Vísir - 23.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 23.03.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR II/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaug'sson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 166 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Jafndægra- rabb. jþ ETTA mjakast furðanlega. Nú höfum við þraukað Þorrann og Góuna og kominn Einmánuður. Þessa dagana hef- ir farið fram aðalkappleikur milli Ijóssins og myrkursins. Keppendur voru jafnir í fyrra- dag. Nú hefir Ijósið sigrað og við þykjumst vita með vissu, að það hafi yfirhöndina, þang- að til á haustmótinu. Þetta hefir alt saman gengið rólega eins og vera ber í páskavikunni. Yfir- leitt ganga stórtíðindi rólega nú á dögum. Ríki eru undirokuð þegjandi og hljóðalaust og þyk- ir það lcurteisi. Jafnvel heims- styrjöldin mjakast áfram, eins og alt annað. Frakkar skutu niður spjald, sem Þjóðverjar höfðu sett upp þeim til stork- unar. Það var ekki tíðindalaust á vesturvigstöðvunum þann daginn. Og þá ekki heldur dag- inn þann sem 5 Englendingar börðust við 10 Þjóðverja og unnu frægan sigur. Það farast eins margir menn af umferðar- slysum í Englandi eins og á vig- stöðvunum. Og í New York og Chicago eru álíka margir myrt- ir. — Nú er sumuni farið að leið- ast þóf þetta. í Frakklandi hefir Daladier látið af stjórnarfor- ystunni. Það er talið, að Eng- lendingar séu eitthvað að hugsa um að stokka spilin að nýju. Og það undarlega er, að þessar þjóðir telja það elcki veildeika- merki, heldur styrkleikavott, að skifta um stjórnendur, eftir því sem henta þykir. Jafnvel á ófriðartímum er lýðræðinu ekki stungið svefnþorn í þess- um löndum. Á mestu háska- tímum er .skift um ríkisstjórn- ir, eins og fara gerir. Almenn- ingsálitið fær að njóta sín þótt barist sé upp á líf og dauða. Þessar þjóðir telja það örugg- ustu styrjaldarráðstöfunina, að reyna að hafa hæfustu menn- ina við völd, en bíta sig ekki endilega í það, að það skuli alt- af vera sömu mennirnir. Einræðisþjóðirnar liafa á þessu annað snið. Þar verða sömu stjórnarhöfuðin, meðan höfuðin sitja á stjórnendunum. Ekkert nema bylting getur los- að Rússa við Stalin eða Þjóð- verja við Hitler. Þessir menn trúa því máske sjálfir að þeir einir geti stjórnað. En hvað sem því líður, trúir allur almenn- ingur því. í einræðislöndunum trúa menn því, að þeir hafi á hverjum tíma bestu menn við forustu. í lýðræðislöndunum vita menn, að ef bestu menn- irnir eru ekki við völd, þá er altaf reynandi að fá aðra betri í staðinn. Þótt slíkar tilraunir séu taldar veikleikamerki út á við, eru þær taldar styrkleika- merki inn á við og þar við situr. Það er ekki gott að segja, hvorumegin við íslendingar stöndum i þessum efnum. Lík- lega er það einskonar jafn- dægraástand. Stjórnin, sem sit- ur, hefir að baki sér meiri þing- meirihluta en nokkur undan- farin ríkisstjórn hér á landi. Rannsóknir á íslenskum hveraleir í lækningaskyni Vidíal við Ki'istján IIauuei§íi§oii lækui. Kristján Hannesson læknir var meðal farþega á Gullfossi hingað til lands, en hann hefir dvalið síðustu fjögur árin á sjúkrahúsum erlendis, og kynt sér einkum gigtsjúkdóma og með- ferð þeirra. í fyrra skrifaði hann grein í Læknablaðið, sem mun hafa vakið allmikla athygli hjá þeim, er greinina lásu, en hún fjallaði um notkun íslensks hveraleirs, sem lækningarmeðals við gigtsjúkdómum. IHafði Kristján látið framkvæma rannsóknir á íslenskum sýnishomum, og skýrði frá árangri þeirra. Eini andstöðuflokkurinn hefir farið svo að ráði sínu, að allir sómasamlegir menn hafa skömm á honum. Vegna stjórn- arandstöðunnar gætu valdhaf- arnir þess vegna látið og leikið sér eins og jjeim sýndist. Gagn- rýni á gerðum stjórnarinnar verður þess vegna að koma frá síuðningsmönnum hennar. Þeir eiga að láta hana njóta sann- mælis. En þeir eiga ekki ein- ungis að segja á henni kost, heldur líka löst, alveg eftir því sem á stendur, hverju sinni. Það mun reynast svo, að þjóð- inni er það fyrir bestu, að vakl- hafarnir liafi hitann í haldinu, alveg eins þó þeir hafi sterkan þingmeirihluta. Þeir verða að vita, að þjóðin hefir augun á þeim, ef þeir hætta að halda sér til. — Það er af sumum talin goðgá, að hróflað sé nokkuð við þeiin, sem með völdin fara. Það eru einræðisraddirnar, sem þannig tala. En ef lokað er augunum fyrir þvi, sem aflaga fer, er lýð- ræðinu misboðið. Við höfum fengið sæmilega stjórn, eftir því sem um var að ræða. En við skulum varast að leiða hana í þá freistni, að láta sér til liug- ar koma, að alt sé leyfilegt, vegna þess, að stjórnarandstað- an sé öll 1 höndum vandræða- manna. Mestu lýðræðisþjóðir Vesturlanda láta undan þunga almenningsálitsins. Einræðið siglir á næstu báru, ef almenn- ingsálitinu er ekki haldið vak- andi. a FRÁ VESTMANNAEYJUM. JLíii með aíbrigð- um lítill. Frá fréttaritara Vísis. Vestm.eyjum í morgun. Undanfarna daga hefir verið hér hin mesta veðurblíða og hafa því allir bátar róið, en afli hefir verið með afbrigðum litill. Nokkrir bátar eru farnir að róa með net, en hafa ekki aflað neitt í þau heklur. Dragnótabát- arnir eru þeir einu, sem telja má, að hafi fengið sæmilegan afla. Loftur. Aðalíundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis var Iialdinn í Raðstofu iðnaðar- manna 14. þ. m. Fyrir fundinum lágu endur- skoðaðir reikningar sjóðsins fyrir árið 1939, sem birtir eru hér í blaðinu i dag, og voru þeir samþyktir í einu hljóði. Enn- fremur gerði formaður sjóðs- ins, hr. bæjarstjórnarforseti Guðmundur Ásbjörnsson, grein fyrir starfsenii sjóðsins á sið- asta ári. Gat hann þess meðal annars, að veitt hefðu verið 108 ný lán á árinu að upphæð kr. 1.297.150.00 og sparisjóðsinn- stæða hefði aukist um kr. 329.- 121.45. Stjórnarkosning fór þannig, að fyrverandi stjórnarmeðlimir þeir Guðmundur Ásbjörnsson, bæjarstjórnarforseti, .Tón Ás- björnsson, liæstaréttarm.fl.m., og Jón Halldórsson, húsgagna- smíðam., voru allir endurkosn- ir. — Ábyrgðarmenn létu í Ijósi á- nægju sína yfir velgengni sjóðs- ins og þökkuðu stjórninni vel unnið starf. Til fátæka heimilisins, afhent Vísi: Kr. 2.00 frá Dúddu og Gerðu. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 10 kr. gamalt áheit frá Eribos. Tíðindamaður Vísis hitti Kristján að máli, nokkuru eftir að liann steig af skipsfjöl, og inti hann eftir rannsóknum þessum, og lét hann blaðinu góð- fúslega eftirfarandi upplýsingar í té: Eins og flestum mun kunn- ugt hefir það lengi tíðkast, — eiginlega alt frá ómuna tíð, að menn notuðu hveraböð og leir- böð sér til hressingar og heilsu- bótar, og þótti þetta gefa góðan árangur. Grikkir og Rómverjar stunduðu þessi böð, og síðar fluttist þessi siður til annara landa Evrópu, svo sem Þýska- lands, Teckoslovakíu, Ungverja- lands og Frakklands, og fengu menn bót meina sinna við þess- ar lindir. Lengi vel gerðu menn sér enga grein fyrir í liverju þetta lá, og töluðu menn um „guðlegan anda“ (Brunnen- geist), sem hér væri að verki. Sá siður að nota Jiessa lækninga- aðferð við ýmsum sjúkdómum og sérstaklega gigtsjúkdómum, f hefir verið við lýði alt fram á þennan dag, og nú er svo komið að leir frá Tecltoslovakiu og , Ítalíu o. v. er útflutningsvara, * sem seld er til f jölda landa, t. d. til Danmerkur, og er hann not- aður þar í þessu augnamiði, að- allega til bakslra. Sá leir, sem hér um ræðir er mjög fíngerður, mjúkur og teygjanlegur og heldur vel í sér hita, og fellur þétt að hinum sjúka líkams- hluta, sem meðhöndla þarf. Auk þess telst hann radioauðugur (radioaktiv), en þó er það mis- munandi, alt eftir stöðum þeim, sem leirinn er tekinn á. Telja ýmsir að besti leirinn sé frá Pistyan, smáþorpi í Tecko- slovakiu. Með því að eg hafði aðstöðu til að kynnast þessum lækninga- aðferðum og árangri þeirra, kom mér í hug að nota mætli islenska hveraleirinn í sama augnamiði. Snéri eg mér þá til Sambands jslenskra samvinnu- félaga, og fékk fyrir milligöngu þess, sýnisliom af ferskum leir, sem eg lét í’annsaka á rannsókn- arstofu ríkisins í Kaupmanna- höfn, og varð árangurinn af því mjög æskilegur, enda reyndust sýnisliornin mjög fíngerð og teygjanleg og stóðu í því efni öðrum slíkum leir fyllilega á sporði. Sama eraðsegjaumhita- KRISTJÁN HANNESSON. miðlun leirsins, en það er þýð- ingarmikið atriði. Sjúklingar þeir, sem leirinn var notaður við fengu góðan bata, engu síð- ur en af Pistyan-bökstrunum. Sicilicium-sambönd, alumini- um-sambönd og brennisteins- sambönd voru aðalefnin í jæss- í HEILSULINDARSTÖÐ. um sýnisliornum, en auk þess ^ mörg efni önnur svo sem járn i og ýms saltsambönd. Radium reyndist hinsvegar ekkert, en þrátt fyrir það er ekki útilokað að leir geti verið radioaktiv hér iá landi, þótt bann hafi ekki reynst það á þeim stað, sem sýnishornin voru tekin frá. Hefi eg frétt um radioauðugan leir hér á landi, en það mun alt verða rannsakað á sínum tíma, og ; bafa eflaust einhverjar athug- anir verið gerðar auk þeirra, sem mér er kunnugt um. Hér á landi mun vera allmik- ið um gigtsjúkdóma af ýmsu lagi, enda þótt mér sé ekki um það fullkunnugt, en óblítt veð- urfar og illur aðbúnaður styður að því að framkalla slíka sjúk- dóma, að því er alment er talið. Hér á landi er ekkert liæli fyrir gigtsjúkt fólk, en þess mun þó vera full þörf, og ætti þá að at- huga livort ekki væri Iieppilegt og sjálfsagt að nota hinar ís- lensku heilsulindir og heilsu- meðul þ. á. m. hveraleðjuna, sem þegar hefir reynst vel. Hefi eg lnigsað mér að nota sumarið til þess að athuga þetta mál eitt- bvað nánar eftir því sem tími og aðstaða leyfir. Skíðavikan á ísafirði. -O-- Fjöldi þátttakenda úr Reykjavík. Til Isafjarðar og Akureyrar fór fjöldi farþega með Esju, á skíðavikuna og landsmótið. Var talið, að á fjórða hundrað manns hefðu tekið þátt í för- inni. Frétlaritari Vísis á Isafirði Ármann Dalmannsson setti mótið með fáeinum orðum á skírdag fyrir hönd mótsstjórn- arinnar, en síðan hófst kepni í svigi og bruni fyrir unglinga. Fyrst var kept í svigi fyrir drengi 13—15 ára og voru keppendur alls 36 að tölu. Þeir þrír, sem fyrstir urðu, eru frá félaginu „Sameining“ frá Ólafsfirði. Þá var kept í svigi fyrir drengi 10—12 ára og voru þar 18 keppendur. Sigurvegarinn var frá Skíðafélagi Siglufjarð- ar, annar maður frá Samein- ingu, Ólafsfirði, og sá þriðji frá íþróttaráði Akureyrar. Að því búnu var kept í svigi fyrir drengi yngri en 10 ára og voru keppendur þá 13. Voru all- ir drengirnir nema einn frá Ak- ureyri og áttu Akureyringar 3 þá fyrslu. Síðan hófst kepni i bruni og voru alls 52 þátttakendur í því. I eldri flolcknum, 13—15 ára, voru keppendur 34. Þar voru þrír þeir fyrstu allir frá Ólafs- firði. I yngri flokknum, 10—12 ára, voru keppendur 18. Þar áttu Siglfirðingar fyrsta og þriðja, en Ólafsfirðingar þann sem var ; annar. A morgun verður kept í bruni og svigi karla og kvenna, en á . annan páskadag verður kept í stökkum. Verður þar kept í í tveim flokkum, fyrir 20—32 ; ára og 17—19 ára. ! Að undanförnu hefir verið Guðrún Þorkelsdóttir verslunarstjóri andaðist í gær að lieimili sínu hér í bænum. Hafði hún átt við vanheilsu að stríða síðuslu árin, og þótt hún leitaði lækninga liérlendis og erlendis, fékk hún enga bót meina sinna. skýrir svo frá, að ferðin vestur liafi gengið að óskum, — var sléttur sjór að heita mátti og engin sjóveiki. Reykvíkingar hafa notað þá Ivo daga, sem þeir hafa dvalið á Isafirði, til skíðaferða um ná- grennið, og svo munu þeir einn- ig gera í dag og næstu daga. Fara l>eir yfirleitt í smáhópum og hafa ísfirska leiðsögumenn.. j Flestir dvelja í hinum nýja skiðaskála Isfirðinga, en aðrir í sumarbústöðum, eða hjá lcunn- ingjum á ísafirði. I gærkveldi var kvöldvaka haldin i skiðaskálanum. Ólafur Guðmundsson formaður skíða- félagsins á ísafirði hélt ræðu, en því næst skemtu þrjár stúlk- ur með söng, skátar með söng og leikjum, og hljómsveit lék undir stjórn Karls Runólfsson- ar. — Veður hefir verið gott á ísa- firði, en sólarlaust, og er svo einnig í dag. öllum þátttalcend- um líður vel, enginn hefir veikst eða meiðst, og var Vísir beðinn að flytja aðstandendum skíðafólksins hér í bænum kær- ar kveðjur ásamt þessari frá- sögn af ferðinni. krap og þíðviðri, en nú er frost og útlit fyrir batnandi færi. Rússar hafa tek- ið við Hangö. 5000 manna setuliö. Einkaskeyti frá United Press. K.höfn í morgun. Rússar tóku við Hangö í gær. Finska setuliðið fór þaðanfylktu liði, þegar lokið var að fullu brottflutningi ibúanna en rúss- neskar hersveitir fóru inn í borgina. Viðbótarlið er væntan- legt í dag og ætla menn, að Rúss- ar muni liafa þarna 5000 manna setulið. Fer Molotov til Berlin ? Einkaskeyti frá United Press. K.höfn í morgun. Fregnir þær, sem borist liafa um, að Molotov forsætis- og ut- anríkismálaráðherra Sovét- Rússland, sé væntanlegur til Berlínar, með hóp stjórnmála- og hermálasérfræðinga, eru ekki taldar hafa við rök að styðjast í Berlín. Fregnir hér að lútandi hafa verið birtar í útvarpi og blöðum fjölda landa. Landsmóf skíðamanna liefst á Akureyri i dag Unglingamót fór fram á skírdag. Landsmót skíðamanna, sem að þessu sinni fer fram hjá Akur- eyri, hélt áfram í dag kl. 1.30 eftir hádegi. Hófst þá 15 og 18 km. skíðaganga í tveim flokkum. — Mótið var sett á skír- dag og fór þá fram sá hluti þess, sem er fyrir unglinga alt að 15 ára. Mótið fer fram á svonefndum Miðhúsaklöppum, sem eru fyrir ofan og sunnan Akureyri. Er þangað 20—30 mín. gangur úr bænum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.