Vísir - 09.07.1940, Blaðsíða 1
RitstjðYi:
Kristján Guðlaugsson
Skriistofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
*
30. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 9. júlí 1940.
155. tbl.
Frakkland að hyerfa úr
tölu lýðræðisríkjanna.
llúist við að Petain og* stjorn
Iuiiijs fái einræðisvald.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
TF||,m:aTlan lieim er imikið rœtt og ritað um þá atburði, sem nú eru að gerast í Frakk-
V lanði. Að því ;er best verður séð eru menn þar í landi — landi frelsis og lýð-
ræðis—að hverfa á braut einræðisins. Petainstjórnin fær að líkindum ein-
ræðisválð, ten hún befir þegai" tekið sér einkunnarorðin: „Starf — fjölskylda — föð-
urland", d^taðbinna hefðbundnu einkunarorða lýðveldisins: „Frelsi, jafnrétti, bræðra-
Jag".
$ London er leidd athygl að því, að telja megi víst, að ekki
mæti helmingur þingmanna Frakklands, í Vichy, þar sem þjóð-
þingið keitttnr saman. Fæst því ekki lögmætur meirihluti at-
ikvæða fyrir því, sem samþykt verður. En í Frakklandsfregnum
'er hermt, að samkvæmt heimild í stjórnarskránni verði gerðar
ráðstafanir til þess, aj£ þær tillögur, sem ríkisstjórnin ber fram,
nái fram að ganga þegar í stað.
Það er gert ráð fyrir, að hvor þingdeildin um sig komi saman,
oldungadeild og fulltrúadeild. Laval fyrrverandi ráðherra mun
flytja ræðu og gera grein fyrir tillögum stjórnarinnar og horf-
unum.
Samkvæmt fregnum, sem borist hafa frá Frakklandi, er gef-
ið í skyn í blöðum stjórnarinnar, að Lebrun ríkisforseti muni
biðjast lausnar, en Petain marskálkur verður þjóðarleiðtogi, en
Laval vara-leiðtogi. Aðstoðarmenn þeirra verða de Margery,
fyrrv. ráðherra og Weygand herforingi.
Búist er við, að aðeins einum stjóramálaflokki verði leyft að
starfa, og að stjórnar- og þingfyrirkomulag verði sniðið eftir
Jví, sem tíðkast nú á Italíu og Spáni.
Frömskiim stjúvti-
inálaleiðtog: aui
verður liegruí.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Þýska fréttastofan tilkynnir
að því er hermt er í fregn frá
Ðern, að franskir þingmenn, er
komu saman á fund í Vichy i
gærkveldi, hafi fallist á, að rík-
isstórnin láti rannsaka kærur
á hendur öllum, herforingjum
og yfirmönnum í liernum, svo
og embættismönnum, sem bera
sök á þvi, að bardögum var
haldið áfram eftir að vopnahléð
komst á.
London í morgun.
Aðalblað Frakka i Kairo,
,*La Bourse", hefir birt for-
ysturein um Petain-stjórnina og
starfsemi hennar. — Þar segir
meðal annars:
„Petain hefir ekki hikað við
að fórna nýlenduvéldi Frakka
og hefir sýnt óskiljanlegt skeyt-
ingarleysi um skoðanir Frakka
utan heimalandsins og hags-
muni þeirra. Pétain-stómin er
svo gjörsamlega i vasanum á
Þjóðverjum og ítölum, að húii
hefir að boði þeirra lýst yfir
því, að hver Frakki, sem held-
¦ur áfram að berjast, verði
dæmdur til dauða eða þrælkun-
arvinnu. Þeir verða að velja
milh' vansæmdar og hugsjóna
sinna.
Svarið hefir ekki látið á sér
standa, mikill meirihluti vill
berjast áfram."
rl
skotiii í lil.
ir
Næturlæknir:
Kristján Grímsson, Hverfisgötu
39, sími 2845. Næturvörður í
LyfjabúÖinni Iðunni og Reykjavík-
ur apóteki.
Héöíi VII. oeitir að aí-
1.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Það var tilkynt i London í
gær, að þýskur kafbátur hefði
sökt breska tundurspillinum
Whirlwind. Ahöfninni bjargaði
breskt herskip. Ekki var til-
greint hvar tundurspillinum var
sökt. Hann var gamalt skip og
var notaður í heimsstyrjöldinni
til þess að leggja tundurdufl-
um, en fyrir nokkurum árum
var hann endurbygður.
„Whirhvind" var 1100 smá-
lesta skip, útbúinn fjórum fall-
byssum með 4 þml. hlaupvidd.
| — Bretar hafa nú alls mist 24
I tundurspilla í styrjöldinni.
Leifturstríð í loíti yfir
Bretlandi og á höfun-
um kringum Bretland
Einkaskeyti frá United Press.
London i morgun.
Undangenginn sólarhring
bafa loftbardagar færst mjög i
aukana yfir Bretlandi, Undan-
gengna tvo sólarhringa hefir
verið stöðugt barist yfir Bret-
landi og hafa Bretar skotið nið-
ur 15 þýskar flugvélar í gær og
, fyrradag.
Stöðugir loftbardagar hafa
verið háðir frá því snemma í
gærmorgun, og var enn barist i
morgun snemma. Að minsta
kosti tuttugu flugvélar flugu
inn yfir land á ýmsum stöðum
í morgun, en breskar árásar-
flugvélar réðust til atlögu við
þær. Enn sem komið er hafa
ekki borist miklar fregnir um
Ijón af völdum loftárása í dag.
Einkaskeyti frá United Press.
London i morgun.
Þjóðverjar hafa lagt fast að
stjórnarnefndinni í Noregi að
leggja að Hákoni Noregskon-
ungi að afsala sér konungdómi,
en eins og vitað er dvelst Há-
kon konungur í Bretlandi. Varð
hanri að flýja land, eins og
menn muna, og norska ríkis-
stjórnin, en þ. 9. apríl s.l. heim-
ilaði Stórþingið norska, er það
kom saman í Elverum, að kon-
ungur og rikisstjórn tæki sér
dvalarstað" í Englandi, ef þörf
krefði, til þess að stórna land-
inu þaðan.
Hákon koungur hefir alger-
íega neitað að afsala sér kon-
ungdómi. Hann kveðst gegna
áfram þeim skyldum, er hann
tók sér á herðar 1905, en Norð-
nienn kvöddu hann til konung-
dóms í Noregi, en þá tók hann
sér einkunnarorðin: Noregi alt
(Alt for Norge)..
Nýtt
sprengiefni.
Ctórveldin vinna nú af kappi
að því að fullkomna nýja
púðurtegund, sem er svo sterk,
að eitt pund af henni jafnast á
við 1000 pund af TNT-púðri,
sem mest er notað í hemaði nú.
Púðurtegund þessi er nefnd
nú U-235, að hætti vísinda-
manna og táknar bókstafurinn
Uranium. Fyrir fáeinum mán-
uðum voru Bandarikjamenn,
Frakkar og Þjóðverjar komnir
lengst í að fullkomna uppgötv-
unina, en ekki svo langt, að
hægt væri að fara að nota hana.
Géta menn gert sér í hugar-
lund feiknakraft þessa sprengi-
efni, að eitt pund af því getur
mynda sprengjugig, sem er um
2000 metra í þvermál.
Slys.
Það slys vildi til við móvinslu
á Kjalamesi, að maður einn, sem
vann við móvinsluvélina lenti
með hönd í henni og misti við
það fingur.
Breskur fioti læt-
ur úr höfn í
Gíbraltar.
Sjóorusta á Mið-
jarðarhafi?
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Fregn frá Linea á Spáni,
skamt frá Gibraltar, hermir að
mikill breskur floti hafi látið
úr höfn í Gibraltar í gær, að því
er ætlað var mestur hluti flot-
ans, er þar var, og sigldu skipin
reiðubúin til orustu austur Mið-
jarðarhaf. Óvinaflugvélar gerðu
árás á Gibraltar og var skotið
á þær af strandvirkjabyssum.
Áköf skothríð heyrðist síðdeg-
is í gær utan af sjó.
l^yrwii manii'
tjónisliisti Itala.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Það var tilkynt i Rómaborg
í dag, að 818 ítalskir hermenn
befði beðið bana i bardögum á
landamærum Italíu og Frakk-
lands og nýlendunum í Afríku,
en 2982 særst. 315 hermanna er
saknað.
Aukið £é til umbóta
á Suðurlandsbraut.
Rikisstjórnin hefir ákveð-
ið, að lagt verði aukið fé til
umbóta á Suðurlandsbraut,
aðallega í Svínahrauiii, á
Hellisheiði og í Kömbum.
Er þetta gert vegna aukinn-
ar umferðar og til þess jafn-
framt að bæta úr atvinnu-
skorti i bænum. — Um það
bil 50 menn byrjuðu vinnu
í gær við þessar fram-
kvæmdir.
LEBRUN
rikisforseti.
LAVAL
fyrrv. ráðh.
Bfetum tókst að koma í veg
fypip ad fpanska Itepskipið
Riclielieu f élli 1 Jhendup
Petain-stj órnamnnai*,
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Það varð kunnugt í morgun, að breska flotanum tókst í gær
að koma í veg fyrir, að franska orustuskipið Richelieu félli í/
hendur óvinanna. Richelieu er 26.500 smálesta herskip og var
fullsmíðað fyrir tveimur mánuðum.
Sag-t er, að Richelieu sé nú í Casablanca á Atlantshafsströnd
Marokko. Þangað komst skipið. undan á flótta fyrir vopnahléð.
Síðar bárust fregnir um, að skipið hefði sést á Atlantshafi,
sennilega í reynsluferðum.
Nánara en að framan segir hefir ekki verið frá því skýrt með
hverjum hætti Bretum tókst að koma í veg fyrir, að Richelieu
félli í hendur óvinanna, en menn ^skilja það svo, að það, sé nú í
höndum Breta, — hafi það verið elt uppi á Atlantshafi og her-
tekið, en ekki verið ráðist á það, eins og frönsku herskipin við
Oran, sem lágu fyrir akkeri er á þau var ráðist.
Frakkar á'ttu annað herskip í
smíðum, af sömu stærð og gerð
og Richelieu. Ekki er enn sem
komið er kunnugt um hvað um
það hefir orðið.
Engar fregnir hafa enn borist
um hvort árangur hefir orðið af
samkomulagsumleitumiinini
Alexandria milli Breta og
Frakka, en Bretar liafa, sem áð-
úr var getlð tilkynt, að herskipin
fengi ekki að láta úr höfn til þess
að ganga óvinunum á vald.
f
RE GAULLE UM
SJÓORUSTUNA VIÐ ORAN.
í útvarpserindi, sem De Gaulle
flutti i gær, sagði hann, að ekki
bæri að líta á úrslit sjóorustunn-
ar vií5 Oran sem algerah sigur
Breía, þar sem frönsku herskip-
in hefði legið fyrir akkeri, og
aðstaða þeirra þvi verið örðugri.
Þetta bað De Gaulle frönsku
þjóðina að hafa í huga, en landa
sína i Frakklandi bað hann að
dæma ekki hart um það, sem
gerðist í Oran, þvi að betra væri
að Dunkerque lægi skemt uppi
í landsteinum, en að Þjóðverjar
hefði það á valdi sínu.
FRAKKLAND í GREIPUM.
NAZISMANS.
Blaðið Times segir i morgun,
að Frakkland sé alveg í greipum
nazista, og þótt komið verði á
fascistisku fyrirkómulagi, verði
það mest á yfirborðinu. Frakkar
verði í einu og öllu að hlýða fyr-
irskipunum nazista. Sjáist þess
þegar merki í ýmsu, að nazisatr
ætli að nota sér hversu komið er
fyrír Frökkum, og Játa l>á fram-
leiða handa sér hergögn og mat-
væli. Frakkland, segir . blaðið,
verður landbúnaðarframleiðslu-
land, ef nazistar fá að ráða, óg
eins Balkanríkirí, Holland og
Danmörk, en enginn stórfeldur
•jsnæj bjsizbu .inmnBap ja
'nuipuBjuigaui u ip[9A.iBgBiig.i §o
-jaq ipuBii}o.ip giq .mg.iaA puB[
-b>[SíCc[ •Bl'aaAgoftj n[sgia[mB.ijJB
-SBUÖ? Ö!A ^m p oas B§ia puo[
issacj Mnoj^9[ .ingaaA jnis^oaugi
»Hvað ungur uemur, gamall temur.cc
'¦'I 5
Þessir unglingar, sem eru meðlimir i Hitler-Jugend, eru að læra hernaðarvísindi. Það er auðséð
á andlitum þeirra, að þeir hafa áhuga fyrir því, sem þeir eru að læra, en það eru loftvarnir með
loftbelgjum, sem eru tegndir við jörðina með stálvírum.