Vísir - 16.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 16.07.1940, Blaðsíða 2
VlSIR ( VI DAGBLAS Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. FélagsprentsmiSjan h/f. Aukin atvinna — stöðug atvinna. jp^TVINNA hefir verið meiri hér í bænum i sumar en flest hin siðustu ár, og stafar það án efa að verulegu leyti af beinum stjórnaraðgerðum og aukinni bjartsýni atvinnurek- enda. Fleiri skip verða nú gerð út á síldveiðar en nokkuru sinni fyr, og þau skip önnur, sem til eru í landinu, vinna að nýjum verkefnum á þessum tíma árs, og afla tekna í þjóðarbúið. Smábátar, sem legið hafa undanfarin sumur aðgerðalitl- ir hér á Suðurlandi, hafa nú leitað í tugum til veiðistöðva úti um land, og berast þær fregnir af þeim, að veiðin gangi sæmi- lega víðast hvar, og sumstaðar prýðilega. Það væri því synd að segja, að þjóðin reyndi ekki að bjarga sér sjálf eftir bestu getu, hvað sem í kann að skerast að öðru leyti, og ekki er að svo komnu máli nein ástæða til að ætla annað, en árangur fari eft- ir afköstum, með þvi að sölu- tregða verði ekki á afurðunum. Rætt hefir verið að undanförnu um stórauknar framkvæmdir á öðrum sviðum, svo sem í niður- suðuiðnaðinum, og þótt sá iðn- aður sé aðeins í byrjun, er ekki ástæða til að ætla annað, en að hann eigi hér framtið, ef alt er með feldu, og framleiðslan truflast ekki eða eyðilegst vegna ófyrirsjáanlegra atvika. Alt þetta er þó ekki svo að skilja, að ekkert atvinnuleysi sé í land- inu og fjárþröng komi ekki viða við. Iðnaðarmenn, einkum þeir, sem unnið hafa að bygg- ingum, ganga nú ýmsir atvinnu- lausir, en aðrir hafa lagt inn á nýjar brautir* til þess að bjarga sér og sínum. Úr versluninni hefir enn dregið stórlega, og er ekki annað sýnna, en að ýmsir kaupsýslumenn, og þá einkum smásalar, liljóti að fara á von- arvöl, ef það ástand helst eða versnar, sem nú er rikjandi í landi hér. Þótt þannig hafi unn- ist upp á einu sviði, hefir á- standið versnað á öðru, og þarf bráðra og hyggilegra aðgerða til þess að bæta úr því einnig. Á þessum vandræðatímum hafa landsmenn í heild lært af nauðsyn að spara við sig ýms útgjöld, sem þeir höfðu áður leyft sér, og horfið að því leyti frá sínu fyrra líferni, en lífs- framfæri annara er og hefir ver- ið með þeim liætti, að þeir liafa ávalt sparað við sig svp að segja alt til að fleyta fram lífinu. Þessir menn stunda flestir dag- launavinnu, en hún er stopul og árstekjurnar litlar. En dag- launavinnan er stopul fyrst og fremst af þvi, að dregið hefir mjög úr framtaki manna hér í höfuðstaðum og á það einkum við togaraútgerðina. Árið 1920 munu liafa verið gerðir út héð- an um 30 togarar og allmargir línuveiðarar og stórir mótor- bátar, en þá voru hér liðlega 17 þúsund manns. Nú í ár munu togararnir vera liðlega 20, línu- veiðaramir sárfáir og önnur útgerð hefir frekar dregið sam- an seglin, en aukið við sig, en fjölgun bæjarbúa hefir numið og 20 þúsundum á þessu árabili. Það liggur í augum uppi, að hér er eitthvað meira en lííið að, sem rannsóknar þarf við og úr að bæta. En mun ekki megin- orsakanna að leita í ofháuni gjöldum og verkákaupi o. fl. slíku? Það er vitað, að sum af framleiðslufyrirtælcjunum hafa beinlínis flúið héðan og önnur forðast að setjast hér að, sökum hinnar miklu dýrtíðar, sem Iiér hefir rikt um. margra ára bil. Kunnugir menn telja að togar- ar, sem gerðir eru út frá kaup- túnum úti um land spari tugi þúsunda í sköttum og skyldum, miðað við útgerð, sem hér væri rekin. Útgerðin hefir hin siðustu ár notið skattfríðinda af illri nauð- syn, og henni mun hafa tekist að rétta nokkuð við. Það er ekki nóg. Hún þarf að aukast og margfaldast og skapa atvinnu- hér í bænum. fyrir allan þann fjölda, sem nú hefir ónóga og stopula vinnu. Verkamenn skilja það, að aðalatriðið er ekki það, að fá hátt timakaup, held- ur hitt, að fá hátt árskaup. Það væri beinlínis í þeirra þágu, ef t. d. stjórn bæjar og ríkis tækju saman höndum um að skapa út- gerð hér í bænum lífvænleg kjör, með þvi að þá yrði vinna þeirra meiri og notadrýgri. Hér í blaðinu birtist nýlega athyglis- verð grein um kjör byggingar- verkamanna í borgunum Los Angeles og Cleveland í Banda- ríkjunum. í Cleveland fá múr- arar $1.65 um klukkutímann, en í Los Angeles fá þeir aðeins $1.00. Mismunur á goldinni vinnu við meðal hús í þessum borgum nemur $752. í Cleve- land er mikið af lélegum, íbúð- arhúsum og þvi næg þörf fyrir ný, en síðan árið 1935 hafa að- eins verið bygð þar 143 íbúð- arhús, en i Los Angeles á sama tíma 2056, eða fjórtán sinnum fleiri. Múrarinn í Los Angeles hefir þannig haft 14j sinnum lengri atvinnu en múrarinn í Cleveland, og árstekjurnar má svo marka nokkuð af því. Það er ekki aðalatriðið að hækka kaupið, heldur auka at- vinnuna og heildartekjurnar. Enginn verður ríkur á styrkj- um eða atvinnubótafé, en stöð- ug vinna getur skapað auð, auk þess, sem hún veitir brauð og nauðsynjar. Að því þarf að vinna einmitt nú á þessum erf- iðu tímum, að menn þori að ráðast hér í framkvæmdir, í stað þess að flýja liéðan. Takist að ráða fram úr þessu, er unn- ið mikið verk og þarft. ------- nillll.MI— ------ Eldur í skógar- kjarri. Snemma á sunnudag kom, upp eldur i skóginum við Hreðavatn rétt fyrir sunnan Grábrók í Grábrókarhrauni. — Þarna um slóðir eru runnar gisnir og mikið um mosa, sem var orðinn skrælþurr. Breidd- ist eldurinn því ört út á mjög stóru svæði og olli miklum skemdum. Vatn var ekkert við hendina og voru menn því í vafa um hvað gera skyldi. Um kvöldið var svo tekið það ráð að safna liði og voru það mest sjálfboðaliðar, sem voru þarna staddir í sumarleyfi sínu. Þarna eru nú um 50 tjöld og gistihúsið fullskipað fólki, svo nægur mannafli var fyrir hendi. — Var nú hafist handa til að slökkva eldinn og rudd i þeim tilgangi 3 metra braut í kringum alt svæðið. Sloknaði svo eldurinn eftir skamma stund, þar sem hann ekki gat lengur náð að breiðast útv Er ekki knminn timi til ao nrmiliö til sérstakrar Skýringar mjólkursamsölunnar á mr m algerlega óíullnægjandi, segja Ýmsar húsmæður hér í bæn- um hafa átt tal við Vísi um mjólkurmáiið, sem stöðugt er á döfinni, og nú hefir fengið nýjan byr í seglin við það, að komist hefir upp, og raunar, að því er virðist, verið lengi Vitað, að allverulegur misbrestur hef- ir orðið á mælingu rjóma, þannig að flöskur þær, sem eiga að innihalda 125 gr. gera það ekki, heldur mun minna. Það er ástæða til að ræða þetta mál, sem og misfellurnar yfirleitt á meðferð og af- greiðslu mjólkurinnar, án nokkurrar óvildar eða fjand- skapar, heldur með það eilt fyrir augum, að fá úr misfell- unum bætt. Eins og frani kom hér í blað- inu í gær er stjórnendum Mjólkursamsölunnar ljóst, að vinsla mjólkurinnar er með öðrum hætti en vera slcyldi, og veldur því bæði skortur á vél- um og tækjum og ilt húsnæði. Mjólkursölunefnd virðist liafa í hyggju að fá úr þessu bætt strax og kostur er á, og er það vitanlega sjálfsögð skylda, en ekki er unt um að sakast, þótt stríðið hafi komið í veg fyrir þessar framkvæmdir, eins og margt annað. Kvartanir hafa komið fram um það, að mjólk sú, er hér er seld, sé lakari vara en hún ætti að vera, og kæmi það m.. a. fram í því, að hún geymdist miklu ver en óhreinsuð mjólk, sem liér væri fáanleg frá mjólk- urframleiðendum í nágrenni bæjarins. Virðist það benda til að mjólkin sé ekki ný er hún kemur hér á markaðinn, eða að blandað sé saman nýrri mjólk og gamalli. Skýringar á þessu ætti að vera unt að fá hjá Mjólkursamsölunni, sem og hvað unt sé að gera til úrbóta, þannig að allir megi vel við una, seljendur og neytendur. Til þess að taka upp umræð- ur um þetta mál, þarf fyllri upplýsingar, en nú eru fyrir liendi, en þó virðast þær kröf- , ur eiga fullan rétt á sér, að nán- j ari flokkun sé tekin upp á mjólkinni, en til þessa hefir tíðkast, enda sé þar fult tillit tekið til, hver gæði mjólkur- innar séu og hve gömul hún sé. Kvartanir berast víða að um það, að undanrenna sé ófáan- leg í búðum, og efnalítil heim- ili fullj'rða að erfitt sé að fá afmælda mjólk (hrúsamjólk), sem eigi þó að vera mun ódýr- ari en mjólk á flöskum, ekki sist ef einnig er miðað við heimsendingargjaldið. — Segja þær húsmæður, sem undan þessu kvarta, að bakarí, sem sölu á mjólk liafa með hönd- um, telji að sölulaun af slíkri brúsamjólk séu það lág, og mjólkin ódrýgist svo, að það borgi sig á engan hátt að selja slika mjólk. Margar mjólkur- útsölur liafi heldur ekki til mjólkina, þegar eftir henni sé spurt, og neyðist menn þá lil að kaupa liina dýrari mjólk á flöskum. Þá komi það þráfald- lega fyrir, að vilji menn lcaupa einn pott af mjólk, sé hún ekki lil í pottflöskum, heldur aðeins i hálfpottsflöskum, og verði potturinn þá enn tveimur aur- um dýrari en. ella og liggi það í atöppunargjaldinu. Ef mikil brögð eru að þessu, sem raunar er fullyrt, virðist ekki þurfa annað en góðan vilja frá liendi Mjólkursamsölunnar til þess að bæta úr slíkum misfellum, og gera fátæku fólki mjólkurkaup- in viðráðanlegri, með því að hafa brúsamjólk ávalt á boð- stólum í öllum útsölum. Tilmæli um slíkar breyting- ar hafa þráfaldlega komið fram, en þeim hefir ýmist verið svarað með skætingu, eða þeim ekki sint frekar, segja húsmæð- urnar, en þær taka það jafn- framt fram, að forstjóri Mjólk- ursamsölunnar, Halldór Eiríks- son, hafi ávalt komið fram, með fylstu kurteisi, og sé þetta þvi ekki hans sök, heldur manna úr mjólkursölunefnd, sem fyrir svörum hafi orðið í blöðum. Mættu þeir þá vel minnast þess, að kurteisi kost- | ar ekki peninga, og að þeir eru stöðu sinni samkvæmt frekar þjónar neytendanna en herrar, taka mjóik- athogaoar ? rjémamælingum húsmæður. og það sæmir ekki nú á 20. öld- inni að taka upp liátterni stjórnenda gömlu einokunar- verslananna, sem svo mjög lief- ir verið fordæmt af siðari kyn- slóðum. Kona sú, sem snéri sér til lögreglunnar vegna þess að rjóminn væri minni en flösk- urnar gæfu til kynna, skýrir blaðinu svo frá: „Mér var það fyrir löngu kunnugt, að rjóminn stóðst ekki það mál, sem upp var gef- ið. Átti eg þannig tal um þetta í fyrra við starfsmann í Mjólk- ursamsölunni, og mæltist einn- ig til þess við lögregluna að eft- irlit yrði haft með þessu. Lag- aðist þá málið fyrst á eftir, en síðan sótti brátt í sama horf. Mér er kunnugt um að frú Jón- ína Guðmundsdóttir snéri sér fyrir hvítasunnuna til skrif- stofu samsölunnar og bar fram kvartanir um þetta, og er það því rangt, sem fullyrt var í Vísi í gær af hálfu Samsölunnar, að þessi vitneskja hafi lcomið mjög á óvart. Svo mikil brögð voru að vöntuninni, að á 125 gr. vantaði 20—25—30 gr. á sumar flösk- urnar ,sem mældar voru, en þær mun hafa verið 8 talsins, sem lögreglan lét mæla þannig, Er það því ekki fullægjandi skýring að ein flaska muni hafa verið látin liggja á hliðinni, eins og virtist mega skilja á um- mælum starfsfólks Samsölunn- ar í Vísi.“ Vísir átli lal við frú Jónínu Guðmundsdóttur, og staðfesti hún ofangreind ummæli, að hún liafi símað til Samsölunn- ar fyrir hvítasunnuna, ekki náð í forstjórann, en beðið stúlku á skrifstofunni að skila til lians kvörtun út af því, að rjóminn stæðist ekki mál. Því mun vera lialdið fram af starfsliði Mjólkursam.sölunnar, að málið, sem framkvæmt var að tilhlutun lögreglunnar sé ekki nákvæmt, með þvi að svo og svo mikið af rjóma loði við flöskurnar, þegar úr þeim sé helt. Það virðist mjög hæpið og ekki geta skift verulegu máli. Sumar húsmæður fullyrða aft- ur á móti, að stúlkur þær, sem mæla á flöskurnar, fái útmælda t. d. 20 potta af rjóma, og sé það nákvæmt mál. Þessum rjóma eigi þær svo að skifta á 80 flöskur, og sé þá ekki að undra þótt málið sé ekki vel nákvæmt, enda liljóti allmikið að loða við ílát þau, sem mælt er úr. Þetta hefði þeim mönn- um mátt vera ljóst, sem mál- um þessum stjórna, og sé æskí- legt, að einhverjar frekari skýr- ingar komi fram lijá þeim, en þær, sem þeir báru fram hér í blaðinu í gær. Virðist eðlilegt að Samsölustjórnin fái tækifæri til að gefa frekari skýringar á mál- inu, og mun Vísir taka að sér að birta svar hennar, telji hún það eðlilegast, miðað við það, sem birst liefir um málið hér í blaðinu. Skyi*slíi nm afla ein- stakra skipa ogr báta Línugufuskip: Aldan 2298, Andey 2416, Ár- mann 1919, Bjarki 2156, Björn austræni 1189, Fjölnir 2637, Freyja 2734, Fróði 3076, Hring- ur 923, Málmey 695, Ólaf 1340, Ólafur Bjarnason 4331, Péturs- ey 1662, Reykjanes 1397, Rúna 2918, Sigrún 1164, Skagfirðing- ur 1143, Sæborg 1174, Sæfari 1507. t, i Mótorskip: Aldan 287, Ágústa 654, Árni Arnason 1921, Ársæll 1201, Ás- björn 1777, Auðbjörn 985, Bald- ur 793, Bangsi 558, Bára 787, Birkir 1238, Björn 1621, Bris 2572, Dagný 4285, Eldey 3624, Erna 2729, Fiskaklettur 2019, Freyja 410, Frigg 337, Garðar 2979, Gautur 658, Geir 2148, Geir goði 1794, Glaður 2033, Gotta 1247, Grótta 658, Gull- toppur 1832, Gullveig 1565, Gunnbjörn 1715, Gunnvör 4426, Gylfi 1133, Haraldur 975, Heim- ir 2385, Helga 1567, Helgi 1459, Hermóður 496, Hermóður 1427, Hilmir 1238, Hjaltevrin 627, Hrafnkell goði 1723, Hrefna 2561, Hrönn 1823, Iluginn I 2125, Huginn II 2776, Huginn III 3137, Hvítingur 644, Hösk- Afstaða Vesturálfurikj- anna gagnvart Þýskalandi Það hefir komið æ skýrara í ljós að undanförnu, að einangrunarstefnan er að lognast út af í Bandaríkjun- um, og samúðin með Bandamönnum fer stöðugt vax- andi. Bandaríkjamenn óttast nazismann og snúast til varnar gegn honum, en einræðisstefnunni blæs byrleg- ar í Suður-Ameríkuríkjunum. Eins og kunnugt er orðið, af skeyium, varð sú niðurstaða á flokksþingi republikana í Bandaríkjunum fyrir skemstu, að fyrir vali sem forsetaefni varð maður, sem er því eindregið fylgjandi, að Bandaríkin veiti Bandamönnum allan þann stuðn- ing sem í þeirra valdi stendur að veita, að því einu undanteknu, að taka ekki beinan þátt í styrjöldinni. Nú stendur flokksþing demokrata yfir í Chicago, og er talið líklegast, að Roosevelt for- seti verði valinn forsetaefni í þriðja sinn, en hvort sem hann verður forsetaefni eða ekki, má telja víst, að forsetaefni demo- krata mun fylgja svipaðri stefnu og hann gagnvart Bandam. Meðal þeirra manna, sem komu til greina sem forsetaefni repu- blikana, voru hinsvegar einangrunarstefnumenn, en þeir fengu lítinn byr. Einangrunarstefnan er úr sögunni íBandaríkjunumað Þegar nazistar höfðu lagt Hol- ir sig Holland, en frá þeirri land undir sig sagði eitt af stundu hefði Bandaríkin verið merkustu blöðum Bandaríkj- þeim töpuð, eða, með öðrum anna, að nazistar hefði lagt und- orðum, að Bandaríkin hefði raunverulega snúist gegn þeim, því að með því að traðka á Hol- landi og vaða gegnum Belgíu liefði allir draumar einangrun- arstefnumanna í Bandaríkjun- um að engu orðið. Bandarikja- menn hefði skyndilega vaknað, og ekkert sannaði það betur, en hversu góðar undirtektir tillögur Roosevelt um nýja biljón-doll- ara landvarnaáætlun fengu. Til- lögum var tekið með ákafa og fögnuði á þingi og í blöðum, og hvarvetna lögð áhersla á, að nú bæri að hraða framkvæmdum, og þeir sem þekkja Bandaríkja- menn vita, að þegar þeir ásetja sér að hafa hraðan á, beita þeir sér við framkvæmdir áforma sinna af þeim eldingarliraða, sem vart eða ekki þekkist í nokkuru landi öðru. Blað það, sem hér um ræðir, sagði, að þegar um landvarnir Bandarikjanna sé að ræða, verði menn að hafa hugfast, að fremsta varnarlína Bandaríkj- anna hafi verið Maginotlínan. Hún sé fallin og því engum tíma að tapa. Þær 2000 flugvélar, sem Bandaríkin hafa selt Banda- mönnum kunna að koma að mikilvægum notum en þær 50.- 000 flugvélar, sem Roosevelt vill, að framleiddar verði i Bandaríkjunum liafi Iki enn meiri þýðingu. Allir þing- menn Bandarikjanna klöpp- uðu, er Roosevelt lét þá von í ljósi, að ekkert yrði þvi til fyrir- stöðu, að Bandamenn fengi allar þær flugvélar vestra, sem unt væri að Iáta þeim í té. I nútíma hernaði þarf vélknú- in hemaðartæki — meira og meira af vélknúðum hernaðar- tækjum. Ekkert getur orðið Bandamönnum að meira gagni og Bandarikjunum sjálfxim, en að Bandaríkin noti sem best að- stöðu sína til þess að framleiða eins mikið af hernaðartækjum og auðið er og með eins miklum hraða og frekast er unt. Hversu vel sem gengur hljóta að líða margir mánuðir þar til Banda- ríkin verða fær um að snúast til baráttu út á við, ef Bandamenn bíða ósigur. En því fyrr sem byrjað er því betra. Og því meira af liergögnum sem Bandamenn fá meðan verið er að framleiða hergögn til landvarna í Banda- rikjunum því betra. En árangur-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.