Vísir - 17.07.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 17.07.1940, Blaðsíða 3
VlSIR I f Snæbjörn Arnljótsson 2. apríl 1867. - 9. júli 1940. „ASalsmann þar átíi að sönnu einn vort land á seinni tímum.“ Matth. Joch. Islenskur menningarmaður, islenskur fyrirmaður og ís- lenskur séntilmaður er horfinn sjónum vorum, þar sem Snæ- björn Arnljótsson er hniginn í val. — Hann var Húnvetningur og' Þingeyingur að ætt, en liafði hvorki á sér Húnvetninga- né Þingeyingabrag, enda var hann Eyfirðingur að uppruna. Hann var fæddur og uppal- inn á einu hinu prýðilegasta menta- og menningarheimili landsins á seinni iduta síðustu. aldar, Bægisá. Voru foreldrar hans séra Arnljótur Ólafsson, hinn þjóðkunni stjórnmálamað- ur, mentamaður og vitsmuna- maður, og kona hans, Hólm- fríður Þorsteinsdóttir (prests Pálssonar að Hálsi i Fnjóska- dal), í móðurkyn komin af hinni víðkunnu Reykjahliðar- ætt, frjórri og fjölmennri nefndarmanna- og borgaraætt. Var löngum mjög deilt um séra Arnljót, sem títt er um mikil- hæfa menn og stórbrotna, og var hann ekki að öllu leyti við alþýðuskap. Leitaði þó margur alþýðumaður ráða hans i raun eða vanda, og reyndist hann longum lieilráður og snjallráð- ur skjólstæðingum og vinum og leysti margs manns vandræði. Naut hann og mikilla vinsælda meðal sóknarharna sinna og sveitunga í Eyjafirði, að þvi er mér hefir skilist. FrúHóImfríð- ur, móðir Snæbjarnar, var mik- il fyrirkona, „brúður hin veg- stóra“, sem Matthías kveður um hana. Var orð á því gert i æsku minni, hvílíkur höfð- ingjabragur og fyrirmenska væri á heimilisháttum og hí- býlum foreldra lians, bæði á Bægisá og Sauðanesi, þar sem séraArnljótur var seinast prest- ur. Eru og öll börn séra Arn- Ijóts, þau, er eg Iiefi kynst, ó- venju-virðuleg í yfirbragði og framgöngu. Arnljótur prestur var sí-starfandi að sveitarmál- um, héraðsmálum og lands- málum, auk þess sem hann rak stórbú og þjónaði stóru presta- kalli. Hann var og sílesandi og sístundiandi hinar margvísleg- ustu mentir og fræði, lögfræði, hagfræði, islensk fræði og allar greinar lieimspekinnar, einkum rökfræði og siðfræði. Hann var allra manna skemtilegastur, ræðinn og fræðinn, gamansam- ur, skopvís og meinfyndinn. Er það ekki lítill ávinningur,að al- ast upp í slíku menningarlofti, og bar Snæbjörn Arnljótsson alla ævi menjar þess. . Hann fór ungur í Möðru- vallaskóla. Urðu þeir þar alda- viftir og félagar, Ásgeir Sigurðs- son, aðalkonsúll Bretg, og hann. Voru þeir og í ýmsu áþekkir, báðir hin mestu prúðmenni og sénlilmenn, báðir álitlegir að vallarsýn, svo að af bar. Entist vinátta þeirra, meðan báðir lifðu. Var Snæbjörn Arnljóts- son og liið mesta trvgðatröll. Er það ætlun mín, að trygðin sé eitt hið fegursta einkenni Reykjahliðarættar. Voru þeir mjög ungir, er þeir iðkuðu nám á Möðruvöllum, Snæbjöm og Ásgeir, báðir gáskasamir og smá-glettnir, en jafnan á góðlát- lega vísu. I prentuðum minn- ingum úr Möðruvallaskóla seg- ir Páll Árdal, að eitt sinn liafi þeir fóstbræður flutt botnfjalir úr rúmum í einni svefnstofu í aðra svefnstofu og falið þær undir rúmi umsjónarmanns, en SNÆBJÖRN ARNLJÓTSSON skildu eftir eina eða tvær fjalir, til að halda dýnunum uppi. Rúmin sýndust óhreyfð. En þá er piltar lögðust í þau, hröpuðu dýnurnar með þá niður á gólf, og varð mörgum hverft við. Bætir Páll Árdal því við, að eigi hafi þeir fóstbræður mist vin- sældir sínar af þessu tiltæki. „Hann var altaf vinsæll, þvi að hann var svo góður i sér“, sagði merkur maður, Steingrimur Jónsson, fyrv. bæjarfógeti, um Snæbjörn frænda sinn og vin. Það atvikaðist svo, að Snæ- björn Arnljótsson lauk eigi námi á Möðruvöllum. Réðist hann skömmu siðar í þjónustu Gránufélagsins, er Tryggvi Gunnarsson stýrði þá. En Tryggvi hafði verið kvæntur móðursystur hans, Ilalldóru Þorsteinsdóttur. Dvaldist Snæ- björn þá nokkur ár í Kaup- mannahöfn á skrifstofu Gránu- félagsins, en Tryggvi bjó þá í Höfn á vetruni. Kunni Snæ- björn og margt merkilegt frá þessum sifjamanni sinum að segja. Nokkru siðar en faðir hans fluttist frá Bægisá að Sauðanesi gerðist hann versl- unarstjóri i Þórsliöfn og dvald- ist þar til 1918, er liann fluttist búferlum til Reykjavikur. Hann fékst þar um hrið við lieildsölu, en gerðist síðar starfsmaður Landsbankans. Fyrir fáum ár- um hvarf hann úr stöðu sinni þar fyrir aldurs sakir. Kvæntur var hann seyðfirskri konu, af norskum ættum, Borg- hildi Hansen. Var hún með af- hrigðum fögur og fríð, en eigi varð þeim barna auðið. Þá er Snæbjörn var í Þórs- höfn, lét hann sveitar- og hér- aðsmál og stjórnmál til sin taka. Get eg, að hann liafi ver- ið áhrifadrjúgur i umhverfi sínu og nágrenni. • Átti hann langt skeið sæti i sýslunefnd Norður-Þingeyinga og gegndi lengi oddvitastörfum. i sveit sinni, tók við þeim af föður sin- um. Hefir svo sagt mér Þórð- ur Sveinsson, prófessor, er átti mjög mök við sveitastjórnir á læknisárum sínum á Kleppi, að skjöl og skilríki frá Snæbirni Arnljótssyni liafi verið fyrir- mynd, bréf lians fyrir hönd sveitar sinnar skýr og rækileg, allar greiðslur hrepps hans ver- ið intar af hendi með hinni mestu skilvísi. Aldrei hafi stað- ið á meðgjöf með sjúklingum úr hreppi hans. ★ Eg sá Snæbjörn Arnljótsson fyrst í ráðherraherbergi alþing- is 1911. Fanst mér þegar mjög til um hann.Vareg ekki i rónni, fyrr en eg vissi, hver liann var, þessi nýi gestur í þingsölunum, ekki hár, en þéttvaxinn og þreklegur, gildur á velli, fyrir- mannlegur og svo tilkomumik- ill, að elcki varð með nokkru móti komist hjá að veita hon- um eftirtekt. Var hann og hið mesta snyrtimenni um ldæða- burð og menningarlegur í öllu þvi, er sást að utan. Þá er eg kyntist honum, nokkrum árum síðar, komst eg brátt að raun um, að menningin og fyrir- menskan í háttum og sniði runnu að innan, en voru ekki eintómur gljá-hjúpur né gervi á utanverðu mannsins. Háttvísi háns og sniðföst kurteisi spruttu af hugarmenningu hans og alúð. Framkoma hans var látlaus og eðlileg. Þá er eg kyntist honum fyrst, hafði liann fyrir skömmu mist konu sína. Harmaði liann hana mjög, geymdi minningu hennar fast í trvggu þeli. Vildi hann aldrei flytjast úr þeim híbýlum, þar sem hann hafði notið síðustu samvistarstunda sinna með henni, og hún háð dauðastríð sitt. — Fanst mér þegar í fyrstu kynningu við liann leggja frá honum lifandi ró- semd, sem liafði sömu heil- næmu áhrifin sem návist ró- Iyndra lækna og vel mentaðra hefir stundum á óttafullan sjúkling. Virtist hann þá þegar hafa aflað sér þess hugarauðs, er eitt söguskáld vort kveður liverjum auði dýrmætari og kallar gull sálarfriðarins. Ef til vill hefir sefun á sárum harmi og sjálfshuggun gefið honum slikt rauðagull. Hann var og', sem áður er vikið að, notalega gamansamur og kíminn, hafði glögt auga á því, sem broslegt var og skringilegt í fari manna, en aldrei varð eg þess var, að kendi minsta kala né illúðar í skopsemi lians. Var hann að þvi leyti óíslenskur. Kímni Snæ- bjarnar Arnljótssonar er jafn- ágætur eiginleiki og hann er fá- gætur. Kunna íslendingar eigi að makleikum að ' meta slíka eigind, verðmæti hennar né hollustu, hæði sálræna og sið- ræna. Málrómur hans var þægi- legur, hæfilega styrkur og skýr. Stundum má heyra presta tala í þeini rómi yfir látnum, að það er sem huggun sé í sjálfum raddblænum, i framburðinum sjálfum, livað sem liður efni og orðfæri likræðunnar sjálfrar. Eg ætla, að Snæbjörn Arnljóts- syni hafi verið gefinn slíkur málrómur, enda var hann í báðar ættir af prestum kominn, mikið prestablóð i æðuni hans. Frásögn hans var skýr og lióflát, ákafalaus og ýkjulaus. Hefir mér þótt bezt að muna það, sem þeir hafa sagt mér, séra Magnús Helgason og Snæ- björn Arnljótsson. Snæbjörn Arnljótsson kunni að lilýða á mannamál. „Mér Iætur betur en nokkuð annað að hlusta á aðra menn“, lætur Einar Kvar- an eina söguhetju sína segja i hálfgerðu skopi um sjálfa sig. En það er síst hendandi gaman að því, að menn kunni vel að hlusta. Það er menningarmein, hve fáir kunna vel þá list, eitt þess, er glepur skilning manns á manni. En slíkur skilningur er hverjum öðrum, skilningi æðrí og dýrmætari. Sá er einn Ijóður á ráði vor, hégómlyndra mannanna barna, einkum þeirra, sem þyngst eru haldnir metnaðargirni, ráðríki og valdagirni, að oss þykir flestum meira gaman af að heyra oss sjálf tala heldur en hlýða á aðra tala. Oss er löngum ant um, að á oss beri í samkvæm- um og samræðum, umhug- aðra um að afla oss álits jieirra, sem vér tölum við, heldur en liitt, að kynnast þeim og nema af þeim. Samræður án eftir- tektar eru oss álíka mikils þroskavirði og bók, sem vér lesum hugsunarlaust, án allrar atliygli. Er síst furða, þó að þýskur uppeldisfræðingur kalli þá, sem eigi lcunna að lilusta né hlýða á mál rnanna, óþol- andi. Fáir kunnu betur að hlusta né vissu betur skil á því en Snæbjörn Arnljótsson, að „tími er til að þegja og tími er til að tala“, eins og segir í helgum fræðum. Ilann var manna hlýðnastur þeim lögum, sem gilda um siðaðra manna sam- ræður, að þar á að þiggja vel og gefa vel, sem í mörgum öðrum efnum mannlegs lifs. Hann lagði skilningsgjarnt eyra við hvert orð og hverja athuga- semd, er við hann var látið um munn fara eða mælt í áheyrn hans. Kom menning lians þar skýrt i ljós. Hann ilmgaði gaumgæfilega og braut til mergjar flest, er sagt var i samræðum, sem hann tók þátt í, vildi skilja, hvað átt væri við með ummælum og staðhæfing- um. — Söguhetjan í smásögu Ein- ars Kvarans, er í var vitnað, kveðst ekkert geta lagt til frá sjálfum sér í samræður. Þar var Snæbirni Arnljótssyni gagn- stætt farið. Hann hafði þar af drjúgum efnum að miðla. Hann gerði merkar athugasemdir um viðraeðuefnið, stundum í spurn- arformi, en jafnan með hljóð- læti, kurteisi og broshýrri gam- ansemi. Æsingur virtist ekld til i eðli hans, að minsta kosti á seinni kafla æfi hans. Hann lalaði jafnan með svo miklu yfirlætisleysi og svo mikilli hógværð, að mér þykir ólík- legt, að margir liafi veitt greind hans og glöggleika þá eftirtekt,. sem slíkt átti skilið. Eftirtekt hans var óvenju fín- gerð, næm og vakandi. Það var sem hann hefði á því glögt auga, að einatt má best marka manninn i smáu og smávægu. En hann fór vel með feng sinn i athugunum sínum, flíkaði þvi lítt, er til vansæmdar vissi, þótt hann kæmi því stundum upp um sig, að hann hefði orðið var við sitthvað þesskonar. Þar var séntilmaðurinn í lionum á varð- bergi, festi sjaldan blund á fyr- irmannlegum verði. Sama sént- ilmanni tókst löngum á efri ár- um að halda fram skoðun sinni og segja með hreinskilni það, er honum þótti misgert við sig, án þess að meiða né særa, eftir því sem hjá slíku verður komist, er sekir menn og viðkvæmir eiga i liluL Séra Amljötur kallaði eitt sinn I gamni föðurkyn sitt „liá- karlaættiná“. Sama gerir Magn- ús Olsen, umboðsmaður á Þing- eyrum, fáðir Björns prófessors Ölsens o'g náfrændi Arnljóts, í bréfi til hans. Föðurfrændur Snæbjamar Arnljötssonar vildu eigi láta hlut slnn né rétt sinn. Þeir voru störbrolnir hæfileika- menn, gunnréifir bardagamenn og málafylgjumenn. Eg hygg, að Snæbjörn Arnljótsson hafi einnig verið þéttur fyrir, ef á hann var leitað. En hann virtist líldegur til að vera éinn þéirra of fáu, er vel kunna málum að miðla, kunna að sefa illindi og sætta fjendur. En mér er ókunnugt um framkomu hans, er svo bar undir. En hitt veit eg, að síðustu tvo áratugina, sem, hann lifSi, fylgdi honum jafn- an friður og hógværð. Hann kunni að fyrirgefa. Hann var mildur maður. Mér er minnis- stætt, er hann sagði mér eitt sinn frá þvi, að hann liefði tap- að stórfé á ábyrgð eða stuðn- ingi við stórgróðafyrirtæki eins vinar síns. Gengu efni hans mjög til þurðar við það áfall. Samt kvað hann sér þykja það verst við skaða sinn, hve þess- um vini sínum félli það þungt, að liann hefði tapað stórfé á stuðningi eða hjálpsemi við sig. Hann sagði slíkt með sárinda- lausri rósemd, án þess að vart yrði minstu beiskju né gremju. Þeir eru fáir, er fer svo stór- mannlega. Það er raunar aldrei þægilegt, að vera sekur — þ. e. a. s. ef sökunautur er gæddur þessu lítilræði, sem eitt sinn var lcallað samviska. En sektin verður stundum liollari, er við svo mildan er að eiga, þó að sú raun verði engan veginn altaf á. Snemma har á mannkostum Snæbj arnar Arnl jótssonar. Guðmundur Hjaltason, sem var manna kunnugastur séra Arn- ljóti og börnum lians, sagði mér, að hann hefði haft orð á því við sig um Snæbjörn son sinn ungan, að hann væri góður drengur. Hefir honum eigi skot- ist dómgreindin þar. Það var kaldhæðni örlaganna, að ýmsir hugðu Arnljót prest blendinn í trúnni. Sama lék grunur á um vin Arnljóts, séra Matthías. Þó að hvorugur þeirra væri bókstafstrúarmaður og báðir véfengdu sumar kenning- ar kristinni fræða, voru þeir báðir einlægir trúmenn, hafa sennilega báðir verið ein- hverir mestu trúmenn í klerk- dómi vorum um sína daga, báð- ir gæddir lifandi trúaráhuga. Hið mikla bréfasafn þjóðskálds- ins ber honum liér órækt vitni. Óprentuð bréf séra Arnljóts sýna jafn-ótvíræít, að hann var fagurlega trúaður. Séra Arnljót- ur trúði því, að himingeimurinn með stjörnudýrð hans og sóln- anna sólurn og dásamlegum lögmálum væri óhrekjandi vitni lifandi og skapandi guðs. Hann hneigðist einnig að „dularfull- um fyrirbrigðum“, var þar hleypidómalaus. Hann er senni- lega einn liinn fyrsti íslending- ur, sem kynnst hefir kenning- um „spiritista“. Snæbjörn Arn- ljótsson liefir án efa snemma verið trúhneigður og alið lotn- ing í brjósti fyrir helgum sið- um og kenningum. Fyrir all- mörgum árum kynnti hann sér, sem faðir lians, fræði „spirit- ista“ og hallaðist að þeim og vann að boðun þeirra í land- inu. Yar hann vinsæll og vel metinn i gáfaðra „spiritista“ hóp. Snæbjörn Arnljótsson var einn hinna fáu, sem var eink- um merlcur af þvi, hvað hann var I sjálfum sér, í eðli sínu og siðmennilegu viðhorfi. Vér lifum á liryllilegum hat- ui’- og grimdartímum, sem engin mannleg tunga fær lýst né mannlegt imyndunai-afl fær gert sér nokkra grein fyrir. Ef samúð vorværi nokkru næmari ogvíðari,ýTðum vér viðþolslaus- ir af því,hve mannheimur er nú mikill heiftheimur, bölheim- ur og kvölheimur. Það er sem sjálfur Satan sé nú laus, senr Matthías kvað í byrjun seinusfu heimsstyrjaldar. Ef ráða má af þeim atburðum og stjórnmála stefnum, sem nú ber liæst i lieimi,er stórum liklegra,að vér menskir menn séum börn Sat- ans heldur en sköpunarverk og niðjar viturra og góðra guða. „Vilji mannsins \er vondur“, sagði merkur prestur og aldur- liniginn við mig í vor. Það er raunalega erfitt, að bera á móti þessum dapra dauðadómi vfir álitlegum árangri siðferðilegr- ar viðleitni vorrar og æðstu hugsjóna. En þá er slikar hug- renningar sækjá á oss og vonir bjartari daga eru, sökum ægi- legs miðaldamyrkursfram und- an, að dauða komnar, lýsir hún sem vonarstjarna í tímanna sorta, kynningin við slíka menn Bæjop fréffir Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman i hjóna- band ungffú jóhanna Harakiadnttír Árnasonar kaupmanns, og 'Bþxrw- Bjarnason, jónssoar fxá. VogL íúB- trúi hjá lögmannL Rjómaflöskur ]iær þær, sem mæfdar voru iyr— ir tilhlutan lögreglunnar mauss hafar verið 250 gr., en ekki 125 gr, -ems og taliÖ var í Vísi i gær. Leð&étt- ist þetta hér með. Minkar. S.l. sunnudag skýrSi ma&trr a«5 nafni Þorsteinn Einarsson frá þvi á lögreglustöðinni, aí> feaan Saeíði séð til ferða tveggja minka iim vii5 Elliðaár. Kvaðst hann og geta vís- að á hvar þessi vargur héMi sjg. Ekki veit blaðið, hvort þetta íiefisr verið athugað nánar, en sésttcn er vonandi, að gerð verði að því strax, að eyða varginum. Nýtt hraðfryt.I,ihús. Verslun Ó. J óhannessonar á Pat- reksfirði hefir látið reisa n.ýíst iivaíS- frystihús þar á staðnum. Hósið *r bygt úr steinsteypu og er 25 an. á- lengd, en 12% ni. á breidcL Wéla.- salur er áfastur við hraðfrvstifmá'S og er hann 39 m. á lengd eg 7 ir. á breidd. í húsinu má geynsa mc 300 smálestir flaka, en afkosi vð- anna eru um 9 smálestir fláka á sólarhring. Vélarnar eru keyptær af h.f. Bakka á SigluflrCív en :Msa- smíðameistararnir Jön Jónæsccj á. Flateyri og Ingi Kristjánsson á Paflt- reksfirði bygðu húsið, sem jjyldn mjög vandað. Fagmaður vas: §sxBgg- inn héSan úr Reykjavítí:,. tíi Jsess aS koma vélunum fyrír. Um 40 m’anns starfa nú viS frystihúsrÖ. Póstferðir á sttorgun- Frá R: MosfáTssveitár-, KjaTar- ness-, Ölfuss- og Flóapóstar. íáng- vellir, Laugarvatn. Þykfcraijiæjar- póstur, Akranes. HúnavataSi! fjar'ðar, Eyjafjarðar og Si-i eyjarsýslupóstur. Kójxisker, Tál. Rr Mosfellsveitar, Kjalarncss, Kjósar, Ölfuss og Flóapóstan. ÞtngvellÍT. Laugarvatn. Rangárvalla- og V.~ Skaftafellssýslupóstar, ALraxses, Hiinavatns, Skagaí jarðar, ’Eyja- fjarSar- og S.-Þingeyjársýslcgjost- ar. Dala og B arð a s trandarsýsiu- jöstar. EgiIsstáSir. EskífjÖJ'ður, ReySarfjörð'ur. Laxfoss frá VasL- mannaeyjum. Vikuferð í óbygðBma. FerSafélag Islándsr- rá'Sgerir at5 efna til vikuferðar inrrá rrsíH£i-ang- og Hofsjökuls. Lagt'verSur af staB næstk. laugardag. og ekiS til Geys- ís og gist þar ,enrá; suraradagsixwírg- un fariS ríSandi’ inn yfir IMSSsðte- háls eSa sunnan Bláfeiís -fnn í livit- árnes. FariS í FróðárdáS: ög, Karls- drátt og í Þjófaelaliha og 'iaærSrnr á Hveravelli og þá í KérEngaaríjöIL GegniS á Langjökul, Blágnípts og Kerlingarf jöll. Ferðast áihesstsmii'oms óbygSirnar og gist í sæluhúsum 3?~ — Askriítarlisti liggtir.. fraasmn á skrifstofu Kr. ó. Skagfjörife#.Tnn- götu; 5, til íimtudagskvökby. aaa :: föstudag fyrir kl. J séu.alFr. búiiix aS taka farmiða. Næturlækivir Vr í nótt.Daniét Fjektsted, Hverf-- isgötu.46. S'ími 3372. NæturrerSir eru i Laugavegs- apóteki og Ingoifs ■ Ú’tVarpið í kviild. KI. 12.00 Hádegisátvatp. .19.30' Hljomplötur: Pagmiuiiftit&bigBna: eftír Brahms. 20.00 Eréöáic' 2ðt<jO1 ÚtVarpssagan : Þættfr ur ferSasög-r - uxn: (V.Þ.G.)., 21.10 LúSrasweiöef Svanur le.ikur. sem Snæbjöm Arnljótsson alt hið mæta, fagra og væretegía til drengilegrar menningar, æaia i honunt bjó og i slikum móon- um býr. Signrður Guðmundssarr.. Faðir minn Ólafur Jónsson, fyrrv. lögregluþjónn, andaðist þriðjud. 16. júlí. Fyrir hönd mína og annara aðstandenda. Marta I. Ólafsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.