Vísir - 23.03.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 23.03.1940, Blaðsíða 1
Ritst jóri: 1 KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. RÍötet jórnarskrifstof ur: FélagsprentsmiÖjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 23. mars 1940. 68. tbl. Poul Reynaud hefir myndað stjórn í Frakklandi. S4jorifiiiiiis vel WakklandL i tekið Bret- landi ogr II. S. A. EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun. Þegar Daladier, fyrrverandi forsætis- og hermála- ráðherra Frakklands haf ði f ærst undan beiðni Lebruns ríkisforseta að mynda nýja stjórn, sneri Lebrun sér til Poul Reynaud, f jármálaráðherra Ðaladierstjórnarinnar, og bað hann að taka að sér stjórnarmyndun. Félst Reynaud á, að taka hlutverkið að sér. Þótti hann manna líklegastur til þess að mynda nýja, sterka stjórn skjótlega, enda leið ekki á löngu, uns hann gat tilkynt Lebrun, að hann hef ði ráðherralistann tilbúinn. Reynaud er kunnastur fyrir hina aðdá- unarverðu fjármálastjórn sína, en honum er manna mest að þakka hin f járhagslega viðreisn í Frakklandi. Stjórnin er mynduð með þátttöku flestra stjórnmála- flokka landsins og m. a. eiga jafnaðarmenn 3 aðalráð- herra í stjórninni og 3 aðstoðarráðherra. Leon Blum, leiðtogi socialista, hafnaði þátttöku í stjórninni. Rey- naud er f orsætis- og utanríkismálaráðherra og Daladier þjóðvarnarmála og hermálaráðherra. Alls eiga 22 ráð- herrar sæti í stjórninni, þar af 12 sem voru í Daladier- stjórninni og gegna 10 þeirra sömu embættum og áður- Innan stjórnarinnar verður starf andi sérstök styrjaldar- nefnd eða stríðsstjórn, sem 8 menn eiga sæti í, og kem- urnef ridin saman þrisvar í viku og oftar, ef þörf kref ur. Einnig sérstök nefnd, sem hefir f járhags og viðskifta- málin til meðferðar. Þykja allar þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið benda til þess, að Frakkar séu stað- ráðnir í, að herða á öllum framkvæmdum, til þess að vinna sem skjótastan sigur í styrjöldinni. Hefir og gagn- rýni sú, sem fram hefir komið í Frakklandi að undan- förnu átt sinn þátt í að stjórnarskiftin urðu. Hinni nýju stjórn er ágætlega tekið í Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Það er talið, að Reynaud hafi unnið mikinn stjórnmálalegan sigur með myndun stjórnar sinnar, einkanlega með þvi að sannfæra 10 ráðherra og tvo undirráðherra, sem tilheyra róttæka flokknum (radical-so- ciálista flokknum), að það væri skylda þeiri'a að halda kyrru fyrir í stjórnínni. Samkvæmt Parísarfregnum er Paul Reynaud forsætis- og utanríkismálaráðherra, Camille Chautemps varaforsætisráð- herra, Eduoard Daladier þjóð- varna- og hermálaráðherra, Henri Roy innanríkisráðherra, Lamoureux fjármálaráðherra, Georges Monnet hafnbanns- málaráðherra, Georges Mandell nýlendumálaráðherra, Campin- chi flotamálaráðherra, Rio sigl- ingamálaráðherra, Laurent Ey- nac flugmálaráðherra, Frossart upplýsingamálaráðherra (nýtt embætti). — Meðal undirráð- herranna er Campetier de Rib- es.— Allir flokkar taka þátt í stjórninni, nema hægri flokk- urinn. Leon Rlum hafnaði boði um sæti í stjórninni á þeim grund- velli, að hann vildi halda áfram að veita flokki sínum (jafnað- arm.) forstöðu og stjórna blaði sínu (Populaire). — Stjórnar- Reynaud. skifti eru framhald á þeirri stefnu, sem tekin var með að heita Finnlandi fullum stuðn- ingi, þ. e. að gera alt, sem unt er, til þess að leiða styrjöldina til skjótra lykta með sigri Randamanna. Stjórninni hefir hvarvetna verið vel tekið nema í Þýska- landi. Kemur sú skoðun víða fram, að stjórnarskiftin sýni stjórnmálalega einingu og festu. Rlöðin kalla Reynaud hinn gáfaða, úrræðagóða og djarfa stjórnmálamann, sem hafi þegar sýnt alla þessa kosti og sé honuni manna best trú- andi til þess að fara með stjórn landsins á vfirstandandi tímum. Fréttarítari On ted Press heimsækir Sylt-eyjn. TjöniS af loftárásinnl lítií. Einkaskcyti frá United Press. K.höfn í morgun. I loftárás Breta á eyjuna Sylt á þriðjudagskvöld varð lítið tjón. Sprengikúlur komu ekki niður á önnur hús en sjúkrahús- ið og nokkurt tjón varð á öðrum stöðum. Hindenburggarðurinn er óskemdur, loftskeytaturnar, og „hegrar", sem notaðir eru til þess að lyfta flugbátum og færa þá til, eru óskemdir. Þetta hefir fréttaritari United Press sann- f ært sig um í eigin heimsókn til eyjarinnar. Þýsk blöð neita ákaft fregn- um þeim, sem breska útvarpið og blöðin flytja um tjón af völd- um loftárásarinnar á Sylt-eyju. Vísa þau til fregna hlutlausra fréttaritara í Þýskalandi, sem þau telja réttar í öllu. TILKYNNING ÞJÓÐVERJA UM LOFTÁRÁSINA Á SYLT. S.l. þriðjudagskvöld kl. 19,57, 20,58 og 21,16 reyndu breskar flugvélar að gera loftárás á eyj- una Sylt Vegna skothríðar Þjóðverja á flugvélarnar tókst Englendingum ekki að valda neinum skemdum, nema á einu húsi, sem kviknaði í. Er auðsjáanlegt, að þessi ferð hefir aðeins verið farin með á- róðursstarfsemi fyrir augum, til ÍTALSKT SKIP 1 NAUÐUM STATT NÁLÆGT FÆR- EYJUM. Á skírdag barst Gnðnt. V^ilhjálmssyni, framkv.stjóra Eimskipaféi. Islands, skeyti crá útgerðarfélagi í Neapel, wohljóðandi: Eimskip vort Verbani er í nauðum statt n.br. 61.35 v.l. 3.50, ef getið sent að- stoð sendið skipstjóranum loftskeyti. Engin af skipum Eim- skipafélagsins eru á þessum slóðum, en fregn um þetta var lesin upp í útvarpinu, og hafi íslenskir togarar verið á þessum slóðum, má gera ráö fyrir, að þeir hafi fengið fregnina. Sennilegt er, að skipið hafi náð sambandi við önnur skip, því að bresk herskip eru tíð- um á sveimi í nánd við Fær- eyjar. — þess að láta mönnum úr minni Kða hina eyðileggjandi loftárásum eyðileggingu hans Þjóðverja á Scapa Flow þ. 16.1ausu lofti gripnar. þ. m. Þetta álit styrkist mjög af þvi, að enska útvarpið og Reuter fóru strax að tala um hinn mikla árangur árásarinn- ar, meðan hún stóð ennþá yfir, þótt sannleikurinn væri sá, að loftvarnir Þjóðverja vísuðu henni alveg á bug. Það er nú orðið fullsannað, að þrjár breskar flugvélar voru eyðilagðar. Ein sprengjan eyði- lagði sjúkrastól á hermanna- sjúkrahúsi, en gerði ekkert frekara tjón. Nokkrar sprengj- ur féllu á engi. Fréttaritarar blaða hlutlausra þjóða fengu á fimtudag tæki- færi til þess að skoða Sylt-eyj- una og gátu þeir þá komist að raun um sannleiksgildi ensku fréttanna. Sérstaklega rann- sökuðu blaðamennirnir Hinden- burggarðinn, sem Rretar kváð- ust hafa skemt. ítalskt blað skrifar háðslega í því tilefni, að annaðhvort hafi Þjóðverjar endurbygt á 36 klst. þenna garð, sem tók ár að byggja, eða fullyrðingar Rreta úr se Fréttatilkynning frá Póststofunni. Undirbíningur flugsam- bands milli Ameríkn og Norðnrlanda. Að undanförnu hafa öðru hvoru birtst fréttir í blöðunum um væntanlegt póstflug milli Ameríku og Norðurlanda um ísland. Fréttir þessar hafa verið gripnar mjög úr lausu lofti, að minsta kosti að því er viðkomu á fslandi snertir. Hið raunverulega í þessu máli er það, að póststjórnir Norðurlanda og flugfélögin í þessum löndum sendu fyrir nokkru nefnd manna vestur um haf, til þess að rannsaka mögu- leika fyrir því, að koma á beinu flugsambandi um Norður-At- lantshaf milli Ameríku og Norðurlanda. ísland fékk á síð- ustu stundu einn fulltrúa í nefndina, sem var Vilhjálmur Þór. Nefndarmennirnir eru nú sumir komnir heim aftur til Norðurlanda, en aðrir munu vera á leiðinni. Eftir heimkomu þeirra verður svo mál þetta tek- ið til meðferðar á póststjórnar- fundi Norðurlanda, sem haldinn verður í Oslo í næsta mánuði, og mun póst- og símamálastjóri Islands mæta þar fyrir fslands hönd. Af störfum fulltrúanefndar- innar, sem var send til Ameríku til að leita hófanna þar, hefir vitanlega ekkert verið birt, enda ekki viðeigandi, þar sem málið er ekki enn þá komið á þann rekspöl, að um nokkrar niður- stöður geti verið að ræða og hvorki póststjórnirnar né flug- félaga-stjórnirnar hafa ennþá, sem skiljanlegt er, fengið skýrslu frá sendinefndinni. Stj ópnapmy ndun 1 landi mnn flýta fypii* b^eyt- ingum á bresku stjórninni, EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London, í morgun. f London er talið, að stjórnarskiftin í Frakklandi muni flýta fyrir því, að breytingar verði gerðar á skipan bresku stjórnar- innar, en orðrómur hefir gengið um það, að upp úr páskum megi vænta tíðinda um þetta, en þó ef til vill ekki fyrr en þingið kem- ur saman ef tir páskafríið 2. apríl. Víst er, að þeir, sem vilja knýja fram breytingarnar vinna að því af meira kappi en áður. Vilja þeir að mynduð verði sterk, skjótráð stríðsstjórn, og farið að dæmi Frakka, að miða alt við, að fullnaðarsigur vinnist sem skjótast í styrjöldinni, en hverfa frá þeirri stefnu. að fara sér hægt og „bíða og sjá hvað setur". Það er talíð líklegt, að reynt verði að fá alla helstu flokka til þáttöku í stjórn landisns, eins og í Frakklandi. Víst er, að Attlee, leiðtogi jafnaðarmanna, og Sir Archibald Sinclair, lciðtogi frjáls- lyndra manna í stjórnarandstöðu, hafa lofað að koma með litl- um fyrirvara í nr. 10 Downing Street yfir páskana, ef kallað verð* ur á þá. Ætla menn, að þeim verði boðin sæti í stjórninni. Bretar óttast tfða loft- bardaga það sem eftir er styrjaldarinnar-- Óvanalega mikið brottstreymi frá London og öðrum bæjum um páskana. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. í Bretlandi búast menn alment við því, að loftbardagar færíst nú mjög í aukana, og að það sem eftir er styrjaldarinnar megi búast við því, að loftorustur verði að, kalla daglegir viðburðir. Mun hér vafalaust valda nokkuru um, að menn búast við að Þjóðverjar reyni að hefna hinnar miklu loftárásar á Sylt-eyju, enda hefir verið óvanalega mikill straumur fólks frá London og öðrum borgum Bretlands um páskana. Það er nú kunnugt orðið, að 49 breskar flugvélar tóku þátt í loftárásinni á Sylt-eyju, og ljósmyndir, sem teknar hafa verið í könnunarflugferðum, eftir að loftárásin var gerð, sýna, að mikl- ar skemdir hafa orðið, olíugeymar, hermannaskálar, birgða- skemmur og fleira hefir eyðilagst og brunnið, og skemdir hafa orðið á flugbáta-dráttarbrautum og járnbrautum. 5 la skotiS i kif i strendiir Dnierkir London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Samkv. tilkynningu breska flotamálaráðuneytisins hefir breskur kafbátur sökt 5000 smálesta þýsku flutningaskipi, Hedenheim. Var það á leið frá Narvik i Noregi til Þýskalands með málmgrjót. Skipinu var sökt við strendur Danmerkur. Skipshöfnin fékk frest til þess að fara í bátana og komst hún heilu og höldnu til lands í Dan- mörku og var á heimleið til Þýskalands, er siðast fréttist. 1 Bretlandi er lögð áhersla á, að kafbátsskipshöfnin hafi stranglega fylgt ákvæðum al- þjóðalaga og samþykta um sjó- hernað og gefið skipshöfninni nægilegan frest til þess að yfir- gefa skipið. Allar fréttabirtingar um á- kvarðanir eða niðurstöður í þessu mikilsverða máli, eru því ennþá lítið annað en ágiskanir eða spádómar um það, sem menn vilja að verði. Og enda þótt eitthvað kunni að verða úr flugsambandinu, þá er samt því miður mjög óvíst að viðkoma fáist á ísIandL 3 innbrot í nótt. Þrjú innbrot hafa verið fram- in nú um bænadagana. Innbrotin voru framin á þess- um stöðum: í kaffihúsið París, Skólavörðustig 3, og var þar stolið um 25 krónum og ein- hverju af sælgæti, í verslun á Reykjavíkurvegi 5, Skerjafirði, þar sem stolið var sælgæti og í skósmíðavinnustofu á Vitastíg, þar sem stolið var um 70 pör- um af skóreimum og einhverju af skiftimynt. Rannsóknarlögreglan hefir þessi mál til meðferðar. Húsmæðrafélag- Reykjavíkur hefir í hyggju aÖ halda basar í byrjun apríl til ágóÖa fyrir efnalitl- ar konur og börn. Væntir stjórn fé- lagsins, að félagskonur og aðrir vél- unnarar félagsins styrki basarinn með gjöfum. Þeir, sem eitthvao' vildu láta af hendi rakna, eru vin- samlega beðnir að snúa sér til ein- hverrar undirritaðra: Formanns basarnefndarinnar frú Jónínu GuÖ- mundsdóttur, Barónsstíg 8o, sími 4740, frk. Maríu Maack, Þingholts- stræti 25, sími 415, frú Krist'mar Sigurðardóttur, Bjarkargötu 14, sími 3607, frú Maríu Thoroddsen, Fríkirkjuveg 3, sími 3227, Soffíu Ólafsdóttur, Skólavör'ðustíg 19. Aðalfundur sjálfstæÖiskvennafélagsins Hvöt, veríSur haldinn í Oddfellowhúsinu á miðvikudaginn kemur, og hefst kl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.