaldist þessi árin oftast og lengst á Englandi, einkum í Lundúnum, en mun liafa farið um flest lönd álfunnar og auk þess vestur um haf. Stundaði fésýslu ýmiskon- ar, sér og sínum til framfæris, eignaðist stund- um stórfé, en safnaði ekki í kornlilöður, lét „fésýslumanninn“ sjá fyrir hinu daglega brauði og annast líkamlegar þarfir „skáldsins“. Hefir það stríð vafalaust oft og einatt verið crðugt og óhyggjusamt. En hann „sigldi sinn sjó fram á haust“, án þess að.lækka seglin, og er hann „kom af hafi“ hið síðasta sinn, var heilsan mjög tekin að bila. — Síðustu árin dvaldist hann á eignarjörð sinni, Herdisarvík við Sel- vog, þrotinn að öllu og hrotinn, andlega og lík- amlega. Og þar andaðist hann 12. þ. m„ eins og frá hefir verið skýrt i blöðum og útvarpi. Hafði Alþingi sýnt honum nokkurn sóma hin síðustu ár og þó miklu minni en verðugt liefði verið. —o— Bekkjarbræður Einars Benediktssonar í lærða skólánum og aðrir félagar hans þar í sveit, munu lílið hafa um það vitað, að liann gæti komið saman vísu. Og víst er um það, að hánn hefir ekki hirt um að varðveita neitt af skóla-kveðskap sinum — hafi hann einliver verið. Elsta kvæði í bókum hans er að líkindum „Bréf í ljóðum lil Þingvallafundarins 1888“. Kvæðið er merkilegt að ýmsu leyti, þó að það sé ekki mikið listaverk. Það er stórort nokkuð og gustmikið, dómar í strangasta lagi og að flestu heldur ungæðislegt, enda var höfund- urinn ekki nema á 24. ári. En margt er þar vel sagt. Mátti öllum Ijóst vera, að þar færi ekki venjulegur hagyrðingur. Iivæðið hefst á þessum fögru og svipmilclu ávarpsorðum: Vér kveðjum þá, sem eldinn skulu ala, sem máli þeirra þöglu skulu tala, sem þjóðin sendir fram úr flokki valda. — Vér heilsum djúpt, vér erum undiralda. Kvæðið varð víða kunnugt, áður en það birt- ist í bók skáldsins hinni fyrstu (Sögur og kvæði) og þótti mörgum manni sýnt, að þjóð- in hefði eignast nýtt skáld, er mikils mætti af vænta. Reynslan sýndi, að þeir fóru ekki villir vegar. En fæsta mun þó hafa grunað, að höf- undurinn gerðist með aldri og þroska einn af höfuðsnillingum íslenskrar Ijóðmentar. —o— Þá er- Einar Benediktsson var sestur um kyrt Iiér í Reykjavík, að loknu háskólanámi, mun honum hafa fundist hæjarlifið í daufasta lagi. Skemtanir voru fáar og fábreyttar. Hann var ungur og ör í lund, kunni ekki við deyfðina og dottið, langaði til að skemta fólkinu, sópa því saman á gleðimót og fá það til að hlæja. Hann tók sig því til einhverju sinni og setti saman skopleik, i ljóðum og lausu máli, er hann nefndi „Við höfnina“. Var leikurinn sýnd- ur í svo nefndum „Fjalaketti“ hér í bæ, húsi Breiðfjörðs kaupmanns við Aðalstræti. Segja þeir, sem leikinn sáu, að hann hafi verið mein- fyndinn og skemtilegur. En eitthvað hafa samt einhverir haft út á hann að setja, því að ráð- gert hafði verið, eftir fyrstu sýningu, að koma í veg fyrir það með pipnablæstri, að hann yrði sýndur oftar, en þó fórst það fyrir. Leikurinn mun ekki hafa verið sýndur nema tvisvar, hvað sem valdið hefir. Steingrímur Johnsen, söng- kennari lærða skólans, hafði sungið einsöng í leiknum, en blandaður kór hið fagra kvæði skáldsins „Söngva“. er hefst á þessu erindi: Ung er vor gleði með gamalt nafn, glitstafað land fyrir augum. . Utsærinn blikandi, eilif-jafn, eldfornri vætt hygt í spónnýjan stafn. Roðnandi hlóm upp af römmum haugum rísa yfir málmhöfgum baugum. Fleiri kvæði úr Ieiknum kunna, að hafa feng- ið að lifa, þó að mér sé ekki kunnugt, og er þeirra þá að leila í „Sögum og kvæðum“. Hefir mér skilist, að verið hafi mikill gáski og gam- ansemi í flestum þeim kveðskap, sem farið var með í leiknum, jafnt kvæðum sem lausum vís- um, en liálfkæringur i sumu. Þykir mér hætt við, að mestur hluti þessa kveðskapar sé nú týndur, þvi að „langt er liðið í frá“. Menn vita ekki til þess, að E. B. hafi samið annan Ieik en þenna, enda tók nú skáldhugur lians að sveigj- ast að hinum meiri og háleitari viðfangsefn- um. Um þessar mundir var og það, að Einar fékst við gamanvísna-kveðskap og voru marg- ar þær stökur sungnar opinherlega. Höfðu sumar verið afburða hnittilegar og kátlegar, viða notaðir orðaleikir ýmiskonar, er undið var og snúið alla vega af mikiíli fimi. En heimsku-þvætting setti hann ekki saman, enda alveg óvíst, að hann hefði getað gert það. Hon- um hefði að minsta kosti orðið það mjög um hönd. Sennilega hafa flestar skopstökur hans verið þannig úr garði gerðar, að rétt hefði verið, að halda þeim til haga. En skáldinu mun hafa fundist, að slíkt ljóða-mas ætti lítið er- indi í bækur. Það er nú orðið nokkuð langt sið- an er þelta gerðist og mestar líkur til þess, að öllum þorra níanna, og þó einkum hinu yngra liði, sé lítt um það kunnugt, að hið milda og alvörugefna skáld liafi gelað brugðið fyrir sig skopinu, góðlátlegu eða meinlegu eflir atvik- um, og tekist prýðilega. —o— Fyrsta hók Einars Benediktssonar, Sögur og kvæði, kom út 1897. Sögurnar eru ekki svo merkilegar, að við þær sé dvalið, og sumar lieldur lélegar. Öðru máli gegnir um kvæðin. Þau eru ekki rnörg að vísu, fremur en sögnrn- ar. En mestur liluti þeirra er ágætur kveðskap- ur og sum hreinir gimsteinar, sem ljóma munu um aldir, ekki síður en mörg hinna seinni kvæða skáldsins. E. B. hafði gripið heldur seint í gígjustrenginn, að þvi er vitað verður nú, og var orðinn 33 ára, er hókin kom út. Kvæðin eru til orðin í morguns-ári hinnar merkilegu skáld-ævi höfundarins. Einar var áhugasamur um þjóðmál, sem áð- ur segir, og gætti þess einna mest framan af ævi. Hann vildi manna þjóðina og menta, þótti „landinn“ værukær og lítilþægur, rann til rifja aumingja-dómur lýðsins við sjó og í sveit. Vér búum yfir námum gulls og gjalds, við grafin hreysi, djúpt í skorti alls. í sæ og landi liggur sæld og auðurr við lýðsins fætur, ræntur eða dauður, segir hann í „ljóðabréfi“ því, sem áður er nefnt. Honum er mikið í hug og ekki vantar hrýn- inguna. Hann vill „þurka hurtu þrældómsmark vors arfs“ — þurka út og afmá spor Dana- stjórnar hér á landi. Hann vill vekja þjóðina, láta liana lirista af sér okið, kenna henni að hugsa og vinna, kenna henni að liagnýta sér gæði landsins. Og hann er ekki hræddur við það, að erlent fjármagn verði hér að meini, ef þjóðin vaknar og mannast og mentast og vill eiga land sitt. En vitanlega þarf forustan að vera örugg og þingið verður að gera skyldu sína. Og svipaður er tónninn í íslandsljóðum skáldsins. Þau loga öll af áhuga og hvatning- arorðum. Þjóðin situr liér á fornu óðali sínu, snauð „og þyrst við gnóttir lífsins linda“. Henni er nauðsynlegt að láta af trú sinni á handleiðslu Dana, því að þaðan er einskis góðs að vænta. Hún á að hefjast handa, „reisa í verki viljans merki“, grípa plóginn, slétta og rækta landið. Það stoðar lítt, að liorfa „með löngun yfir sæ- inn“. Handan um liaf koma engar gjafir, og við þurfum ekki lieldur á þeim að lialda, ef hver maður gerir skyldu sína. Landið er gagn- auðugt. Samt býr þjóðin „við grafin hreysi“ og vantar „alt til alls“. — — Húsakynnin verða að hatna. Gömlu moldargrenin eiga að hverfa, en á rústum þeirra skal reisa nýjar byggingar — fagrar, bjartar og hlýjar. Enn er það, að þjóðin situr „bjargarlaus við frægu fiskisviðin“, en útlendingar ausa upp gulli sjávarins fyrir augum hennar. Skáldinu finst tími til þess kom- inn, að íslendingar bæti skipakost sinn, svo að „komist verði á miðin“ og að látið verði af þeim alda-gamla vesaldómi, að „dorga dáðlaus upp við sand“. Sveitirnar eru „eyddar og níddar“. Vinnu- brögðin slæm og verða að batna. Geðstirð og „svörul hjú“ hengslast úti á engjum og reita „sinumýrar, rotnar, rýrar“. — Enginn áhugi, ekkei-t kapp, engin vinnugleði, sérhvert verk unnið með hangandi hendi. Töðuvöllurinn hef- ir minkað, gengið saman, stórar spildur fgrið í órækt. Þarna „mótar fyrir garði“. Innan þess garðlags hefir einhverntíma verið gróið tún, en nú er þar alt í „blásnu barði“. Og skáldið segir við hóndann: „Svona bjó ’ann, hingað hjó ’ann — hann en ekki þú“. — „Sofið er til fárs og fremstu nauða“. — Samt er enn tími til að vakna, hrista af sér slenið og taka til starfa. — „Þeim, sem vilja vakna og skilja, vaxa þúsund ráð“. Síðasti þáttur þessa snjalla eggjunar-kvæðis er lofsöngur til móðurmálsins og fögnuður yf- ir því, sem verða muni, er þjóðin vaknar af aldasvefni og tekur að nema land sitt af nýju. Álögin verða brotin og enginn máttur. fær „stöðvað göngu“ þeirrar þjóðar, sem veit hvað hún vill og leggur einhuga og fagnandi út í baráttuna fyrir frelsi sínu og velmegan. Þátt- urinn liefst á þessum forkunnar-fögru stökum til íslenskunnar: Eg ann þínum Imætti í orði þungu, eg ann þínum. leik í hálfum svörum EINAR BENEDIKTSSON sem málflutningsmaður. grætandi mál á grátins tungu, gleðimál i ljúfum kjörum. Eg elska þig málið undurfríða og undrandi krýp að lindum þínum. Eg lilýði á óminn hitra, hlíða, brimhljóð af sálaröldum mínum. Skáldið sér mildar sýnir, dreymir í vöku og: svefni um frelsi alþjóðar og einstaklings. — Islendingar lúta „aðeins eigin lögum“, húsa- kynnin eru samhoðin frjálsri og menlaðri þjóð, skip íslendinga hruna úr höfnum og um höfin. Hvervetna er „starfsemd“ og „gleði“ og hver hönd að verki. Þjóðin syngur við störfin á fegursta máli veraldarinnar. — Og hljóður eg í hljómnum eirði, í liugarfró sem einskis saknar; — eg fann það sem að sál mín heyrði var sigurbragur fólks, er vaknar. Það er vorhugur og æskuljómi yfir mörgum kvæðum Einars í fyrstu hókinni (Sögum 'og kvæðum), og sum éru afburðafögur, svo sem „Norðurljós“, „Undir stjörnum“, „Sumarmorg- un í Ásbyrgi“, „Söngvar“ o. fl. Þar eru og kvæði annars eðlis og skal einungif eitt nefnt: „Hvarf sira Odds frá Miklahæ“. I þrem fyrstu erind- um þessa mikla og merkilega þjóðsögu-kvæðis kemur í ljós snildarleg rímleikni og falla orð- in svo vel að efninu, lýsingunni á flótta klerks- ins eða helreið, að ekki vei'ður á betra kosið. Eftir það skiftir um hátt og fer vel á því. Kvæð- ið verður þungt í vöfum og ugguu og óhugnan í hverri hendingu. Fölur máni „slær helbjarma á mannanna rilú“, klerkurinn þeysir undan í dauðans ofboði, en altaf dregur saman — draug- urinn kemur nær og nær. Sumstaðar hregður fyrir spakmælum, eins og títt er í Ijóðum skáldsins, einkum hinum síðari. Einu erind- inu lýkur á þessa leið: en gleymskunnar hnoss ei lilotið fær neitt hjarta, sem gleymsku þráir. Þarna er eilífum sannindum fenginn nýr og fagur húningur. Slikar setningar festast í minni og gleymast aldrei. —o— Þess er áður getið, að fyrsta skáldrit Einars Benediktssonar, Sögur og kvæði, hafi komið út 1897, en siðar hættust við: Hafblik (1906), Hrannir (1913), Vogar (1921) og loks Hvamm- ar (1930). Eftir það tók heilsufari skáldsins mjög að hnigna og þykir ekki líklegt, að mikið hafi orðið um ljóðagerð úr þvi. — Á stúdents- árum sínum í Höfn réðst Iiann í það stórvirki, að þýða Peer Gynt (Pétur Gaut) á íslensku —- heimsfrægt leikrit í hundnu máli eftir Henrik Ibsen. Varði liann raiklum tíma til verksins, lá yfir sumum köflum og margþýddi. Þýðingin er talin ágæt. Mun ekki nokkur efi á því, að glíma Einars við Norðmannaskáldið hafi orðið Ijóðagerð hans og rímleikni mikill ávinningur. Sjálfur hafði liann verið nokkuð liikandi, er verkinu var lokið, og haft við orð, að bera handrit sitt á bál. —o— Miðkafli aldamótaljóða (Aldamót) Einars

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.