Vísir - 04.04.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 04.04.1940, Blaðsíða 2
•%r\: • VlSIR AUherjarnefnd ber fram nýja tiliOp varðandi flokksstarfsenú, sem er isamrýmaBleg ðryggi rfkisins-- Átökin um þingsályktunartillögu þeirra Jónasar Jónssonar, Pétur Ottesens og Stefáns Jóh. Stefánssonar félagsmálaráðherra, varðandi flokksstarfsemi, sem er ósamrýmanleg öryggi ríkisins, vekja að vonum allmikla athygli manna á meðal. VI DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsslræti). Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hámark ósvífninnar. JJ ERMANN JÓNASSON for- sætisráðherra hélt útvarps- ræðu á árshátíð blaðamanna i vetur. Hann gerði stjórnarsam- starfið að aðalumræðuefni sínu, dró fram það, sem orðið gæti því til styrktar og benti jafn- framt á það, sem orðið gæti því að falli. Meðal þess, sem ráð- herrann taldi samvinnunni hættulegt, voru hvatvíslegar blaðaárásir. Nefndi ráðherrann nolckur dæmi máli sínu til sönn • unar og játaði af fullri hrein- skilni, að hans eigið blað hefði orðið sekt í þessu efni. Menn höfðu vænst þess, að Tíminn léti sér eitthvað segjast við þessa áminningu forsætisráðlierra. En það er engu líkara en að Tíman- um sé það kappsmál, að gera ráðherrann ómerkan þeirra orða, sem liann mælti í áheyrn alþjóðar. Árásir þær, sem birtast á fjármálaráðherra í síðasta tbl. Tímans, eru svo ósvífnar, að Iengra verður ekki jafnað. Fjár- málaráðherra ber fram frum- varp á Alþingi um heimild til að lækka ýms lögbundin út- gjöld um 35%. Hann hefirátttal um málið við starfsbræður sína í ríkisstjórnnni og telur að um það sé fult samkomulag. Tím- inn hirðir ekki um að kynna sér málið. Hann sér það eitt, að meðal þeirra gjalda, sem til mála getur komið að lækka „ef nauðsyn krefur“, er styrkur til jarðræktar og bygginga í sveit- um. Þessi varúðarráðstöfun heitir á máli Tímans „barátta fjármálaráðherrans gegn land- búnaðinum“. Nú vita það allir menn, að þessi heimild verður því aðeins notuð, að ekki sé fé fyrir hendi. Menn vita það enn- fremur, að líkindi eru til að framkvæmdir á þessum liðum verði minni en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Hér get- ur því ekki verið um neina „bar- áttu“ að ræða við landbúnaðinn, nema því aðeins, að Tíminn telji styrjaldarástandið, með allri þeirri fjármálaóvissu, sem því fylgir, árás á íslenskan landbún- að! I fljótfærni sinni og heimsku lætur Tíminn sér sjást yfir það samkomulag, sem fengið er um málið. Blaðið leitar engra upp- lýsinga um það, sem fjármála- ráðherra hefir sagt. Það slær því föstu, að allur Framsóknar- flokkurinn muni beita sér á- kveðið gegn tillögunum, án þess að kynna sér hvort ráðherrar flokksins standa að þeim eða ekki. Svona hegðar blað forsætisráð- herra sér, fáeinum vikum eftir að það hefir fengið opinbera á- minningu frá honum sjálfum. Mönnum er spurn: Er þessu blaði eitthvað í nöp við forsæl- isráðherra ? Er það að reyna að ná sér niðri á honum fyrir á- minninguna? Árásir blaðsins voru með öllu órökstuddar, hver sem í hlut átti. Hér átti að ná sér niðri á ráðherraísamstarfsflokki þeirr- ar stjórnar, sem blaðið þykist styðja. Það var gerð tilraun til að rægja liann á ósvífnasta hátt. En þó færist skörin fyrst upp í bekkinn, þegar sýnt er, að árás- in er jafnframt gerð á ráðherra þess flokks, sem gefur blaðið úí. Blaðaskrifin geta spilt sam- starfinu, sagði forsætisráðherra alveg réttilega. Það er ekki hægt að hugsa sér freklegri tilraun til að spilla samstarfinu, en þá, sem Tíminn hefir hér gert sig sekan í. Blaðið ræðst ekki ein- ungis aftan að samstarfsráð- herra, heldur sínum eigin. Hér skal engu um það spáð, livaða afleiðingar þetta skrif og önnur slík kann að hafa. En það er ekki til neins fyrir Tímann að reyna að fá nokkurn mann til að trúa því, að lionum sé ant um samstarfið, eftir það sem fram hefir komið. Hér er um að ræða hámark þeirrar ósvífni, sem liugsanleg er, meðan unnið er saman að stjórn Iandsins. a 12 ára drengur brenn- ist í Hveragerði. Dóttursonur Helga Árnason- ar, sem eitt sinn var dyravörður í Safnahúsinu, brendist allmikið í gær á hægra fæti, með því að hann steig í hver austur í Hvera- gerði. Drengurinn, sem er 12 ára gamall, var að snúast eitthvað inni í skýli, sem gufuböð eru tekin í, en gufan kemur upp um grind í gólfinu og er hverinn þar undir. Mun grindin hafa reist á rönd og stakst hægri fótur drengsins á kaf í sjóðandi vatnið, langt upp á læri. Búið var um sárið til bráða- birgða eystra og lagt af stað með drenginn í vörubíl suður, en sjúkrabifreið lagði af stað frá Reykjavik til móts við hann. Var drengurinn fluttur í Lands- spítalann og leið þar eftir von- um í nótt. * Það verður að teljast slæm- ur úlbúnaður í gufubaðsklefan- um, að liafa grindina, sem er yfir hvernum, ekki ramlega festa, til þess að komast hjá slysum. Til umbóta á hinum mjög léttvæga rökstuðningi fyrir upptöku hæri handar umferð- ar í greinargerðinni fyrir „frumvarpi til umferðarlaga“, hefir vegamálastjóri í Morgun- blaðinu 27. mars gert ítarlegri grein fyrir ástæðunum til þess- arar breytingar. Hann hefir þar tvær ástæður fram að færa, en svo einkennilega vill til, að báðar þessar ástæður, nánar at- hugaðar, mæla einmitt með vinstri handar umferð, og það þótt eigi sé tekið tillit til þess, að við erum orðnir henni vanir, og hún þvi nú orðin töm öllum mönnum, sem við akstur fást. Fyrri ástæðan er þessi (orð- rétf eftir vegamálastjóra í Mbk, en leturbreytingar gerðar af mér) : Það liggur í augum uppi, að í því liggur margskonar hætta, að hafa aðrar um- ferðarreglur en tíðkast með- al þjóða, sem við höfum mestar samgöngur við. Hing- að koma æðimargir með bíla á sumrin á friðartímum, og aka þeim hér. Svo virðist, sem viðhorf ein- stakra þingmanna til tillögunn- ar séu gerólik, og fer það ekki eftir flokkum innan þingsins, svo sem ræða Vilmundar Jóns- sonar, sem hér birtist nýlega í blaðinu, bar vitni um. Tillaga þeirra þremenning- anna, sem upptökin áttu i máli þessu, hefir sætt hinni mestu gagnrýni, og hefir allsherjar- nefnd nú fjallað um málið og borið fram tillögu til úrlausnar, og eru þær þá þrjár tillögurn- ar, sem fyrir liggja. Almenningi til leiðbeiningar skulu tillögur þessar birtar, eins og þær liggja nú fyrir, og má þá sjá hverjar breytingar hafa verið á þeim gerðar frá þvi er þær komu fyrst fram í þinginu. 1. Till. Jónasar Jónssonar, Péturs Ottesens og Stefáns Jóh. Stefánssonar frnrh.: Sameinað Alþingi ályktar að lýsa því yfir, að það telur ekki viðunandi, að þeir menn gegni trúnaðarstörfum fyrir þjóðfé- lagið, eða sé sýndur vottur um sérstakt traust og viðurkenn- ingu ríkisins, sem vitanlegt er um að vilja gerbreyta þjóð- skipulaginu með ofbeldi, koma íslandi undir erlend ríki, standa i lilýðnisaðstöðu um íslensk landsmál við valdamenn í öðr- um þjóðlöndum eða vinna á annan liátt gegn fullveldi og hlutleysi ríkisins, svo sem með því að starfa í pólitislcum félög- um með einræðisskipulagi, sem er ósamrýmanlegt efni og anda stjórnarlaga í lýðfrálsum lönd- um. 2. Till. Vilmundar Jónssonar, Árna Jónssonar og Bergs Jóns- sonar: 1. Tillögugreinin orðist svo: Alþingi álylctar að fela ríkis- stjórninni að láta fara fram at- liugun á því, hvernig liið ís- lenska lýðræði fái best fest sig Af öllum þjóðum heimsins, eða að minsta kosti af öllum stórþjóðum heimsins, eru það vafalaust Bretar, sem við höf- um mestar samgöngur við og svo mun þetta vafalaust verða í allri fyrirsjáanlegri framtíð. Þeir eru einnig líklegastir fil þess að koma hingað til skemti- ferða með sina eigin bíla. En nú eru það einmitt Bretar, sem hafa vinstri handar akstur og munu sennilega eldci breyta þeirri reglu. Þessi röksemd vegamálastjóra er því svo langt frá því að ná tilgangi sínum, að mæla með hægri handar akstri, að hún einmitt styður vinstri handar aksturinn. Annars er það vissulega at- hugunarvert, hvort leyfa beri yfirleitt erlendum bílstjórum að aka hér, bæði vegna þess að rétt er að hlynna að atvinnu innlendu bílstjóranna, og eigi síður vegna hins, að erlendir hílstjórar, sem ókunnir eru veg- um hér, en vanir miklu breið- ari og betri vegum, verða ávalt óvissari heldur en þeir inn- lendu. Svo mikið er einnig víst, í sessi og varist jafnt áróðri sem undirróðri ofbeldisflokkanna og annara andstæðinga lýðræðis- skipulagsins, með sérstöku til- liti til þess, að einstökum mönn-' um, stofnunum, félögum eða flokkum haldist ekki uppi að nota sér réttindi lýðræðisins til að grafa undan þvi og siðan tortíma því, en jafnframt með sem fylstu tilliti til þess, að lýð- ræðið beiti jafnan þeim aðferð- um sér til varnar, er sem best fái samrýmst anda þess og þvi, að ekki leiði til þess, að það verði sér sjálfu að falli. Athug- unum þessum verði lokið fyrir næsta Alþingi og svo_ frá þeim gengið, að þær geti orðið undir- staða löggjafar um þessi efni, ef tiltækilegt þykir. í sambandi við þetta láti ríkisstjórnin end- urskoða ákvæði íslenskrar lög- gjafar varðandi landráð og leggi niðurstöður sínar fyrir næsta Alþingi. 2. Fyrirsögn tillögunnar orð- ist svo: • Tillaga til þingsályktunar um undirbúning löggjafar og ann- ara ráðstafana til verndar lýð- ræðinu og öryggi ríkisins. 3. Till. allsherjarnefndar, eft- ir athugun á báðum ofangreind- um tillögum: Allsherjarnefnd leggur til að nafn tillögunnar verði: „Tillaga til þingsályktunar um ráðstafanir til verndar lýð- ræðinu og öryggi ríkisins og undirbúning löggjafar í því efni.“ Sjálf tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að lýsa því ■yfir, að það vænti þess, að ríkis- stjómin og önnur stjórnarvöld hafi vakandi auga á landshættu- legri starfsemi þeirra manna og samtaka, sem vinna að því að kollvarpa lýðræðisskipulaginu með ofbeldi eða aðstoð erlends ríkis eða að því, að koma land- að útlendir ferðamenn hafa oft látið þess getið, live íslenskum bílstjórum fari aksturinn á okkar misjöfnu vegum vel úr hendi. Hið eina stórkostlega ökuslys, sem skeð hefir liér á landi (Tungufljótsslysið, þegar þrjár konur druknuðu) virðist kvað helst hafa orsakast af því, að hinn útlendi maður (dansk- ur), sem stjórnaði akstrinum, var eigi vel kunnugur veginum og líklega óvanur að aka á okk- ar vegum. Síðari ástæðan, sem vega- málastjóri ber fram, er eldci Iaus við að vera dálítið spaugi- leg og því leyfi eg mér einnig að tala um hana bæði í gamni og alvöru. Orðrétt kemst vega- málastjóri svo að orði (letur- brey tingar gerðar af mér): til útlanda, þar sem aðrar reglur eru í gildi en hér, þá er ekki að eins Iiætta fólgin i því fyrir landa, sem þar aka bifreiðum eða öðrum farar- tækjum, að þurfa að hlíta ó- venjulegum reglum, það get- ur alt eins verið hættulegt fyrir þá, sem fara þar fót- gangandi um göfur og torg. Ef við segjum upp hinum sameiginlega þegnrétti, sem við höfum í Danmörku, þá hygg eg að við þurfum ekki að gera ráð fyrir því, að íslenskum bíl- stjórum verði nokkursstaðar inu undir erlend yfirráð, svo og hverra þeirra annara, er ætla má að sitji á svikráðum við sjálf- stæði ríkisins, enda beiti ríkis- stjórnin öllu valdi sínu til vernd- ar gegn slíkri starfsemi. Jafnframt ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að láta fara fram athugun á því, hvemig hið íslenska lýðræði fái fest sig sem best í sessi og varist með, lýð- ræðisaðferðum jafnt áróðri sem undirróðri ofbeldisflokka og annarra andstæðinga lýðræðis- ins. Ennfremur láti ríkisstjórnin endurskoða ákvæði íslenskrar lögggjafar um landráð. Athug- unum þessum verði lokið fyrir næsta Alþingi og svo frá þeim gengið, að þær geti orðið undir- staða löggjafar um þessi efni.“ Elinborg Lárusdóttir: FÖRUMENN II. Efra-Ás-æítin Reykjavík 1940. H.f. Félagsprentsmiðjan. Frú Elinborg Lárusdóttir gerist ærið afkastamikil við rit- störfin. Nú er nýkomið út ann- að bindi Förumanna, litlu minna en liið fyrra, og mun hún að mestu leyti hafa lokið við samningu á þriðja og síð- asta bindi verksins, sem kemur sennilega út áður en Iangt um líður. Þetta bindi fjallar aðallega um Efra-Ás-ættina, og þá sér- staklega um Þórgunni, dóttur Þórdísar á Bjargi, sem gefin er nauðug auðugum manni. Er þar lýst erfiðleikum og baráttu hinnar ungu húsmóður, en lienni kippir í kynið, hún lield- ur uppi rausn við gest og gang- andi, bætir stórlega viðurgern- ing hjúanna, þrátt fyrir nísku og slettirekuskap tengdaföður leyft að aka, hvorki á Englandi né á fastalandi Evrópu, og það alveg án tillits til þess til hverr- ar handar hér er lögleitt að víkja. Það kynni þó að ske, að íslenskum bilstjórum yrði Ieyft að aka á enskum vegum, ef við gengjum inn í breska ríkja- sambandið(!!), og fyrir þvi leyfi mundi vinstri handar um- ferðarreglan síst spilla, yrði liún áfram í gildi hér á landi. Annars er mér alveg ókunnugt um, hvort t. d. bílstjóri frá Kanada megi yfirleitt aka á veg- um í Englandi, eða með liverj- um skilyrðum útlendum bil- stjórum er leyft að aka í liverju landi fyrir sig. En eitf er víst, að þó það sé ef til vill leyft í dag, þá getur það verið þver- bannað á morgun, svo það get- ur aldrei orðið íslenskum bíl- stjórum ábyggileg atvinna. Hitt, að við ættum að lög- leiða hægri handar umferð, til þess að mörlandinn yrði síður fyrir umferðarslysum á göngu- ferðum sínum eða ráfi (!!) í erlendum stórborgum, er jafn fráleitt eins og það bílaalcsturinn. Þær langhættu- legustu borgir í þessu tilliti, sem landinn yfirleitt ferðast í, eru einmitt enskar stór- borgir, sem margra hluta vegna eru mun liættulegri held- ur en stórborgir á meginland- inu. En i ensku borgunum er hennar, Sveins gamla á Ysta- Hóli. Hún ber algeran hærra hlut í viðureigninni við liann og gerist einráð á lieimilinu, að sið forfeðra sinna. Hjónaband þeirra Þórgunnnar og Odds er reyndar „ekkert hjónaband“, en lesandann grunar, að til meira ástríkis muni draga á milli þeirra, enda er Oddur drengur hinn besti og í flestu ólíkur ok- urkarlinum, föður sínum. Töluverður hluti ritsins snýst enn um förumennina. Ýmsir þeirra eru gamlir kunningjar úr fyrra bindinu, t.d. Andrés gamii malari, sem hefir nú miklar á- hyggjur út af því, að bændur í sveitinni reisi kornmyllur og hann verði af þeim orsökum atvinnulaus. Flæmir hann myllusmið úr sveitinni á býsna sniðugan hátt. Nýir förumenn koma og þarna fram á sjónar- sviðið, t. d. Pétur söngur og; Sverrir Blesi frá Skarði á Skarðsströnd,semá jörð og „um hundrað hænsa, fyrir utan lömb og gemlinga“, en betlar samt í fjarlægum sveitum, þar sem enginn veit deili á honum. Meginstyi’kur þessa ritverks virðist mér fólginn í hinum snjöllu þjóðlífslýsingum höf- undar. Frúin þekkir auðsjáan- lega mjög vel það fólk, sem hún lýsir, siði þess og hugsun- arhátt. Margar þær myndir, sem liún bregður upp af föru- mönnunum, eru skýrar og minnisstæðar. Þá er ættartil- finningunni íslensku, eins og hún hefir haldist víða fram á þennan dag, vel lýst, og er saga Efra-Ás-kvennanna dæmi þess, live mikinn þátt ættarvitundin á í þroska skapgerðarinnar. Það er ekki heiglum hent, að komast klakklaust frá því, að semja skáldverlc í mörgum bindum. M. a. hættir rnörgum höfundum við, „að skrifa sig upp aftur“, margt verður hvað öðru líkt, og áliugi lesendanna dofnar þar af leiðandi. Hjá þessari hættu virðist mér höf- undurinn hafa getaðsneittnokk- urn veginn í þessu seinna bindi Förumanna. En mestu varðar, hvernig tekst nú til um áfram- lialdið, hvaða heildarsvip smiðs- höggið setur á alt verkið. Les- endur frú Elinborgar bíða á- reiðanlega með eftirvæntingu síðasta bindis þessa mikla skáld- verks. Símon Jóh. Ágústsson. eins og áður er skýrt frá vinstri handar umferð, svo einnig þessa vegna virðist rétt að breyta eigi til. Þetta segi eg þó eigi vegna þess, að eg telji hér um nokkra aukna slysaliættu að ræða, hverri reglunni sem væri fylgt, því ef svo væri, þá væru vesalings Bretarnir illa settir í stórborgunum á megin- landinu eða í Bandaríkjunum. í greinargerðinni fyrir frum- varpinu er komist svo að orði: ..... og ekki er því haldið fram, að hægTÍ umferð hafi neina kosti umfram vinstri um- ferð eða gagnstætt.“ En því í ósköpunum á þá að breyta til? Við verðum varla álitnir mjög afturhaldssamir, þó að við fylgjumst með Bretum í þessu. En á hitt ber að líta, að þessu fylgir nokkur kostnaður, og þó helst það, að um 5000 bílstjór- ar og bílaeigendur með ökulefi, sem margir um alllangt ára- skeið hafa tamið sér vinstri liandar umferð við allan akst- ur, verða nú að breyta til. Það er óvist, að breytingin verði öll- um jafn auðveld, þvi hreyfing- ar, sem eru orðnar mönnum svo tamar, að þeir nærri fram- kvæma þær ósjálfrátt, geta ver- ið furðu lengi að gleymast, en það þarf að ske, ef nýja reglan á að verða jafn töm eins og hin gamla var. 29. mars 1940. Hægri hanflar nmferð. Eftír Jón II. Ísleífsson vcrkfræðing1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.