Vísir - 23.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 23.07.1940, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgef andi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Atvinnuleysið. "Jh jóðviljinn reynir af veikum mætti, s. 1. sunnudag, að snúa út úr grein, sem birtist i Yísi um atvinnumál þjóðarinn- ar og atvinnuleysið hér i bæn- um. Þeim ummælum, sem kommúnistar fengu þar,ersnúið ranglega upp á verkamenn al- ment, en sem b'etur fer eiga þeir fæstir sameiginlega sök með kommúnistunum, „sem verða að vera atvinnulausir, til þess að geta verið kommúnistar", eins og flokkssystir þeirra í Vestmannaeyjum segir svo fag- urlega. Visir hefir aldrei neitað því, að nokkurt atvinnuleysi væri hér í bænum, en hinu hefir blað- ið haldið fram, að úr því at- vinnuleysi mætti draga, ef t. d. ungir menn og ókvæntir, sem* hér hafa ekkert fyrir stafni, leit- uðu út til sveitanna yf ir hábjarg- ræðistímann, til þess að reyna að hafa ofan af fyrir sér. Undir einstaka kringumstæðum gæti shkt einnig komið til greina um fjölskyldumenn, en það þyrfti að rannsaka, og greiða úr fyrir þessum mönnum, þannig að þeir fengju einhverja atvinnu. Vísir hélt því fram að ónotað vinnu- afl væri ömurlegasta sóun verð- mæta hvers þjóðfélags, sem þyrf ti bg ætti að nota alla kraf ta sér til uppbyggingar, og þetta virðist hafa hneykslað Þjóðvilj- ann sérstaklega. Þeir vísu menn, sem orðið hafa fyrir svörum af hálfu Þjóðviljans telja að 15 umsóknir liggi fyrir frá bænd- um, á vinnumiðlunarskrifstof- um, um kaupamenn, nú eins og sakir standa. • En eru þessir menn svo fáfróðir, að halda að fjöldi manns geti ekki fengið vinnu í sveitum landsins, þótt sérstakar beiðnir liggi ekki fyrir hjá vinnumiðlunarskrifstofun- um. Nei.'þaðjer sannarlega næg atvinna í landinu og næg verk- efni, en hitt er svo alt annað mál, hvort menn eru ýmsra or- saka vegna fáanlegir til að sinna þessum verkefnum. Ýmsir þeir, sem hér ganga atvinnulausir eiga vegna heimilisástæðna ekki heimangengt, þótt þeir fegnir vildu taka hverja þá atvinnu, sem þeim býðst, og það dettur engum í hug að ber fram nokk- ura ásökun i garð þessara manna. Það á að greiða úr fyr- ir þeim, eftir því sem frekast er unt, láta þá sitja fyrir vinnu og gera þeim kleift að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða. Hinir eru miklu fleiri, og ræð- ir þar aðallega um einhleypa menn, sem hæglega gætu sér að skaðlausu unnið fyrir mat sín- um og sæmilegu kaupi, ef þeir af eihtómri sjálfsmiskunn veigr- uðu sér ekki við að leita vinnu úti um sveitirnar. Þetta verður að meta í hverju tilfelli, en það þýðir ekki fyrir slíka menn að koma fram með hortugheit þótt að slíku framferði sé fundið, og það eitt er víst að margir þeirra gera frekari kröfur til annara, en til sjálfs sín, og má hver mæla shku framferði bót, sem vill. Það er ömurlegt, en samt er það satt, að vart er hægt að ganga óáreittur um götur bæjarins fyrir betlikindum, og flest eða alt eru það ungir menn, sem hafa kastað allri annari sjálfs- bjargarviðleitni fyrir róða. Hafa Islendingar ráð á því að horfa aðgerðalaust upp á slíka vesal- mensku? Krafta þessara mErhna mætti hæglega nota, ef tekið væri fyrir í tíma, áður en fúi at- vinnuleysisins hefir læst sig um og heltekið þessa menn. Hitt verða allir að skilja, að það eitt er ekki nóg að heimta atvinnu, en neita svo að vinna, nema því að eins að atvinnan sé óaðfinnanleg, bæði að þvi er kaup og kjör snertir. Þeir menn, sem vilja bjarga sér verða að gera fleira en gott þykir, og það telur enginn á sig, sem ber virðingu fyrir sjálfum sér og vinnunni. Atvinnuvegir okkar Islend- inga eru of einhæfir, og höfuð- galli þeirra er þó hitt, að sumar- tíminn einn, að lieita má, skap- ar öllum næg verkefni. Særinn býður betri kjör en sveitin, en þrátt fyrir það eiga menn að^ leita þangað sem atvinnan er, þótt eftirtekjan verði nokkuð rýrari, en best verður á kosið. Neyðin kennir naktri konu að spinnna, sögðu feður okkar, en nú á þetta ekki lengur við, því að nú spinna aðrar fyrir þær. Það er auðveldlega hægt að íþyngja vinnandi fólki um of, méð sífelt auknum álögum vegna framfæris og atvinnuleys- is, og auðsætt er að að því dreg- ur, verði öll verkefni ekki not- færð, og mennirnir metnir eftir sjálfsbjargarviðleitni og dugn- aði, en ekki ágengni á almanna fé. Allsherjarmótiö. Kept í 100 m. hlaupi, stangarstökki, 800 m. hlaupi, kringlukasti, langstökki og 1000 m. boðhlaupi. Minkarnir við Silungapoll. Nýlega las eg það i blaði einu, að minka hafi orðið vart við Sil- ungapoll. Þótt eg hafi nú, sem jafnan áður, verið þar svo að segja daglegur gestur, meðan börnin dvelja þar efra, hafði eg ekki heyrt þess getið, né heldur orðið var við, að minkur væri þar. Nú hefi eg fullar sannanir fyrir því, að svo er: Þeirra hef- ir orðið vart bæði við Silunga- poll og ýmsa sumarbústaði sunnan við Hólm, nálægt Gvendarbrunnum. Silungapollur hefir yfrið nóg æti að bjóða öðrum eins átvögl- um og illyrmiskvikindum sem minkarnir eru, silung nógan og fugl, enda eru fuglarnir óvenju- lega fáir þar nú og ljónstyggir. Minkarnir auka kyn sitt mjög ört. Hér þarf því skjótrar að- gerðar við til þess að þeir vaði ekki yfir varplönd manna, veiði- ár og vötn. Reykjavik, 22. júlí 1940. Jón Pálsson. Tennismót í sumap. í. S. í. hefir falið Tennis- og Badmintonfélagi Reykjavikur að sjá um að tennismót fari hér fram í sumar. Vísir hitti formann T. B. R., Jón Tóhannesson, að máli i gær. Sagðist honum svo frá, að mót- ið mundi byrja um miðjan ágúst. Bjóst hann við mjög góðri þátttöku í mótinu, en þó sérstaklega á meðal karlmann- anna. Má búast við mjög harðri kepni, þvi meistararnir verða með, þau Friðrik Sigurbjörns- son og Ásta Benjamínsson, en keppinautarnir eru harðir í horn að taka, og munu ekki láta sækja sigurinn bardagalaust í sínar hendur. Sérstaklega er það Skúli Sig- urðsson, sem mun verða meist- aranum hættulegur. Ennfremur Fyrsti dagur Allsherjarmóts Í.S.I. var í gær. Fyrst var kept í 100 metra hlaupi, undanrás, kl. 6. Mættu 11 keppendur af 17 á skrá. — l'Jrslit urðu þau, að i 1. riðli var Jóhann Bernliard úr K.R. fyrstur á 11.8 sek., í 2. riðli Sveinn Ingvarsson (K.R.) á 11.6 sek., og í 3. riðli Haukur Claes- sen (K.R.) á 12 sek. Þvi næst fór frain kepni milli þeirra, er urðu nr. 2 í riðlunum og sá, sem sigraði, fékk að taka þátt í úrslitakepní. Hlutskarpastur varð Sigurður Guðmundsson úr U.M.F. Skallagrímur i Borg- arfirði á 11.8 sek. Kl. 8.30 hófst svo stangar- stökk. Hlutskarpastir urðu: 1. Anton Björnsson (K.R.) 3.17 m. 2. Sigurður Steinsson (I.R.) 3.12 m. 3. Sigurður Sigurðsson (Í.R.) 3.01 m. 4. Þorst. Magnússon (K.R.) 3.01 m. Þvi næ'st fór fram úrslita- kepni í 100 m. hlaupi og lauk henni á þessa leið: 1. Sveinn Ingvarsson (K.R.), 11.5 sek. 2. Jóhann Bernhard (K.R.) 11.6 sek. 3. Haukur Claessen (K.R.) 11.6 sek. 4. Sig. Guðmundsson (Sk.) 11.7 sek. í 800 metra hlaupi, sem fór fram næst, varð fyrstur Sigur- er Kjartan Hjaltested góður tennismaður. Tennismeistaramót var ekki haldið hér í fýrra, af ófyrirsjá- anlegum ástæðum, en það mót, sem nú hefst mun verða gert eins vel úr garði og best verður á kosið. , Ekki hefir enn þá verið á- kveðið hvort heldur verður út- sláttarkepni eða einn látinn berj- ast við alla og allir við einn. geir Arsælsson úr Ármann á 2 mín. 3,5 sek. Annar Ólafur Símonarson (Á.) á 2:08.8 og 3. Öskar A. Sigurðsson (K.S.) á 2:11.0.4. varð Árni Kjartans- son (Á.) á 2: 11.4. Þá hófst kepni í kringlu- kasti. Sigraði Gunnar Huseby úr K.R. glæsilega, en hann er aðeins 16 ára gamall. Úrslit urðu þessi: 1. Gunnar Huseby (K.R.) 42.81 m. 2. Kristján Vattnes (K.R.) 37.86 m. 3. Ólafur Guðmundsson (I.R.) 37.07 m. 4. Sveinn Stefánsson (Á.) 35.94 m. Metið er 43.46 m. I langstökki urðu úrslit þau sem hér segir: 1. Jóhann Bernhard (K.R.) 6.23 m. 2. Oliver Steinn (F.H.) 6.16 m. 3. Sig. Guðmundsson (Sk.) 5.97 m. 4. Sigurður Norðdahl (Á.) 5.91 m. Að endingu var svo kept í 1000 m. boðhlaupi. Hlaupið vann K.R. glæsilega. Úrslita- spretturinn var milli Jóhanns og Sigurgeirs. 6 sveitir keptvi, 3 frá K.R., 2 frá Ármanni og 1 frá Í.R. Úrslit urðu þessi: 1. K.R., A-sveit 2m.10.2s. 2. Ármann, A-sveit 2 m. 12.3 s. 3. K.R., B-sveit 2m. 15.3 s. 4. Í.R. 2m. 15.7 s. Eftir þessar 6 iþróttagreinar er K.R. hæst með 55 stig. Ár- mann hefir 20, Í.R. 12, Fim- leikafélag Hafnarfjarðar 5 og U.M.F. Skallagrímur 4. Mótið heldur áfram í kvöld kl. 8.30 og verður þá kept i kúluvarpi, 200 m. hlaupi, há- stökki 1500 m. hlaupi, 110 m. grindahlaupi og kappgöngu 10 km. Undanrásir í 200 m. verða kl. 6. G. E. Síldaraflmn 619.160 hl. Geysimikil síld er og meiri land- burður, en dæmi eru til. Síldaraflinn á öllu landinu er nú (þ. e. s. 1. laugardag) 619,160 hektól., en 646,379 hektól. á sama tíma í fyrra, 22. júlí. En taka verður tillit til þess, að 25 togarar tóku þátt i veiðunum í fyrra, en að eins 2 togarar núna, þeir Garðar og Rán (skv. skýrslu). I fyrra voru líka 30 línuveiðarar en 25 núna. Ólafur Bjarnason, línuveið- ari, er hæstur með 6884 mál, en mótorskipið Dagný með 6770 mál er önnur og Gunnvör er þriðja með 6628 mál. Afli skipanna var sem hér segir s.l. laugardag: Botnvörpuskip: Garðar 2877, Rán 1364. Línugufuskip: Aldan 2937, Andey 3074, Ár- mann 3586, Bjarki 3636, Björn austræni 1916, Fjölnir 4984, Freyja 3679, Fróði 4882, Hring- ur 1945, ísleifur 757, Málmey 1849, Ólaf 2022, Ólafur Bjarna- son 6884, Pétursey 2091, Reykjanes 3263, Rifsnes 1442, Rúna 3286, Sigrún 1672, Skag- firðingur 1541, Sæborg 1961, Sæfari 2501. Mótorskip: Aldan 963, Ágústa 1210, Ari 631, Árni Arnason 2813, Ársæll 1677, Arthur og Fanney 973, Ásbjörn 2981, Auðbjörn 1575, Baldur 1345, Bangsi 1149, Bára 1279, Birkir 1932, Björn 3451, Bris 3192, Dagný 6770, Dóra 881, Eldey 5539, Erna 2729, Fiskaklettur 2790, Freyja 1234, Frigg 741, Fylkir 3519, Garðar 3585, Gautur 901, Geir 3589, Geir goði 2850, Glaður 3146, Gotta 1641, Grótta 1824, Gull- toppur 2529, Gullveig 1904, Gunnbjörn 2205, Gunnvör 6628, Gylfi 1648, Hafþór 297, Harald- ur 1479, Heimir 3025, Helga 2351, Helgi 3083, Hermóður, Akranesi, 1523, Hermóður, Rvík 1915, Hilmir 2114, Hjalt- eyrin 1128, Hrafnkell goði 1 2488, Hrefna 4511, Hrönn 2901, Huginn I. 2621, Huginn II. 3496, Huginn III. 3783, Hvítingur 1682, Höskuldur 1670, ísleifur 1311, Jakob 1004, Jón Þorláks- son 2716, Kári 2430, Keflvíking- ur 3777, Keilir 3365, Kolbrún 3040, Kristján 4407, Leó 2382, Liv 2718, Már 2841, Marz 668, Meta 501, Minnie 2836, Nanna 2339, Njáll 960, Olivette 1611, Pilot 1618, Rafn 4186, Sigurfari 3168, Skaftfellingur 1515, Sjöfn 1640, Sjöstjarnan 2318, Sleipnir 1412, Snorri 1605, Stella 3433, Súlan 4995, Sæbjörn 3736, Sæ- finnur 4902, Sæhrímnir 2958, Sævar 1679, Valbjörn 1744, Vé- björn 3593, Vestri 1137, Víðir 818, Vöggur 925, Þingey 1655, Þorgeir goði 2003, Þórir 1808, Þorsteinn 4086, Sæunn 2021, Valur 270. Mótorbátar (2 um nót): Aage, Hjörtur Pétursson 1470, Alda, Hilmir 1266, Alda Stat- hav 1150, Anna, Einar Þveræ- ingur 1901, Ásbjörg, Auðbjörg 606, Baldur, Björgvin 1834, Barði, Vísir 2171, Björn Ólafs- son, Bragi 2076, Björg, Magni 1785, Björn Jörundsson, Leif- ur 2837, Bliki, Muggur 1810, Brynjar, Skúli fógeti 706, Chri- stianne, Þór 1906, Eggert, Ing- ólfur 2788, Einir, Stuðlafoss 1180, Erlingur I., Erlingur II. 2868, Freyja, Skúli fógeti 2285, Frigg, Lagarfoss 2193, Fylkir,. Gyllir 2734, Gísli J. Jöhnsen, Veiga 2773, Gulltoppur, Haf- alda 2016, Haki, Þór 625, Hann- es Hafstein, Helgi Hávarðsson 1976, Hvanney, Síldin 1073, ís~ lendingur, Kristján 997, Jón Finnsson, Víðir 1871, Jón Ste- fánsson, Vonin 2061, Muninn, Þór 431, Muninn, Ægir 2062,. Óðinn, Ófeigur II. 2792, Reynir,, Víðir 792, Snarfari, Villi 1908, Stígandi, Þráinn 2204. Minkup skotinn. I morgun sá Vaídemar Guð- ! jónsson vaktmaður hvar mink- ur var að skjótast niður við ár- ósa Élliðaánna. Tókst honum að skjóta hann, áður en hann komst i ána. Er þetta þriðji minkurinn, sem Valdemar skýt- ur, nú á þrem dögum. Er von- andi, að hann geti haldið svona áfram, þangað til allur'vargur- inn er horfinn. írar leggja deilurnar á hilluna vegna innrásarhættunnar. Það kemur iðulega fram í fréttum um þessar mundir, að á Bretlandseyjum óttast menn mjög, að Þjóðverjar muni gera til- raun til þess að setja lið á land í írlandi, til þess að herja á Bret- Iand þaðan. Stundum hafa gosið upp fregnir um, að Bretar ætl- uðu að hernema Eire, til þess að koma í veg fýrir þessi áform Þjóðverja, en ekki hefir þó til þess komið. En hvað sem líður áformum Þjóðverja eða Breta er það víst, að írar sjálfir háfa fullan hug á að verja land sitt. Um Norður-frland eða Ulster er það að segja, að þar er viðhorfið til Bretlands annað en í Eire. Norður-írar standa hlið við hlið Bretum og hafa hina nánustu samvinnu við þá, en í Eire er uppi sterk hreyfing fyrir því, að frland verði sameinað — að lýðveldi verði stofnað fyrir alt Ir- land. Þessi deilumál eru þó ekki eins á oddinum nú og verið hefir. Þótt samvinna hafi ekki tek- ist milli Norður-íra og Suður-Ira um landvarnir, er bæði í Norð- ur- og Suður-Irlandi gerðar víð- tækar landvarnaráðstafanir." Fullyrða má, að ef Þjóðverjar gerði tilraun til þess að setja Iið á land i Norður-Irlandi, mundi það verða þeim dýrt spaug, en gerði þeir slika tilraun sunnar i landinu, mundi að minsta kosti koma í ljós, að „Eire reyndist ekki önnur Danmörk". Sannleikurinn er sá, að í Eire — írska fríríkinu — þar sem stjórnmáladeilur hafa altaf ver- ið harðar, og lítil sem engin sam- vinna milli flokkanna, hafa leið- togar aðalflokkanna nú sæst i fyrsta skifti í 20 ór, vegna inn- rásarhættunnar. De Valera og flókkur hans, Cosgrave og hans flokkur og verkamenn vinna'all- ir saman í landvarnamálunum. J. M. Dillon, einn af leiðtogum Cosgraveflokksins, sagði fyrir nokkuru um þá, er héldu fram þeirri skoðun, að Suður-írar ætti að taka sömu afstöðu og Danir, er Þjóðverjar réðust inn í landið, að slík uppástunga væri svivirðileg og skammarleg. Þar að auki — ef Suður-lrar tæki slíka afstöðu yrði afleiðingin, að Englendingar réðust inn í landið og Eire yrði orustuvöllur Breta og Þjóðverja. Fríríkisstjórnin hefir tekið þá ákvörðun að verja hlutleysi landsins, ef til árása á það kem- ur. Hefir og fríríkisstjórnin gert alt sem i hennar valdi stendur til þess að auka landvarnirnar og frírikisstjórnin telur víst, að til þess muni ekki koma, að Bretar ráðist inn i Eire, nema þvi að eins að Þjóðverjar gerði tilraun til þess. En vafalaust géra Bretar alt sem í þeirra valdi stendur til þess, að koma i veg fyrir, að inn- rás Þjóðverja í Eire hepnist. Það hefir vakið nokkurn ugg í Eire og Bretlandi, að þýski sendiherrann í Dublin hefir starfslið mikið, að sögn um 60 menn. Hefir verið látinn í ljós ótti um það, að Þjóðverjar kynnu að saka íra um svo víð- tækar ráðstafanir til verndar hlutleysi sínu, að þeir notuðu það sem ásökunarefni á hendur þeim, eins og Hollendingum, og Belguímönnum. En hvað sem um það er hafa írar haldið á- fram hinum viðtækustu ráðstöf- unum hlutleysi sínu til verndar, ef þörf krefur. Bíkisstjórnin hefir nú raunverulega fengið vald yfir öllum mannafla í land- inu. Snekkjur og vélbátar og önnur skip eru notuð sem eftir- litsskip við strendurnar. Herinn er aukinn — og menn hvattir til þess að gerast sjálfboðaliðar, heimavararsveitir eru stofnað- ar til þess að berjast við fall- hlífarhermenn o. s. frv. En þrátt fyrir það, sem gert er til efling- ar landvörnunum, mun Irum reynast erfitt að verja land sitt aðstoðarlaust. Fyrir styrjöldina var lier Suður-íra aðeins 15.000 og 30.000 varaliðsmenn (sjálf- boðaliðar). Síðan hafa útgjöldin til hersins verið aukin um helm- ing, en írar eiga næstum engan flota eða flugflota, og verða i reyndinni að treysta á, að Bret- ar verji landið, en þar sem Eire er sjálfstætt, hlutlaust land, verður de Valera að taka þá af- stöðu, að verja landið gegn hverjum, sem gerir tilraun til innrásar, en það er viðurkent af stjórnmálamönnum í Dublin, að ef til innrásar kemur verður ekki unt að verja landið neraa með tilstyrk Breta. Og vafalaust er það vegna innrásarhættunn- ar, að Suður-Irar eru að mestu hættir að kref jast þess, að Bret- ar kalli heim herlið sitt frá Ulst- er. Kemur jafnvel fram, að Suður-írum þyki trygging í að hafa það þar. Auk herliðs Breta þar hefir Ulster 15.000 nianua vopnað lögreglulið, en í því eru vel æfð- ir, harðduglegir menn, sem eru vanir meðferð vélknúinna her- gagna. Craigavon lávarður, forsætis- ráðherra í Norður-frlandi, var fyrir skömmu i London, til þess að leggja á ráð um varnir Norð- ur-Irlands, og sagði hann, að viðræðunum loknum við breska ráðherra, að ferð hans hefði borið hinn besta árangur. Engum getum þarf að því að leiða, að breski flotinn hefir augun á írlandi, ekki síður en Bretlandi, því að Bretar vilja heldur að Þjóðverjar sæki að þeim að austanverðu, heldur en að þeir komi að vestanverðu„ eða inn um bakdyrnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.