Vísir - 23.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 23.05.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR Góðir gestir, sem komu til landsins í gær Viðíöl virt Svein ltjörnssou lemlili. og: þá Ve§tur l§lending:a, er liingart hafa veríö hoðnir. frúin jafnvel án nokkurs hreims annarar tungu. Þeim hjónum hefir orðið sex harna auðið, sem öll eru upp- komin og öll mæla á íslenska tungu með mestu prýði. Elsti sonur þeirra hjóna, Hjálmar, er starfandi í landbúnaðar- ráðuneytinu í Washington og hefir þar prýðilega stöðu. Valdemar, sem dvaldi hér ár- ið 1933 og aflaði sér fjölda vina, og Gunnar Björn eru báð- ir blaðamenn við The Minnea- polis Tribune, en yngsti sonur þeirra hjóna er nú 21 árs að aldri og er um það bil að út- skrifast úr háskóla vestra, og ætlar liann sér einnig að leggja stund á blaðamensku. Tvær dætur þeirra hjóna, Helga og Stephania, komu einnig hing- að til lands árið 1937 og dvöldu hér nokkuð, en höfðu þá áður um sumarið farið um Mið-Ev- rópu og Norðurlönd. Er Step- hania gift bókaverði við há- skólasafnið í Ohio. Öll hafa börn þeirra hjóna útskrifast úr háskóla, og þannig notið þeirr- ar bestu mentunar, sem auðið er að afla sér. Þótt atburðir þeir, sem hér hafa skeð að undgpförnu, setji nokkurn skugga á komu þessa ágætu Ianda vorra, vonum vér að dvöl þeirra hér á landi megi verða þeim, sem ánægjulegust. Hafa þau í huga að vera um tvo mánuði í ferðinni í alt. Má vel vera, að Vísir geti flutt af þeim nánax-i fregnir síðar og frekari upplýsingar en kostur er á að þessu sinni. York, þegar fregnin barst. Mér heyrðist andinn í íslendingum þar vera sá, að þeihi þætti beti'a, að Bretar gripu til þessa ráðs, lieldur en ef Þjóðvéi’jar hefði oi’ðið fyrri til.“ „Hvað hyggst þú að dvelja hér?“ „Eg þarf að vera kominn heim 5. ágúst, svo að eg fer sennilega héðan í júlimánuði. Mun eg nota tímann til þess að ferðast eitthvað, um Borgar- fjörð og kannske víðar.“ Nokkru fyrir miðnætti í nótt kom Dettifoss hingað til bæjar- ins úr Ameríkuferð. Með honum komu allmargir farþegar, þar á meðal voru: Sveinn Björnsson sendiherra og sonur hans Hen- rik cand. juris., ennfx-emur þeir Ásmundur Jóhannsson og frú og Árni Eggertsson og frú báðir í boði Eimskipafélags íslands, og Gunnar B. Björnsson og frú í boði Þjóðræknisfélagsins. — Gunnax B. Björnsson og frú Ásmundur Jóhannsson. Ásmundur P. Jóhannsson er sá Vestur-íslendingur, sem tíð- ast hefir komið heim til „gamla landsins“, því að hann er nú bú- inn að fara tíu ferðir fram og aftur milli islands og Vestur- heims. Hefir hann altaf dvalist hér, þegar hann hefir komið, fram eftir sumri og ávalt far- ið norður í Húnavatnssýslu, á æskustöðvarnar, og þá brugð- ið sér í göngumar með sveit- ungum sínum. Er hann hesta- maður og hefir haft mikið yndi af að fara í göngur og hugurinn 1 þá átt altaf hinn sami. Er Ás- mundur löngu orðinn mönnum Aðalfundur Varðarfélagsins MEÐ aðalfundi Varðaifélags- ins, sem haldinn verður í kvöld, má telja, að lokið sé vetrarstai’fsemi flokksfélaganna, að þessu sinni. Það er yfir þvi kvartað, og vafalaust að nokkru með réttu, að flokksstarf Sjálf- stæðisflokksins sé ekki eins fjörugt og vera þyrfti. En þó er ef til vill gert meira úr Jxessu en vert ei’. Á seinustu árum hefir flokksstarfsenxin eflst á tvenn- an hátt. Konur fara að taka miklu meiri þátt í floklcsstaif- inu en verið hafði, og verka- menn fara að skipa sér i félög innan flokksins. Að þessu lxvort- tveggja er flokknum liinn mesti styrkur. Sjálfstæðiskvennafé- lagið Hvöt er fimm ára gamalt. Það hefir frá uppliafi slarfað af miklum dugnaði og áhuga. Fundir eru þar haldnir reglu- lega, oftast mjög vel sóttir og umræður jafnan fjörugar. Hafa sjálfstæðiskonur sýnt það, að þær ei’U síst eftii’bátar karla, hvað fundarsókn snertir og flokksáhuga. En út frá Hvatax'- félaginu hafa verið stofnuð sjálfstæðiskvennafélög víða um land. Á landsfundi flokksins í vetur sátu margir fulltrúar sjálfstæðiskvenfélaga víðsvegar að. Á sama hátt hefir Óðinn, fé- Iag sjálfstæðra verkamanna, orðið til þess að vekja nýjar fé- lagsstofnanir út um landið. Fé- lög sjálfstæðra verkamanna hafa leitt í Ijós, að flokkurinn nýtur meira fvlgLs í verka- mannastéttinni, en ætlað hafði verið. Þeim samtökum er það að þakka, að sjálfstæðismenn skipa nú meirihluta í stjórn stærsta verkamannafélags höf- uðstaðarins og fara einir með stjórn vei’kamannafélagsins Hlif í Hafnarfirði. Þessi sam- tök sjálfstæðisverkamanna efl- ast nú óðum og þar með vissan um, að jafnrétti og lýðræði komist á innan verklýðssain- takanna. Varðarfélagið er elsta og á- hrifamesta félag Sjálfstæðis- flokksins. Það starf, sem félag- ið hefir unnið á undanförnum árum, verður seint metið. Það hefir komið i ljós við hverjar kosningarnar eftir aðrar, hæði til bæjarstjórnar og Alþingis, að fylgi flolcksins hefir reynst meira en jafnvel hinir bjart- sýnustu höfðu spáð fyrir. Þótt margra hafi þar notið við, er óhætt að fullyrða, að úrslitin hefðu ekki orðið jafn glæsileg og reynst hefir, ef Varðarfé- lagið hefði ekki haft þar ör- ugga forustu. Þar liafa margir áhugasamir menn lagt fram mikið starf og óeigingjarnt Sjálfstæðisflokknum til við- gangs. Á þeim viðburðariku tímum, sem nú ganga yfir, er eðlilegt að hugurinn hvarfli venju frem- ur frá hinum hversdagslegri viðfangsefnum. En menn mega þó ekki láta þá atburði, sem eru með öllu óviðráðanlegir draga úr áhuga sínum, hvorki í daglegum störfum, né þeim málefnum, sem þeir berjast Dettifoss var liðlega 10 sólar- liringa liingað í ferð sinni frá New York, og hafði ferðin geng- ið að óskum. Allmikill mann- fjöldi Iiafði safnast saman á uppfyllingunni til jxess að fagna hinum góðu gestum. Var þar á meðal utanríkismálaráðherra Stefán Jóh. Stefánsson, stjórn Eimskipafélags íslands og framkvæmdastjóri, stjórn Þjóð- ræknisfélagsins o. fl. o. fl. Flestir þessara gesta húa að Hótel Borg, en þar er nú fjöl- menni mikið, með því þar er hópur breskra gesta fyrir. Var í ráði að Garður yrði rekinn í sumar sem gistihús, en af því varð ekki með því að liann var tekinn til annarar notkunar. Hvarf því Þjóðræknisfélagið að því ráði að útvega gestum sín- um húsnæði utan gistihúsa, og búa þau hjónin Gunnar B. Björnsson og frú hans hjá Árna G. Eylands forstjóra, -— fyrst um sinn þar tii önnur ráðstöf- un kann að verða á gjör. Tíðindamönnum Vísis hefir tekist að hitta alla ofangreinda menn að máli, og fara viðtöl við þá hér á eftir: Sveinn Bjömsson sendi- herra. Tíðindamaður Vísis hitti Gunnar B. Björnsson og frú Iians að máli í morgun, á lieim- ili Árna G. Eylands, og spurði þau tíðinda af ferðinni. Töldu þau bæði, að hún liefði gengið að öskuin. Veður var liið fegursta alla leiðina frá New York, aðhúð öll hin hesta um horð, og sambúðin var eins og uni eina fjölskyldu væri að ræða, er kynning lxafði tekist með farþegunum. Sérstaklega gátu þau lijónin þess, að Sveinn Björnsson sendiherra hefði ver ið hrókur alls fagnaðar, en lögðu þó allir sitt til. Er Gunnar B. Björnsson og frú hans voru rétt um það bil að koma tif New York, barst þeim fréttin um hernám ís- lands, og drógu þau i efa, að þau myndu hafa lagt upp í ferðina, liefðu þau vitað að svo var komið málum áður en þau fóru að heiman. I New York voru þau stödd laugardaginn 11. maí, er Is- landsdeild heimssýningarinnar var opnuð, og voru þar við- stödd og skoðuðu sýninguna. Ræðuhöld voru mikil við þetta tækifæri, en sýningin sjálf er með svipuðu fyrirkomulagi og í fyrra, en þó nokkuð aukin og endurbætt. Sunnudaginn 12. maí lögðu þau svo úr höfn með Dettifossi. Gunnar B. Björnsson er fæddur á Héraði eystra, en frú lxans að Hóli í Hörðudal. Hafa þau dvalið vestra um fjölda- mörg ár, en þrátt fyrir það tala þau bæði íslensku prýðilega, og SVEINN BJÖRNSSON SENDIHERRA. Tíðindamaður Vísis átti stutt viðtal við Svein Björnsson sendi- herra árdegis í dag. Er tíðinda- maður hafði boðið sendheirra velkominn heim og spurt hann tíðinda, sagði sendiherra: „Eg hefi því miður naurnan tíma til viðtals, þvi að eg er á leið á fund með ríkisstjóminni. En þér getið sagt lesendum fyrir. Sjálfstæðismenn hafa komist að raun um það, að inn- an samstarfsflokkanna hefir ekki dregið úr flokksstarfinu. Það er þess vegna síður en svo | ástæða fyrir sjálfstæðismenn til | að halda að sér höndum. Reynslan gæti þvert á móti bent til þess, að flokknum hafi ald- rei verið meiri þörf á því en ein- initt nú að efla starfsemi sína sem allra mest. Allur þorrinn af sjálfstæðismönnum telur, að málstaður flokksins hafi ekki notið sín sem skyldi í þeirri stjórnarsamvinnu, senx liófst í fyrra. Það er augljóst mál, að ekki mundi draga úr ágengni fornra andstæðinga, ef fylgi flokksins færi rénandi. Þess vegna ríður á að efla flokks- starfsemina eftir fremstu getu, bæði í félögum og á annan liátt. Það ætti ekki að þurfa að livetja menn til að sækja aðal- fund Varðarfélagsins í kvöld. Sjálfstæðisstefnan á mikið und- ir því, að þetta félag starfi af áliuga og dugnaði. Þótt komið sé fram á vorið og margt dreifi huganum, eiga góðir sjálfstæð- ismenn ekki að Iáta það aftra sér frá því að sækja aðalfund elsta og áhrifamesta sjálfstæð- isfélagsins á landinu. a blaðs yðar, að eg muni segja nokkur orð í útvarpið í kvöld.“ „Getið þér sagt mér lítilshátt- ar frá íslendingum erlendis?“ „Sendiherraskrifstofan reyndi að ná sambandi við sem flesta Islendinga á Norðurlöndum og í Þýskalandi og samkvæmt þeim upplýsingum, sem liún tékk, líður þeim vel.“ „Hvernig gekk ferðin heim?“ „Hún gekk vel, en var löng og krókótt. Eg fór frá Kaup- mannahöfn 24. apríl til Berlínar og fór loftleiðis. Var eg þar liálf- an annan dag. Þaðan hélt eg svo til Genúa og fór í hafskipinu Rex til Vesturheims. Gekk ferð- in ágætlega." „Og er vestur kom?“ „Eg var svo heppinn, að Dettifoss fór tveimur dögum eftir komu mína þangað. Og ferðin heim gekk mjög að ósk- um.“ Tíðindamaðurinn spurði sendiherra um það, hvort Vilh. Finsen, aðstoðarsendiherra í Oslo, myndi væntanlegur heim, en það var jafnvel talið, að hann myndi verða sendilierra sam- ferða. Svo varð ekki, en sendi- herra kvaðst hafa liaft samband við Finsen tvívegis, en það liefði verið erfiðleikum bundið að ná því. Islendingum í Noregi leið vel, eftir því sem Finsen best vissi. Tími sendiherra leyfði ekki frekara viðtal. Revyan, ForSum í Flosaporti, var leikin í gærkveldi fyrir troðfullu húsi á- horfenda og ætlaði fagnaðarlátun- um aldrei að linna. Fjölmargir urðu frá að hverfa án þess að fá aðgöngumiða. Næsta sýning er annað kvöld kl. 8^2. Aðgöngu- miðar í dag frá kl. 4—7. son. Tíðindamaður Vísis hitti Árna Eggertsson að máli að Hótel Borg árdegis í dag og bauð hann velkominn heim. Engir eru oss meiri aufúsugestir en Vestur-íslendingar, og engir gestir koma hingað glaðari og með meiri tilhlökkun en þeir, og þótt þeir Árni Eggertsson og Ásmundur P. Jóhannsson, sem tíðindamað- urinn einnig átti viðtal við, komi Vestur-íslendinga tíðast heim, er gleði þeirra alt af jafnmikil og ánægjan yfir heimkomunni. „Hvað hefir þú oft lagt leið j þína }Tir liafið lieim til ís- lands?“ spurði tiðindamaður- inn. „Það er í áttunda sinni, sem eg kem“, svaraði Árni Eggerts- son, „og það er jafnánægjulegt að koma heim sem altaf — og vitanlega kunnum við vel að meta þann heiður, sem okkur Vestur-lslendingum hefir ver- ið sýndur með lieimboðinu, en eins og þér er kunnugt, kom- um við Ásmundur hingað, á- samt konum okkar, í boði Eim- skipafélags Islands.“ „Hvernig gekk ferðin heim?“ „Ágætlega. Við fengum kyrt veður mestan hluta leiðarinn- ar og skipsmenn sögðu, að þetta væri besta ferðin, sem þeir hefðu farið milli NewYork og Reykjavikur.“ „Hvernig er afkoma Vestur- íslendinga?“ „Þeim líður yfirleitt vel og afkoma þeirra góð. Uppskera var góð s.l. haust og er það j vitanlega altaf mikilvægt, að því er hag manna og afkomu snertir. Vestra hjá okkur er vanalega mikil vinna við bygg- ingar o. fl. að vor- ög sumar- lagi, en sennilega verður hún eitthvað minni en vanalega vegna stríðsins.“ „Hefir dýrtíð aukist mikið vegna stríðsins?“ „Nei. Lög voru sett til þess að lialda verðlagi í því horfi, sem það var. I Bandaríkjunum hefir hinsvegar verðlag á ýmsu liækkað mikið.“ „Hafa margir íslendingar vestra farið í stríðið?“ „Allmargir. En ekki veit eg tölu á þeim. Allir, sem fara, eru sjálfboðaliðar, og við bú- umst ekki við, að herskylda verði lögleidd. Var það mjög að aukast, að menn gæfi sig fram sem sjálfboðaliðar í kan- adiska herinn.“ „Var mikið um hernámið rit- að í blöðin vestra.“ „Mjög mikið. Eg var í New Arni Eggerts- VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengiö inn frá Ingólfsstræti). Símar 16 60 (5 línur). Verð Icr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. FélagsprentsmiSjan h/f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.