Vísir - 26.02.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 26.02.1940, Blaðsíða 3
y í s i r Gamla Bíó aðvRrinn. Sprenghlægileg og spennandi amerísk gaman- mynd, teícin af Radio Pictures. Aðalhlutverkið leik- ur ameríski skopleikarinn JOE E. BROWI. Ennfremur leika Marian Marsh — Fred Keating. Síðasta sinn. Vestfirðingamót verður haldið að Hótel Borg föstudaginn 1. mars og hefst með borðhaldi kl. 7% e. h. Til skemtunar: Söngur, — Ræður og DANS. - Áskriftarlistar hjá Jóni Halldórssyni, Skólavörðustíg 6 B, Maríu Maack, Þingholtsstræti 25 og Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar. — Forstöðunefndin. BEST AÐ AUGLÝSÆ í VÍSI. Umsíiíphppír fyrirliggjandi H. Benediktsson & Co. Sími 1228 Konan mín, Guðbjörg Sigrídur Jóhannesdóttir, verður jarðsungin frá dómkirkjunni þriðjudaginn 27. fe- brúar, kl. 1%. Jarðað verður í kirkjugarðinum við Suð- urgötu. — Kransa er ekki óskað. Daði Daðason, Aðalstræti 8. í dag var kveðinn upp dóm- ur í hæstarétti í málinu ís- lensk-rússneska verslunarfélag- ið gegn Síldarútvegsjnefnd. — Urðu úrslit málsins þau, að Síldarútvegsnefnd var dæmd til þess að greiða kr. 2194.50 á- samt 6% ársvöxtum frá 13. okt. 1936 til greiðsludags og kr. 400, 00 í málskostnað fyrir báðum réttum. Málavextir eru þeir, að í ágúst 1936 fól Síldarútvegsnefnd Ósk- ari Jónssyni að samþykkja kauptilboð frá Rússum á 19000 tunnum af Faxaflóasíld og er svo ákveðið í nefndu skeyti, að sölulaunin skuli vera 3% af fob- söluverði sildarinnar. Áttu sölulaun þessi að renna til ísl.- rússneska félagsins, sem hafði milligöngu um sölu sildarinnar. Þegar sildin kom til Rússlands komu í ljós gallar á henni og kröfðust kaupendur þá afslátt- ar frá umsömdu kaupverði. Lauk því máli svo, að gefinn var 17%% afsláttur frá um- sömdu verði. Þegar að því kom, að Síldarútvegsnefnd skyldi greiða sölulaunin greiddi hún aðeins sölulaun af þeirri upp- hæð, sem raunverulega fékst fyrir síldina. ísl.-rússneska verslunarfélagið krafðist hins- vegar sölulauna af umsömdu fobverði hennar. Taldi fél. sig samkvæmt þessu eiga kr. 2194.- 50 hjá Síldarútvegsnefnd, og höfðaði mál þetta til greiðslu þeirra. Hæstiréttur tók til greina kröfu félagsins og dæmdi nefndina til þess' að greiða nefnda uppliæð ásamt vöxtum og málskostnaði, svo sem að framan greinir. Segir svo í forsendum hæsta- réttardómsins: „Því liefir ekki verið haldið fram, að áfrýjandi beri nokkra sök á því, að sildin reyndist ekki að áliti kaupandans svo góð vara sem samið var, er hún kom til Rússlands. Áfrýjandi var ekki riðinn við samninga um afslátt á kaupverði sildarinnar og liefir að engu leyti afsalað sér nokkrum hluta sölulauna þass vegna. Með því að stefndi son, síðar í Gaulvei-jabæ, prest- ur þar um tíu ára skeið. I æsku minni heyrði eg merka Hún- vetninga minnast séra Páls á Hjaltabakka og prestskapar hans með mikilli virðingu. Sið- astur prestur á Hjaltabakka var séra Þorvaldur Ásgeirsson (af ætt séra Þorvalds Böðvars- sonar). Kvongaðist Þórarinn Sigríði dóttur hans, og liafa þau eignast 12 börn, en ellefu börn- um hefir hann komið upp. Tíu eru á lífi, einn sonur dó upp- kominn. Einn sona hans er stú- dent, og yngsti sonur hans er nú í 5. beltk Mentaskólans á Akureyri. Er það ekki lítið þrekvirki af bónda, er byrjaði búskap efnalaus, að koma upp slíkum barnahóp, ekki sist er búskapur hefir verið jafnörð- ugur og hann hefir verið í seinni tíð. Hannes Hafstein gerði Þórar- in Jónsson konungskjörinn þingmann vorið 1905, og hefir það án efa verið fyrir tillögur og tilstilli Hermanns Jónasson- aj*. Var Þórarinn þá lítt kunn- ur maður, enda vakti þetta þingkjör nokkra athygli. En brátt kom í ljós, að hinn nýi konungkjörni þingbóndi var liinn hæfasti, fór ferða sinna og kunni eklci altaf að taka með þögn né auðmýkt fyrirskipun- um flokks síns um atkvæða- greiðslu né framkomu. Kunni hann ekki betur við sig en svo í þingsölunum, að hann lagði niður þingmensku i þinglok 1907. Aftur varð hann þing- maður Húnvetninga 1912—13. Síðast sat hann á Alþingi 1916 —1927, þá er hann féll, sem fleiri sjálfstæðismenn, er fram- sóknarmenn komust til valda í landinu. Þórarinn á Hjaltabakka er maður skarpgáfaður, skáld- mæltur og einarður. Hannes Þorsteinsson segir um þá kyns- menn Gröndalsættarinnar, að þeir hafi verið sumir einrænir og ekki við alþýðuskap, og á það að nokkru heima um Þór- arin Jónsson. Hann hefir jafn- an farið sina götu, bæði í hér- aði og á Alþingi, fylgt sannfær- ingu sinni fremur en flokki og fjölda, og slíkt hefir orðið hon- um að falli, ef það má kalla fall, að komast ekki á þingbekki af þeim sökum. Stundum er fallið sigur og sigur fall. Þórar- inn sagði svo fyrir nokkru í bréfi til mín: „Sannfæring mína hefi eg aldrei svikið og beitti mér hlífðarlaust á móti mínum flokki, ef svo bar undir, svo sem í járnbrautarmálinu og ýmsum fleiri málum, sem eg ætla nú ekki að nefna. Eg var því oft illa látinn í flokknum undir niðri, svo að endirinn hlaut að verða sá, sem varð.“ — Þeir, sem að nokkru kunna skapi Þórarins, vita, að þetta eru rauplaus sannindi. Fyrir mörgum áruin sagði .Tón Bald- vinsson við mig hér á Akureyri um Þórarin, þá er þeir enn áttu sæti saman á Alþingi, að liann kynni stundum illa við sig í flokki sínum og væri i lionum „uppreist“, eins og hinn geð- feldi foringi jafnaðarmanna komst að orði um þennan sam- þingmann sinn, sem honum lá vel orð til. Þeir voru löngum andstæðingar í héraði, Þórar- inn á Hjaltabakka og Jón í Stóradal. En þeir voru á þá visu líks eðlis, að báðir voru óþekk- ir í flokki og fylgd, rákust illa og teymdust illa. Báðir vildu vera sjálfs sín menn á þing- bekkjum. Báðurn reyndist hún tomumin, sú íþrótt, að sveigja svírann og svínbeygja sig fyrir flokksforingjum og flokksboði. Þórarinn Jónsson var stundum gagnrýninn á flokk sinn, eins og fyrverandi ábúandi á Hjalta- bakka, síra Páll Sigurðsson, var gagnrýninn á kirkju sína, kenn- ingar hennar og kreddur. Slíkir hefir viðurkent skyldu sína til greiðslu þeirra sölulauna allra, er áfrýjanda bera, og telja verð- ur stefndan, eins og máli jressu er farið, hafa haft heimild til þess að takast slíka skyldu sér á lierðar, verður að taka kröfu áfrýjanda um greiðslu sölulaun- anna með vöxtum til greina.“ Hrm. Jón Ásbjörnsson flutti málið af hálfu áfrýjanda, en hrm. Guðm. Guðmundsson af hálfu stefnda. V.Ik Krístján talinn af. Leitinni að v.b. Kristjáni var hætt á laugardaginn og er bát- urinn talinn af. Fór hann í róð- ur á aðfaranótt s. 1. mánudags og hefir ekkert spurst til hans síðan. Eigandi bátsins var Gissur Kristjánsson, útgerðarmaður hér í Reykjavik, en báturinn var gerður út frá Sandgerði og skipshöfnin lögslcráð þar. Formaður bátsins var Guð- munudr Bæringsson héðan úr bænum. Aðrir bátverjar voru: Kjartan Guðjónsson, véla- maður, frá Steinum undir Eyja- fjöllum. Haraldur Jónsson, liáseti, bú- settur í Reykjavík. Sigurður Guðmundsson, há- seti, búsettur hér. Viktor Finnbogason, búsettur hér. Veðrið í morgun. I Reykjavík —5 st., heitast í gær 3, kaldast í nótt —5 st. Heitast á landinu í morgun r st., i Eyjum, Hólurn í Hornafirði og Faguhóls- ínýri; kaldast —5 st., hér og á Horni. — Yfirlit: Alldjúp !ægt> fyr- ir suðaustan land á hreyfingu í austnorðaustur. Hæð yfir Norður- Grænlandi. — Horfnr: Suðvestur- land og Faxaflói: Norðaustan kaldi. Bjartviðri. Slökkviliðið gabbað. Undanfarin tvö kvökl hefir slökkviliðið verið gabbað ]>risvar sinnurn; í fyrrakvöld i Brattagötu og að Vatnsstíg, e n í gærkveldi vestur að Litla-Skipholti. Virðist hér vera sami maður að verki, sem leikur sér að því að láta slökkvi- liðið þeytast fram og aftur um bæinn. í rýnendur og óstýrilátir óróa- seggir sem Þórarinn á Hjalta- bakka og Jón í Stóradal eru hverjum stjómmálaflokki nauð- synlegir, ómissandi. Það er sjaldan hamingjuvænlegt, ef stórir stjórnmálaflokkar eru skipaðir eintómum jánautum formgja sinna eða formanna. Þess er annars ekki að dylj- ast, að úr því getur orðið alvar- legt stríð, bæði hugarstríð og biturt stríð við gamla samherja og samverkamenn, þá er sann- færing og samviska flokksbund- inna stjómmálamanna rata í andstöðu við flokk þeirra. Þar er margs að gæta, og þar getur rétta leiðin orðið harla torfund- in. En jafnan er nokkuð stór- mannlegt, heilnæmt og hress- andi í þvi, er menn skapa sér sjálfir sannfæring sína og hafa karlmennsku til að fylgja henni, þótt þeirra bíði „eilif útskúfun“ úr þingsölum og þingsælu að Iaunum. Þórarinn á Hjaltabakka er ekki einn þeiri’a manna, sem fremur vilja drotna yfir öðrum heldur en sjálfum sér og skaps- munum sínum. Hann lét ekki svæla sál sína og samvisku und- ir annara vilja né ráðríki. Hann vildi sjálfur vera einvaldi yfir sannfæringu sinni, yfir Nýja Bió Fjórar dætur. Hugðnæm og fögur amerísk kvikmynd frá WARNER BROS. Slðasta sinn. K. F. Framsókn heldur fund þriðjudaginn 27. febr. kl. 8!/2 i AJþýðuhúsintt Hverfisgötu. — Fundarefni: 1. Mörg félagsmál. 2. Haraldur Guðmundsson alþingísmaður flyfssr erindi um verkalýðsmál. — Konur fjölmennið — mætið stundvislega. STJÓRNIN, Aðalfundur Fulltrúaráðs Sjómannadagsins verður haldinn i Oddfellowhöllinni þriðjudaginn '27- þ. m. kl. 7.30 siðd. — F YRIRLIGG JANDI: SAUMUR, allar stærðir. LAMPAGLÖS 8’” og 10s?s. GÓLFMOTTUR, f jölda síærðir. STÁLBIK. TJÖRUVERK (kalfakt). GEISIR VEIÐARFÆRAVERSLUN. Mefl mli verflinu seljum við áfram öll BARNALEIKFÖNG.. Hvergi eins mikið úrval. K. Einarsson & Bankastræti 11. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaSa. atkvæði sínu og yfir sjálfs sín framkomu. Hann hefir ekki óttast það, sem margur hræð- ist, að vera einn sins liðs. Byron kveður svo í „Manfred“: „Eg get ei beygt né brotið eðli sjálfs min. Sá, sem vill drotna, hlýtur æ að hlýða og smjaðra og smjúga, sitja um sérhvert færi og lifa á tómri lygi“. Þess er skemtilegt að minn- ast um liinn sjötuga og síunga einherja, að liann braut eigi né beygði sjálfstæði sitt, kraup ' eigi á kné, kaus fremur að láta goðorðið en manndóm sinn og ' sannfæring. 3. febr. 1940. Sigurður Guðmundsson. Grein þessa ætlaði höfundur- inn að senda suður með flug- vélinni, þannig að hún gætibirst ú afmæli Þórarins Jónssonar. ' Óliöpp komu í veg fyrir það, og ! þótt fæðingardagurinn sé lijó ! liðinn, mun margur hafa gaman af þessum snjöllu þakkarorð- um höfundarins. — Ritstj. t Útvegum með litlum fyifir- vara:. 00 BEITillFB frá Eskiltuna Jemmanufaktur A/BL Viðurkendar vörur. Aðalumboð: Þórður Sveinsson & Co. fe.1 Reykjavík^ s | (síðuspil) óskast keypi. Uppl. lijá áfgr. Vísis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.