Vísir - 22.07.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlauc sson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, mánudafpnn 22. júlí 1940.
166. tbl.
Litln Eystrasaltsríkln ganga
í RáðstjórnarríkjabandalagiO
Mlkil hátfðahöld í Sloskva.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Litlu Eystrasaltsríkin þrjú, Lettland, Lithauen og
Eistland, haf a nú tekið f ullnaðarákvörðun um
að sækja um upptöku í Ráðstjórnarríkjasam-
bandið. Var fullnaðarákvörðun í þessu ef ni tekin á ráð-
stefnu þessara þriggja ríkja, en þing þeirra hafa rætt
málið að undanförnu. Ríki þessi verða ráðstjórnar-lýð-
veldí innan sambandsins.
t fregn frá Washington segir, að sendiherra Lettlands
þar, Alfred Bilmanis, hafi tilkynt, að Lettland hafi orðið
fyrirtilefnislausriágengniaf hálfu Rússa og Lettlend-
ingar verið neyddir til þess að f allast á innlimun í Sovét-
Rússland.
Sendiherra Lettlands hefir neitað að láta af hendi
skjöl og skilríki þau, sem hann hefir með höndum.
í Moskva er mikið um hátíðahöld. Þar gengu fylking-
ar iþróttamanna, karla og kvenna, um Rauða torgið, og
hyltu Stalin og Voroshilov. Um 30.000 íþróttamenn tóku
þátt í hátiðahöldunum.
Nýskipaðir herforingjar í her Georgíu og Armeníu
könnuðu hersveitir frá þessum ráðstjórnarríkjum.
Hersveitir frá Lettlandi, Lithauen og Kyrjálahéraði
tóku einnig þátt í hátíðahöldunum.
Hin opinbera þýska fréttastofa tilkynnir, að Puts,
ríkisforseti Eistlands, hafi sagt af sér embætti, vegna
innlimunarákvörðunarinnar, og hafi Vareslard for-
sætisráðherra tekið við störfum ríkisforsetans.
Bresk blöð i morgun gera að
umtalsefni hversu Rússar hafa
nú treyst aðstöðu sina við
Eystrasalt þar sem þeir hafa nú
innlimað öll „litlu Eystrasalts-
rikin" og bætt 6—7 miljönum
manna við íbúatölu Sovét-ríkja-
sambandsins. Þá er lögð mikil
áhersla á það, að Rússar hafa nú
fengið aftur hinar gömlu hafnir
sínar, Reval og Riga, og hefir
iðstaðaRússa nú ef lst stórum við
Eystrasalt, en aðstaða Þjóð-
verja orðið erfiðari að sama
skapi. Rússar hafa nú fengið
Eistland, Lettland, Lithauen,
austurhluta Póllands ogBessara-
bíu og Norður-Bukovinu, án
þess að fórna neinum mannslif-
um, en auk þess hafa þeir feng-
ið framgengt kröfum sínum á
hendur Finnum, en sókn þeirra
á hendur Finnum varð þeim ær-
ið kostnaðarsöm, sem alkunn-
ugt er. Bresk blöð benda á, að ef
Þjóðverjar hefði eklci verið önn-
um kafnir annarstaðar, myndu
Rússar ekki hafa fært sig svo
upp á skaftið sem reynd ber
vitni.
167 Þýskar flug-
vélar skotnar
niður frá 17. júní.
London, i morgun.
Það var tilkynt i London í
gær, að frá 17. júni s. 1. hefði
167 þýskar flugvélar verið
skotnar niður við Bretland. 21
þýskar flugvélar voru skotnar
niður við Bretland á laugardag,
en þrjár í gær.
Havana rádstefnan sett
Orðsending Þýskalands til Mið-
Amerikuríkja.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Vesturálfuríkjaráðstefnan í Havana er nú tekin til starfa og
er búist við, að samvinna lýðvelda Vesturálfu muni verða mjög
aukin.
Eins og áður er getið sendi þýska ríkisstjórnin fyrir nokkuru
orðsendingu til ríkisstjórnanna í Costa Rica, Guatemala og Ve-
nezuela, og fór fram á, að þessl ríki tæki ekki óvinsamlega af-
stöðu gegn Þýskalandi á Havana-ráðstefnunni.
Fregn frá Costa Rica hermir, að utanríkismálaráðherra lands-
ins hafi neitað að fallast á orðsendingu, sem þýski sendiherrann
í Guatemala, Reinebeck, afhenti ríkisstjórnum Mið-Ameríku-
lýðvelda, þess efnis, sem að framan getur.
Að því er United Press hefir fregnað, neituðu ríkisstjórnir
hinna Mið-Ameríkulýðveldanna einnig að fallast á orðsending-
nna, og var hún þá afturkölluð.
Jytuf riu í kuöld
«gH$f*KlPi!!^
London, i morgun.
Halifax lávarður, utanríkis-
málanáðherra Bretlands flytur
ræðu í kvöld, og verður henni
endurvarpað um öll bresk lönd
og til Bandaríkjanna. Halifax lá-
varður mun svara Hitler i þess-
ari ræðu sinni.
Miklir loftbar-
dagar yfir
helgina.
London, í morgun.
Eins og getið hefir verið i öðru
skeyti hafa verið mikhr Ioftbar-
dagar i nánd við Bretland yfir
helgina og hafa a.m.k. 24 þýsk-
ar flugvélar verið skotnar niður
í þessum bardögum frá þvi á
laugardagsmorgun og þar til
fyrir hádegi i dag.
Fjórar breskar flugvélar voru
skotnar niður.
Sex breskar árásarflugvélar
gerðu árás á 80 þýskar sprengju-
flugvélar í gær yfir Ei'inarsundi
og skutu niður tvær, en tvær til
urðu fyrir miklum skemdum.
Allar bresku flugvélarnar sluppu
óskemdar úr viðureigninni.
í loftárásum Breta á Wil-
helmshaven á laugardagskvöld
var varpað sprengjum á herskip
og flutningaskip með miklum
árangri. Einnig voru gerðar
árásir yfir helgina á fjölda
margar olíustöðvar Þjóðverja i
Þýskalandi, Noregi, Hollandi og
Belgíu, og voru skotnar niður
sjö breskar flugvélar i þessum
loftárásum, en Bretar segja að
árangurinn af loftánásunum
hafi verið mjög mikill.
Frá Stykkishólmi.
Túnasláttur byrjaði hjá flest-
um bændum um miðjan mán-
uðinn. Grasspretta er i meðal-
lagi, þó talsvert lakari en í fyrra.
Afli á báta er sæmilegur.
Kolaskip kom nú í vikunni til
kaupfélagsins og til hreppsins.
ifeg^: ....... ¦
WSÍS^íW;^:^:^-:^ ¦'¦'::-: "::::::::::ý-"::::x:::::::;.-:v^:-":;:í::y:?:::íí:.::-.::::::
mmmm& mmmmwm
m:mmwmmmwmm-mym--mmm
Hér birtist mynd af risaskipinu „Queen Elizabeth", systurskipi „Queen Mary'
var tekin er skipið fór sína fyrstu ferð.
Myndin
Ekkert afíl (tiötunum
segir J. L. Garvin,
rltstjóri Observer.
Hinn frægi breski blaðamaður
J. L. Garvin, ritstjóri „Observer"
birti i gær hugleiðingar um ræðu
Hitlers. Kemst hann að þeirri
niðurstöðu, að ræðan hafi alls
ekki neitt alvarlegt friðartilboð
að geyma, heldur sé hún kattar-
þvottur einræðisherra, sem þeg-
ar hafi ákveðið að láta til skarar
skriða og láta kné fylgja kviði.
„Hann hvatti Breta til að gef-
ast upp, áður en bardaginn byrj-
aði, og notaði til þess hinar ægi-
legustu hótanir. Eini tilgangur
þessai'ar nýju „friðar-sóknar"
virðist hafa verið að koma
ábyrgðinni af árásarfyrirætluh-
um Þjóðverja yfir á Breta, enda
tók Hitler það fram, að hann
hefði létt á samvisku sinni. Til
þess að gagnrýna þessa ræðu,
sem Hitler var 100 mínútur að
flytja, þyrfti heila bók með at-
hugasemdum og leiðréttingum,
svo full.var hún af rangfærslum.
En aðal-innihald hennar var, að
yér Bretar ættum að sjá vort ó-
vænna og gefast upp, áður en til
árásar kæmi. Hann nefnir það
ekki einu orði, hverja skilmála
hann myndi setja oss, ef vér
skyldum gefast upp. Það er af
þvi, að hann ætlast ekki til ann-
ars en að vér gefumst upp skil-
yrðislaust, rétt til þess að spara
honum fyrirhöfnina að ráðast á
England.
„Það er ekkert nýtt í hinum
hroðalegu hótunum hans. Oss
var fyllilega kunnugt um inn-
ræti hans, þegar vér gripum til
vopna gegn yfirgangi hans. Með
huga og hönd erum vér hinu
versta búnir og vér skulum með
baráttu vorri setja öllum frjáls-
um þjóðum fordæmi."
„Austurljósin", sem
sjást frá Hollanili.
„Times" skýrir frá því í dag,
að áreiðanlegar njósnir hafibor-
ist frá Hollandi um áaangurinn
af loftárásum Breta á vestur-
hluta Þýskalands. Segir í fregn-
inni, að fólk, sem býr á austur-
landamærum Hollands geti
greinilega séð glampa og ljós-
bjarma á nóttunni, en það séu
sprengingar þær og eldsvoðar,
sem af loftárásum Breta stafa.
I daglegu tali manna á milli er
þetta kallað „austurljósin".
Þjóðverjar gera alt, sem þeir
geta til að koma i veg fyrir að
almenningur í Hollandi verði
þessa var. Meðal annars hafa
þeir bannað fólki að fara eftir
sólarlag upp á hæð eina nálægt
Arnhem, en þaðan er gott útsýni
inn yfir Þýskaland.
Annars verða Hollendingar
beinlinis varir við þann glund-
roða, sem er að skapast á flutn-
ingum milli Hollands og Þýska-
lands, vegna þess að flutninga-
brautir eru eyðilagðar. Þannig
voru fyrir nokkru sendar nokkr-
ar járnbrautarlestir, fullar af
hollensku smjöri, og grænmeti
til Þýskalands. Lestirnar urðu
að snúa af tur til Hollands, sök-
um þess, að járnbrautin hafði
veriðeyðilögð.Reynt var aðsenda
vörurnar aftur með flutninga-
bílum, en þá tók ekki betra við,
því að vegirnir höfðu líka verið
eyðilagðir.
I!
ií
ii aí.
London, i morgun.
Breska flotamálaráðuneytið
tilkynti í gærkveldi, að all-
langur tími væri hðinn frá því
er kafbáturinn Salmon hefði
átt að vera kominn til bæki-
stöðvar sinnar, og yrði nú að líta
svo á, að honum hefði verið
grandað.
Kafbáturinn Salmon vann
mörg afrek i styrjöldinni. Sökti
hann mörgum þýskum flutn-
ingaskipum, flestum á siglinga-
leiðum milli Þýskalands og
Noregs. Eitt sinn sá Salmon til
ferða þýskrar flotadeildar og
skaut 6 tundurskeytum á her-
skipin. Hæfði hann eitt þeirra
2 tundurskeytum og sökti því.
Er álitið, að það haf i verið beiti-
skipið Leipzig, en eitt af hinum
herskipunum varð f yrir skemd-
um af tundurskeyti, að hkind-
umabeitiskipið Bliicher.
Það var kafbáturinn Salmon,
sem sá til ferða hafskipsins
Bremen, er það var á leið til
Þýskalands frá Merður-Rúss-
landi. Salmon hefði getað sökt
Bremen, en ef hann hefði gert
það voru engin tök á að bjarga
áhöfninni, en alþjóðalög mæla
svo fyrir, að óheimilt sé að
sökkva skipi nema þau skilyrði
séu fyrir hendi, að skipshöfn og
farþegum sé ekki teflt i lifs-
hættu. Lét kafbáturinn hafskip-
ið fara óáreitt ferða sinna.
Þjúðverjar hafa ekki nægilega mikið
af olíu og bensíni til Jiess að halda
styrjðldinni áfram nema í 2-3 mánuði,
aö áliti ýmsra sérfródra manna
í olíu- og hernaðarmálum.
Fyrir liðlega mánuði var birt
grein í kunnu amerísku blaði,
þar sem því er haldið fram, að
Hítler Verði að hafa hraðann á
til þess að sigra í styrjöldinni,
vegna þess, að ef styrjöldin
dregst á langinn 2—3 mánuði,
skortir Þjóðverja smurnings-
olíu og bensín til þess að halda
henni áfram. Síðan er grein
þessi var birt hafa Þjóðverjar
að vísu fengið betri aðstöðu að
því leyti, að þeir hafa náð tals-
verðum bensín- og olíubirgðum
í Frakklandi og þeir hafa nú
betri aðgöngu en áður, að því er
ætla verður, til þess að fá olíu
frá Rúmeníu, en þrátt fyrir það
horfir mjög alvarlega fyrir
Þjóðverjum, ef styrjöldin dregst
á Ianginn, vegna þess að olíu-
eyðslan í nútíma hernaði er gíf-
urleg, og þeir geta ekki fengið
nægar birgðir frá Rúmeníu og
Rússlandi til langvarandi hern-
aðar.
Það er kunnugt, að Paul
Reynaud, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Frakklands, sem er
hagfræðingur og sérfróður í
olíumálum, var þeirrar skoðun-
ar, að ef Bandamenn gæti
þraukað fram á sumar, myndi
sigurinn falla þeim í skaut,
vegna þess, að Þjóðverjar hefði
ekki nægilegar olíubirgðir til
þess að haldastyrjöldinniáfram.
En rétt á eftir, að Reynaud lét
þessa skoðun í ljós, urðu Frakk-
ar að gefast upp, og nokkuru
síðar gerðust þeir atburðir i
Rúmeníu, sem af leiðir, að Rú-
menar þora ekki annað en sitja
og standa eins og Rússar og
Þjóðverjar vilja. En því má
ekki gleyma, að 75% af allri
olíu, sem framleidd er í heim-
inum, kemur frá Vesturálfu,
og Bretar hafa aðang að obíu-
lindunum þar, en Þjóðverjar og
ítalir ekki, og auk þess hafa
Framh. á 3. síðu.