Vísir - 20.03.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 20.03.1940, Blaðsíða 1
& Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. i |T/ Rtotstjórnarskrifstofur: % ^élagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla . 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 20. mars 1940. 67. tbl. 7 klukkustunda lo árás á flugstöðvar Þjóðverja á eyjunni Sylt EINKASKEYTI frá UnMed Press. — London í morgun. Chamberlain forsætisráðherra mintist á loftárás Þjóðverja á herskipin í Scapa Flow, í ræðu, sem hann flutti í neðri málstofunni í gær. Gerði hann lítið úr loftárásinni og kvað tjónið af henni liafa verið mjög lítið, þar sem að eins eitt herskip hef ði 'orðið fyrir skemdum og þeim ekki miklum. Þegar eftir loftárásina f óru menn að búast við því, að Bretar myndi gjalda Þjóðverjum í sömu mynt, og það þurfti heldur ekki lengi að bíða, því að þeir hófu mestu loftárás, sem gerð hefir verið í yfirstandandi styrjöld, í gærkveldi, þegar enn fóru fram umræður í neðri málstofunni um ræðu Chamberlains. Skýrði hann þingheimi sjálfur frá árásinni og haf ði hún þá staðið liðlega 4 klukkustundir, en alls voru flugvélarnar á sveimi yfir eyjunni í fullar 7 klukkustundir. Fjölda margar flugvélar tóku þátt í árásinni og varð mikið tjón. Á Sylt-eyju, sem er við vesturströnd Þýskalands skamt undan landi er garður mikill, svo nefndur Hindenburg-garður, milli lands og eyjar. Á eyjunni eru flugstöðvar margar og flugbáta- stöðvar, flugvélaskálar, skotfærabirgðastöðvar o. s. frv., og er talið, að þarna hafi haft bækistöðvar margar af flugvélum þeim, •sem notaðar hafa verið í loftárásunum á Bretland og skip á sigl- ingaleiðum við Bretland. Loftárás Breta á eyjuna byrjaði klukkan um 8. Fullyrt er í tilkynningum bresku flotamálastjórnarinnar og eins í fregnum frá Danmörku, en fjöldi manns á Jótlandsströnd horfði á loft- árásina, að tjón muni hafa orðið mjög mikið. Feikna reykur gaus upp á mörgum stöðum og eldhaf var mikið. í öllum loft- varnastöðvum í eyjunni var mikið um að vera og var skotið af miklu kappi á flugvélarnar. Ein þeirra var skotin niður. Binkaskeyti frá United Press. K.höfn i morgun. 1 þorpum sunnarlega á vest- urströnd Jótlands heyrðu menn ógurlegar dunur og dynki í gærkveldi, og fólk, sem hafði tekið á sig náðir, þusti fáklætt úr rúmum sínum. Brátt varð mönnum ljóst, að loftárás mik- ÍI átti sér stað á eyjuna Sylt. Sáust margar flugvélar á sveimi yfir eyjunni og mikill reykur sást og eldur. Loftárásinni linti ekki fyrr en kl. 3 i nótt. Frá Tönder sást flugvél hrapa í ljós- um loga. Var þetta um miðnæt- urbil. Skamt frá þorpi einu í Jótlandi við landamæri Þýska- lands var varpað niður tveimur sprengikúlum. Tjón varð ekki annað en það, að rúður brotn- uðu í nokkrum húsum. Rússar taka vifl Hangð á ffistudaginn langa ELNKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun. Á föstudaginn langa mun rauði herinn rússneski taka við Hangö, sem þeir f á á leigu til 30 ára fyrir flotastöð og flugstöð, samkvæmt friðarsamningun- um. Allir ibúar borgarinnar, sem eftir eru, verða farnir það- an, þegar Rússar koma. Fimm finsk eimskip hlaðin húsmun- um og öðrum flutningi flótta- manna eru á leið frá Hangö eftir skipaskurði, til Turku (Ábæjar). En raunar eru öll flutningatæki notuð, sem unt er að bjargast við. Fjölda margt f ólk f er fótgang- andi og styttir sér leiS yfir isi lögS vötn og víkur. Allar vélar verða teknar sund- ur í verksmiSjum í Hangö og fluttar burtu og er veriS aS vinna að þvi. Alt fer skipulega og rólega fram. Þegar Rússar koma til Hangö á föstudaginn verSa þar tóm hús og auSar göt- ur. Dr. Clodias kom- inn iil Bnkarest. Einkaskeyti frá TJnited Press. K.höfn í morgun. Dr. Clodius, viSskiftasendi- herra þýsku stjórnarinnar, er kominn til Bukarest, til frekari viðræSna viS rúmensku stjórn- ina um viSskifti Rúmena og Þjóðverja. Fjölda margir sér- fræðingar eru í fylgd með Dr. Clodiusi. SKIPIÐ MEÐ (HITAVEITU- PÍPURNAR KEMUR EFTIR 2—3 DAGA. 1 yfirstandandi viku er væntanlegt hingaS frá Dan- mörku skip með efni til Hita- vcitunnar, m. a. pípur í bæSi í götu- og aSalleiSslur, aSal- lega þó pípur sem íagSar verSa í göturnar. Skip þetta kemur beint frá Danmörku og vona* menn, ef ferSir þess ganga aS öllu aS óskum, aS það komi hingaS i yfirstand- andi viku. Eins og kunnugt er hafa fáir menn unnið i Hitaveit- unni aS undanförnu, en upp úr Páskunum má búast viS, aS fjölgaS verSi í henni til muna, ef tíSarfar verSur gott. »[«¦ EIIES ðll I Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Sumner Welles er nú á f örum frá ítaliu. Hann er nú á leið til Genúa frá Rómaborg og leggur af stað á ítalska línuskipinu Conte di Savoia. Eins og áður var getiS var brottför skipsins frestað, vegna Sumner Welles, þar sem hann hafSi ekki lokiS viSræSum sínum í Rómaborg. Þrátt fyrir þaS, aS Cordell Hull utanrikismálaráSherra Bandarikjanna og Sumner Wel- les, hafi neitaS því, aS Welles hafi unniS aS því aS koma á friSi, er enn taliS, aS ferSalag hans sé aS einhverju leyti tengt tilraunum, sem átti aS gera eSa verSa gerSar, til þess aS koma á friSi. En eftir ræSur þær, sem Sir Archibald Sinclair og Cham- berlain forsætisráSherra hafa haldiS, þykir augljóst, aS stefna og viðhorf Bandamanna er ger- samlega óbreytt, og að þeir muni þverneita aS semja viS Þýska- land, meSan nasistar fara þar meS völd. K.höfn i morgun. Samkvæmt fregnum frá Rómaborg er litiS svo á, aS þar sem Sumner Welles ræddi ekki við Mussolini eftjr heimkomuna frá Brennero-fundinum, séu „HERNADARLEGA MIKILVÆGIR STAÐIR". — Rússar hafa lýst yfir þvi, aS þeir hafi ekki gert neinar loftárásir, nema á hernaðarlega mikilvæga staði. — Hér sjást leifarnar af einhverri fegurstu kirkju, sem til var i öllu Norður-Finnlandi. Kirkja þessi var f jarri öllum bæjum og hernaðarlegum bækistöðvum. Samt lögðu flugmenn Rússa hana i rústir. KOSNINGARNAR I KANADA: Um h vað er deilt ? United Press. Þriðja dag páska, þriðjudaginn 26. mars, gengur kanadiska þjóðin að kjörborðinu og eru þá tveir mánuðir liðnir frá því að þingið var rofið, þ. 25. jan. s. 1. Þá hafði þingið aðeins staðið í 4 klst. og 7 mínútur. — Allir landsmenn voru sem þrumu lostnir og um heim allan vakti fregnin um þingrofið og kosn- ingarnar gífurlega athygli. Almenningur i Kanada gerði sér ekki ljóst, hvað hér væri á seiSi, eSa hver væri orsök þing- rofsins, en hún var i stuttu máli sú, aS íhaldsflokkurinn gagn- rýndi mjög stjórnina, frjáls- lynda flokkinn, fyrir sleifarlag- iS, sem væri á styrjaldarrekstri hennar. Og styrjöldin er ennþá aðal- deiluatriðið. Ekki hvort Kánada eigi að vera í stríði eSa ekki. Það var samþykt afdráttarlaust i kanadiska þinginu 6. september. Spurningin er, hvort stjórn Mac Kenzie King, forsætisráðherra, hefir gert þær styrjaldarráðstaf- anir, sem þjóðin getur sætt sig við, eða hvort auka á allar þess- ar ráðstafanir og fá öðrum i hendur framkvæmd þeirra. ÞaS var 18. janúar aS Mitchel F. Hepburn, forsætisráðherra i Ontario-fylki, lauk tveggja daga gagnrýni á King og bar fram vantrauststillögu í fylkis- þinginu í Ontario, sem var sam- þykt meS 44 atkv. gegn 10. Eftir þaS kom þingrof fyrst til um- ræSu meSal forvígismanna frjálslynda flokksins. Þ. 25. janúar hélt MacKenzie King stutta ræSu í þinginu og engar líkur til, aS nokkrar friS- artilraunir verSi gerSar aS svo stöddu ÞaS sé álitiS tilgangs- laust Itölsk blöS leggja áherslu á, aS ítalir hafi áhuga á aS taka ekki þátt í styrjöldinni, og muni þeir ekki breyta um stefnu í þessum efnum, nema eitthvaS gerist, sem geri þaS óhjákvæmi- legt. Deutsche Allgemeine Zeitung segir, í tilefni af ummælum Chamberlains í gær, um viS- ræSufund Hitlers og Mussolini, aS Chamberlain muni brátt komast að raun um, aS árang- urinn af fundinum sé alt annar en hann hyggur. beindi orSum sínum til stjórn- arandstæðinga. Komst hahn svo að orði, að ef gagnrýnin hefði aðeins veriS „persónulegt'" áht foringja þeirra, myndi hann hafa látiS hana eins og vind um eyru þjóta, en þegar hún var orSin aS „opinberri" skoSun stærsta fylkisins i Kanda, þá væri hann neyddur til þess að leggja málin undir dóm alþjóS- ar. Hann myndi til dæmis einnig hafa skírskotaS til þjóSarinnar, ef þaS hefSi komið i ljós i kosn- ingunum i Quebec 25. okt., aS meirihlutinn fylgdi Maurice Duplessis og væri andvigur þátt- töku Kanada i styrjöldinni. En þaS væri samt ekki á- stæSur sínar fyrir þingrofi, sem hann ætlaSi sér aS verja, því að þaS væri réttur æðsta embættis- manns rikisins, aS leita álits þjóSarinnar, hvenær sem væri. Hinsvegar er hætt viS því, aS frjálslyndi flokkurinn verði aS gefa einhverja skýringu á þvi, hversvegna þeir hafa „opnaS botnhlera rikisskútunnar" á svo óþingræSislegan hátt, eins og andstæSingar þeirra komast aS orSi, úr því aS þeir voru búnir aS láta i veðri vaka, aS þingið myndi verSa látiS taka allar striSsráSstafanir til grandgæfi- legrar endurskoSunar. ÞaS var engum efa undirorp- iS, aS kosningabarátta þessi yrSi fádæma harSsótt. ÞaS mátti skilja á ummælum dr. Roberts J. Manion, formanns íhalds- flokksins, er hann ávarpaSi sambandsþingiS meS nokkrum orðum, áður en þaS var röfið. Sagði hann þá, að MacKenzie King væri „óhæfur til að vera forsætisráðherra" og að styrj- aldarráðstafanir hans væri hvorttveggja í senn, „grátlegar og skoplegar". Aðalkrafa hans í kosningabaráttunni er sú, að komið verði á þjóðstjórn gáfuð- ustu og framsýnustu mannanna í landinu, kaupsýslumanna og iðnrekenda, og ekki tekið tillit til þess, hvaða stjórnmálaflokk þeir fylla. Þessi krafa mun vera vinsæl meðal kjósenda. Hún kom fram fyrir nokkurum árum, þegar kreppan var i almætti sínu, en var illa undirbúin og skipulögS. En þá var enginn stjórnmála- flokkur að baki þessari kröfu og hún átti engan dugmikinn formælanda. Varð hún því að engu. En nú á landið í styrjöld og þá er engu minni þörf á þvi, að stjórnin sé ekki um of háð nein- um sérstökum stjórnmálaflokki. Gegn þvi er það vörn MacKenzie Kings, að flokkur hans sé flokk- ur allra stétta og stjórn hans sé því raunverulega þjóðstjórn. Hann ræður kjósendum einnig frá „að skifta um reiSskjóta á miSju vaSinu" og leggja svo mikla ábyrgS á herðar mönnum, sem óreyndir eru i opinberu lifi. MacKenzie King hefir verið forsætisráSlierra i 14 ár, samtals þrisvar sinntim. Dr. Manion er nýr maSur á stjórnmálasviSi Kanada, þótt hann hafi fengist viS opinber mál, viS og við siSan 1917. Hann hefir veriS formaS- ur lhaldsflokksins í rúmt ár. Tyrkir róast Einkaskeyti frá United Press. London á hádegi. Fréttaritari United Press í An- kara símar, aS hann hafi átt við- tal viS einn af æSstu embættis- mönnum Tyrklands, sem hafi lýst yfir þvi, aS Tyrkir hafi ekki áhyggjur af liSsafnaSi Rússa i Kákasus, — Tyrkir hafi ekki ástæSu til aS óttast, aS Rússar geri árás á tyrknesk lönd. Páll Jónsson lögreglustjóri i Bolungarvik andaðist s. 1. laugardag. Hann var fæddur aS SeglbúSum i Skaftafellssýslu 17. febr. 1874, varS stúdent áriS 1900 og tók lögfræSipróf 1906. Stundaði málflutning í Kaupmannahöfn til ársins 1915, en fluttist þá hingaS til lands. Var skipaSur lögreglustjóri i Bolungarvik ár- iS 1934 og gegndi því starfi til dauSadags.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.