Vísir - 04.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 04.03.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR Hetjur á íslensk- um fiskimiðum. íslensk sjómannastétt er alin upp við úfinn sjó og verður því þráfaldlega að beita afli og áræði í fangbrögðum við hann, en það er einmitt karlmenskan og hugprýðin, sem auðkenna hina íslensku sjómenn og skipa þeim á fremsta bekk erlendra stéttar- bræðra sinna. ifaBW iwoi«gagx>etaasaCTggaH«BCiiMa^nw VÍSIR DA GBLA& (Jtgefanrli: blaðaCitgáfan vísir h/f. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hvcifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lansasala 10 og 20 aarar. Félagsprentsmiðjan h/í. Jón Sigurðsson og höfðatölureglan JJINGAÐ til hefir verið lalið að Skúli Guðmundsson og Eysteinn Jónsson hefðu fundið upp höfðatöluregluna. Þeir hafa báðir látið sér vel lynda, að vera taldir höfundar þessarar trúarsetningar. Það er þó ný- lega upplýst, að Ásgeir Ásgeirs- son muni einna fyrstur hafa komið fram með þessa kenn- ingu. Höfðatölureglan liefir ekki verið í framkvæmd nema 3—4 ár, svo eðlilegt er að upp- runi hemiar sé eignaður ein- hverjum þeirra manna, sem við stjórnmál hefir fengist á þess- um tínia, hvort sem það er nú Ásgeir, Skúli eða Eysteinn, eða þessir þrír i sameiningu, sem heiðurinn ber. Formaður Framsóknarflokks- ins hefir hvað eftir annað boð- ið upp á kosningar um höfða- töluregluna. Hann telur sig ör- ugg'an um sigur hennar í Fram- sóknarkjördæmunum. Ct af þessu varpaði Sigurður Eggerz fram þeirri spurningu á Iands- fundi sjálfstæðismanna, hvort Jón Sigurðsson mundi ná kosn- ingu i Framsóknarkjördæmi. Sigurður svaraði spurningunni neitandi: „Hann mundi kolfalla á verslunarmálunum.“ Þetta finst formanni Fram- sóknarflokksins að vonum hin mesta goðgá. Ilann birtir grein í Tímanum á laugardaginn og virðist vera sannfærður um að í rauninni sé það hvorki Ásgeir, Skúli né Eysteinn, sem eigi heið- urinn af höfðatölureglunni, heldur sé það nú sjálfur Jón Sigurðsson. Jónas Jónsson er hugkvæm- ur í sagnfræði sinni, jafnt um þá, sem liðnir eru og þá sem hafa átt því láni að fagna, að vera samtíðarmenn hans. En það er óvíst, hvort hugkvænmi hans hefir nokkurn tíma kom- ist lengra en að þessu sinni. Jónas Jónsson heldur að Jón Sigurðsson liefði talið innflutn- ingshöft meira frelsi en frjáls- an innflutning. Hann heldur að Jón Sigurðsson liefði talið það frjálsa samkepni, að innflutn- ingsnefnd hefði getað verið ein- ráð um það, hverjir rækju verslun á íslandi. Jóni Sigurðs- syni hefði átt að vera það hug- leikið að gjaldþrotafyrirtæki væri reist frá dauðum með því að „hjálpa þvi um innflutning, sem vel hefði mátt ráðstafa öðruvísi“, sérstaklega ef þetta fyrirtæki liefði svo verið öflug- asta útbreiðslutæki Stalins á ís- landi. Jóni Sigurðssyni liefði þótt það viðeigandi, að sjálfur viðskiftamálaráðherra landsins hefði verið fulltrúi slíks fyrir- tækis við hhðina á Einari 01- geirssyni. Alt þetta telur Jónas Jónsson að hefði verið mjög að skapi Jóns Sigurðssonar. Og þá hefði Jón Sigurðsson sennilega ekki síður verið hrif- inn af þeirri vísindalegu ná- kvæmni, sem er í framkvæmd höfðatölureglunnar. Eins og kunnugt er hyggist höfðatölu- reglan á því, að liver félagsmað- ur í kaupfélögum hafi 4 menn á framfæri. Voldugasta félagið á landinu hcfið verið Kaupfélag Eyfirðinga, IvEA. Það nær yfir Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar- kaupstað. Samkv. upplýsingum Sigurðar Kristinssonar forstjóra SÍS var félagaialan í KEA ár- ið 1938 2987. En auk þess er starfandi á félagssvæðinu ann- að kaupfélag, sem einnig er i SÍS og er félagatala þess 160. Á félagssvæði KEA eru þannig 3147 menn í SÍS. Samkvæmt höfðatöluregl- unni eiga þessir 3147 menn heimtingu á innflutningi fyrir félagsmannatöluna margfald- aða með 4, eða fyrir 12588 nianns. Manntalsskýrslur fyrir árið 1938 greina, að ibúatalan á þessu félagssvæði sé sem hér segir. Eyjafjarðarsýsla ....... 5390 Akureyrarlcaupstaðnr . . . 4674 Samtals 10064 Þessi tvö kaupfélög, sem nefnd voru, eiga þannig samkv. höfðatölureglunni heimting á innflutningi fyrir 2524 menn, fram yfir alla íbúa á félags- Svæðinu. „Minning forsetans er best heiðruð með því að lifa eftir kenningum hans og spaklegum ráðum“, segir J. J. Þorir sagn- fræðingurinn Jónas Jónsson að halda því fram í fullri alvöru, að höfðatölureglan sé „kenning og spakleg ráð“ Jóns Sigurðs- sonar? Þetla verður hann að sanna, ef hann ætlar að afsanna það sem Sigurður Eggerz kast- aði fram: Að Jón Sigurðsson hefði kolfallið á verslunarmál- unum, ef hann hefði boðið sig fram í Framsóknarkjördæmi. a ----------------------- Alliance Francaise. Orgel: Páll ísólfsson Fiðla: M. H. Voillery. Að tillilutan Alliance Franca- ise voru kirkj uhlj ómleikaé haldnir í dómkirkjunni í gær- kveldi fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Hljómleikarnir hófust með því að Páll ísólfsson lék Paslorale eftir Cesar Frank, en því næst léku þeir á orgel ög fiðlu Páll og M. H. Voillery ræð- ismaður Frakka, eftirtöld verk: Charles Gounod: Ave Maria, Louis Couperin: Chanson Louis XIII., Edouard Lalo: Le Roi d’Ys. Aubade. — Þá lék Páll ís- ólfsson Rhapsodie Saint-Saéns. Þar næst léku þeir saman: Gabriel Fauré: Berceuse, op. 16, Rameau: Tambourin , Couper- in: Les Cherubin, en hjómleik- unum lauk með því að Páll lék Variations Josephs Bennet á or- gelið. Tilgangurinn með hljómleik- unúm var að kynna franska tónlist og eru þeir þvi einn þátt- ur í menningar - og kynningar- starfsemi Alliance Francaise. — H. M. Voillery, ræðismaður Frakka, er maður listelskur og Iiefir miklar mætur á tónlist og hefir iðkað fiðluleik í frístund- um sínum og náð mikilli leikni. Vakti meðferð hans og snillings- ins Páls ísólfssonar á viðfangs- efnunum mikla aðdáun allra viðstaddra. Á hljómleikaskránni voru aðeins úrvalsverk, eins og sjá má af upptalningunni hér að framan. Hin átakanlega hrakninga- saga á m.b. Kristjáni, sem öll- um landslýð er í fersku minni, sannar þetta öðru fremur. Eftir 12 sólarhringa hrakn- inga í þrotlausri haráttu fyrir eigin lífi tókst þeim að hjarg- ast ’á undursamlegan hátt. En hvorki hrakningar, hungur né baráttan milli vonar og ótta um ]iað, hvort hvort þeim mundi auðnast að lita enn einu sinni ættland sitt og ástvini, tókst ekki freinur að laina dug og þor þessara sægarpa en fangbrögðin við sjálfan dauðann að lokum í flæðarmálinu suður í Höfnum. Tilsvör þeirra við spurning- um blaðamannsins um það, hvenær þeir kæmu til Reykja- víkur og heimsæktu fólk sitt, er ótvíræður vottur þess. Þeir sögðust fara fyrst til Sandgerð- is, að tala við útgerðarmanninn og fá að vita, hvort þeir myndu ekki geta fengið annan bát. — Þessi voru tilsvörin eftir nokk- urra klukkustunda livild eftir alt sjóvolkið og hiiiá dásamlegu björgun úr sjávarháskanum. Svo sterk er starfsþráin, svo sterk meðviíundin um skyldur sínar lil starfa í þjóðfélaginu, svo mikil umhyggja fyrir því, að sjá sér og sínum horgið, — að endurfundum með ástvinun- um, rétt eftir að þeir sjálfir Frá hæstarétti Vanefndir á samningi um kaup á bræðsiu- síld. S.i. miðvikudag var kveðinn upp í hæstai’étti dórnur í mál- inu: Steindór Hjaltalin og Snorri Stefánsson gegn H.f. Huginn. Urðu úrslit máls þessa þau, að áfrýjendur (Hjaltalín og Snorri) voru dæmdir til að greiða Ii.f. Huginn kr. 10.645.57 ásamt 6% ársvöxtum frá 7. mars 1938 og kr.1000,00 i máls- kostnað fyrir báðum réttum, í skaðabætur fyrir vanefndir á samningi, um kaup á bræðslu- síld. Málavextir eru þeir, að með símskeytum, er fóru milli máls aðilja í apríl 1937, skuldbundu þeir Steindór og Snorri, sem hafa síldarbræðslu í Siglufirði, sig til þess að kaupa næsta sumar alla bræðslusíld af skip- um H.f. Huginn, sem veiddist austan Skaga. Var ekki neitt tekið fram um það í samningn- um hvenær þeir Hjaltalín og Snorri skyldu hyrja að veita sildinni mótfðk*. Þann 13. júní s. á. komu 3 bátar H.f. Huginn til Siglufjarðar fullfermdir af síld og kröfðust losunar hjá þeim Hjaltalin. En þeir neit- uðu móttöku, vegna þess að síldarbræðslustöð þeirra væri ekki ennþá tilbúin til starfa. Varð H.f. Huginn því að selja sildina öðrum. Krafðist hluta- félagið síðan bóta af þeim Hjaltalín og var bótakrafan bæði bygð á því, að þeir hefðu orðið að selja síldina fyrir lægra verð en Hjaltalín og Co. hefðu lofað og auk þess hefðu þeir orðið fyrir veiðitapi vegna tafar, sem skip þess hefðu orð - ið fyrir vegna móttökuneitunar þeirra Hjaltalíns. vorii heimtir úr heljargi’eipum, verður að fresta þar til búið er að tryggja sér annað fley til framhaldssóknar í auðlindir Ægis. Þennan hugsunarhátt, þetta starfsþrek og starfsvilja verður þjóðin að glæða, virða og við- urkenna. Og um þessa viður- kenningu ætti nú öll þjóðin einu sinni að vera samtaka. — Þarna eru framleiðendur. —- Tökum saman höndum og söfnum í skyndi því fé, sem til þess þarf, að þessir þrautreyndu sjógarp- ar geti umsvifalaust haldið á- fram atvinnu sinni! Sjaldan eða aldrei er meiri ástæða til að veita verðlaun eða lieiðurslaun en í svona, alveg sérstæðu, tilfelli. Það ætti að vera þjóðinni metnaðarmál, að þessum skipbrotsmönnum farn- aðist vel. — „Ekki skal standa á því, að talstöð komi í bátinn, og hún skal koma í bátinn þann að kostnaðarlausu“, sagði póst- og símamálastjóri við þann, er þetta, har á góma. Þetta rausn- arlega og höfðingalega tilboð ætti að örfa aðra menn til fjár- framlaga í þessu skyni. p. t. Reykjavík, 3./2. 1940. Sig. E. Hlíðar. i Onnur blöð eru vinsamlega i heðin að birta ávarp þetta. Áfrýjendur máls þessa töldu hins vegar, að þeim hefði ekki borið skylda til þess að taka á móti síldinni fyrr en þeir hefðu tilkynt, að verksmiðja þeirra væri tilbúin til að veita síld mótlöku. Talið var, að eins og samn- ingar aðilja um síldarkaupin hefðu verið úr garði gerðir, hefðu þeir Hjaltalín með mót- tökuneitun sinni orðið sekir um samningsrof og bæri þeim ]>ví að hæta H.f. Hugino það tjón, er liann liefði beðið. Og var tjón hans, annað en afla- tjónið, talið vera kr. 3368.17, en aflatjónið var áætlað kr. 7277,- 40, eða samtals kr. 10.645.57. Hrm. Sveinbjörn .Tónsson flutti málið af hálfu Hjaltalíns og Snorra, en hrm. Pétur Magnússon af hálfu H.f. Hug- inn. 10 m ifnli Miili- léliSS HitiirllirSir. í s.l. viku hefir Fimleikafélag Hafnarfjarðar minst 10 ára af- mælis síns með fimleikasýning- um nær öll kveld vikunnar, á- samt með kvikmyndasýningum og erindaflutningi um íþróttir. Þessari afmælishátíð lauk á laugardagskvöld með kaffisam- sæti að Hótel Birninum. Voru þar flullar ræður auk annara skemtiatriða og loks var dans stiginn. Hafa allar þessar af- mælishátíðir félagsins farið vel fram og verið því til sóma. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður er Sigurður Gíslason, en meðstjórnendur Gísli Sig- urðsson, Sigurður Sigurjónsson, Óliver Steinn Jóhannesson og Guðjón Sigurjónsson. S. E. H. Fjölbreytt og skemti- legt sundmót K. R. Næstkomandi miðvikudag heldur K. R. innanfélagssund- mót í Sundhöllinni og verða þátttakendur 50 að tölu. Er þetta fyrsta stóra sundmótið, sem fé- lagið gengst fyrir og fer vel af stað, eins og sjá má af því, hversu fjölbreytt mótið er. Þetla mót er frábrugðið öðr- um sundmótum i því, að í grein- um er aðeins kept til úrslita, en undanrásir hafa farið fram áð- ur. Er því liver vegalengd aðeins farin einu sinni, en það sparar bæði tíma og gerir sundið jafn- ara og meira spennandi. Alls vei’ður kept á 13 vega- lengdum, hoðsundi, bringu- sundi, baksundi og sundi með frjálsri aðferð, auk dýfinga og skrautsýninga. Boðsundið er skemtiatriði, svonefnt skyrtu- lioðsund, þar sem hver þátttak- andi verður að fara í skyrtu, áður en liann stingur sér og fara úr henni, að sundinu loknu, en þá fer næsti þáttakandi i skyrt- una og svo koll af kolli. Þetta sund verður 4x50 m. langt og án efa bráðskemtilegt. Þá verður og annað skemli- atriði. Er það 50 metra eggjasund. Þá synda þátttakend- ur með egg í skeið og er sá úr leik, sem missir sitt egg. Eru slík skemtiatriði vel til fundin og munu verða vinsæl. Þá verður kept í 100 m. bringusundi, bæði stúlkna og karla, 200 m. frj. aðf. karla, 200 m. bringusund, drengja innan 16 ára, 25 m. bringusund dreng- ja innan 12 ára, 25 m. baksund drengja innan 12 ára, 50 m. baksund karla, 100 m. frj. aðf. drengja innan 16 ára, 50 m. frj. aðf. drengja innan 14 ára og 50 m. bringusund telpna og drengja innan 14 iára. Auk þess verða nýstárlegar og skemtilegar skrautsýningar. Jón Ingi Guðmundsson sund- kappi liefir nú um skeið verið kennari þeirra K.R.-inga og hefir þeim farið mikið fram á þeim tíma. Geta menn séð ár- angurinn af starfi hans á mið- vikudaginn. —MBSBB t' ii iii ii 25 m ifafelisfððiiður Siuiiiélaiis. Félag íslenskra símamanna mintist 25 ára starsafmælis síns s.l. laugardagskveld að Hótel Borg. Formaður félagsins, Andrés G. Þormar, setti hófið og til- nefndi Friðbjörn Aðalsteinsson til að slýra því, en meðan setið var undir borðum voru margar ræður haldnar og söngvar sungnir, bæði af söngflokk og öllum þátttakendum. Andrés G. Þormar flutti aðal- ræðuna um stéltina og stofnun- ina, en kvartett söng á eftir nokkur lög. Flutt voru ávörp frá félögunum úti um Iand. Þá flutti ræðu fyrir minni Islands Guðmundur Jóhannesson og Guðmundur Sigmundsson fyrir minni kvenna, en Brynjólfuv Jóhannesson leikari skemti, og Hallhjörg Bjarnadóttir söng. Þá liófust frjáls ræðuhöld og tóku eftirtaldir menn til máls. Guð- mundur Hlíðdal landsshna- stjóri, Valtýr Stefánsson rit- stjóri, Kristján Guðlaugsson ritstjóri, Garðar Gíslason stór- kaupm., Olto B. Arnar, fyrsti formaður símamannafélagsins, og Theodor Lillendahl stöðv- arstjóri. Vandaður fundahamar barst félaginu að gjöf frá Otto B. Arnar. Hófið fór liið besta fram og var dansað þar til áliðið var nætur. I BRIDGEKEPNIN Eftir fyrstu umferð (24 spil) skiftasl vinningar þannig: 1. Árni Daníelsson, Gísli Páls- son, Benedikt Jóhamisson og Pétur Halldórsson með + 2450. 2. Eiiiar B. Guðmundsson, Stefán Stefánsson, Axel Böð- varsson og Sveinn Ingvarsson með + 2440. 3. Pélur Magnússon, Lárus Fjeldsted, Guðm. Guðmundsson og Bryiij. Stefánsson með + 310.' Áhorfendui’ voru margir og skemtu sér liið besta. Næst verður kept á iniðviku- dagskvöld ld. 7 í Stúdentagarð- inum. Norðmenn, Danir og Svíar fá lán í Eanda- ríkjunum. Noregur hefir fengið 10 milj. dollara lán í Bandarikjunum. Jafnframt liefir Útflutnings- og innflutningshankinn veitt Finn- landi 20 milj. dollara lán og Svíþjóð 15 milj. dollara lán. Búist er við að Danmörk fái inn- an skannns lán í Bandaríkjun- um að upphæð 10 milj. dollara. — NRP. FB. ¥ld§kifíanjó§iíir í Bcrgeii. Þrír ungir menn hafa verið handteknir í Bergen fyrir við- skiftanjósnir. Tveir þeirra eru erlendir rikisborgarar, en sá þriðji er af norskum ættum. Enginn þeirra er heimilisfastur í Bergen og tveir þeirra liafa að eins verið þar skamman tíma. *— Lögreglan hefir neitað að gefa allar upplýsingar, en frá öðrum heimildum er fullyrt, að tveir hinna handteknu manna séu þýskir ríkisborgarar. NRP. — FB. Ók bifsreið undir áhrifum víns. í dag var í hæstarétti kveð- inn upp dómur í málinu Vald- stjórnin gegn Sigurði Jónssyni, bifreiðarstjóra. Var staðfestur dómur lögregluréttar Reykja- vikur frá 19. okt. f. á., þar sem Sigurður var dæmdur í 400 kr. sekt fyrir að liafa ekið bifreið ölvaður. En með dómi liæsta- réttar, sem gekk um sama leyti s.l. haust, liafði Sigurður verið dæmdur í missi ökuskírteinis æfilangt. Ungir sjálfstæðis- menn á Akureyri samþykkir vinnu- skóla ríkisins. Á fundi „Varðar“, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, sem haldinn var 11. f. m., var svoliljóðandi ályktun samþykt einróma: „Fundur í „Verði“, félagi ungTa sjálfstæðismannaiá Akur- eyri, haldinn 11. febrúar 1940, lýsir sig samþylckan frumvarpi til laga um vinnuskóla ríkisins, sem lagt var fyrir síðasta Al- þingi. Telur hann, að með tilliti til hins öra vaxtar bæjanna og sí- aukna atvinuleysis ungra manna sé stefnt í rétta átt með frum- varpinu."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.