Vísir - 15.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 15.06.1940, Blaðsíða 2
VfSIR VtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Þingvallaför Heimdallar. nginn efi er á því að geysi- mikil þátttaka verður í Þingvallaför Heimdallar. í gær- kvöld liafði fjöldi manna skráð sig til fararinnar. Þó var veður mjög óráðið og dregur það jafn- an úr aðsólcn. I morgun var veð- urútlit bjartara en verið hefir um skeið. Það eru þess vegna líkindi til að lijartfólgnasti sögu- staður íslensku þjóðarinnar sýni sig í fullri vorsins dýrð um þessa helgi. Og liöfuðstaðarbúum er sannarlega þörf á að hrista af sér göturykið og drungann, þó ekki væri nema eina dagstund. Sum- arferðalög eru ekki enn þá hyrj- uð að marki. Þótt við höfum sloppið flestum þjóðuin betur við afleiðingar striðsins, þá hefir þó liið liræðilega ástand umhverfis okkur meiri og minni áhrif á hvern hugsandi mann, ungan og gamlan. En við erum engu bættari þó við sökkvum okkur um of niður i dapurlegar hugsanir um öryggisleysið og erfiðleikana. Við þurfum á öllu okkar þreki að halda og allri okkar bjartsýni. Ekkert er bæj- arbúum nauðsynlegra í því efni, en að nota hvert tækifæri sem gefst, til þess að lirísta af sér áhyggjur ömurlegs liversdags- lífs í hreinu fjallalofti við þá tign, sem islensk náttúrufegurð býður mesta. Á ÞingvöUum tala til okkar mínníngar liðínna alda. Þar hef- ir saga landsins gerst öðrum stöðum fremur. Þar liafa vitrir menn ræðst við, oft á tíðum daprir í Iiug og kvíðnir, engu síður en nú. En einnig vígreifir, bjartsýnir og kjarkmiklir. Þar hafa hugsjónir fæðst og heit ver- ið unnin. Þar logar sá arineldur, sem'yljar hverju íslensku Iijarta. Það er þess vegna sérstaldega vel til fallið að æskumenn Sjálf- stæðisflokksins hafa efnt til vor- hátíðar á Þingvöllum. Sjálf- stæðisflokknum hefir verið bor- ið á brýn íhald og kyrrstaða. Andstæðingar hafa viljað telja mönnum trú um að þar færi hin „aldraða sveit“. Meðan menn höfðu ekki kynst starfsemi flokksins gátu slíkar ásakanir staðið honum fyrir þrifum. En sú tíð er löngu liðin. Barátta flokksins er fyrst og fremst fyr- ir auknu frelsi og lýðræði i öll- um efnum. Á þessu liafa menn nú fengið fullan skilning. Og það er einmitt þessvegna, sem •tarfsemi æskumannanna gætir meira innan Sjálfstæðisflokks- ins en nokkurs hinna flokkanna. Æskan hefir rétt sína „örvandi hönd“ og þess vegna er flokkur- inn á framtíðarvegi. Það verður lagt á stað til Þing- valla í dag frá Bifreiðastöð Steindórs, Idukkan 3. Öllum sjálfstæðismönum er heimil þátttaka. Klukkan 6 flýtur for- maður Sjálfstæðisflokksins, ÓI- afur Thors ræðu ó Lögbergi fyr- ir minni fslands. í kvöld verður kynningar- og skemtikvöld í Yalhöll. Þar flytja ræður for- maður Heimdallar, Jóhann Haf- stein, Gunnar Thoroddsen og Eiríknr Nig:urberg:§§on: PARÍS Eiríkur Sigurbergsson, viðskiftafræðingur, ritar að þessu sinni um París, — „höfuðborg heimsins“ — að beiðni Vísis. Til hennar hefir allur heimnrinn litið á friðartímum og ó- friðar, og hvers Frakkar meta hana, sést best á því, að þeir gáfu hana orustulaust í óvinahendur, til þess að bjarga henni frá exjðileggingu og þeim verðmætum, sem þar eru. Eiríkur Sigurbergsson hefir dvalið í París um sex ára skeið, og er þvi kunnugur borginni og þvi lífi, sem lifað er þar. dvelja í nokkra daga, sofa langt Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lárus Ingólfsson syngur gam- anvísur og loks verður dansað. A morgun verðaÞingvellirskoð- aðir undir leiðsögn Benedikts Sveinssonar bókavarðar. Það var varla hægt að fá betri mann til leiðbeiningar á þeim stað. Benedikt er allra manna kunn- ugastur sögu Þingvalla, og hann þekkir ekki einungis atburðina, sem þar Jiafa gerst, hann lifir þá. Frásögn Iians er fyrir það meira hrífandi en flestra ann- ara, að liann talar hreinní ís- lensku, þróttmeiri og glæsilegri en flestir samtíðarmanna lians. Það þarf ekki mikið ímyndunar- afl til að sjá og heyra fyrir sér höfðingja fornaldarinnar, þegar Benedikt gengur um Þingvelli með glæstu föruneyti. Heimdellingar hafa farið myndarlega á stað með þetta vormót sitt. Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu fjöhnenna til Þingvalla í dag og á morgun. a 17. júní. Dagskrá hátíðahald- anna. Vísir birtir hér dagskrá há- tíðahaldanna 17. júní, til viðbót- ar því sem blaðið sagði frá í gær. Hátíðahöldin lief jast á því, aö Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austui'velli frá kl. V/x—2, en þá hefst skrúðganga íþrótta- manna og annara bæjarbúa suð- ur á Iþróttavöll. Á leiðinni verður staðnæmsl við Ieiði Jóns Sigurðssonar og leggur forseti í. S. í., Ben. G. Waage, blómsveig á það fyrir hönd íþróttamanna í Reykjavík. Síðan leikur Lúðrasveitin „Ó, guð vors lands.“ : . *■ . Þá heldur skrúðgangan áfram, og verður haldið til Háskóla- byggingarinnar nýju og liylla íþróttamenn Háskólann, en sið an verður gengið inn á Iþrótta- völlinn. Formaður 17. júní nefndai- innar, Stefán Runólfsson, setur þvínæst mótið og standa íþrótta- menn fylktu liði á íþróttavellin- um á meðan, en þegar Stefán liefir lokið ræðu sinni og Lúðrasveilin leikið „Öxar við ána“, ganga þeir út af vellinum. Næst heldur Gunnar Thor- oddsen, bæjarfulltrúi, ræðu fyr- ir minni Jóns Sigurðssonar, en Lúðrasveitin leikur „Ó, guð vors Iands“ og síðan vex-ður kórsöng- ur. Síðan hefjast iþróttirnar, en milli einstakra greina flytur Sveinn Björnsson, sendiheri-a, á- vai-p til íþróttamanna. Kl. 8V2 halda iþróttii'nar á- fram, en kl. 10 hefjast dans- skemtanir í Hótel Borg, Iðnó og Oddfellowlnisinu. Gagnfræðaskóla Reykvíkinga var sagt upp kl. 1 í dag. 64 nem- endur gengust undir gagn- fi'æðapróf. Af þeim stóðust 60 prófið og 18 lxlutu 1. einkunn. Hæst samanlagt próf hlutu: 1. Kristi'ún Matthíasdóttir með 8.41 st. í einkunn, 2. Hafsteinn Bjai'gmundsson 8,23 og 3. Anna Gísladótlir með 8,12. Eru pi'ófin yfirleitt mjög góð að þessu sinni. Gullbrúðkaup eiga í dag hjónin Stefán Jónsson og Guðfinna Sigurðardóttir, að Ondólfsstöðum. Hafa þau búið í 42 ár að Ondólfsstöðum, með mestu rausn og myndarskap, en áður að Múla. Níu af tíu börnum þeirra hjóna eru á lífi. Þau hjónin eru bæði vel ern, og er Stefán þó átt- ræður, en Guðfinna er 72 ára að aldri. — París er fallin, þýskur her er kominn inn í borgina! Þann- ig stóð i fréttum í gær og hefir þessi atburður sjálfsagt komið fáum á óvart eins og viðhorfið var. Frakkar voru meira að segja búnir að lýsa yfir því, að París væi'i óvíggirt boi'g; þeir vildu heldur gefa liana óvinin- um á vald en að hún yrði lögð í rústir. Hún hefir lilotið ýmsa litla, svo sem „di'otning tískunnar“, „boi’g ljósanna", jafnvel „höf- uðborg heimsins“. Hinn síðast- nefnda vegna þess, að í Paris hafa skapast og þaðan hafa rutt sér braut ýmsar háleitar hug- myndir, svo sem „frelsi, jafn- rétti og bi'æði’alag“, er Frakk- ar böi'ðust fyrir í stjórnarbylt- ingunni miklu, en þau kjörorð bárust því næst víða um lönd og áttu sinn þátt í að efla frelsi og lýði’æði í álfunni, jafnvel hér á íslandi. — Þar hafa og mynd- ast nýir straumar eða stefnur í listum, þar liafa mestu lista- menn allra landa orðið fyrir meiri eða minni áhrifum, er komið hafa fram i verkum, þeirra og borist með þeim út um heimsbygðina. — Og „borg ljósanna“ hefir hún verið köll- uð, einkum í Frakklandi, vegna hinnar miklu Ijósadýrðai’, er j um hana og út fi'á henni stafar allan ársins hi'ing, þegar ann- ai'sstaðar er dirnt og myrkur. En nafnið „di’otning tískunnar“ vita allir hvers vegna hún hefir lilotið. Annars fer ýmsum söguxn iim þessa miklu og glæsilegu borg. Suxnir líta svo á, að lxún sé miðstöð léttúðar og slcemt- anafýsna, menn hugsi þar mest urn að skemta sér, séu einkum á fei’Ii um nætur og gangi á milli óteljandi nætur-skemti- staða, þar sem hver og einn fái að drekka úr bikar nautna og ásta, þar sem lauslætið sitji í liásæti og vín freyði á hverju borði. Þessar skoðanir hafa einkum myndast og borist út með ferðamönnum, er til Par- isar hafa komið og dvalið þar stutta stund, án þess að skilja málið eða átta sig á hinu flókna borgarlífi. Sannleikurinn er sá, að í Par- is getur næstum hver séð það, sem hann vill sjá. Suinuxn finst þar hei’filega sóðalegt. Þar ex-u til sóðalegir staðii', eins og víða annai’sstaðar. Öðrum, finst borgin óskiljanlega gamaldags og á eftir tímanum. Þar eru vit- anlega til hús eða jafnvel borg- arhverfi, sem eru mörg hundr- uð ára gömul, og margt fleira, er minnir á fyrri tíma og gamla menningu. Enn öði’um finst, að þarna slæpist fólk sínkt og heil- agt, sitji á kaffihúsum og ráfi um götumar. En menn, sem þekkja borg- ina best, vita, að þar er unnið, og fyrst og fremst unnið, því menn lifa þar ekki á loftinu, fremur en annarsstaðar. Það er að vísu satt, að París var glaðværðarinnar borg. En það er yfirleitt ekki Pai'ísai'bú- inn, sem mest sækir nætur- skemtistaðina, heldur ferða- menn — útlendingar, sem þar fram á dag en drekka og svalla alla nóttina. Það er Parísai’bú- inn, sem setur skemlistaðina a stofn og gerir þá þannig úr garði, að sem flesta fýsir að sækja þá. Það er Parísarbúinn, sem vinnur þarna fyrir sínu daglega viðurværi, en ferða- maðui'inn, sem borgar brúsann, enda hefir ekki svo lítill lxluti boi’gai’búa einmitt lifað á ferða- mannastraumnum. — Ekki svo að skilja, að Parísai’búar skemti sér ekki, þeir dansa, fai'a í leik- hús, bíó o. s. frv., en eftir þeirri kynningu, sem eg liefi haft af þeim, held eg mér sé óhættt að segja, að þeir geri yfirleitt ekki meira að því, sem Reykvíkingar kalla að „skemta sér“, en fólk hér í bæ. Sem sagt, í Pai'ís er fyrst og fremst stai’fað. Þar er einn elsti og frægasti háskóli heimsins — með mörgum þúsundum stúd- enta úr Frakklandi og öllum löndum, þeim fjærlægustu sem þeim næstu. Þar situr Afríku- svertinginn við hliðina á Par- ísai’búanum á skólabekkjum og á bókasöfnum, þar eru semítar, gei'manir, mongólar, engilsax- ar, Suðurlandabúar og Norður- landabúar hlið við hlið og brjóta heilann Iiver um sitt viðfangs- efni. Þar eru vísindamenn, sem vinna í kyrþey æfilangt, likt og Monsieur og Madame Pierre Curie, að þvi að rannsaka Jeyndardóma náttúrunnar og skapa vesælu mannkyni ómet- anleg verðmæti og sanna bless- un. Þar er fjöldi æðri skóla og æðri mentastofnana, sem stand i jafnfætis sjálfum háskólanum, ]>ótt þær teljist ekki til hans, - þar sem ungir menh í þúsunda- tali svala mentaþorsta sínum og húa sig undir lífsstarf sitt. Þar er og að sjálfsögðu mikill fjöldi óæðri mentastofnana, sem hver á sínu sviði vinna sitl hlutverk i þágu alþjóðar. Annars eru atvinnuvegir borgarbúa margvíslegir eins og gefur að skilja. En mest ber á verslun og allkonar iðnaði. Einkunx er það hinn svokallaði „lúxus“-iðnaður, sem París er alþekt fyrir, svo sem silkivarn- ingur, ilmvötn og allskonar snyrtivörur, og er þessi iðnaður talinn standa framar samskon- ar iðnaði annara þjóða. — En létt er vfir Parísarhorg og þó einkum á fögrum, vordegi, þegar lim trjánna breiðir sig yf- ir gangstéttir, garða og torg. Þegar mannfjöldinn sígur leti- lega upp og niður göturnar í liægum straum, eða viðrar sig á hekkjum opinna svæða. Þegar tónar frá æfðum og mannmörg- um hljómsveitum, er leika fyrir almenning í fjölsóttum skemti- görðum, berast til eyrna manna gegnum lauf trjánna og bland- ast fuglakliðnum, óma i fjarska og deyja út. Þá er eins og töfra- slæður líði gegnum loflið og vekji angurblíðu í brjóstum manna og fjötri þá við þennan stað. — París er skift í 20 borgar- hluta og hefir hver sinn borgar- stjóra (maire) og ráðhús (mai- rie), en einn aðalborgarstjóra og aðalráðhús (Hötel de Ville). Borgin stendur beggja megin Signu, norðarlega í Frakklandi, um 230 km. frá sjó. íbúar eru um þrjár miljónir, auk útborg- anna. — Elsti hluti borgarinn- ar, la Cité, stendur á hólma í Signufljóti. A dögum Cesars hét þessi hólmi Lutece og íbúarnir Parisii og þaðan dró borgin öll siðan nafn sitt. Borgin hefir orðið fyrir mörgum umsátrum alt frá dög'- um Cesars. Árið 451 geystust Húnar að borginni, eins og logi yfir akur, en þá tókst að bjarga henni; er það þakkað hinni hei- lögu Geneviéve, sem síðan er verndardýrlingur Parísarborg- ar. Víkingar frá Norðurlöndum, settust um hana 885 og stóð um- sát það þrettán mánuði. 1814 komu þangað þáverandi banda- menn og Englendingar og Prússar sátu þar 1815. I strið- inu milli Þjóðverja og Frakka 1870 1871 tóku Þjóðverjar borgina og sömdu frið í Versa- illes, er stendur aðeins 18 km. frá París. — í heimsstyrjöld- inni 1014—1918 var henni ógn- að tvisvar af Þjóðverjum, 1914 fyrir fyrri orustuna við Marne og 1918 um vorið. Og enn er hún í óvinahöndum. — Það var fyrst á dögum Loð- viks helga, Karls V., Frans I. og Loðvíks XII., að tekið var að sýna París verulega ræktar- semi. Þó var það einkum Loð- vik XIV., er lét fegra og skreyta borgina með fallegum stórhýs- um og minnisvörðum. I fótspor hans gengu þeir svo nafnarnir Napoleon I. og Napoleon III. Og því verki hefir verið haldið áfram lil síðustu stundar. Það er því ekki furða, þótt París sé rík af fögrum bygg- ingum, görðum og torgum, þeg- ar þar við bætist, að Frakkar eru taldir vera hinir mestu smekkmenn og hin listrænasta þjóð. Þar eru líka fleiri stór- byggingar, sem hver fyrir sig er hið mesta listaverk, en hér er hægt að telja upp, en um hverja þeirra mætti vitanlega skrifa langa hlaðagrein. Eg læt mér nægja að nefna Louvre, Notre- Dame, Palais-Royal, Troeadero, Panthéon, Hötel de Ville, Sacré- Coeur, Sigurbogaiin, Óperuna og St. Sulpiee. Um þá kirkju sagði mér katólskur prestur frá Ítalíu, að hún ætti skilið að standa í Róm, og var víst ekki hægt að hún fengi lijá honum meira lof. En, sem sagt, hér er enginn tími til að minnast nán- ar á neitt af þessum né öðrum listaverkum. Og þó eru það þau, sem setja svip sinn.á París og gera hana að því sem hún er. Og þó ekki. Þar kemur fleira lil greina. Það eru ekki húsin ein, þótt fögur séu, sem skapa fagra borg. Þeim þarf að vera snyrtilega fyrir komið og mátu- lega áberandi — þau þurfa að geta notið sín sem best. Stór og glæsileg torg, langar og breiðar götur, ásamt vel Iiirtum og smekldegum görðum — og alt þetta í fylsta samræmi — gerir sitt til að stórbyggingar Parísar njóta sín til fulls, það sópar að þeim, menn geta ekki annað en numið staðar og virt þær fyrir sér, alla Ieið frá jörðu upp á efstu turnbrún. Og sá, sem gengur l.d. frá Louvrehöllunum gegnum Tuileries-garðinn, yfir Concorde torgið, upp eftir Champs-Elysée-götu til Signu- bogans hlýtur að spyrja sjálf- an sig, þ. e. a. s. ef liann hugsar nokkuð um þessi efni: er mögu- legt að komast lengra, er inögu- legt að nokkursstaðar fyrirfinn- ist glæsilegri borg? Og nú er hún fallin í hendur óvinaher. Síðustu daga hafa verið gerðir á hana grimmilegar loftárásir, yfir hana sprengikúl- um rignt. í „borg ljósanna“ log- ar ekki lengur nokkurt Ijós, engin lugt á götu, ekki eitl kert- isskar í glugga. Hiin er í algeru HÁTÍÐAHÖLD í PARÍS. Þegar Þjóðverjar sátu um París 1871, komst Gambetta og aðrir kunnir menn á brott úr borginni í loftbelg. — Var þess minst, er hátíðahöldin fóru fram i sumar í tilefni af byltingar- afmælinu. Var loftbelgur sendur upp, eins og 1871. — Á myndinni sést og Eiffelturninn frægi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.