Vísir - 06.02.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 06.02.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR TtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugssoi\ Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Milliliða- gróðinn. TÍMINN hefir undanfarií5 rætt allmikið um afskifli blaða Sjálfstæðisflokksins af ráðstöfunum kjölverðlags- nefndar og mjólkurverðlags- nefndar, og leilast við af fremsta megni að gera þau tor- . tryggileg. Nú er það að vísu svo að hér er um viðkvæmt mál að ræða, sem auðvelt er að slá keil- ur á, ef gengið er út frá því, að bændur landsins láti tilfinning- ar vaða með sig í gönur, en beri heilbrigða liugsun fyrir borð, en afskifti Tímans af þessum málum eru öll svo auðvirðilega aulaleg, að þar verður frelcar um vörn að ræða en sókn. Stríðið skall á í byrjun sept- embermánaðai’, eða m. ö. o. rétt þegar sláturtíð var að byrja. Bændur gengu þess þá þegar ekki duldir, að verðlag alt á aðfluttum nauðsynjum myndi liækka i landinu, og gerðu þeir sér vonir um, að verðlag á kjöti og öðrum afurð- um myndi einnig bækka, þótt svo yrði í bóf stilt, að lítt yrði sú bækkun tilfinnanleg fyrir neytendurna, en bækkunin næði til alls þess kjötmagns, sem neytt væri í landinu. Kjötverð- lagsnefnd, Tíminn og fram- sóknarliðið skeytti ekki þessum kröfum bændanna, — slátur- tiðin leið og ekki var aðhafst. Formaður Framsóknarflokks- ins tók því næst að vekja máls á því, að svo lcynni að fara, að kosningar yrðu i vor, og félag ungra framsóknarmanna kaus menn i stjórn sína, með tillili til þess að kosningar yrðu, og þá alí i einu skeður það, að augu þessara manna opnast fyrir nauðsyn hækkunar á innlend- um afurðum. Þegar svo ákvörð- unin um verðlagshækkun á kjötinu er tekin, er sú tíð liðin, sem gagnað befði bændunum, enda óhætt að fullyrða, að bændur i flestum héruðum landsins láta sér gersamlega á sama standa um ráðstafanir þessar. Timinn hefir sjálfur lýst yfir því, að kjötbirgðir í landinu væru óvenjulitlar, og þær auk þess seldar að veru- legu leyti, þannig að nú eru það ekki bændurnir sjálfir, lieldur millihðjrnir, sem græða á hækkun kjötsins. Timinn ræðir um það s.l. laugardag, að megnið af kjöt- birgðunum sé í böndum sam- vinnufélagánna, þannig að bændur njóti þeirrar bækkun- ar, sem orðið hefir, vegna auk- ins gróða þessara millihða. Hinsvegar getur blaðið þess að óbjákvæmilegur kostnaður verði dreginn frá, en milliliða- gróðinn verði enginn. Með tillili til þess, að kjöt- birgðir í landinu eru þegar að mestu seldar, verður ekki séð hve gífurlegur gróði bændanna verður, en hefði liinsvegar ver- ið gripið til þess ráðs að hækka kjötið hóflegar, þegar á slátur- tíð, hefði viðhorfið verið alt annað, neyslan orðið meiri og jafnari og hækkunin ekki bitn- að jafn tilfinnanlega á neytend- unum og hún gerir nú. Þá er annað viðhorf, sem hér kemur til greina. Ilækkunin á verðlagi kjötsins mun nema ca. 20%, en hækkun sú, sem lægst- launuðu verkamenn fá, nemur 9%. Hér virðist lítið samræmi vera i millum, og þegar þess er gætt, að atvinna er sáralitil i kaupstöðum um þelta leyti árs, I)itnar þessi mikla verðhækkun með miklum þunga á fátækum neytendum, sem jafnvel geta ahs ekki veitt sér kjöt með slíku verðlagi. Ráðstöfun kjöt- verðlagsnefndar hlýtur þvi að miða að því að draga úr neyslu kjöts, sem aftur kann að byggj- ast á þvi live litlar kjöthirgðir eru í landinu. Samkvæmt framansögðu er auðsætt, að það eru ekki Iiags- munir bænda né neytenda, sem látnir eru sitja í fyrirrúmi, og hækkunin er kák, sem kemur að litlum nolum. Hér er um kosningabrellu að ræða og ann- að ekki, með þvi að ef hér hefði verið unnið af heilum hug, liefðu bændur fengið kjöt sitt hælckað þegar í haust, en ekki þegar megnið af kjötinu er selt og etið. Rikisstjórnin hefir lofað því fyrir sitt Ieyti að dregið skyldi úr dýrtíð i landinu, en með því að heimila svo gífurlega hækk- un á einni helstu nauðsynjavöru landsmanna, hefir hún hvarflað frá stefnu sinni, og afleiðingin verður að sjálfsögðu hækkað kaupgjald og aukin dýrtið á öll- um sviðum, sem lítt kann að verða þolanleg um það er lýk- ur. Nauðsyn ber til að haldið sé sem mestu jafnvægi innan þjóðfélagsins, ekki sist á ófrið- artímum, og því aðeins keiriur umbeðinn „þegnskapur“ til greina, að hans gæti ekki livað síst lijá þeim, sem með völdin fara. NKAKÞm^Ii. Sjötta og sjöunda umferð í Meistaraflokki hafa farið fram að undanförnu og fóru svo leikar í þeim, sem hér segir: Sjötta umferð: Sæmundur og Benedikt gerðu jafntefli, Sturla vann Hannes, Guðmundur vann Ilermann, Ásmundur vann Hafstein og Gilfer og Aki gerðu jafntefli. Sjöunda umferð: Ásmundur vann Sturlu, Sæ- mundur og Hermann gerðu jafutefli, Áki og Hafsteinn gerðu jafntefli, Guðmundur og Gilfer gerðu jafntefli, Bene- dikt og Hannes gerðu jafntefli. Tvær umferðir eru nú eftir í Medstaraflokki og fer sú næsta fram annað kvöld. Efslir eru Gilfer og Guð- mundur með 5 vinninga hvor, en þá kemur Ásmundur með 41/2 vinning. Verslunarmannafél. Reykjavíkur býðst nr. 4 við Vonarstr. í gær hélt Verslunarmanna- félag Reykjavíkur framhalds- fund sinn, þar sem ræða skyldi um tilboð það í hús, sem félag- inu hefir borist. Hefir félaginu boðist húsið að % hlutum, en hinsvegar ekki útilokað, að húsið fáist alt. ÖIl liúseignin kostar 148 þús. kr. Fundurinn samþykti að fé- lagið skyldi annaðhvort kaupa húsið alt eða % hluta þess, og var stjórn félagsins og húsnefnd þess falið að ganga frá samning- um. En áður en liægt er að ganga frá kaupunum verður annar fundur í félaginu að samþykkja þau. Segir svo í skipulagsskrá hússjóðsins og verður þvi annar fundur hald- inn á næstunni. Fréttaritari Vísis í Eorgaríirði ritar um Segja mætti um bókmentirn- ar að hlutverk þeirra sé að spegla menningu þjóðarinnar á sem fjölbreyttastan liált. Sama ætti og að vera hlutverk út- varpsins. Og þegar á það er lit- ið, að útvarpið kemur að nokk- uru í stað kvöldvakanna og að alþjóð hlýtur að gera þá kröfu lil þess, að það sé menningar- stofnun fyrst og fremst, þá ætti þetta að vera skýlaus krafa þjóðarinnar til þess, að það spegli menningu þjóðarinnar á hinn skörulegasta og fjölbreytt- asta liátt. Vitað var frá upphafi að með jafn fámennri og strjálbýlli þjóð og vér erum, mundu varla meiri erfiðleikar á því að vanda úlvarpsefni og gera það að fjöl- breyttu menningarmáli en með fjölmennari þjóðum, er í meira þéttbýli búa. Við þvi var búist, að hér mundi safnast einskonar hirð mentamanna og listamanna í höll útvarpsins, en að sú hirð yrði miklu fámennari hér á þessu landi, en með öðrum þjóðum vegna þess að lista- og mentamenn hér væru miklu færri en í öðrum löndum. Fyrir því var vitað, að einhverrar ein- hæfni hlyti að gæta um efnis- val og flutningsbrag allan i hinu íslenska útvarpi, og það yrði jafnvel einhverjum örðug- leikum bundið, þá aðllega vegna strjálhýlisins, að útvarpið spegl- aði menningu þjóðarinnar ó sem fjölbreyttastan hátt. Hitt vildu allir, er útvarpsins áttu að njóta og gerðu sér glæstar vonir um það sem menningar- tæki, að það speglaði menningu þjóðarinnar, að það yrði menn- ingarstofnun og ekkert annað. Reynsla þeirra ára, sem út- varpið hefir starfað á landi hér, hefir fært mönnum heim sann- inn um það, að við útvarpið liefir myndast hirð. En um það eru skiftar skoðanir, hvort sú Iiirð er skipuð þvi mannvali, sem best mætti vera. Mörgum virðist svo, að úrval menta- og listamanna með þjóðinni komi of sjaldan fram í útvarpinu. Sanngjarnt virðist ]>ó að gera hinar ákveðnuslu kröfur til þessarar stofnunar um gott og fjölbreytt efni, því að talsverð- ir fjármunir liggja í því árlega fyril’ hvern útvarpsnotanda að eiga rétt til þéss að verða þeirra gæða aðnjótandi, sem úlvarpið hefir á boðstólum. Við það ber að kannast, að um sumt hefir útvarpið rækt sæmilega menningarskyldu sína. Fréttaflutningur þess er sæmilegur. Innlendar fréttir virðast þó standa að baki er- Iendu fréttunum. Útlendingar, sem hér hafa dvalið, hafa látiö þá skoðun í ljós að erlendu fréttirnar hérna væru um margt ítarlegri en með þeim þjóðum, sem þeir þektu. Hljómlist út- varpsins mun og vera í góðu lagi hvað gæði snertir. Hitt má deila um, hvort ekki væri rétt- ara að flytja meira en gert er íslenska hljómlist. Mörg prýði- leg erindi og erindaflokkar liafa verið fluttir á vegum út- varpsins. Það hefir mörg starfs- ár sín látið fara fram góða málakenslu. Og barnatímar þess liafa oft verið ágætir en of fáir. Og alveg sérstaldega góðir voru þeir að fjölmargra dómi undir handleiðslu þess manns, er annaðist um þá veturinn 1938—39. Þannig mætti á margt drepa, er farið hefir útvarpinu vel úr hendi. En hins er þá heldur ekki að dyljast, að ýmis- legt er miður en skykli, og nokkuð tvíræður sá ávinningur sem þvi er samfara að hlusta á sumt það, er útvarpið flytur. Aðal ljóðurinn á ráði út- varpsins er sá, að það speglar ekki menningu þjóðarinnar á sem fjölbreyttastan liátt. Hinir færustu menn þjóðarinnar til þess að ala liana upp eftir leið- um menningarinnar eru of ein- ldiða valdir af útvarpsráði. Þótt ekki sé farið út fyrir Reykjavik, þá er það alveg bert, að margir hinna helstu menn- ingarfrömuða þjóðarinnar koma sjaldan fram í útvarpinu. Meðal kennara háskólans eru liinir völdustu menn til slíkra hluta eins og að líkum lætur. En sumir þeirra flytja aldrei eða mjög sjaldan erindi eða erinda- flokka á vegum útvarpsins. En þeir væru manna hæfastir til þcss að flytja raðir erinda um ýms menningarmál, íslensk og erlend. Annar eins afburðamað- ur á þessu sviði og Sigurður Nordal prófessor talar mjög sjaldan í útvarpinu. Að visti hefir hann á þessu ári verið íil þess kvaddur að flytja útvarps- erindi, en þau voru heldur ekki mörg. En liitt gat hlustöndum ekki blandast hugur um, að þau erindi voru flutt úr öndvegi mannvits og menningar. Er það ekkert álitamál að slík erindi, einkum raðir erinda, hafa hið mesta menningargildi. Færðu þessi erindi prófessorsins heim sanninn um, að menningargildi útvarpsins getur verið milcið, ef lielstu fræði- og gáfumenn þjóð- arinnar væru valdir til erinda- flutnings. Er og málfar slíkra manna með þeim hætti, að móðurmálinu stafaði ekki hætta af slíkum mönnum. En málfar og framburður þeirra, sem starfa á vegum útvarpsins er oft þann veg, að það er ekki til þess fallið að auka veg islensk- unnar með þjóðinni. En þá er komið að öðrum þeim höfuðgalla, sem á útvarp- inu er, þegar gerðar eru til þess menningarkröfur, eins og vera ber. Meginþáttur í viðlialdi og varðveislu pérhverrar þjóðle'grar menningar er vöndun og fegr- un og þróun móðurmálsins. Kemur þá bæði til greina fram- burður málsins og sjálf mál- vöndunin , málfarið. Hinir ágætu þulir, er lásu fyrir ís- lenska alþýðu á hinum löngu kvöldvökum voru hinir bestu kennarar á sviði framburðarins. Til þess að lesa voru ætíð vald- ir þeii’, er áttu skýran og hreim- mikinn málróm. Flutningur þeirra á þvi, sem lesið var, var með þeim hætti, að til fyrir- myndar var og festist þann veg öruggur og fagur málblær með þjóðinni. Með þessu var heldur ekki að eins stuðlað að réttum og fögrum framburði á islenskri tungu. Meiri hluti þess, sem les- ið var, var þann veg valið, að það var úr flokki þeirra bók- menta þjóðarinnar, sem bestar voru. Helstu ritsnillingar og rit- skörungar íslenskunnar höfðu þar um fjallað. Fyrir því voru kvöldvökurnar ekki að eins ágætur skóli í réttum framburði íslenskunnar, heldur og á sviði hinnar glæsilegustu málvönd- unar, bæði um orðaval og orða- sambönd. Ef útvarpið og menningar- gildi þess er metið út frá þessu sjónarmiði, eru verðleikar þess mjög takmörkum liáðir. Fram- burður íslenskunnar er í heikl sinni ekki til fyrirmyndar, þótt heiðarlegar undantekningar séu. Og málfar þess í lieild er með engum ágætum. Virðist því svo, að treyst sé það á fylstu sanngirni, að þess sé krafist af útvarpsráði, að meiri áhersla verði í framtiðinni á það lögð, að framburði íslenskunnar og málvöndun i heild sinni verði miklu meiri sómi sýndur en nú hefir verið um skeið. Með þessum tveim alriðum, skorti á málvöndun og skorti á fjölhæfni i vali á hinum bestu fyrirlesurum hefir verið vikið að þeim megin ágöllum. Um skort á málvöndun eru fjöl- margir sammála, enda getur það ekki orkað tvímælis. Hitt atriðið er auðveldara að deila um, en er þó að verða Ijósara með ári hverju. Og allir þeir, sem ekki gera sig ánægða með, að útvarpsefnið sé einhver sam- suða úr lélegu og góðu, menn- ingarmolum og einhverju þvi, sem ekki ber á sér aðalsmerki menni'ngarinnar, þeir krefjast þess að útvarpsráð gæti þess að kveðja til starfa sem flesta mentamenn þjóðarinnar, svo að útvarpið spegli menningu þjóðarinnar á sem fjölbreylt- astan hátt. Og rétt til þess að taka eitt dæmi má á það benda, ’ að ein menningarstofnun þjóð- 1 arinnar, kirkjan, fær ekki að- ! stöðu til þess að liún geti á veg- um útvarpsins á sem f jölbreytt- astan hátt speglað menningu sína. Mjög sjaldan flytja prest- ar utan af landshygðinni pré- dikanir eða erindi á vegum út- varpsins. Og er það þó ekki af þvi, að þjóðin vilji ekki hlusta á ; erindi um trúmál. Vitað er, að erindaflokki útvarpsins hér um árið um trúmál og þeim um- ræðum, sem á eftir fóru, var mjög vel tekið af fjölmörgum útvarpshlustöndum og þótti eitthvert hið mesta Iinossgæti er útvarpið hafði á boðstólum þá um skeið. En útvarpsráð hefir nýlega neitað unv flutning á ágætu erindi, sem margir Borgfirðingar hafa átt kost á að ! heyra og töldu það vera með | ágælum. En liið virðulega út- varp taldi sér ekki fært að láta flytja það, af því að það væri of trúarlegt. Þetta getur ekki talist að spegla menningu þjóðarinn- ar á sem fjölbreyttastan hátt. Nú ber að sjálfsögðu að kann- ast við það, að verkefni útvarps- ráðs er mjög vandasamt. Enda hefir það sjálft látið i ljós, að vandasamt sé að gera dagskrá útvarpsins þannig úr garði, að vel sé. Bæði formaður útvarps- ráðs og skrifstofustjóri hafa vikið að þessu nú í haust og vetur, svo og raunar líka ráðu- nautur útvarpsráðs. Var ekki laust við að skirskotað væri til mýkri kenda manna um að dæma ekki of hart um dag- slcrána, og erfitt væri að gera öllum lil liæfis. Mun enginn sanngjarn maður rengja hina ágælu menn um þetta. En þess er að vænta, að þeir beini at- hygli sinni mest að þeim kröf- um, sem ákveðnast fara i þá átt að auka veg útvarpsins, og að það spegli menningu þjóðar- innar á hinn skörulegasta og fjölbreyttasta hátt. Um undir- málshugsunarhált ber þeim mirina að skeyta, enda á hann engan rétt á sér á vegum jafn áhrifaríkrar stofnunar og út- varpið er, sem bæði getur orðið menningu þjóðarinnar til falls eða viðreisnar. — SJQTUGURs Þórarinn Jónsson tvrv. alþingismaður . Hjaltabaklca. Þórarinn á Hjailabakka er einhver svipmesti maður ís- lenskra bænda, þeirra er á þingi liafa setið á seinni árum. Mér er ekki kunnugt um að liann hafi notið annars skólanáms, en eins eða tveggja vetra veru á Hólum í Hjaltadal. En hvað sem því liður, bar hann öll einkenni gagnmentaðs manns í allri framkomu á þingi. Hann var manna best máli farinn, stutt- orður og gagnorður, umsvifa- laus, snarpur og rökfastur. (Hann var alveg íaus við þá búralegu íbyggni, sem þykir einkenna ýmsa fulltrúa bænda á Alþingi, eklci síst suma klók- indakarlana ulan bændastéttar- innar, sem Iielst verður til ágæt- is talið að hafa meiri „mosa i skegginu“ en noldcur bóndi. Þórarni voru falin hin mikil- vægustu þingstörf. Hann var framsögumaður landbúnaðar- nefndar, þegar jarðræktarlögin voru sett. Á stjórnartímabili sjálfstæðismanna var hann f ramsögumaður f j árveitinga- nefndar ár eftir ár. Hann kast- aði ekki höndunum til þeirra starfa, sem hann lók að sér. Hann var óhlutdeilinn að jafn- aði, en harðskeyttur málfylgju- maður, þegar því var að skifta. Þórarinn var einn af stofn- endum íhaldsflokksins í þing- byrjun 1924 og einhver mesti skörungurinn í þeim hópi. Það hefir oft verið sagt, að i flokki sjálfstæðismanna sé minni agi en í öðrum flokkum. Þetta má til sanris vegar færa. Ein- staklingshyggjan hefir þar meiri ítök en annarsstaðar. En líklega hefii’ enginn verið meiri einstaklingshyggjumaður á þingi en Þórarínn á Hjalta- liaklca. Hann hefði aldrei unað í handjárnaflokki. Og það hefði lieldur aldrei verið slæðst eftir honum af þeim foringjum, sem heldur vilja atkvæði en at- kvæðamenn. Sumir flokksfor- ingjar freistast til þess að velja frambjóðendur eins og tóbaks- dósir —- eftir því hvað þeir fara vel í vasa. Þórarinn er svo stórbrotinn maður, að erfitt er að liugsa sér hann í vasaútgáfu. Þórarinn hefir ekki lagt sig eftir þvi, að koma sér í mjúkinn hjá mönrium. Sumum hefir fundist hann kaldur viðmóts. Svo var hann oftast á þirigi. En eg hefi verið með Þórarni í fá- mennum vinahóp, og þá var alt annað uppi. Þá kom í ljós sam- kvæmismaðurinn, hlýr og elskulegur. Við slikt tækifæri hefi eg heyrt hann flytja skála- ræður, sem hver fágaður hirð- maður og heipisborgari hefði verið fullsæmdur af. Þórarinn sat fyrst á þingi sem konungkjörinn þingmaður 1905—1907. Árin 1912—13 var hann þingmaður Húnvetninga. Frá 1916 til 1927 var liann ó- slitið þingmaður Húnvetninga, síðast Vestur-Húnvetninga. Þórarinn á sjötugsafmæli í dag. Eg hitti hann sem snöggv- ast í fyrrasumar. Var ekki að sjá að elli sakaði hann. Margir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.