Vísir - 23.02.1940, Síða 2
VÍSIR
tiMr.T—ii mr iw'saayifc»w»wc«nc?i«w»;aui
6
SAGBL&Ð
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁilAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hveifisgötu 12
(GengiS inn frá Ingólfsstraeti)
Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377,
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 20 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Fjárlaga-
frumvarpið
p J ÁRLAGAFRU M VARPIN U
fyrir árið 1941 var utbýtt
á Alþingi í gær. Búist er við að
fjármáláráðherra muni leggja
frumvarpið fyrir þingið upp úr
helginní, sennilega á þriðjudag-
inn kemur. Meðaii ráðherra lief-
ir ekki géfist kostur á að skýra
málið virðist fullsnemt að fara
að taka afstöðu til þess. Enginn
ágreiningur getur verið mn það
meðal sjálfstæðismanna, að
lagt hafi verið inn á rétta braut
með því að lækka útgjaldaliði
fjárlaganna, þar sem við verð-
ur komið. Þetta hefir verið
krafa flokksins á undanförnum
árum. Og þegar skýringar ráð-
herra eru fengnar, munu menn
ekki geta haldið því fram, að
gengið sé á liluta neinnar sér-
stakrar stéttai' í landinu, þar
sem lækkanirnar eru ekki ann-
að en bein afleiðing af því á-
standi, sem nú er, vegna ýmsra
utanaðkomandi örðugleika. Það
væri t. d. fásinna að fara að á-
ætla há útgjöld til bygginga eða
mannvirkja, sem fyrirsjáanlegt
er að ekki geta komist upp
sökum fjárskorts. Svo er t. d.
um ýmsar húsbyggingar í sveit-
um og kaupstöðum, hafnar-
gerðir ,o. fl.
Það má búast við að lækkun
jarðræktarstyrksins veki einna
mesta athygli. Á fjárlögum fyr-
ir 1940 er styrkurinn áætlaður
580 þúsund, en á hinu nýja
frumvarpi 200 þúsund. Fjár-
málaráðherra fékk að sjálf-
sögðu umsögn Búnaðarfélags
íslands um þetta atriði. í bréfi
dagsettu 20. janúar, lil fjár-
málaráðuneytisins, farast bún-
aðarinálastjóra fyrir hönd fé-
lagsins m. a. orð á þessa leið:
„Hinsvegar má gera ráð fyr-
ir, að mikið hljóti að draga úr
jarðabótaframkvæmdum á
þessu ári. Nýjar byggingar
verða litlar, túnrækt hlýtur
mjög að dragast saman, þar
sem tilbúinn áburður verður
sennilega af skornum skamti og
auk þess í háu verði. Einu
framkvæmdir á þessu sviði,
sem vinna má af fullum krafti,
er framræsla. Er það skoðun
Bf. ísl. að bændur eigi nú að
leggja megin áherslu á að bæta
ræktun túna sinna með aukinni
framræslu, þar sem þess er
þörf. Mun Búnaðarfélag íslands
beita áhrifum sínum til þess að
svo verði.“
Eins og þetta bréf búnaðar-
málastjóra ber með sér, er ekki
búist við miklum jarðræktar-
framkvæmdum, að undantek-
inni framræslu. Þá er spurning-
in, hvað háa upphæð þurfi til
þess að fyrir þessu verði séð af
hálfu rikisins. Búnaðarskýrslur
hagstofunnar fyrir árið 1938
eru nýkomnar út. Þar er yfirlit
yfir jarðræktarframkvæmdir á
árinu. Samkvæmt því yfirliti
hafa styrkhæfar jarðabætur
það ár verið verið samtals
569.099 dagsverk, eða tæp
570.000 dagsverk. En af þessum
570.000 dagsverkum eru aðeins
33.582 til framræslu. Það er
þess vegna sýnilegt, að þau
200.000 króna, sem áætluð eru
á fjárlögum til jarðræktar-
styrks, eru nægjanleg til þess,
að sú höfuðframkvæmd, sem
búnaðái'inálastjóri gerir ráð
fyrir, geti margfaldast. Annars
er rétt að geta þess, bæði við-
víkjandi þessum lið og öðrum,
sem umtali kunna að valda, að
vitanlega er ekki slegið neinu
föstu um það, að ekki megi
neinu breyta í meðförum þings-
ins.
Þegar menn annars tala um
fjárlagafrumvarpið að þessu
sinni er vert að hafa það liug-
fast, að ráðherra er aðeins ætl-
aður rúmur mánuður til undir-
búnings frumvarpsins og að yf-
irlil yfirafkomu undanfarinsárs
var ekki unt að fá fyr en í byrj-
un þessa mánaðar. Það er þess
vegna fullkomin ástæða til þess
að vekja athygli á þvi, hvað af-
greiðsla málsins hefir gengið
greiðlega af hendi ráðherra.
Fjárlög verða aldrei svo und-
irbúin, að ekki verði ágrein-
ingur um einstök atriði. Höfuð-
sjónarmiðið hefir verið að
reyna að takmarka útgjöldin
svo sem frekast er unt og færa
fjárlögin til samræmis við það
ástand, sem nú er. Mun það
koma í ljós við frekari athug-
un mólsins, að ráðlierra hafi
tekist þetta vel. Hér hefir verið
unnið mikið verk á undra-
skömmúm tíma. Ef Alþingi
tekst að leysa sinn þátt málsins
eins vel af hendi, munu lancis-
menn mega vel við una.
n
2 1114*1111
verða úti.
. I * - ,
* * \
í illiviðrinu, sem gekk um
landið eftir s.l. helgi urðu tveir
menn úti. Var annar frá Syðri
Reykjum í Biskupstungum, en
hinn frá Galtalæk á Landi.
Sá fyrnefndi var Norðmaður,
Olav Sanden að nafni. Hann
var um (vítugt og stundaði garð
yrkjustörf að Syðri Reykjum.
Hafði hann dvalið þar í hálft
annað ár. — Sanden fór á Iaug-
ardag til Efra-Dals, sem er
hálftíma gang frá Syðri Reykj-
um og var þar til mánudags-
morguns. Fór hann þá áleiðis
heim, en hefir ekki komið fram.
Hefir lians verið leitað vand-
lega af fjölda manns, en árang-
urslaust.
Þá varð og úti Stefán Jóns-
son, maður hálf sextugur, sein
var vinnumaður á Galtalæk.
Hafði hann farið út í fjárhús,
sem standa um hálftíma gang
frá bænum, en ekki komist til
baka. Fanst lik hans í skafli í
fyrradag.
i Aðalfundur Fast-
feignaeigendaféíags
'Úm Reykjavíkur^f
Aðalfundur Fasteignaeig-
endafélags Reykjavíkur var
haldinn í baðstofu iðnaðar-
manna í gær. Var fundurinn
mjög fjölmennur.
1 stað þriggja manna, sem
gengu úr stjórninni og beðist
höfðu undan endurkosningu
voru kosnir:
Gunnar Þorsteinsson hæsta-
réttarmálafl.m., formaður, Eg-
ill Vilhjálmsson kaupmaður og
Sveinn Sæmundsson yfirlög-
regluþjónn.
Fyrir voru í stjórninni Sig-
urður Halldórsson trésmíða-
meistari og Sighvatur Bryn- J
jólfsson starfsmaður hjá toll- •
stjóra.
Bændor fi enga verð-
hækknn i mjólk sina.
1 Tímanum 1. þ. m. er grein
um mjólkurverðhækkunina. Af
því að grein þessi varpar nokk-
uru ljósi yfir mjólkurskipulag-
ið og afleiðingar þess, langar
mig til að segja um það nokkur
orð.
í fyrirsögn greinarinnar segir
að bændur fái •% bluta af
hækkuninni, sem verði þannig
í framkvæmd, að úlborgað verð
til bænda verði 1 eyris hækkun.
Eftir greininni litur þannig út
að bændur fái 1 eyris hækkun á
mjólk sína. En þetta er að eins
rétt að því leyti að miðað sé við
verðið frá því í apríl síðastliðn-
um, því þá var nefnilega út-
borgað verð til bænda lækkað
um 1 eyri. Eftir þessu sést að
þegar bændur fá nú þennan 1
eyri fá þeir nákvæmlega saraa
verð, og þeir fengu áður en
gengisfallið varð síðastliðinn
vetur. Og þegar það er athugað
að afkoma bænda hér í Reykja-
vík og nærsveitum hefir nú
undanfarið verið mjög erfið
undir framkvæmd liins áður
nefnda skipulags, sjá allir lieil-
vita menn hvaða aðstöðu þessir
menn hafa til að mæta, fyrst og
fremst afleiðingum gengisfalls-
ins, sem meðal annars hafði þær
afleiðingar að tilbúinn áburður
hækkaði um 15% og fóðurbætir
um 20%, en bændur hér vestan
fjalls verða að kaupa mjög mik-
ið af tilbúnum áburði, þvi hér
er ekki um nein sjálfáborin
áveitulönd að ræða. Og svo bæt-
ist liér ofan á hin sívaxandi
dýrtíð vegna styrjaldarinnar,
sem enginn veit hvar endar. En
það eina sem bændur hafa nú
til að mæta þessum áföllum er
1 eyris Iækkun frá því í apríl
1939 þar til í miðjan janúar
1910 á mjólk sína, sem hjá
mörgum er þeirra eina fram-
leiðsluvara.
Þá kem eg að því alriðinu,
sem virðist vera aðal uppistað-
an í áminstri Tímagrein. Þar
segir: „Útborgunarverðið, sem
bændur fá fyrir mjólkina,
hækkar um einn eyri og svarar
það til þess að bændur fái 3
aura af verðliækkun sölumjólk-
urinnar.“
Þetla þýðir með öðrum orð-
um að til þess að bændur geti
fengið eins eyris hækkun á
litra verður að láta neytend-
urna borga 3 aura á hvern lítra,
sem þeir kaupa. Þannig er þó
mjólkurskipulagið komið, að á
hvern mjólkurlítra, sem seldur
er til neyslu í Reykjavík og
Hafnarfirði verður að leggja
svo hátt verðjöfnunargjald, —
sem er tekið með margvísleg-
um krókaleiðum, — að það
nægir til að verðuppbæta 2
litra, sem fara í vinsluvörur, er
ýmist hafa verið seklar úr landi
— að allverulegu leyti — fyrir
mjög lágt verð eða sendar aftur
heim til bænda. Þetta verðjöfn-
unargjald á að vera það hátt
að þessir verðuppbættu lítrar
séu borgaðir út með sama verði
og neyslumjólkin.
1 niðurlagi greinarinnar er
veist að Reykjavíkurblöðum
Sjálfstæðisflokksins fyrir að
amast við mjólkurverðhækkun-
inni. Eg man ekki eftir að hafa
séð í sjálfstæðisblöðunum mikið
veður gert úr verðhækkuninni.
En það lilýtur að verða áliyggju-
efni livers hugsandi manns í
hvert óefni þetta mjólkurskipu-
lag er að komast.
Einar Ólafsson.
Lækjarhvammi.
Mál borín fram á Alþingi.
Auk fjárlaganna fyrir 1940 sem verður getið annarsstagar
hér í blaðinu hafa þessi frumvörp komið fram í þinginu:
Stjórnarfrumvörp:
1. Breyting á löguin um
stimpilgjald.
2. Heimildarlög fyrir ríkis-
stjórnina að innheimta ýms
gjöld 1941 með viðauka. (Það
er framlenging laga, er sam-
þykt voru á síðasta alþingi og
giltu fyrir árið 1940).
3. Breytingar frv. um laun
hreppstjóra og aukatekjur m.
fl. —
4. Lög um háskólahapp-
drættið.
í því frumvarpi felst aðeins
framlenging á einkaleyfinu til
Iláskóla Islands, þar sem fyrir-
sjáanlegt verði, að tekjur þær,
sem Háskólinn hlýtur af happ-
drættinu til ársloka 1943,
Iirökkvi ekki til að fullgera
byggingar skólans.
Getur háskólinn nú fengið
lán til að ganga endanlega frá
byggingum sínum, ef trygging
er fyrir því, að happdrættis-
tímabilið verði framlengt. Auk
þess er Alþingi orðin brýn þörf
á því að háskólinn flytji sem
fyrst úr Alþingishúsinu.
önnur mál.
1. ÞingsályktunartiIIaga um
notkun þjóðfánans. Flm. er
Jónas Jónsson. — Hún er svo-
hljóðandi:
Efri deild Alþingis ályktar að
skora á ríkisstjórnina að safna
heimildum frá þeim þjóðum,
sem eru skyldastar Islendingum
og lengi hafa notið fullkomins
sjálfstæðis, um löggjöf og venj-
ur þessara landa um rétta notk-
un þjóðfánans, og Ieggja síðan
fyrir næsta Alþingi niðurstöður
þessara rannsókna í frumvarps-
formi, hversu skuli fara með
þjóðfána íslendinga.
2. Frv. um eignar- og notk-
unarrétt jarðhita. Flm. Bjarni
Bjarnason og Jörundur Brynj-
ólfsson.
Frumvarp þetta hefir verið
borið fram á undanförnum
þingum, en ekki náð samþykki.
3. Frv. um brúasjóð. Flm.
Páll Hermannsson, Ingvar
Pálmason og Páll Zóphónias-
son.
Þetta frv. koin fram á sið-
asta Alþingi, en mun hafa dag-
að uppi.
Er með frv. þessu ætlast til,
að eins eyris aðflutningsgjald sé
innheimt af hverjum bensín-
lítra, sem til landsins flyst, um-
fram núverandi aðflutnings-
gjald. Þetta gjald sé lagt í sér-
stakan sjóð — brúasjóð — og
honum verði varið til bygginga
þeirra brúasmíða, sem eru svo
stórar, að ókleift sé að veita fé
til þeirra af venjulegum tekjum
ríkissjóðs.
4. Breytingarfrv. um heimild
fyrir ríkisstjómina til ýmis-
legra ráðstafana vegna yfirvof-
andi styrjaldar í Norðurálfu.
Það er flutt skv. ósk ríkis-
stjórnarinnar af allsherjarnefnd
neðri deildar.
Aðalbreytingin er fólgin í
því, að ríkisstjómin getur, að
viðlögðum alt að 100 króna
dagsektum, krafist þess, að ein-
stakir menn eða félög gefi
skýrslur umvörubirgðir sínarog
vöruþörf. Ennfremur að ríkis-
SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR og SVEINB.IÖRN ÞORSTEINSS. í
„BROSANDI LAND“.
Hin glæsilega óperetta, Brosandi land, eftir snillinginn Le-
har, var leikin í fyrrakvöld fyrir fullu liúsi og við bestu viðtök-
ur. — Söngvarnir og dansarnir voru allir endurteknir við dynj-
andi fögnuð áhorfenda. — Einkum eru leikhúsgestir hrifnir af
þáttunum sem gerast í Kína. — Hin dillandi kinverska músik
er svo sjaldheyrð hér um slóðir og alt hið austræna umhverfi
hefir yfir sér þann töfrablæ, sem heillar hugi manna. Aldrei
mun Pétur Jónsson hafa notið sín eins vel í söng, og í þessum
leik. Leikur Sigrúnar Magnúsdóttur í Kinversku prinsessunni,
mundi vera eftirsóttúr af livaða leikhúsi sem væri í lieiminum.
Næsta sýning verður í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar verða
seldir í dag eftir kl. 1.
stjórnin gelur hvenær sem er,
án dómsúrskurðar, látið trún-
aðarmenn sína rannsaka birgð-
ir heildsöluverslana, smásölu-
verslana, iðnfyrirtækja og ein-
stakra manna af skömtunar-
vörum.
Frv. er borið fram vegna ó-
samræmis er átt hefir sér stað
undanfarið i skýrslum seljenda
og kaupenda — og eins til að
fyrirbyggja að verslanir selji
skömtunarvörur án þess að fyr-
ir þær komi seðlar og ávísanir
— en telji jafnframt það magn,
sem þannig er selt, til birgða
lijá sér — og skili þvi tölu-
lega réttum, en raunverulega
röngum skýrslum.
5.—6. Þá hafa komið fram
tvær þingsályktunartillögur í
sameinuðu þingi, bornar fram
af þingmönnum kommúnista.
Þær eru svohljóðandi:
I. Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að gefa skýlausa
yfirlýsingu um það, að engar
liömlur vei-ði á ])að lagðar, að
skipverjar á íslenskum skip-
um fái til fulls að njóta þess
réttar, er þeim ber að lögum og
samkvæmt samningum, sem
sjómenn og útgerðarmenn
kunna að gera sín á milli, til
greiðslu á kaupi sínu í erlend-
um gjaldeyri í erlendum höfn-
um.
II. Alþingi áljJctar að skora á
ríkisstjórnina að hlutast til um
það við bæjar- og sveitarstjórn-
ir, að framfærsluslyrkur verði
alstaðar hækkaður í hlutfalli
við hækkað verðlag iá nauð-
synjavörum.
7. Loks hefir Jónas Jónsson
flutt svohljóðandi þingsálykt-
unartillögu í sameinuðu þingi:
Sameinað Alþingi ályktar að
skora á rikisstjórnina að leita
samkomulags við bæjarstjórn
Reykjavikur um, að bærinn
leggi fram ókeypis hita og raf-
magn til daglegra afnota í hinu
nýja húsi háskólans.
Slys á Akureyri.
Slys varð á Akureyri um há-
degisbilið í gær og slasaðist
Þorvaldur Vestmann, banka-
gjaldkeri.
Undanfarna daga hefir kyngt
niður miklum snjó í Eyjafirði.
Hafa snjó- og klakaskriður iðu-
lega runnið af húsþökum á Ak-
ureyri, en ekki orðið slys að
fyrri en í gær. Var Þorvaldur
Veslmann á gangi framhjá Ak-
ueyrar apóteki, Hafnarstræti
104, þegar klakaskriða féll af
þaki hússins og á Þorvald.
Var Þorvaldur borinn með-
vitundarlaus á brott og fluttur
á sjúkrahús. Reyndist hann al-
varlega meiddur á höfði og var
enn rænulaus í morgun, þegar
fréttaritari Vísis símaði um
þennan atburð.
Oinvígi (nilfer§
ojf f§íiiiiiRi«Isir
Iiefst í kvöld.
Vegna þess að þeir urðu jafn-
ir að vinningatölu á Skákþing-
inu, hvor með 6 /2 vinning, þeir
Eggert Gilfer og Ásmundur Ás-
geirsson, verða þeir að heyja
einvígi til þess að fá úr því
skorið, hvor skuli hljóta
sæmdarheitið ..Skákmeistari
Reykjavíkur 1940“.
Ætlunin er að tefla á sunnu-
dögum og miðvikudögum, en
biðskákir á mánudögum og
föstudögum. Fyrsta skákin fer
þó fram í kvöld og verði hún
biðskák, þá verður hún tefld á
mánudagskvöld. Eiga Jreir þá
sunnudaginn frían og geta hvílt
sig þá.
Teflt verður þannig til úrshta,
að jafntefli eru ekki talin með,
en sá sem fyr fær þrjá heila
vinninga verður sigurvegari.
Gelur þetta einvígi því dregist á
langinn, en verður án efa mjög
spennandi og skemtilegt.
Frá bæjarstjórnar-
fundi í gær.
Kosið var í framfærslunefnd
og heilbrigðisnefnd í gær á bæj-
arstjómarfundi. Sameiginlegur
listi var frá Sjálfstæðisflokkn-
um og Framsóknarflokknum,
en auk þess voru listar frá AI-
þýðuflokknum og Sósíalista-
flokknum, en sá síðamefndi
kom engum mönnum í nefnd-
irnar.
í framfærslunefnd hlutu þess-
ir kosningu: Guðmundur Ás-
bjömsson, Bjarni Benediktsson,
Guðm. Eiríksson (S.), Kristjón
Kristjónsson F.) og Arngrímur
Kristjánsson (A.). Varamenn:
Frú Guðrún Jónasson, Pétur
Halldórsson, Helgi H. Eiríksson
(S.), Tryggvi Guðmundsson
(F.) og Jón Brynjólfsson (A.).
í heilbrigðisnefnd voru kosn-
ir: Guðm. Ásbjörnsson, Valgeir
Björnsson og frú Guðrún Jón-
asson, auk lögreglustjóra og
liéraðslæknis sem eru lögskip-
aðir.