Vísir - 18.07.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 18.07.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján GuðSaugsson Skrifstofur: Fétagsprentsmiöjan (3. hæð). Ritstjóri Ðlaðamenn Augiýsingar Gjaidkeri Afgreiðsla Sími: 5 660 5 línur 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 18. júlí 1940. 163. tbl. Roosevelt kosinn forseta- ef ni demokrata í f yrstu um- íerð á flokksþingi þeirra. ffir jþað í fyrsta skifti, icm airwlit iámt í iyrmi h nmferd á flokksþiiigi í Bandaríkjnnum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregnir frá Chicago herma, að Roosevelt forseti hafi verið kosinn forsetaefni demokrata á flokksþinginu í Chicago í gærkveldi. Var hann valinn forsetaefni þegar í fyrstu umferð og eru engin dæmi þess áður, að f orsetaef ni haf i verið kosið þegar í íyrstu umferð á flokksþingum í Bandaríkjunum. Hlaut iRoosevelt 946 og þrettán þrítugustu atkvæða, en Farley 72 og tuttugu og sjö þrítugustu atkv., Garner 61 atkv., Tydings 9V2 atkv., Hull 5% atkv. — Alls voru greidd 1095 »/2 atkv. IÞegar úrslitin voru lesin upp lagði Farley til, að allur [þingheimur samþykti Roosevelt sem forsetaefni með lófataki, og var Roosevelt þannig valinn forsetaefni með lófataki og fagnaðarópum alls flokksþingsins. Að þessu loknu f restaði f lokksþingið störf um þar til 'kl. 2 e. hád. í dag. Það var Lister öldungadeildarþingmaður frá Ala- bama, sem lagði f ormlega til, að Roosevelt yrði valinn forsetaefni. f . ..„ . Hann komst m. a. svo að orði: „Roosevelt er leiðtogi vor og enginn getur komið til greina sem. leiðtogi demokrataflokksins nema hann. Ef gerlegt er að varðveta friðinn, mun honum hepnast það betur en nokkurum manni öðrum. Ef styrjöld er óhjákvæmileg, erlhonum manna best treystandi til þess að leiða þjöðina :ti3 sigurs í þeirri baráttu, sem fyrir höndum er. Til þess að Bandaríkin Tiði ekki undir lok verðum vér að styðja hann af fremsta megni allir sem einn, — vér verðum að kref jast Jess, að hver einasti Bandaríkja- maður leggi fram alla krafta sína." Utanríkismálanefnd ílokksþingsins samþykti stefnuskrá fyr- Irfflokkinn í kosningunum. Er hún í sex höf uðatriðum: 1) Bandaríkjaþjóðin er staðráðin í að styrjöld, sem geisar í Evrópu, Asíu og Afríku, skuli ekki breiðast út til Vestur- .álfunnar. 2) Vér erum því mótfallnir, að Bandaríkin taki þátt í styrj- öldum í öðrum heimsálfum. 3) Vér erum því mótfallnir að Bandaríkin sendi her, flota eða flugher til annara landa, nema ráðist hafi verið á Bandaríkin. 4) Vér viljum að Monroekenningunni verði stranglega íramfylgt. 5) Utanríkismálastefna vor á framvegis sem nú að hvíla á þeim grundvelli, að efla öryggi vors eigin lands svo að þjóð vor geti orðið friðarins. 6) Lýðræðisþjóðum, sem hafa orðið fyrir of beldi og ágengni, skal veitt aðstoð eftir því, sem lög heimila, og ekki farið svo langt í þeirri aðstoð, að flytja verði herafla Bandaríkjanna úr landi. Mikill fögnuður var ríkjandi á flokksþinginu alla síðastliðna nótt. Fulltrúar hvers ríkis um sig samþyktu Roosevelt sem forsetaefni á nýjan leik. Full- írúamir gengu í fylkingum, en fánar voru bornir fyrir, blásið í lúðra og fögnuður látinn i ljós á margan annan hátt. Roosevelt fær opinbera til- kynningu frá þinginu í dag um kosninguna, og mun bann að líkindum flytja útvarpsræðu í kvöld og búast menn við, að bann m,uni fallast á að vera í kjöri. Blöðin í New York um loftárásir Breta á Þýskaland. London i morgun. Einkaskeyti frá United Press. Blöðin í New York gera að umtalsefni tilraunir Þjóðverja \ til þess að gera lítið úr árangr- inum af loftárásum Breta. New York Times birtir fregn um það, þegar breskar sprengju- flugvélar gerðu árás á Balsberg- úthverfið í Berlín, bafi þá orðið svo miklar skemdir á talsima- kerfinu, að það sé ekki enn bú- ið að kippa því í lag, þótt árás- in hafi verið gerð 22. júní. -— Feikna tjón hefir orðið af völd- um árásanna á Ruhr, því að þar hefir varla liðið svo ein nótt, að ekki hafi verið gerð loftárás. —¦ Heimildarmaður blaðsins í Berlín segir, að allir Ruhrbúar viti um tjónið af völdum loftárásanna. og hver einasti þeirra viti um eða þekki einhvern, sem hafi særst eða beðið bana í loftárásunum. London i morgun. Pan-ameriska ráðstefnan verður sett i Havana næstkom- andi sunnudag og sækja hana fulltrúar 21 lýðveldis i Vestur- álfu. Ráðstefnan tekuí' til meðferð- ur uppkast að samkomulagi, sem Cordell Hull, utanrikis- málaráðherr a Bandarik j anna, hefir samið, og miðar að sanir tökum i f járhags-, viðskifta- og útflutningsmálum allra lýð- velda Vesturálfu. Undirróðursstarfsemi nasista mun verða rædd á þinginu. Það er til marks um, að Þjóð- verjar telja það ekki litlu skifta, hvaða ákvarðanir verða teknar á ráðstefnunni, að þeir hafa sent orðsendinu til Costa Rica, Nic- aragua og Guatemala og óskað þess, að ekki verði tekin fjand- samleg afstaða gegn Þýskalandi á ráðstefnunni. Japönskum her- skipum sökt við strendur Kína. London í morgun. Fregnir frá Shanghai herma, að Japanir séu byrjaðir að framkvæma hafnbannið nýja, við Hongkongflóa og víðar. Hafa þeir komið liði á land þar, en Kínverjar segjast verjast, og hafa skemt mörg japönsk her- skip. með skothríð iir strand- virkjum. Einnig segjast þeir hafa sökt japönsku herskipi i ósum Linpoárinnar. SQimmridði í ]iin London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Konoye prins tók að sér í gær að mynda stjórn i Japan. — Yosuke Matsuoka hefir tekið að sér að vera utanríkismálaráð- herra. — Yfirmaður hersins hefir ákveðið að leggja til, að Tojo herforingi verði skipaður hermálaráðherra. Er því talið víst, að honum verði fahð að gegna því starfi. . mmmmgmmmmmm mmmm Hér birtist mynd af einum af binum, hraðskreiðu, þýsku tundurskeytabátum, sem hern- aðarsérfræðingar álíta, að muni hafa mikla þýðingu, ef til árásar kæmi á England. Þess- ir bátar eru 93 fet á lengd. Sérstakir dómstólar settir á stófn í Bretlandi vegna styrjaldarástandsins. Frumvarp til laga um stofnun sérstakra dómstóla í Bretlandi liggur nú fyrir breska þinginu. Dómstólar þessir eru settir á stofn vegna styrjaldarástandsins, og eiga þeir að starfa á svæð- um, þar sem innrás er gerð eða loftárásir, til þess að dæma í málum manna, sem nota sér ástandið til að fremja afbrot, svo sem gripdeildir, eða ef upp kemst um njósnir og aðstoð veitta innrásarher o. s. frv. Með stofnun þessara dómstóla er komið í veg fyrir að herréttur dæmi í slíkum málum og er sá einn höf uð- tilgangurinn með frumvarpinu. Eins og það var lagt fyrir þingið, var ekki gert ráð fyrir kviðdómendum eða að bægt væri að skjóta málum til æðri dómstóla. Ef kveðinn yrði upp liflátsdómur í slikum dómstóli getur binn dómfeldi þó skotið máli sinu til innanríkisráð- herrans. Þetta fyrirkomulag þótti mörgum þingmönnuiu ekki nógu frjálslegt og verðá lagðar fram breytingartillögur, þar sem gert er ráð fyrir, að þegar um þyngstu refsingu sé að ræða, megi skjóta málinu til æðri dómstóla. Varð sam- komulag um það á fundi þing- manna i gær, að breytingar í þessa átt yrði gerðar á frum- varpinu. Frumvarp þetta er mikið rætt í breskum blöðum, og befir það sætt nokkurri gagnrýni i blöðunum, og sýnir gagnrýni blaðanna vakandi ábyrgðartil- finningu þeirra, sem blöðunum ráða, og að enn sem fyrr ríkir fult skoðanafrelsi og prent- frelsi í Bretlandi, þrátt fyrir styrjaldarástandið. Daily Tele- graph segir, að hér sé um svo róttækar breytingar að ræða, að þingið verði að ihuga þær mjög vandlega en segir, að sú gagn- rýni hafi ekki við neitt að styðj- ast, að þegnarnir verði raun- verulega að búa við bernaðar- lög, því að hinir nýju dómstól- ar taki aðeins til meðferðar vissar tegundir afbrota, sem heppílegra sé að þeir fái til með- ferðar en herréttir. Frelsi ein- staklíngs er ekki í hættu vegna þessara laga, segir blaðið, held- ur er þvi veitt meira öryggi. Daíly Mail segir, að hér sé um nýtt dómsmálakerfi að ræða, og leggur áherslu á, að dómstól- arnir starfi aðeins þar sem grípa þarf til neyðarráðstafana af völdum striðsins. í venjuleg- um dómstólum sé ekki bægt að taka til meðferðar þau afbrot, sem þessum dómstólum er ætl- að að dæma í, með nægilegum hraða. Tilgangurinn með hiii- um nýju lögum er vafalaust á- gætur, segir blaðið, en almenn- ingur og þingið verða að gefa nánar gætur að þvi að dómstól- arnir ræki starf sitt eins og vera ber. Raunverulega fangar. London í morgun. Blaðið New York Post skýrii frá þvi, að ræðismenn erlendra: þjóða í binum bernumdu lönd- um Þjóðverja séu undir svo ströngu eftirliti, að þeir geti ekkert samband baft við ætt- ingja og vini og fái jafnvel ekki leyfi til að fara út, nema með sérstöku leyfi. Sumir þessara ræðismanna hafa engan póst fengið í langan tíma. www. IMtiteruii London í morgun. Times birtir grein um kaf- bátahernað Þjóðverja í Heims- styrjöldinni og yfirstandandi styrjöld, og er bent á að í júni 1918 og i júní í ár hafi verið sökt skipum, sem voru álika margar smálestir samtals, eða t um 200.000, en i júní 1917, þeg- ar hinn ótakmarkaði kafbáta- hernaður Þjóðverja var að byrja, var sökt skipum, sem voru samtals 4 milj. smálesta. Einkaskeyti til Vísis. Siglufirði í morgun. Þessi skip komu í gær og í nótt til Siglufjarðar: Jóh Finns- son—Víðir' 150 mál, Hjalteyrin 110, Síldin—Fanney 200, Kári 500, Freyja 400, Björninn 500, Stella 850, Hrefna 600, Vestri 250, Gunnbjörn 450, Fylkir 500, Austri 500, Njáll 400, Villi 150, GuHveig 350, Grótta 500. Öll skipin bíða löndunar. Austan- stormur er á miðunum og lítið hægt að eiga við sild. Fjöldi skipa hafa sprengt næturnar. Þráinn. \ m Myndin sýnir skotturn á breskri sprengjuflugvél. »

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.