Vísir - 30.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 30.05.1940, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Kristj án Guðlaug Skrifstofur: sson Félagsp rentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri ] Biaðamenn Simi: Auglýsingar > 1660 Gjaldkeri ] 5 línur Afgreiðsla j 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 30. maí 1940. 122. tbl. ÞAÐ, SEM CHURCHELL ÁTTI VIÐ: Meginliliití breska hersins fyrir norðan Nomme verðiir nd velja iiiilli nppfgjafar og* torAimingrar----- EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Imorgunblöðunum kemur það nú fram, að almenningi i Bretlandi er að verða Ijóst, hvað Churchill átti við, er hann bað neðri málstofuna að vera við því búna, að mikil og þungbær tíðindi kynni að berast næstu daga. Mönnum er f arið að skiljast, að það sem Churchill átti við, væri það, að mjög vaf asamt er, að meg- inþorra breska hersins fyrir norðan Somme verði undankomu auðið. Stjórnmálafréttaritari News Chronicle segir í morgun, að þótt nokkur hluti hers Breta og Frakka fyrir norðan Somme geti komist undan sjóleiðina, verði mikill hluti breska hersins að líkindum að velja milli uppgjafar og tortímingar. Hinar einangruðu her- sveitir geta varla búist við því, að geta rutt sér braut þvert yfir skarð það, sem Þjóð- yerjar hafa myndað í viglínu Frakka, til þess að sameinast bresk-franska hernum fyr- ir sunnan Somme. Daily Mail segir í ritst jórnargrein, að bresku hermennirnir verði að búa við hina stór- kostlegustu skothrið, sem nokkur her hefir orðið fyrir — stórskotahrið, sem sé svoáköf, að erfitt sé að gera sér í hugarlund hversu geigvænleg hún er. Hermálasérfræðingar, sem skrifa um horfurnar á vígstöðvunum, segja að her Wey- gands sé stöðugt að búast um á Sommevígstöðvunum (fyrir sunnan Sommefljót) og hafi her þessi mikinn f jölda vélknúinna hergagna. Þeir benda á það í greinum sinum, að Bandamönnum sé nærri óbætanlegt tjón að því, að missa hafnarborgirnar Calais, Dunkerque, Ostende og Zeebriigge. 1 tilkynningum Breta og Frakka í morgun snemma seg- ir, að her þeirra i Belgíu haldi áfram undanhaldi sínu til sjáv- ar og sé herinn ótvístraður. 1 gærkveldi var tilkynt í Frakk- landi, að tekist hefði að tefja framsókn hersins, og hefði Bandamönnum tekist að koma sér upp varnarlínum, þar sem veitt væri öflug mótspyrna. 1 breskum tilkynningum i morg- un segir, að flugherinn hafi veitt her Bandamanna i Fland- ern hina mikilvægustu aðstoð, með stöðugum árásum á her Þjóðverja. Brottflutningur hers Bandamanna fer fram frá Dun- kerque, hafnarborg í Frakk- landi, skamt frá belgisku landa- mærunum. Þjóðverjar hafa gert ítrekaðar tilraunir til árása á borgina og valdið þar miklum skemdum, en þrátt fyrir það hefir verið unt að halda áfram brottflutningi he^sins, og er það viðurkent af Þjóðverjum, að herflutningaskip hafi komist yfir sundið. Franskar og bresk- ar hersveitir hafa komið sér upp varnarstöðvum fyrir utan Dunkerque og breskt sjólið að- stoðar þá i vörninni. Frönsk og bresk herskip taka einnig þátt i henni og vernda skipin, sem flytja herliðið á brott. Herlið er einnig flutt á brott á herskipum. Að svo stöddu verður ekki sagt um hversu miklum hluta hersins tekst að komast undan. Er hér um mikinn her að ræða. Opinberlega liggur ekkert fyrir um, hversu mannmargur hann er, en það er giskað á, að í hon- um séu 500.000—700.000 menn. Að sjálfsögðu verður s'vo raik- 511 her ekki fluttur á brott í skyndi, en aðstaðan við brott- flutninginn er hin erfiðasta, vegna stöðugra árása Þjóðverja úr lofti. Georg Bretakonungur sendi Gort lávarði, yfirmanni breska hersins, skeyti í gær, og lýsti að- dáun sinni og þjóðarinnar á hetjulegri vörn hersins. Sagði konungur, að herinn i Flandern hefði unnið afrek, sem væri sambærilegt við hin mestu af- rek, sem um gæti í sögu breska hersins. Gort lávarður svaraði með stuttu skeyti og þakkaði orðsendingu konungs og kvað ¦herinn mundu gera alt, sem hann gæti, til þess að viðhalda þeirri hefð, sem breski herinn hefði uimið sér. Síðustu fregnir. í seinustu tilkynningum Frakka segir, að her Frakka og Breta haldi áfram að hörfa und- an og sé Þjóðverjum veitt hin hárðvítugasta mótspyrna á und- anhaldinu og mannfall sé stöð- ugt gífurlegt í liði þeirra. í til- kynningunni segir, að barist sé við Yserfljó^, alt til Cassel, en Yserfljót á upptök sín í Frakkl. skamt frá Cassel, sem er 32 km. suðaustur af Dunkerque. Bandamenn berjast af hinni mestu hreysti og þykir vörn þeirra fyrir norðan Somme hvarvetna hin frækilegasta. Bretar skutu niður yfir 50 þýskar f lugvélar í gær. I tilkynningum Þjóðverja er einnig rætt um bardagana við Yser og vörn Bandamanna þar talin vonlaus. Borgin Lille hefir verið umkringd, segja Þjóðverj- ar, og í Belgíu hefir þýskur her farið gegnum Briigge og tekið hafnarborgina Ostende. Þýskar hersveitir eru komnar til Dix- muiden. Vörn enska hersins í Flandern er talin vonlaus, og auk þess sem þýskar flugvélar halda uppi stöðugum árásum á Dunkerque hafa þeir nú aðstöðu til þess að skjóta á borgina af fallbyssum, en annarstaðar á víðstöðvunum í norðurhluta Flandern hafa Þjóðverjar nú að- stöðu til þess að koma við fall- byssum sínum. Eiioin lyrirtÉi i Irelliill lá li haoiiast á sttjMlul. Yfirlýsing Sir Kingsley Wood. WBWBBW—' Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Sir Kingsley Wood, fjár- málaráðherra Bretlands, flutti ræðu i neðri málstofunni i gær og boðaði, að stríðsgróðaskatt- urinn (excess profit tax) yrði látinn ná til allra fyrirtækja í landinu — en ekki aðeins til þeirra, sem vinna að styrjaldar- framleiðslunni. Skattur þessi er 100% og rennur því allur striðs- gróði til ríkisins. Sir Kingslcy sagði, að þjóðiu yrði að leggja á sig eins þungar byrðar og hún frekast gæti bor- ið, til þess að sigra, — en þjóð- in hefði altaf sýnt það, er mikið væri í húfi, að hún væri fús til þess að inna hinar þyngstu fórnir af hendi, og hann væri sannfærður um, að hún myndi gera það, og án þess að mögla. Sir Kingsley sagði, að ráðgert væri, að ofannefnd ákvörðun yrði látin koma til fram- kvæmda frá 1. april s. I. Þá boð- aði hann nýjar lántökur vegna striðsins. Verkamenn beðnir að afsala sér rétti til sumarleyfa. I stríðsframleiðslu-verksmiðj- um Bretlands er nú unnið dag og nótt. Verkamálaráðherrann hefir farið fram á það við verkamenn, að þeir taki ekki Frh. á bls. 4. LOFTÁRÁS. — Myndin er frá Siegfried-línunni og sýnir loftvarnaskyttur flýta sér úr byrgi sinu, þegar merki er gefið um að loftárás sé í nánd. Að baki Siegfried-linunni er alveg sérstakt loftvarna- svæði, sem kent er við Göring. Ægileg loftárás á Bodö. IBoi'giu í rústum — sid eins fá hiis uppistaralanfli í úthverfununi. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Þýskar flugvélar gerðu í fyrrakvöld hina ægilegustu loftárás á bæinn Bodö í Norður-Noregi. Fréttaritari Norsk Telegram- byraa, sem nú starfar í Stokkhólmi, var sjónarvottur að loft- árásinni, og var hann staddur ofarlega í hlíð, utan við bæinn, er hún fór fram. Segir hann að varpað hafi verið á annað hundr- að sprengikúlum og íkveikjusprengjum yfir borgina og einnig var skotið af hríðskotabyssum á hús og fólk. Bærinn stóð brátt í Ijósum loga og að eins fá húseru uppi- standandi í úthverfunum. Opinberar byggingar, bankar, sjúkra- hús, skólar, gistihús — alt stóð í Ijósum loga, er síðast frétt- ist, og var þá talið, að eldurinn myndi loga í rústunum í marga daga. Til allrar gæfu höfðu margir íbúanna verið fluttir á brott. Fréttaritarinn segir, að það hafi verið engu líkara en að sérstök áhersla hafi verið lögð á að leggja sjúkrahúsið í rústir, því að sprengjum var varpað úr lítilli hæð á báða enda hússins. I sjúkrahúsinu voru um 160 sjúklingar og voru þeir fluttir niður í kjallarann og mun flestum þeirra hafa verið bjargað, en enn er ekki kunnugt um manntjón. Eldur kviknaði í kolabingjum við höfnina og mannvirkjum þar og var reykjarmökkurinn svo mikill, að hann sást úr miklum hluta Norður-Noregs. Fréttarit- arinn segir, að þegar íbúarnir hefði haldið, að árásin væri um garð gengin, og þeir voru að tínast úr skýlum sínum, kom þýsk flugvél á ný og var skotið af hríðskotabyssum hennar á íbúana. Fréttaritarinn lýsti hinni ægilegu loftárás sem níðingsverki, er vart væri dæmi til — níðingsverki, sem norska þjóðin muni aldrei gleyma. Þúsundir manna eru heimilislausar eftir loftárásina. Bandaríkin veifa Bandamönnum aukna hjálp. Slakað til á hlutleysis- lögunum. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Cordell Hull, utanríkismála- ráðherra Bandaríkjanna, hefir slakað til á ákvæðum hlutleys- islaganna, til þess að gera Bandamönnum auðveldara að kaupa flugvélar þær, sem Bandaríkin hafa á boðstólum. Kemur þetta sér sérlega vel nú, þar sem stjórniri í Washington hefir nýlega leyft útflutning i allra nýjustu gerðum flugvéla, en það var bannað áður. Mátti þá ekki flytja flugvélarnar út fyrri en einu eða tveim árum eftir að þær komu á markaðinn í Bandaríkjunum. Tilslakanir á hlutleysislögun- um eru í því fólgnar, að flug- menn Bandarikjanna mega nú fara með flugvélarnar yfir landamæri Kanada. Áður var þetta svo að þeir urðu að lenda við landamærin og máttu ekki fara lengra. Nú þurfa þeir enn að lenda við landamærin og ýta flugvélunum yfir þau, en mega svo fljúga áfram til New Bruns- wick, Nova Scotia og Prince Edwardseyju. Aðalborgin á þessum slóðum er Halifax á N. S. — Flugmenn- irnir mega ekki fara til Ný- fundnalands. ítalip fara í stPídid inn- an f!áFPa daga segíp Mussolini. SAMKVÆMT fregnum, sem borist hafa frá Italíu, hefir Mussolini látið í ljós þá skoðun sína, aðl ítalir geti ekki staðið lengur utan við þann hildarleik, sem nú er háður í Evrópu, og að það sé aðeins um nokkura daga að ræða þar til ítalski herinn skerist í leikinn. Reynist sú raunin á mun ófriðurinn breiðast út til Norður-Afríku, þ. e. a. s. nýlendna Frakka, *tala, Egiptalands að vestan og sunnan, og má þá einnig vænta að Tyrkland verði ekki aðgerðalaust. Allmiklar æsingar erueinn- ig á Spáni, en hann er enn í sárum eftir borgarastyrjöld- ina, og því ekki talið sennilegt áð Spánverjar taki þátt í ófriðinuiri að svo komnu máli. Hafa allhvassyrtar greinar birst þar í blöðum að undanförnu í garð Banda- manna. Sennilegt er að ítalir fari gegn Frökkum strax er borg- irnar við Ermasund eru falln- ar í hendur Þjóðverjum, til þess m. a. að gera þeim hæg- ara fyrir um hernaðarráð- stafanir gegn Bretum. Heimssýningar- frímerki. Vegna þess, að ísland tekur þátt í framhaldi heimssýningar- innar í New York á þessu ári, hefir fyrir nokkuru verið á- kveðið að yfirprenta nokkuð af eftirstöðvum sýningarfrímerkj- anna, sem gefin voru út i fyrra, með ártalinu 1940. Frímerki þessi sýndu m. a. leiðina milli Evrópu og Amer- iku um ísland. Frimerki þessi gilda á alls- konar póstsendingar til ársloka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.