Vísir


Vísir - 13.03.1940, Qupperneq 2

Vísir - 13.03.1940, Qupperneq 2
V í S I R ÐAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN vísir h/f. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1 660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Varhuga- verð braut AÐ þarf töluverðan kjark til þess að horfast í augu við þá erfiðleika, sem nú steðja að okkur. Við höfum vanið okkur á það árum saman, að leggja meiri áherslu á þörfina til fram- kvæmda en getuna til að full- nægja þeirri þörf. Við höfum ekki gert okkur það nægilega ljóst, að sá munur er á þessu tvennu, að „þörfin“ er í raun- inni ótakmörkuð en getan tak- mörkuð. Það er langt þangað lil að því kemur, að ekki megi benda á æði margt, sem vel sé þess vert að þjóðfélagið styrki það. Um hitt er í rauninni lítill ágreiningur, að skattstofnar þjóðarinnar séu orðnir svo á- hlaðnir, að tæplega verði á þá hælt. Ásóknin í ríkisfé til ýmsra framkvæmda er eðlileg. Og hún heldur áfram meðan kjósend- um er ekki gert það ljóst, að Alþingi ber elcki einungis skylda til að leggja fé til nauðsynlegra umbóta, heldur jafnframt að sjá um, að gjaldþoli skattþegn- anna sé ekki ofþyngt. Það er algengt, að þingmálafundir krefjist þess, að skattar séu lækkaðir, dregið úr útgjöldum og jafnframt að nýtt fé sé lagt af mörkum i stórum stíl. Þing- mennirnir lofa að beita sér fyr- ir þessu öllu i senn. Annars heita þeir „eyðsluseggir“ eða „aflurhaldsmenn“. Fjármálaráðherra lýsti á dög- unum fjárhagsástæðum rílcis- sjóðs svo, að nú væru gjald- fallnar skuldir ríkissjóðs 2l/z miljón króna og mundi bráð- lega bætast 1 miljón í viðbót við þá uppliæð. Það er þess- vegna sýnilegt, að rikissjóður þarf á öllú sinu fé að halda. En samtímis er svo ýmislegt ógert, sem illa má bíða. Marg- ar stórár landsins eru ennþá ó- brúaðar. Seinustu brýrnar hafa verið smíðaðar fyrir lánsfé. Það er auðvitað neyðarúrræði. Þess vegna er borið fram frumvarp um það, að leggja aukaskatt á bensin til þess að hrinda þess- um nauðsynlegu samgöngubót- um í framkvæmd. Allir eru sammála um að styrkja íþróttastarfsemina i landinu. Fé er ekki fyrir hendi úr rikissjóði. Þá er farið fram á að leggja aukaskatt á tóbak og áfengi til þess að íþrótta- starfseminni verði haldið uppi, svo viðunandi sé. Rafveitumálum sveitanna er ekki komið nægilega vel. Öllum kemur saman um að hér sé um hið mesta nauðsynjamál að ræða. En hvar á að taka féð til framkvæmdanna ? Þá er borið fram frumvarp um það, að skattleggja þær rafmagnsveitur, sem fyrir eru. ÖII þessi mál, sem liér hafa verið nefnd, eru mestu nauð- synjamál. Það getur enginn neitað því, að nauðsyn sé að hraða brúarlagningum, auka íþróttastarfsemina, eða styrkja rafmagnsveiturnar í sveitunum. En menn méga elcki Iáta það villa sér sýn, að þótt féð sé ekki tekið beint úr rikissjóði, þá lenda útgjöldin engu að síður á gjaklþegnunum. ÖIl þessi mál liggja nú fyrir Alþingi. Og það er alveg gefið, að fleiri slík úrræði bætast við. En með þessu móti er verið að hlaða á þjóðina duldum- skött- um. Þessi skattaleið er farin, vegna þess að ríkissjóður er elcki aflögufær fram yfir það, sem á hann hefir verið lagt. En meðan rikissjóður á fult í fangi með að standa undir sínum eig- in skuldbindingum, er varla gerlegt að stofna sérstaka sjóði af þeim tekjustofnum, sem hann nú hefir. Þess vegna er lagt inn á varhugaverða braut með hinum nýju aukasköttum, sem hér liefir verið á minst, jafnVel þótt ráð sé fyrir þtvi gert, að fénu, sem þannig safn- ast, sé einvöi’ðungu varið til nauðsyn j amála. V í s i r. Frá og með deginum í dag eru símar Vísis 16 6U (5 línur). Jónas Jónsson kannast sennilega við vísu sem byrj- ar Svona: „Eg úr öllum föt- um fer og ferðast eins og Gandhi.“ Hitt hefir sennilega ekki hvarflað að honum, hvað hann er fáklæddur sjálfur. Og þó er hann að vanda um klæðaburð við aðra. Jónas hefir sem sé fundið köllun hjá sér til að endur- bæta íslenska blaðamensku. Siðgæðishugmynd hans virð- ist sú, að ósannindi, sem höfð eru í hvíslingum, eigi meiri rétt á sér en sannleikur, sem sagður er upphátt. Þess vegna sé öllu borgið, ef „stóryrði og gremjuorð“ séu útlæg ger úr blaðamenskunni. Samkvæmt þessu endurtekur hann 1 gær, í ofurlítið breyttri útgáfu, ósannindi, sem hann hafði nýlega um mig og upphat' urðu að hinum hlægilega málarekstri hans — alt í ógn- arlega hógværum og föður- legum umvöndunartón. Það hefir einhvem Veginn komist inn í höfuðið á honum, að nýju hegningarlögin séu sett til verndar ósannindamönn- um. Hann segir, að þau gangi í gildi 1. júlí. Og mikið hlakk- ar hann til! En úr því Jónas fer að taka Gandhi sér til fyrirmyndar á annað borð, þá ætti hann að taka sér „þagnardag“ — þangað til hann kemst undir hir.a ímynduðu vernd nýju hegningarlaganna. Hafi hann nokkurn tíma haft ást á sann- sögli, þá hefir það verið það sem Danskurinn kallar „ulykkelig Kærlighed“ og er nú löngu fyrnd. Því þá ekki að þegja og bíða, þangað til hann kemst í lögverndað hjónaband við Leitisfrúna. Hún hefir hvort sem er verið hans „fylgikona frá því hann kom í þennan heim.“ Árni Jónsson. V í s i r. Frá og með deginnm í dag ern símar Vísis 1660 (5 línur). Frá Hafnarfirði. Tveir togarar stunda ufsaveiÖar frá Hafnarfirði. Eru það togararn- ir Júní og Óli Garða. Júní kom inn í gærmorgun eftir viku útiveru með 138 tonn. V í s i r. Frá og með deginum í dag eru símar Vísis 1660 (5 1ínur). Helstu verkefni fasteigna- b&U2itB9 eigendafélagsins. Vídtæk upplýsÍBgastarfsemi í þágu tiúseigenda og samningageipdÍF fyi*ir þeis*ra hönd viö hid opinbeia. Fyrir rúmum 17 árum var stofnað hér í bæ hagsmunafélag húseigenda, Fasteignaeigendafélag Reykjavíkur. Um 12 ára skeið, starfaði félagið með góðum árangri að ýmsum hagsmuna- málum húseigenda, en s. 1. 5 ár hefir starfsemi félagsins, illu heilli, legið niðri. Það er stór furðulegt að jafn fjölmennur hóp- ur, sem húseigendur hafa verið hér í bænum undanfarin 5 ár skuli hafa unt félaginu eða forráðamönnum þess svo langrar hvíldar. Og því furðulegra er þetta, þar sem vitað er, að einmitt á þessum síðustu 5 árum biðu félagsins ótal mörg verkefni, sem leysa hafði þurft og leysa mátt, til hagsbóta fyrir húseigendur, ef að hefði verið unnið af félagsins hálfu. Það er kunnara en frá þurfi að skýra, að á hinum síðustu tímum hefir lcostum húseigenda hér í bæ verið þröngvað á ýmsa vegu t. d. með hækkuðum slcött- um á fasteignum (sjá t. d. 1. nr. 69 frá 1937 og reglugerð nr. 117 frá sama ári) svo og með ný- sköttum, t. d. svonefndu skipu- lagssjóðsgjaldi (1. nr. 64 frá 1938). Voru þó fasteignaskatt- arnir áður orðnir svo báir að húseigendur gátu vart undir ris- ið. Til sönnunar þessu má benda á að húseigendur hér í bæ greiddu, — umfram aðra skatta til'ríkis og bæjar, — í fasteigna- gjöld ein til bæjarins árið 1938 nær 700 þús. krónur. Á fjölmennum aðalfundi fast- eignaeigendafélagsins, sem liald- inn var 22. f. m. kom fram ein- buga áhugi allra fundarmanna um að vekja félagið til nýs lífs. Og til marks um ábuga húseig- enda til þess að befja fclagið á ný til vegs og starfa í þágu hús- eigenda má geta þess, að á aðal- fundinum gengu yfir 40 nýir fé- Iagsmenn í félagið og síðan hef- ir félagsmönnum fjölgað dag- lega svo tugum skiftir. Vafa- laust heldur aðsóknin i félagið áfram þar til allir eða velflestir húseigendur í bænum eru orðnir félagsmenn, enda eru húseig- endur nú orðnir sér þess með- vitandi, að ekki að eins lieppi- legasta beldur eina leiðin til þess að fá bætt úr þessu misrétti, sem búseigendur bafa sætt og er fyrirhugað (sbr. lagafrUm- vörp þau til nýiTa húsaleigu- laga, er borin bafa verið fram á Alþingi) er sterkt og vel skipu- Iagt hagsmunafélag þeirra. Slíkum félagsskap bíða mörg og margvísleg verkefni. Ekki að eins verður að spyrna fæii við hinum hóflausu skatta- álögum hins opinbera, ríkis og bæjar, heldur verður að freista þess að fá skattana lælckaða, þvi 11 ú er svo sorfið áð húséigend- um að margir þeirra verða að greiða féfúlgur árlega með bús- eignum sínum til þess að varna því að þær verði af þeim telcnar upp í slcatta og opinber gjöld. t þessu sambandi er rétt að benda á, að það opinbera hefir með því að reikna skatta, ekki að eins af Iiúseignunum sjálfum heldur og af óarðberandi mannvirlcjum, svo sem girðingum, gengið lengra en eðli skatta leyfir. Verður að treysta því, að fljót- lega fáist leiðrétting á jafn aug- Ijósri meinloku sem þessari. Ótal fleiri verkefni bíða fé- Jagsins, svo sem að andæfa þeirri réttindaskerðingu, sem húseigendum er fyrirhuguð í áðurgreindum lagafrumv., þar sem húseigendum er bannað að segja leigutökum upp leigu- íbúðum þeirra, jafnvel þótt þeir geti ekki borgað umsamda leigu. Og þar sem húseigendum er ennfremur bannað að hækka húsaleiguna þrátt fyrir bæði mjög ört hækkandi viðhalds- kostnað og og framfærslukostn- að húseigenda sjálfra, fyrst vegna gengisfallsins á s. 1. vori og síðar vegna ófriðarástands- ins. En félagsskapur húseigenda á ekki að eins að vera á verði til hagsbóta hagsmunum húseig- enda í skiftum þeirra við liið opinbera, ríki eða bæjai-yfir- völd. Félagsskapurinn á einnig að vinna að því markmiði, að fasteignir hér í lögsagnarum- dæminu verði sem tryggastar eignir. Einnig frá því sjónar- miði blasa við ótal verkefni. Augum næst eru leiguvanskilin. Það er alkunnugt að vanslcil á húsaleigu hafa farið mjög vax- andi hin síðari árin, til óþæginda og stórtjóns fyrir húseigendur. Er enginn efi á að félagsskapur- inn getur orðið húseigendum hér að stórmiklu liði og til ó- metanlegs gagns í framtíðinni ef rétt er að farið. En það verð- ur að bafa það vel hugfast að í þessu efni er það nær eingöngu undir húseigendum sjálfum lcomið hver árangur verður af þessari starfsemi félagsins. Því áreiðanlegri og itarlegri, sem upplýsingar liúseigenda um vanskilaleigjendur verða, því betri möguleika hefir skrifstofa félagsins á að veita félagsmönn- um sem fylstar og áreiðanleg- aslar upplýsingar um þetta efni. Um vanhirðu á leiguíbúðum gildir svipað og um leiguvan- skil. Margur leigutalci fer að vísu svo vel með leiguibúð sína að á betra verður elcki lcosið. Þrátt fyrir margra ára leiguaf- not þarf húseigandi engu eða sáralitlu að kosta til viðhalds eða endurbóta á leiguíbúð vegna sérstaks lireinlætis og hirðu- semi Ieigutaka. En svo eru aðrir leigutalcar, sem vegna vanhirðu eða fákunnáttu um hreinlæti og viðhald valda húseigendum stórtjóni. Hóflegar og sann- gjarnar umkvartanir liúseig- enda um jiessi efni til skrifstofu félagsins þar sem þær yrðu að sjálfsögðu öðrum félagsmönn- um til upplýsingar, gætu liæg- lega orðið er stundir líða, iil þess að stemma stigu fyrir van- birðu leigutaka og þar með til þess að létta af húseigendum þeim óþarfa viðhaldskostnaði, sem af slíkri vanbirðu leiðir. Þá snýr ein hlið félagsstarf- seminnar að viðskiftum hús- eigenda við skatlayfirvöldin. Margur búseigandi lítur svo á að í slciftum sínum við slcatt- yfirvöld sé réttur þeii*ra æði oft fyrir borð borinn t. d. með ó- liæfilega báu mati á eigin íbúð svo og tregðu eða synjun á að taka til greina raunverulegan viðhaldskostnað fasteignarinn- ar, svo sem lögslcylt er. Er ekki að efa að fjölmennur félags- slcapur húseigenda myndi verða þess megnugur að færa margt í þessu efni til betra vegar fyrir búseigendur. Loks má benda á, að undan- fai’i hinnar langþnáðu hitaveitu verða að sjálfsögðu þýðingar- milclir samningar fyrir liúseig- endur milli félagskapar þeiiTa og bæjaryfirvalda bæði um koslnað við tengingu á götuæð, við miðstöðvarlcerfi húseignar, afnotagjalds beitvatnsins og inn- heimtufyrirkomulag þess. Hér hefir að eins verið minst á fá atriði af mörgum, sem skifta munu húseigendur æði miklu í framtíðinni, að vel skip- ist um. En því að eins getur þess- um málum og öðrum varðandi hagsmuni búseigenda skipast vel í framtíðinni, að húseigend- ur hristi af sér andvara- og á- hugaleysi liðinna tíma og slcipi sér í þétta fylkingu til verndar hagsmunum sínum; gangi allir eða sem flestir og sem fyrst í Fasteignaeigendafélag Reylcja- vikur. Reykjavik, 11. mars 1940. Húseigandi. Hjörtur Líndal Leika varla man eg menn meiri en Björn í Ögri.“ í dag er til moldar borínn bændaöldungurinn og héraðs- böfðinginn Hjörtur Líndal á Efra-Núpi í Miðfirði. Og að von- um hvarfla að okkur hinum eldri Miðfirðingum margar minningar um bann, nú þegar hann er allur og horfinn sjónum olckar. Hann, sem um langan aldur bar svo að segja ægislijálm yfir sínum sveitungum, hefir nú goldið hina hinstu skuld. Lindal á Núpi, eins og hann var jafnan kallaður í daglegu tali, var einn binna gömlu bændaböfðingja, béraðsríkur og lét elcki ganga á hlut sinn eða sinna sveitunga, enda var hann jafnan sá, sem best var treyst um forsjá allra sveitarmála og mátti svo heita, að ekki þætti svo ráð ráðið i Miðfirði, meðan hann stóð í blóma aldurs síns, nema hann væri þar til kvaddur, og mörg voru þau mál, er til hans úr- greiðslu koinu sem hreppstjóra og sem hreppsnefndaroddvita alla þá löngu tíð sem hann gegndi þeim störfum og ekki minnist eg þess, að á óánægju bryddi út af gerðum hans í sevitarmálum. Hreppsbúar hans fundu það og vissu, að þar var forystan örugg sem hann var og málefnum sveitarinnar best Iiorgið í hans höndum, og að þaðan stóð „ekki síður vernd en vald“, og ekki ósjaldan mun hann hafa reynst hinum fátæk- ari sveitungum sinum sannlir bjargvættur, ef í nauðir rak. Efra-Núps heimilið var jafn- an rómað fyrir rausn, gestrisni og glaðværð. Þar kyntust gest- irnir hinum sanna íslenska gest- gjafa og’ höfðingja, sem altaf var óþreytandi að gleðja gesti sína, án tillits til þess, hvort í hlut áttu rílcir eða snauðir. Á Efra-Núpi stóð öllum opið hús; þar tólc eklci húsbóndinn síður alúðlega á móti fátælca barninu frá kotbænum en heldri mann- inum, og sérstaklega voru allir, sem bágt áttu, velkomnir géstir Lindals á Núpi, þá var hann ó- þreytandi að gleðja og bæta úr raunum þeirra, eftir þvi, sem föng voru á. Margur, sem að Núpi lcom í hryggum hug, fór þaðan aftur glaðari. Þar sem Hjörtur Líndal var, áttu allir aumingjar, börn og gamál- menni, sannan vin, og ekki efa eg það, að mörgum hlýni um hjarta við að minnast þeirra kynna, sem þeir í æsku höfðu af Líndal á Núpi. Hann var vin- ur barnanna og kunni að um- gangast þau og vinna hylli þeirra, og eg veit það, að marg- ur hefir jafnan frá bernskuár- unUm borið hlýjan Iiug til hans og finnur enn þá ylinn frá minn- ingunni um það, er Lmdal á Núpi lcom á æslcuheimili hans, eða frá lcomu sinni að Núpi og viðtökunum þar. Nú þegar við horfum á eftir hinum horfna bændahöfðingja yfir á ókunna landið, veit eg að allir þeir, sem í æsku sinni höfðu kynni af Hirti Líndal vilja taka undir með mér: Blessuð sé minning þín, gamli og góði vinur, virð- ing, hlýhugur og þökk fylgja þér yfir landamærin. Pétur Á. Brekkan. Skemtun íþrótta- manna. Ármann, Í.R. og K.R. halda sameiginlegan skemtifund að Hótel Borg næstlc. föstudag. Er þetta athyglisvert að því léyti, að hér er skref stígið til þess að bæta sambúðina milli félag- anna, sem elcki hefir verið van- þörf á. Þá er þetta til þess að auka kynninguna milli iþrótta- mannanna í hinum ýmsu félög- um. Félögin hafa ákveðið að allur ágóði slculi renna i samskota- sjóð b.s. Sæbjargar og eiga þess- ir skemtifuudir að verða til þess framvegis, að styrkja ýms mál- efni, sem varða land og þjóð. Þess er að vænta, að þessi hug- mynd verði vinsæl og fundirnir fjölsóttir, til þess að þeir nái sem best hinum lilætlaða til- gangi sínum. V í s i r. Frá og með deginum í dag eru sh'mar Vísis 16 60 (5 línur). Stjórnmála/jámskeið Heimdallar. Fyrirlestur í kvöld : Kommúnism- inn. Guðmundur Benediktsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.