Vísir - 12.02.1940, Blaðsíða 4

Vísir - 12.02.1940, Blaðsíða 4
VfSlH FrajnhaJdssagan. 3: GJOFIN jtEg var ekkert — að hvetja iiana 111 þess,“ stamaði hún, íQæstam með grátstafinn í kverkunum. Þú — þú veist livað mér þykir vænt um frú Amery“. „Segðn henni ekki frá jressu í kvöltl, Tony,“ sagði hún, eins og hún óltaðist afleiðingar þess, cf hann gerði það. „Henni kynni dS mislíka, að eg kom ekki í veg fyrir, að Janet þvaðraði um „Segja henni frá þvi?“ Tony var alveg hissa, að Margery skyldi segja þetta. Hvernig mundi hann geta feng- IS af sér að segja Garol Amery, sem var stolt og kom fram eins og hún væri hafin yfir aðra, að jþjónustufólk hennar segði, að maöurinn hennar lemdi hana. En — ósjálfrátt lcrepti hann Tmefana — ef þetta væri nú satt, <éf túnliver fótur væri nú fyrir Alhr vissu, að sambúð Bruce .Amery og konu hans var ekki sem skyldL Orðrómur var á Ikreikí um, að Amei*y fengi sér neðan i þvi á stundum meira en góðu hófi gegndi, og allir vissu. að hann var ma,ður bráðlyndur «og knaonj lítt að stilla skap sitt. ~Ef tíl vill fór hann illa með konu sína, í reiðiköstunum, sem hann fékk. Gat hann fengið af sér, að leggja hendur á hina fögru og veikbygðu konu sina? Tony hugsaði um þetta á leið- Inni niSur að ísilögðu vatninu og honum var þungt í hug. Alt frá þvi, er hann hafði kvatt Margery höfðu hugsanir hans snúist um þetta og þetta eitt. ÞaS var svo sem nógu slæmt fansl honum, að vita af því, að hún var hundin ly'úskaparbönd- nm hrotta eins og Amery — Carol hafði trúað honum fyrir ýmsum leyndarmálum sínum — «n ef þetta, sem Margery liafði sagt var satt, hlaut að fara svo, aS Carol færi frá manni sínum. sínum. Tony stikaði stórum og hrátt harSt ómur af hljóðfæraslætti Mjómsveitar að eyrum hans og viö blasti vatnið spegilslétt. Bál varn kyní með stuttu millibili á hökkunum og var fagurt á að horfa, er hlossaniir glömpuðu á glæru svellinu. Tunglsljós var og veður fagurt. Margt skauíafólks var á svellinu á ein- lægu íði, inn í glampana og út í skuggana. Tony leit yfir hópinn, á einn aF öðrum, er menn svifu fram hjá, en hann kom ekki auga á Carol, en hann gekk alt í einu ~Út á svellið, eins og liann fyndi íhvar hana væri að finna, og fyrr en varði kom hann auga á hana hínum megin. Hún stóð ein við Jbakkann, og eins og svo oft áð- lar minti hún hann á veikbygt jblóm, og er hún sneri sér við og horfði á liann, björtum, skær- um, gráleitum augum roðnaði hann eins og ástfanginn ungl- ingur og fékk engu orði upp komið. Það var vart hægt að segja, að þau heilsuðust, •— þau tókust ósjálfrátt í hendur og svifu saman út á svellið. Hvor- ugt mælti orð af munni og það var sem máttur þagnarinnar byndi þau traustari höndum en mergð orða, þótt þau hefði tal- að um tilfinningar sínar livort í annars garð. Það var elcki fyrr en þau voru komin að bakkan- um liinum megin, að hún mælti: „Mér þykir vænt uni, að þú ert kominn aftur, Tony“. Hún sagði þetta þannig, ein- hvern veginn biðjandi og af svo miklum feginleik, að liann sann- færðist um, að hún þyrfti á vin- áttu lians að halda. Og það liafði mikil álirif á hann. „Hefirðu salcnað mín, Carol? Svaraðu mér fljótt — hefir liann gert þig hrygga aftur?“ Þau stóðu þar, sem skugga bar á. Hún var niðurlút. „Stundum“, sagði hún, „finst mér að eg fái ekki afborið þetta lengur“. ósjálfrátt lagði hann hönd sína á handlegg hennar, en hún Landsmót í hand- knattleik í næsta mánuði. f. S. f. hefir ákveðið að stofna til landsmóts í handknattleik, sem verður að líkindum háð í lok næsta mánaðar, hér í Reykjavík. Mótið verður raun- verulega í þrennu lagi, fyrir konur og 1. og 2. fl. karla. Hefir stjórn I. S. f æskt þess munnlega að Valur og Víkingur tæki að sér að sjá um mótið og Valur fallist á það fyrir sitt leyti, en bréflegt svar mun ó- komið frá Víking. Vísir átti í morgun tal við Svein Zoega, formann Vals, og spurði hann um mótið og und- irbúning þess. Kvað Sveinn engan undirbúning hafinn enn- þá, þar sem ekki hefði enn lcom- ið hréf fiá stjórn f. S. í., þar sem félögunúm væri falin um- sjá mótsins, þótt þeim liefði verið falið það munnlega. Hinsvegar væri þegar vitað um 6—8 flokka, sem myndi taka þátt í mótinu, m. a. frá ,'Hafnarfirði og Akranesi. Þá iðka iþróttafélögin í Vest- mannaeyjum, Akureyri og ísa- firði liandknattleik, svo að ætla má að þaðan verði einhver þátt- taka í mótinu. ráðunautur og lögreglustjóri, menn velkomna og mintist á flugmodelsmíðar sem veiga- mikils þáttar í fluglífi hverrar þjóðar. Sýningin er mjög fjölhreytt og her öll vitni um iðni og á- huga þeirra, sem í félaginu eru. Flugmodelin eru af mörgum stærðum og gerðum, og mörg mjög haganlega gerð. Auðvitað skara sum fram úr, en það er eins og gengur, að ekki geta all- ir verið snillingar á sama sviði. Drengirnir liafa lagt mikla vinnu í smíðar modelanna og undirbúning sýningarinnar, auk þess sem þeir hafa sýnt mikla liugkvæmni við allan útbúnað á sýningunni. Þar er m. a. flug- vélarmodel, sem menn geta sest upp í og „flogið“, stjórnað flugvélinni sjálfir og mun mörgum þykja gaman að því. Sýningin verðskuldar það fullkomlega, að bæjarbúar veiti lienni atliygli og sæki hana. Af því munu menn geta séð, hverju áhugasamir unglingar geta af- kastað og jafnframt verður það þeim til örfunar að sjá menn sýna skilning á starfi þeirra. SlTT AF HVERJF Myndarleg sýning Flugmodelfélagsins. Sýning Flugmodelfélags Is- landslands í Þjóðleikhúsinu var opnuð í gær. Áður ’en hún var opnuð fyrir almenning kl. 5 var nokkurum gestum boðið til þess að skoða sýninguna. Bauð Agn- ar Kofoed-Hansen, flugmála- Frá Keflavík: Góðar gæftir, afli tregur. Frá Keflavík stunda nú allir bátar róðra, með því að sam- komulag hefir náðst um skrán- ingu á bátana, þótt frá samn- ingum hafi enn ekki verið gengið. * Gæftir hafa verið ágætar að undanförnu, en afli frekar treg- ur, frá 2—12 skpd., en sjómenn telja að liann sé nú frekar að glæðast og gera sér vonir um góða vertíð. Mikill fjöldi aðkomufólks er nú í Keflavik og er búist við að atvinna verði þar mikil í vetur. H.f, Trolle & Rothe á 30 ára starfsafmæli í dag. í dag hefir vátryggingarfirm- að Trolle & Rotlie stavfað hér í hæ í 30 ár. Vátryggingarfirma þetta, sem er stofnað af kapt. Trolle, aflaði sér þegar í byrjun mikilla vinsælda, og vinsældir þess og traust manna á því lief- ir alla tíð haldist og aukist. Framkvæmdastjóri félagsins hér á landi varð hr. Carl Fin- sen 1919 og er enn í dag, en j starfsemi þá, sem félagið rak erlendis, annaðist Vigfús B. Vig- fússon, meðeigandi þess og varaformaður, þar til liann lést i s.l. sumar. i Þessa vinsæla vátryggingarfé- i lags var ítarlega getið í blöðum I á aldarfjórðungsfmælinu fyrir 5 árum, en þessi fimm ár hefir félagið starfað með sama hætti og áður og við sömu vinsældir og æ fyrrum, við forsjála ög örugga stjórn. Vísir óskar h.f. Trolle & Rotlie til hamingju með 30 ára starfsafmælið. Þaö er víöast hvar minna uni íþrótlakappleiki en áður, vegna stríðsins, nema í Bandarikjunum. Þar gengur alt sinn eðliiega gang, Joe Louis ber andslæðingana niður o. s. frv. Þessi mynd er frá ein- um af síðustu bardögnm Louis. Hann sigraði þá Jack nokkurn Roper á 2 mín. og 20 sek. fréfifc I.O.O.F. 3 = 1212128 = Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 3 st., heitast i gær 8, kaldast í nótt 3 st. Sólskin í gær 2.2 klst. Heitast á landinu í rnorg- un 5 st., í Eyjum, Hellissandi og víðar; kaldast —1 st., á Akureyri. — Yfirlit: Hæð yfir íslandi. — Horfur: SuÖvesturland og Faxa- flói: Suðaustan gola eða kaldi. Víð- ast úrkomulaust. Mr. Howard Little heldur fyrirlestur í kvöld, er hann nefnir „Sailing Ships“. Blástakkatríóið heimsótti Vífilsstaði. fyrir nokk- uru og skcmti sjúklingum með söng og hljóðfæraslætti. Auk þess sungu þeir Sveinbjörn Þorsteinsson óg Ólafur Beinteinsson tvísöng. Hefir Vísir verið beðinn að færa þeim þakkir fyrir komuná, Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Akranes, Borgarnes, Húnavatnssýslupóstur, Dalasýslu- póstur, Strandasýslupóstur, Austur- Barðastrandarsýslupóstur, Skaga- fjarðarsýslupóstur. — Til Rvíkur: Laugarvatn, Rangárvallasýslupóst- ur, Vestur-Skaftafellssýslupóstur, Akranes. Næturlæknir. Gísli Pálssón, Laugavegi 15, sími 2474. Næturvörður í Ingólfs apó- teki og Laugavegs apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.15 Islenskukensla, 1. flokk- ur. 18.40 Þýskukensla, 2. flokkur. 19.20 Hljómplötur: Lotte Lehmann syngur. 19.50 Fréttir. 20.15 Um daginn og veginn (V.Þ.G.). 20.35 Útvarpshljómsveitin: Frönsk þjóð- lög. •—- Einsöngur (Guðni Þ. As- geirsson) : a) Henderson: Litli vin. b) Verdi: La donna mobile. c) Þór. Guðm.: Minning. d) Skoskt þjóðlag: Tryggðaeiðinn tókstu. e) Purday: Lýs, milda ljós. f) Björg- vin Guðm.: Kvöldþæn. 21.30 Hljómplötur: Æfingar, eftir Cho- pin. SRÖI HÖTTUR og menn hans 476. HKÓI BJARGAR ÞORPARANUM. „Væri ekki rétt, að eg færi nið- ur og bæði manninn, sem er í heim- sókn hjá Betu, að fara heim. Klukk- an er farin að ganga eitt.“ „Heyrðu Jóhannes minn ! Minstu þess þegar við sjálf vorunt ung!“ „Þetta segirðu satt. — Eg fer strax niður og fleygi mannskrattan- um út. ★ — Eg sagði við frúna: Ef þér gefið mér ekki aura, þá verð eg á labþi um götuna fyrir framan gluggann hjá yður í alla liðlanga nótt. — Og þá lét hún sig? — Fjarri því! Hún sagði: Rölti þér heldur um gangstéttina, maður minn — þar verði þér síður fyrir bílunum! * Stærsta biblía í heimi er í páfa- höllinni í Róm. Hún vegur rúm- lega þrjú hundruð pund og þaS þarf þrjá menn til að bera hana þegar hún er færð úr staö. Hún er rnetin á rúmlega hálfa miljón krónur, en er þó sennilega ekki föl fyrir neina peninga. * „Hvar k)'sti hann y'Sur stúlka góS?“ spurSi málafærslumaSur- inn. „Á munninn.“ „Nei, þér misskiljiS mig. Eg á viS þaS, hvar þér voruS staddar, þegar hann kysti ySur?“ „í fanginu á honum.“ ★ Prófessorinn leitar aS hattinum sínum, sem hann var vanur aS láta á hattastandinn, en finnur ekki, hvernig sem hann leitar. Loks finnur kouan hans hattinn — hann hafði hangið á kústskaft- inu. „Á hvaSa déskotans asnaprik skyldi eg næst láta hann — þaS er mér spurning?“ umlaSi í pró- fessornum. „Sennilega á höfuSiS á þér,“ ansaSi frúin. Rýtingurinn hæfir þorparann í úln- Siðinn, en jafnframt segir Nafnlaus Æitla-Jóni að útkljá bardagann. Litli-Jón lætur ekki segja sér það tisvar, en jafnframfc þjarmar Nafn- laus að einvígisvottinum. Mannfjöldinn vill gera aðsúg að einvígisvottinum fyrir óþokkabragð- ið, sem hann ætlaði að vinna. En Hrói skerst í leikinn og segír fólkinu, að hann og félagar hans muni einir geta refsað þorparanum. S’Ti rTiu<ymNc ST. VERÐANDI nr. 9. Auka- fundur í kvöld kl. 8: Endur- upptaka._______________(181 ST. VERÐANDI NR. 9. Fundur annað kvöld ld. 7y2. Inntaka nýrra félaga. Að fundi loknum hefst ársliátíð stúkunnar: Kaffisamsæti: Samkoman sett: Karl Bjarnason. 2, Nokkur orð: Þ. J. S. Fiðlusóló. Swingtríóið. Sjónleikur: Leikstjóri frú Marta Indriðadóttir. Gamanvísur: S. S. Dans. Aðgöngumiðar eftir kl. 4 e. h. þriðjudag. Húsið lokað kl. 10. — (179 KENSLA VÉLRITUNARKENSLA. — Cecilie Helgason, sími 3165. — Viðtalstími 12—1 og 7—8. (64 MÁLAKENSLA KENNI ensku, dönsku og þýsku. — Sverrir Kristjánsson, Ljósvallagötu 16. — Heima frá 6—8. (113 KFfIInðííI GLERAUGU töpuðust á dans- leik í Alþýðuhúsinu á laugar- dagskvölið. Skilist á Rakara- stofu Huldu og Guðjóns. (170 TAPAST liefir budda með peningum á Klapparstig. Skilist á Grettisgötu 61. (171 PENNAVESKI með Conklin- sjálfblekung í hefir tapast. — Skilist á Óðinsgötu 13, gegn fundarlaunum. (173 SKJALATASKA hefir tapast. Skilist í Ingólfsstræti 3 (Mat- salan). (174 HCISNÆflÍJri TIL LEIGU 1—2 herbergi með aðgangi að eldhúsi i Tjarn- argötu 3. (165 ÍBÚÐ, 4 herbergi og eldhús með þæg'indum, óskast 14. mai. Tilboð merkt „Vélstjóri44 send- ist afgr. fyrir 20. þ. m. (169 2 HERBERGJA ibúð með ölh um þægindum óskast 14. maí, helst í vesturbænum. Uppl. i sima 3133. (175 HERBERGI með húsgögn- um óskast. Uppl. síma 2079. — __________________(176 RÓLEGT fullorðið fólk óskar eftir 3ja hei-bergja ibúð ásamt þægindum i kyrlátu húsi í mið- eða austurbænum. — Tilboð merkt „Stýrimaður“ sendist blaðinu fyrir 15. þ. m. (177 ÓSKA eftir 3ja herbergja íbúð með stúlknaherbergi 14. maí. A. v. á. (182 HUSSTORF STÚLKA óskast i vist hálf- an eða allan daginn. Uppl. á Klapparstíg 44. (166 lK41iPSI0UPUfil VÖRUR ALLSKONAR FULLVISSIÐ yður um, að það sé FREIA-fiskfars, sem þér kaupið. (410 Fjallkonu - gljávaxið gðða. Landsins besta gólfbón. (227 ""NUTAÐmTííjí!!^™ _______KEYPTIR_________ KOPAR keyptur í Lands- smiðjunni. (14 KAUPUM FLÖSKUR, stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Berg- staðastræti 10. Sími 5395. — Sækjum. — Opið allan daginn. (1668 NOTAÐIR MUNIR TIL SÖLU TVEGGJA liellna rafmagns- plata til sölu. Sími 3298. (164 GÓLFTEPPI lil sölu. Uppl. í síma 5133 eftir kl. 5. (167 FERMINGARKJÓLL til sölu á Hringbraut 36 miðhæð. Til sýnis frá kl. 6. (168' SEX vandaðir borðstofustól- ar til sölu. Augl.stj. Vísis visar á- — (172 BALLKJÓLL lil sölu. Uppí. Bergstaðastræti 31 A, m., 6—7. (180

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.