Vísir - 30.07.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 30.07.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Féíagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Augl/singar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 30. júlí 1940. 173. tbl. Breskap Hugvélap koma í heimsókn - ,.s . Einn þeirra manna, sem handtekinn var, Cox að nafni, Tokio-fréttaritari hinnar heimskunnu Reuters- fréttastofu, framdi sjálfsmorð í lögreglustöðinni, rétt á eftir að hann hafði verið handtekinn. Stökk hann út um glugga og beið bana í fallinu. 1 Tokiofregnum segir, að reynt hafi verið að koma i veg fyrir, að þetta áform fréttaritarans hepnaðist. 1 tilkynningu, sem dómsmála- og hermálaráðuneyti Japana hefir birt, er þvi haldið fram, að stigið hafi verið fyrsta skrefið til þess að upp- ræta njósnastarfsemi Breta í Japan. Fregnirnar um þetta hafa vakið hina mestu furðu í London. Forseti British federated Industries hefir lýst yfir því, að starfs- menn iðnaðarsambandsins, er voru meðal hinna handteknu, haf i að eins sint viðskiftalegum störfum, og fjarstæða að saka þá um njósnir. Sir Röbert Craigie, sendiherra Breta í Japan, hefir lagt fram mótmæli gegn handtökunum í Tokio. í breskum blöðum í morgún er mikið um þetta rætt og kref j- ast jblöðin þests eindregið, að stjórnin láti mál þetta til sín taka þegar í stað. Ákveðnasta afstöðu taka blöðin News Chronicle og Daily Express, sem krefjast þess, að stjórn'in taki til athugunar, verði menn- irnir ekki látnir lausir þegar í stað: 1) Að opna Burniabrautina á ný til flutninga á hergögnum, herflutningabílum og bensíni, en eins og menn m,una varð það að samkomulagi milli Breta og Japana, að slíkir flutningar um braulina ^(til Kína) yrði bann- aðir um þriggja mánaða skeið. Var hér um mikla tilslökun af hálfu Breta að ræða. 2) Að viðskifti- við Japan verði stöðvuð. 3) Að ellefu Japanir verði Breskar sprengjuflugvélar hafa nú að vmdanförnu gert margar árásir á franskar borgir og hafnar- bæi. Hefir Petain-stjórnin mótmælt þessu, en það eru varla líkur til að Bretar taki þau rtiótmæli svo hátiðlega. En þegar Bretarnir koma í heimsókn .... ' BRETAR HÓTA AB ST0SVA VIBSKIFTl VIB JAPAN OG OPNA BURMABRAUTINA, vegna þess að 11 Breíar vora handtekn- ir í Japan. Eru þeir sakaðir um njósnir. Mikil grremja í breskum blöðem. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Alvarlegt deiluefni er upp komið milli Breta og Jápana, sem kann að hafa hinar alvarlegustu afleiðingar. Ellefu kunnir Bretar i Japan hafa verið handteknir | og eru þeir sakaðir um njósnir. Fiestir þessara mánna hafa verið mörg ár í Japan og notið þar sem i heimalandinu mikils álits. 1 Bretlandi hafa verið birtar yfirlýs- j ingar, þar sem svo er að orði komist, að það sé hreinasta f jarstæða að ætla, að þessir menn hafi haft njósnastörf með höndum. Hóta bresk blöð róttækum gagnraðstöf un- um, ef mennirnir verða ekki látnir lausir. ikil loftorusta yfir Bretlandi í gær.. II þýskar fhigvélar skotnar niður í hálfrax klukkusíundar orasfu, EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Tugir þýskra flugvéla gerðu loftárás á borg á austurströnd Englands í gær. Tóku þátt í henni 30 sprengjuflugvélar, varðar um 50 orustuflugvélum. Tilætlunin mun hafa verið, að koma Bretum á óvart, en það mishepnaðist. Fjölda margar breskar IHurricane- og Spitfireflugvélar gerðu atlögu að þýsku flugvél- unum þegar í stað, og tókst þýsku flugmönnunum því ekki að hæfa í mark, og fóru flestar sprengjurnar í sjóinn. Varð þarna meiri atgangur í lofti en menn vita dæmi til, því að þetta mun vera hinn harðasti loftbardagi ,sem háður hefir verið af jafnmörgum flugvélum. Bardaginn stóð aðeins liðlega hálfa klukkustund, og á þeim tíma voru skotnar niður 17 þýskar flugvélar, svo að vitað er með vissu, en margar aðrar urðu fyrir skemdum. Tókst hinum bresku orustuflugvélum að dreifa þýsku flugvéladeildinni. Að eins ein bresk fluvél var skotin niður í bardaganum, en hinsvegar viðurkent, '<5 margar hafi orðið fyrir skemdum. Þrjár þýskar flugvélar voru skotnar niður yfir Bretlandi ann- arstaðar í gær, og í morgun var skotin hiður þýsk sprengjuflug- vél yfir suðausturströnd Englands. handteknir og hafðir í haldi meðan hinir bresku menn sitja i varðhaldi. Fregnir frá Japan bera með sér, að handtökurnar hafi ekki vakið minni gremju þar en i Bretlandi. Tveir Bretar til hafa verið handteknir og er engu Iík- ara en að grunur hvíli á bresk- um mönnum hvarvetna. Fræðslumálaráðuneytið jap- anska hefir í hyggju að segja upp 500 erlendum kennurum, sem það hef'ir í þjónustu sinni. Eru meðal þeirra Englendingar, sem stunda enskukenslu. Ótti hefir komið fram um, að á upp- siglingú sé rtokkurskonar her- ferð gegn Bretum í Japan. FRAKKAR SKIFTA UM SENDIHERRA I U. S. A. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Franski sendiherran i Wasli- ington, St. Quenlin, hefir skýrt frá því, að hann muni láta af sendiherrastörfunum innan skamms, og fái hann annað starf í hendur. Það var viðurkerit í enskum fregnum í morgun, að það hefði verið hafnarborgin Dover, sem árásin var gerð á. Tvær af þeim 17 flugvélum, sem skotnar voru niður í orustunni, urðu fyrir skotum úr loftvarnabyssum. Lundúnablöðin i morgun ræða, sem vonlegt er, þennan atburð með allmiklu stolti. Flugmálasérfræðingur ,,Ti- mes" ritar m. a.: „Árásin byrjaði, mjög sak- leysislega, því að fyrst kom að- eiris ein könnunarflugvél, og var Iiún rekin á flótta. En skömmu seinna kom geysimik- i 11 hópur af Junkers 87 sprengjuflugvélum, 30 talsins, og notuðu þær hina gömlu að- ferð, að fljúga beint úr sólar- átt-, til að gera skygni erfiðara. Þessum flugvélum fylgdu 50 Messerschmitt orustuflugvél- ar, og sveimuðu þær yfir þeim. Lojftvarnabyssur strand- varnaliðsins skutu þegar i stað niður tvær Junkers-vélar og á sama tíma flaug hópur af Hurricane- og Spitfire árásar- vélum af stað til að ráðast á sprengj uf lugvélarnar. Þegar Junkers-vélarnar komu að h öfninni i Dover, steyptu þær sér næstum því lóðrétt niður til þess að miða sprengjum sínum, en bresku orustuflugvélarnar steyptu sér niður á eftir þeim, og var skot- hríðin frá þeim svo hörð, að öll mið rugluðust fyrir hinum þýsku flugmönnum. Háir vatnsstrókar gusu upp úr höfn- inni, þar sem sprengjurnar lentu, og skipin köstuðust til við bólverkin, eins og kork- tappar, en engin sprengja hitti skip. Þær féllu allar í sjóinn. Síðasta röðin af Junkers vél- unum nálgaðist höfnina, en steypti sér ekki niður til árás- ar, heldur sneri við heimleið- is, án þess að hafa kastað einni einustu sprengju. Skömmu eftir að viðureignin hófst, hafði ein Spitfire-sveitin skotið niður fjórar Messer- schmitt-vélar og eina sprengju- vél, en Hurricane-sveit hafði fjórar Junkers-vélar og eina Messerschmitt á samviskunni. Einn flug-lautenant, er stýrði Hurricane-vél, skaut á Junk- ers-vél og tókst að sprengja hana í loftinu. Annar flugmað- ur á Hurricane-vél neyddi Jun- kers-vél til að steypa sér nið- ur að haffletinum til að kom- ast undan, en hartn sótti svo fast á eftir, að flugvélin lenti í sjónum. Reykjarmökkur stóð aftmUfúr tveini hinna þýsku flugvéla, þegar þær sneru heimleiðis." Turner majór, sem er flug- málasérfræðingur „Daily Tele- grapli", skrifar meðal annars: „Flugmálaráðuneytið hefir tilkynt, að fimtán þýskar vél- ar hafi verið skotnar niður. í raun og veru munu þær vera meira en tuttugu. En þó ekki sé reiknað nema með þessum 15, þá er flugvélatjón Þjóð- verja í árásunum á England orðið 244 vélar, en alls hafa þá frá ófriðarbyrjun verið skotnar niður 318 þýskar flug- vélar yfir Englandi. Frá því að STÓRBRUNI Á L.\NDA- MÆRUM NOREGS OG SVÍÞJÓÐAR. Einkask. frá United Press. London í morgurt. Samkvænit fregn frá Stokkhólmi kom upp feikna eldur i gær á landahiærum Noregs og Svíþjóðar, skamt frá Sundsvall. Eldsupptök eru ekki kunn, en 33 járn- brautarvagnar eyðilögðust, og járnbrautarumferð yfir landamærin á brunastaðnum stöðvast fyrirsjáanlega i marga daga, þar sera, járn- brautagöng, sem eru Noregs- megin landamæranna, hrundu. loftárásirnar hófust fyrir al- vöru á England, 18. júní, hafa þvi að meðaltali verið skotnar niður sex þýskar flugvélar á dag. í gær mistu óvinirnir % af þeim flugvélum, sem send- ar voru af stað. Þess ber að gæta, að fari tjón Þjóðverja yfir 10% af þeim vélum, sem þátt taka i árás, er það frá þeirra sjónarmiði ógurlegt. Ennfremur hlýtur það að taka mjög á taugar flugmanna þeirra, því það sýnir hve hætt- an er gífurleg." „Breski flugherinn hefir ekki látið Hitler i friði, siðan Frakk- land gafst upp", segir i grein í „NewYork World Telegram". „Það er miklu erfiðara fyrir Þjóðverja að verja iðnaðar- svæðin í Ruhr fyrir ágangi breska flughersins, en fyrir Englendinga að verja sín iðn- aðarhéruð fyrir þýskum árás- um, enda þótt þýski flugherinn sé sterkari en hinn breski. Ástæðan er sú, að þótt bresku vélarnar séu færri, þá eru þær betri að byggingu og flugmennirnir betur æfðir og kjarkmeiri. England þarf þvi ekkert að óttast, þó að flugher þess sé minni, en Þjóðverjum mun þykja þröngt fyrir dyrum, þeg- ar hann stækkar." en JpjóðveFJar eru vidbiinii* .... eru þýsku loftvarnabyssuskytturnar viðbúnar að veita þeim heitar móttökur. Hér sést loftvarnasveit, sem hefir tekið sér stöðu á uppfyllingu i Le Havre. Annars gera Bretar lítið að því, segja Þjóðverjar, að herja á staði, sem hafa hernaðarlega þýðingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.