Vísir - 30.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 30.07.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Búskaparlag Eysteins. JJ ÉR á landi hefir það jafnan þótt vottur um, góða bú- mensku, að vera fornbýll. Góð- um búhöldum hefir verið það keppikefli og metnaðarmál, að draga svo í búið, að þeir yrðu ekki uppiskroppa, þótt eitthvað bjátaði á. Þetta búskaparlag hefir ekki einungis verið þeim sjálfum bagkvæmt, lieldur einnig öðrum. Góður búliöldur hefir gætt þess umfram alt ann- að, að liann hefði altaf nóg fyrir sig að leggja, bæði handa mönn- um og skepnum. I harðindum og siglingateppum bafa þessir menn getað miðlað öðrum. Þannig hafa þeir oft orðið bjargvættir sinnar sveitar. Altaf hafa innanum verið húskussar, fyrirhyggjulitlir menn, sem ekki hafa baft neitt til neins, hvenær sem út af hefir borið. Þessir menn hafa ieitað til hinna fyrirhyggjusamari i þrengingum sínum og iðulega ótt það undir hjálpsemi þeirra, hvort þeir liafa bjargast af eða ekki. Síðan siglingar lil landsins urðu öruggari og örari hefir bú- skaparlagið víða breyst. 1 ein- staka afskeklum sveitum eimir þó eftir af iiinu gamla búskap- arlagi. Þar er það enn venja, að góðir bændur eigi ársbirgðir af aðkeyptri vöru fyrir sig að leggja. Þeir menn, sem þannig búa, eru ekld enn farnir að finna til vaxandi dýrtíðar á er- lendum vörum vegna stríðsins. Framsóknarflokkurinn telur sig fulltrúa íslenskra bænda. Hann lætur sivo, sem það sé höfuðverkefni hans að viðhalda því, sem haldhest hefir reynst í islenskri hændamenningu. Sá maður, sem mestu ræður um aðdrætti til Iandsins, er úr Framsóknarflokjtnum. Því tír haldið fram, að þessi ráðsmað- ur á þjóðarbúinu sé hinn mesti búhöldur. En hvernig er bú- skaparlagið hjá Eysteini Jóns- syni? Er hann í tölu hinna fyr- irhyggjusömu, fornhýlu manna, sem gæta þess umfram alt, að hafa jafnan nægar birgðir fyrir- liggjandi? Þvi miður verður að játa það, að því fer mjög fjarri að Ey- steinn Jónsson hafi hugsunar- hátt hinna gömlu forsjálu hú- hölda. Hann hefir ekki kept að þvi, að þjóðin hefði jafnan næg- ar birgðir fyrirliggjandi. Til skamms tíma hefir hann haft þá afsökun, að við hefðum haft lir litlu að spila. Við höfum orð- ið að lifa frá hendinni til munnsins, vegna þess, að nægi- legur gjaldeyrir hefir ekld verið fyrir hendi. Gjaldeyrisskortur- inn er eina ástæðan, sem færð hefir verið fyrir því, að haldið hefir verið sliku dauðahaldi i innflutningshöftin, sem raun er á. Nú er talið óheimilt að birta opinberlega upplýsingar um gjaldeyrisástandið. En þótt svo sé, þykjast menn vita með fullri vissu, að það hafi tekið algerum stakkaskiftum síðan styrjöldin hófst. Með þessu eru i raun og veru burtu fallnar þær ástæður fyrir hinum ströngu viðskifta- höftum, sem hingað til hefir verið vitnað í. En Eysteinn Jónsson virðist ekki ætla að lála þetta á sig fá. Þrátt fyrir fult samkomulag um það, að innflutningshöftin séu til stórtjóns og margendur- teknar vfirlýsingar um að J.eim verði létt af, þegar er gjaldeyr- isástandið leyfir, virðist Ey- steinn Jónsson staðráð.nn að halda dauðahaldi í þau, hvað sem tautar og raular. Fleátir menn telja, að lítil fyririivggja sé í þessu búskap- arlagi Eysteins Jónssonar. Þaðer fjarri því, að nokkuð bendi líl þess, að framundan sé verð- lækkun á erlendum vörum. Það má þvert á móti búast við þvi, að flestir aðkeyptir Idutir eigi enn eftir að hækka stórkostlega í verði, hver veit hvað. Það er ekki sparnaður heldur bruðl, að synja í dag um.kaup á hlut, sem á morgun verður að kaupa hærra verði. Hvernig sem á þelta er litið, verður að játa, að þær ástæður, sem Eysteinn Jónsson hefir hingað til borið fyrir sig, eru burtu fallnar. Hann verður þessvegna að finna eitthvað nýtt fyrir sig að bera, ef hann ætlar að halda áfram uppteknu bú- skaparlagi. Engin hátíðahöld á írídegi verslunar- manna. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefir fengið hjá formanni Verslunarmannafélags Reykja- víkur, hefir félagið ákveðið að láta öll hátíðahöld í sambandi við frídag verslunarmanna falla niður. Svo sem kunnugt er hefir verið ákveðið að frídagur versl- unarmanna skuli vera fyrsti mánudagur í ágúst, og hefðu þá hátíðahöldin farið fram um næstu helgi, ef af hefði orðið. Ástæður til þess, að hátíða- höld falla niður, er hið óvenju- lega ástand í landinu. Væntan- lega notar fólkið þó fríið til skemtiferða, eftir því sem við verður komið. Níðasii litlfillltvill- ardagnr mat- vælascðlanna er si inorgpun. Úthlutun matvæláseðlanna hér í bæ fyrir mánuðina ágúst og september hófst í gær. Um 8000 seðlum var úthlutað. —- Sprengmg i lyijaimoiniii á Blöiicluósi. ínlerbrot iir riiðuni þe^itnst 10-15 ni. si brott. Mikil sprenging varð í lyfjabúðinni á Blönduósi á Iaugardag og urðu skemdir allmiklar á húsinu. Ekkert slys varð af spreng- ingunni og má það heita mesta mildi, áð því er Vísi var skýrt frá í morgun í viðtali við Blönduós. Frœkileg: björgnn á Isafírði. 17. þ. m. féll um fimm ára gamall drengur, sonur hjón- anna Lilju Sigurðardóttur og Halldórs Sigurbjörnssonar, í sjóinn við uppfyllinguna hjá kolaporli KaupfélagsinfK hér i bænnm. Enginn fullorðinn var viðstaddur, þegar drengurinn datt í sjóinn, en börn, sem við- stödd voru, hrópuðu er liann datt. Heyrðust hróp harnanna í næstu hús. Brá Ásgeir Þor- vaklsson á Felli (Hafnarstræti 3) strax við, er hann heyrði hrópin, og tókst að ná drengn- um með því að steypa sér á kaf eftir hönum. Var dreijgurinn þá svo langt leiddur, að Ásgeir varð að géra lífgunartilraunir á honum talsverða stund, áður en barnið fékk rænu. Má telja vis't,’ að snarræði Ásgeirs liafi bjarg- að lífi þess. (Vesturland.) S.I. laugardag kom upp eld- ur í lyfjabúð héraðslæknisins á Blönduósi í húsi Guðmundar Kolka. Þetta hús er svonefnt Hemmerts-hús og flntti lyfja- húðin í það í hyrjun júnímán- aðar. Ivviknaði í afgreiðsluklefa inn af lyfjabúðinni, en þaðan var gangur niður í kjallara hússins, þar sem geymdar voru lyfja- birgðir, þ. á m. ether og ýms önnur eldfim efni. Hafði afgreiðslumaðurinn kveikt á litlum sprittlampa, sem notaður er til þess að ná gler- löppum úr flöskum, og gaus þá upp eldur i afgreiðsluherberg- inu. Afgreiðslumaðurinn hljóp þegar fram í lyfjabúðina og þaðan inn í húsið, til þess að aðvara fólkið, sem þar var og senda eftir slökkviliðinu, en í sömu svifum varð mikil spreng- ing í kjallaranum, sem sprengdi upp gólfið yfir honum og þeytti glerhrotum úr rúðum 10—15 m. á brott. Ur eldhúsi hafði áður verið dyraop i kjallara, en hleri hafði verið negldur yfir það. Ilann þeyttist upp og hraut horð og stóla, sem stóðu yfir honum. Kona læknisins, tengdadótlir og tvær konur aðrar voru gengnar 'til stofu út úr eldhúsinu fyrir 1--2 mín., þegar sprengingin varð. Eldurinn varð greiðlega’slökt- ur, en talsverðar skemdir urðu á húsinu og lyfjabirgðir læknis- ins, sem voru hlutfallslega miklar, ónýttust að mestu. Líklegt er talið, að etherguf- ur, sem myndast höfðu, þegar tappað var kamphoru- og hoff- mannsdropum á allmörg glös,. hafi orsakað sprenginguna. Blæjalogn var, þegar spreng- ingin varð og mannmargt í þorpinu, því að vegavinnumenn voru komnir heim vegna helg- arinnar. Var þvi hægara að slökkva eldinn. BÍönduós eign- aðist í fyrra fullkomin slökkvi- tæki, sem komu að góðu haldi í fyrsta sinn við eldsvoða þenna. Vörur lyfjabúðarinnar voru vátrygðar, en sumt af þeim lyfj- um, sem hún átti, munu nú vera lítt fáanleg eða ófáanleg með öllu. Síldarsöltun — á næstunni? Ríkisstjórnin sat á fundi í morgun með síldarútvegsnefnd og var rætt um hvort síldarsölt- un skyldi hef ja. Engin endanleg ákvörðun var tekin um söltunina á fundinum, að því er Vísi hefir verið tjáð. Umræður halda væntanlega á- fram í dag. Vegná þess að úthlutunin stend- ur aðeins í dag og á morgun, er fólk beðið að sækja skömt- unarseðlana í tæka tíð og draga það ekki um of. Afgreiðslutím- inn er frá 10-—12 f. h. og 1—6 e. h. imar skaut 8. minkinn I nótt "y arðmaðurinn við Elliða- árnar, Valdimar Guð- jónsson, skaut 8. minkinn í nótt. Æskti lögreglustjóri þess við hann í gær, að hann héldi áfram að eyða minkun- um í ánum. Valdimar skaut 1. minkinn 19. þ. m. Sá, sem hann skaut í nótt, var ung læða, en myndi vafalaust hafa eignast unga að vori. Læðurnar geta eign- ast alt að 10 unga á ári, og er því enn meira áríðandi að koma þeim fyrir kattarnef. Minkurinn var á sundi í kvísl í eystri ánni, þegar Valdimar skaut hann. Var hann nýkominn úr kafi og var að gæða sér á laxaseiði. Síldaraflinn rúmlega 40 % meiri ezt á sama tíma í fyrra og 11% minni en alla síðustu vertíð. Síldaraflinn í bræðslu er nú (s. 1. laugardag) orðinn 1.001.1(58 liektolítrar og er það 40% meira en hann var um sama leyti (29. júll) í fyrra. Þá var hann 708.158 hí. 80 júlí 1938, var hann hinsvegar aðeins 397.692 hl. — í fyrra var aflinn alla vertíðina um 1.170.000 hl. og er aflinn nú því orðinn rúml. 83% af heildarafla síðasta árs. Línu^eiðarinn Ólafur Bjarnason er ennþá aflahæsta skipið. Heí'ir fengið 9724 mál. Næst koma m.s. Dagný frá Siglufirði með 9676 mál og m.s. Gunnvör frá Siglu- firði með 8980 mál. Af þeim átta togurum, sem stunda síldveiðar er Garð- ar frá Hafnarfirði hæstur með 5389 mál. Næstur er Skallagrímur með 4882 mál og þriðji Rán með 4850 mál. — Egill Skallagrímsson, Gyllir og Skallagrímur eru hættir síldveiðum og koma hingað í dag. Botnvörpuskip: Egill Skallagrímsson 3917, Garðar 5389, Gyllir 2354, Kári 4331, Rán 4850, Skallagrímur 4882, Surprise 1279, Tryggvi gamli 5727. Línugufuskip: Aldan 3729, Alden 763, Andey 4446, Ármann 5148,Bjarki 4756, Bjarnarey 2887, Björn austræni 2709, Fjölnir 7607, Freyja 5124, Fróði 7022, Hringur 2926, ís- leifur 2240, Málmey 2348, Ólaf 2726, Ólafur Bjarnason 9724, Pétursey 3279, Reykjanes 4590, Rifsnes 4475, Rúna 4827, Sigrún 3014, Skagfirðingúr 2362, Sæ- borg 3257, Sæfari 3935. Aðalfundur Loðdýra- rækfarfélagsius sam- þykti að leggja fram fé tii útrýmingar villi- Fjöldi loðdýra í landinu á siðasta liausti. Aðalfundur Loðdýraræktar- félags íslands hófst í Varðarhús- inu kl. 10 á sunnudagsmorgun s. I. Félagsmenn eru allir þeir, sem loðdýr eiga og leyfi hafa til að reka loðdýrabú. Fyrir fundinum lá aðallega það verkefni að setja félaginu nýjar samþyktir í samræmi við gildandi löggjöf, svo og að ræða um ræktun og eldi loðdýra. Samkvæmt hinum nýju sam- þyktum félagsins, er lieimilt að stofna deildarfélög, er ná yfir afmörkuð félagssvæði og sem annist merkingar á dýrum, loð- dýrasýningar og annað slíkt. Er Jietta mikið hagræði, t. d. með tilliti til merkinga á dýrum, sem geta orðið ódýrari við þessa breytingu. Til þessa liefir sýn- ingum verið þannig hagað að ráðunautur ríkisins í loðdýra- rækt, sem jafnframt er nú for- maður Loðdýraræktarfélagsins, H. J. Hólmjárn, hefir orðið að sækja allar sýningar og dæmt um gæði dýranna með fleirum, en nú geta deildarfélögin fengið menn innan deildarsvæðisins löggilta af stjórn félagsins til að annast þetta. Samþykt var áskorun til fé- lagsstjórnar um að láta sýningar og merkingar fara fram í haust, og ennfremur var samþykt á- skorun til þings og stjórnar um að hækka framlag til Loðdýra- ræktarfélagsins. Einnig var Samþykt tillaga er gekk í þá átt að félagið legði fram alt að % af árgjöldum minkaeigenda, sem nemur ca. kr. 500.00 til að útrýma villiminkum í Iandjnu. Samþykt var áskorun til stjórn- arinnar um að afla skýrslna um skuldir refabúa, sem starfandi eru. Á síðasta hausti voru 370 silfurrefabú í landinu, og silfur refaeigendur 600. Fullorðin dýr voru 2995, en vrðlingar 3803 eða samtals 6798. Blárefabú voru 148 en blárefaeigendur 173. Fullorðnir blárefir 622, yrðling- ar 887 eða samtals 1509. Hvít- refir voru 60 og yrðjingar 169 eða samlals 229. Minkabú voru 80 og miríkaeigendur nálega 100. Fullorðnir minkar voru 1432 og yrðlingar 2322 eða samt. 3754. í stjórn félagsins voru kosnir Einar Faresveit, Páll G. Þormar og Sigurður Ágústsson. Fyrir voru í stjórninni H. J. Hólmjárn form. og Tryggvi Guðmundsson varaformaður. í varastjórn eiga sæli: Jón Dungal, Björn Kon- ráðsson og Stefán Thorarensen. Síldarskip í afgreiðslu við allar verksmiðjur. Síldveiðin helst stöðugt hin sama á miðunum austanlands og norðan og við allar síldar- verksmiðjur á Norður- og Austurlandi bíður fjöldi skipa affermingar, og vinna þær ])ó alla daga og nætur. Skipin sækja veiði skamt undan landi, þannig, að vænta má, að kostnaður við úthald þeirra verði með minna móti. Skipin verða nú að( bíða dög- um saman, en tilfinnanlegust verður þó bið þeirra á Siglu- firði. Síldin er mjög feit, og er skipin liggja lengi við bryggj- ur, rennur lýsi mjög úr síldinni og fer til ónýtis. Mólorskip: Aldan 1293, Ágústa 2506, Ari 988, Árni Árnason 4037, Ársæll 2351, Arthur og Fanney 1572, Ásbjöx-n 3911, Auðbjörn 2817, Baldur 2935, Bangsi 1751, Bái'a 2039, Bii’kir 3341, Björn 5169, Bris 3982, Dagný 9676, Dóra 2708, Eldey 6849, Einar Frið- rik 855, Erna 4355, Flskaklett- ur 4035, Freyja 2095, Fi-igg 1180, Fylkir 5074, Garðar 5338, Gautur 1321, Geir 5054, Geir goði 4425, Glaður 4347, Gotta 2096, Grótta 3030, Gulltoppur 3749, Gullveig3213, Gunnbjörn 3491, Gunnvör 8980, Gylfi 3284, Hafþór 655, Haraldnr 2303, Heimir 3752, Helga 4103, Helgi 4304, Hermóður (Akran.) 2438, Iíermóður (Rvík) 2458, Hilmir 3037, Iljalteyrin 1699, Hrafn- kell goði 3975, Ilrefna 5888, Hrönn 3512, Huginn I. 4963, Huginn II. 6444, Huginn III. 6643, Hvitingur 2344, Höskuld- ur 2687, ísleifur 1770, .Takob 1341, Jón Þorláksson 3713, Kári 2811, Keflvíkingur 5333, Keilir 4740, Kolbrún 3553, Kristján 6717, Leó 2932, Liv 3933, Már 4123, Mars 1078, Meta 1435, Minnie 4534, Nanna 3339, Njáll 2088, Olivette 2681, Rilot 2568, Bafn 5271, Sigurfari 4984, Sild- in 1294, Sjöfn 2638, Sjöstjarnan 3631, Sleipnir 2106, Snorri 2532, Skaftfellingur 2374, Stella 5646, Súlan 6337, Sæbjörn 4408, Sæ- finnur 7455, Sæhrínmir 5718, Sævar 2988, Valbjörn 2941, Vé- bjöni 4243, Vestri 2083, Víðir 1461, Vöggur 1584, Þingey 2296, Þorgeir goði 3008, Þórir 2813, Þorsteinn 6077, Dagsbrún 233, Sæunn 2900, Sævar 614, Valúr 566. Mótorbátar (2 um nót): Aage, Hjörtur Péturss. 2727, Alda, Hilmir 1763, Aldan, Stat- hav 2544, Arína, Einar Þver- æingur 2517, Ásbjöx-g, Auðbjörg 1937, Baldur, Björgvin 2826, Bax-ði, Vísir 3772, Bjarni Ólafs- son, Bi-agi 3086, Björg, Magni 2508, Björn Jörundsson, Leifur 4412, Bliki, Muggur 2114, Brynjar, Skúli fógeli 1485, Christianne, Þór 2414, Eggert, Ingólfur 4073, Einii’, Stuðlafoss 2390, Erlingur 1., Erlingur 2. 4175, Freyja, Skúli fógeli 2822, Frigg, Lagarfoss 4284, Fylkir, Gvllir 3197, Gísli J. Johnsen, Veiga 4111, Haki, Þór 1245, Gulltoppur, Hafaldan 3308, Hannes Hafstein, Helgi 3135, Hvanney, Síldin 1967, íslend- ingur, Ki’istján 1881, Jón Finns- son, Víðir 3142, Jón Stefánsson, Vonin 3585, Karl, Svanur 285, Muninn, Þór 1138, Muninn Æg- ir 3170, Óðinn, Ófeigur 4690, Reynir, Víðir 1671, Snarfari, Villi 3141, Stígandi, Þráinn 2740,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.