Vísir - 31.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 31.05.1940, Blaðsíða 2
VlSIR Reykjavfknrinótid: Vikingrnr 1:0 Fram. Tíkingrur vann á TÍtaspyrnu. Valur og Víkingur kafa bæöi 4 stig. Leikurinn í gærkveldi var í heild mjög skemtilegur, ef undan er skilinn lítill hluti hans, seint í síðara hálfleik, þegar fór að bera á pústrum, brögðum o. þ. h. Dómaranum hefði þó átt að vera innan handar að stöðva þann ljóta leik, en margt fór fram- hjá honum, sem báðir aðilar frömdu. Veður var í besta lagi, nokkur kaldi fyrst, en lægði erá leið leikinn. Áhorfendur voru á þriðja þúsund. Hæstu úrsvör i Reykjavík. 5000 kr. útsvör og hærri. Á. Einarsson & Funk 12075, Álafoss 5175, Alliance 8000, Al- þýðubrauðgerðin 5750, Lúðvíg Andersen lieildsali 6900, Árni Jónsson, timburverslun 12650, Ásbjörn Ólafsson verslm. 7475, Ásgarður 8625, Axel Ketilsson frkv.stj. 6900, B. P. 9200, Björg'- vin Finnsson læknir 6900, Blikk- og' stállýsistunnugerðin 9545, Ragnar H. Blöndal kaupm. 9200, Edda h/f., heildverslun 28750, Edinborg 34500, Efnagerð Reykjavíkur 20125, Eggert lvristjáns- son & Co. 14375, Egill Vilhjálmsson 18400, Eimskipufélag Reykjavikur h/f. 69000, Eimskipafélagið Isafold h/f. 57500, Einar Stefánsson skipstj. 6325, Eiríkur Hjartarson rafmagnsfr. 5750, Félagsprentsmiðjan 9200, Kristjana Fenger 5980, Peter- sen híóstj. 33000, Garðar Gíslason 32200, Geysir, veiðarfæra- versl. 19550, Glerslípun og speglagerð h/f. 5980, Guðm. Ás- björnsson kaupm. 5750, Guðm. Þórðarson 7475, H. Benedikts- son & Co. 11500, H. Ólafsson & Bernhöft 5865, Hamar li/f. 14950, Hampiðjan li/f. 11500, Haraldur Árnason kaupm. 25875, Héðinn, vélsmiðja 11500, Helgafell li/f. 23000, Helgi Magnús- son & Co. 13225, Hið ísl. steinolíuhlutafélag 17250, Hreinn h/f. 9200, Jónas Hvannberg kaupm. 14950, I. Brynjólfsson & Kvaran 15525, frú Ingibjörg Cl. Þorláksson 12650, Ingimund- ur Jónsson verkstj. 8050, Isafoldarprentsmiðja 32200, Isaga li/f. 6325, J. Þorláksson & Norðmann 12995, Jóhann Ólafsson & Go. 24150, Jóhannes Jósefsson lióteleigandi 13800, Jón Björns- son kaupm. 21275, Jón Magnússon yfirfiskimatsm. 5750, Jón II. Sigurðsson próf. 5175, Júlíus Guðmundsson stórkaupm. 0325, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis 14950, Kexverk- smiðjan Esja 6900, Kexverksmiðjan Frón 17250, Klappareign h/f. 12075, Klæðaversl. Andrésar Andréssonar 17250, Ivol og Salt h/f. 9200, Kolasalan 8625, Kristinn Björnsson læknir 5750, Kristján Siggeirsson kaupm. 12075, Kveldúlfur h/f. 10000, Lakk- og málningarverksm. Harpa 11500, Lárus G. Lúðvígsson 18400, Lyfjabúðin Iðunn 7475, Lýsi h/f. 20700, Magnús J. Brvujólfs- son kaupm. 5750, Marteinn Einarsson kaupm. 10350, Matthías Einarsson læknir 7475, Max Pemberton h/f. 10000, Mjólkur- félag Reykjavík 5750, Peter L. Mogensen lyfsali 7475, Nafta h/f. 8050, Niðursuðuverksm. S. I. F. 10350, Valdemar Norð- fjörð umhoðss. 5750, Nýja Bíó h/f. 20700, Nærfatagerðin h/f. 11500, O. .Tohnson & Ivaaber 42550, Halldóra Ólafs káupk. 10005, Ólafur Gíslason & Co. h/f. 11500, Ólafur Magnússon kaupm. 15525, Ólafur Þorsteinsson læknir 6095, Olíuverslun íslands 74750, Carl Olsen kaupm. 6325, Páll Stefánsson heilds. 9775, Pappírspokagerðin 11500, Bernhard Petersen kaupm. 12650, Prentsm. Edda 6900, A. Rosenberg veitingam. 8050, Sam- band ísl. samvinnu,félaga 80500, Shell 46000, Sig. Jóaiasson framkv.stj. 9200, Sigurl. Ivrisjánsson kaupm. 5175, Sigursveinn Egilsson bílas. 13800, Sjóldæðagerð íslands 13225, Sig'. Þ. Skjald- berg kaupm. 6900, Skógerðin h/f. 23000, Sláturfélag Suðurlands 20700, Slippfélagið 22425, Smjörlíkisgerðin 17250, St. .Tosefs- systur 5175, Steindór H. Einarsson bifreiðaeig. 23000, Stein- dórsprent li/f. 6900, Strætisvagnar Reykjavikur h/f. 6325, Sturla Jónsson 8050, Súlckulaðiverksm. Síríus h/f. 8050, Svanur li/f. 6210, Sælgætis- o.g efnagerðin Freyja 6900, Sænsk-ísl. frysti- húsið 23000, Stefán Thorarensen lyfs. 14950, Magnús Sch. Thor- sleinsson framkv.stj. 6440, Þorsteinn Sch. Thorsteinsson lyfsali 17250, Völundur, timburverslun 40250, Verðandi, veiðarfæra- versl. 10925, O. Ellingsen 18975, Vigfús Guðbrandsson & Co. 5750, Vinnufatagerð íslands 13800, Vinnufataverksm. 5750, Þórður Jónsson úrsm. 6670, Þórður Sveinsson & Cö. 16905, Þóroddur E. Jónsson umboðss. 20700, Ölgerðin Egill Skalla- grímsson h/f. 29900. VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Útsvarsskráin! - útsvarsskráin! g versvegna er ekki gefið að- vörunarmerki, áður en hættan dynur yfir? Það er ekk- ert notalegt að vakna við það eftir óværan striðsblund, að strákur, sem búinn er að æfa sig á knattspyrnumótunum kvöld eftir kvöld, öskrar af öll- um lífs og sálarkröftum: ÚT- SVARSSKRÁIN! ÚTSVARS- SKRÁIN! Loftvarnarnefndin hefir þó lofað að gefa neyðar- merkið sitt, þegar hættan nálg- ast. Ef við heyrum væl, sem byrjar eins og skilvinda á sveitabæ og endar eins og draugalag, vitum við að við eig- um að hlaupa ofan í kjallara, eða í næsta loftvarnarbyrgi og bíða þar, lifandi eða dauð, þang- að til blásið er af. Við eigum að fá merkið áður en árásin hefst. En hér er árásin yfir okkur: Útsvarsskráin! .Útsvarsskráin! Er þetta ekki alveg eins og sprengjuárás: útsvar, tekju- skattur, eignaskattur, iífeýris- sjóðsgjald! Er ekki húsið i voða? Getur ekki svo farið, að við missum borð og stóla, mál- verk, píanó og hvað annað sem verðmætt er i fórum okkar ? Jú. En við höldum lífinu! Ef til vill. Hver veit þó, nema ein- hver framkvæmi það, sem Þór- bergur Iét ógert í fyrrahaust, jjegar hann sér nafnið sitt á undan upptalningunni: útsvar, tekjuskattur, eignaskattur, líf- eyrissjóðsgjald! Flestir stundu í gær undan dýrtíð og erfiðleik- um — áður en þetta dundi yfir. Og hér stoðar ekkert að hlaupa í loftvarnarbyrgi eða kjallara. Þessari árás verður ekki aflétt fyr en greiðsla liggur fyrir, ann- aðhvort í reiðu fé, ellegar þá að stólarnir, borðið og liúsið fara upp í það. í Englandi setja dómararnir upp svarta liúfu, þegar þeir kveða upp dauða- dóm. Skattstjórinn ætti að setja upp slikt höfuðfat um leið og hann undirskrifar sinn dóm. Skattamálin okkar eru kom- in í þá dómadagsvitleysu, að það er til fullkominnar skammar. Við vorum að lesa uxn það fyrir skemstu, að Bret- ar hefðu lagt 100% skatt á stríðsgróða. En hvað er 100% ? Það er alt. En það er heldur ekki meira. Hér getur það kom- ið fyrir, að sá, sem er svo ó- heppinn að græða mikið fé, verður ekki einungis að láta það alt í opinber gjöld, heldur miklu meira! Svona skattalög- gjöf er látin viðgangast í landi, þar sem flest er ógert og þar sem viðfangsefnin blasa við, hvert sem litið er. Við þurfum á framtaki og áræði að halda, um það eru allir sammála. En samt hegnum við þeám, sem láta hendur standa fram úr ermum eins og ódáðamönnum. í fyrra vor gerði fráfarandi f jár- málaráðherra samanburð á sköttum í Danmörku og á ís- landi. Það kom upp, að hér voru í sumum tilfellum lagðir á skattar, sem voru uppundir þrefalt hærri á sömu tekjur, en það sem danska sósíalistastjórn- in hafði gert sínum þegnum að bera. Það var haft orð á þessu. Og ekki stóð á svarinu: Þetta sýnir bara livað skattaálagning- in er réttlátari hér en í Dan- möi’ku! Hér var búið að fara svo með útgerðina, að ekki var nema um tvent að velja: algert hrun eða skattfrelsi. Nú hefði gullhænan getað verpt, ef vitringarnir hefðu ekki verið búnir að slátra henni. Skattafarganið er einhver Ijósasti vottur um þá skarnrn- sýni og blífðarleysi, sem ein- kent hefir stjórn landsins um langan aldur. Nú, þegar nýir menn hafa komið til skjalanna, verður að sýna, að ekki sé ætl- unin að lialda áfram á sömu brautinni. Það verður að endur- skoða alt skattafyrirkomulagið frá rótum. Það verður að hætta að leggja skatta á i hegningar- skyni fyrir framtak og atorku. Rikið verður að láta sér skiljast, að skattgreiðendurnir verða að fá að lifa, ef þeir eiga að geta haldið áfram að borga. Söludrengirnir vöktu marga i morgun, þegar þeir hrópuðu: Útsvarsskráin! Útsvarsskráin! Við eigum að glaðvakna og halda á okkur fullum andvara, þangað til búið er að færa skattamálin í viturlegra og réttlátara horf. a Telpu bjargað frá drukknun. Um níuleytið í morgun var 10 ára gömul telpa, dóttir C. A. C. Brun, legationsráðs, að hjóla á Sprengisandi og hjólaði hún fram af bryggjunni. Haukur Magnússon, járn- smiður í Hamri, var að vinna við b.v. Sindra, og sá er telpan datt í sjóinn. Staklc hann sér strax á eftir henni og gat náð henni von bráðar. Ilafði hún þá sopið eitthvað af sjó. Synti Haukur að bát, sem var þarna og komst upp í hann. Lágsjávað var, svo að ekki var nein leið fyrir Hauk að komast upp á bryggjuna. Er ekki að vita hvernig farið hefði, ef Haukur liefði ekki ver- ið þarna og sýnt þetta snarræði. Uppþot á Iþrótta- 1 vellinum. Áflog og stympingar urðu á IþróttaVellinum í gærkveldi, þegar leik Fram og Víkings var Iokið. Var m. a. gerður aðsúg- ur að dómaranum og ætlaði einn áhorfandinn að berja hann. Árásarmanninum tókst það þó ekki, heldur hæfði hann Gunn- ar Hannesson, bakvörð Víkings, sem ætlaði að verja dómarann. Handtók lögreglan árásar- manninn og fór með hann á lögreglustöðina, en á eflir urðu frekari áflog og lauk þeim þannig, að lögreglan tók sam- tals 30 manns fasta og fór með þá á lögreglustöðina. Þeim var fljótlega slept aftur. Þvílík árás á dómarann, sem reynd var í gær, er með öllu ó- afsakanleg og er fyrirlitin af öllum, sem ekki standa á jafn- lágu menningarstigi og árásar- maðurinn. Þessi piltur, sem á- rásina gerði, hefir þó verið keppandi hjá einu félaginu liér og hefir því líklega talið sig dómbæran um hvað gera skyldi í gærkveldi. Ætti að þakka hon- um þetta frumhlaup með þvi, að meina honum um aðgang að vellinum framvegis. Víkingar kusu að leika und- j an vindi,á nyrðra markið, í fyrri hálfleik. Voru þeir í sókn næst- j um allan hálfleikinn, nema nokkrar fyrstu mínúturnar og nokkrar mínútur eftir að marlc- ið var sett. Það var sett úr víta- spyrnu er 31 mín. var liðin af leiknum. Þorsteinn Ólafsson tók vítaspyrnuna og náði mark- maður Fram ekki knettinum, þótt Þorsteinn skyti ekki nærri horninu. í síðara hálfleik hafði Fram yfirhöndina, en þó eklvi eins greinilega og Vikingar áður, Upphlaup Vikinga voru hættu- leg, en vörn Fram trygg. Fram- arar lcomust oft i góð færi og mark Víkinga var oft í hættu, en hepnin fylgdi þeim og alveg sérstaklega einu sinni, um miðj- an hálfleikinn. Þá komst Jörg- ensen innfvrir vörn Víkings og skaut á örstuttu færi. Edwald kom fætinum í knöttinn og hrökk hann frá markinu. Nær komust Framarar eklci að setja mark. Frámlína Víkings er tiltölu- lega sterkari en vörn þeirra og var Brandur þó lang aðsóps- mesti maðurinn á vellinum. Auk hans voru þeir Vilberg, Þorsteinn og Einar bestu menn Víkinga. Vilberg er sérstaklega skemtilegur og lipur leikmaður. Hann er þó nokkuð veikur fyrir ennjrá. Ól. Jónsson kom í hálf- leik í stað Skúla Ágústssonar, og var það mikil bót. Vatnavextir valda skemdum á vegum í Skagafirdi. j Hjá Fram er liinsvegar vörn- . in sterkari. Þeir Sig. Halldórs., I Ragnar og Sigurður (Stalin) stóðu sig þó hetur í fyrra liálf- leik, þegar mest mæddi á þeim. Framlínan var glompótt. Þór- hallur gerði Htið gagn, og liafði Brandur þó ekki sérlega miklar mætur á lionum. Jón Sig. var heldur ekki góður. Jörgensen var jafnasti maðurinn af fram- herjunum allan leikinn, en Karl Torfason dofnaði í síðara hálfleik. Högni og Sæmundur voru traustir og góðir eins og venjulega. Leikurinn var að öllu saman- lögðu svo jafn, að báðir aðilar hefði mátt vel við una, ef liann hefði endað með jafntefli, og hefði það verið réttast, því að raunverulega hafði Víkingur ekki yfirhöndina að svo miklu leyti, sem eitt mark gefur hug- mynd um. Gunnar Akselsson var dóm- ari og urðu honum á mörg mis- tök. Ahorfendur létu hann ó- spart heyra álit sitt á honum og dómum Iians, svo að ekki skal frekar um það sagt liér. En hann liefir e. t. v. gaman að vita það, að liann bætti 20 sek. við fyrra bálfleik og 40 sek. við siðara hálfleik, þegar frá hafa verið dregnar allar tafir fyrir meiðsli o. þ. h. Á sunnudag verður enginn leikur, vegna hátíðahalda sjó- manna, en á mánudag kl. 8% keppa Fram og K. R. hep. Fjárhapr nrnessýslu íærisí ijbetra hori. Saudfjársýkln veld- ur áhyggjum. sem garnaveikin er, og var sam- þykt tillaga þess efnis, að banna utflutning á nautgripum á milli Iireppa innan sýslunnai’. Skreyting Aust- urvallar. Þrir eða fjórir menn vinna nú að því að undirbúa skreyt- ingu Austurvallar og nauð- synlegum umbótum, sem á lion- um þarf að gera. Einstöku hraunhellur hafa verið brotnar í vetur og vor og verða nýjar settar í þeirra stað, en síðan verða gróðursett- ar ýmsar skrautjurtir, eins og í fyrra, bæði meðfram gang- stígunum og við fótstall mynda- styttu Jóns Sigurðssonar. Þegar öll blómin á Austur- vellinum voru í fullum skrúða í fyrra, var völlurinn einn feg- ursti bletturinn í öllum bænum. Breytingar hafa einnig verið gerðar á skemtigarðinum við Tjörnina. Hafa tré verið gróð- i:rsett þar víða á grasflötunum. Farsóttatilfelli í april voru samtals 2351. Þar af í Reykjavík 1138, Suðurland 521, Vesurlandi 331, Norðurlandi 407 og Austurlandi 64. Farsóttatilfellin voru sem hér segir (tölur í svigum frá Rvík, nema annars sé getið) : Kverkabólga 445 (398). Kvefsótt 1285 (609). Blóðsótt 136 (67). Gigtsótt 10 (4). Iðrakvef 340 (94). Ríkisstjórn Banda- ríkjanna fær einka- leyfi til flugvéla- hreyflaframleiðslu. Bandaríkjastjórn hefir nú gert nýja ráðstöfun, sem koma mun Bandamönnum í góðar þarfir. Hafa flugmálasérfræð- ingar fjármálastjórnarinnar gefið út tilkynningu um þetta. Ráðstöfun þessi er sú, að tvær stærstu flugvélahreyfla- verksmiðjur landsins hafa selt ríkinu í hendur einkaleyfi sín og framleiðsluleyndarmál til næstu þriggja ára. Er þetta gert með það fyrir augum að hraða sem mest flug- vélaframleiðslunni, vegna fyr- irhugaðrar aukningar flugflota Bandaríkjanna. Kemur þessi ráðstöfun sér einnig mjög vel fyrir Bandamenn, því að þeir munu njóta góðs af framleiðslu- aukningunni. Hettusótt x (o). Kveflunguabólga 25 (15). Taksótt 19 (7). Rauðir hundar 2 (Nl.). Skarlatssótt 5 (Sl. 2, Rvk. 3). Heilasótt 2 (o). Heima- korna 1 (o). Þrimlasótt 5 (o). Um- ferðargula 4 (o). Kossageit 16 (1). Stingsótt 2 (2). Munnangur 14 (11). Hlaupabóla 30 (22). Ristill 9 (5)- Póstferðir á morgun. Frá R: Laugarvatn. Grímsness- og Biskupstungnapóstar. Akranes. Garðsauki og Vik. — Til R: Akra- nes. Þingvellir. Suðuxferðir hefjast innan skamms. Sólskin og hlíðuveður er norðanlands í dag og hefir ver- ið undanfarna daga, að öðru leyti en því, að lítið eitt rigndi í gær. Sólbráð hefir verið mikil á fjöllum og vatnavextir miklir i bjrgðum, sem leitt hafa til all- mikilla skemda á vegum í Skagafirði. Bifreiðastöð Akureyrar ætl- aði að hefja hraðferðir suður í dag, en af því verður ekki vegna vegaskemdanna. Bifreiðaferðir til Húsavíkur hófust í vikunni og er Vaðla- heiðarvegurinn orðinn ágætur yfirferðar. Gróður liefir aukist mjög í Eyjafirði síðustu vikuna, og er lokið við að setja niður í garða að mestu. Það slys vildi til í Glerárþorpi að átta ára drengur datt af hjóli og fór úr mjaðmarlið og meidd- ist eitthvað frekar. Jón Geirsson læknir veitti drengnum að- hlynningu og líður honum nú vel eftir atvikum. Mikill hugur er í Akureyring- um að efna til Grímseyjarferð- ar nú á næstunni, og hefir bát- ur þegar verið fenginn til far- arinnar. Sýslufundur Árnessýslu var að þessu sinni, eins og síðastlið- ið ár, haldinn að Laugarvatni, og hófst miðvikudaginn 24. apr. og stóð yfir til sunnud. 28. apríl 1940. Fundurinn afgreiddi 50 mál og erindi. Á árinu sem leið tókst að ganga frá fjármálum sýslu- sjóðs og koma þeim í liorf, en á mörgum undanförnum árum hefir það verið eitt hið mesta áhyggjuefni sýslufundarins, hvernig fram úr þeim yrði komist. Skuklir sýslusjóðsins eru við áramótin 1939/1940 kr. 26.861,24, en eignir kr. 16.590,- 22. Sýslan, sem flækt er í á- byrgðum, liefir nú ýmist greitt þær eða samið um þær, og eru þær nú komnar niður í kr. 18.- 027,50. Mestar umræður urðu um hið geigvænlega útlit með sauðfén- aðinn, vegna pesta þeirra, sem á hann herja, mæðiveikinnar og Jolmsenssýkinnar (garna- veikinnar). Var sýslunefndar- mönnum falið að halda fundi, hverjum i sínum hreppi, og kynna sér viðhorf bænda um al- geran niðurskurð fjárins, ef takast mætti með því, að forða því, sem eftir er frá tortímingu, og fá nýjan fjárstofn ósýktan í héraðið. Ennfremur bar á ótta við að garnaveikin kynni að sýkja nautgripina á þvi svæði,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.