Vísir - 06.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 06.06.1940, Blaðsíða 2
VlSIR LOFTVARNIR. Leiðllieiiiiiigfar tll Rlincuiiiiigi frá iofharuaHefiiíl. VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. j Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 | (Gengið inn fra Ingólfsstrœti). 1 Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprenlsmiðjan h/f. Nýtf andlit í boði. AÐ var verið að spyrja bónda einn úr nærsveit- um Reykjavíkur tíðinda úr bygðarlagi hans: „Hvernig er það, eru mikil sveitaþyngsli lijá ykkur?“. ,.Onei, ekki er nú hægt að segja það. Það er bara ein karlæg kerling á hreppnum hjá okkur,“ svaraði bóndi. Svo þagði hann andartak, en bætti síðan við: „Það urðu nefnilega bölvuð mistök með kerlinguna. Hreppsnefndin gætti þessi ekki, að senda hana suður i tíma“. Það var auðlieyrð þykkja í manninum yfir þessari van- rækslu hreppsnefndarinnar — eins og eðliIegtvar.Sveitarstjórn- inni var það kunnugt, að liægl var að koma af sér fólki, sem fyrirsjáanlegt var, að yrði hreppsfélaginu til byrði. Fram- færslulögin Iiöfðu séð blessun- arlega fyrir því. Árvökur hreppsnefnd hefði gætt ]>ess, að slíkur söfnuður yrði ekki inn- lyksa. Fyrir handvömm og van- rækslu urðu þeir nú að dúsa með kerlinguna, farlama og einskisnýta. Það hefði verið í lófa lagið. að „koma henni suð- ur“. Svo það var engin furða, þótt einn af gjaldendum hrepps- ins væri dálítið fúll, þegar þetta barst í tal. Sagan af þessari kerlingu er ekkert einstök. Framfærslulögin voru beinlínis sniðin með það fyrir augum, að framfærslu- byrðin lenti sem mest á kaup- stöðunum og þá einkum Reykja- vik. Það má vel vera að þetta hafi verið nauðsynlegur liður í viðreisn landbúnaðarins, þótt tæplega sé liægt að halda þvi fram, að með þessu hafi verið unnið að því, að stemma fólks- strauminn úr sveitunum. En hvað sem þessu líður, ]>á virðist það sitja illa á þeim, sem ótrauð- astir hafa barist fyrir því að hægt væri að „koma lienni suð- ur“, að fjargviðrast mikið yfir hinum aulcna fátækrakostnaði Reykjavíkurbæjar. Á það var bent þegar í upphafi. að hin nýju framfærslulög mundu hafa stórauknar byrðar i för með sér fyrir Reykjavíkurbæ. Lögin voru engu að síður knúin fram. Útsvarsbyrði sveitanna var orðin of þung. Það þurfti að „koma henni suður“. Timinn er ákaflega hneyksl- aður á því, livað fátækrafram- færslan hefir aukist í bænum hin siðari ár. Þegar búið er að „koma fólkinu suður“ heitir það altsaman „óreiða og sukk“ að fyrir því sé séð. Og nú býðsi Tíminn til þess ennþá einu sinni, að „setja nýtt andlit á bæinn“. ,,Óreiðunni og sukkinu verður því aðeins hætt, að kjósendurnir skifti um stjórn á bænum“, seg- ir blaðið og er mikið niðri fyrir. Þótt hörmulegt sé til þess að vita, hafa Tímamennirnir ekki beinhnis gengið í augun á reyk- viskum Icjósendum. Nú situr Jónas Jónsson í bæjarstjóminni með sitt hægra bros og til vara Sigurður Jónasson, „seriös“ maður, en samt ekki tekinn mjög alvarlega. Þótt ]>essir menn kvnnu að vinna flokki sín- um aukið traust, þá mundi það tæplega endast til þess, að Framsókn einni yrði falin for- usta bæjarmálanna upp úrnæstu kosningum. Til þess að skift yrði um stjórn á bæiium, virðist því ekki liggja annað fvrir en að Fram- sókn leiti lags við sína gömlu bandamenn, Álþýðuflokkinn og Ivoinmúnista. Eina vonin um, að „nýtt artdlit“ birtist, er að tekin verði upp aftur gamli sam- fylkingarþráðurinn, sem rofnaði fyrir nokkrum missérum. Það andlit mundi brosa til vinstri. Einar Olgeirsson og félagar hans mundu setja sinn svip á það. Vel má vera að mönnum geðj- aðist vel að þessari ásjónu. Hitt er annað mál, hvorl hin nýja samfylkingarstjórn yrði til Jiess að draga mjög úr framfærslu- kostnaðinum, „óreiðunni og sukkinu“. Hægra bros í ríkisstjórninni, vinstra bros í bæjarstjórninni! Hvað ætli Framsókn verði skotaskuld úr þessu! Hún kanu að snúa snældunni sinni í ein- lægni og hreinleik hjartans. a Sundknattleikurinn: Ægir varð meist- ari í annað sinn. I gærkveldi fóru fram úr- slitaleikirnir f sundknattleik í Sundhöllinni. Þrjú félög tóku þátt í mótinu, Ármann, K. R. og Ægir, sem sendi tvær sveit- ir til móts. Leikar fóru svo i gær, að A- sveit Ægis varð íslandsmeistari, sigraði Ármannssveitina með ö mörkum gegn 4. Er þetta i ann- að sinn, sem Ægir vinnur Sund- knntlld|iksbikar í. S. í„ vann hann fyrst 1938, sama ár, sem I. S. I. gaf gripinn. Ármann varð meistari í fyrra. Leikur Ægis og Ármanns var mjög skemlilegur og spenn- andi. Varð að framlengja hann tvisvar, þar til Ægir hafði eitt mark yfir. Leikur B-liðs Ægis og Iv. R.- sveitarinnar fór svo, að Ægir sigraði þar einnig, og líka með 5 mörkum gegn fjórum. llreskur hermað- nr bíðiuvf " dóms. Breskur hermaður á íslandi hefir verið sakaður um ósiðlegt athæfi í garð stúlkubarns. Bannsókn var þegar hafin og framkvæmdu hana breskir her- foringjar með aðstoð lögreglu- stjórans. Sökudólgurinn hefir fundist og er nú i fangelsi og biður rétt- arhalds fyrir herrétti. Bresku yfirvöldin hafa stungið upp á því, að fulltrúa íslensku ríkis- stjórnarinnar verði boðið að vera viðstaddur réttarhald þetta. (Tilk. frá bresku setuli'ðsstj.) Knattspyrnumót Haín- aríjarðar standa yfir um þessar mundir. í gær hófst Knattspyrnumót Hafnarfjarðar í fyrsta og þriðja flokki. Keppendur eru tveir, F. H., sem gengst fyrir mótinu, og Haukar. F. H. sigraði i báðum flokk- um, með 4 mörkum gegn 3 i fyrsta flokki, en með 2 gegn 1 í 3. flokki. I dag verður kept í öðrum og fjórða flokki, en á sunnu- dag verður kept til úrslita í 1.' og 3. flokki. Ivlerki um hættu: Rafflautur, sem, komið er fyrir víðsvegar um bæinn, senda frá sér sibreytilegan tón allan timann, á meðan árásarhætta er yfirvofandi og á meðan árás stendur yfir. Öll símatæki bæjárins munu einnig hringja látlaust i 30 sek- úndur, jafnskjótt og aSvörunar- merki er gefið með rafflautunum. Á öðrum- aðalstöðvum breska setuliðsins munu verða geíin snögg, tíð liljóðmerki með vasa- flautum hermanna. Merki um að hættan sé liðin hjá. Stöðugur, jafn tónu rafflaut- anna í 5 mínútur eða lengur. Hvað ber yður að gera, ef merki er gefið um yfirvofandi loftárás? Ef þér eruð staddur úti á götu eða bersvæði, ber yður þegar í stað að leita skýlis í næsta opinberu loftvaruabyrgi, traustum, kjallara með steinsteyptu lafti, skurði eða lægö. . Ef þér éruð staddur iitnanhúss, ber yður þegar í stað að leita skjóls í loftvarnabyrgi bússins, fara i skurð eða gryfjú í garði bússins, eða leita skjóls í næsta búsi, ef skjól er þar betra og stutt að fara. Hlýðið húsverði án tafar og skil- yiðislaust. Forðist að íara út úr búsum til þess að horía á loftárás. Hefir það orðið mörgum manni að bana. Standið ekki nálægt gluggum. Þar eð hætta er á, að skemdir geti orðið á sjálfvirka símakerf- inu í Reykjavík, ef of margir sím- ar eru opnaðir í einu, eru menn varaðir við að taka upp heyrnar- tæki sin, þegar aðvörunarhringing er gefin, eða á næstu 5—10 mín. á eftir nema mjög brýn nauðsyn beri til. Það er þvi góð regla að temja sér, að taka heyrnartæki sitt að jafnaði ekki upþ fyrr en við aðra hringingu! Ikveikjusprengjur eru aðallega tvennskonar: 1) Sprengjur, sem valda íkveikju á einum stað, og 2) sprengjur, sem sundrast í fall- inu og þeyta frá sér fjölmörg- um minni sprengjum, er hver um sig getur valdið íkveikju. Sprengjuhylkið, sem oftast er úr magnesíum, er mjög þykt. Er það fylt með eldfimu efni. Þyngd og stærð íkveikju- sprengjanna er mjog misjöfn, 0,5 —5° kg. Sprengja, sem er 10 kg. að þyngd, og fellur á hús úr 1500 —2000 metra hæð, fer auðveldlega í gegnum venjulegt þak og oft jafnvel gólf háaloftsins, ef það er úr tré. Þegar sprengjan kemur niður, kviknar í innihaldi hennar og brennur það upp með ofsalegum hita á nál. 1 mín. og bræðir og kveikir í hylkinu. Hylkið brennur síðan upp á nokkrum mínútum, eða alt að stundarfjórðungi, og stafar aðalbrunabættan af því. Ef eigi tekst að fjarlægja sprengjuna í tæka tíð, getur bún brent sig niður um hvert loftið af öðru í timburhúsum og valdið þannig mörgum íkveikjum í sama húsinu. Varnir gegn íkveikjusprengjum: a) Ef unt er, ætti að flytja i burtu af báaloftinu alt sem eld- fimt er. — Hafið ]>ar jafnan tvær fötur, aðra fulla af þurrum sandi, liina með vatni; ennfremur reku. Ef hægt er að koma því við, er gott að þekja alt gólfið með sand- lagi, er sé 2 cm. á þykt, eða meira; er þetta þó óþarft, ef gólfið er steinsteypt. Ef gólf háaloftsins er úr timbri, eins og er hér í öllum timburhús- um og mörgum hinna elstu stein- búsa, er rétt að hafa einnig sand- fötu, reku og vatnsfötu á næstu bæð fyrir neðan. b) Falli íkveikjusprengja á hús- ið skal þegar brugðið við og nál. $4 af sandinum úr fötunni helt yf- ir sprengjuna, þannig að bann hylji bana sem best. Hættulaust er að koma í 1 m. nálægð við sprengjuna; er því óþarfi að kasta sandinum úr mikilli fjarlægð. ýíj af sandinum á að vera kyrr i föt- unni. Takið nú sprengjuna upp á rekublaðinu og látið hana í föt- una, stingið rekuskaftinu undir hanka fötunnar og berið hana hið skjótasta út úr húsinu og kastið herini á bersvæði, í skurð, vatn eða sjó. Ef eigi vinst timi til að koma sprengjunni fyrir í fötu, ber aö taka hana upp á rekublaðinu, bera hana eða kasta henni út, en þess verður vel að gæta, að valda eigi með því tjóni á öðrum húsum eða mannvirkjum. c) Varist að hella vatni á sjálfa sprengjttna I Forðist einnig að nota venjuleg slökkvitæki við bruna þeirra. Hvorttveggja ge.tur gert ilt verra. Vatniö og slokkvitækin á aðeins að nota til að slökkva ekl þann, sem kann að hafa kviknað út frá sprengjunni. Leiðbeiningar um varnir gegn loftárás. Leiðbeiningar fyrir þá, sem staddir eru innanhúss.: 1. Þegar gefið er aðvörunar- merki um loftárás, ber öllum að gæta þess vel, að foröast alt fum og óðagot, en fara skipulega til loftvarnaskýlis þess, sem þeir áð- ur hafa valið sér, í eða við hús sitt. Slíkt skýli getur verið í kjall- ara, herbergi á neðstu hæð húss- ins, eða skurður, sem grafinn hef- ir verið í garði hússins, eða næsta umhverfi þess. Ef fólk leitar skjóls innanhúss, á það að halda sér sem næst btirðarveggjum hússins, en forðast að standa við glttgga eða útidyr með glerrúðum í. 2. Þeim, er umráð hafa yfir loftvarnaskýli, ber einnig að heim- ila öðrum, sem úti eru staddir þeg- ar aðvörunarmerki er.gefið, að fá þar athvarf, ef þeir æskja þess og rúm leyfir, enda sé ekkert opin- bert loftvarnaskýli þar nærri. 3. Enginn má yfirgefa skýli sitt fyrr en merki hefir verið gefið um, að hætta af loftárás sé liðin hjá. Ber öllum þá að hverfa ró- lega og skipulega úr skýlum sín- um. 4. a) Vegna eldhættu í timbur- húsum (og steinhúsum með timb- urloftum) ættu þeir, sem þar eru staddir, ekki að leita skjóls í kjall- ara hússins, nema þar séu tvennar eða fleiri greiðfærar útgöngudyr, —- eða nægilega stórir gluggar, sem auðvelt sé að komast út um, ef naúðsyn krefur. Útgöngudyrnar eiga helst að vera á mótstæðum hliðum hússins. Ef kjallarinn ekki uppfyllir þessi skilyrði, er ráðlegast fyrir þá, sem í húsinu dvelja, að leita sér heldur skjóls: b) á neðstu hæð hússins, t. d. í gangi, eða í því herbergi, er fæsta hefir glugga. Þétt vírnet (möskvastærð: l/\ —1 cm.), sem þanið er fyrir glugga innanverðan, hefir víða reynst ágæt vörn gegn rúðubrot- um. í stað vírnets má nota tré- hlera eða dýnu, sem hengd er fyrir gluggann. c) 1 loftvarnaskurði, sem gerður hefir verið í garði hússins eða næsta nágrenni (sjá síðar), d) í næsta húsi ef þar er örugg- ara skýli; en þá þurfa menn aö hafa samið áður um slikt viö ná- granna sinn. 5. Ráðlegt er að hafa dyr og glugga herbergja, sem enginn dvel- ur í, opin á meðan á loftárás stendur. Gluggar og dyr herbergja, sem uotuð eru sem loftvarnabyrgi, eiga að vera lokuð á meðan á loftárás stendur. Innan við gluggann ætti að strengja vírnet, festa hlera eða hengja dýnu. Best er þó að skýla gluggunum með sandpokum, eu á því eru sjaldnast tök, nema hyrgið sé í kjallara (sjá síðar). Leiðbeiningar fyrir þá, sem staddir eru á götum úti. 1. Jafnskjótt og aðvörunarmerki er gefið um loftárás, ber öllum, sem staddir eru á götum úti, að leita skýlis í: • a) næsta opinberu Ioftvarnabyrgi, eða, — ef ekkert slikt byrgi er nálægt, — b) í næsta örugga kjallara, er þeir. ná til. 2. Öll opinber loftvarnabyrgi i bænum eru greinilega merkt með rauðum örvum. Á næstu húsum, beggja megin byrgisins, eru örvar, sem stefna í áttina að byrginu. E11 á eða við innganginn að byrginu er límd rauð ör, er stefnir niður og er letrað fyrir ofan hana: Loft- varnabyrgi. Sérstökum byrgisvörðum mun verða falið að gæta byrgjanna, og leiðbeina þeim, er til þeirra leita, ef loftárás ber að höndum. Verða bráðlega settar nánari reglur um þetta og verða þær ]>á birtar al- menningi. 3. Þeir, sem leitað hafa skjóls í loftvarnabyrgi, verða að hafast þar við uns merki verður gefið um, að hætta sé liðin hjá. Ber þeim þá þeg- ar að hverfa á brott úr byrginu, rólega og skipulega. Forðast ber að safnast saman í þyrpingu eða hópa, er gæti hindrað eða tafið lögreglu, slökkviliðsmenn, hjúkrunarfólk eða aðrar hjálpar- eða björgunarsyeit- ir í starfi þeirra. Leiðbeiningar fyrir þá, sem staddir eru á bersvæði. 1. Þeir, scm staddir eru á ber- svæði þegar aðyörunarmerki er gef- ið um loftárás, og eigi ná að kom- ast í opinbert loftvarnabyrgi, né annaÖ skýli innan húss, eiga að kasta sér niður, lielst í skurð eða í lægð, og liggja þar kyrrir. uns gef- ið er merki um að hættan sé liðin hjá. 2. Ber þeim að gæta þess vel, að líta ckhi upp á meðan loftárás stend- ur yfir, heldur liggja á grúfu og hylja sem best höfuð sitt. t. d. með kápu, frakka, hatti, handtösku eða þ. u. I. Urn loftvarnabyrgi og loftvarna- skurði alment. 1. Sérhver húseigandi, verslun- arfyrirtæki, verksmiðja, vinnustöð og skóli verður nú þegar að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir um útbúnað hæfilegra loftvarnaskýla fyrir þá, er í húsum þeirra dvelja, ]>egar aðvörunarmerki kann að vei-ða gefið um loftárás. Ef skýli er valið í húsinu (ath. þó það, sem áður er sagt um timb- urgólfin), er að jafnaði best að það sé í kjallara þess, enda sé loft hans úr steinsteypu. Skýlið getur verið gangur, anddyri, eða herbergi, eitt eða fleiri. Ef tök eru á því, skal fjarlægja alt, sem eldfimt er. Skýla ber gluggum með sandpokum, ef unt er. Ekki er nauðsynlegt að sandpokarnir liggi alveg upp að rúðunum. Má hlaða garð úr þeim fyrir utan gluggann, 30—40 cm. frá rúðunum, þannig að ljós og loft geti komist inn um gluggann. Verður þessi garður þá að vera nokkru lengri en breidd gluggans er, og ná 15—20 cm. upp fyrir hann. Loft- ræsting verður að vera góð í loft- varnakjallara. Ef unt er, á að velja skýli, sem hefir tvo greiðfæra út- ganga, hvorn í sínum enda skýlis- ins. Glugga má nota sem varaút- gang, ef hann er nógu stór. I skýl- iiiu þarf að vera reka, fata full af sandi, slökkvitæki eða fata með vatni. Ef nauðsynlegt er að brjóta timburþil eða liurðir til þess að komast að varaútgangi, þarí öxi eða sleggja að vera í byrginu. Enn- fremur drykkjarvatn á brúsa eða flöskum, kerti eða helst vasaljós, sárabindi og nokkrar taurýjur, sem væta má og halda rökum fyrir vit- um sér til varnar gegn reyk. Ef eigi er greiður aðgangur úr loft- varnabyrgi að salerni, má bæta úr því nleð fötusalerni, sem komið er fyrir í eiiiu horni byrgisins. Hengja má t. <1. strigatjald fyrir salerni þetta. 2. Loftvarnaskurðir hafa víða reynst mjög vel sem skýli í loft- árásum. Eru þeir gerðir í garði húss eða næsta umhverfi. Verða þeir þó að vera það langt frá hús- inu, að eigi sé hætta á, að húsið hrynji yfir þá. Best er að skurð- urinn sé 6 fet á dýpt og 2 fet á breidd við botn. (Grynnri skurður getur vitanlega einnig komið að góðu gagni). Vi'S annan enda skurSsins þurfa aS vera þrep niSur í hann. VerSur skurSurinn aS vera svo langur, að hann geti rúmað alla íbúa eða starfsmenn hússins. Skurð- urinn verður að vera þurr i botn- inn. Opinn skurður getur veitt ágæta vörn gegn hrotum og flísum, sem þeytast út frá sprengjum, er springa i nágrenni hans. Lika má loka skurð inum. Skal þá refta yfir hann, nema við endann, þar sem gengið er nið- ur í hann. Ofan á raftana má leggja bárujárn eða tréhlera og moka síð- an allþykku moldarlagi þar ofan á. Ef gerður er langur skurður, er bezt að hafa hann krókóttan með hvössum hornum. 3. 1 Reykjavík liafa yerið vald- ir allmargir kjallarar á víð og dreif um bæinn, er nota á sem opinber loftvarnabyrgi, ef koma kynni til loftárásar hér. Við val þessara kjall- ara hefir, að svo miklu leyti sem unt var, verið farið eftir þeim meg- inreglum, sem teknar eru fram und- ii' lið 1/ Forðum í Flosaporti verður leikið í kvöld kl. 8/. Nú fer að verðahver síðastur að násér í aðgöngumiða að sýningunni í kvöld fyrir lægra verði, en altaf er hægt að athuga málið og koma eða hringja í síma 3191. Lægra verð- ið er frá kl. 3 í dag. Bc&íar- fréttír Biskupinn er flutur í Vesturhlíð við öldu- götu. Viðtalstími 1—3. Hljómboðar III. heitir lagasyrpa, nýkomin á mark- aðinn, eftir Þórarin Jónsson frá Háreksstöðum, höfund að „Vest- rænir ómar“. 1 heítinu eru eftir- töld lög: ,,Dettifoss“, „DýrÖ sé guði í hæstum hæðuni", „Yfir haf- ið“, „Sjá þann hinn mikla flokk sem fjöll“, „Til þín, blíða, hesta,“ „Fagna þú, sál mín“, „Við lieim- komu“, „Taktu staf þér í hönd“, „Silfurbrúðkaup“, „Ftuinhvíta inóð- ir“, „Vorsins sól“, „Framtíðarland“, „Vorkoma“, ,Helgan herrarís dag“, og að lokum „Hljómboðar“, útfært fyrir harmonium. Eélagsprentsmiðj- an h/f. gaf út. I’óstferðir á morgun. Frá Rvík: Þingvellir, Fljótshlíð- arpóstur, V estur-Skaftafellssýslu- póstur; Rangárvallsýslupóstur, Akra- nes, Borgarnes, Hhappadalssýslu- póstúr, Snæfellsnessýslupóstur, Breiðaf jarðarpóstur, Húnavatns- sýslupóstur, Skagafjarðarsýslupóst- ur, Eyjafjarðarsýslupóstur, Suður- Þingeyjarsýslupóstur. — Td Rvík- ur: Þingvellir, Meðallands- og Kirkjubæjarklausturspóstar, Akra- nes, Borgarnes, Norðanpóstur, Vestanpóstur. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. (gamalt áheit) frá B. K., 20 kr. frá Önnu, 6 kr. frá N. N„ 50 kr. frá N. N„ .2 kr. frá G. Þ. og 2 kr. frá L. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 12.—18. maí (i svigum tölur næstu viku á und- an): Hálsbólga 47 (49). Kvefsótt 120 (117). Blóðsótt 22 (26). Iðra- kvef 20 (34). Kveflungnabólga 3 (1). Taksótt 1 (2). Munnangur 2 (o). Hlaupabóla 2 (o). Kossageit O (1). ■— Mannslát 5 (4). — Land- lœknisskrifstofan. Útvarpið I kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 20.00 Fréttir. 20.30 Garðyrkjuer- indi (Jóhann Jónasson ráðunautur). 20.45 Einleikur á píanó (Fritz Weisshappel) : Sónata eftir Grieg. 21.00 Frá útlöndum. 21.20 Útvarps- hljómsveitin: Danssýningarlög úr óperunni Faust, eftir Gounod. Daladier laránn úr írönsku stjórninni. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Öllum á óvænt gerði Rey- naud mikilvæga breytingu á stjórninni. Hann tók að sér utanríkismálin, en Daladier, fyrrverandi forsætis- her- mála- og utanríkismálaráð- herra, hefir gegnt því starfi, síðan er Reynaud myndaði stjóm sína. Gegnir Reynaud því nú þremur mikilvægustu ráðherraembættunum, og hefir hann tekið sér tvo að- stoðarmenn til þess að fara með hermálin og utanríkis- málin. Þjóðverjar gera loftárásir á A.- Englánd. Einkaskeyti frá. United Press. London í morgun. Sex manns særðust lítilsháttar, þegar þýskar flugvélar gerðu í gærkveldi og snemma í morgun loftárásir á þorp í Austur-Eng- landi. Flugvélarnar voru auðsjáan- lega að leita uppi flugvelli þá, sem þær breslcu flugvélar nota, er gera loftárásir á þýskar flug- stöðvar, j ámbrautarstöðvar, skipasmíðastöðvar o. þ. h. Þetta er í fyrsta skifti, sem flugmálaráðuneytið segir að Þjóðverjar hafi leiíað uppi liern- aðarlega mikilvæga staði. Hing- að til hefir náðuneytið altaf látið í veðri vaka, að Þjóðverjar liafi kastað sprengjum sínum af handahófi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.