Vísir - 20.07.1940, Blaðsíða 1
j Rítstjóri: KHstján Guðiaugsson
Skrífstofur: Féiagsprentsmiðjan (3. hæö). -------------------------------------------------------
Ritstjóri 1
Blaðamenn Sími :
Auglýsingar > 1660
Gjaldkeri 5 Ifnur
Afgreiðsla j
30. ár.
Reykjavík, laugardaginn 20. júlí 1940.
165. tbl.
HITLER FLUTTI
Sir fllan Brooke tekur vifl
lifliri
ÍSNN
I
Eins og kunnugt er af fyrri fregnum bárust fregnir um það
fyrir nokkurum dögum, að Hitler myndi kveðja saman ríkis-
þingið og leggja fram friðarskilyrði Þjóðverja, en jafnframt
bárust fregnir um, að ef Bretar vildi ekki fallast á skilmála hans,
eða ræða frið á grundvelli þeirra, yrði hafin innrás í Bretland
„að kveldi föstudags 19. júlí". Fregnirnar hafa því reynst réttar
að því leyti, að Hitler hefir flutt ræðu á Ríkisþinginu, en hann
bar ekki fram neina ákveðna friðarskilmála, og innrásin í Bret-
land er ekki hai'in. En þar sem afstaða Breta, að því er séð verð-
ur, hefir í engu breyst við ræðu Hitlers, eru allar h'kur til, að
miklir áíburðir séu í aðsigi.
Hann kvað enga ástæðu til þess ad lialda
strídinu áfram, en Bretai* segja, að
nafi ekki sagt neitt annað en það,
itann ádui* heflr naldið f*am, og vepði stríd-
inu naldið áfram þap til nazisminn sé
brotinn á bak aftur.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
Ríkisþingið þýska var kvatt saman til fundar í gær, með litlum fyrirvara, til þess
að hlýða á Hitler flytja ræðu. Var Ríkisþingfundurinn haldinn í Kroll-óper-
unni og voru þar allir helstu menn nazista og Ciano greifi, utanríkismálaráð-
tierra ítalíu, sem sat þar í f remstu röð. Einna mesta athygli vöktu þau ummæli Hitlers,
að hann sæi enga ástæðu til þess að halda styrjöldinni áfram, og kvaðst hann skírskota
fcil heilbrigðrar skynsemi í von um, að Bretar féllist á að hætta styrjöldinni. I breskum
blöðum kemur sú skoðun f ram í morgun, að Hitler haf i ekki sagt neitt í þessari ræðu
sinni, sem hann hafi ekki sagt áður oft og mörgum sinnum, og breyti ræðan í engu af-
stöðu Breta, sem séu jafnstaðráðnir í því og nokkuru sinni fyrr, að halda styrjöldinni
áfram, þar til vald nazista sé brotið á bak aftur. Blöðin halda því fram, að Winston
Churchill haf i gert f ulla grein f yrir stef nu Breta og viðhorfi gagnvart nazistum í ræðu
þeirri, sem hann flutti á dögunum og hafi hann í raun og veru svarað Hitler fyrirfram,
og sé engin sérstök þörf að svara honum frekara.
FRIÐARBO©.
Þá vék Hitler að friðarboði
því, er hann setti fram, að því
er hann sagði með hálf um huga,
með því að hann óttaðist að frið-
arumleitanir gæfu stríðsæsinga-
mönnunum byr í seglin. Sú
hef ði einnig orðið raunin á. Það
hefði ekki staðið á svívirðingum
og rógburði frá liendi Chamber-
lains, Churchills, Duff Coopers
og fleiri breskra stríðsæsinga-
manna, sem hefðu neytt valda-
aðstöðu sinnar og bylt sér í
völdunum, i því augnamiði, að
koma í veg fyrir það.
ORB OG ATHAFNIR.
Hitler kvaðst hafa látið sig
það litlu skifta, hvað þessir
menn sögðu, en hann hefði unn-
ið meðan hinir töluðu. Þjóðverj-
ar þyrftu ekki að ýkja um eig-
in afrek. Þau töluðu sjálf sínu
máli. Bretar og Frakkar hefðu
ætlað að blanda sér i ófrið Rússa
og Finna, og skapa nýjan víg-
völl til árása gegn Þjóðverjm
í Svíþjóð og á Balkanskaga, en
allar hefðu þessar ráðagerðir
faríð út um þúfur.
INNRASIN I NOREG.
Nokkru síðar sannáðist, að
Bandamenn ætluðu að leggja
undir sig staði i Noregi, sem
höfðu mikla hernaðarlega þýð-
ingu. Hefði Churchill upplýst
þetta í einni af fyrstu ræðum
sínum, en Þjóðverjar hefði séð
við lekanum. Ræddi hann um
innrásina í Noreg, og fullyrti,
að samvinna hef ði verið millum
Bandamanna og helstu stjórn-
málaleiðtoga i Noregi um hlut-
leysisbrot það, er Bretar frömdu,
er þeir lögðu tundurduflum í
norska landhelgi i aprílmánuði.
s.I. Hefðu Bandamenn verið
þess albúnir að gera innrás í
Noreg, en er fréttist um ferðir
þýska flotans, hefði Churchill
horfið frá fyrra ráði, cn sent
flotann til þess að berjast
herskip Þjóðverja.
Ræða Hitlers stóð yf ir í liðlega
hálfa aðra klukkustund og var
hann hvað eftir annað að staldra
við i ræðunni, er lófatak dundi
við og fagnaðarópin.
Göring marskálkur setti bing-
ið og bað hann menn að minnast
hermannanna, sem látið hefði
lífið fyrir föðurland sitt, for-
ingja og fánaeiða og gert skyldu
sína í hvívétna. Stöð þá aílur
þingheimur upp, en er menn
höfðu sest, mintist Göring fall-
inna hermanna í liði Itala,
bandamanna Þjóðverja. Hann
mintist sérstaklega Italo Balbo,
marskálks og Iandstjöra i Libyu,
sem fórst i f lugslysi fyrir nokk-
uru, og kvað Göring hann hafa
verið einlægan vin Þýskalands.
Hitler sagði í upphafi ræðu
sinnar, að hann hefði kvatt Rík-
isþingið saman, þegar enn stæði
sem hæst stríðið um framtíð og
f relsi þýsku þjóðarinnar, til þess.
að skýra fyrir þýsku þjóðinni
það, sem væri að gerast, og jafn-
framt gera enn eina tilraun til
aukins skilnings andstæðinga
Þýskalands á þessum málum.
Hitler rakti tildrög styrjaldar-
innar, ræddi pólsk-þýska stríðið,
innrásina í Noreg og viðureign-
ina á vesturvígstöðvunum. For-
ysta i Evrópumálum hefði verið
slæm og málefnum álfunnar
stjórnað af furðulega Htilli skyn-
semi. Bretar hefði viljað hafa
forystuna og vernda mannrett-
indi í heiminum og sýndi það
heimsku og ósvífni þeirra.
Þvinæst ræddi hann markmið
nazista, þ. e. að leysa þær viðjar,
sem Gyðingar og aðvald hefði
reyrt þýsku þjóðina í og
höggva þá hlekki, sem þýskarík-
'ið hefði verið lagt i með Ver-
salasamningunnum. Árum sam-
an hefði verið unnið að þessu
friðsamlega, en eftir fundinn í
Munchen hefði svo virst, sem
takast mundi að glæða skilning-
Inn þjóða milli, en þá hefði
stríðsæsingamenn i Frakklandi
og Bretlandi espast, og það leitt
til pölsku styrjaldarinnar. Pól-
verjum hefði verið boðin svo
góð boð, að engum nema sér
hefði haldist uppi að gera þeim
þau, en Pólverjar hefði svarað
með hötunum. Kvaðst Hitler þá
hafa ákveðið að láta til skarar
skríða gegn Pólverjum, en enn
hefði verið unt að afstýra ófriði,
er Mussolini bar fram mála-
miðlunartillögur sinar. En við-
leitni hans hefði strandað á af-
stöðu stríðsæsingamanna i
Bretlandi og Frakklandi.
Þá hélt Hitler því fram, að
þýska herstjórnin hefði komist
yfir hin mikilvægustu skjöl, er
sýndu og sönnuðu, að Banda-
menn hefðu litið svo á, að smá-
þjóðunum bæri þeim að beita
fyrir sig, ekki þeirra sjálfra
vegna, heldur blátt áfram í
hagsmunaskyni Bandamanna
sjálfra. Þannig hefðu l>eir reynt
að notfæra sér aðstöðuna í
Finnlandi, Noregi, Sviþjóð og
Balkanrikjunum, en augastað
hefðu þeir haft á olíulindunum,
vinslustöðvunum i Baku og Ba-
tum.
HITLER RÍKISLEIÐTOGL
DJARFLEGASTA AFREKIÐ.
Þýski herinn hefði gengið c
land í Noregi hinn 9. apríl s.l.,
eu það væri eitthvert djarfmann-
legasta afrek, sem hernaðarsaga
Þjóðverja geymdi. Þrátt fyrir
alla erfiðleika, hefði þeir verið
yfirunnir, þýski loftflotinn hefði
sannað ágæti sitt, en hresku her-
skipin fengið grafreit í fjörðum
Noregs. Hitler lýsti yfir því, að
Norðmenn hefðu barist mjög
hraustlega, en taldi hinsvegar að
breski herinn, sem sendur var
til Noregs, hefði vérið illa út-
húinn og honum frámunalega
illa stjórnað. Hefði hann því
orðið að litlu hði og lagt á flótta
þegar á reyndi. Þýsku hersveit-
irnar í Narvik hefðu unnið hið
mesta þrekvirki með hinni
frækilegu vörn sinni þar, og
myndi sú frammistaða lengi í
minnum höfð. Taldi hann upp
herforingja þá, sem aðallega
bæri að þakka árangurinn í
Noregi, en þeir eru: von Fal-
kenhorst, Dieten, Carls flotafor-
ingi og flugherforingjaniir
Milch og Geisler, og ómetanleg
voru störf þeirra von Keitels
og Jodels, sem báðir eiga sæli
í herforingjaráðinu þýska og
framkvæmdu skipanir Hitlers.
Þá gat Hitler þess, að er hér
var komið sögu, hefðu þær
fregnir borist, af vesturvigstöðv-
unum, að Bandamenn hefðu í
hyggju að ráðast yfir Belgíu og
Holland inn í Þýskaland, með
leifturhraða, og varbúist við á-
rásinni á hverri stundu. Nauð-
synlegt hefði yerið að koma i
veg fyrir þetta, en hinsvegar
hefði það gerbreytt hernaðar-
ákvörðunum Þjóðverja. Hefði í
skyndi verið unnið að nýrri
hernaðaráætlun og innrásin í
Belgíu og Holland þvínæst hafin
hinn 10. maí s. 1.
LIÐSSAFNAÐUR
BANDAMANNA.
Bandamenn höfðu mikinn
liðssafnað á landamærum
Belgíu, m. a. mikið af vélknún-
um herdeildum. Hefði hernaðar-
áætlun Þjóðverja miðað að því
að gjöreyða herdeildum þessum.
Vinstri armur þýska hersins
hefði því haft það hlutverk með
höndum að brjótast í gegnum
viglínur óvinanna milli Namur
og Longvvy, yfir Meusefljótið til
þess að tryggja sóknina til
Svissnesku landamæranna og
króa hersveitir Bandamanna
inni. Það hefði tekist svo sem
kunnugt er.
FRAMMISTAÐAN
ÞÖKKUÐ.
Hitler þakkaði þvínæst þýska
hernum frammistöðuna, og
Framh. á 3. síðu.
B j«£ i úrá sir á Bret-
landl í moFgfnn
London í morgun.
Þýskar sprengjuflugvélar
gerðu árásir á Bretland í morg-
un, á ýmsum stöðum.
Samkvæmt tilkynningum
flugmála- og öryggismálaráðu-
neytanna var varpað sprengjum
á staði í Skotlandi, suðvestur-
og suðausturhluta Englands. —
Ein þýsk flugvél var skotin nið-
ur. TVö hús eyðilögðust gtír-
samlega í skoskri borg, en
mörg skemdust. Allmargir
menn særðust, en ekki er kunn-
ugt að nokkrir hafi beðið bana.
— Sex hús i þorpi i suðaustur
Englandi urðu fyrir skemdum
og nokkrir menn særðust, en
ekki alvarlega.
London í ínorgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Það var tilkynt í London í
gærkveldi, að Sir Alan Brooke
herforingi hefði verið skipaður
yfirmaður landvarnanna í stað
Sir Edmunds Ironside, sem nú
er sextugur að aldri. Sir E^d-
mund var sæmdur marskálks-
tign og mun hann taka að sér
ný störf í hernum, ef nauðsyn
kref ur. — Sir Alan er 57 ára að
aldri. Hann hefir haft á hendi
forystuna í því að koma ný-
tísku skipulagi á breska herinn,
þ. e. búa hann velknúðum
hernaðartækjum og æfa hann í
meðferð þeirra.
Gort lávarður, sem hafði
með höndum yfirherstjórn
Breta í Frakklandi og Belgíu,
hefir verið skipaður i nýja her-
foringjastöðu. Verður hann
„inspeetor-general" og hefir
yfirumsjón með þjálfan breska
hersins.
Miklar loftorust-
ur í nánd við
Bretland í gær.
London í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Þjóðverjar héldu áfram árás-
um sínum á Bretland í gær. Var
varpað sprengjum á ýmsa staði,
og varð allmikið eignatjón, en
ítarlegar upplýsingar um
manntjón eru ekki fyrir hendi.
Tvær miklar loftorustur voru
háðar og er giskað á, að um 70
þýskar sprengjuflugvélar hafi
tekið þátt i þeim, og álika
margar eða öllu fleiri Messer-
schmidt árásarflugvélar. Vofú
þannig 140—150 þýskar fhig-
vélar í orustum þessum og tug-
ir breskra árásarflugvéla. Fyrri
orustan hófst um hádegi i gær,
er Um 70 þýskar f lugvélar gerðu
árásir á skipaflota við strendur
Bretlands, en hreskar Spitfire-
og Hurricane árásarflugvélar
réðust að þeim til þess að
tvistra þeim. Siðari orustan var
háð við suðurströndina.
Tíu þýskar flugvélar voru
skotnar niður, 5 Heinkel-
sprengjuflugvélar og ein Dorn-
ierflugvél og 4 Messerschmidt-
flugvélar. Fimm breskar flug-
vélar voru skotnar niður.
Breskar sprengjuflugvélar og
flugvélar strandvarnaliðsins
breska halda uppi stöðugum á-
rásum dag og nótt á hernaðar-
stöðvar Frakka og samgöngu-
kerfi, i Þýskalandi, Hollandi,
Belgíu og Frakklandi.
fíori
ir
'Y
ií
London í morgun.
Petit Dauphinois í Grenoble,
málgagn Petainstjórnarinnar,
skýrir frá því, að Abriele að-
miráll, „hetjan frá Dunkerque",
hafi verið skipaður landstjóri i
Algier.