Vísir - 09.02.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON.
Sími: 4578.
Riotst jórnarskrifstof ur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
30. ár.
Afgreiðsla:
HVERFISGÖTU 12.
Sími: 3400.
AUGhÝSINGASTJÓRI:
Sími: 2834.
Reykjavík, föstudaginn 9. febrúar 1940.
33. tbl.
MNKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn í morgun.
Einn af fréttariturum United Press í Finnlandi,
Edward Beattie, símar í morgun, nýkominn úr
f erð til Kyrjálaness:
Fregnir þær, sem birtar hafa verið erlendis, og eg
liefi verið beðinn að staðfesta ef sannar væri, að Rúss-
um hefði tekist að brjótast inn í eða gegnum fremstu
röð Mannerheimvíggirðinganna, 20—30 mílur frá Vi-
borg, hafa ekki við rök að styðjast. Samkvæmt áreiðan-
legustu heimildum og af eigin sjón get eg fullyrt, að
Rússum hefir hvergi tekist að brjótast gegnum víggirð-
ingarnar. Hinsvegar halda þeir stöðugt áfram áhlaup-
um sínum og tefla sífelt fram óþreyttu liði og hefir
gengið svo í tíu daga. Því er ekki að leyna, að Rússar
haf a iðulega komist nálægt f remstu röð víggirðinganna
með skriðdreka sína og skriðdreka-sleða, en Finnum
hefir altaf tekist að stöðva þá fyrir framan víggirðing-
arnar, og hafa Rússar beðið ógurlegt manntjón og Finn-
ar hafa eyðilagt feiknin öll af hergögnum fyrir þeim.
Rttssum hefir að eins tekist að ná á sitt vald framvarða-
stöðvum á tveimur stöðum, en haf a verið hraktir þaðan
aftur. Talið er, að upp undir 1000 menn hafi fallið í liði
Rttssa á hverjum degi síðan er sókn þeirra á miðbik
Mannerheimvíggirðinganna byrjaði.
MIKIÐ BARIST A ÖBRUM VÍGSTÖÐVUM.
Á öðrum vígstöðvum er mikið barist. Einnig þar fá Rússar
stöðugt mikinn Iiðsafla. Leggja þeir mikla áherslu á, að knýja
fram úrslit hið fyrsta.
Það er mikið barist á norðurvígstoðvunum, við Petsamo, og á
miðvígstöðvunum við Salla og Kuhmo.
FINNAR TREYSTA Á HJÁLP VETRARHRÍÐANNA.
Finnar eru hughraustir sem fyrrum og verjast af miklum
móði og þrátt fyrir mikinn liðsmun hefir Rússum hvergi tekist
að vinna á svo neinu nemi. — Á þessum slóðum er tíðast hríðar-
veður og fannkomur og Finnar vona, að svo verði enn, því að
aðstaða þeirra til varnar er því betri sem snjóþyngsli eru meiri,
*n þegar þykt er í lofti geta Rússar! ekki haldið áfram loftárás-
um sínum, en hin lofthernaðarlega aðstaða er smám saman að
breytast Finnum í vil, því að þeir fá nú mikið af flugvélum frá
oðrum löndum. Er það kunnugt, að þeir hafa fengið breskar
og ítalskar flugvélar að undahförnu, og;reynast þær ágætlega,
og eru taldar miklu fullkomnari en hinar rússnesku.
BRESKA SENDINEFNDIN KOMIN HEIM.
Breska sendinefndin, sem fór til Finnlands er komin heim,
og lýsir mikilli aðdáun á Finnum. Nefndarmenn leggja áherslu
á, að veita beri Finnum eins mikla hjálp og með nokkuru móti
sé hægt að láta í té, og einkanlega segja þeir, að leggja beri á-
herslu á að senda þeim sem mest af flugvélum.
Ummæli Sir
Walter Citrine.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Formaður bresku verklýðs-
sendinefndarinnar, Sir Walter
Citrine, lét hina mestú aðdáun
í Ijós á Finnum, við komu sína
til London í gær. Hann kvað þá
berjast af svo miklum dugnaði
og harðfengi, aS aSdáunarvert
væri, og öll þjóSin væri sam-
huga um aS reka Rússa af
'höndum sér.
Sérstaka athygli vekja
þau ummæli hans aS
nefndin hafi komist aS
raun um, ef tir aS hafa kynt
sér máliS mjög ítarlega, aS
fregnir Finna um mann-
tjón Rússa séu síst orSum
auknar.
AS lokum sagSi Sir Walter:
„Ef Finnar fá þá hjálp, sem
þeir þurfa aS fá, eiga skiliS aS
fá og verSa aS fá, mun eg verSa
síSastur manna til þess aS spá
sigri Rússa."
NÝR NORSKUR HJÚKRUN-
ARLEIÐANGUR FARINN TIL
FINNLANDS.
Nýr norskur hjúkrunarleiS-
angur lagSi af staS til Finnlands
í gær undir stjórn Nikolaysen
yfirlæknis. Þátttakendurnir,
karlar og k'onur, eru alls 28. —
Mikill .mannfjökli kvaddi leiS-
angursmenn og var brottförin
mjög hátíðleg og margir IirærS-
ir. NRP—FB.
TÉKKNESKIR PENINGA-
SEBLAR PRENTAÐIR I
ÞÝSKALANDI ÁDUR EN
ÞJÖÐVERJAR HERTOKU
BÆHEIM OG MÆRI.
Einkask. frá United Press.
*Lhöfn í morgun.
1 fregn frá Prag segir, aS
rékkneski þjóSbankinn hafi
gefiS út 5 og 1 kr. seSla, þar
sem málmskortur sé svo
mikill, aS ógerlegt sé aS fá
málm til myntsláttu. Stafar
málmskorturinn af þvi, aS
málminn verSur aS nota til
hergagnagerðar.
Svo er aS sjá, sem ÞjóS-
verjar hafi séS fyrir, hversu
£ara mundi i þessum efnum,
þvi aS seSlarnir, sem nú eru
komnir í umf erS, voru prent-
aSir i Þýskalandi áSur en
ÞjóSverjar hertóku Bæheim
og Mæri.
Dularfult neyðar-
skeyti frá skipi
í Irlandssjó.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
NeySarskeyti barst frá far-
þegaskipinu Lady Connaught,
sem statt var á írlandssjó, kl. 1
síSastliSna nótt. I skeytinu var
sagt, aS veriS væri aS setja niS-
ur björgunarbátana. Á skipinu
voru um 100 farþegar. Var ótt-
ast, aS sést hefSi til kafbáts, og
aS árás á skipið væri yfirvof-
andi. Tæpum hálftíma siSar
barst annaS skeyti frá skipstjór-
anum, þess efnis, aS skipiS
héldi áfram ferS sinni.
Tvísýnt um líf
Tweedsmuir lávarðar
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Samkvæmt seinustu fregnum
frá Ottawa er tvísýnt um líf
Tweedsmuirs lávarSs. Telja
læknarnir mjög alvarlega
horfa.
NORÐMENN KYNNA SÉR
LOFTVARNIR FINNA.
DómsmálaráSuneytiS norska
hefir ákveSiS aS senda 4 menn
næstu daga til þess aS kynna
sér loftvarnir i finskum borg-
um. RáSgert er fjögurra vikna
dvöl í Finnlandi. NRP.—FB.
NORÐMENN SENDA FINNUM
NlU JÁRNBRAUTARVAGNA
FULLA AF FATNAÐI.
Níunda RauSa kross-söfnunin í
Nóregi handa Finnum gekk aS
öllu hiS ákjósanlegasta. AS
þessu sinni var aðallega safnaS
fatnaSi og er búiS aS senda niu
járnbrautarvagna af fatnaSi á-
leiðis til Finnlands, og auk þess
mikiS af fatnaSi til NorSur-Nor-
| egs og enn eru margar geymslu-
stofur i Oslo fullar af flutningi,
sem sendur verSur til Finnlands
bráSIega. NRP—FB.
PÖLSKI HERINN í FRAKKLANDI. — ÞaS er taliS, að pólski herinn, sem veriS er aS þjálfa í
Frakklandi, undir stjórn franskra' liSsforingja, verSi fullæfður i vor snemma, og geti tekiS þátt i
stórorustunum, sem allir ganga út frá sem gefnu, aS verði háSar meS vorinu á vesturvígstöSvun-
um. í þessum pólska her munu vera á annaS liun draS þúsund menn. Þegar Pólland fær sjálfstæSi
sitt er ráSgert, aS þessi her verði sendur til Póllands, og verSi stofnher landhers hins nýja Póllands,
sem Bandamenn segja, aS rísi upp á ný, aS afstaSinni styrjöld þeirri, sem nú geisar. — Myndin er
tekin í einni bækistöS pólska hersins i Frakklandi, er hermennirnir hafa skipaS sér i raðir til þess
aS fá matarskamt sinn.
lOO leynilögpeglumenii
framkvæma húsrann-
sókn í skrifstofum
Rússnesku verslunap-
í París
Húsrannsókn, sem lögreglan í París gerði nýlega í skrifstof->
um verslunarfulltrúa sovét-stjórnarinnar, hefir vakið mikið
umtal. Húsrannsóknin var vandlega undirbúin og komu alt í
einu í skrifstofurnar 100 óeinkennisklæddir franskir lögreglu-
menn, kyrrsettu í bili alla starfsmenn, opnuðu skjala- og pen-
ingaskápa, og tóku á brott með sér ýms plögg. Starfsmönnun-
um var ekki slept, fyrr en búið var að gera húsrannsókn í
einkahíbýlum þein-a.
Rússneski sendiherrann í París hefir mótmælt húsrannsókn-
inni og telur hana brot á alþjóðalögum, en franska stjórnin
neitar að taka mótmælin til greina og segir, að það hafi verið
fylstu ástæður fyrir hendi til þess að gera þær húsrannsóknir
sem hér sé um að ræða, og muni það koma í ljós, þegar rétt
þyki að kunngera árangurinn. — NRP—FB.
Eldsneytisskorturinnn í
Kaupmannahöfn.
VatnshLÍtun í íbáðarhúsum bonnnð
fpá mánudegi að telja.
EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun.
Vegna ísalaga við Danmörku hafa aðflutningar tepst svo, að
kolaleysi er yfirvofandi eftir nokkra daga. Hefir verið hert á
ýmsum ráðstöfunum vegna þessa ástands. Bannað er að hita
vatn í íveruhúsum og víða er ekki hægt að hita upp íbúðir
lengur. Er vatnshitun algerlega bönnuð frá næstkomandi mánu-
degi að telja.
Fyrirskipað hefir verið, að öllum matsölu- og veitingastof-
um skuli lokað á miðnætti. Kvikmyndahúsum er lokað kl. 10.
Fyrirskipað er, að kynda ekki meira en svo í íveruhúsum,
að hitinn fari ekki yfir 10 stig á Celsius. Ráðstafanir þær, sem
hér hafa verið nefndar, og fleiri, eiga að vera í gildi þar til í
apríl.
Norðmenn kaupa 15
skipsfarma af kolum
í Bandaríkjunum.
Vegna eldsneytisskorts í Nor-
egi hefir reynst óhjákvæmilegt
að semja um kaup á mörgum
kolaförmum frá Bandaríkjun-
um, eða alls 10—15 og mörgum
mjög stórum. Bæði iðnaðarfyr-
irtæki og einstakir innflytjend-
ur hafa gert samninga um kola-
kaup vestra. NRP.—FB.
Mikill ím vid
^orcsrsstreiidMr
Hafisinn hefir nú rekið að
landi fyrir austan Arendal og
þaðan getur ísinn að líta i sam-
hangandi belti svo langt sem
augað eygir með fram strönd-
inni. Menn óttast, að isinn muni
valda miklum samgönguerfið-
leikum. NRP.—FB.
Viðskifti Iftussa
ogf Raiidaríkja-
maiiiBa @iöðwast
Einkaskeyti frá United Press.
K.höfn í morgun.
Ýmsar líkur benda til, að
mjög muni draga úr viðskiftum
Rússa og Bandaríkjamnna, og
jafnvel talið, að viðskiftin muni
alveg stöðvast. I Bandaríkjun-
um kemur nú mjög fram í blöð-
um og hjá stjórnmálamönnum,
að Bandaríkin ætti að hætta
viðskiftum við Rússa og jafnvel
slíta stjórnmálasambandinu við
Sovét-Rússland. Slíkar tillögur
hafa þó ekki fengið góðar und-
irtektir hjá stjórninni, sem lítur
svo á, að svo mikilvæg skref
megi ekki taka, nema hinar
gildustu ástæður séu fyrir
hendi. Þetta mál verður yafa-
laust rætt enn frekara en þegar
hefir verið gert í þjóðþinginu.
Er það framkoma Rússa gegn
Finnum, sem vakið hefir svo
mikla gremju meðal stjórn-
málamanna og almennings í
Bandaríkjunum, að menn
heimta, að Bandaríkin sýni
Rússum það ótvírætt, að Banda-
ríkjamenn hafi megna fyrir-
litningu á Rússum fyrir innrás
þeirra í Finnland og loftárás-
irnar á varnarlausa bæi og þorp
Finnlands.
Seinustu fregnir herma, að
skrifstofum Rússnesk-amerísku
verslunarstofnunarinnar í
Moskva hafi verið lokað.
Fyrsta sundmót
ársins a föstudag
Næstkomandi föstudag verð-
ur fyrsta sundmót þessa árs
haldið hér í SundhöIIinni. Verð-
ur kept í sex sundgreinum, en
þátttakendur verða margir.
Kept verður í eftirtöldum
greinum: 500 m. bringusundi,
karla, 4x100 m. boðsundi, karla,
200 m. bringusundi, kvenna, 50
m. bringusundi, stúlkna innan
14 ára, 100 m. bringusundi og
100 m. frjálsri aðferð, drengja
innan 16 ára.