Vísir - 10.04.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 10.04.1940, Blaðsíða 2
VlSIR »Nauðsyn brýtur lög!« Alþing:t felnr ríkis- ist|óriftiniii æð§ta vald i iftftálefiiftiiftft ríkl§in§ ®g‘ álylitstr að Iiland taki iBieð- ferð ntðftiirikt^iiiála og lond- kelg:i§gæ§lima I §ín- ar liendnr nai þegar vegna §tyrfaldar* á§tand§in§. Á fundi sameinaðs Alþingis er hófst kl. 2,25 i nótt lágði ríkisstjórnin fram eftirfarandi tilögur, sem sam- þyktar voru einróma: 1) Með því að ástand það, sem nú hefir skapast, hefir gert kon- ungi íslands ókleift að fara með vald það, sem honum er fengið í stjórnarskránni, lýsir Alþingi yfir því, að það felur ráðuneyti íslands að svo stöddu meðferð þessa valds. 2) Vegna þess ástands, er nú hefir skapast, getur Danmörk ekki rækt Umboð til meðferðar utanríkismála íslands, sam- kvæmt 7. gr. dansk-íslenskrar sambandslaga né landhelgis- gæslu samkvæmt 8. gr. téðra laga, og lýsir Alþingi þess vegna yfir því, að ísland tekur að svo stöddu meðferð mála þessarar að öllu leyti í sínar hendur. Fyrst var tekin fyrir þingsályktunartillagan um æðsta vakl í málefnum ríkisins. Gerði forsætisráðherrann, Hermann Jónas- son, grein fyrir tillögunni, og gat þess að tillögurnar hefði Iegið fyrir utanríkismálanefnd, og verið ræddar á fundum hennar og þingflokka þeirra, er styddu ríkisstjómina að málum, en þriðji þm. Rv., Héðinn Valdimarsson, hefði einnig tekið þátt í þeim umræðum. Hefðu allir alþm. verið sammála um nauðsyn þess- ara i-áðstafana svo og að þeim yrði hraðað svo sem frekast væri kostur á. Einar Olgeirsson hafði orð fyrir kommúnistum og för fram á frest, og ákvað forseti s. þ., Haraldur Guðmundsson, 10 mín- útna fundarhlé. Er fundur var settur að nýju lýsfi Einar Olgeirsson stuðningi kommúnista við málið. Voru báðar till. samþyktar með 46 samhljóða atkvæðum. Ávarp íorsætismðherra. 1 hádegisútvarpinu ávarpaði forsætisráðherra íslensku þjóð- ina og gerði henni grein fyrir atburðum þeim, sem í nótt skeðu, og komst hahn Svo að orði: VtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAjj'l'GÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugssori Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengi'ð inn frá Ingólfsslræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. - Félagsprentsmiðjan h/f. Leiðir skilja. AÐ væri eins rangt af okkur að ásaka Dani fyrir það, sem gerst hefir, og af þeini að ásaka okkur. HvorUgri þjóðinni mun detta þvílíkt í hug. Danir hafa o'rð'ið að heýgjá sig fyrir ofpj^fli, .yjð höfum tekið afleið- ingum þ.e,ss,r. að svo- hefir farið. Konungj .er .ekki kleift að fara me^. þgð ya.Íd, ,sem honum er gefið , í stjórnarskránni. Þe:ss vegna, heíir. Alþingi álcveðið að leggja það vaíd „að svo stöddu“ undir ríkisstjórnina. Danmörk er ekki: lengur frjálst og. full- valda ríki, eins og gert er ráð fyrir í 1. gr. sambandslaganna. Þegar svo er komið, geta Danir livorki farið með utanrikismál- in, eins og gert er ráð fyrir í sambandslögunum, né heldur landhelgisgæsluna liér við land. Þess vegna Iýsir Alþingi því yf- ir, að við tökum sjálfir „að svo stöddu“ þessi mál í okkar eigin hendur. Þetta er í sém fæstum örðum það, sem; gérðist í sjálfstæðis- máhnu í nótt og í gær. Þótt inn- rás Þjóðverja í DanmÖrku gerð- ist í jafn skjótu bragði og raun varð' á, hafði ríkisstjórninni með; aðstoð færustu lögfræð- inga íekist að undirhúa mólið svo vel, áð afgreiðsla þess gekk greiðlegar en við liefði mátt bú- ast. Engum íslendingi dettur í hug, að hreykja sér af hinu bréytta viðhorfi til Dana, sem orðið ér. Við liöfum fylstu samúð með dönsku þjóðinni. Hún hefir eins og fleiri smá- þjóðir orðið að lúta ofurefli. Þegar hernaðarríkin berjast til úrslita um yfirráðin er fullveldi allra þeirra, sem minni máttar eru, hætt. Við Islendingar ótt- umst á þessari slundu, að hætta vofi yfir okkur. Það væri raiigt að telja þjóðinni trú um, að öllu sé borgið með þeim ályktunum, sem Alþingi gerði í nótt. Við eigum vafalaust eftir að stiga þung spor eins og margir aðrir. Atburðirnir hafa hagað því svo, að nú tökum við sjálfir allar ákvarðahir á okkar eindæmi. Hverriíg/svo sem til tekst, get- um við ekki varpað byrðinni á aðra. Þessi vitneskja á ekki að lama okkur, heldur þvert á móti s'tæla til þess að halda fram rétti okkar svo sem frek- ast er unt, á hverjum tíma. Við verðum að vera viðhúnir þvi, á hverri stundu, að öðruvísi geti skipast um liagi okkar, en við hefðum kosið. En við verðum af öllum mæltí að leitast við að halda Iilut okkar, eftir því sem málefni standa til. Ef nefna mætti gleðiefni í sambandi við þá atburði, sem nú eru að gerast, þá er það, að við stöndum einhuga um þá lausn serri fengin er. Allir við- staddir þingmenn greiddu at- kvæði að viðhöfðu nafnkalli með tillögum þeim, sem fyrir lágu. Allir Iétu sér skiljast, að ekki varð undan því komist, sem gert var. Ef til vill liggja fyrir ný vandamál út á við. Við skulum vona að lausn þeirra geti orðið slík, að allir ábyrgir íslendingar geti aftur orðið jafn einliuga og þeir eru um þær á- Iyktanir, sem gerðar voru í nótt. Fyrir rás viðburðanna skilja leiðir íslendinga og Dana fyr en vænst hafði verið. Við getum ekkert um það sagt, hvort leið- ir liggi saman að nýju. Sambúð okkar hefir verið löng og stund- um erfið. En á þessari stundu er okkur íslendingum skylt að minnast þess, að hin síðustu ár liefir samhúðin farið dagbatn- andi. Við eigum ekki sökótt við Dani, hvorki konunginn né þjóðina. Okkur er engin beiskja í hug í þeirra garð. Við óskum þeim af alhug heilla og blessun- ar. Við skiljum aðstöðu þeirra. Við treystum þvi, að þeir skilji aðstöðu okkar. a Handknattleiksmótið. Úrslitin í kvöld Háskólinn -Valur Leikirnir í gærkveldi fóru þannig, að Fram vann í. R. með 20 mörkum gegn 16. Háskólinn vann Víking með 31 marki gegn 11. Leikurinn var daufur og virtust Víkingar liafa litfrin áhuga fyrir honum, enda sýndu þeir litla mótspyrnu riióts við það er þeir hafa áður sýnt. Niðurstaða mótsins er nú þannig: Meistaraflokkur. Leikir Mörk Stig Háskólinn ...... 4 129—56 8 Valur .......... 4 126—61 8 Haukar ......... 5 117—104 6 Víkingur ....... 5 112—111 4 Fram ........... 5 80—146 2 f. R............ 5 73—161 ú í kvöld kl. 10 lýkur hand- knattleiksmótinu og fer þá fram úrslitaleikur mótsins njilli Há- skólans og Vals. Ræði félögin tefla fram sínum heslu mönn- um, og má húast við spenningi og góðum leik. Þessir báðir flokkar liafa sýnt mikla yfirburði fram yfir Iiixi félögin á þessu móti eins og markafjöldinn sýnir. Þó tel eg meiri líkur til að Háskólinn vinni. Vil eg til gamans geta á markafjölda í kvöld: Háskólinn 21 — Valur 18. — En við sjá- um livað skeður? Vegna þess að fyrirsjáánlegt er, að aðsókn að leiknum í kvöld verður það mikið meiri en húsrúm leyfir, og til að forð- ast troðning við dyrnar verða aðgöngumiðar seldir á skrif- stofu Vals, Suðurgötu 1, milli 6 og 7 í dag. —son. V ÍII El(l§ik01illll. Kvenfélagið Ósk á ísafirði liefir á fundum sínum þann 1. mars og 5. apríl s.l. tekið fyrir og rætt um stofnun almenns vinnuskóla ríkisins og gerði eft- irfarandi samþykt: „Kvenfélagið Ósk á ísa- firði er meðmælt löggjöf um almennan vinnuskóla ríkisins, sem nú liggur fyr- ir Alþingi, og skorar á þing og rikisstjórn að hrinda þessu máli í framkvæmd á sem hagfeldastan hátt, svo fljótt sem unt er.“ Slíkar samþyktir hafa borist að undanförnu víða að, og hef- ir vinnuskóla- og þegnskapar- vinnu-hugmyndin þegar náð miklum vinsældum. ÞJÓÐVERJAR LÁTA ÍS- LAND OG GRÆNLAND AFSKIFTALAUST. í fregn frá Washington segir, að Þjóðverjar hafi lýst yfir, að þeir muni láta ísland og' Grænland afskiftalaust og ekki hindra verslun Dana við England frekara en áður var. fslendjngar!. .. . Það Vár háldinri fiindur í sairieinuðu Alþingi milli kl. 2 og 3 í nótt. Á þessum fundi voru samþyktar tvær mjög mikils- várðandi þingsályktunartillög- ur, sem ríkissjórnin bar frám. Tildrög þess, að þessar þings- ályktanir, sem eg kem síðar að og les þá upp, voru bornar fram og samþyktar, eru þéir atburðir, sem gerst hafa í Danmörku síð- asta sólarhring, og það ástand, sem þar hefir skapast. Eins og ykkur, tillieyrendur mínir, er kunnugt, er svo fyrir mælt í íslensk-dönsku sam- bandslögunum, að Danmörk fari með utanrílcisriiál fslands í umboði þess, með Iandhelgis- gæsluna við ísland að nokkru leyti og ennfremur hafa bæði löndin einn og sama konung. — Alt eru þetta mikilvægir þæltir í íslensku stjórnskipunarkerfi. En tilheyrendum mínum er kunnugt af fréttum þeim, sem íslenska rikisútvarpið Iiefir birt frá Danmörku, hverskonar á- stand er þar í landi, og er því ekki ástæða lil að tala um það nánar. En vegna þessa ástands og þeirra afleiðinga, sem það kann að valda, verður ekki séð, að konungi sé kleift að svo komnu að fara hér með það vald, sem ákveðið er í stjórnar- skrá íslands, né að Danmörk geti farið með utanríkismál okkar íslendinga og landhelgis- gæslu. En þegar svo er komið, i verður alþingi íslendinga, sam- kvæmt skyldu sinni og þeim rétti, sem einskonar neyðar- vörn skapar, að gera ráðstafan- ir til þess, að áðurnefndar greinar stjórnskipunarkerfisins verði starfræktar — því að öðr- um lcosti er stjórnskipunarkerf- ið í heild ekki starfhæft. Rikisstórnin tók þetta mál til yfirvegunar þegar í gærmorg- un, er fyrstu fréttirnar bárust frá Danmörku, og eftir að hafa kynt sér viðhorfið svo sem unt var í gærdag og rætt málið ýt- arlega í utanríkismálanefnd við stuðningsmenn ríkisstjórnar- innar á alþingi, og trúnaðar- menn, aðallega í flokksstjórn- um, var það yfirlýst sameigin- legt álit allra þessara aðila, að óhjákvæmilegt væri að ríkis- stjórnin bæri fram þær tillögur, sefn þannig hljóða: TiIIaga til þingsályktunar um meðferð utanríkismála og land- helgisgæslu. Vegna þess ástands, er nú hefir skapast, getur Danmörk ekki rækt umboð til meðferðar utanrikismála íslands, sam- kvæmt 7. gr. dansk-íslenskra sambandslaga, né Ianghelgis- gæslu samkvæmt 8. gr. téðra laga, og lýsir alþingi þess vegna yfir því, að Island tekur að svo stöddu meðferð mála þessara að öllu Ieyti í sínar hendur.“ Tillaga til þingsályktunar um æðsta vald í málefnum ríkisins. Með því að ástand það, sem nú hefir skapast, hefir gert konungi íslands ókleift að fara með vald það, sem honum er fengið í stjórnarskránni, lýsir alþingi yfir því, að það felur ráðuneyti Islands að svo stöddu meðferð þesara mála.“ Af hálfu ríkisstjórnarinnar var um tillögur þessar örstutt fi'amsaga og engar frekari um- ræður af hendi þeirra þing- manna, er tillögurnar voru bornar fram í samráði við, samkvæmt því, er ég hefi áð- ur greint, — og að öðru leyti urðu um tillögurnar mjög litl- ar umræður. Þær voru síðan að viðhöfðu nafnakalli sam- þyktar af öllum viðstöddum alþingismönnum, 46 að tölu, — en þrír voru fjarverandi, — 2 vegna veikinda, en einn þing- maður er staddur eplendis. Eg vænti, að ykkur, góðir ís- lendingar, sé það nú ljóst af tildrögum þessara tillagna og því, hvernig þær voru undir- húnar, og af þeim samliljóða undirtektum, sem þær fengu á Alþingi, að ekki varð lijá því komist, að gera þessar ráðstaf- anir. — Það, sem gerst hefir er, að vald það, sem konungur fer með samkvæmt stjórnar- skránni, hefir að svo stöddu verið flutt inn í landið, og sama máli gegnir um landhelg- isgæslu og utanríkismál, að svo miklu leyti, sem þessi mál hafa verið í höndum Dana. En veit- ið því athygli, að þrátt fyrir það eru stjórnskipúnarlög Is- lands óbreýtt, og það liafa að- eins verið gerðar þær ráðstaf- anir, sem ástandið hefir gert' alveg naúðsynlegar. Eg hefi þa lokið því að skýra þjóðinni frá þeim mjög mikil- vægu ákvörðunum, sem Alþingl gerði í nótt og þeim rökum, sem til þeirra liggja. Um ástandið, sem þessu veld- ur, það sem er að gerast og mun gerast á Norðurlöndum, ætla eg ekki að ræða, en eg vil, þótt það þýði lítið nú á tímurn að votta samúð, segja það, að mikil er samúð og samhygð okkar ís- lendinga út af þeim örlögum, sem frændþjóðir okkar verða að þola. Um okkar eigin framtíð er heldur ekki hægt að spá neinu. Við verðum að horfast í augu við það, að ástandið hefir' versn- að mjög mikið; við höfum færst nær styrjöldinni og hættunni. En þótt við liorfum á þessar hættur með opnum augum, og einniitt vegna þess að við gerum það, getum við mætt hinu ó- komna án venxlegs kvíða eða ólta, því ef ástandið er skoðað rétt, lxöfum við íslendingar enn ýmsar ástæður til að líta á að- stöðu okkar í þessu stríði sæmi- legri en flestra annara þjóða. Og við getum þá einnig mint sjálfa olckur á það sem oftast, að aðalatriðið er ekki erfiðleik- arnir sjálfir, heldur livernig þeim er mætt. VISINDI OG SAGfi. i. Mér þótti gott að fi’étta, að Jóhannes Áskelsson ætlaði að flytja í útvai-p nokkur erindi um þróun lífsins, því að þessi mikilsvei’ði jarðfræðingur er í tölu þeii’ra manna, sem hest er að lilusta á, eigi einungis efnis- ins vegna, heldur einnig vegna þess hversu vel hann er talandi. En einsog nú stefnir, þá er ís- lenskri menningu mikil þörf á mönnurn, sem tala íslenskt mál skýrt og skilmerkilega. Því mið- ur hefir Jóhannes svo mikla kenslu á hendi, að hann verður að vei’ja frídögum sínum og nauðsynlegum svefntínxa til að semja erindi sín og vísindarit- gerðir og getur því sjaldnar lát- ið til sín heyra en æskilegt væri. J. Á. mintist í upphafserindi sínu nú í kvöld (25. 3.), á hina furðulegu grískn fui'ilinenn, sem að svo vei-ulegu leyti voru frumhex’jar vi sin (ias t efn uun a r liér iá jörðu. Virtist iixéé iiokk- ur liætta á, að hlustendui’ nxundu skilja sum orð hans svo, senx væri þessunx frunxherjunx sjálfum að kemia að árangui’- inn af starfi þeiri’a vax-ð ekki meiri, _og að 2000 ár og meir liðu áður hinar allra merkileg- ustu hugsanir þeirra voru tekn- ar til ávöxtunai’. Hitt er þó sönnu nær, að sljóleiki liirina ráðandi manna og alls almenn- ings gagnvart þessari þýðingar- nxiklu viðleitni hafi verið þess valdandi, að árarigurinn varð ekki nxeiri, og að grísk menn- ing — þessvegna — leið undir lok. Sagan varð nxiklu ömur- legri en þui’ft hefði að vera, af því að tilraunum nokkurra nxaniia til að átta sig á tilver- unni, var of lítill gaumur gef- inn. II. Sljóleiki af þessari tegund er nú raunar hæði forn og nýr, og afleiðinganxar svipaðar: minni framfarir en orðið gátu og nauðsynlegar eru til að af- síýra vaxidræðum. Jafnvel skáldið Goetlie, senx einnig var náttúi’ufræðingur, kveðst Ixafa l'engið á þessum sljóleika að kenna. Þegar eg læt míuar allra- mei’kilegustu hugsanir i Ijósi við kunningja mína — segir Gotlie — þá er rétt eixisog eg hafi ekki sagt þeim neitt. Og þó að því verði að vísn ekki xxeit- að, að mikil framför hefir i þessunx efnunx ox-ðið á síðári timum, þá má, jafnvej á voi’iim dögum, sá.seni finnur einhver mjög mikilvæg sannindi hrósa happi ef hann sleppur nieð að nxæta sljöleika, og verður ekki eimiig fyrir hatri, senx setur sér ekki minna en það, að reyna til að gei'a honunx hfið óhæriíegt. Eg tala hér ekki eingöngu uin það, sem aðrir hafa reynt. Fyi’- ir nálega 26 árum sagði eg nokkrum mönnuni, seiri lxelst liefðu mátt teljast þess verðir fyrir vits sakir og mentunar, fi’á nýjunx hugsunum og upp- götvunum, er eg taldi hina mestu þörf á að sinna, og tók eg það hiklaust fx’am, að til sannindamerkis mætti hafa það að von væri lximxa mestu ótíð- inda, ef þessu máli væri ekki gaunxur gefinn. Og svo fór sem eg hafði sagt, að ólagið i-eið yf- ir. Og nú er annað ólagið risið, ennþá hærra, og má vissulega segja, að á þeiri-i jörð sé alt í ólagi, þar sem svona hagar til. En nxjög fer því fjarri, að svo þyrfli að vera. Því að ef sum þau sannindi, senx nú þegar eru fundin, væru tekin til ávöxlun- ar, þá rnætti á fáeinum árum gerbi-eyta hag alls riiannkyns, og það án nokkurra byltinga eða blóðsútlxellinga; því að þær umbætur, senx svo eru fengnai’, Fi’h. á 3. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.