Vísir - 02.08.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 02.08.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri ] Biaðamenn Sími: Auglýsingar > 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsia J 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 2. ágúst 1940. 176. tbl. Rússar ætla að vera hlutlausir í styrpdinui, en eru við^ öllu búnir. Þing ráðstjórnarrikjanna kom sam- an í gær og ílutti Molotov ræðu. EINKASKEYTI frá United Press. London I morgun. Æðsta ráð eða þing ráðstjórnarríkjanna kom sam- an í Moskva í gær og tekur það mörg merk mál til meðferðar. Molotov, forsætis- og utan- rikismálaráðherra Sovét-Rússlands, flutti ræðu á þing- inu í gær, og boðaði hann, að Sovét-Rússland yrði áfram hlutlaust í styrjöldinni. Hann lýsti og yfir því, að sátt- málinn milli Þýskalands og Sovét-Rússlands væri enn í gildi. Um sambúð Breta og Rússa sagði hann,að að þvi er hana snerti hefði engar mikilvægar breytingar orðið á undangengnum vikum, en hann fór þeim orðum um, að skilja mátti, að ráðstjórnin liti á það sem tilraun af hendi bresku st jórnarinnar, að bæta sambúð Breta og Rússa, að Sir Stafford Cripps var skipaður sendiherra í Moskva. Mikla athygli vöktu einnig þau ummæli Molo- tovs, að nýr ægilegur þáttur í styrjöldinni milli Þjóð- ver ja og Itala annarsvegar og Breta, sem nyti stuðnings Bandaríkjanna, hinsvegar, væri í þann veginn að byrja. Efst á dagskrá þingsins eru utanríkismálin og hafði Molotov framsögu. Ennfremur eru til umræðu upptaka Bessarabiu og Norður-Bukovinu í Ráðstjórnarríkjasambandið, og er gert ráð fyrir að stofnað verði nýtt ráðstjórnarlýðveldi (Moldavia). Nær það yfir Bessarabíu og Norður-Bukovinu. Ennfremur upptaka Eistlands, Lettlands og Lithauen í Ráðstjórnarríkjasambandiö. Sambúð Rússa og Þjóðverja. 1 ræðu sinni gerði Molotov að umtalsefni sambúð Rússa við aðrar þjóðir. Hann talaði um, mikilvægi þýsk-rússneska sátt- málans, sem af hefði leitt, að Þjóðverjar hefði notið friðar á /austurlandamærum sínum, en jafnframt gert Rússum kleif t að gera nauðsynlegar breytingar á vesturlandamærum, sínum. Hann talaði af fyrirlitningu um tilraunir þær, sem gerðar hafa verið til þess að spilla sambúð Rússa og Þjóðverja. ítalir og Bandaríkin. Um Itali sagði Molotov, að skilyrðin til batnandi sambúðar ítala og Rússa hefði batnað og likur væri til, að verslunarvið- skifti þeirra myndi aukast. Um Bandaríkin sagði Molo- tov, að framkoma Randaríkja- stjórnar i garð Sovét-Rússlands sýndi litla velvild að sumu leyti. Er talið, að kulda hafi.kent hjá Molotov í garð Bandaríkjanna vegna þess, að þar hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að hindra að Rússar fengi yfirráð yfir þvi gulli, sem Eistland, Lettland og Lithauen eiga í amerískum bönkum. Japanir — Balkanþjóðir. Ennfremur mintist Molotov á Japani. Skilyrði • væri fyrir hendi til bættrár sambúðar og Japanir hefði sýnt, að þeir hefði nokkurn hug á að bæta hana. Þá vék Molotov að Balkan- þjóðunum. Sambúð Rúmena og Rússa ætti að geta komist í gott horf, að þvi er hann taldi, eftir þá atburði, sem þar hafa gerst. Hann kvað ánægjulegt, að stjórnmálasamband væri á komið á ný milli .Tugoslavíu og Sovét-Rússlands og viðskifta- MOLOTOV samningar til umræðu. Engin breyting hefði orðið i sambúð Rússa og Tyrkja. Um Finna sagði hann, að það væri undir þeim sjálfum komið, hvernig úr rættist um sambúð þeirra við Rússa. Spor i rétta átt væri af- vopnun Álandseyja, en andúð finskra stjórnmálamanna gegn Sovét-Rússlandi yrði að hverfa. A6 því er Svía snerti ræddi hann aðallegá verslunarsamninga, sem nú væru á döfinni. Molotov kvað utanrikisstefnu Rússa hafa borið góðan árang- ur. Hann kvað sömu stefnu verða fylgt — og þjóðin öll yrði ávalt að vera við öllu búin. Smokkfiskur er sagður vera kominn á mið- in i Húnaflóa, og er talið að smokkurinn niúni vera á aust- wieið. - Ótíast sjómenn að .skyndilega kunni að taka fyrir siidveiði með því að sú er reynslan að sildin hverfur fljót- Iega þegar smdklís verðuf vart. Er innrás í aðsigi? Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Fregn frá Grenoble í Frakklandi hermir, aS þýsk- ar hersveitir haldi í áttina til Ermarsundshafnanna. Herflutningar til sjávar eiga sér stað alla leið frá spönsku landamærunum til belgisku landamæranna, segir í fregn þessari. Talið er líklegt, að hér sé um her- flutning-a að ræða, sem standa í sambandi við hina fyrirhuguðu innrás í Eng- land. Þjóðverjar varpa flugmiðum yfir Bretland. Ræða Hitlers var prentuð á miðana. Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Þýskar flugvélar flugu inn yfir Bretland i gær og vörpuðu flugmennirnir niður áróðurs- miðum í þúsundatali, aðallega yfir borgir í suðaustur- og suð- vesturhluta Englands. Á miðana var prentuð ræða Hitlers undir fyrirsögninni „Seinasta skírskotun" til heil- brigðrar skynsemi. Þetta er í fyrsta skifti, sem slik „árás" er gerð á Bretland. Loftvarnaliðið hirti eins mikið af miðunum og unt var, en ann- ars var ekkert gert til þess að koma i veg fyrir, að fólk næði í miðana, enda hefir ræðu Hitlers verið getið mjög itarlega í bresk- um blöðum og mörg þeirra hafa birt heila kafla úr henni og önn- ur hafa birt hana í heild. Al- menningur í Bretlandi veit vel hvað Hitler sagði í þessari ræðu sinnL inn at yiiríorinoi aí tekin í Buenos Hires. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Fregn frá Bouenos Aires hermir, að lögreglan hafi hand- tekið yfirforingjann Gottloff Diertoff, sem er einn af yfir- foringjunum af þýska orustu- skipinu Graf von Spee, en áhöfn þess var kyrrsett. Það er tekið fram i tilkynn- ingu lögreglunnar, að Diertoff hafi fundist í tíúsi þýsks manns, sem ekki er nafngreindur, og fundust þar uppdrættir af flota- stöðvum, Argentínu og setuliðs- stöðvum. Diertoff hefir enn sem kom- ið er aðeins verið sakaður um að flýja úr kyrrsetningarstöð- inni. A FULLRI FERÐ Breskur skriðdreki, sem er nýkominn úr verksmiðjunni er reyndur, áður en hann er afhentur hernum. Ef hægt er að dæma hraðann af því hvað jarðvegurinn rótast upp, þá er hann mikill. Eng- ar tölur em þó látnar upp um það, hversu hart þessir skriðdrekar fari. Rússar safna lidi 4 vesturlandamærunum, aðallega í Austur-Póllandú EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregnir frá Bukarest herma,* að meðal rúmenskra yfirforingja sé það altalað, að Rússar hafi liðssafnað mikinn á vesturlandamærum sínum. Segir í fregnum þessum, að Rússar hafi stórkostlegan hernaðarlegan viðbúnað meðf ram öllum vesturlandamærum sínum, en mest lið hafi þeir í Austur-Póííandi. Fuliyrt er, að í Austur-Póllandi einu hafi Rússar um 200 herfyiki. Ahrif as væði Japana nær y f- ir alt Suðurhafseyjasvæðið Greinargerð Matsuoka utanríkismálaráðherra Japan um áform Japana varðandi „Stór-Austur-Asíu", hafa að vonum vak- ið mikla athygli. Samkvæmt því, sem Matsuoka boðaði, verður Franska Indokína innan þeirrar heildar, sem Japanir teljaáhrifa- svæði sitt. Nokkur vafi þótti leika á því eftir ræðuna, hvort hann hefði einnig átt við. alt Suðurhafseyjasvæðið eða aðeins nyrsta hluta þess, en nú hefir Suma, talsmaður japanska utanríkismála- ráðuneytisins tekið af allan vafa í þessu efni. Hann segir, að Japanir h'ti á allar Suðurhafseyjarnar sem jap- anskt áhrifasvæði, þótt hann gæti að svo stöddu ekki tiltekið nánara hvaða eyjaklasa Japanir teldi sig mestu varða. HANDTÖKUR BRESKRA MANNA í JAPAN. Suma neitaði að svara fyrirspurn um það, hversu margir breskir menn hefðu verið handteknir eða hvórt frekari hand- tökur væri líklegar. Hann endurtók, að hér væri um innanríkis- mál að ræða. Skemtunin að Eiði. Eins og Vísir hefir skýrt frá áður heldur Fulltrúaráð sjálf- stæðisf élaganna skemtun að Eiði næstkomandi sunnudag, ef veð- ur leyfir. Vandað verður til skemtunar þessarar, eins og annara skemt- ana Sjálfstæðismanna. Tií skemtunar verða meðal annars ræðuhöld og verður vandað til valsins á ræðumönnunum. Þá munu verða íþróttasýning- ar, en lúðrasveitin Svanur, und- ir stjórn Karls Ó. Runólfssonar, mun leika öðru hverju alla dag- inn. Loks verður dansað f ram ef tir kveldi. Sjálfstæðismenn! Fjölmennið að Eiði — skemtistað ykkar. — Svíar viðurkenna sjálf stæði íslands Svíar hafá nú bæst í tölu þeirra ríkja, sem hafa stjórn- málaerindreka hér á landi og þar með viðurkent breytinguna, sem Alþingi gerði 10. apríl s. 1. Hefir aðalræðismaður þeirra, hr. Otto Johansen verið gerður að „charge d'affaires" og fékk hann skeyti um þetta frá stjórn sinni 24. júlí s.l. og tjáði hann síðan rikisstjórninni þessa út- nefningu. Hr. Johansen starfaði í utan- ríkismálaráðuneytinu sænska frá 1920 til 937, er hann varð aðalræðismaður hér á landi. VETRARHJÁLPIN 1 ÞÝSKA- LANDI TEKUR TIL STARFA. Önnur stríðsvetrarhjálpin þýska tekur nú til starfa næstu daga. Verður fyrsti söfnunardag- ur á morgun og á sunnudag verður einnig sérstakur söfnun- ardagur. Hafa menn verið mjög hvattir til að láta fé af hendi rakna og haldnir fyrirlestrar í útvarp um þýðingu starfsem- innar undanfarin ár. 25 liils. tonn af síld- armjöli seld Bretom. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefir fengið frá ríkisstjórn- inni, hefir nú endanlega verið gengið frá samningum um sölu á 25 þúsund tonnum af síldar- mjöli og sama magni af síldar- lýsi. Eru það Bretar, sem kaupa vörur þessar og mun verðið mega teljast sæmilegt eftir at- vikum, þótt ekkert hafi verið gefið upp um hið endanlega nettoverð til verksmiðjanna og og framleiðendanna. í gær átti ríkisstjórnin tal við umboðsmenn þeirra sildarverk- smiðja, sem til náðist, og bar undir þá lývort þeir vildu taka kauptilboði þvi sem fyrir lá og var það samþykt af stærstu verksmiðjunum að fela við- skiftanefndinni að selja fram- leiðsluna á þeini grundyelli. Ríkisstjórniii hefir ritað við- skiftanefndinni og falið henni að íaka enn upp samninga við Breta Um kaup á auknu magni, og er búist við að fljótlega fáist úr því skorið hvort slík kaup koma til greina. ^&s C.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.