Vísir - 01.06.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristj án Guðlaug sson
Skrifstofur
Félagsp rentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Sfmi:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, laugardaginn 1. júní 1940.
124. tbl.
Um hálfri miljón manna
komið undan úr Flandern
Gort lávarðor berst með þeim, sem vernda
nndanhaldið. - - Mannfall Þjóðverja 6-7
sinnnm meira en okkar, segja Bretar.
Það má segja um þessa flutninga, að hver sótraftur
liafi verið á sjó dreginn, því að hver einasta fleyta, sem
nothæf var, hefir verið tekin til notkunar. Fréttaritari
United Press, sem fylgist með þessu í Belgíu, segir að
hermönnunum hafi bókstaflega verið sópað upp af
f jörunum og síðan settir á land, þar sem næst var í Bret-
landi í tugþúsundatali.
Herskip Bandamanna liggja úti f yrir ströndunum og
láta þau skothríðina dynja í sífellu á hersveitum Þjóð-
verja, sem gera hvert áhlaupið á fætur öðru, svo að
aldrei verður hlé á. Jaf nframt halda þeir uppi svo ægi-
legri skothríð, að gamlir hermenn, sem tóku þátt í
Heimsstyrjöldinni, segja, að mestu skothríðirnar sem
þá var haldið uppi hafi verið hreinasti barnaleikur í
samanburði við þetta. Það myndi vera hvíld að lenda í
orustunni við Verdun.
Hersveitirnar, sem verja undanhaldið eru allar sjálf-
boðaliðar, þ. e. heilar sveitir haf a gefið sig fram og boð-
ist til þess að láta fyr lífiö í vörninni, fremur en að láta
einn einasta þýskan hermann komast í gegn — nema
sem fanga. Gort lávarður, sem hafði yfirherstjórn
breska hersins í Bretlandi stjórnar sjálfur vörn þessara
lið^sveita.
ÞJÓÐVERJAR HÖGGNIR NIÐUR
EINS OG HRÁVIÐI.
United Press átti í gærkveldi tal við undirforingja,
sem um tíma tók þátt í vörn í undanhaldinu. Fullyrti
þessi maður, að mannf all Þjóðverja væri að minsta kosti
sex til sjö sinnum meira en mannfall Bandamanna.
Lýsti þessi undirf oringi þannig orustunni við Lou-
vain, að þar hef ði Þjóðverjar sótt fram í þéttum f ylking-
um, svo að ekki þurfti annað en skjóta á hópinn, það
hef ði verið óþarf i að miða neitt sérstaklega. Þetta hef ði
verið fjöldamorð, en ekki bardagi. Sumsstaðar hefði
valkestirnir verið mannhæðar háir.
Annar undirf oringi lét svo um mælt í viðtali við Uni-
ted Press, að undirmenn hans hefði ekki kipt sér upp
við bardagana sjálfa en sprengju-regn þýsku flugvél-
anna hefði verið „helvíti á jörðu".
Þýsku flugvélarnar hef ði komið í stórhópum, „svo að
*Iró fyrir sólu" og þær hefði haft svo yfirhöndina í loft-
inu að þær flugu í hringjum meðan þær létu sprengjum
rigna á vígstöðvar Bandamanna og að baki þeim. Stund-
um hef ði þær komið í f lokkum, sem var f ylkt eins og
þórshamarsmerki.
BRETAR VERJAST ENNÞÁ í CALAIS.
Breskar liðssveitir, sem eru innikróaðar í Calais verj-
ast ennþá með aðstoð flotans, sem skýtur á Þjóðverja.
I gær voru þær orðnar svo aðþrengdar, að breskar flug-
vélar voru Iátnar færa þeim drykkjarvatn og skotfæri.
Flugvélarnar f óru niður í alt að 50 feta hæð og vörp-
uðu niður vatnsdunkum og handsprengjum.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
I*að var tilkynt í London í morgun, að að áttatíu af hverjum hundrað hermönnum,
sem voru í Flandern hafi nú verið komið undan og fluttir heim til Englands. Er hér
um að ræða um hálfa miljón manna, og eru flestir þeirra Englendingar, en auk þess sé
þúsundir franskra hermanna og belgiskra, sem neitað hafa að leggja niður vopn, þeirra
á meðal. Brottflutningnum er þó ekki að fullu lokið.
Fyrir 96 klukkustundum, eða eftir að Belgíukonungur hafði fyrirskipað her sínum,
að leggja niður vopn, leit helst út fyrir að Þjóðverjar myndi geta brytjað allan Banda-
mannaherinn niður, eða meira en hálfa miljón manna. Uppgjöf Belga opnaði Þjóð-
verjum leið til þess að koma Bretum í opna skjöldu, en þeim tókst, þótt ógerlegt virtist
að koma í veg fyrir það.
Blöð víða um heim telja þetta undanhald eitt mesta þrekvirki, sem unnið hafi verið
I hernaðarsögu heimsins, enda hafa aldrei verið jafn miklar skipaferðir frá megin-
landinu til Bretlands eins og síðustu viku. Þeir sem kunnugir eru, segja að þessir
flutningar hafi verið framkvæmdir með jafnmikilli nákvæmni eins og um fyrirfram
ákveðna flutninga hafi verið að ræða.
Brottflutningur liðsins pykir
frækilegt afrek — og ekki siður
vörn hinna aðþrengdu her-
sveita, því að þær hafa barist
dögum saman án hvíldar, en
Þjóðverjar hafa miklu meira
lið. Víglína Bandamanna við
Dunkerque hefir hvergi bilað,
og er það mikill stuðningur
varnarliðinu, að tekist hefir að
veita sjó yfir allstór landsvæði
beggja megin Dunkerque, og er
þar nú ófært yfirferðar véla-
hersveitum og fótgönguliði.
Samkvæmt tilkynningum
Frakka i morgun hafa franskav
hersveitir náð aftur nokkuru
landi úr höndum Þjóðverja við
Abbeville og tekið nokkur
hundruð fanga.
Eftir ýmsum fregnum að
da;ma búast Þjóðverjar við, að
Italir fari bráðlega í stríðið.
Jafnframt eru stöðugt birtar
fregnir frá Italíu, sem sýna
andúð fasista gegn Bretum og
Frökkum, og gert sem mest úr
því, að þeir hafa farið halloka
fyrir Þjóðverjum, og Bretar og
Frakkar jafnvel taldir sigraðir,
þeir hafi getið sér litinn orðstir,
en jafnvel Þjóðverjar viður-
kenna, að Bandamenn hafi bar-
ist frækilega i Norður-Fland^
ern. Itölsk blöð halda áfram að
ala á kröfunum um Korsiku og
Nizza.
r
Einkaskeyti frá United Press.
London i morgun.
Eins og áður hefir verið sím-
að, hefir belgiska stjórnin sam-
þykt yfirlýsingu þess efnis, að
Leopold konungur hafi gerst
brotlegur við stjórnarskrá
landsins með því að semja við
óvinaþjóð, og sé herinn, em-
bættismenn allir og þjóðin ekki
lengur bundin þeirri skyldu, að
lilýða konungi, og sé hann ekki
lengur fær um að fara með
stjórn landsins. Þingið i Belgíu
sem kom saman í Frakklandi í
gær, samþykti til fullnustu
(ratified) þessa yfirlýsingu
stjórnarinnar. Stjórn landsins
er þvi i höndum rikisstjórnar-
innar, sem hefir heitið Banda-
mönnum fullum stuðningi, með
öllum þeim meðulum, sem hún
hefir yfir að ráða. Sendiherrar
Belgíu í löndum Bandamanna
liafa tekið sömu afstöðu og þing
og rikisstjórn. Landstjóranum. í
Belgiska Kongo hefir verið skip-
að að hlýða aðeins fyrirmælum
Belgíustjórnar. —- Æfingar hins
nýja belgiska hers eru byrjaðar
i Frakklandi og sameinast hon-
um hinir belgisku hermenn,
sem komist hafa undan til Bret-
lands frá Norður-Flandern.
Margir belgiskir flugmenn hafa
komist undan og verða belgisk-
ar flugsveitir endurskipulagðar
i Frakklandi.
Kemst friður
á í Kína?
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London i morgun.
Fregn frá Tokio hermir, að
hið japanska ráð, sem hefir
Kinamálin til meðferðar,
hafi náð samkomulagi, sem
vonast er til, að af leiði, að
styrjöldin í Kína verði til
lykta leidd. Samkomulagið
innifelur tillögur um grund-
vallarskilyrði friðarsamn-
inga. Telja Japanir horfur á
því, vegna samkomulags
þessa, að Kínverjar fallist á
að viðurkenna stjórn Wang-
ching-wei. (Hann stofnaði
stjórn i Kína, sem er raun-
verulega japönsk leppstjórn) ¦
Yíirherrád
Bandamanna á
fundi í Paris.
Yfirherráð Bandamanna kotti
saman á fund i gær til þess að
ræða horfurnar í styrjöldinni.
Teknar voru ýmsar mikilvægar
ákvarðanir, og var enginn á-
greiningur um neina þeirra.
Fundinn sóttu æðstu ráðherrar
og æðstu menn landvarnanna í
báðum löndunum, af Frakka
hálfu m. a. auk Beynauds, Pe-
tain og Weygand.
I tilkynningu sem Winston
Churchill gaf út frá nr. 10
Downing Street í morgun segir,
að Bandamenn hafi aldrei verið
eins einhuga og nú um að halda
áfram styrjöldinni, þar til fulln-
aðarsigur sé unninn.
KEMUR HUN NU AD HALDI?
London er umlukt stálvíragirðingu, sem haldið er iá lofti með
loftbelgjum. Myndin hér að ofan sýnir pramma á Thames, sem
er að senda einn slíkan loftbelg vipp. Nú búast Bretar við mikl-
um loftárásum á London, þegar Þjóðverjar eru búnir að búa
um sig i Belgíu og N.-Frakklandi og er þá að vita hversu vel
þessi girðing reynist. Það hefir ekkert komið til hennar kasta
ennþá.
ítalir slíta samkomulags-
umleitunum við Breta um
verslunar- og siglingaeftir-
litsmál.
Fregnin þykip benda til, að ítalip
ætli bráðlega að láta kylfu ráða kasti
og hefja þátttöku f strídinu.
ETNKASKEYTI frá United Press. iondon í morgun.
Sú fregn barst til London í gær, að Italir hefði slitið samkomu-
lagsumleitunum þeim, sem hófust fyrir nokkuru, milli þeirra og
Breta, um viðskiftasamninga og siglingaeftirlitsmál. Fregn þessi
vekur feikna athygli. í fyrsta lagi vegna þess, að fyrir nokkur-
um dögum var talið vel horfa, að samningar tækist. Sir Wilfred
Green, aðalsamningamaður Breta í Rómaborg, kom til London,
og gaf stjórn sinni skýrslu um samningaumleitanirnar, og var
þá litið svo á í London, — og vafalaust í Rómaborg lika, að sam-
komulagsgrundvöllur væri fenginn, og viðskiftasérfræðingar
Itala og Breta héldu áfram að vinna að samkomulagi. I gær-
kveldi barst svo sú fregn til London, að Italir hefði slitið sam-
komulagsumleitununum.
Með því skrefi, sem ítalir
hafa nú tekið, er litið svo á, að
enn meiri líkur séu fyrir því
en áður, að þeir hef ji þátttöku í
styrjöldinni bráðlega. Óttinn
við þetta hefir stöðugt magnast
að undanförnuogífyrradag birtí
Vísir fregn þess efnis, að Musso-
lini hefði sagt, að það væri að
eins spurning um daga, hvenær
ítalir færi í stríðið.
Ósigurinn sner-
ist í sigur —
segja bresk blöö.
London i morgun.
Lundúnablöðin í morgun
ljúka miklu lofsorði á afrek
breska hersins i Norður-Frakk-
landi, og komast mörg þannig
að orði, að það gangi krafta-
verki næst, hve miklum hluta
liersins hafi tekist að bjarga
undan sókn Þjóðverja.
Mörg blöðin taka meir að
segja svo djúpt í árinni, að þau
segja, að breski herinn og flot-
inn hafi snúið ósigrinum í sigur
með hinni hetjulegu fram,-
komu einstaklinga og heilla
herdeilda.
„Times" getur þess, að í öll-
um hernaði sé ekkert verk
hættulegra eða örðugra en
skipulegt undanhald hers, sem
er fámennari en árásarherinn.
En þó kastar tólfunum, þegar
sá her þarf að komast um borð
Frh. á 4. síðu.