Vísir - 13.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 13.06.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR t DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sumardvöl barnanna. gÖRNIN þurfa að koniast í sveitina. Það er enginn efi á því, að Reykvíkingar munu bregðast vel við þeirri mála- ieitun, að hlaupa undir bagga með fátækari börnunum, svo þau þurfi ekki að sitja heima. Er hér um að ræða 600 börn, sem svo er ástatl fyrir, að að- standendur þeirra geta ekki lagt neitt fram til dvalar þeirra í sveit. Þessum börnum er vafa- laust ennþá meiri nauðsyn en hinum efnaðri, að komast í sveit. En hér er um mikið fé að ræða. Dvalarkostnaður er á- ætlaður 2 krónur til 2,50 á dag, eða 60 til 75 krónur á mánuði. Manni virðist í fljótu bragði að þessi kostnaður sé á- ætlaður nokkuð hátt. Börnin eru á aldrinum 4—13 ára. Það er tæplega hugsanlegt, að fram- færslukostnaður smábarna í sveit geti verið 2,50 á dag, og stálpaðri börnin eiga að geta gert talsvert gagn á heimilun- um. En svo þarf vitanlega að taka tillit til ferðakostnaðar og fatnaðar handa hörnunum. Þessvegna má vel vera að ekki sé ástæða til að fetta fingur út i kostnaðaráætlunina við sum- ardvöl barnanna, þótt hún sýn- ist allhá í fljótu bragði. Fram- kvæmdastjórn þessara mála verður að reyna að komast a'ð sem hagfeldustum samningum. Þótt ekki sé eftirspurn úr sveit- unum eftir þessum börnum, dettur vafalaust engum sæmi- legum bónda í hug, að hafa þau sér að féþúfu. Það verður því að gera ráð fyrir, að sumar- dvölin verði sem næst kostn- aðarverði. Það er mikið verk, að ráð- stafa 600 börnum út um sveitir landsins, til viðbótar við þann .óvenju mikla fjölda, sem að- standendur sjálfir kosta að öllu leyti og sjá um. Þessvegna er nauðsynlegt, að allir þeir, sem aflögufærir eru, hlaupi hér drengilega undir bagga. Upp- hæðin, sem farið er fram á, er 7(1—90 þúsund krónur, eða 2— 2,50 á livern bæjarbúa. Margir verða stórtækir í þessu efni. í gær var skýrt frá því hér í blað- inu, að einn maður hefði þeg- ar afhent framkvæmdasljórn- inni 1000 krónur frá félagi sínu. Fleiri eiga vafalaust eftir að sýna slíkan höfðingsskap. En auðvitað byggist fjársöfn- unin ekki nema að nokkru leyti á frarnlögum stórefnamanna. Þessvegna verður fjár aflað með skemtunum, happdrætti eða incð sérstakri Jónsmessu- bátíð, sem lialdin yrði í þessu skyni. Það safriast þegar sam- an kemur og fæstir þeir, áfem á annað borð geta nokkuð af mörkum lálið, munu láta sig draga fáeinar krónur til styrkt- ar góðu málefni. Það er óþarft að fjölyrða um það, hver hollusta er að þvi fyr- ir börnin, að komast i sveit. Efnaðri mennirnir senda börn- in sín úr góðum húsakynnum og frá góðu viðurværi út í sveit- irnar, þeim til aukins þroska og hollustu. Ilversu miklu meiri þörf er ekki fátæku börnunum, sem bafast við í lélegum húsa- kynnuni við lítinn kost, að kom- ast burtu. Hér er um að ræða málefni, sem öllum góðum mönnum er Ijúft að styrkja. Börnin þurfa að komast burt úr göturykinu. Sveitafólkið á íslandi er þá alt öðru vísi en það hefir verið, ef það lætur sér ekki farast vel við þessi „fósturbörn“. Við skulum því öll leggjasl á eitt um að blaupa undir bagga með fátæku börnUnum. Þeim krónum er vel varið, sem við látum af bendi rakna í því skyni. « Ægir, 5. I)lai5 33. árg., er nýkominn út. Að þessu sinni birtir ritið eftirfar- andi greinar: Oft er þörf, en nú er nauðsyn (Vísbendingar til vél- stjóra), Fituhersla (Óskar B. Bjarnason, efnafræðingur), Askor- un írá Fiskifélagi Islands til fiski- manna og vélbátaeigenda, Þegar Is- lendingar stunduðu handfæraveiðar á dönskum skútum, Áthuganir um saltfiskframleiðslu eftir Svein Árnason, fiskimatsstjóra, Skip Fiskimálanefndar komið, Trillu- bátaútgerð o. m. fl. Söngskemtun Eggerts Stefánssonar er i kvöld kl. 7.15 í Gamla Bíó. Stríð og stefnur nefnist ritlingur, sem nýlega er kominn út, eftir Gilbert Murray, en þýtt hefir Kristmundur ÞorleifsSon. trésmiðairieistari og skáld verð- ur 55 ára á morgun. Er bann fæddur á Sveinseyri við Tálkna- fjörð 14. júní 1885. Hann flutt- ist liingað 1902, en hafði þá kent í tvö ár sund í Barða- strandasýslu. — Árin 1905— 1906 dvaldist Jóli. Kr. Jóh. í Khöfn við nám, en fluttist þá heim og hefir búið hér æ síðan. Kirkj ugar ðarnir Reykjavík. Þessa dagana eru menn sem óðast að hreinsa reiti sína, og er það vel farið. Að vísu er það i seinna lagi, eins og fleiri vor- vinna að þessu sinni. — En bet- ur má ef duga skal, því að enn er eftir að liirða um meira en helming allra umgirtra reita, bvað þá liinna — í báðum görð- um. Er þó varla þvi til að dreifa um mörg leiði í Fossvogsgarði, að aðstandendur séu allir á brottu. Stjórn kirkjugarðanna er samt full alvara með að styðja hirðumennina, seni eiga í höggi við ágengið illgresi hjá nágrönn- unum, — og vekja eftirtekt hinna. Um næstu mánaðamót verð- ur því farið að beita lögum og reglugerðum um þessi efni: Oll vanhirt leiði hreinsuð og göm- ul óuppgerð leiði lilaðin upp á kostnað hlutaðeigenda, og vinnulaun fyrir verkið skrifuð sem skuld á viðkomandi reit. Verður bún að greiðast umsjón- armanni í síðasta lagi áður en aftur er grafið í reitinn. Því er sem sé svo farið, þótt ótrúlegt sé, að sama sem hver einasti maður, sem vánrækt hef- ir að blaða upp leiði, hefir þó keypt reit fyrir tvær eða fleiri kistur. Ætlast er til að þeir, sem hreinsa reiti í görðunum, flytji allan „afgang“ í einhverja „ruslakistu“ garðsins; má venjulega fá lánaðar hjólbörur lil þess flutnings innan garðs. Sérstaklega eru menn beðnir að skilja ekki eftir neitt blaðárusl, eins og því miður kemur fyrir, — flfestum til leiðinda. Astæða er til að minna menn á 4. gr. reglugerðar um leg- kaup o. fh í kirkjugörðum í Reykjavik frá 20. febr. 1940. — Hún er á þessa leið: „Á sumrum skulu leiði blaðin upp innan mánaðar frá greftr- unardegi, og jafnan skal lokið að fullu að hlaða upp leiði frá liðnum vetri fyrir 1. júlí ár hvert. Um miðjan júlí skal allri vinnu innan kirkjugarðanna lokið, annari en þeirri, sem beinlínis stafar frá sumarnotk- un þeirra og daglegri hirðingu þeirra, ef tiðarfar og aðrar á- stæður leyfa.“ Þessi grein var sett til jæss að fullur þrifnaður og kyrrð gæti ríkl í kirkjugörðum bæj- arins nokkurn hluta hins stutta sumars vors. En eðlilega fylgir steinsteypum lalsvert umstang og óþrifnaður, meðan á þeim. stendur, og lítil prýði er að mörgum óupphlöðnum leiðum alt sumarið, eins og greinilega má sjá i Fossvogsgarði. — Prófessor Pileher frá Toronto — nú biskup í Ástralíu — kom hingað árið 1922 „til að sjá Saurbæ Hallgríms Péturssonar“ áður en hann gengi frá enskri Jiýðingu sinni á passíusálmun- um. Sú bók kom út árið eftir og var seinna aftur þýdd bæði á kínversku og spönsku. — Hann fór austur í Fljótshlíð og að sjálfsögðu upp á Hvalfjarð- arströnd. Einn daginn, sem liann var hér í bænum, mætti eg honum við kirkjugarðshornið. Hann kvaðst hafa verið í garðinum á aðra klukkustund, „eg get sagt yður alveg hreinskilnislega, að þar er raunalegasti staðuíinn, sem eg liefi séð á íslandi“, sagði liann. Mér hnykti við, því að mál- rómur hans lýsti enn meiri sorg en orð lians. Eg sagði að skipulagsleysið í gamla garðin- um myndi ekki halda áfram, og þá myndi þrifnaður vaxa inn- an garðs. „Já, eg tók nú eftir skipulagsleysinu og því, sem þar með fylgir, en það þótti mér ekki raunalegast — heldur hitt, hvað eg sá sárlítið af eilífðar- vonum í öllum þessum legstein- um.“ Mun það rétt vera, að óvíða í kristnum löndum er jafnlítið um ritningarorð á legsteinum, sem hjá oss. En um þá alvar- legu lilið skal þó ekki rætt í þetta sinn. Hitt langar mig til að undir- strika, að ytra útlit kirkjugarða vorra þarf að taka stakkaskift- um. Yér verðum að hætta að miða við aldagamla vanrækslu, þegar „kristinna manna reitir voru klauftroðnar kúabeitir." Hugsum oss kálgarð, þar sem arfinn væri óhreyfður í öðru hvoru beði alt sumarið. Ætli oss þætti hann eigandanum til sóma? Ættum vér því að verða þeim gramir, sem telja það bænum til minkunar, ef annar- hvor reitur er illa liirtur í kirkjugörðum bæjarins? Fjölþætt hátíöahöld íþróttamanna 12. júní. Eins og Vísir skýrði frá fyrir nokkuru ákvað stjórn í. S. í. að halda 17. júní sérstaklega hátíðlegan urn land alt og' var sjö manna nefnd falið að sjá um hátíðahöldin hér í Reykjavík. Formaður nefndarinnar er Stefán Runólfsson. — Hefir nefnd- in unnið mikið starf að undanförnu og er nú svo komið, að dag- skrá hátíðahaldanna, sem verða mjög fjölbreytt, verður tilbúin í dag eða fyrramálið. Aðalhátíðahöldin fara að sjálfsögðu fram á íþróttavellin- um, en þau hefjast á Austur- velli. 1 iþróttakappleikjunum verða þátttakendur frá fimm félögum, samtals 20—30 að tölu. Tvö utanbæjar félög senda menn til kepni, U. M. F. Stjarn- an i Dalasýslu, sem Reykvíking- um er vel kunnugt frá ýmsum hlaupum, sem. félagið hefir kept í liér í bænum, og Fim- leikafélag Hafnarfjarðar. Vísir hefir aflað sér nokkurra upplýsinga um tilhögun hátíða- lialdanna, en dagskráin verður birt í beild síðar: Dagskráin hefst á skrúð- göngu frá Austurvelli og taka þátt í henni íþróttamenn frá níu félögum. Verður Lúði'asveit Reykjavikur í broddi fylkingar. Gengið verður suður að íþrótta- velli, en staðnæmst við legstað Jóns Sigurðssonar. Mótið verður sett á íþrótta- vellinum kl. 2.45 og þegar Gunnar Thoroddsen lögfræð- ingur og Sveinn Björnsson sendiherra hafa haldið ræður liefjast íþróttirnar. Kept verður í 100, 800 og 5000 m. hlaupi, 1000 m. (100+ 200+300+400 m.) boðhlaupi, kringlukasti og kúluvarpi, há- stökki og langstökki. Auk þess verða ýms skemti- atriði í sambandi við íþróttirn- ar, svo sem 2x80 m. pokaboð- hlaup fyrir viðvaninga, kassa- .hlaup og kötturinn verður sleg- inn úr kassanum. Margir bestu iþróttamenn I raun og veru mun hver al- vörugefinn maður óska þess, að kirkjugarðar séu friðhelgir og blöskrar sú ósvífni, að þar sé iðulega verið að stela blómum. En óþrifnaður og hirðuleysi á heldur ekki heima á friðhelgum stað. Og vér erum svo margir, sem skiljum það, hvort sem vér eigum kæran blett í kirkjugarði eða ekki, að það ætti ekki að vera neitt Grettistak, að kippa þessu öllu í betra horf. Sigurbjörn Á. Gíslason. okkar verða meðal þátttakenda, en auk þess verða þar margir ungir og efnilegir piltar. fréttír 17. júní. 1 tilefni hátí'Öahalda iþróttamanna 17. júní, hefir stjórn LS.l. látið prenta skrautleg merki, til þess að selja þann dag. Eru merkin seld til ágóða fyrir I.S.I., og ættu menn að styrkja starfsemi sambandsins með þvi aÖ kaupa þau á mánudag- Valdemarsdagurinn er á laugardag og í þvi tileíni veita danski sendiherrann og frú de Fontenay, ásamt stjórn danska félagsins, hér búsettum Dönum mót- töku i sendiherrabústaðnum kl. 4 siðdegis. Forðum í Flosaporti. Blaðið hefir verið beðið að vekja athygli fólks á því, að revyan er leikin í kvöld í síðasta sinu. Er þetta því síðasta tækifærið til þess að sjá hana. -—■ Aðgöngumiðasalan hefst í dag kl. I. Er vissast fyrir fólk að athuga, hvort aðgöngumiðar eru nokkrir eftir, því a'ðsóknin er gif- urleg. íslandsglíman. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að Ingimundur Guðinunds- son, sem vann íslandsglímuna ,í fyrrakvöld, feldi ellefu menn, en ekki tíu, eins og stóð í bla'ðinu í gær. En vegna þess a'ð einn kepp- enda gekk úr leik sakir meiðsla, var einn vinningur dreginn frá Ingi- ! mundi. Næturakstur. Bæjarbílastöðin, AÖalstræti 16, sími 1395, hefir opið í nótt. Næturlæknir. Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími 2714. Næturvörður í Lyf ja- búðinni I'Öunni og Reykjavikur apó- teki. i útvarpið í gær. ] Kl. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 20.ooFréttir. 20.30 Garðyrkjuþátt- j ur (Jóhann Jónasson ráðunautur). 20.45 Einleikur á celló (Þórhallur ■ Árnason) : Nocturno o. fl., eftir Chopin. 21.00 Frá útlöndum. 21.20 Útvarpshljómsveitin : Syrpa af lög- tim eftir Beethoven. Elrikur Sigurbergsson: Haínarborgirnar frönsku við Ermarsund. Eiríkur Sigurbergsson, viðskiftafræðingur, liefir að beiðni Vísis ritað grein þá, er hér fer á eftir, um hafnarborgir Frakka við Ermarsund. Gefst mönnum þannig Icostur á að gera sér nokkra grein fyrir þýðingu þessara borga, bæði hern- aðarlegri og viðskiftalegri, sem og þeim liagsmunum, sem beinlínis eru tengdir við borgir þessar. Eiríkur Sigurbersson hefir dvalið mörg ár í Frakklandi, aðallega í París, en hef- ir auk þess dvalið í flestum eða öllum þeim borgum, sem liann ritar hér um. Eins og lesendum Vísis er kunnugt, hefir mjög oft verið minst á hafnarborgirnar frönsku við Ermarsund í stríðs- fréttum undanfarið og um tíma beindist aðalsókn Þjóðverja ein- mitt að þessum borgum. Er svo talið, að við Dunlcerque hafi staðið einhverjar þær mestu or- ustur, sem nokkurn tíma hafa verið háðar, áður en Þjóðverj- um tókst að ná þeirri borg á sitt vald. — Dunkerque er nú raun- ar talin standa við Norðursjó, en þar sem hún er við takmörk Ermarsunds og Norðursjávar og hefir í rauninni alveg sömu þýðingu og Ermarsundshafn- irnar, hefi eg látið hana fylgja með þeim. Hafnarborgir þær, er eg ætla mér að gera að umtalsefni i þessu yfirliti, eru Boulogne-sur- Mer, Calais, Dunkerque, Le Havre, Rouen og Dieppe. —- Samkvæmt hagskýrslum eru alls taldir vera 89 hafnarbæir í Frakklandi, og eru þeir auðvit- að mjög mismunandi að stærð og hafa að sjálfsögðu geysimis- jafna viðskiftalega þýðingu. — Mesta hafnarborg Frakklands er Marseille, er stendur við Mið- jarðarhaf. Vöruþunginn saman- lagður, sem fluttur var til og frá þeirri horg árið 1936, nam 8.766.981 tonni. Næst á eftir henni fylgir svo Rouen með 8.002.887 tonn, svo mismunur- inn er ekki nauðamikill. Þriðja i röðinni er Le Ilavre með 5.775.700 tonn. Fjórða Dunker- que með 4.599.600 tonn. Fimta Bordeaux 3.204.000 tonn. Þar r.æst fylgja i réttri röð niður á við Nantes, Caen, Boulogne, Calais o. s. frv„ og er hér alls- staðar miðað við vöruþunga. Allar þessar borgir hafa, eða höfðu, mjög fullkominn útbún- að til þess að afgreiðsla skipa gengi sem best. Ilefir þessi út- búnaður verið endurnýjaður og endurbættur fram á síðustu stundir og hefir þá um leið ver- ið tekið tillit til hins sérstaka hlutverks, sem liver borg fyrir sig hefir einkum haft með hendi. IJIutverk Calais var t. d. eink- um að taka á móti timbri. Bou- logne mótaðist af fiskveiðum og fiskiðnaði. Dunkerque hafði sem sérgrein málmblending og fosfal og Le Havre vörutegund- ir, svo sem kaffi, baðmull, lirís- grjón, ull, kopar o. s. frv. Boulogne-sur-Mer er ekki stór borg; þar eru aðeins 53 þúsund íbúar. En hún er mesti fiskveiði- og fiskhafnarbær Frakklands. Frá 1931 til 1936 var fiskað til jafnaðar á ári i Boulogne 82.498 tonn, en fisk- magnið, sem flutt var með járn- braularlestum frá borginni nam á sama tíma 108.018 tonn- um á ári, en ef allur sá fiskur væri fluttur með einni og sömu járnbrautarlestinni, myndi lengd hennar verða 200 km. En þótt Boulogne mótist einkum af fiskveiðum, fiskiðn- aði og verslun sjávarafurða, þá er hennar hlutverk sem liafnar- borgar mjög mikilvægt á öðrum sviðum. Hún hefir, eða liafði, mikilsverða þýðingu i viðskift- um Englendinga og Frakka, meiri þýðiugu en nokkur önn- ur frönslc hafnarborg og gildir það bæði um vöruflutninga og ferðamenn. En um borgina fara miklir vöruflutningar, eins og sjá má af því, að siðustu 5 ár- in, sem skýrslur ná yfir, nam sá flutningur árlega að jafnaði 1.099.806 tonnum. Um Boulogne liggja hinar reglulegu áætlunarferðir milli London og Paris og er Bou- logne jafn þýðingarmikil fyrir þau ferðalög og Borgarnes fyr- ir áætlunarferðirnar liér á milli Reykjavikur og Akureyrar, þó með þeim mismun, að þar er ekki hægt að fara fyrir neinn Hvalfjörð, eins og hér. Með þessum áætlunarferðum milli London og París um hafnarbæ- inn Folkestone i Englandi og Boulogne í Frakklandi fara ár- lega rúm 356 þúsund manns eða til jafnaðar nálega eitt þús- und manna á hverjum degi ár- ið út og árið inn. Þar við bætist margt ferðafólk, sem kemur frá suður- og austur-Englandi á sumrum og dvelur í Boulogne einhvern tima eða á frönskum baðstöðum þar í nágrenninu. Baðgestir þessir nema árlega rúmum 58 þúsundum. Að lok- um hefir Boulogne mikla þýð- ingu fyrir skipasiglingar vestur um haf. Hún er endastöð fjölda stórskipa, er leggja leiðir sínar til Bandaríkjanna og Mið-Am- eríku. Eins og vænta má, er Bou- logne-höfn mikið og merkilegt Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.