Vísir - 05.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 05.07.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. »Hjálp framsókn- arflokksinsu. p ÓLKSSTRAUMURINN úr sveitunum og aðsóknin að kaupstöðunum hefir verið á- hyggjuefni allra hugsandi Is- lendinga um langan aldur, og hefir raunar fátt borið oftar á góma í opinberum umræðum á seinni árum. I þessu máli er því ekki til að dreifa, að and- stæ'ðar skoðanir rekist á, Allir eru inníléga sammála um að þjóðfélaginu sé það bagi, að fólkið yfirgefi sveitirnar og setjist að „á mölinni", oft við litil bjargræðisskilyrði. Það hef- ir margoft verið á það bent, hve hrópleg mótsögn sé í því, að fólksekla sé í sveitum, sam- tímis því, að fjöldi manna í kaupstöðum lendi á opinberu framfæri vegna atvinnuleysis. En þrátt fyrir holl ráð og bend- ingar úr ýmsum áttum, hefir ekki fram til þessa dags tekist að ráða bót á þessari meinsemd. Menn kannast t. d. við það, að fyrverandi stjórnarflokkar höfðu „vinnu handa öllum“ efst á stefnuskrá sinni við stjórnarmyndunina 1934. En „stjórn hinna vinnandi stétta“ skildi við þetta mál í engu minna öngþveiti en verið hafði, þegar hún settist að völdum. i Formaðui' Framsóknar- flokksins hefir nýlega ritað um þetta mál í Tímann. Þar far- ast lionum orð, meðal annars, á þessa leið: „Forráðamönnum kaupstaða og kauptúna hefir stórlega yfir- sést að koma ekki á bygðaleyfi til að stilla í lióf um innflutn- ing manna, þangað, sem þeirra var ekki þörf. Hjálp Framsókn- armanna hefir í þessu efni stað- ið til boða síðan 1924, að Bem- harð Stefánsson bar fram frum- varp sitt um bygðaleyfi. En það var ekki þegið, og nú em flest- öll hin hraðvaxandi sveitar- og bæjarfélög að sligast undir byrði sveitaþyngslanna.“ y Jónas Jónsson slær því föstu, að efl „lijálp Framsóknar- manna“ hefði verið þegin, hefðu sveitar- og bæjarfélög ekki þurft að sligast undir fá- tækrabyrðinni. En hvernig hefir hún verið þessi mikilsverða „Framsókn- arlijálp“ ? Þegar framfærslulögin voru sett 1935, bar Gísli Sveinsson ásamt nokkrum öðrum þing- mönnum fram heimildartillögu um þetta efni. En Framsóknar- mann og sósialistar drápu til- löguna. Þegar framfærslulögin voru til umræðu á haustþinginu i fyrra bar Magnús Jónsson á- samt .Tónasi Jónssyni fram til- lögu um bráðabirgðaákvæði í lögin þess efnis, að ráðherra gæti heimilað sveitarstjóm að leggja hömlur á rétt manna til að setjast að í sveitarfélagi. Þessi tillaga var feld í efri deild að viðhöfðu nafnakalli með 9 atkvæðum gegn 4. Aðeins tveir Framsóknarmenn greiddu til- lögunni atkvæði, þeir Bernharð Stefánsson og Jónas Jónsson. Allir hinir Framsóknarmenn- imir í deildinni greiddu atkvæði gegn tillögunni: Hermann Jón- asson forsætisráðherra, Einar Árnason, Ingvar Pálmason, Páll Hermannsson og Páll Zqpho- níasson. „Hjálp Framsóknar- flokksius“ reyndist ekki traust- ari en það þegar á hólminn kom að 5 af 7 þingmönnum flokks- ins í efri deild greiddu atkvæði gegn bygðaleyfinu. Þegar málið kom til neðri deildar tók Pétur Ottesen upp tillögu þá, er Magnús Jónsson og Jónas höfðu flutt í efri deild. En afdrif málsins urðu þau að til- lagan var drepin með 16 al- kvæðum gegn 12 og voru það aðallega atkvæði Framsóknar- manna, sem úrslitum réðu. Forráðamenn kaupstaða geta ekki komið á bygðaleyfi af eigin ramleik. Til þess þarf lagasetn- ingu á Alþingi. Hefir liér slutt- lega verið rakin sagan af „hjálp Framsóknar“, sem „staðið hefir til boða“ liálfan mannsaldur, þegar seinasta tilraunin var gerð á Alþingi til þess að lögfesta bygðaleyfi. Virðist Jónasi Jóns- sjmi hafa „stórlega yfirsésl“ um slaðreyndir, þegar hann ræddi þetta mál í Tímanum nú fyrir skemstu, a Opobót ó Iíbb starfs- iðflRð bæjarins od eili- liflii oii ðrorlubætor. •X » ■ ' v Á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var í gær var samþykt að greiða uppbót á laun starfs- manna bæjarins frá og með 1. júní s. 1., á sama hátt og starfs- menn ríkisins fá uppbót greidda. Ennfremur var samþykt sam- kvæmt tillögu framfærslunefnd- ar að greiða 16.5% dýrtíðarupp- bót á ellilaun og örorkubætur fyrir júnímánuð. Var samþykt „að greiða fyrst um sinn elli- laun og örorkubætur i II. flokki, þann hluta. er lífeyrissjóður leggur á móti, með hækkun samkvæmt vísitölu kauplags- nefndar“. Að öðru leyti var framfærslu- nefnd falið að taka ákvörðun um hvort uppbótin skyldi greidd fyrir mánuðina janúar—mai. Sjémannadagsráðið hefir ákveðiS að stofna til skemti- ferðar til Akraness á sunnudag, og er ráðgert að fá Esju til fararinn- ar. Margt verður til skemtunar í ferðinni. Landburður af síld á Raufarhöfn. 18.000 mál bárust þangað í gær og nótt. Veiðiveður hefir ekkert breyst til hins verra við norðaustur- hluta landsins, enda þótt sama súldin og leiðindaveðr- ið haldi áfram við Norðurland sjálft. Eftir fregnum frá veiði- svæðinu áð dæma, er næg síld á Bakkaflóa og þar í grend og eru að heita má öll skipin þar, sem Síðari hluta dagsins i gær og í nótt komu alls 27 bátar lil Raufarhafnar og lögðu þeir samtals á land 18.000 mál síld- ar. — Þessir bátar lögðu þar á land í gær og nólt: Rúna 600 mál, Sigurfari 600, Huginn II. 650, Huginn III. 600, Dagný 1500, Þorsteinn 600, Fylkir 600, Ás- hjörn 600, Fróði 700, Fiska- klettur 700, Svanur 600, Val- hjörn 500, Vébjörn 507, Keilir 800, Sæborg 500, Eggert og Ing- ólfur 700, Heimir 650, Ármann, Reykjavík, 700, Hlin 650, Stella Loftvarnir Leiörétting og vidauki. Vegna ummæla i grein liér i blaðinu í gær um loftvarnir, hefir framkvæmdastórn loft- varnanefndarinnar óskað birt- ingar á eftirfarandi: 1. Auk þess undirbúnings til almennra loftvarna, sem fram hefir farið hér í Reykjavík, er verið að vinna að ýmsum, loft- varnaráðstöfunum í Hafnar- firði, Akranesi, ísafirði, Akur- eyri, Siglufirði og Seyðisfirði. 2. Þegar eftir að loftvarna- nefndin í Reykjavík var skipuð, var ljóst, að nauðsyn bar til að afmarka skýrt starfs- og valds- svið hennar og gerði nefndin tillögur um þetta til ríkisstjórn- arinnar þ. 4. júní s.l. og óskaði að sett yrðu bráðabirgðalög um loftvarnamál. Besti hlaupari Norð- urlands eða Norður- landa? 1IÉR er staddur í bænum um þessar mundir Ásgrímur Stefánsson, skíðagarpur frá Siglufirði, og mun hann taka þátt í 3000 m. hlaupi hér á vell- inum í kveld. Ætlar Ásgrimur að keppa gegn bestu mönnum okkar á byrjuð eru. 850, Garðar 750, Erlingur I. og II. 600 og Áreiga 400 mál. Aðeins eitt skip liefir komið til Siglufjarðar síðastliðinn sól- arhring, l.v. Ólafur Bjarnason með 1500 mál. Nýja verksmiðjan á Raufar- höfn var fullbúin til vinslu fyr- ir skemstu og mun hún hafa tekið til stai’fa í morgun. Af- köst verksmiðjunnar eru áætl- uð 5—6000 mál á sólarhring og ef sú áætlun stenst, hefir verk- smiðjan þegar fengið þriggja sólarhringa forða. þessari vegalengd, en hann mun hafa Iilaupið hana fyr- ir norðan á 8 min. 23.0 sek., en það er niður við heimsmet. íslandsmetið er 9:01.5 mín., en besti tími, sem náðst hefir hér á landi, er aðeins 9:17.0 mín. Til skemtunar verður auk þess handknattleikskepni kvenna. Keppa íslandsmeistar- arnir, floltkur Ármanns við flokk frá Kára og K. A. frá Akranesi. Var það eini kvenna- flokkurinn hér nærlendis, sem þorði að leggja til bardaga við Á.-stúlkurnar. Fleiri íþróttir verða einnig til skemtunar, að líkindum kassa- boðhlaupið o. fl. Mótið hefst kl. 9 síðd. Úthlutun á sykurskamti til sultugerðar í Reykjavík, fer fram í skrifstofunni við Tryggva- götu 28, mánudag og þriðjudag, 8. —9. þ. m. kl. 9 f. h. til kl. 6 e. h. gegn framvisun stofna af núgild- andi matvælaseðli. Þeir, sem vitja ekki skamtsins þessa daga, fá hann ekki afhentan fyr en við næstu að- alúthlutun. Seðlar fyrir sultusykur verða ekki afhentir nema gegn ] framvísun júní-júlí-stofna. Fólk cr í alvarlega ánrint um að gccta vel stofnanna. og glata þcim ckki. Svignaskarð. Sumargistihúsið þar er nú tekið . til starfa og tekur á móti gestum til lengri og skemri dvalar. Gestir geta leigt hesta, veitt í nærliggjandi vötnum o. m. fl. er til skemtunar. Gamla Bíó sýnir í fyrsta skifti í kvöld aðra Andy Hardy-myndina, sem því hef- ir borist. Vegna þess hversu miklar vinsældir þær hafa hlotið, hafa Ameríkumenn gert fjölda þeirra og fjalla þær, að sögn, uiii „alt milli himi.ns og jarðar". Þær hafa þann mikla kost, að þær eru skemtileg- ar, en jafnframt hægt að læra ýmsa lífsspeki af þeim. Mickey Rooney leikur aðalhlutverkið, Andy Hardy, en Lewis Stone leikur föður hans, Hardy dómara. Frá sjúkling-um í Kópavogi. Um leið og við færum þeim mönnum í Reykjavík og Hafnar- firði, sem drengilega gáfu okkur fé til bátskaupa, okkar alúðar þakkir, erum við því miður til neydd að tilkynna, að fé það, er safnaðist, getur ekki komið að tilætluðum not- um, þar sem hælið hér verður lagt niður í þeirri mynd, sem það hefir verið, og við hrakin sitt i hvora átt- ina af ómjúkum yfirvöldum. Fyrir því höfum við á fundi ályktað, að skifta fé því, er inn kom, milli sjúk- linganna,,qg vpnum við að gefend- unum sé það ékki ógeðfeld ráðstöf- un úr því sém komið er. Hressingarhælinu í Kópavogi, 30Í júni 1940. F. h, sjúklinga, - Gunnl. Sœmundsson. Baldvin S. Bcddvinsson. Næturlækpii;. Karl S. Júnasson, Sóleyjargötu 13, simi 3925. Næturverðir í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Náttúrufræðingurinn. Eigandaskifti hafa nú orðið að Náttúrufræðingnum, hinu ágæta riti, er þeir stöfnuðu fyrir 9 árum náttúrufræðingarnir Guðmundur G. Bárðarson og Árni Friðriksson. Eftir fráfall Guðmundar heitins varð Árni Friðriksson einn eigandi ritsins og útgefandi. En nú hefir hann selt Guðjóni Ó. Guðjónssyni, yfirprentara Isafoldarprentsmiðju, útgáfuréttinn, en heldur þó áfram ritstjórninni. Náttúrufræðingurinn hefir alla tíð verið gott rit og gagn- legt, flutt margar ágætar greinar um náttúrúfræðileg efni og notiÖ mikilla vinsælda. Segist hinn nýi eigandi munu kosta kapps um, að gera ritið sem allra best úr garði og stilla verðinu svo í hóf, að eng- urp eða sem allra fæstum verði of- vaxið að kaupa. — „Er ætlun min,“ segir hann, „að koma ritinu út reglulega 4 sinnum á ári (12 ark- ir).“ Væntir hann þess, að allir gamlir vinir Náttúrufræðingsins haldi trygð við hann og að margir nýir vinir og kaupendur hætist í hópinn. — Hefti það (10. árg., 1. og 2. h.), sem nú er nýlega út komiÖ, er íjölbreytt að efni og hið læsilegasta. Farsóttatilfelli í maí. voru samtals 2266 á öllu landinu. í Reykjavík 1046, á Suðurlandi 445, Vesturlandi 271, Norðurlandi 413, Austurlandi 91. — Farsótta- tilfellin voru sem hér segir (tölur i svigum frá Rvík. nema annars sé getið): Kverkabólga 420 (215). Ivvefsótt 1257 (591). Blóðsótt 163 (74). Barnsfararsótt 1 (VI.). Iðra- kvef 314 (124). Kveflungnabólga 21 (12). Taksótt 18 (4). Skarlats- sótt 1 (Sl.). Heimakoma 8 (1). Þrimlasótt 2 (1). Umferðargiila 2- (o). Kossageit 6 (2). Stingsótt 4 (o). Munnangur 16 (9). Hlaupa- bóla 16 (9). Ristill 5 (4). — Land- læknisskrifstofan. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Tatara- lög. 20.00 Fréttir. 20.30 íþrótta- þáttur (Helgi Hjörvar). 20.45 Út- varpstríóið: Tríó nr. 14 í c-moll, eftir Haydn. 21.05 Hljómplötur:: a) Marius Jacobsen syngur., — b) Haydn-tilbrigðin eftir Brahtns. Reiknings- eyðublöð 2 stærðir fyrirliggjandi. -— Ennfremur nokkur kvittana-heftL * Tækifærisverð. LEIFTUR Sími 5379. Stúlku vantar á Elli- og- hjúkrunar- heimilið Grund. Upplýsingar hjá yfirhjúkrunarkonunni kl. 6—8 í dag. Fyrirspurnum ekki svarað i síma. lýjasta tí§ka. Sumartöskur og hanskar Rúmgóðar sporttöskur. Hvítar og mislitar hliðartöskur, verð frá 19.50. Margar gerðir og stærðir: Buddur, seðlaveski, skjala- töskur, skjalamöppur, handtöskur, merkispjöld o. fl. odtso I. M. B. O.- morðingjafélagið, sem viii sjálfstæða IVakedofiiiu. að virðist vera að koma æ skýrara í ljós, að hermdar- verkamennirnir í Makedóníu, sem hafa með sér félagsskap, er venjulega er nefndur I. M. R. 0., sé aftur farinn að láta á sér bera. Það er orðtak Makedóníumanna, að I. M. R. O. deyi aldrei. Þólt það virðist dautt með öllu, lifir það altaf í huga og hjarta fólks- ins. Með þessu er átt við að frels- ishugsón Makedoniumanna deyi aldrei, þvi að I. M. R. O. er að eins sá félagsskapur, sem heitii’ róttækustum meðulum í baráttunni fyrir sjólfstæðinu. Fyrir fimm árum var eg (Búlgari, sem búsettur er í Ameríku) viðstaddur þá at- höfn, sem nefnd er útför I. M. R. O. Eg vissi þá, að búlgarski her- inn var þá aðeins að kviksetja félag, sem hafði verið stungið svefrtþomi. Og eg vissi líka, að einrt góðan veðurdag mundi þetta „lifandi lík“ rísa upp aftur til þess að fylgja þeim, sem komu því í gröfina. Sú trú mín hefir ræst. Síðustu fimm árin hefir for- ingi I. M. R. O., Ivan Micliailov, búið við þröngan kost, landflótta í Anatolíu. Allir undirforingjar hans voru í fangelsi í Búlgaríu eða útlagar i afskektum þorp- um við Svartaliaf. En fyrir fáeinum mánuðum skaut Michailov skyndilega upp í Niirnberg í Þýskalandi, ásamt með nánasta aðstoðarmanni sínum, Yordan Tchkatrov, sem sat í fangelsi í Búlgaríu til skamms tíma. Michailov er að sögn enn þá í Niimberg. En um hkt leyti fóru helstu aðstoðar- menn lians aðrir, sem verið höfðu í fangelsum, útlegð eða farið huldu höfði, að láta sjá sig aflur á götunum í Sofia, höfuð- borg Búlgariu. Jafnframt skýra fregnir það- an, frá Búkarest og öðrum höf- uðborgum á Balkanskaga frá því, að I. M. R. O.-hreyfingin sé aftur farin að bæra á sér. Miakedonía skiftist nú milli þríggja ríkja og á Grikkland bróðurpartinn. Júgóslavar eiga næst stærsta lilutann, en Búlg- arir um einn áttunda af þeim rúml. 30 þús. ferkm., sem Make- dónía tekur yfir. Hefir hún skiftst þannig síðan 1913, en liafði þá verið undir stjórn Tyrkja í fimm aldir. Áríð 1913 biðu Tyrkir ósigur fyrir hinum Balkanríkjunum og það var að eins ósamlyndi sigurvegaranna, sem kom í veg fyrir að þeim var ekki alveg stökt á brott úr Evr- ópu. Þessa þrjá hluta vill I. M. R. O. ná úr höndum þessara þriggja ríkja og gera þá að einu ríki, sem hafi Saloniki við Eyjahaf fyrir höfuðborg. En hvorki Búlgaría, Grikkland eða Júgó- slavía vill láta þumlung lands af hendi við I. M. R. O. eða hvert annað, án blóðsútliellinga. I. M. R. 0. hugsar sér heldur ekki að ná takmarki sinu með byltingu eða á líkan hátt, heldur með hermdarverkum, samsærum og morðum. Það vill koma af stað styrjöld og þegar lienni lyki, ætti Makedonía að verða sjálf- stætt riki. Hermdarverk kom af stað lieimsstyrjöldinni 1914. Það var til þess að koma af stað annari slíkri styrjöld að I. M. R. O.- félagi myrti Alexander Jugo- slavakonung og Barthou, ráð- herra í Marseilles árið 1934. Sú var tíðin — á stjórnartím- um Tyrkja — að Makedóníu- menn vonuðust til að ná tak- marki sinu með uppreist — og reyndu það árangurslaust. Nú eru aðstæðurnar mjög breyttav. Landamæralínur liggja um Malcedóníu þvera og eudilanga. margir íbúanna liafa flust úr landi og griskir flóttamenn frá Litlu-Asíu eða jugoslavneskir Iandnemar tekið við húsum t þeirra. Þrátt fyrir þetta reyndi Todor Alexandrov, sem endurvakti I. M. R. O. eftir heimsstyrjöld- ina, að skipuleggja starfsemiua á sama hátt og áður. Fara í flokkum um fjöllin, ráðast á hermannaflokka og lögreglu, til þess að fullvissa Evrópu, sem var alveg sama um hvað gerðist í Makedóníu, um, að Makedóníu- menn gæti ekki sætt sig við yfir- ráð annara og væri ákveðnari en nokkuru sinni í að ná frelsi sínu. En þessi gamla hardagaað- ferð, sem var ágæt i baráttunni við Tyrki, reyndist nú til einskis nýt. Óaldarflokkar Alexandrovs voru hvað eftir annað hrytjaðir niður. Alexandrov naut góðs stuðn- ings í Búlgaríu. Hún hafði beðið ósigur í styrjöldinni og fanst það ágætt að einhver véfengdi yfir- ráðarétt Grikkja og Jugoslava yfir Makedoníu, sem Búlgarir héldu fram að þeir einir liefði rétt til að stjórna. Alexandrov lifði fábrotnu lífi, en hann var harður og miskunnarlaus og tókst að efla stefnu sína. En þá kom babb 4 bátinn. Grikkir og Júgóslavar ásökuðu Búlgari fyrir opinberan stuðn- ing við I. M. R. O. af þvi að ó- aldarflokkarnirleituðu þar altaf hælis og hótuðu innrás, nema hún bætti ráð sitt. Þar sem þetta stojnaði sjálfstæði landsins i hættu, komst á hreyfing til þess að efla vináttu Júgóslava og herja I. M. R. O. niður. Alexaiidrovfói’ þá að ljá þeim eyra, sem vildu að I. M. R. O.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.