Vísir - 23.07.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 23.07.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Krlstján GuðJaugsson Skrifstofur: Féíagsprsntsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar , 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla j 30. ár. Reykjavík, þriðjudagínn 23. júlí 1940. 167. tbl. HITLER SVARAfi í TVEIMUR HEIMSÁLFUM. Haliíax láwarðnr svaraði Hitler í ræðu, §em hanu flntti í gærkvelái, en einnig: flnttn þeir ræðnr Cordell IftiaBI. utanrikisnialaráðherra fttandaríkjanna, ogr MaeKenxie Kingf forsætisráðherra lianada. ern ræðnr þeirra einnig: taldar svar til Iftitlers. Bretaveldi heldur styrjöldinni áfram, senni- lega með vaxandi stuðningi EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Halifax lávarður flutti ræðu í gærkveldi og var henni útvarpað til Bandaríkjanna og út um alt Bretaveldi og víðar mun hafa verið hlýtt á ræðu þessa um heim allan, a. m. k. þar sem menn eru frjálsir að því að hlusta í útvarp, því að það haf ði verið boðað fyrirfram, að Halifax lávarður myndi svara Hitler, þ. e. hann myndi skera úr því hvort afstaða Breta hefði á nokkurn hátt breyst við ræðu Hitlers. En það varð alt annað uppi á teningnum, eins og raunar mátti búast við. Bretar eru jafn staðráðnir í því og nokkuru sinni fyrr, að halda styrjöldinni áfram, með stuðningi samveldislanda sinna, eins og kom fram í ræðu Mac- Kenzie King í gær, en Mr. Mensies, forsætisráðherra Ástralíu, og Smuts, f orsætisráðherra Suður-Afríku hafa þegar svarað ræðu Hitlers algerlega neitandi. Afstaða Nýja Sjálands er hin sama og hinna samveldislandanna. Cordell Hull taláði í ræðu sinni á Havanaráðstefnunni í gær, um Bretland sem seinasta virkið gegn ofbeldi og ágengni í Evrópu. Haiifax lávarður sagði í ræðu siimi, að Hitler hefði sagt, að hann hefði enga löngun til þess að vinna að hruni Bretaveldis, en hann hefði ekki minst einu orði á réttlæti í garð þeirra þjóða, sem hann hefði undirokað, um sjálfsákvörðunarrétt þeirra hefði hann ekkert sagt, en þessum ríkjum stjómaði hann með hótun- um og móðgunum. Fjtsí framan af hefði Hitler sagst hafa vel- ferð Þýskalands fyrir augum, en smám saman hefði hann fært út kvíamar og með ofbeldi og hótunum lagt undir sig hvert landið á fætur öðm, og væri ljóst, að hann hugsaði sér að ríkja yfir þeim áfram harðrí hendi. Það væri sú framtíðarskipan, sem hann hefði hugsað sér. En fyrir oss vakir frjáls samvinna milli þjóðanna að þar verði frjálsir menn, ekki þrælar, frjáls ríki, ekki óháð skattlönd. Þetta veitir oss þrek — að vinna fyrir þessa helgu skyldu, sjálfstæði vort og frelsi, og allra undirok- aðra þjóða. Hitler hefir boðað að hann muni hef ja sókn á hend- ur Bretlandi með öllum reginþunga hins vopnaða Þýskalands, en vér munum ekki láta hótanir hans fá á oss, því að vér vitum, að ef Hitler sigrar legst alt það í rúst, sem oss er dýrmætt, sem gerir oss lífið mikils virði. Vér kunnum að verða að. leggja alt í sölumar, en vér munum gera það, og vér lítum á það sem for- réttindi, að það varð hlutskifti vort að berjast þessari miklu baráttu. Vér vildum ekki styrjöld og enginn okkar vill, að hún standi degi lengur en þörf krefur. Vér berjumst fyrir frelsi vort og trú vora. Vér viljum vera frjálsir að því að tilbiðja guð, eins og sam- viskan býður oss. Vér látum ekki samviskufrelsi vort af hendi — samviska vor er ekki hlutur, sem hægt er að knýja oss til að láta af hendi, vér erum menn en ekki vélar, en í Þýskalandi hafa menn glatað samviskufrelsi sínu, þar er þannig með menn- ina farið, sem þeir væri vélar, sem verða að inna af hendi hvert það verk sem skipað er. Halifax lávarður rakti nokkuð, hvernig Hitler færði sig upp á skaftið með því, að gerast „verndari“ þjóða, Mússólíni hafi farið að dæmi hans gagnvart Frökkum, sem hann aldrei barðist við né sigraði, og Mússólíni vilji ráða yfir Miðjarðarhafi, sem hann heldur ekki hafi náð yfirráðum yfir. Halifax lávarður kvað drauma Hitlers um sigra á sandi bygða, ef honum tækist ekki að sigra Bretland, en með guðs hjálp mundi Bretum takast að sigra, og allar þær þjóðir, sem hann hefði undirokað óskuðu þess í hjarta sínu, að viðnám Breta leiddi til ósigurs Hitlers. Vestan hafs líta menn með vaxandi fyrirlitningu á Hitler og verk hans, sagði Halifax lávarður. Þar ríkja sömu trúarhugsjónir og hjá oss og menn vona, að Hitler, þessi vondi maður, verði sigraður. Halifax lávarður hvatti menn til þess að taka þátt í vörn landsins, hver efíir sinni getu, í fullu trausti á guð, verjast gegn því, sem vissulega getur ekki verið að guðs vilja, og með hans hjálp sigra. Og Ræðu Halifax lávarðar er ágætlega tekið í breskum blöð- um. Baráttan, sem háð er, segir Times, er krossferð í augum Halifax Iávarðar, og hann teiur það þjóð sinni hinn mesta heið- ur, að vera aðalmerkisberinn í baráttunni við hin illu öfl. Breta- veldi alt mun berjast af stórhug í þessari baráttu meðan nokkur maður stendur uppi. Daily Tele- graph segir, að Halifax lávarð.ur hafi horfst djarflega í augu við hættumar, sem fram undan eru, sannfærður um sigur að lokum yfir hatursboðskap Hitlers og ofbeldi og ágengnis-stefnu hans. Ilalifax lávarður sagði í ræðu sinni, að þeir Roosevell forseti og Smuts, herforingi í Suður- Afríku, hefði gert grein fyrir friðarhugsjónum lýðræðisþjóð- anna, en friðurinn, sem þær vonast eftir, er ólíkur þeim friði, sem Hitler vill koma á. Vér lit- um þeim augum á framtið Ev- rópu, að þar verði um frjálsa samvinnu að ræða, frjáls félög samstæðra þjóða. Vegna þess, að vér höfum þetla markmið fyrir augum, látum vér engar áskoranir, þar sem ekki er skír- skotað til réttlætistilfinningar vorrar, áhrif á okkur hafa. Hitler hefir nú látið það koma svo skýrt fram sem verða má, að liann ætlar að heina öllum mætti Þýskalands í baráttunni gegn landi voru. Það er þess vegna, að i ellum héruðum landsins, í stórum borgum og afskektuin þorpum, er sami ó- bifandi baráttuhugurinn ríkj- andi, sama óbifanlega ákvörð- unin. Og enginn efast um, að ef það ætti fyrir Hitler að liggja, að sigi’a, væri það hrun alls þess, sem gerir lífið þess vert, að því sé lifað. Vér gerum oss ljóst, að i þeirri baráttu, sem fyrir liendi er, kunuum vér að glata öllu, en af því að það, sem vér verjum, er þess virði, að alt sé í sölurnar fyrir það lagt, er það göfugt hlutskifti, sem verjendurnir hafa. Vér vildum ekki stríð. Vér liöfum aldrei viljað stríð. Vissu- lega er enginn maður í þessu landi sem vill stríð degi lengur en nauðsynlegt er. En vér mun- um ekki hætta að berjast fyr en vér höfum trygt friðinn fyrir sjálfa oss og þær þjóðir, sem hafa verið sviftar lionum.“ Síðar í ræðu sinni sagði Hali- fax lávarður, að þegar Ilitler náði völdunum í Þýskalandi í sínar hendur, Iiefði hann lagt á- herslu á, að liann væri aðeins að vinna að velfei'ð Þýskalands. Hann lcvaðst engar kröfur hafa á hendur nágrönnum sínum, en liann varð æ gráðugri, þar til að nú er svo komið, að hann er nokkurs konar yfir-einræðis- lierra. Vér sjáum livei-nig hann stjórnar, með því að láta aðra menn stjórna að nafninu, menn, sem eru óljósir skuggar lians sjálfs, — í Norður- og Mið-Ev- rópu, en sunnar í álfunni liefir Mussolini færst kapp í kinn, eft- ir að Frakkland var sigrað, Frakkland, sem liann ekki barð- ist við sjálfur. Mussolini kann nú að fá það hlutverk, að verða „einræðisherra við Miðjarðar- haf“, sem hann þó ekki liefir náð yfirráðum yfir. — Vald- beiting er sú lokaregla, sem Hitler hefir tekið sér. Með því að beita valdi ætlar hann að taka sér í hendur örlög ríkja og þjóða. Héðan í frá á Þýska- land og Þýskaland eitt að ráða því, hvernig jjjóðirnar eiga að lifa lifi sínu. Það skiftir engu, hvort þessum þjóðum Iíkar það betur eða ver. Mennirnir eru veikir og til þess skapaðir að lilýða, — og þjóðirnar munu brátt læra að hlýða drotnara sínuin. Þannig liugsar Hitler. Hitler telur það „gamaldags“ að standa við orð sin og eiða, og sýnir þetta, að liann er ekki bygður af sama málmi og sönn mikilmenni. Þá gerði Halifax að umtals- efni, að stefna Ifitlers væri and kristileg, og þess vegna, sagði liann, er það skylda vor sem kristinna manna, að berjast gegn henni, af öllum mætti vor Breta og samveldisþjóða vorra, og allra þeirra, sem Framh. á 3- síðu. al aí HALIFAX LÁVARÐUR. Bretar leggja tundur- duflum í Bristolsundi og St. Georgssundi. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Það var tilkynt i London í gær, að lagt hefði verið tund- urduflum í Bristolflóa og St. Georgssundi og þar með er lok- að innsiglingunni í írlandsliaf að sunnanverðu frá. Er þetta gert vegna innrásarhættunnar. ft r ræðu Cordell Iftull. Cordall Hull ræddi uni þá hættu, sem Vesturálfuríkjum gæti stafað af þeim stefnum, sem ráðandi væri í öðrum heimsálfum. Vesturálfuríkin mætti ekki vera sinnulaus um þessi mál, þvi að margt hefði komið í ljós, sem, sýndi, að þau gæti ekki verið örugg um, að ekki yrði á þau ráðist. í Evrópu hefði hver þjóðin á fætur ann- ari orðið fyrir innrás og glat- að frelsi sínu, og væri nú svo komið, að Bretland væri sein- asta virkið, þar sem barist væri lil þess að viðhalda frelsi og lýðræði í álfunni. Þá mintist Hull. á nýlendur þær, sem Evrópuþjóðir eiga i Vesturálfu, og kvað hann ekki mega til þess koma, að eigna- skifti yrði á þeim, við gerð frið- arsamninga, og lieldur ekki mætti tií þess konia, að þær yrði orustuvöllur. Lagði hann til, að Vesturálfurikin tæki vernd þeirra sameiginlega i sínar hendur. Cordell Hull varaði strang- Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Georges Picot, formaður ■ frönsku viðskiftanefndarinnar í Bandaríkjunum, sem liefir keypt þar flugvélar og hergögn fyrir Frakkland, í samráði og samvinnu við Breta, þar til Frakkar gáfust upp í styrjöld- inni, hefir lýst yfir því, að Frakkar ætli sér ekki að afsala sér 100 flugvélum, sem þeir keyptu í Bandaríkjunum og nú eru í flugvélastöðvarskipinu Be- arn við eyjuna Martinique. Bret- ar gera kröfu til þess að fá þess- ar flugvélar. Gera Bretar það á þeim grundvelli, að með sam- komulagi, sem gert var 16. júní hafi Bretar tekið við öllum samningum Frakka um her- gagnakaup, en Frakkar segja, að skipin, sem fluttu flugvélarn- ar til Martinique hafi látið úr höfn í Bandaríkjunum fyrir þann tima. Einlcaskeyti frá United Press. London i morgun. Allsherjarnefnd ungverska þingsins hefir samþykt, að þing- maður að nafni Koloman, sem er ungverskur nasisti, skuli. víkja af þingi. Sömu ráðstafan- ir hafa verið gerðar gegn öðr- um nasista, Paul Vago. Þessar ráðstafanir lei’ddu til þess, að ungverskir nasistar stofnuðu til kröfugöngu á Mussolini-torgi, til þess að mót- mæla ákvörðuninni, en lögregl- an dreifði fylkingum þeirra. lega við þeim áróðri, sem að undanförnu hefir verið rekinn í ýmsum Vesturálfuríkjum. Þá gerði hann viðskifta- og fjárhagslega samvinnu Vestur- álfuríkja að umtalsefni og lagði til, að hún yrði mjög aukin. Þessir menn, sem sjást liér á myndinni eru þýskir fallhlífarhermenn, sem voru settir á land í |j Belgíu stutt frá Liege.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.