Vísir - 02.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 02.03.1940, Blaðsíða 2
VíSÍR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsia: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Heim frá víg- stöðvunum. y AFALAUST getur enginn gert sér fyllilega í hugar- lund, sem ekkert þvilíkt liefir reynt, hvað þeir menn hafa orð- ið að þola, sem í 12 sólarhringa voru að velkjast á hafinu með vélbátnum „Kristjáni“. Menn- irnir voru taldir af. Meðal stöku manna kann að hafa leynst ein- hver vonarneisti um að þeir væru ennþá lífs, en sárafáir voru svo bjartsýnir. Dögum saman liafði bátsins verið leit- að langt undan landi. í þeirri leit tóku þátt auk björgunar- skútunnar og varðskipanna, yfir 20 vélbátar. Veður hafði verið hið versta þegar báturinn hvarf. Er leitin reyndist árang- urslaus jókst uggurinn um af- drif bátsins svo, að fullvissu stappaði nærri. Báturinn kom fram. En þó lét nærri, að sömu örlög biðu hinna þjökuðu skipverja, sem ferðamanna, er verða úti við túngarðinn. Um leið og bátur inn tók land, hvolfdi honum og nú þurftu hinir aðþrengdu menn, sem þraukað höfðu meira en hálfa aðra viku vatns- lausir og matarlitlir á úfnum sjó, að horfast í augu við bráð- an bana. Hver getur lýst þvi, hvernig þessum mönnum hefir verið innanbrjósts, þegar bátn- um hvolfdi og þeir skoluðust útbyrðis í liamstola brimlöðrið. Áttu þau að verða endalokin eftir liinar óumræðilegu þreng- ingar, að þeir druknuðu í Iend- ingunni? Það er ekki líklegt, að allir skipbrotsmennirnir hefðu kom- ist Iífs af, ef slysavarnirnar hefðu ekki verið komnar til sögunnar. Þeir, sem á landi voru, settu sig í fullkomna lífs- hættu við björgun hinna sjó- bröklu skipverja. Karlmenskan, sem hér var sýnd, bar sín laun. Fimm hraustir menn hverfa aftur til heimila sinna í stað þess að sofa svefninum langa í djúpi hafsins. Aðstandendurnir fella feginstár yfir endurfund- unum í stað sorgartáranna yfir skilnaðinum. Hið árlega manntjón okkar Islendinga í baráttunni við Ægi er sambærilegt við manntjón hernaðarþjóðanna á styrjaldar- tímum. Það má þess vegna segja um sjómennina okkar, að þeir séu „á leið til vígstöðv- anna“ hvert sinn, sem þeir kveðja heimili sín. „Herfylkið“, sem hér ræðir um, var aðeins 5 menn. Stærra var það ekki. En þegar við minnumst þess, að sumar hernaðarþjóðirnar eru 1500 sinnum fólksfleiri en við, fær atburðurinn nýjan svip. Eða ætli það þætti ekki tiðinduni! sæta að 7500 manna rússneskt herfylki liefði komist af, eftir áð það hefði verið talið meðal fállinna meira en viku- tima? S'vö dvergvaxin er ís- lenska þjóðih að eitt einstakt mannslíf ér henni tiltölulega jafn íhikils virði og 1500 mann'siíf' stórvöxnustu þjóðar- jötnUm álfunnár. Skipverjarnir á Kristjáni voru vatnslausir mestan tímann. En þá fundu þeir það lil ráðs, að þeir eimuðu sjóinn til þess að, geta soðið fiskinn, sem þeir höfðu sér einan til matar. Þeg ar alt eldsneyti var þrotið, brendu þeir innviðunum ur bátnum, Þeir létu ekki hugfall- ast, hvað sem á dundi. Aukn- um þrengingum var tekið með nýjum úrræðum. Þannig berj- ast þeir, sem eklci gefast upp fyr en í fulla lmefana. Slikir menn eru lorsótlir. Frásögnin um sjáhrakninga vélbátsins „Kristjáns“ er frá- sögn um dæmafáar þrengingar, dæmafáa þrautseigju og úr- ræðasemi, dæmafáa hetjudáð og karlmensku, dæmafáa björg- un. Slíkir alburðir vekja fögn- uð og auka metnað allra ís- lendinga a Frá því er íslenskir fiskibát- ar fengu afnot talstöðva hefir öryggi sjómanna aukist að miklum mun, en hinsvegar hafa talstöðvarnar verið til þessa ó- fullnægjandi að því er fjöldann snertir, og færri bátar hafa fengið talstöðvar en viljað hafa. Þá hefir sá annmarki verið á hagnýtingu talstöðva, að not- endur telja afnotagjöldin of há, og er lalið að kröfur þeirra um lækkun gjaldanna byggist á sanngjörnum forsendum. Hefir allsherjarnefnd Fiskiþingsins haft mál þetta til athugunar og komist að ofangreindri niður- stöðu. Bar nefndin fram svohljóð- andi tillögu, er samþykt var á þinginu: „Fiskiþingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn, að láta nú þeg- ar lcoma til framkvæmda liags- bætur þær fyrir notendur lal- stöðva i fiskiskipum, eða aðrar hliðstæðar, er felást í þingsá- lyktunartillögu sjávarútvegs- nefndar efri deildar Alþingis 1938, — 123. mál. Ennfremur skorar Fiskiþingið á Alþingi og ríkisstjórn að vinna að því, að sem fyrst verði fjölgað talstöðv- um í landi, sem fiskiflotinn geti haft talsamband við, með að- stoð landsímans.“ Rafvirkjun í Borgarfirði. HEILIR AF HAFI! Dagurinn í gær varð íbúum Reykjavíkur, sjómannabæjarins, fagnaðurdagur. Fagnaðarefnið var sú frétt, að vélbáturinn Krist- ján, sem ekkert hafði til spurst í 12 sólarhringa, og allir töldu af, hefði náð landi suður í Höfnum, með alla bátverja heila á húfi. Það munu vera um 20 ár síð- an að mikill áhugi vaknaði í Borgarfjarðarhéraði um að hinir svokölluðu Andakílsfossar í Andakílsá, er kemur úr hinu vatnsmikla Skorradalsvatni yrðu teknir til rafvirkjunar og rafmagn leitt þaðan út um hér- aðið. Fyrst og fremst skyldi leiða rafmagn til Akraness og Borgarness, þar sem fólksfjöldi var mestur saman kominn á til- tölulega lítið svæði. Áætlanir voru þá gerðar um kostnað þessarar virkjunar, en vegna ýmissa ástæðna fórst þá virkj- unin fyrir. Fyrir allmörgum árum var gengist fyrir því af héraðs- manni að fá Jóhann Rönning, rafmagnsfræðing í Reykjavík, til þess að atliuga, hvort dýrara mundi reynast að leiða rafmagn frá Andakílsfossum til Akra- ness og Borgarness, eða að fá rafmagn til þessara staða frá Sogsvirkjuninni, sem raunar var þá ekki komia á stofn, en ákveðið hafði verið að reisa. Rönning gerði sínar athuganir endurgj'aldslaust fyrir þennan áhugamann rafmagnsmálsins og niðurstaða hans var sú, að ekki væri álitamál fyrir Borg- firðinga að virkja sína eigin fossa, Andakílsfossana. Festist þann veg sú skoðun með Borg- firðingum, að rafmagn héraðs- ins skyldi ekki sótt til Sogsfoss- anna, heldur skyldu þeir virkja sina eigin fossa, Var ekki van- þöi’f á, að sú skoðun væri orðin rótgróin með héraðsmönnum, því að bnátt kom í ljós að ýms- ir fræðimeiln í Reykjavík um rafmagnsmál höfðu tekist á hendur alveg óbeðið að hlutast mjög til um þetta innanhéraðs- mál Borgfirðinga og tefldu mjög fram rafmagni frá Sogs- fossum fyrir Akranes og Borg- arnes, en töldu virkjun Anda- kílsfossa alt til foráttu. Gekk þá í þófi miklu um þetta mál og var nýrri áætlun um virkjun Andakílsfossa beðið með mikl- um áhuga héraðsbúa, því nauð- syn var á slíkri áætlun að nýju, enda hafði um hana verið beð- ið. En vegna torskilinnar tregðu leið hvert árið á fætur öðru, án þess að slík áætlun kæmi fram. Loksins kom þó áætlun þessi fram. Hafði Árni Pálsson verk- fræðingur annast um hana. I þessari áætlun Árna Pálssonar kemur bert fram, að Borgfirð- ingum er hagkvæmara og stór- um ódýrara að virkja sjálfir Andakílsfossa og leiða þaðan rafmagn til Akraness, Borgar- ness og Hvanneyrar og fleiri bæja heldur en að fá nauðsyn- legt rafmagn fná Sogsvirkjun- inni. Hefir því greinilega kom- ið í Ijós, að Jóhann Rönning hafði fullkomlega komist að réttri niðurstöðu um þetta mál, er liann gerði sína skyndiáætl- un um þetta á sínum tíma. En allur þessi dráttur á þvi að gera þessa áætlun hefir nú þegar valdið því, að sökum Norður- álfustyrjaldarinnar verður eigi unt að hefjast handa um fram- lcvæmd þessa nauðsynlega mannvirkis að sinni. Hefði á- ætlunin komið á réttum tíma, eða þegar um liana var beðið, þá befði Andakílsiárvirkjuninni mátt vera lokið á sama tíma og virkjun Laxár í Norðurlandi fyrir Akureyrarbæ. Ríkir hin mesta óánægja meðal Borgfirð- inga út af því að þetta þeirra stórfelda nauðsynja- og menn- ingarmál skuli nú að nýju hafa stöðvast, þótt ekki sé nema í bili, og kunna illa þeirri íhlutun um sín eigin liagsmuna- og framfaramál, er lefja þau eða torvelda. Kom slík skoðun skýr- lega fram á fjölmennum bændafundi, er haldinn var um rafmagnsmálið fyrir nokkuru á Hvanneyri, í sambandi við bændanámskeið er Hvanneyrar- skólinn kom á. Á fundinum reifaði Jón Steingrímsson sýslumaður raf- magnsmál héraðsins, rakti sögu þess frá upphafi vega og gerði grein fyrir áætlun Árna Páls- sonar verkfræðings um. virkj- un Andakílsjárfossa og þeirra vfirburða, er sú virkjun hefði fram yfir notkun rafmagns frá Soginu Borgfirðingum tilhanda. Þegar mér og öðrum barst þessi gleðifregn í gærmorgun, lieyrði eg menn láta í ljós gleði sína og lofa Guð. Og slíka gleði og þakklæti hefir þessi heillafregn vakið i hugurn allra, sem kunna að gleðjast og þakka. Það er svo satt, sem sagt er í nýjum, fögrum sálmi, sem til- einkaður er islenskum sjó- mönnum, að „Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir trega þjóðin öll.“ En jafnvíst er liitt, að þegar slílc æfintýri gerast, sem end- urheimt hinna ágætu skipverja á „Kristjáni“, þá fagnar þjóðin öll, og samfagnar ástvinum þeirra, sem Drottinn hlífði við Á fundi þessum var sú skoð- un mjög almenn, að nauðsyn hefði verið að virkja fallvötn og leiða rafmagn til kauptúna og þéttbýlisins og síðan lil strjálbýlisins á líkum grundvelli og t. d. síminn, að ríkið sjálft liefði kostað rafvirkjunina og selt afnotaréttinn. Þann veg þótti sýnt, að þeir bæir, sem fjarri liggja virkjuninni hefðu átt þess einhverja von, að raf- magnið yrði þeim annað og meira en fagur draumur. Var þess vænst af fundamönnum, að ríkið styrkti eða greiddi sem mest fjárhagslega fyrir því, að rafmagnsleiðslur yrðu lagðar út um sveitirnar svo að sveita- lieimilin gætu orðið aðnjótandi þessara gæða og þæginda sem fyrst og sem almennast. í fundarlok var samþykt svo- hljóðandi tillaga í rafmagns- máli héraðsins: „Þátttalcendur í bændanám- skeiði á Hvanneyri lýsa yfir þvi, að þeir séu fylgjandi þvi, að Andaldlsfossarnir séu virkjaðir og lagðar frá þeim raftaugar til Akraness, Borgarness, Hvann- eyrar og nærliggjandi bænda- býla, og skorar á sýslunefndir liéraðsins og þingmenn að hrinda því í framkvæmd svo fljótt sem verða má“. hinum sárasta missi. Vér höf- um svo oft þurft að samhryggj- ast vegna sorgarviðburða á liaf- inu. Það er sælt að mega nú einu sinni samfagna og heilsa með gleði góðum og vöslcum mönnum, sem fá að halda á- fram starfi sínu, heimili og þjóð til blessunar. Vér liöfum lesið frásögnina um hinn langa og ægilega hrakning „Kristjáns“ á hafinu. Vér höfum séð í anda, hvernig hin vaska bátshöfn barðist fyr- ir lífi sínu, en lét heldur ekki Iijá líða, að biðja fyrir sér, gerði þannig alt, sem unt var, gætti alls, sem gæta þurfti. Þessi bar- átta og vörn Guðmundar Bær- ingssonar og félaga haiis mun geymast meðal þeirra íslensku afreksmannasagna, er gerst hafa hér á sjó. Vér, sem fögn- um heimkomu þeirra, hugsum bæði um hetjudáð þeirra og handleiðslu Guðs. Hér fór það hvorttveggja saman, og sást sem oftar, hvað sú setning þýð- ir, sem margur íslenslcur sjó- garpur hefir gert að megininn- taki trúar sinnar, að „Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur." En eitt má ekki gleymast að nefna í þessu sambandi. Aukið öryggi íslenskra sjómanna við störf sín. Talstöðvar í hvert ein- asta íslenskt skip og bát, sem leitar fiskjar á djúpmiðum. Og allar aðrar öryggisráðstafanir, sem nútíma tækni fær íslensk- um sjómönnum í té látið. Að þvi er skylt að stefna, að þetta verði framkvæmt sem fyrst. Og að Slysavarnafélag íslands verði styrlct á allan liátt til starfa sinna. Þetta alt er brýn slcylda íslensku þjóðarinnar við sjó- mannastétt sína. Látum hina ó- væntu, fagnaðarríku endur- lieimt fimm ágætra fulltrúa þeirrar stéttar minna oss sem best á þessa skyldu vora. Slíkir menn eru altof dýrmætir þjóð- inni til þess að liún megi noklc- uð spara, sem trygt geti líf þeirra og öryggi. Heilir af hafi, vösku dreng- ir! Velkomnir heim! Guði sé lof fyrir lifgjöf yðar. Árni Sigurðsson. Hvers vegna er þagað? Mér var eitt sinn sagt, að franski málfræðingurinn André Courmont, hafi ætlað að skrifa doktorsritgerð um skáldið Stephan G. Stephansson, en svo horfið frá því áformi með þeim ummælum, að svo stórfeld væri persóna Stephans og skáldskap- ur, að slíkt viðfangsefni væri sér ofviða. Heimildin er eg hefi fyrir þessari sögu, gefur mér fylstu ástæðu til að ætla að sag- an sé sönn. Hitt verður engum getraun, sem glögg skil kann á Ijóðum og lífsskoðun Stephans og kynnst hefir því hugarfari, er hinn gáfaði útlendingur bar til lands vors og þjóðar og veit um „gjörþekking“ hans á ís- lenskum bókmenntum og sögu — sbr. ummæli Jónasar alþm. Jónssonar: „Merkir samtíðar- menn“ bls. 47 — að Courmont muni hafa fundið gáfum sínum og listeðli heillandi verkefni í vísindalegri glöggvan á hinni stórbrotnu persónu Stephans; og um margt virðast þeir hafa verið „hugum-lildr og hjarta- ©skildir“, Courmont og Steþhan, þó andstæður öreigalífs og alls- nægta spönnuðu djúpið milli kvöldvökufræða íslenskrar sveitar, er Stephan naut í stað skólagöngu, og hinsvegar menntalinda tveggja stórþjóða, er Courmont fékk teigað af, þroska sínum til gengis. En svo kom þar, fyr en varði, að André Courmont fluttist „út í víðaveröld eilífðanna“, þar sem hann hafði mælt til endur- funda við Stephan, þó þeim yrði þess ekki auðið að sjást aftur hér í heimi og að það féll svo í Síephans hlut, að minnast Cour- monts i ljóði. Nú hefir svo skipast, að Dr. Sigurður Nordal hefir skrifað i’itgerð um Stephan G. Stephans- son, og gefið út, ásamt með úr- vali úr ljóðum skáldsins. Eigi samdi þó dr. Nordal ritgerð sína til varnar fyrir doktors- nafnbót, — slíka nafnbót átti hann áður, sem kunnugt ei’, — heldur af aðdáun fyrir liinu látna skáldi og viðurkenningu á þeim ómetanlega bókmenta- auð er Stephan Iiafði gefið þjóð sinni. Dr. Nordal getur þess í formála fyrir ritgérð sinni að „þessi bók er ekki gerð handa þeim, sem eiga allar Andvökur og liafa lesið þær niður í kjöl- inn, heldur hinum, sem annað Iivort hafa alls ekki náð í þær, eða hefir brostið tíma og þrek til þess að brjóta þær til rnergj- ar“. Það má þó fullyrða, að öll- um sem „Andvökum“ unna og áhuga Iiafa fyrir því að gjör- þeklcja göfuga skapgerð hins nxikla skálds, er bókin hreinasti fjársjóður, — á andlega vísu sagt. Ritgerð Dr. Nordals, er fegursta og sannasta listavei’k sinnar tegundai’, er eg kann deili á og sem lifa mun við hlið ljóðaskiáklsins, höfundi hennar til sænxdai’, jafn lengi og íslenslc tunga er lesin. Og með ritgerð sinni unx Stephan G. Stephans- son liefir Dr. Sigui’ður Nordal leyst þjóð sína úr íxiikilli þakk- arskuld við hið látna skáld og goldið þeim ixxanni verðug laun, er trúlega vann að því um fjölda ára, að bjarga andlegum fjár- sjóð skáldsins til íslenski’ar liafnar. Einn orðhagasti gáfu- maður íslands Iét eitt sinn ox’ð falla á þessa leið: (Því) „gott er að bíða bana í föi’, sem faxin er til þess að draga björg að landi, úr djúpmiðum sannleik- ans“. — Dr. Rögnvaldur Pét- ursson var óþreytandi í slíkum förum. Aldrei var hann svo tímabundinn, aldx’ei svo störf- unx hlaðinn að heiður íslands og hagur ætti ekki fyrsta rétt- inn á starfskröftum lxans. Og eitt af hans hjartfólgnustu á- hugamálum var, að bjarga andlegum fjársjóðum Stephans G. Stephanssonar heinx til þjóð- ar sinnar. Hann bað aldi’ei um laun fyrir hið mikla stai’f í þágu þjóðar sinnar, en hann óskaði skilnings hennar, sem honum stundum fanst seinvak- inn, og olli það lionum siárs- auka. Nú hefir Dr. Rögnvaldur „beðið hana“ í athafnai’íkri og sigui’auðugi’i för sinni urn mannheim, þar sem liann átti svo tíðar fex’ðir um „djúpmið“ þeirra fanga, sem mest og best glæstu heiður lands hans og þjóðar. Og honum féll sú hanx- ingja í hlut í vökulok, að vei-a skilinn af öllum er til hans þektu og meta kunnu dáð og drengskap. Vegna kunnugleika þykist eg geta. fullyrt, að ein veigamestu „launin“ er honum urðu goldin fyrir starf hans i þarfir íslenskra mála voi-u þau, hversu vel honum fanst skipast hér heima fyrir um viðtökur þeirra verðnxæta, er hann bjarg- aði úr búi Stephans G„ og þá ekki síst skuldaskil Dr. Nox’dals við minningu Stephans, því nú var Ijóst hvei’su mikils Dr. Rögnvaldur mat höfund rit- gerðarinnar, fyrir Úrvalsljóðum Stephans. — Það má teljast furðuleg' van- gá, að ekkei-t íslensku blaðanna —- svo mér sé kunnugt — hefir getið þessai-ar merlcu bókar, nema „Þjóðviljinn“, því ekki getur það talist þýðingarlítill viðburður í bókmentaheimi* is- lensku þjóðarinnar, er út er gefið úi’val ljóða eftir stói’skáld hennax’, með merkilegri i’itgerð eins gáfaðasta höfundar og vís- indamanns sem ísland á. Það sýnist í senn, vera milcil móðg- un við liöfund bókarinnar og leiður skuggi, sem bendir til hii’ðuleysis blaðanna, ef reynt er að þegja slíka bók sem hér um ræðir, í hel, sem eg trúi ekki að sé ásetningur þeirra manna er að blöðunum standa. Eg hefi getið mér til, að liin fux’ðulega þögn um bókina stafi af þvi, að útgáfufélag það, sem sá unx prentun og dreif- ingu bókai’innar, liafi látið und- ir höfuð leggjast þá sjálfsögðu kurteisi, að senda blöðum bæj- arins bókina til umgeíningar; og þó er það eimxig ótrúlegt um útgáfufélag, sem hefir jafxx uxxx- fangsnxikið útgáfustai’f með höndunx, og eðlilega væri hagur í því, að svo góðrar bókar. sem 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.