Vísir - 06.04.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 06.04.1940, Blaðsíða 2
VI DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Fjárlögin við 3, umræðu. jþ RIÐJA umræða fjárlaganna Iiófst á fimtudag og var lokið seint í gærkvöld. Atkvæða- greiðsla fer fram á mánudag- inn. Eftir aðra umræðu voru rekstrarútgjöldin áætluð 17.- 733.000, tekjurnar 18.478.000. Rekstrarafgangur 745 þús. og greiðsluhall i 274.400. Þannig var aðalniðurstaðan eftir 2/um- ræðu. Nú ber fjárveitinganefnd fram hækkunartillögur að upp- hæð 153.500, og mælir auk þess með tillögum frá einstökum þingmönnum að upphæð 16— 17 þús. Gera má ráð fyrir að hvorttveggja þetta verði sam- þykt og kæmist þá greiðsluhall- inn upp í ca. 445 þús. Er í þessu sambandi einnig vert að benda á það, að nefndin Iækkaði áætl- unar-upphæð frumvarpsins til verðlagsuppbóta embættis- og starfsmanna ríkisins um 150 þús. úr 500 þús. ofan í 350 þús. Benti ráðherra þegar á að þessi tillaga nefndarinnar næði engri átt. Áætlunarupphæð frum- varpsins væri frekar of lág en of há. Með þeirri kauphækkun sem þegar er orðin, er sýnilegt, að ráðherra hefir ekki tekið of djúpt í árinni. Má þannig á- ætla greiðsluhallann að minsta kosli 150 þús. kr. hærri en nefnt var, eða ca. 595 þús., áður en til greina koma þær tillögur einstakra þingmanna, sem nefndin mælir ekki með. Tillögur frá einstökum nema samkvæmt upplýsingum fram- sögumanns fjárveitinganefndar samtals um 1.700.000 — ein miljón sjö hundruð þúsund. Að fráteknum kommúnistatillög- unum, sem fullvíst má telja, að ekki verði samþyktar, eru hæstu tillögurnar til framræslu og vegagerðar á löndum ríkis- ins 300 þús. krónur, frá 3 fram- sóknarmönnum, og svo tillaga alþýðuflokksmanna um 200.000 króna hækkun á atvinnubótafé. Þá eru 100 þús. krónur til lækk- unar á útsöluverði tilbúins á- burðar frá Bjarna Ásgeirssyni og Eiríki Einarssyni. En auk þess er aragrúi af tillögum frá einstökum þingmönnum til ýmsra hluta, meira og minna þarfra. Hvað samþykt kann að verða af þeim, er með öllu ó- víst. Þá má nefna tillögu frá al- þýðuflokksmönnum um 750 þús. króna heimild til sérstakra ráðstafana í bjargráðaskyni. En þótt sú tillaga næði samþykki, þarf þetta vitanlega ekki að koma til framkvæmda, þar sem aðeins er um heimild að ræða. Eins og frá hefir verið skýrt var við 2. umræðu samþykt heimild til lækkunar á ólög- bundnum útgjöldum alt að 35%. Nú hefir fjármálaráð- herra auk þess farið fram á heimild til þess að lækka einnig, ef nauðsyn krefur, ýms lögboð- in útgjöld um sömu hundraðs- tölu. Hefir fjármálaráðherra skýrt frá, að samkomulag sé um þetta innan ríkisstjórnar- innar. En eins og menn muna hóf Tíminn í fljótræði sínu svæsna árás út af þessari heim- ildartillögu. Einn framsóknar- maður tók í líkan streng og Tíminn við umræðuna í gær- kvöldi og henti þá fjármálaráð- herra á, að það gæti liaft alvar- legar afleiðingar, ef lieimildin ju-ði feld. Það er sýnilegt, að fjárlögin verða æðimikið hærri en fjár- málaráðherra ætlaðist til, og er ekki hægt að réttlæta þá hækk- un með öðru en því, að sam- þykkja hinar víðtæku lækkun- arheimildir. Má gera ráð fyrir því áður en atkvæðagreiðsla fer fram, að stjórnarflokkarnir bindist samtökum um að hafa hemil á hækkuninni, sem verða hlyti, ef öllum tillögum frá ein- stökum þingmönnum yrði siní. Framundan er mikil óvissa, og er vert að henda á, að eng- inn hefir gert eins mikla gang- skör að því að lækka útgjöldin og einmitt sjálfur fjármálaráð- herrann. « Frá Alþingi: Efri deild samþykti umferð- arlögin við 3. umr. í gær og er hægri handar umferðin þar með orðin að lögum frá 1. jan. n. k. • Engir þingfundir eru í dag, heldur flokksfundir, sem ekki hefir unnist tími til að halda undanfarna daga. Fer atkvæða- greiðslan um fjárlögin fram á mánudag; þriðju umræðu lauk í gærkveldi. Nokkrar breyting- arlillögur bættust við í gær. • Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins flytja svolátandi till. til þingsályktunar í sameinuðu þingi: ,Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að taka upp við- ræður við dönsk stjórnarvöld um fiskveiðar íslenskra þegna við Grænland og aðstöðu til út- gerðar þaðan.“ • Thor Thors flytur, vegna til- mæla Verslunarmannafélags Reykjavíkur frv. um greiðslu verðlagsuppbótar á laun starfs- manna í verslunum og skrifstof- um. Hefir Alþingi enn ekki lát- ið launamál verslunar- og skrif- stofufólks til sín taka, og þarf það fólk þó ekki siður en aðrir að fá launauppbætur. • Alþingi samþykti í gær frv. um afhendingu dómkirkjunnar til safnaðarins í Reykjavík og skifting bæjarins í prestaköll. Greiðir ríkið 10 þús. kr. á ári í 30 ár, samtals 300 þús. kr. og fer fyrsta greiðsla fram 1945. Á að skifta söfnuðinum í 4—6 sóknir, þegar afhending kirkj- unnar fer fram. Að gefnu tilefni skal þess getið, að Vilmundur Jónsson tók það skýrt fram, í ræðu þéirri, sem hann flutti, er hann gerði grein fyrir breytingartillögu þeirri, er hann bar fram við þings- ályktunartillögna um „flokkastarf- semiog öryggi ríkisins“, er hann flutti, ásamt Árna Jónssyni og Bergi Jónssyni, að framsöguræðan væri á allan hátt á hans eigin á- byrgð. Ræða Vilmundar birtist ekki í heild sinni hér í blaðinu og höfðu m. a. þau ummæli, sem hér um ræðir, fallið niður. 55 ára er í dag Guðmundur Þorsteins- son, trésmiður, Grettisgötu 34. v 1 sr r Deila Leikfélagsins og lögreglu&tjóra leyst. Ffumsýnmg annað kvöld, Menn þeir, sem tilnefndir voru að frumkvæði lögreglustjóra, og höfðu það hlutverk með höndum að dæma um siðferðilegt gildi leiksins „Stundum og stundum ekki“, komu saman á fund kl. 2 V2 síðdegis í gær hjá skrifstofustjóranum í dómsmálaráðu- neytinu. Kom þeim saman um, að ekki væri ástæða til að banna sýn- ingu leiksins, en þó gerði Jónas Jónsson ágreining um málið og lagði til fyrir sitt leyti að leikurinn yrði bannaður. Allri kom nefndinni saman um, að „leikritið væri nauða ómerkilegt og ósamboðið virðingu Leikfélags Reykjavíkur að taka það til sýn- ingar, en með því að leikhúsgestir væru sjálfir fullfærir 'um að dæma um gildi þess væri ekki ástæða til að banna það.“ Lögreglustjóri kallaði blaða- menn á fund sinn síðari liluta dags í gær og skýrði þeim frá forsögu þessa máls, sem er í stuttu máli svohljóðandi: Strax eftir lokaæfingu bárust lögregl- unni kvartanir frá sumum þeim mönnum, sem viðstaddir voru æfinguna, og var leikritið vart talið sýningarhæft. Komu ein- dregin tilmæli fram um að lög- reglan léti mál þetta til sín taka, en til þess hefir hún heimild samkvæmt 83. gr. Iögreglusam- þyktar Reykjavíkur. Kl. 10 á fimtudagsmorgun fékk eg leik- ritið til atliugunar, en áður og einnig þá um morguninn hafði eg átt tal við fimm menn um inálið, sem alhr höfðu verið við- staddir lokaæfingu, og höfðu 3 þeirra látið svohljóðandi skrif- legt álit í té: ,LögregIustjórinn í Reykja- hefir óskað álits okkar um hvort sjónleikurinn „Stund- um og stundum ekki“, sem við sáum, á lokaæfingu í gær- kveldi, brjóti í bág við alment velsæmi. Við lítum svo á, að sjón- leikur þessi sé mjög klúr, sið- spillandi og brjóti í bág við reglur og velsæmi og að sýn- ing hans ætti ekki að hef jast.“ Yfirlýsingu þessa undirrituðu Jón Pálsson fyrv. bankaféhirðir, dr. Símon Jóh. Ágústsson og Maggi Júl. Magnús læknir. Með tilliti til þess ákvað lög- reglustjóri að banna sýningu á leiknum þar til er hann hefði að fullu athugað leikritið, eða fengið umsögn tilkvaddra dóm- bærra manna um það. Vísir sér ekki ástæðu til þess að ræða mál þetta frekar, enda er það klappað og klárt, en það eitt hefir ennþá gildi fyrir alla aðila: „að til þess eru vítin að varast þau.“ Trúnaðarráð Dagsbrúnar gerir ályktanir í atvinnu- málum. Skorar á Alþingi og ríkisstjórn að auka atvinnu hér í bænum. Á fundi trúnaðarráðs Dags- brúnar í fyrrakvöld voru eftir- farandi tillögur samþyktar í einu liljóði: 1. V.M.F. Dagsbrún skorar á Alþingi, að samþykkja þingsá- lyktunartillögu þá er fyrir ligg- ur um saltfiskveiðar togara og að gera aðrar þær ráðstafanir til aukningar atvinnu hér í bæ, sem bætt geti að fullu þann at- vinnumissi, sem skapast hefir við það, að saltfiskvertíð togar- anna hefir enn engin orðið. Vill félagið í þessu sambandi benda á það, sem tekjuleiðir til aukningar verklegum fram- kvæmdum, að skattlagður verði sá atvinnurekstur, sem stríðs- gróði hefir á orðið. 2. Að samþykkja gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir rninst 10 vélbátuin til útgerðar hér í Reykjavik. Jafnframt væntir félagið þess, að bæjarstjórn Reykjavíkur fylgi máli þessu fast eftir, og geri nauðsynlegar ráðstafanir til að hægt verði að lirinda þvi í framkvæmd hið allra bráðasta. 3. Að samþykkja þingsálykt- unartillögu þingmanna Reykja- víkur um innflutning á bygg- ingarefni. Telur félagið að með sam- þykt þeirrar þingsályktunartil- lögu sé afstýrt stórkostlegum vandræðum, sem bíður fjölda verkamanna og iðnaðarmanna hér í bæ, ef byggingarvinna verður að stöðvast vegna skorts á byggingarefni. 4. Að öflugar ráðstafanir verði gerðar til þess að halda niðri verðlagi á erlendum og innlendum vörum og til þess að húsaleiga fari ekki hækkandi, þannig að dýrtíðinni verði hald- ið niðri eins og framast er unt. V.M.F. Dagshrún skorar á bæjarstjórn Reykavíkur og rík- 1 isstjóm að fækka ekki i at- vinnubótavinnunni frá því sem nú er, fyrr en f jölgað verður að verulegu leyti í hitaveitunni. Jafnframt skorar félagið á hæjarstjórn Reykjavíkur að gera allar þær ráðstafanir, sem hún telur sér fært til atvinnu- aukningar í bænum. Vill félagið í þessu sambandi benda á, hvort ekki muni nú þegar liægt að hefja vinnu við væntanlegan íþrótta- og flug- völl í Skildinganesslandi. »Bro§andi laud« var sýnt í gærlcveldi fyrir fullu húsi áhorfenda, og var sýning- in sérstaldega lielguð 25 ára af- mæli Péturs Jónssonar sem óperusöngvara. Fögnuðu áhorf- endur honum prýðilega, og barst honum fjöldi blómvanda og ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna, er Pétur var hyltur í lok leiksins. Bjarni Bjarnason Iæknir mælti nokkur ávarpsorð mill- um 1. og 2. þáttar, og gerði grein fyrir afrelcum Péturs Jónssonar á erlendum vett- vangi. Vakti hann athygli á því, að íslenska þjóðin hefði ekki efni á því, að nota ekki betur en gert væri hina ágæíu krafta og kunnáttu Péturs Jónssonar. Var auðsætt á öllu, að vin- sældir Péturs Jónssonar fara síst rénandi, enda liefir liann alla þá kosti til að bera, sém prýtt geta góðan söngvara og góðan mann. Hafnargerð á Raufarhöfn Atvinnumálíiráðlierra legrgrar til ad ríki§§jóðnn' ák^rg:i§t 330 |»bbs kr. lán til liafuargferdarfiBiiar. Sjávarútvegsnefnd ber fram, að tilhlutun atvinnumálaráð- herra frV. til laga um ríkisá- byrgð á kr. 230 þúsundum vegna hafnargerðar á Raufar- höfn, en samkv. lögum nr. 68/ 1938 er svo ákveðið, að ríkis- sjóður greiði % hluta af kostn- aði við hafnargerð þar, en þó skal slíkt framjag miðast við 180 þús. krónur. Verkið mun hinsvegar fara fram úr þessari upphæð, og hér þarf skjótra framkvæmda, en lán er ekki fáanlegt, nema því aðeins að ríkisábyrgð komi til. Að öðru leyti vísast til bréfs Síldarverksmiðja ríkisins til at- vinnumálaráðherra, en þar seg- ir m. a. svo: „Stjórn síldarverksmiðja rík- isins telur mjög brýna nauðsyn á því, að dýpkun fari fram á hafnarsvæði Raufarhafnar nú í sumar á þann liátt, sem lýst er í tillöguuppdrætti vitamála- skrifstofunnar, samtals 80.000 m3 uppmokstur. Hingað til hafa síldarverksmiðjur ríkisins orðið að leigja flutningaskip með vörur að og frá Raufar- höfn með það fyrir augum, að þau flytu að bryggju þar. Hef ir þetta verið gert til þess að forðast óhæfilegan upp- og út- skipunarkostnað og vegna þess, að tank-lýsinu verður að skila um borð við bryggju. Á friðar- tímum hefir þetta oft orðið dýrara en orðið liefði, ef liægt hefði verið að flytja vörurnar á áætlunarskipum eða þeim mun stærri skipum, sem nem- ur dýpkuninni 13 fetum eða grynnra niður í 16 fet, miðað við stórstraumsfjöru. En nú liefir það tvent orðið, að óhjá- kvæmilegt má telja, að dýpka liöfnin svo fljótt, sem unt verð- ur, annað, að mjög erfitt er sökum striðsins, að fá liæfileg smáskip til flutninga, og þau, sem fást kynnu, eru tillölulega mjög dýr, og svo hitt, að afköst verksmiðjunnar á Raufarhöfn, sem til þessa hafa verið 1100 mál á sólarhring, aukast með byggingu hinnar nýj u verk- smiðju upp í 6100 mál á sólar- hring. Stjórn sildarverksmiðja rík- isins hefir fengið vilyrði fyrir því, að hafnarstjórn Reykja- víkur myndi lána dýpkunar- skip Reykjavíknr til Raufar- hafnar til þess að framkvæma dýpkun hafnarinnar þar. All- ur kostnaður við dýpkunina á- samt kostnaði við flutning skipsins til og frá Reylcjavík er áætlaður kr. 230.000, og yrði að öllu leyti að greiðast nú í ár. Sveitarstjórn Prest- hólahrepps, sem ákveðið er að fari með stjórn hafnarmála Raufarhafnar undir yfirum- sjón atvinnu- og samgöngu- málaráðuneytisins, hefir falið oss að sjá um framkvænld verksins og lánútvegun í þessu skyni. Höfum vér fúslega tekið þetta að oss sökum hinna miklu hagsmuna, sém vér eig- um að gætu í þessu efni. Þó að telja megi fjárliag síldarverk- smiðja ríkisins góðan, geta verksmiðjurnar sjálfar ekki, þótt þær fengju heimild lil þess, veitt nema að litlu leyti lán til þessa verks, sökum byggingar síldarverksmiðjunn- ar á Raufarhöfn, stækkunar- innar á Siglufirði og löndunar- tækjanna þar, sem bundið liafa gersamlega allt laust fé verksmiðjanna. Hefir því orð- ið að leita fyrir sér annarstað- ar um lántökumöguleika. Hafa síldai’verksmiðjur ríkisins nokkra von um, að takast rnegi að útvega lán fyrir meginliluta kostnaðarins, en það er ófrá- víkjanlegt skilyrði væntanlegra | lánveitenda, að ríkisábyrgð sé á lántökunum. Gert er ráð fyr- ir, að % kostnaðar við dýpk- , unina séu greiddir af ríkis- sjóði eftir því, sem fé sé veitt til í fjárlögum, en % lilutar úr hafnarsjóði Raufarhafnar. í bréfinu segir ennfremur: Það skal tekið fram, að vér höfurn áætlað, að nettótekjur hafnarinnar á Raufarhöfn myndu nema um 20 þús. kr. samkvæmt taxta, sem er mun lægri en hafnargjöld á Siglu- firði, og ef þurfa þætti, mætti hækka þennan taxta upp í sama og á Siglufirði. Handknatt- leiksmótið. Þriðja umferð í meistara- flokki hófst í gærkveldi og fóru leikar þannig: Haukar unnu Víking með 24 mörkum gegn 19 og Valur vann Fram með 39 mörkum gegn 13. Leikurinn milli Hauka og Víkings var mjög jafn i fyrri hálfleik og léku þá bæði liðin nokkuð vel, en í seinni hálflilc fór að bera á tíðum hrindingum og mjög hörðum leik og átti lið Víkings þar miklu meiri sök. Lið Hauka var oftast mjög vel staðsett og var þeirra lið nú ó- breytt frá fyrstu umferð, en lið Víkings var illa staðsett í seinni liálfleik og kepti nú maður úr II. fl. í þeirra liði í stað Ingólfs Isebarns. Þegar leikurinn milli Fram og Vals skyldi hefjast, kom í ljós, að einn maður úr Fram mætti ekki til leiks og keptu því að eins fimm, en livernig sem á því stóð, kepti Valur held- ur ekki nema með fimrn mönn- um. Þessi leikur var mjög ójafn og eins og markafjöldinn ber með sér hafði Valur algjörlega yfirliöndina. Leikar í meistaraflokki og II. flokki standa nú þannig: ' Meistaraflokkur. Leikir Mörk Stig Valur .... 3 102—45 6 Háskólinn 2 59—30 4 Víkingur . 3 85—55 4 Haukar .. 3 62—70 2 Franx .... 3 42—104 0 í. R 2 II. flokkur. 26—73 0 Leikir Mörk Stig Víkingur . 2 47—23 4 Valur .... 2 46—25 4 Í.R 29—43 0 Fram .... 2 19—50 0 í kvöld Id. 9 heldur mótið á- fram og keppa þá Háskólinn og I. R. og Haukar og Fram. — A morgun ld. 5 fara fram úrslit í II. fl. B. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Fjalla-Eyvind kl. 3 á morg- un fyrir lækka'S verð. — kl. 8 ann- að kvöld verður hinn mikið umtal- aði skopleikur „Stundum og stund- um ekki“ sýndur óbreyttur. — Leikfélagið biður blaðið að geta þess, að ðagöngumiðar þeir, sem búið var að selja fyrir fimtudags- sýninguna gilda á sunnudag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.