Vísir - 20.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 20.03.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Gamlar lummur. j^LÞINGI hefir samþykt með yfirgnæfandi meirihluta, að lieimila rikisstjórninni að skera niður ólögbundin gjöld ríkissjóðs1 um rúman þriðjung. Auk þéss fær stjórnin heimild til þesS' að draga úr löghundn- um útgjöldum, ef frekari þörf gerist. Úm þetta má heita al- gért saiiikomulag innan þeirra flokka, sem að ríkisstjórninni standa. En i þessu felst full- kömin viðurkenning á því, hve óvissar tekjurnar eru eins og nú er ástatt. Hagur rílcissjóðs- ins er ekki hetri en það, að sam- kvæmt upplýsingum fjármála- ráðherra liggur hálf þriðja mrljón þegar í gjaldföllnum lausaskuldum og ekki annað sýnt, en að 1 miljón í viðbót bætist við þá upphæð. Skattarn- ir hafa vaxið svo, að enginn heldur því lengur fram, að á þá verði bætt. Viðskiftamálaráð- herra gerði síðastliðið vor sam- anburð á beinum skötlum hér á Iandi og í Danmörku. Þar kom í ljós, að í sumum tilfell- um greiðum við tvisvar til þrisvar sinnum hærri .skatt en sósíalistastjórnin danska leggur á þegna sína. Óbeinu skattarnir hækkuðu um álitlega fúlgu við samþykt tollskrárinnar nýju á síðasta þingi. Þegar alt ]>etta kemur saman: alger óvissa um tekjurnar, of- hlaðnir tekjustofnar og brýn þörf ríkissjóðs, þá er engin furða þótt þingmenn hiki við að hæta á nýjum álögum, sem ekki eiga að koma ríkissjóðnuin sjálfum til tekna. Út frá þessu sjónarmiði ber að skoða afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til ýmsra þeirra mála, sem nú liggja fyrir Alþingi. Það er fávíslegt að lialda því fram, að nokkur maður — hvort heldur sem er í Sjálfstæðis- flokknum eða öðrum flokkum — sé andvígur því, að hrýr séu lagðar yfir óbrúaðar ár. Það er jafn fráleitt að halda því fram, að andstaða sé gegn þvi, að raf- orkumál sveitanna geti lcomist í horf. Af sama toga er það spunnið, þegar staðhæft er að sjálfstæðismenn séu andvígir í- þróttastarfseminni í landinu. Þetta eru alt saman auðvirðileg- ar getsakir, sem enginn fæst til að bera fram nema allra grunn- færustu fleiprararnir. í síðasta Tímanum birtist ein af þessum eftirlegugreinum, sem lielst líkist því, að hún hafi legið í skrifborðsskúffunni frá þeim tímum, þegar „alt er betra en íhaldið“ þótli góð latína í því blaði. Þar er sjálfstæðis- mönnum lýst svo, að þeir séu í raun og veru andvigír öllum umbótum, vegna fullkominnar eigingirni. Hinsvegar þori þeir ekki.að koma fram sem „hrein- j ir fjandmenn hinna almennu umbóta“. Þeir fari heldur þá „krókaleið“, að „skrafa“ um á- lögurnar. Þetta sé ekkert annað en tvöfeldni og liræsni! Ástæðan til þess, að ritstjóri Tímans ber þessar gömlu Iummur á borð fyrir lesendur I sína, er sú, að frumvarpið um brúarsjóð var felt í efri deild og frumvarpinu um rafveitu- lánasjóð vísað frá með rök- stitddri dagskrá. En það sýnir vöndugheilin lijá þessum pilti, að hann getur þess ekki, að jafn- aðarmenn greiddu atkvæði með sjálfstæðismönnum í báðum þessum málum. Hann getur þess heldur ekki, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir borið fram frumvarp um rafoi’kuveitur í sveitum. Á árshátíð blaðamanna talaði forsætisráðlierra meðal annars um það, að vanhugsuð blaða- skrif gætu orðið lil að spilla samstarfi flokkanna. Hann mintist í þvi sambandi á árásir Tímans i sambandi við kjöt- hækkunina og fjárlagafrum- varpið. Menn liöfðu ástæðu til að ætla, að þessar áminningar forsætisráðherra bæru einhvern árangur í aðalstuðningsblaði hans. En þessar „gömlu luinm- ur“ Tímans virðast benda til þess, að forsætisráðlierra verði beinlínis að beita sínum „flata lófa“, ef liann á að koma skikk á sitt eigið heimilsfólk. a Yerðlannaafhending Thnle'inótsins. í gærkvöldi fór afhending verðlauna frá Thulemótinu fram á Hótel Borg. Kristján Ó. Skagfjörð lieildsali, — hann er formaður Skíðafélags Reykja- vikur, er gekst fyrir mótinu — setti samkomuna og stjórnaði henni. Þarna var sýnd kvikmynd sú frá Thulemótinu í fyrra, sem Kjartan Ó. Bjarnason, prentari, hafði tekið og höfðu menn mjög gaman af að horfa á hana, elcki síst keppendurnir, að sjá sjálfa sig keppa. Undir borðum tóku til máls auk Kr. Skagfjörðs, forseti f.S.Í. Ben. G. Waage, form. Skíðaráðs Reykjavíkur Steinþór Sigurðs- son skólastjóri og forstjórar Siglfirðinganna, Þráinn Sig- urðsson og Gestur Fanndal. Auk verðlaunapeninga, sem bestu mönnum var úthlutað, voru og afhentir þrír farand- bikarar, en það voru Thulebik- arinn fyrir göngu, bikar Litla- Skíðafélagsins fyrir svig og Andvökubikarinn fyrir stökk, er allir fóru norður til Siglufjarð- ar. Loks var Guðm. Guðmunds- syni, sigurvegaranum í göngu og í tvíkepni (göngu og stökki samanlagt) afhent skíði, sem aukaverðlaun. Vegagerð milli Reykja- víkar og Suínrlamls- nndiriendis. Eiríkur Einarsson, alþingism., flytur svohlj. till. til þál. um vegagerð milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendis: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að taka til gagngerðr- ar endurskoðunar rannsóknir um vegarstæði milli Reykjavík- ur og Suðurlandsundirlendisins og beita sér síðan fyrir að hafist verði handa um framkvæmdir að framhaldsrannsókn lokinni. Er til þess ætlast, að veginum verði þar valinn staður, er ör- uggast má verða til samgangna allar, árstíðir, og með fullri hlið - sjón til þess, að vegarlengdin milli höfuðstaðarins og austur- sveita verði ekki meiri en ítrasta nauðsyn krefur. Skal ríkisstjórnin fá tillögur vegamálastjóra um mál þetta og leggja niðurstöður sínar síð- an fyrir næsta reglulegt Al- þingi-“ Varhugaverð nýmæli í hinum nýju umferðar og bifreiðalagafrumvörpum. Hægri handar umferð, skaðabætnr vegjna blfreiðaslpa og fleirl atliuga§eindir.- Eftir Sigurð Ólason, lögfræðing. Samgöngumálanefnd N.d. Al- þingis flytur að tilhlutun ríkis- stjórnarinnar frumvarp til nýrra bifreiðalaga og frv. til umferðarlaga. Til þessa liafa ekki verið til nein almenn um- ferðarlög í landinu, og er laga- setning þessi því næsta þarfleg, og varðar miklu að vel takist. Um leið og umferð og sam- gönguhættir hér á landi liafa á síðari árum tekið á sig nútíma- snið, einkum í bæjum, hefir vaxið nauðsyn ]>ess, að slíkum málum væri skipað með skyn- samlegri löggjöf. Bílarnir liafa á fáum árum valdið ]>eirri bylt- ingu í öllum samgÖnguháttum til lands, að mikið vantar á, að almenningi hafi enn tekist að laga sig eftir hinum breyttu að- stæðum. Jafnframt hefir það þótt brenna við, að stjórnend- um nútímafarartækja, bíla og reiðhjóla, sé helst til áfátt um þá ábj'rgðartilfinningu og að- gæslu, sem nauðsynleg er til slíkra starfa. Hefir þetta, ásamt vaxandi þéttbýli og stórauknum samgöngum, Ieitt til vaxandi ör- yggisleysis um alla umferð, sí- fjölgandi umferðarslysa, með dauðsföllum og limlestingum vegfarenda, og stórkostlegu fjárhagslegu tjóni á ári hverju. Að vísu liggja ekki fyrir gögn eða upplýsingar um um- lerðarslys hér á landi. En í Reykjavík einni saman hefir lögreglan fengið til meðferðar ekki færri en 2500 slys á árun- um 1930— 38. Og er það þá vit- anlegt, að fjöldi liinna smærri slysa koma aldrei til kasta lög- reglunnnar. 750 manns hafa orðið fyrir slysum á lífi eða limum, þar af 350 stórslasast, en 31 maður beðið bana. Af hinu slasaða fólki eru ekki færri en 220 hörn og liafa 14 þeirra farist. Þetta eru í sannleika sagt ægilegar tölur, en liitt er þó al- varlegra, að umferðaslysin virð- ast fara ört vaxandi hin síðustu ár. í Reykjavík urðu á árinu 1936 265 slys, 1937 360 og 1938 424 slys, þar af ekki færri en 121 menn, sem fyrir slysum urðu. Þessi slysatala, þótt hún liækkaði ekki hlutfallslega, svarar til þess, að fimti hver Reykvíkingur megi gera ráð fyrir að Verða fyrir umferðar- slysi á Iífi eða limum, einhvem- tíma á æfinni. Þegar hér við bætist hið gífurlega fjárliags- lega tjón, má það ljóst verða, að hér er um meira alvörumál að ræða, en almenningur og yf- irvöld liafa til þessa gert sér grein fyrir. Nú er svo talið, að 9 af hverj- um 10 umferðarslysum séu hrein sjálfskaparvíti. Þess vegna hefir nú á síðari árUm verið hafin sterk hreyfing um öll lönd til þess að vinna að auk- inni umferðarmenningu og auknu öryggi umferðar. Hefir í því skyni verið sett ítarleg um- ferðai’Iöggjöf, lögreglueftirlit aukið, umferðarfræðsla tekin upp í skólum, og almenn upp- lýsinga- og áróðursstarfsemi liafin. Með setningu umferðar- löggjafar er Iagður grundvöllur að slíkri starfsemi hér á landi, og er það ekki vonum fyi’, að hafist sé handa í þeim efnum. Frumvörpin eru svo nýlega fram komin, að almenningi inun yfirleitt ekki hafa gefist kostur á að kynna sér þau í einstökum atriðum. Eg hefi og aðeins lesið þau lauslega yfir, og skal því ekki gera nánari atriði þeirra að Umtalsefni, nema að því leyti, sem um veruleg nýmæli er að tefla, en varða ahnenning, og tvímælum geta orkað. Flytjendur frv. hafa valið þá leið, að liafa umferðarlögin sér- stök lög, í stað þess, sem óður var í ráði, að fella þau inn í bif- reiðalögin. Þetta er tvímælalaust til bóta. Hinsvegar er þ^ð óeðli- legt, að láta umferðarákvæði bifreiðalaganna standa áfram í þeim lögum, í stað þess að fella þau inn i umferðarlögin, þar er þau að réttri hugsun eiga lieima. Það er óheppilegt að kljúfa um- ferðarreglurnar niður í tvenn lög auk reglugerða, sem gert er ráð fyrir að sett verði um nánari atriði. Vegna umferðarfræðsl- unnar hefði verið eðlilegast, að umferðarlögin væru í einu lagi, og svo ítarleg, auðskilin og að- gengileg almenningi, sem unt er. Flytjendur frv. hafa hinsvegar kosið að hafa lögin sem ramma, sem síðar verði fyltur út með ítarlegri reglugerð, og má vera að það fyrirkomulag henti betur fyi-st í stað, en mest verður þá undir því komið, að vel verði vandað til reglugerðarinnar. Þá kem eg að því nýmæli umfkfrv., sem mörgum mun þykja nokkurs um vert, sem sé að taka upp svokallaða hægri handar umferð (vikstefnu), í stað vinstri liandar, sem verið hefir. Það er rétt í grg. frv., að í flestum löndum heims er liægri akstur, en af nágrannalöndum okkar hafa Sviþjóð og England þó vinstri akstur. Er mér ekki kunnugt um neitt land, sem liafi breytt þeirri vikstefnu, sem það liefir eitt sinn tekið upp, þó eg þori ekki að fullyrða þetta. í grg. frv. segir, að Austurríki og Tékko-Slovakía hafi tekið upp hægri vikstefnu, en þess er þar að geta, að það var ekki af frjáls- um vilja gert, heldur fyrir ytra valdboð eða ofbeldi. Sænska ríkisþingið feldi í fyrra, að taka upp hægri vikstefnu, og um England er það vitað, að ekki kemUr til mála að breytt verði þar um akstur. Það er því vafa- samt sem segir í grg. frv., að hægri reglan hafi „gersigrað“ hina, og sé að verða „algild regla“ um heim allan. Þvert á móti má telja ólíklegt, að svo verði nokkurn tíma. Það er að visu nokkurt hag- ræði, að nota sömu vikstefnu og önnur lönd, sérstaldega ef um lönd þau er að ræða, sem liggja saman, og hafa þar af leiðandi „gegnumgangandi“ bilaumferð. En um eylönd eins og England og ísland á þetta sjónarmið síð- ur við. Það er því ekki endilega sjálfsagður hlutur fyrir okkur að breyta um vikstefnu, eins og margir virðast halda. í rauninni hefir þetta helst þýðingu í sam- bandi við slysahættu íslendinga, sem ferðast erlendis. En með þvi að umferð á Englandi, þar sem farast að jafnaði 20 menn dag- Iega, er mildu hættulegri en í Danmörku og Noregi, — en um þessi lönd leggjum við aðallega leiðir okkar, — þá sé eg satt að a?Vi segja ekki, hvaða vinningur okkur væri að þvi, frá þessu sjónarmiði, að taka upp hægri akstur. Nú er heldur ekki vitanlegt, að liægri akstur hafi í sjálfu sér nokkra yfirburði yfir vinstri akstur, m. a. s. telja sumir frem- ur hið gagnstæða, en út í það verður ekki farið liér. Eu lntt má okkur Ijóst vera, að breyt- ingunni myndi óhjákvæmilega fylgja stórum aukin slysahætta fyrst í stað, og allmikill kostn- aður og óþægindi. Við íslendingar höfum löng- um liaft ríka hneigð til þess að apa alla skapaða hluti eftir öðr- um þjóðum, þ. á. m. margt það sem síður skyldi. Virðist harla ástæðulítið að fara að apa liægri akstur eftir öðrum þjóðum, án nokkurs tilefnis og ón þess að nokkrar raunverulegar ástæður liggi til. Sé eg ekld annað en að við getum unað við þær reglur, sem við höfum búið við, a. m. k. þangað til sýnt er að hægri akstur sé orðin alþjóðleg regla. Þá fyrst horfir málið öðru vísi við. Samkv. bifreiðalagafrv. er hraðahámark bifreiða hækkað úr 45 Icm. upp í 60 km. á klst. Býst eg við að mörgum þyki sú breyting orlca nokkurs tvímæl- is. En verði jafnframt að því ráði horfið, að breyta um vik- stefnu, er sýnilegt, að taka verð- ur upp í lögin bráðabirgðaheím- ild til ráðstafana gegn aukinni slysahættu fyrstu mánuðina', sem lögin eru í gildi, svo sem með takmörkunum á umferð í bæjum, og með því t. d. að láta gamla hraðahámarkið lialdast fyrst um sinn. Slíka heimild vantar í frv. Af öðrum einstökum ákvæð- um umfl.frv. vil eg nefna tvent sem eg tel vægast sagt hæpið. Annarsvegar er svo fyrir mælt í 15. gr. fi'v. að setja megi með lögreglusamþyktum „sérreglur‘t Um umferð. En það er einmitt þetta, sem á að vera bannað; umferðarlögin eiga að gilda fyr- ir alt landið, liitt getur verið beint liættulegt, að veita bæjum og kauptúnum heimild til að setja sérstakar umferðaiTeglur fyrir sig, sem e.t.v. eru ekki í samræmi við hin ahnennu lög. Hitt atriðið er ákvæði 3. mgr. 13. gr. frv. um það, að gangandi fólk skuli ganga á vinstri brún vegar, og svo vikja út af vegi, þ. e. víkja til vinstri, þvert ofan í hina almennu reglu laganna. Er það bæði óeðlilegt og hættu- legt, að rugla þannig með um- fei’ðarreglurnar, og get eg ekki séð hvaða rök liggja til sliks. Þau útlendu lagaákvæði, sem hér eru höfð til fyrirmyndar, eiga ekki við islenska sta'ðhætti. Að lokum vil eg geta þess, að enda þótt Iögin geri ráð fyrir reglugerð um nánari atriði, þá lilýtur sú reglugerð að takmark- ast af ramma laganna sjálfra, og verður því óhjákvæmilega að í'ýmka rammann að verulegum mun, með því að taka fleiri atr- iði upp í lögin, heldur en gert er í frv., en ekki er rúm til að rekja það nánar hér. framh. Gjeí til Hæð klukk- unnar er 110 cm. HeiTa Wilhelm Jörgensen, úr- smíðameistari i Kaupmanna- höfn, hefir á ný sýnt velvild og ræktarsemi i vorn garð. Hefir Iiann sent Iláskóla íslands að gjöf dýrindis stundaklukku, sem kom með e.s. GuIIfossi. Klukka þessi er um 200 ára gömul og er hinn mesti kjör- gripur. Umgerðin eða kassinn er lögð dökkri skjaldbökuskel, svo að hvergi sést i viðina en í skelina er greypt messing i allskonar útflúri, og er klukkan mjög skrautleg til að sjá. Klukkan er ein af liinum svo- nefndu Boulle-klukkum, en Charles André Boulle var heirns- frægur húsgagnasmiður á dög- um Lúðviks 14. og dó 1732, níræður að aldri. Hann smiðaði aðallega skápa, borð, kommóð- ur og klukkuumgerðir fyrir Lúðvík 14. og franska aðalinn. Öll lians smíði ber sömu ein- kenni sem þessi klukka: viður- inn er hulinn skjaldbökuskel, en útflúri úr messing eða tini greypt í. BouIIe-smíðisgripir eru nú geysidýi'ir, enda er talið, að ekki séu nú til nema um 12 gi'ipir, sem með vissu má telja smíðaða af þessum mikla bag- leiksmanni. Þessi klukka mun ekki vera smíðuð af Boulle sjálf- um, en 4 synir hans fetuðu í fót- spor föður síns, og er klukkan vafalaust smíðuð af einhverj- um þeirra. AlKr unnu þeir í sama anda, og langt fram eftir 18. öldunni stældu menn smíði þeirra feðga. Herra Jöi’gensen sendi Alþingi klukku að gjöf síðastliðið sum ar, hið mesta rnetfé, og í sam- bandi við þá gjöf voru sögð deili á honUm hér í blaðinu, og þarf því ekki að endurtaka það nú. Hann sendir nú ennþá fegurri og vafalaust dýnnætari grip. Þetta örlæti herra Jöi’gensens: ber vitni um óvenjulega i-æktar- serni og trygð hans við fæðingar- bæ sinn, en hér i Reykjavík er hann fæddur og hér ólst hann upp til 12 ára aldui’s. Klulcka þessi er hing’að kornin fyrir milligöngu Guðbrands Jónssonar, eins og klukkan, sem Alþingi var send. Er gert ráð fyrir að koma henni fyrir i kennax'astofunni í nýja liáskól- anum. Fjármálai'áðuneytið gaf eftir öll aðflutningsgjöld af klukkunni, en Eimskipafélag ís- lands flutti hana endurgjalds- laust, og var hún í uinsjá skip- stjórans ó Gullfossi á leiðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.