Vísir - 21.05.1940, Blaðsíða 1
—---------'
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Ðiaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 Ifnur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 21. maí 1941.
114. tbl.
Þjóðverjar segrjast liafa
tekið Laon ogr Pérronne,
eii Frakkar tilkynna, að þeir Iiafi gert
gagnárás f y rir norðan Laon.
Bókasafniö fræga í Louvain bpunnið til kaldra kola.
EINKASKEYTI PRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
Á vígstöðvunum í Norðvestur-Frakklandi var mikið
barist í gær og samkvæmt tilkynningum Þjóðverja hafa
vélahersveitir þeirra enn sótt fram. Tilkynna Þjóðverj-
ar, að hersveitir þeirra hafi tekið Laon með áhlaupi en
sú borg er að eins 51 kílómetra frá Reims. Þetta verður
að teljast mjög mikilvægur sigur, og með töku Laon
hafa Þjóðverjar bætt að verulegum mun aðstöðu sína í
sókninni til Parísar. í breskum blöðum og frönskum
fregnum hefir verið leidd athygli að því, að sókn Þjóð-
yerja hefði sveigst til norðvesturs, og þeir myndi ekki
leggja höfuðáherslu á að ná París nú, heldur hafnar-
borgunum á norðvesturstrónd Frakklands, en með
töku Laon er sýnt, að þeir stef na enn liði sínu í áttina
til Parísar. Ennfremur segjast Þjóðverjar hafa tekið
Pérronne norðvestur af St. Quentin.
Taka hvorugra fyrrnefndra borga — Laon og Perrone — er
viöurkend í frönskum tilkynningum. I þeim er því haldið fram,
að barist sé af sama ákafa kringum St. Quentin og Cambrai og
taki breskar skriðdrekasveitir þátt í bardögunum með Frökk-
um. Manntjón og hergagna segja Prakkar mikið í liði Þjóðverja
og er svo að sjá, sem skriðdrekasveitir Bandamanna og Þjóð-
verja sæki fram á vixl, og ekki sé um neina fasta víglínu að ræða.
Við Montmedy segja Frakkar, að Þjóðverjar haldi uppi stöð-
ugum áhlaupum og hafi fótgönguliði þeirra verið teflt fram aft-
ur og aftur að undangenginni stórskotahríð, en áhlaupunum
hafi verið hrundið, og eini árangurinn sé sá, að Þjóðverjar hafi
náð einu forvirki Maginotlínunnar, en slík virki eru mörg fyrir
framan Maginotlínuna sjálfa.
Frakkar sögðu í tilkynningum sínum í gær, að þeir hefði Cam-
brai á sínu valdi, og í breskum tilkynningum var sagt, að Þjóð-
verjar hefði verið of fljótir á sér, að tilkynna töku St. Quentin.
Miklar viðureignir eru stöðugt í lofti, og hafa einkum árásar-
flugvélar Breta verið mikið á ferðinni, og valdið miklum
skemdum á samgönguleiðum aftan víglínu Þjóðverja, og nætur-
flugleiðöngrum til Vestur-Þýskalands, í þeim tilgangi að valda
tjóni á hernaðarstöðum, er haldið áfram.
Kanadamenn senda aukið
herlið til
EINKASKEYTI frá United Pregs, London í morgun,
McKenzie King, forsætisráðherra Kanada, skýrði frá því í
fulltrúadeild sambandsþingsins í gær, að ríkisstjórnin hefði á-
kveðið að stofna þriðja kanadiska herfylkið, til þess að senda
til vígstöðvanna í Evrópu. Jafnframt boðaði hann, að safnað
yrði liði til þess að fylla í skörð fyrsta og annars herfylkis. Ýms-
ar ráðstafanir aðrar verða gerðar til þess að auka þátttöku Kan-
adamanna í styrjöldinni, aðallega á sviði lofthernaðarins.
McKenzie hefir símað Winston Churchill forsætisráðherra
og fullvissað hann um, að Kanada muni halda áfram nánu og
auknu samstarfi við Bretland, til þess að fullnaðarsigurinn muni
falla Bandamönnum í skaut.
1 útvarpsfréttum frá París
segir, að Bandamenn hafi gert
gagnáhlaup fyrir norðan Laon,
eftir að Þjóðverjar höfðu gert
mörg áhlaup á þessum hluta
vígstöðvanna, en þeim var öllum
hrundið. Ákafir bardagar standa
yf ir beggja megin f leygsins, sem
Þjóðverjar hafa rekið inn í
Frakkland. Reyna Þjóðverjar að
breikka fleyginn, en Bandamenn
gera áhlaup beggja megin f rá, til
þess að hindra það.
1 tilkynningum frá yfirher-
stjorn Breta í Frakklandi, segir,
að í gær haf i vélahersveitir Þjóð-
verja gert hvert áhlaupið á fætur
öðru fyrir sunnan Scarpe-fljót
og á varnarstöðvar Bandamanna
viðSchelde. Bandamenn hrundu
þessum áhlaupum algerlega.
Belgiski herinn hefir átt mik-
inn og góðan þátt í að hindra
frekari framsókn Þjóðverja og
hafa belgisku hermennirnir bar-
íst vasklega í orustum þeim, sem
háðar hafa verið til þess að
stemma stigu við innrás Þjóð-
verja.
1 seinustu tilkynningum Frakka
segir, að hersveitum Þjóðverja
sé hætta búin, þar sem þær hafa
sótt lengst fram, vegna árása
Bandamanna beggja megin frá.
Á það er ekki minst, að Þjóð-
verjar hafi tekið Laon og Pérr-
onne.
ERLENDIR BLAÐAMENN
HEIMSÆKJA LOUVAIN. —
BÓKASAFNIÐ FRÆGA
BRUNNIÐ.
Erlendir blaðamenn hafa far-
ið til Louvain í Belgíu, sem
Bretar og Belgíumenn urðu að
yfirgefa, þegar Þjóðverjar voru
að brjótast í gegnum varnar-
virki Frakka í Norður-Frakk-
landi. Ýmsir hlutar borgarinnar
eru í rústum. Allir íbúar borgar-
innar voru f lúnir, er blaðamenn-
irnir komu þangað.
Engar skemdir eða sára litl-
ar hafa orðið á tveimur fræg-
ustu byggingum borgarinnar,
ráðhúsinu og dómkirkjunni, en
bókasafnsbyggingin fræga hefir
eyðilagst í eldi og logar enn í
rustunum.
Háskólaborgin Louvain stend-
ur við Dylefljót, um 30 kíló-
metra frá Briissel. Louvain er
allmikil iðnaðarborg og menta-
setur stórfrægt. I innrás Þjóð-
verja 1914 varð ráðhúsið ekki
fyrir skemdum, en dómkirkjan
skemdist hinsvegar allmikið, en
viðgerð hef ir f arið f ram á henni.
— Louvain er frægust fyrir há-
skóla sinn, sem var stofnaður
1423. Bókasafnið fræga brann í
ágúst 1914 og er það tjón óbæt-
anlegt, því að handrit og bækur
safnsins eyðilögðust í eldinum.
Bandaríkjamenn endurreistu
háskólabyggingarnar og háskól-
anum bárust gjafir frá háskól-
um um víða veröld. Nýja há-
skólabyggingin var opnuð 1928.
Sjötug
verður á morgun merkiskonan
Benía S. Illugadóttir, Hólmfasts-
stöðutn í Njarðvíkum.
Hefja Rúss-
ar árás á
Mmeaíu?
Rússap flytja her^
liö til landamæra
Bessapabíu.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Fregnir frá Budapest herma,
eftir áreiðanlegum heimildum,
að Rússar flytji mikið herlið —
að sögn mörg herfylki — til
landamæra Bessarabiu, héraðs
þess í Rúmeníu við landamæri
Sovét-Rússlands, sem Rúmenar
fengu upp úr Heimsstyrjöld-
inni, en það hefir komið í ljós
við ýms tækifæri i seinni tið,
að Rússar hafa hug á að fá
Bessarabiu aftur, þrátt fyrir
fyrri yfirlýsingar í gagnstæða
átt. Ennfremur eiga rússneskir
herflutningar sér stað i nánd
við landamæri Rutheniu (Karp-
ato-Ukraine), austasta hluta
gömlu Tékkóslóvakíu.
Rússneskir stjórnmálamenn
neita því ekki, að fregnir þess-
ar séu réttar.
Það er litið svo á i Budapest,
að Rússar búi sig undir að hef ja
þegar i stað ihlutun í styrjöld-
ina, ef hún breiðist út á Balk-
anskaga.
Afstaúa Banda-
ríkjaniia.
EINKASKEYTI TIL VlSIS.
London, i morgun.
Fregnir frá Bandarikjunum
herma, að almenningur snúist
æ meir gegn yfirgangsstefnu
Þjóðverja, og hefir árásin á
Holland og Belgiu ráðið úrslit-
um í þessu efni. Margir Banda-
ríkjamenn af þýskum ættum
hafa gengið fram fyrir skjöldu
til að fordæma hina þýsku á-
rás. Stjórnmálamenn i Banda-
ríkjunum eru farnir að gera
sér það ljóst, að eftir því sem
hættan af hinum þýska yfir-
gagni eykst, verður Ameríku-
ríkjunum æ hættara, enda vek-
ur endurhervæðingartillaga
Roosevelts forseta hina mestu
ánægju, jafnframt þvi sem því
er alment haldið fram, að end-
urhervæðing Bandaríkjanna
megi ekki kosta það, að Bret-
um og Frökkum verði ekki eft-
ir sem áður selt það af flug-
vélum, sem þeir þarfnast.
„Daily Telegraph" bendir á
það, hve góðan vilja Bandarík-
in hafi sýnt i þá átt, að hjálpa
Bandamönnum eftir megni og
eins og frekast hefir verið unt
í samræmi við hlutleysislög-
gjöf þeirra.
„Breska þjóðin dáist að hinni
hetjulegu vörn herjanna á vest-
urvigstöðvunum", segir Times
í forystugrein um viðureignina
i Frakklandi. „Bæði breska og
franska þjóðin eru nú ákveðn-
ari en nokkru sinni fyr að
þreyta mótstöðuna við ofbeld-
ið og yfirganginn, þar til fullur
sigur er unninn og Evrópa get-
»Engin ástæða til
að örvænta«
segir Daily Telegraph
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London, í morgun.
Striðsfréttaritari Daily Tele-.
graph á vesturvígstöðvunum
simar blaði sínu á þá leið, að
ástandið sé að vísu alvarlegt,
en það sé alls engin ástæða til
að örvænta. „Þjóðverjar nota
nú alt að helming þeirra 12
skriðdrekaherfylkja, sem þeir
eiga, en þessi herfylki hljóta
að nota að minsta kosti 1000
smálestir af bensini á sólar-
hring."
Að þessari niðurstöðu kveðst
fréttaritarinn komast með eft-
irfarandi útreikningi:
Sex skriðdrekaherdeildir
hafa um 3000 skriðdreka, en
þeir taka i einu að minsta kosti
2000 smálestir af bensíni eða
olíu. Minstu skriðdrekarnir
komast um 150 mílur á oliu-
forða sínum, en þeir stærstu
ekki nema um 50 mílur. Eftir
framsókn þýsku vélahersveit-
anna að dæma, verður ekki
betur séð en að þær noti þvi
að minsta kosti 1000 smálestir
á dag.
Þegar allar vigvélar Þýska-
lands eru í gangi, nota þær
bensín og oliu sem svarar 12
miljón smálestir á ári, en það
er helmingi meira en Þýska-
land notar að meðaltali á ári
á friðartimum (að meðtöldum
heræfingum o. þ. h.). Ofan-
greint bensínmagn svarar til
helmings hinnar daglegu notk-
unar vélknúinna skriðdreka og
hjálpartækja þeirra, en það
tekur ekki til notkunar loft-
hersins.
Bendir fréttaritarinn að lok-
um á, að með stöðugt erfiðari
aðflutningum bensíns og stöð-
ugt harðnandi baráttu, ásamt
því að breski flugherinn hefir
eyðilagt stórar bensinbirgðir í
Hamborg og Bremen, muni nú
ganga mjög á varabirgðir
Þýskalands af olíu og bensíni.
ur fagnað friði á ný. Báðar
þessar þjóðir hafa áður orðið
að horf ast í augu við óvigan á-
rásarher, en þá tókst að stöðva
hann og það mun takast afur."
FranGonia og Lan-
castria sökíH
•
Isiemlinyar verjast
ennliá hraustlega
í fjöllununt!
Frá því var skýrt í þýska
útvarpinu í gær, að því er Vísi
var tjáð í morgun, að enn
væri barist á íslandi.
Herflutningaskipimum báð-
um, Franconia og Lancastria,
hefði verið sökt, en þess var
pkki getið, hvar þau hefði ver-
ið, hvort það hefði verið hér
á ytri höfninni eða þau verið
farin héðan. Hins er heldur
ekki getið, hvort íslensk
„strandvirki" hafi tekist að
sökkva þeim eða á hvern hátt,
það hefði verið gert.
Loks var frá því skýrt, að
flokkar íslendinga, sem hafi
orðið að hörfa frá ströndinni
fyrir ofurefli innrásarhers-
ins breska, verjist ennþá
vasklega uppi í fjöliunum.
Sveitir þessar hafi ekkertsam-
band sín á niilli og sé þær
miklu ver útbúnar en Bretar,
en f jöllin sé torsótt og Islend-
ingar sýni þess engin merki,
að þeir myndi gefast upp.
Þegar Vísir fór í pressuna
lágu Franconia og Lancastria
hér á ytri höfninni, enn á
floti. Fréttaritarar Vísis úti
um land hafa ekki símað um
neina bardaga ennþá. Kann-
ske það sé ritskoðun að
kenna?
I
Næturakstnr.
Litla Bílstöðin, Lækjartorgi, sirni
1380, hefir opið í nótt.
Þar sem íeður þeirra börðust
Þessir herrríenn frá Wales eru á gangi á þeim slóðum, þar sem feður þeirra börðust í Heimsstyrj-
öldinni. Bústirnar eru „minjagripir" frá þeim tímum. Nú eru Þjóðverjar komnar á gamlar víg-
stöðvar, við Somme, en eftir er að vita hvort Bretar berjast þar eins hraustlega nú og fyrir aldar-
fjórðungi.