Vísir - 05.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 05.06.1940, Blaðsíða 2
\ VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Tilgangur kommúnista. ÐELDUR nokkur í alvöru, aö ekki hefði getað komið til mála, að nokkur önnur þjóð hefði skert hlutleysi íslands í styrjöldinni, ef Bretar hefðu ekki orðið til þess? Hefir reynslan í styrjöldinni bent til þess, að aðrar þær þjóðir, sem í hernaði eiga, séu líklegri til þess að virða hlutleysi smá- þjóða en Bretar? Hefir ekki jafnvel sú þjóðin, sem talið lief- ir sig hinn útvalda verndara smáþjóðanna, gegn ofbeldi á- gengra nágranna, notað tæki- færið til að innlima 15 miljónir manna undir vekli sitt, þröngva kosti smáríkja og brjóta önnur undir sig eftir blóðuga bardaga? Trúa menn því, að minna hefði verið þrengt kosti okkar, ef eitthvert annað herveldi hefði sett hér lið á land, en það, sem raun varð á? Halda menn að Danir t. d. liafi ástæðu til að una betur hinni þýsku „vernd“ en við hinni bresku? Það væri heppilegt, ef við, livert fyrir sig, bærum upp þessar spurn- ingar fyrir okkur sjálfum i ein- rúmi og reyndum að svara þeim eftir bestu samvisku. Við getum haft okkar ákveðrfu skoðanir um það, hvort þyngra hafi verið á metunum í huga Breta umhyggjan fyrir öryggi hinnar afskektu smáþjóðar, ellegar umhyggjan fyrir öryggi liins breska heimsveldis. En um leið og Bretar telja sér hernám landsins nauðsynlegt frá hern- aðarlegu sjónarmiði, er það nokkurn veginn augljóst mál, að þeir sem í höggi eiga \áð Breta, hefðu viljað sporna við því, að þeir gætu fengið hern- aðaraðstöðu hér á landi. Ef við yfirvegum þessa hluti rólega og æsingalaust, munu flest okkar komast að þeirri niðurstöðu, að hlutleysi landsins hefði tæplega verið borgið í þessari styrjöld, þótt Bretar hefðu ekki sett hér her á land. Þetta réttlætir ekki verknað Breta frá okkar sjónarmiði. En það rétllætir hann frá jieirra sjónarmiði, alveg eins og styrj- aldarástandið hefir réttlætt það í þeirra eigin landi, að persónu- frelsi manna og eignaréttur er nú skert miklu meira en sam- rýmist hugmyndum Breta á friðartimum. Það er styrjaldar- ástandið, sem veldur því, að Bretar telja sig tilneydda að legggja á sjálfa sig um stund- arsakir ýmsar kvaðir, sem þeir annars telja ósamboðnar frjálsri þjóð. Um leið og þeir berjast gegn einræðinu i heim- inuin hafa þeir fært stjórnar- far sitt í einræðisátt meðan á þeirri baráttu stendur. Það væri jafn rangt að álykta út frá þvi sem hér hefir gerst, að frelsis- skerðing smáþjóða væri hug- sjón Breta, eirfs og það væri að fullyrða, að einræði væri hug- sjón þeirra, vegna þeirra frels- isskerðinga, sem þeir hafa lagt á sína eigin þjóð. Ekkert væri sjálfstæðisþrá íslendinga eins háskalegt og það, að irin í þjóðina kæmist sú skoðun, að um varanlega frels- isskerðingu væri að ræða. Þetta er kommúnistum Ijóst. Þess vegna ala þeir á þvi sýknt og heilagt, að Bretar hafi komið hingað í þeim tilgangi einum, að skerða frelsi okkar varan- lega. Þeir læða ]>eirri trú inn hjá mönnum að sjálfstæðisbar- áttu okkar sé endanlega lokið. Með því að gera sig að tals- mönnum þeirrar beiskju og ó- ánægju, sem slikri trú yrði sam- fara lijá þjóð, sem ekkert þráir heitar en að fá að standa á eig- in fótum án allrar erlendrar ihlutunar, hyggjast kommún- istar að efla sitt eigið fylgi. Þetta verða menn að gera sér Ijóst. Áróður kommúnista stefnir að því marki einu, að gera okkur sem erfiðast fyrir. Þeir vnlja stofna hér til illinda og árekstra. í gær segir Þjóð- viljinn um hergagnaflutninga Breta til íslands: „en drasl þelta á sem kunnugt er ekkert erindi hingað annað en að stofna lífi og limum Islendinga í hættu“. Hvað ætli hefði verið gert við þann ritstjóra, sem hefði farið líkum orðum um rússneska hergagnaflutninga, ef Rússar hefðu haft liér her- lið? — Tilgangur kommúnista með æsingaskrifum sínum er svo augljós, að hugsandi menn varast að taka undir við þá. a „Piltur og stúlka“ leikið í Winnipeg. „Piltur og' stúlka“ var leikið hér í gærkveldi fyrir troðfullu húsi. Sagan var vinsæl og þótti skemtileg á sínum tíma, og voru því allmargir, sem, hlökk- uðu til að sjá og heyra persón- urnar, sem þar um ræðir. Leikritið er í 5 þáttum og hver þáttur í tveim til fjóruni atriðum, eða 16 atriðum alls. Að tjaldið var látið falla við hvert „atriði“ í leiknum slítur efnið of nxikið sundur og gerir leikinn óþarflega langan. Sumar persónur í leiknum léku allvel, og má þar til nefna sérstaldega Bárð á Búrfelli leik- inn af Gísla Einarssyni og Guð- mund snemmbæra, leikinn af Grímsa Magnússyni. En þegar tekið er tillit til þess, að margt af fólkinu, sem lék, hafði ekki leikið áður og gerði allar æfing- ar í hjáverkum, má segja, að furðanlega vel hafi tekist. (Hkr.) Eilíf hvíld. Eittlivert sinn er eg heyrði hina alkunnu kirkjubæn um að guð gefi framliðnum eilífa hvíld, margendurtekna við eitt- hvert mjög leiðinlegt lag, kom mér í hug, að vert væri að minna á, hversu mjög ber að forðast, að ætla að vera hátíð- legur með þvi að vera leiðinleg- ur og þvaðurkendur. Hvað er eilif hvíld? Væri dauðinn endir alls, þá gæti elcki verið um neina hvíld að ræða. En ef lifað er á- fram, hvaða vit er þá í því að tala um eilífa hvíkl eftir örstutt líf, eins og jafnvel lengsta mannsævi er hér á jörðu. Sann- leikurinn er þá líka á þá leið, að ástandið eftir dauðann er ekki edntóm hvíld, heldur mjög á hinn veginn, minni og minni þörf fyrir hvíld — ef vel hefir stefnt — en vaxandi liæfileiki til að leysa af hendi ávalt meira og merkilegra starf, taka ávalt meiri og fullkomnari þátt í sköpunarverkinu. En það er ein- mitt tilgangur lífsins, að geta betur og betur orðið samstarf- andi guði í að skapa heiminn. En þvi miður er ástandið hér á jörðu oft og að miklu Ieyti þannig, að segja mætti að reynt VlSIR 25 ára skákmeistara- afmæli Eggerts Gilfer. E. Gilfer við skákborðið, sem fylgir íslands- meistara- tigninni. Tuttugu og fimm ára afmæli, sem skákmeistari íslands á nú um þessar mrfndir hinn vel- þekti skákmeistari Eggert G. Gilfer.Þó sáviðburður út af fvr- ir sig marki ekki tímamót í at- hafnalífi þjóðarinnar, þá er hann samt i eðli sinn mjög sögu- legur og táknrænn, því á þessu tuttugu og fimm ára tímabili hefir Gilfer unnið það afreks- verk, að vinna nafnbótina „Skákmeistari íslands, — átta sinnum, sem er alveg einstakt i sinni röð. Þess utan hefir Gilfer teflt á mörgum innlendum skákmótum með ágætri út- komu. Má nefna sem dæmi að á síðastliðnu ári var hann slták- meistari Reykjavíkur og munaði minstu, að honum tækist að vinna íslandsmeistaratitilinn i 9. sinn nú á skákþingi íslands 1940, sem liaklið var hér í Reykjavík seinnihluta vetrar. Eðlilega væri það mjög vel við eigandi að lýsa skákstil Gil- fers og rekja skákferil hans í sem stærstum dráttum. Hér verður þvi þó varla komið við, heldur aðeins talið það helsta sem öllu heldur er ómögulegt að sneiða hjá, án jiess að veita því einhverja athygli. Gilfer mun hafa byrjað að fást við skák þegar hann var tíu ára að aldri, en litið varð hans vart svo vitað sé fyr en hann var kominn um tvitugt. Titilinn „Skákmeistari íslands“ vann hann í fyrsta sinn árið 1915, 23 ára. Síðan hefir hann unnið þann titil árin 1917, 1918, 1920, 1925, 1927, 1929 og 1935. Það sem af er hefir engin unnið jjennan titil eins oft og Gilfer. Þeir sem næstir koma Iiafa unnið hann þrisvar. Á þessu stigi málsins má þetta þvi kallast sögulegur við- burður og afreksverk. sem tæp- lega er útlit fyrir að verði leik- ið eftir í náinni framtið. Frá því Gilfer varð skákmeist- ari hefir hann æfinlega liaft það hlutverk að tefla á fyrsta borði sem fulltrúi fyrir ísland á er- lendum skákmótum, þar til nú síðastliðið sumar er keppt var í Buenos Aires, en eins og menn muna var hann ekki með i þeirri för. Alls hefir hann tekið þátt í sjö erlendum skákmótum. — Oslo 1928, Gautaborg 1929, Hamborg 1930, Folkestone 1933, Miinchen 1936 og Stokkhólmi 1937. Víðast hvar með mjög sæmilegri útkomu og sumstaðar ágætri, miðað við aðstöðu okkar fslendinga til skákiðkunar og framfara á því sviði. Hér fer á eftir skák sem Gil- fer tefldi í Múnchen 1936, sýnir sé af fult svo miklum áhuga til að vera andskotanum samstarf- andi í að spilla og tefja fyrir sköpunarverkinu. Helgi Pjeturss. hún að nokkru leyti hinn fjör- uga skákstíl, sem honum er afar hugþekkur og hefir venjulega gefist best. Munchen 1936. Franski leikurinn. Hvítt: Doesburg. Holland. Svart: Eggert Gilfer. ísland. 1. e2—e4, e7—e6. 2. d2—d4, d7 d5. 3. Rbl—c3. Bf8—b4. 4. Rgl —e2. Algengara er 4. e5, c5. 5. .3!, leikurinn er þó talinn góð- ur. 4....Rg8—f6. Betra en 4. .... d5xe4. 5. a2—a3, Bb4—e7. 6. Rxe4, R—c6. Aljecliin—Euwe 7. skákin um heimsmeistaratit- ilinn 1935. 5. e4—e5, Rf6—d7. 6. a2—a3, Bb4—e7, 7. f2—f4, c7 —c5. 8. Bfl—g2, f7—f5!. Góð- ur leikur. Ef 10. exf, þá fær svartur sterk miðpeð. 10. 0—0, a7—a6. 11. Bcl—e3, 0—0. 12. Kgl—hl, c5—c4?!. Mjög vog- að, því nú býðst hvítum tæki- færi til sóknar. Svona leikir revnast venjulega illa, og fleslir meistarar vilja forðast þá sem allra mest. Öðru máli er að gegna með Gilfer; í svona stöðu nýtur hann sín vel. 13. Rc3xd5!, e6xd5. 14. Bg2xd5f, Kg8-h8. 15. Bd5xc4, b7—b5. 16. Bc4—a2, — Hvítur hefir fengið sterk frí- peð, sem í mörgum. tilfellum ættu að vinna, en það útkrefur lika mikla nákvæmni og styrk, að leika alt af besta leiknum. Betra væri sennilega B—d5. — 16.....Bc8—b7. 17. d4—d5, Það virðist vera fremur erfitt, að finan gott áframhald fyrir hvítan, fyrst hann má ekki leika þessum leik, þvi vissulega er ekki betra að bíða. 17...Rc6 xe5! 8 7 6 5 4 8 2 1 Þannig snýr Gilfer sig út úr voð- anum á síðasta augnablikinu.— 18. f4xe5, Rd7xe5. 19. Re2—f4, Re5—g4. 20. Be3—d4, 21. Dd8- d7. Gilfer liefir nú fengið sterka stöðu, sem er jafnframt ógn- andi. 21. b2—b3? Gefur peðið góðfúslega, þar sem útséð er um, að það verður ekki varið til lengdar. Skárra var samt að halda peðinu til hins ýtrasta og leika D—d2. 21......Bb7xd5. 22. Rf4xd5, Betra væri 22. K— gl, sem ógnar Bxg7f; samt væri það ekki fullnægjandi vörn. 22. .... Dd7xd5f. 23. Khl—gl, Be7 —c5! Fljótt á litið virðist alt vera í lagi. Það er þó ekki til- fellið. Gilfer liefir fengið opna sóknarstöðu, sem er hans bitr- asta vopn. Upp úr slíkum tafl- AlmenniDgur og Iðgregln- lið þnrfa að starfa saman, ef vel i að vera. Athugasemd við greinar Þjóðviljans Kommúnistablaðið Þjóðvilj- inn hefir fengið ástæðu til þess að birta eina æsingagrein, í við- bót við allar hinar, vegna þeirra leiðbeininga til almenn- ings, sem birtust hér í blaðinu í gær, varðandi framkomu gagnvart hinu breska herliði. Vísir hvatti almenning til var- úðar, og lagði megináherslu á það, að hverjum einstakling skildist, að hann ber þá ábyrgð gagnvart þjóð sinni, að hann baki henni ekki margskyns ó- þægindi með óviðeigandi fram- komu sinni. Ástandið hér á landi er óvenjulegt. Um stund búa hér tvær þjóðir saman, en sinn er siður í landi hverju, og í fyrstu getur slíkt leitt til mis- skilnings og mistaka, sé ekki allrar varúðar gætt frá beggja hálfu. Vegna blekkjandi ummæla kommúnistamálgágnsins slcal almenningi á það bent, að hið breska herlið, sem hér dvelur, nýtur exterritorialréttar meðan það dvelur hér, og er slílct í samræmi við alþjóðareglur varðandi dvöl herliðs eða her- flutninga utan heimalandsins, sé ekki um óvinaþjóð að ræða. Þrátt fyrir hertökuna verða sömu reglur að gilda hér að öllu "óbreyttu, en exterritorial- rétturinn þýðir það, að hið breska herlið er undanskilið is- lenskri lögsögn, en lýtur lögum heimalandsins eða herlögum, ef um brot á almennu siðgæði er að ræða. íslensk stjórnarvöld snúa sér því til bresku her- stjórnarinnar hér, komi slík mál upp, en fylgjast að sjálf- sögðu með afgreiðslu mála, lil þess að gæta íslenskra bag'jli- muna. Þelta er sú aðstaða, sem stöðum hefir hann unnið sína glæsileguslu sigra. 24. Hfl—f l, Þvingað. 24......Rf4—e3. 25. Ddl—<12, Re3xc2. Eggert Gilfer ber nú liðleg 48 ár að baki sér, væri því ekkert undarlegt i rauninni þó honum væri ef til vill eitthvað farið að bregðast bogalistin. Það að hon- um hefir ekki tekist að verða íslandsmeistari nú i nokkur und anfarin ár mun fremur vera kyrstaða en afturför.Aðrir snill- ingar, með meiri þekkingu og nýrri siði, liafa komið og reist honum hurðarás um öxl, slikir viðburðir verða þvi að teljast sem framfarir á sviði íslenskrar skáklistar og er ekki nema gott og gleðilegt til þess að vita. Aðlokum, Gilfer, til hamingju með 25 ára liðinn skákferil! XXY. hér er ríkjandi, í stórum drátt- um. Samkvæmt alþjóðareglum um neyðarvöm og neyðarrétt getur íslenskt löggjafarvald gripið inn í undir vissum kring- umstæðum, en óþarfi er að rekja það nánar hér. Einnig koma samningar til greina, ef svo ber undir, yarðandi þessi mál. Af vinsamlegri sambúð tveggja þjóða i sama landi leið- ir hinsvegar að lög þess og rétt- ur eru virt og í heiðri liöfð, að svo miklu leyti, sem liernaðar- aðgerðir gera ekki annað nauð- synlegt, en þá er samningaleiðin venjulega valin, og þannig kom- ið í veg fyrir árekstra. Svo er málum skipað hér, eins og sakir standa. Vegna þess exterritorialrétt- ar, sem breska herliðið nýtur, hefir herstjórnin skipað eigið lögreglulið, sem gætir laga og velsæmis frá hendi hinna hresku þegna. Innlenda lög- regluliðið hefir liinsvegar sama verkefni og áður gagn- vart innlendum þegnum, og gætir auk þess almennra reglna varðandi umferð og annað slikt, enda liafa þær reglur verið gerð- ar bresku herstjórninni kunn- ar, og klögumálum til hennar beint, ef út af hefir hrugðið. —- Með þessu móti er trygt, að öll mál fái eðlilega afgreiðslu og Iiver lialdi sínum rétti. Það er því engin ástæða til fyrir al- menning að láta sér gremjast, þótt eitthvað beri út af í fyrstu hvað t. d. umferð snertir. Þjóðviljinn deilir á Vísi fyrir það, að hann hvetur almenning til siðugrar hegðunar, sem og að gætt sé betur framferðis barna af foreldrum og lögreglu. Vísir treystir því, að almenn- ingur skilji það, að slíkt er öll- um fyrir bestu, og vill í þessu sambandi geta þess, að í morg- un átli blaðið tal við lögreglu- stjóra, sem lét sörnu skoðun í Ijós. Aðstaða Iögreglunnar er að ýmsu leyti mjög erfið, og stafar það ekki síst af þvi, hve fámenn hún er. Væri full ástæða til, að henni yrði fjölgað [xumig, að unt sé að gera til hennar meiii kröfur, en nú má með sann- girni gera. Telur Vísir sér bæði ljúft og skylt að styðja lögreglu- stjóra í því efni, sem hann hef- ir fullan skilning á, að efla lög- regluna á allan hátt, þannig að hún fái leyst hlutverk sitt af hendi. Lögreglustjóri tjáði blaðinu, að hann liefði þegar í upphafi gert allar ráðstafanir til þess, að alt yrði vandræða- laust hér í bæ, þrátt fyrir dvöl hins breska herliðs. Vegamerki Reykjavíkurmótið Meistaraflokkur í kvöld kl. 8,30 Urslitaleikur (fyrri umferð) Valur - Víkingur Alllr vcrða að s|a me§t inpennacli leik mót§in§.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.