Vísir - 14.02.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 14.02.1940, Blaðsíða 1
' Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Riotst jórnarskrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 14. febrúar 1940. 37. tbl. Verður Viktor Emmanuel konungur Ungverjalands? Italskt-ungverskt bandalag á uppsigiingu. |- EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Fregn frá Madrid hermir að nokkurar líkur séu til að innan skamms komist á samskonar bandalag milli ítalíu og Ung- verjalands og nú er milli ítalíu og Albaníu og verði Viktor Emmanuel eftir það jafnframt konungur Ungverjalands. * .í fregninni segir, að þetta sé haft eftir spönskum stjórn- málamönnum, sem fylgist gerla með öllu því, sem fram fer milli ítalskra og ungverskra stjórnmálamanna. Nú sem stendur er ungversk herfor- ingjanefnd iá Italíu og starfar hún með herforingjaráðinu ítalska og ýmsum ítölskum hernaðarsérfræðingum. Með starfi nefndarinnar, segir i hinni spönsku fregn, er verið að taka fyrsta skrefið til að fram- kvæma þau áform, sem Ciano greifi, utanríkismálaráðherra ítalíu, og Czaky greifi, utanrík- ismálaráðherra Ungverjalands ræddu á Feneyjarráðstefnunni. Finnar hafa algerlega yfirhöndiia á mtðvfg- sföiraum 45. níssncKka. hcrfyllíið Minkring't ©§: nauðulcga sísati. EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun. Ralph Forte, fréttaritari United Press, sem nú dvelst með f inska hernum á miðvígstöðvunum, símar í morg- un: Finska yfirherstjórnin til- kynti í gærkveldi, að öllum á- hlaupum Rússa á miðvígstöðv- nnum hafi verið hrundið og 45. rússneska herfylkið, sem í eru a. m. k. 16.000 menn, sé næst- um umkringt og í miklum nauðum statt, sökum þess, að tekist hefir að koma í veg fyrir aðflutninga til þess. Hafa Rúss- ar ekki önnur ráð en að flytja eins mikið loftleiðis af matvæl- um til hinna aðþrengdu rúss- nesku hermanna og þeim er auðið, en það er vitanlega ekki hægt að flytja þannig til þeirra alt, sem svo mannmargur her þarfnast. Finnar hafa Soumusalmi og Kuhmo algerlega á valdi sínu og þjóðveginn þar á milli, þrátt fyrir það, að Rússar halda uppi loftárásum á hann. . .Rússar eru hættir að skjóta af fallbyssum á Kuhmo og bendir það til, að þeir hafi hörfað undan með fallbyssur sínar í áttina til landamæranna. Á MANNERHEIMVlGSTÖÐVUNUM. Þar er barist jafn ákaft og áður og hafa Rússar nú haldið þar uppi stöðugum árásum i liálfan mánuð. Finnar halda því stöðugt fram, að sigurfregnir Rússa hafi ekki við neitt að styðjast, og hafi þeim hvergi tekist að ná fótfestu í víggirð- ingunum, nema á einum stað, en voru hraktir þaðan í skyndi- gagnsókn Finna. Finnar viður- kenna, að hinar síendurteknu árásir Rússa þreyti mjög lið þeirra, sem ekki er hægt að láta fá næga hvíld. Leiða þeir enn athygli annara þjóða að því, að þeir þurfi sjálfboðaliða í stór- um stíl, og virðist nú vera að koma skriður á, að þeim verði sendur öflugur liðsstyrkur. Þar sem þeir og fá mikið af flug- vélum og hergögnum, ætti að- staða þeirra að hafa batnað að mun fyrir vorið. Rauði Krossinn lcfir ítrekað umsókn sína vun áíS felt ver'ði niöur meö öllu endurgjöld fyrir afgrefö.slu qg akstur slökkvi- li'Öimanna á ..sjukrabífrefcJunum. BæjarráÖ ákva'ð á fundi sínurii síÖ- astl. föstudág, a''N. léita umságuár lökkviliSsstjóra. og nýsjálensk- ar hersveitir komnar fil Palestinu. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Mikill her, að sögn nokkrir tugir þúsunda, frá Ástralíu og Nýja Sjálandi, er kominn til Su- ez. Er feikna mikið skrifað um þessa herflutninga i erlend blöð og hafa fregnirnar um þessa miklu herflutninga komið mönnum víðast mjög á óvænt. Eins og þegar kanadisku her- sveitirnar voru fluttar til Rret- lands fyrir nokkuru, var ekk- ert látið uppskátt um flutning- ana, fyrr en herliðið var komið á ákvörðunarstað. Það er talið, að hér sé um 40.000—50.000 manna her að ræða og er búist við að margar tugþúsundir muni koma á eftir. Mörg skip þurfti til að flytja þetta lið og nutu þau fyígdar breskra her- skipa alla leið. Ekkert óhapp kom fyrir á leiðinni. Við kom- vma til Suez fögnuðu hersveit- unum Anthony Eden, samveld- ismálaráðherra Breta, sendi- lierra Breta í Kairo, og fjöldi hátt settra franskra, breskra og egipskra herforingja og leið- toga. Ávarp til hersveitanna frá Georgi VI. Bretakonungi var lesið upp. Hersveitirnar héldu þvi næst áfram til Palestinu. í heimsblöðunum er mikið um það rætt, hvers vegna her- sveitir þessar hafi ekki verið sendar til Frakklands, og kom- ast blöðin að þeirri niðurstöðu, að Bretum og Frökkum þyki nauðsynlegt að efla þann her, sem þeir hafa i hinum nálægu Austurlöndum, ef Rússar og 1 Þjóðverjar skyldi gera nokkra I tilraun til þess að færa styrj- ! öldina á þær slóðir. Það er tal- ið, að Ástralía og Nýja Sjáland muni geta komið upp alt að 500.000 manna her, en ekki er ráð fyrir gert, að svo mikill her- afli verði sendur úr landi, þvi að nauðsynlegt þykir að hafa allsterkan her i báðum löndu'n- um. í heimsstyrjöldinni sendu Ástralíumenn um 325.000 manna her til vígstöðvanna og Nýja-Sjálandsmenn um 125.000 og tóku þátt í mörgum stóror- ustum og gátu sér frægðarorð íyrir vasklega framgöngu. ALÞINGI verður sett á morgun kl. 1 og ! hefst athöfnin með guðsþjón- | ustu eins og venja er til. Síra I Friðrik Rafnar vígslubiskup stígur í stólinn. Síðan mun að líkindum fara '¦ fram kosning forseta samem- aðs þings, skifting i deildir, kosningar forseta þeirra og annarra starfsmanna. FINNAR í STRÍÐI. — Myndin er frá finskri birgðastöð inni i skógi á miðvígstöðvunum. Rússarn- ir, sem flestir eru frá steppunum óttast skógana, svo að þeir þora ekki að ferðast um þá nema i stórhópum. Er því einstaklingurinn i rússneska hernum aldrei eins mikils virði og í finska hernum JEÍresk:a stjóroin gefni* mt tilsiclpun, sem beim- ilar breskum mönnum t í her FinnE. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Stjórnmjálamenn í London búast við því, að því er United Press hefir fregnað, að breska stjórnin muni gefa út tilskipun í dag, þess efnis, að breskum mönnum skuli heimilt að gerast sjálfboðaliðar í her Finnlands. Samkvæmt gildandi lögum er breskum mönnum á herskyldualdri óheimilt að gerast sjálf- boðaliðar í herum erlendra ríkja og liggja þung hegningar- ákvæði við, ef út af er brugðið. Það hefir þó verið gengið út frá því, að breska stjórnin mundi m. a. styðja Finna með þeim hætti, að leyfa breskum sjálfboðaliðum að fara til Finnlands, en þar sem ekkert hefir verið tilkynt opinberlega um afstöðu stjórnarinnar hafa þeir, sem til Finnlands vilja fara, að eins getað látið skrásetja sig sem sjálfboðaliða í finsku sendisveit- arskrifstofunni. Nú verður, eftir því sem að ofan greinir haf- ist handa, svo að Finnar geti fengið þann mannafía frá Bret- um, sem þeir geta í té látið. Talið er, að flestir sjálfboðaliðanna hafi gegnt herþjónustu og meðal þeirra munu vera allmargir flugmenn. Gert er ráð fyrir, að, frá Bretlandi fari a. m. k. 5000 sjálfboðaliðar til Finnlands. Frá hæstarétti Mílireksnr 1111 iri í dag var í hæstarétti kveðinn upp dómur í máli er Ari Páll Hannesson bóndi í Stóru-Sandvík hafði höfðað gegn landbúnaðar- ráðherra f. h. ríkissjóðs. Málavextir eru þeir, að haust- ið 1936 kom upp mæðiveiki i sauðfé í Grimsneshreppi. Ari bafði undanfarin sumur rekið fé sitt á Grímsnessafrétt og var honum vorið 1937 boðið, af mæðiveikinefnd, að annaðhvort yrði hann að reka fé sitt þá um sumarið á Grimsnessafrétt og • slátra því svo öllu um haustið . eða halda fénu i girðingu i | heimahögum um sumarið. Tók hann þá, ásamt öðrum bænd- um í Sandvíkurhreppi, þann I kostinn að halda fénu heima. i í ágústmánviði kom i ljós, að j tvær kindur frá Litlu-Sandvik { voru sýktar. Og um haustið lagði mæðiveikisnefnd svo fyr- ir, að öllu fé Páls skyldi slátr- að og var það gert. Fékk hann bætur úr ríkissjóði, eii hann taldi það ekki fullar bætur og krafðist mats á því hve miklu tjóni hann hefði orðið fyrir. Fór fram bæði undir- og yfir- mat og varð niðurstaða þeirra beggja sú, að Ari hefði fengið fullar bætur fyrir tjón sitt. '— Höfðaði hann síðan^mál þetta og krafðist frekari bóta. Hér- aðsdómarinn leit svo á, að Ari ætti rétt til frekari bóta en á- kveðið hefði verið í yfirmati því, er fram fór og dæmdi rík- issjóð til þess að greiða honum til viðbótar kr. 364.37. Áfrýjaði rikissjóður þessu máli þvi næst til hæstaréttar. í málinu hafði ríkissjóður borið það fyrir sig, að tjón Ara hefði þegar verið metið af dóm- kvöddum mönnum samkv. 19. gr. laga nr. 12 frá 1937 og gæti hann ekki átt kröfu til frekari bóta en þeirra, sem matsgerðin ákvað. Leit hæstiréttur svo á, að, að svo vöxnu máli, væru dómstólarnir ekki bærir um það, að kveða á um hæð fébót- anna og ómerkti þvi ex officio ákvæði héraðsdómsins um bóta- hæðina og vísaði málinu að þessu leyti frá héraðsdómi. Þá taldi liæstiréttur og að mat yfir- matsmannanna væri i tveimur atriðum þeim annmörkum háð, að Ara væri ekki skylt að hlita 52 þátttakendur í sundmótinu á föstud. Þátttakendur í fyrsta sund^ móti ársins, sem verður í Sund- höllinni n. k. föstudag, verða samtals 52 að tölu og verða meðal þeirra allir bestu sund- garpar Reykvíkinga. Kepnin mun að líkindum verða hörð i öllum greinum, en þó langhörðust i 4x100 m. boð- sundi. Þar senda félögin K. R. og Ægir hvort sinn flokkinn, en Glímufélagið Ármann tvo. í 100 m., frjáls aðferð, fyrir drengi verða átta þátttakendur, alt efnilegir sundmenn. Þá mun verða hörð hepni í 500 m. bringusundi fyrir karla. Þar sem þátttakendur verða fimm. í työ hundruð m. bringu- sundi fyrir konur vei^ða aðeins þrír þátttakendur, en þær hafa verið skæðir keppinautar á hverju sundmóti undanfarið. í 100 m. bringusundi fyrir drengi innan 16 ára verða átta þátttakendur og i 50 m. bringu- sundi fyrir stúlkur innan 14 ára verða 13 þátttakendur. Handíðaskólinn. Á næstu dögum hefst í Hand- íðaskólanum trésmíðanómskeið, sem ætlað er unglingum á aldr- inum 14—18 ára. Kenslan verð- ur ókeypis, en skólinn væntir þess, að piltarnir sjálfir leggi sér lil efni i smíðisgripi sína. Kent verður tvo daga i viku, tvær stundir i einu. Unglingar, sem óska að taka þátt í námi þessu, gefi sig nú þegar fram á Ráðningarskrifstofu bæjarins eða Vinnumiðlunarskrifstof- unni. Að eins þeir koma til greina, sem hafa ótvíræða hæfi- leika til trésmíðanáms. Lúðv. Guðmundsson skólastjóri biður þess getið, að þeir sem hafa sótt til hans um trésmiðakenslu fyrir unglinga, skuli snúa sér til áðurnefndra skrifstofa. — — Þrjú námskeið fyrir al- menning eru i þann veginn að hefjast í skólanum. Eru þetta námskeið í fríhandarteikningu, myndskurði (linoleumprent) og pappavinna. þeim og yrðu þau að metast að nýju. Hrm. Sveinbjörn Jónsson flutti málið af hálfu rikissjóðs, en hrm. Pétur Magnússon af hálfu Ara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.