Vísir - 31.07.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 31.07.1940, Blaðsíða 3
VlSIR Ragnheiður Halldórsdóttir Fædd 10. nóv. 1873. — Dáin 13. júlí 1940. ! i Laugardaginn 20. júlí var til moldar borin frú Ragnlieiður Halldórsdóttir, Þórsgötu 15. — Ragnheiður sál. var dóttir hjón- anna Sesselíu Árnadóttur og Halldórs Sigurðssonar öku- manns hér í hæ. Þrjár systur Ragnheiðar, þær Guðrún, Helga og ísafold voru burt kallaðar á undan henni, en tveir bræður hennar, Sigurður trésmíðameistari og Guðmund- ur trésmiður, og ein systir, Sess- elja, gift i Kaupmannahöfn, eru á lífi. Ragnheiður sál. var kona liá vexti og beinvaxin, og vöxtur allur hinn fagurlegasti. Andlitið var frítt,.svipmikið og festulegt. Öll hennar framkoma var í senji róleg, djörf og höfðingleg, en þó laus við alt, sem minnir áhorf- anda á sjálfsköpun mannsins í framkomu. Enda var hún gædd svo góðum gáfum, samfara göf- ugu eðli, sem lmn notaði einung- is sér til þroska og öðrum er áttu því láni að fagna, að kynn- ast henni að verulegu leyti. Þessir eiginleikar Ragnlieiðar sál. voru henni miklir máttar- viðir í lífsbaráttunni, enda sýndi hún þá fyrst, þegar mikið svarf að henni og liennar, hversu mik- il höfðingskona hún var í sjón óg raun. Ragnheiður sál. var gift eftir- lifandi manni sínum, Einari Jónssyni sjómanni. Áttu þau tíu börn, en nú þeg- ar hún kvaddi þenna heim, eru að eins þrjú á lifi og einn fóstur- sonur, er þau ólu upp að öllu leyti sem sinn eiginn. Hún álti því um mörg og mik- il sár að hinda um dagana. En henni tókst það með slikri festu og innileik, sem að eins fáum er gefið. Eg átti þess kost, að kynnast Ragnlieiðí sál. mjög vel um nokkurra ára slceið, og ætíð mun hún vera í huga mínum sem ein hin alvirðulegasta kona, sem eg hefi kynst um dagana. Að eins eitt sinn virtist þungi sorgar við andlát eins harnsins þeirra hjóna, ætla að bera hana ofur- liði, en að eins eitt augnablik. En þá virtist festaii meiri og rólyndið dýpra en áður, sem hjá þeim er sanna höfðingslund hera og þá fyrst er Ijós, er sterk- ast hlæs á móti. Hennar kjörorð var: „Ef eg læt hugast þá er eg ekki fær um að létfa hvrði þeirra ástvina minna scm eftir lifa. Hennar fjTsta og síðasta hugs- un var að létta byrðunum af öðrnm, þó hún ofbyði sjálfri sér. Eg átti nokkuru sinni tal við Ragnheiði sál. um ýms mál er okkur voru hugleikin. Hún var ein þeirra kvenna, sem mynda sér fastar skoðanir um mál og verk samferða- manna sinna, án þess að fella dóm yfir þau. Hún ræddi málið fm öllum hliðum, og ])að var eitt sem bar vitni hennar drengi- lega lundarfari, að í hvivetna dró hún fram hinar sterkustu línur í rökfærslu andstæðings- ins, en lét sem hún sæi ekki hin- ar veikari, og bar saman við sín- ar eigin skoðanir. Stæðist það -ekki hennar álit á réttu og röngu, var það strikað út með svofeldum orðum: „Það getur vel verið rétt og gott, en eg fæ að eins ekki séð það.“ Þó vissi eg engan, sem fremur vildi liafa það sem réttara reyndist, þó slíkt kollvarpaði hennar fvrri skoðunum. Ragnheiður sál. var vinföst svo af bar. Hún var þó ekki ein af þeim, sem taldi vmum sinum alt til ágætis. En þar sem annar- staðar leilaði hun að hinum betri öflum, og teldi hún þau mega sín meir, en það sem mið- ur fór hjá viðkomandi, komst hann í hennar vinahóp, enda virtist hún liafa sérstaklega góð- an skilning á skapgerð mann- anna og hiðlund með því er síð- ur var í eðli einstaklingsins. Eg var þess fullviss, að Ragn- heiður sál. átti yfir miklu skapi að ráða, en þó sá eg hana aldrei, það sem nú er kallað, reiða, en þung gat hún orðið. Þó maður hefði ekki þekt Ragnheiði sál. að öðru leyti en í sjón, hlaut maður að vita að þar fór engin meðalkona, sem hún fór, svo sterkur var per- sónuleiki hennar. Svo lélt var hún og tápmikil í hverri hreyfingu sem ung stúlka, þar til hún lagðist bana- leguna. Enda virtist kjarkur hennar og hetjulund óhilandi. Mér er það vafalaust mál, hver var aðal hyrningarsteinn þessarar miklu orku hennar, en það var trú hennar á annað líf og ást hennar á heimili sínu. Hún sagði eitt sinn við mig, er við átlum tal saman um trúmál: „Ef eg ætti ekki trúna á annað líf eftir þetta mundi oft hafa verið dimt i kringum mig.“ Og ást liennar á heimilinu var stór og viðtæk á eiginmanni, hörnnm og barnabörnum. Alt átti sér stað í hennar göfuga hjarta, sem sló fyrir þau til hinstu stundar. Þegar við fylgdum Ragnheiði sál. til sinnar hinstu hvilu, skein sólin heit og hrein, og bauð öll- um sinn vlrika móðurfaðm. Þá kom mér í hug, að slík inundi heimkoma þeirra vera, sem á- vaxtað hefðu pund sitt vel og dyggilega hér á jörðu. Mikill er söknuður þeirra, sem mist hafa slíkan ástvin sem Ragnheiður var, en stór má sú gleði vera, þeirra, sem slikan hafa átt, „því orðstýr deyr aldregi, þeim er sér góðan get- Ur“. Vinur. Mínkafarganið • • i monnunum. Ekki eru alveg eins feitar fyr- irsagnir i hlöðunum yfir frá- sögn af því, ef minkur hefir verið skotinn i Elliðaánum eins og ef orustuskip með svo sem 1000 manna áhöfn 'hefir verið skotið í kaf suður í höfum, en mjög munar það litlu. Hvaða óskaparhætta er það, sem hér er á ferðinni, sem hver um sig, er'um hana gelur, reyn- ir að hásúna út í sem liæstum tónum? Hvernig er reynslan, sem þegar hefir fengist, af þess- um nýjustu landnemum? Ekki er vitað, hvenær þeir liafa lagst út, en þeirra mun hafa orðið vart villtra nú i ein þrjú ár. — Nolckrar hænur voru drepnar fyrir manni suður i IIafnar|irði, sem var ekki liirðusamari um hænsni sín en svo, að liann liefir haft opið hjá þeim á næturnar (annars hefði minkurinn ekki komist að þeim. Mink er kent um að andarungar liafi horfið hér af tjörninni. Við Elliðaárn- ar, þar sem þeirra hefir helst orðið vart, hafa þeir ekki verið staðnir að öðrum glæp en þeim, að veiða ála. Einn kvað hafa sést Ieila í sjóinn til matfanga. Nú er sagt að i hrauninu hér uppfrá sé krökt af þeim, en þess verður eklci vart fyr en farið er að gæta að þvi, svo að ekki liafa þeir gert mikilvægt tjón þar fram að þessu. Þessi „át- vögl“ og „illyrmiskvikindi" kváðu aulcá kyn sitt mjög ört. Ekkert má til spara við að út- rýma þessum voða sem allra fyrst. Menn eru hræddastir við það, sem þeir þekkja ekki enda er hægast að þyrla upp einhverj- um ósköpum í sambandi við það. Náskyld dýr og mjög lík í lifnaðarháttum (merðir) eru í nágrannalöndum vorum og hefi eg ekki heyrt að af þeim stafaði mikill voði. Við höfum önnur rándýr sem húsdýr, kett- ina, og er ekkert fárast yfir grimd þeirra. Þeir gera þó oft óskunda mikinn í fuglum, ekki síður en minkarnir. T. d. munu kettir alls ekki vera saklausir af hvarfi unganna af tjörninni. Þeir ganga stundum á land og eru þá köttunum auðsólt bráð. Það sagði mér maður um dag- inn, að hann vissi til þess, að köttur við Laufásveginn hefði að minsta kosti einu sinni veitt fleiri andarunga en hann gat torgað þann daginn. Fuglar hafa tekið upp á því, t. d. þrest- ir og auðnutitlingar, að verpa hér í görðum, en ungarnir munu sjaldan eða aldrei hafa komist upp, heldur niunu kett- irnir hafa hirt þá — og það að nauðsynjalausu! Ekkert er fár- ast yfir því. Auðvitað þurfa minkarnir að lifa á einhverju, ekki neita eg því. En þeir þurfa ekki mikla fæðu, svona lítil dýr ( í ræktun er þeim gefið 200 gr. á dag). Eg skil það vel, að mönnum sé sárt um liænsni sín eða alifugla, en auðvelt mun vera að verja þá fvrir minkum. Eg hýst við að þeir nái silung og smálaxi í ám og vötnum, þó að það sé ekki vitað með vissu, og það kemur auðvitað við kaunin á laxveiði- mönnunum. En hvað er það móti þeim ósköpum af laxaseið- mn, sem aðrir vargar éta, t. d. lómur og fiskiendur? Skyldi meira að segja krían ekki hafa miklu fleiri laxaseiði á samvisk- unni en minkurinn? Ekki hefir verið gerð nein orrahríð að þeim í hlöðunum. Vörðurinn við Eillðaárnar segist liafa séð mink koma upp úr sjónum. Sé það rétt, held eg að við ættum ekki að vera að sjá cftir, þó að hann næði sér í marhnút eða sandkola að éta, eða krossfisk og skeldýr, þegar harðnar á að vetrinum. Dýralíf lands vors er ekki svo fjölskrúðugt, að við ættum að fárast yfir því, þó að það ylcist eitthvað. Á þetta má líta rólega og þá er að athuga, hvort hinn nýi landnemi geri ekki meira gagn en tjón. I heimkynnum sín- um er hann eftirsótt veiðidýr, vegna skinnsins. Gæti mönnum ekki einnig orðið hagur að þvi, að veiða liann hér? Verðið á skinninu mun að jafnaði vera á við tvö dilksverð, eða vel það. Væri ekki réttast að hanna : ð skjóta dýrin um þetta leyti árs, meðan skinnin eru ónýt? Við höfum fengið annan land- nema óhoðinn, sem við vildum gjarnan feigan. Það er rot'tan. Minkurinn er einmitt dýrið til þess að útrýma henni, svo fram- arlega sem hann fæst lil að vera svo nálægt mannahíbýlum. Minkurinn er fallegt dýr eld- snar í hreyfingum og lipurðin dásamleg. Hann er fimur að klifra og þá ekki síður að kafa i vatni. Hann smýgur óhikað inn í holur, t. d. til að leila uppi rottur, og gengur auðveldlega í gildrur. Viðkoman er algengast 3—4 ungar einu sinni á ári — i ræktun eru ungarnir stundum fleiri, en móðirin sér varla fleir- um borgið. Stundum eru þeir heldur ekki nema einn til tveir. Móðurumhyggjan er frábær. Minka má temja, og verða þeir þá eins gæfir og kettir. Eg ætla að taka það fram, að eg álti engan þátt í því að mink- ar væru fluttir inn og hefi aldrei átt neitt í minkahúi. Eg er þvi ekki að hera blak af mér, þó að eg heri blak af minkunum. Ársæll Árnason. Skólahald í vetur: Ákvörðun hefir nú verið tekin um skólana hér í bænum, sem breska setuliðið settist að í eftir komu sína hingað. Voru þetta alls 13 skólahús, sem um var að ræða og hefir ríkisstjórnin óskað þess, að lið- ið flytji á hrott þaðan. Hafa for- ingjarnir fallist á það, að fara úr öllum skólum nema einum, Men taskólanum. Geta þá hinir skólarnir 12 hafið starfsemi sína á venjuleg- um tíma í haust, en útvega verð- ur Mentaskólanum nýtt liús- næði. Framtíð Rúmeníu. íbúaskifti til lausnar vandanum. Fregnir hafa borist um, að Ungverjar kref jist hálfrar Tran- sylvaniu, áður en viðræður hef j- ist við Rúmena um kröfur Ung- verja. Gangi Rúmenar ekki að þessum kröfum sker Hitler úr. — Manulescu utanríkismálaráð- herra Rúmeníu hefir haldið ræðu og sagt, að „nútímalausn ó vandamálum slíkum sem þess- um sé íhúðaskifti“ og bjóðist Rúmenar til þess að leysa þau á þessum grundvelli. Hann kvað Rúmeníu mundu njóta örj'ggis og sjálfstæðis í framtíðinni, og yrði henni fengið hlutverk að vinna innan skipulagningar- stai-fsins í suðausturliluta álf- unnar. — Manulescu boðaði rót- tækar aðgerðir gagnvart Gyð- ingum. — Möndulveldin kvað hann vilja frið á Balkanskaga og aukningu á viðskiftum við Balkanlöndin. Sjóliðarnir á e.s. Meknes genpir í lið með De Gaulle. Margir þeirra Frakka, sem komnir voru á leið heim til Frakklands með franska skip- inu „Meknes“, hafa nú séð sig um hönd og gengið í herlið Muselier’s varaaðmíráls, en hann herst við hlið de Gaulle’s hershöfðingja með Bretum. Frökkum þessum hafði áður verið gefinn kostur á að ganga í franska herinn í Bretlandi, en þeir kusu þá heldur að hverfa lieim, einkum vegna þess, að þeir vildu fá fréttir af fjölskyld- um sínum. Þeir starfa nú á herskipum þeim, hinum frönsku, sem berj- ast með hreska flotanum, og er talið líklegt, að fleiri Frakkar muni fara að dæmi þeirra. Landsmót 1. fl. ' Úrslitaleikmr | í kvðld kl. 8,30 | Valur - Víkingur | Síðasti „KNOCKOUT££ leikurinml ......... : VÍSIS-KAFFIÐ gerir alla glaða | Bókin, sem nú vekur mesta athygli, er Bréf frá látnum, sem lifa Lesið þessa bók, hún er ef til vill besta og öraggasfa huggunin á þeim tímum, sem nú standa yfir. BÓKAYERSLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJÍL Yegna hins óvenjulega ástands, sem nú ríki’r í land- inu, mun Verslunarmanngfélag Reyk javikur ekki beita sér fvrir neinum hátíðahöldmn að þessu síaní i tilefni af frídegi verslunarmanna rnánudaginn í>. ágúst n. k. og verður því verslnnarfólk, að verp frideginum eins og hverjum best þykir. HÁTÍÐANEFNB V. R. BEST AÐ AUGLÝSA í VÍSL ðlsÉirð á CIMP tÉpýliH f má eigi vera hærra en hér segír: í Reykjavík og Hafnarfirði 7 aura stokkurinrL f Reykjavík og Háfnarfirði 84 aura 12 stokka búnL Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðiíS vera 3% hærra vegna fiutningskostnaðar. TÓBAKSEINKASALA RlKISINS. Konan mín, Fanney Jónsdóttir. Sólvangi, Vestmannaeyjum andaðist á Lahdakotsspítaía 30. júli síðastliðinn. Ágúst Bjarnason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.