Vísir - 08.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 08.03.1940, Blaðsíða 2
V i S I R OAGBL4Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/'F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sjálfstæðisflokkurinn óg samstarfið, ^ öðrum stað í blaðinu er sagt nokkuð frá umræðum þeim, sem fram fóru á Alþingi í gær um gjaldeyrisfrumvarp Sjálfslæðisflokksins. Eins og gefur að skilja er þar fljótt yfir sögu farið og ýmsu slept, sem ástæða hefði verið að lialda á lofti. Þess er vert að geta, að umræður þessar fóru mjög vel fram. Þótt ekki sýndist öllum hið sama, voru ræðurnar allar efnislegar og áreitnislausar. Það er enginn vafi á þvi, að hvað sem ofan á verður, viðurkenna langflestir þingmenn samstarfs- flokkanna, að hér er af hálfu Sjálfstæðisflokksins gerð al- varleg tilraun til þess að jafna á friðsamlegan hátt þann á- greining, sem verið liefir milli flokkanna um einstök atriði verslunarmálanna. Það virðist ekki bera svo mikið á milli um efni frumvarpsins, að ekki megi auðveldlega brúa það sund, ef einlægur vilji er fyrir hendi. Við umræðurnar voru þá heldur ekki brotnar neinar brýr. Þeir, sem á lilýddu, geta ekki talið að útlitið um framgang máls- ins hafi versnað frá því, sem var, áður en umræðurnar hóf- ust. Að visu greiddi einn Fram- sóknarmaður atkvæði gegn því, að málið fengi athugun í nefnd. Þeir, sem þekkja kenjar þess háttvirta þingmanns, kippa sér ekki upp við slíkar kúnstir. Eins og getið er um í frá- sögninni af umræðunum, var Eysteinn Jónsson ekki ánægður með þá skipun innflutnings- nefndar, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Hann viður- kendi að vísu að SÍS og Versl- unarráðið gætu komið sér sam- an og vitnaði í þvi sambandi í samkomulag það, sem orðið hefði milli þessara aðilja árið 1936. En liann bætti því við, að það samkomulag hefði staðið stutt. Það sem vantaði i frásögn viðskiftamálaráðherra var þetta: Samkomulagið fór ekki út um þúfur vegna neins inn- byrðis ágreinings milh SÍS og Verslunarráðsins. Það sem olli þvi, að úthlutunin var eklci framkvæmd á þeim grundvelli, sem þessir aðiljar höfðu komið sér saman um, var, að þegar til framkvæmdanna kom neit- aði innflutninigsnefndin að fall- ast á þennan grundvöll. Dæmið frá 1936 er þvi síður en svo til þess fallið, að veikja trú manna á það, að Verslunar- ráðið og Sambandið geli vel unnið saman að úthlutuninni. Það var íhlutun annara aðilja, sem olli því, að framkvæmdin varð önnur en til var stofnað. Enginn hafði búist við því, að frumvarp þetta kæmi svo til umræðu, að engum andmælum yrði hreyft. Sú gagnrýni, sem fram kom, var engan veginn meiri en við mátti búast. Sam- starfsflokunum er það vafalaust ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir teygt sig svo Iangt til sam- komulags, sem framast má vænta. Við þetta verða þeir að miða endanlega afstöðu sína til málsins. Það veltur mjög á því,' ekKi einungis hvað snertir sam- vinnu þeirrar stjórnar, sem nú situr, heldur einnig um traust almennings á viljanum til frið- samlegra úrlausna á deilumál- um flokkanna, að þessari sam- komulagstilraun Sjálfstæðis- flokksins sé tekið af sama hug, sem til hennar er stofnað. Þjóðinni ríður á samstarfi í þeim vanda, sem nú steðjar að úr öllum áttum. Ef þeirri til- raun, sem hér er gerð til efling- ar samstarfinu, verður liafnað, er hætt við að margir missi trúna á, að okkur íslendingum auðnist að standa sameinaðir þegar mest á ríður. Sjálfstæðis- flokkurinn vill ekki Ieggjast undir ámæli fyrir það, að hann hafi látið nokkurs ófreistað um að leita friðsamlegra úrlausna. Hann hefir rétt fram höndina. Nú er það samstarfsflokkanna að sýna, hvernig því verður tekið. a Þvættingur Jónasar Jénssonar. Grein, sem birtist í Tíman- um í gær, eftir Jónas Jónsson, formann Framsóknarflokks- ins, hefst með þessum orð- um: „Tveir nafngreindir menn, Sig. Eggerz og Árni Jónsson meðritstjóri kaupmanna- blaðsins Vísis, hafa nýlega fullyrt opinberlega, að JÖN SIGURÐSSON FORSETI HAFI VERIÐ MJÖG AND- STÆÐUR VERSLUNAR- SAMTÖKUM BÆNDA“ (Let- urbr. mín). Þetta eru hrein ósannindi. Ef einhver annar en Jónas Jónsson hefði sagt þetta, hefði eg fullyrt að það væri dsvitandi ósannindi. Um Jónas veit eg ekki, hvort hann segir ósatt af ásettu ráði, eða ósjálfrátt. Eg veit það eitt, að hann segir ósatt — oftar en nokkur annar maður, sem tekur þátt í opin- berum umræðum hér á landi. Eg geri mér ekki von um að hann bæti ráð sitt. Hann er orðinn svo gamall og gróinn í iðn sinni, að það er eins og að stökkva vatni á gæs, að vanda um Við hann. En vegna þeirra, sem kynnu að leggja einhvem trúnað á þennan tilfærða þvætting formanns Fram- sóknarflokksins, tel eg rétt að mótmæla. Árni Jónsson. Brúarfoss bjarg- ar báti við Reykjanes. Brúarfoss kom frá útlöndum síðari hluta dags í gær og var fyrsta póstflutningaskip frá Evrópulandi í rúman mánuð. Kom skipið eingöngu með ensk- an póst og er óvíst, hvenær Norð- urlandapóstur kemur til lands- ins. Þegar Brúarfoss var á leið fyrir Reykjanes, komu skip- verjar auga á vélbát, sem liafði segl uppi og neyðarmex-ki. Var báturinn mjög nærri landi, en með snarræði og dirfsku tókst að bjai’ga mönnum og báti. Var þetta m.b. Hjörlur Pét- ursson frá Siglufirði. Brúar- foss náði síðan sambandi við Óðin, sem tók við bátnum. (ijfllde^ri§frnnivarp § j álf §t æði§f lokk§in§ i(æi i á Alþlngri samstarfs flokkanna hóflegar. Frumvarp Sjálfstæðisflokksins um breytingar á lögum nr. 73, 31. des. 1937, um gjaldeyrisverslun o. fl. var til 1. umræðu í efri deild Alþingis í gær. Magnús Jónsson, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, hafði orð fyrir Sjálfstæðisflokknum. Af hálfu Framsóknarflokksins talaði Eysteinn Jónsson,viðskiftamálaráð- herra, og Stefán Jóhann af hálfu Alþýðuflokksins. Umræður voru hóflegar og ádeilulausar. — Hér á eftir verða umræðurnar raktar stuttlega. Magnús Jónsson kvað frum- vai-p þetta borið fram til þess að koma á samkomulagi í gömlu ágreiningsmáli. Aðilar þeirrar- deilu mundu hvorugir vera alls- kostar ánægðir með þá lausn, sem frumvarpið fæli i sér. En það hefði stundum verið talið einkenni á réttlátum dómum, að báðir aðiljar væri óánægðir með úrslitin. Með frumvarpinu væri ekki fai’ið fram á róttækar breyting- ar. Aðalbreytingin væri sú, að . gjaldeyris- og innflutningsnefnd yrði öðruvísi skipuð en áður. Málin væri lögð meira en verið hefði í hendur þeirra aðilja sem önnuðust vöruinnflutning- inn. Fyrir hönd kaupmanna til- nefndi Verslunarnáð íslands 1 mann í nefndina. Samb.isl.sam- vinnufél. tilnefndi á sama hátt mann fyrir hönd kaupfélag- anna. Þriðja manninn tilnefndi ríkisstjórnin svo i sameiningu. Sá maður ætti að miðla málum, ef ágreiningur risi. En ræðu- maður taldi að ekki væri lildegt að oft þyrfti til þess að lcoma. Fulltrúar Verslunarráðs og Sambandsins mundu oftast nær koma sér saman. Magnús Jónsson kvaðst ekki bera kvíðboga fyrir því, að rík- isstjórnin kæmi sér ekki saman um oddamanninn. Hér væri samsteypustjórn og daglega kæmu fyrir mál, sem leysa yrði með samkomulagi milli ráð- heri’a þeirra flokka, sem að henni standa. „Mér dettur ekki í hug“, sagði M. J. „að fram- kvæmdin þui’fi að stranda á því, að ekki sé liægt að finna heppi- legan oddamann". Með þessu frumvarpi væri eins vel séð fyrir hag neytend- anna og kostur væri á, meðan haftastefnan réði. Hagsmunir innflytjendanna væru að sæta sem hagfeldustum innkaupum á hverjum tíma. Þetta félli al- gerlega saman við hagsmuni neytendanna. En auk þess ætti starf oddamannsins að vera i því fólgið, jafnframt þvi, sem hann skæri úr hugsanlegum ágreiningsefnum, að vera full- trúi neytendanna í nefndinni Með frumvarpinu fengi full- trúar bankanna sérstöðu í nefndinni. Þeim væri ætlað það sérstaka hlutverk að segja á hverjum tíma til um það, hve mikill gjaldeyrir væri fyrir hendi. Hvað viðviki þvi ákvæði frumvarpsins að skifting inn- flutningsins færi eftir sömu reglu, hvort sem í hlut ættu kaupmenn eða kaupfélög, kvaðst M. J. ekki vænta þess að nokkur yrði til að andmæla svo sjálfsögðum ldut. Að endingu kvaðst M. J. ekki búast við því að menn vildu tefla samstarfi flokkanna í hættu með því að hafa á móti jafn sanngjörnum tillöguin og hér væri bornar fram. En með- an málið væri óleyst geymdi það í sér hættu fyrir samvinn- una. Eysteinn Jónsson talaði næst- ur. Áður en hann sneri sér að fi’umvarpinu fór hann noklcur- um almennum orðum um þörf- ina á eftirliti með innflutningn- um. Kvað hann Framsókn telja ólijákvæmilega nauðsyn að halda eftirlitinu, eins og' sakir stæðu. En liinsvegar vildi flokk- urinn afnema höftin smátt og smátt eftir því sem gjaldeyi’is- ástæður leyfðu. Því næst sneri ráðherra sér að skipun nefndarinnar eins og gert er í’áð fyrir henni með frumvarpinu. Hann spui’ði livort það væri til bóta, að Sambandið og Verslunarráðið fengi full- trúa i nefndina. Verkefni nefnd- arinnar væri ekki einungis að ákveða, hverjir skyldu flytja inn vörur, heldur hvaða vörur skyldu sitja fyrir. Æði mikill innflutningur félli utan við starfsvið Verslunarráðsins og Sambandsins, t. d. vélar og skip. En það sem ráðherrann lagði sérstaklega áherslu á var, að fulltrúar Verslunarráðsins og Sambandsins bæru ekki ábyrgð fyrir Alþingi. Um val oddamannsins sagði ráðh. að það væri algert nýmæli, að sá ráðherra, sem þessi mál heyrðu undir, hefði ekki úr- slitaatkvæði um slíkt mál. í frumvai’pið vantaði því ákvæði um það, hvernig farið skyldi að, ef ekki næðist samkomulag um oddamanninn innan rikisstjórn- arinnar. Með frumvarpinu væri framkvæmd gjaldeyrismálanna fjarlægð ríkisvaldinu meira en heppilegt væri. Stefán Jóhann Stefánsson gerði grein fyrir afstöðu Al- þýðuflokksins. Hann kvað flokkinn ósamþykkan. Ixeirri skipun nefndai’innar, sem frum- varpið gerði ráð fyrir. Neytend- ur yrðu að eiga fulltrúa í nefnd- inni. Fór ræða St. J. St. mjög í sömu átt og grein Alþbl., sú er gerð var að umtalsefni í for- ystugrein Vísis í gær. Magnús Jónsson svaraði því næst ráðherrunum. Hann kvað sér það gleðiefni, að Eysteinn Jónsson hefði á engan hátt mót- mælt þeirri samkomulagstil- raun, sem hér væri gerð. Hitt væri að vonum að nokkurar athugasemdir kæmi fram. Mundi fjárliagsnefnd deildar- innar, sem væntanlega fengi málið til meðferðar að lokinni umræðunni, að sjálfsögðu fús til að ræða liverskonar bendingar, sem fram kæmi. Eysteinn hefði talið skipun nefndarinnar vafa- sama framför og lagt milda á- herslu á ábyrgðina fyrir Alþingi. Hér væri í rauninni um orða- leik að ræða. Nefndin bæri ná- kvæmlega jafn mikla eða litla ábyrgð fyrir Alþingi, lxvort sem hún væri skipuð eins og nú er, eða eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Það sem máli skifti, væri lxvort nefndin væi’i liæfari að Ieysa af hendi það verkefni, sem lienni væri ætlað. Það ætti að að ganga úr skugga um livort þeir aðiljar, sem með innflutn- inginn færu gætu ekki leyst á- greininginn sjálfir. Hér væri um svo smávægilega breytingu að ræða, að þessi tilraun væri áhættulítil. Hann benti ráðlierr- anum á, að þótt rikisstjórnin hefði að forminu til tilnefnt menn í nefndina, þá hefði sú tilnefning farið fram eftir til- lögum ákveðinna aðilja. Hann kvaðst því ekki leggja mikið upp úr mótbárum ráð- herra livað þetta atriði snertir. Hitt gæti aftur komið til mála að gera sérákvæði um þann inn- flutning, sem ráðheira hefði nefnt t. d. á vélum og skipum. Annars kvaðst hann ekki gera ráð fyrir að þeir fulltrúar, sem Verslunarráðið og Sambandið tilnefndu í nefndina mundu líta á sig sem fulltrúa þeirra stofn- ana í þrengsta skihiingi. Hér mundu ekki koma til mála nema viðsýnir menn, þaulkunn- ugir öllum þjóðai’högum og at- vinnuháttum. Sér hefði virst að viðskifta- málaráðherra teldi sig sviftan valdi .með þvi ákvæði frum- varpsins, að tilnefning odda- manns færi eftir samkomulagi ríkisstjórnarinnar í heild sinní. Ilefði ráðh. talið þetta algert ný- mæli. En M. J. benti á fjölda hliðstæðra dæma. Ilann kvað ó- hugsandi að ríkisstjórnin gæti ekki komið sér saman um ann- að eins og þetta. Og það væri ekki ábyrgðarlaust að slá liend- inni á móti, þegar svo stutt væri á milli til samkomulags. Þá kvaðst M. J. liafa veitt þvi athygli, að viðskiftamálaráðh. liefði ekki liaft á móti tak- mörkun á valdi fulltrúa bank- anna í nefndinni. Fyrirspurn ráðh. um það, hvort liann vildi lialda núver- andi úthlutunarreglum inn- flutningsnefndar, kvað M. J. best svarað með þessu: „Eg vil hafa allar reglur óbreyttar, sem tryggja mönnum réttlæti.“ Annars væri það um þessar umtöluðu úthlutunai’reglur að segja, að þær mundu aldi’ei hafa verið gefnar út. Kvaðst M. J. ekki hafa séð þær, þótt hann hefði gert tilran til þess. Regl- urnar mættu ekki vera einhliða. Það væi’i gott og blessað, að menn gætu flutt viðskifti sín frá kaupmönnum til kaupfélaga, en jafnframt yrði að vera trygt að menn gætu á sama hátt flutt viðskiftin frá kaupfélögum til kaupmanna, ef menn kysu það heldur. Þá lýsti M. J. stultlega fyrirkomulaginu hjá Dönum um úthlutunina og sýndi fram á mismuninnn á framkvæmd- inni þar í landi og hér 1 svai’i sínu til félagsmála- ráðheira, St. J. St., benti Magn- ús Jónsson á, að hann hefði þegar í frumræðu sinni talað um rétt neytendanna. En ann- ars væri aðeins eitt ráð til þess að tryggja rétt neytendanna til fullnustu: Að hafa verslun- ina algerlega frjálsa. Oddamaðurinn, sem ríkis- stjórnin tilnefndi sameiginlega, mætti skoðast fulltrúi neytend- anna. En annars ætti vei’ðlags- nefndin að tryggja rétt neyt- endanna, að svo miklu leyti sem um tryggingu gæti verið að íæða, meðan höftin væri í gildi. Enn töluðu þeir Eysteinn Jónsson og Magnús: Taldi Ey-# steinn það óviðfeldið, að ekki væri aðgangur að neinum sér- stökum um ábyrgðina, með þvi að leggja val oddamannsins í hendur stjórnarinnar sameigin- lega. í Iokaræðu sinni kvað M. J. skemra á milli nú eftir þessar umræður, en verið hafði. Á- greininguririn væri aðallega um það, hvort oddamaðurinn milli þeirra aðilja, sem önnuðust inn- flutningsverslunina, skyldi vera formaður núverandi gjaldeyris- nefndar, eða tilnefndur af rik- isstjómnni sameiginlega. Ef einhver ráðherra væri óánægð- ur, gæti hann altaf gert tilnefn- inguna að fi’áfararatriði. Það væri tilvalinn prófsteinn á sam- starfsvilja ríkisstjórnai’innar, hvort hún gæti, eða gæti ekki, komið sér saman um jafn auð- veldan hlut eins og þetta. Vegur Alþingis mundi vaxa, ef því tækist að leysa ágrein- ingsmálin með samþykt frum- varps j>ess, sem liér væri til um- ræðu. Að umræðum loknum var frumvarpinu vísað til 2. umr. með atkvæðum viðstaddra deildarmanna gegn 1 (P. Zoph.) og lil fjárhagsnefndar. Esja rennnr nr Slippstiiiti. Um liádegið í gær rann Esja úr Slippnum, þar sem hún hafði verið dregin upp kveldið áður, vegna skoðunar, sem fram átti að fara á henni og málunar á botninum. En meðan verið var að.draga Esju upp, höfðu tækin til þess bilað, svo að ekki var liægt að draga hana alla leið. Var sett viðnám við skipið, en þegar snöi’p vindhviða skall á því um hádegið i gær, nægði þetta við- nám ekki og rann skipið á sjó fi’am. Rakst það á Heklu, sem ligg- ur við nýja gai’ðinn, en skipin skemdust lítið sem ekkert. í sunnudagsmatmn Nýupptekinn íslenskur Rabarbari í búntum. HÓLSFJALLA- HANGIKJÖT nýtt úr reyk, Grænar baunir, Gulrætur, Blómkál í dósum. Og á kvöldborðid: Harðfiskur, Bjúgu, Sardínur, Rækjur, Gaffalbitar. Ansjósur, Kræklingur, Kaviar, Murta, Ostar, Smjör, Egg, Humar og margt fleira.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.