Vísir - 11.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 11.05.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri | Blaðamenn I Auqlýsingar < Gjaldkeri Afgreiðsla Síroi: 1660 5 Ifnur 30. ár. Reykjavík, Iaugardaginn 11. maí 1940. 107. tbl. LEIFTURSÓKN NOÐVERJA STÖÐVUÐ. Hitler ákvað innrásina vegna þess, að hann hugði Breta sundraða, en alger eining ríkir nú í Bretlandi. Herlið Bandamanna streymir til Hollands og Belgíu og hefir þegar lent í orustum við Þjóðverja. EINKASKEYTI frá United Press. London í raorgun. 1 fregn frá Amsterdam í morgun segir, að yfirherstjórn Hollands og yfirherstjórn Belgíu tilkynni, að sókn Þjóðverja á landi hafi hvarvetna verið stöðvuð. Ein miljón Hollendinga og Belgíumanna taka þátt í vörninni, en herlið Bandamanna streymir til Hollands og Belgíu, og er tekið með mikl- um fögnuði. Hersveitir Bandamanna eru þegar farnar að berjast við Þjóðverja í Hollandi og Belgíu. Þjóðverjar halda áfram tilraunum sínum til þess að flytja Iið loftleiðis til HoIIands og Belgíu, að- allega Hollands, en þessar tilraunir hafa langt í frá gengið að óskum. Hermenn, lögregla og almenn- ir borgarar umkringja hvern fallhlífahermannahópinn á fætur öðrum. Tilgangur Þjóðverja virðist hafa verið að ná flugstöðvum landsins á sitt vald, en þetta hefir hrapallega mistekist, því að Hol- lendingar hafanáð öllum flugstöðvum landsins, sem Þjóðverjar tóku þannig í svip, aftur á sitt vald, að að eins einni undantekinni. Flugvélatjón Þjóðverja seinasta sólarhringinn er talið nema 200. — Landvarnaráðherra Belgíu hefir tilkynt að það sé augljóst, að markmið Þjóðverja hafi verið að vaða gegnum Belgíu sömu leið og 1914, í von um geta sótt fram til Parísar, en þeim hafi algerlega mistekist áð ná þeim stöðum, sem nauðsynlegt er að sigra, til þess að geta haldið áfram þessari áætlun. • ¦ • ' * I fí Bretar hafa gefið út opinbera tilkynningu, þar sem segir, að fluglið Þjóðverja hafi gert tilraunir til þess að stöðva herflutn- inga Breta til Belgíu, en þeim hafi mistekist það algerlega. Flug- menn Þjóðverja reyndu að varpa sprengikúlum á herflutninga- lestimar og skjóta af vélbyssum á hersveitirnar á vegunum, en þeir vöruðu sig ekki á því, að Bretar höfðu árásarflugvélar á næstu grösum, og réðust þær til atlögu við hinar þýsku flugvél- ar og hröktu þær á flótta. Einnig voru með herflutningalestun- um f jölda margar bifreiðar, sem ioftvarnabyssum hafði verið komið fyrir á, og var skotið á flugvélar Þjóðverja af miklum krafti og með ágætum árangri. 1 tilkynningunni segir að lokum, að Holjendingar og Belgíumenn séu aðdáanlega rólegir, og hvar- vetna sé mannþröng við vegina, til þess að hylla lið Bandamanna. Frakkar tilkynna, að þeir hafi haldið áfram herflutningum til Belgíu í alla nótt. Eftir fregnum þeim að dæipa sem bárust i gær frá Belgiu, hafði Belgíumönnum hvarvetna tekist að stöðva framrás Þjóð- verja, og hafa þeir hvergi kom- ist inn i viggirðingar Belgiu- manna. Allar flugvélar höfðu verið fluttar á brott úr flug- stöðvunum, sem árásir voru gerðar á, og mistu Belgiumenn því engar flugvélar í árásum þessum. í Hollandi virðist Þjóðverj- um haf a orðið nokkuð betur á- gengt, en þó varð ekki séð af fregnum þeim, sem frá Hol- landi bárust í gær, að þeim hefði tekist að vaða yfir stór svæði, en i Limburg-héraði hafði þeim orðið best ágengt. Hollendingar segja, að varna- kerfi þeirra hafi hvergi bilað. Þeir sprengdu i loft upp brýr yfir Maas-fljót og Yser. LOFTÁRÁSIRNAR. Loftorustur voru miklar yfir Hollandi og Belgíu í gær, og eft- ir hollenskum og belgiskum fregnum að dæma hafa Þjóð- verjar mist tæplega 80 flugvél- ar, en Frakkar skutu niður 18 flugvélar fyrir þeim, og Bretar nokkrar, svo að á einum degi hafa Þjóðverjar mist á annað hundrað flugvélar. Hollend- íngar skutu niður um 70. Hið mikla flugvélatjón Þjóðverja í Hollandi stafar af því, að þeir gerðu mjög viða tilraunir til þess að flytja herlið loftleiðis til Þýskalands, og tókst það á mörgum stöðum. Meðal annars náði slíkt lið flugstöðinni við Rotterdam á sitt vald. Voru miklir bardagar þar. Fallhlíf- arhermenn Þjóðverja voru i hollenskum einkennisbúning- um. í fregnum i gærkvöldi seg- ir, að búið hafi verið að ein- angra flesta þessara flokka, og myndi allir þeir hermenn, sem þannig komust til Hollands fyrirsjáanlega verða teknir til fanga eða falla. Miklir bardagar voru í Rot- terdam um tíma. Á landamær- unum var hvarvetna barist af miklum móði. Þjóðverjum virðist hafa orðið best ágengt, eftir fregnum í gær að dæma, í furstadæminu Luxembourg, enda mun mótspyrnan þar hafa verið litil sem engin. Hef- ir Luxembourg engan herafia að heitið geti. STYRJALDARÁSTAND í AUSTUR-INDlUM HOL- LENDINGA. Landstjórar hollensku ný- Jendnanna Iiafa Jýst yfir hern- aðarástandi. Ymsar varúðar- ráðstafanir hafa verið gerðar og öll þýsk skip, sem leitað höfðu hafnar í nýlendunum, Iiafa verið tekin, og áhafnirnar kyrrsettar. Fá Bandamenn þar skip, sem eru næstum þvi 19 þúsund smálestir að burðar- magni. VARÚÐARRÁÐSTAFANIR SVISSLENDINGA. Ræðismönnum Svisslands hvarvetna hefir verið fyrir- skipað að neita um áritun á vegabréf til Svisslands. Út- varpað hefir verið tilkynning- um til svissnesku þjóðarinnar, að hún skuli vera róleg og mæta með stillingu því, sem að höndum ber. Það er lögð á- hersla á, að horfurnar séu al- varlegar, og að menn eigi að vera við öllu búnir. HANDTÖKUR í BELGÍU. Degrelle, leiðtogi rexista(fas- cista) i Belgíu, hefir verið Iiandtekinn, svo og leiðtogi flæmskra þjóðernissinna. AUÐLEGÐ HOLLENDINGA OG BELGÍUMANNA 1 U.S.A. Hollendingar og Belgíumenn eiga fé, sem nemur samtals um 90 milj. sterl.pd. í Bandaríkj- unum, og hefir Roosevelt fyrir- skipað, að gera skuli ráðstaf- anir til þess, að Þjóðverjar fái ekki fé þetta, þótt þeir hertaki Holland og Belgiu. BANDARlKIN HLUTLAUS ÁFRAM. Roosevelt Bandarikjaforseti hefir gefið i skyn, i viðtali við blaðamenn, að afstaða Banda- ríkjanna til styrjaldarinnar muni ekki breytast. Bandarik- in verði hlutlaus áfram. Þá er frá þvi skýrt, að franskar flugvélar hafi flogið yfir margar flugstöðvar Þjóð- verja, og gert þar mikinn usla. Flugvélarnar komu aftur heilu og höldnu. Eina flugstöðin í Hollandi, sem enn kann að vera í hönd- um Þjóðverja, er í nánd við Rotterdam. Breskir flugmenn hafa gert árás á stöðina með miklum árangri, og stóðu f Jug- skálarnir i báli, er þeir komu, og var því talið liklegt, að Þjóðverjar hefði neyðst til að yfirgefa stöðina, en kveikt í flugskálunum áður. 1 loftárás- um á franskar borgir hafa um 100 manns beðið bana og jafn- margir særst, en i loftárás á Antverpen 30. LEON DEGRELLE, — foringi Rexista, belgisku fastistanna, vakti mikla athygli á sér og flokki sínum fyrir fáeinum árum, en síðan hefir fylgi hans farið mjög rénandi. Degrelle og helstu foringj- ar Rexista hafa nú verið handteknir vegna gruns, sem á þeim hvíldi um að hafa Jeynisamband við Þjóðverja. Winston Churchill myndar þjóðstjórn í Bretlandi. Chamberlaín baðst lausnar í gæi*~ kveldi. Hann vepöup áfram istridsstjórninni Eins og frá var skýrt í blaðinu í gær kom breska stríðsstjórnin saman á fund í gærmorgun snemma. Tveir aðrir fundir voru haldnir og voru yfirmenn landvarnanna á þeim öllum. Cham- berlain átti og viðræður við ýmsa stjórnmálamenn, svo sem leið- toga stjórnarandstæðinga, Attlee leiðtoga jafnaðarmanna og Sir Archibald Sinclair, leiðtoga frjálslyndra í stjórnarandstöðu. Að afloknum þriðja fundinum fór Chamberlain á konungsfund, og þar næst Churchill flotamálaráðherra. Nokkuru áður höfðu Attlee og Greenwood, verkalýðsleiðtogarnir, birt ávarp til flokks síns, þar sem svo er að orði komist, að flokkurinn geti ekki Jengur skorast undan þeirri ábyrgð að taka þátt í stjórn landsins, undir forystu forsætisráðherra sem nyti almenns trausts. Alt þetta benti til þess, sem fram kom, að Chamberlain myndi biðjast lausnar, en Winston ChurrhiII taka við. CHAMBERLAIN ÁVARPAR BRESKU ÞJÓÐINA. Cliamberlain flutti ávarp í útvarpið i gærkveldi og talaði frá nr. 10 Downing Street. Sagði hann þetta vera í seinasta skif ti, sem hann talaði frá þessum stað. Lýsti hann því viðhorfi sem skapast hefði, við og eftir um- ræðurnar um Noregsstyrjöldina í neðri málstofunni, og væri nú hin mesta nauðsyn, að öll þjóð- in sameinaðist gegn óvinaþjóð- inni, en slík eining væri aðeins gerleg, ef nýr forsætisráðherra tæki við völdunum. Kvaðst CJiamberJain þvi Iiafa farið á konungsfund og afhent Jausn- arbeiðni sína, en "Winston Chur- cliill flotamálaráðherra myndi gera tilraun til þess að mynda þjóðstjórn, með þátttöku allra helstu flokkanna. Kvaðst Cliam- berlain hafa mælt með þvi við konung, að vinur sinn og siarfs- I)róðir, Winston Churchill, yrði falin stjórnarmyndun. Chur- chill óskaði eftir þvi, að Cham- berlain sæti áfram í stríðs- stjórninni, og varð Chamber- lain við þeirri ósk. I ræðulok hvatti Chamberlain þjóðina ein- dregið til þess að vera samhuga og kjarkmikla og hætta ekki baráttunni fyrr en „villidýrið hefði verið afvopnað". Winston Churchill mun að líkindum ljúka stjórnarmynd- un sinni í dag. Franska stjórnin hefir verið endurskipulögð og taka nú allir helstu flokkarnir þátt í henni. SEINUSTU FREGNIR. STJÓRNARMYNDUNINNI ENN EKKI LOKIÐ. Samkvæmt seinustu fregnum hefir Winston Churchill ekki enn lokið stjórnarmyndun Roosevelt Einkaskeyti frá United Press. London f morgun. D OOSEVELT forseti áyarp- aðí í gær alameríjska vís- indamannaþingið, sem nú sit- ur á rökstólum í Washington. Ræddi hann hið nýja viðhorf, sem skapast hefði í heimin- um við innrás Þjóðverja í Belgiu, Holland og Luxem- burg. Vár hann harðorður mjög í garð Þjóðverja. Roosevelt komst m. a. svo að orði: „Vér erum hryggir og reiðir yfir hinum miklu harmafregnum frá Belgíu, Hollandi og Luxemburg. Vér neyðumst til þess að líta svo á, að þessi beiting vopna- valdsins sé bein ögrun við sið- menninguna, sem við Ame- ríkumenn búum við. VÉR MUNUM ALLIR REIÐUBÚNIR TIL ÞESS AÐ VERJA MEÐ ÖLLUM MEÐ- ULUM, EF ÞESS GERIST ÞÖRF, VlSINDI OKKAR, TRÚ, FRELSI OG MENN- INGU." sinni. Það er hálft i hvoru bú- ist við, að hann endurskipi að- eins striðsstjórnina i bili. Þvi er ákaflega vel tekið um alt Bretland, að Churchill tekur við völdum, en Chamberlain er hælt fyrir föðurlandsást og fórnfýsi. Hann tekur sæti í stjórn Churchills. Manchester Guardian segir, að Churchill sé eini íhaldsmað- urinn, sem frjálslyndir og jafn- aðarmenn vilji starfa með í stjórn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.