Vísir - 06.08.1940, Blaðsíða 1
Kristj Ritstjóri: án Guðlaug sson
Félagspi Skrifstofur -entsmiðjan (3- hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Simi:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, mánudaginn 6. ágúst 1940.
178. tbl.
»A MORGUN VERÐ-
ITR ÞAÐ ©F SEIAT«
«fohn Pe^sllillg, hcrforingnl vill,
nð Bandaríkin leggi llrciniii til
50 tnndurspilla.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
Tillaga, sem. John Pershing, herf oringi Bandaríkj-
anna í Frakklandi í heimsstyrjöldinni, hefir
borið fram, hefir vakið feikna athygli. Hún
er á þá leið, að Bandaríkin leggi Bretum tii 50 tundur-
spilla þegar í stað. í útvarpsræðu, sem Pershing f lutti í
Washington í fyrrakvöld, sagði hann, „að þetta yrði að
gerast í dag, því að á morgun yrði það of seint". Ummæli
þessi sýna ljóslega hversu leiðandi menn Bandaríkjanna
sjá hve brýn þörf er á því, að Bretum sé veitt aðstoð til
þess að koma í veg fyrir, að innrás Þjóðverja hepnist, og
þau og f leiri ummæli helstu manna þar sýna, að menn
hafa sannfærst um, að ef eyvirkið breska fellur, hafi
hættan, sem af einræðisstefnunni staf ar, færst að bæjar-
dyrum Yesturálfuríkja. Þetta hefir a. m. k. komið fram
í ræðu, sem Knox, flotamálaráðherra Bandaríkjanna,
f lutti um seinustu helgi.
Knox flotamálaráðherra sagði í ræðu sinni, en henni var út-
varpað um öll Bandarikin, eins og ræðu Pershings, að Banda-
ríkjaþjóðin yrði nú að taka ákvörðun, sem væri alvarlegri og
örlagaríkari en nokkur, sem hún áður hefði tekið. Þetta er skil-
ið svo, að Bandaríkjastjórn líti svo á, að svo kunni að fara fyrr
en varir, að Bandaríkin verði að taka ákvörðun um, hvort þau
eigi að ganga enn lengra í stuðningi sínum við Breta en áður —
og jafnvel að svo kunni að fara, að þau verði að ákveða, hvort
þau skuli taka beinan þátt í bardaganum með Bretum.
Ummæli John Pershing hafa þegar fengið hinar ágætustu
undirtektir í ýmsum helstu blöðum Bandaríkjanna, og Summ-
ner Welles aðstoðarutanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, hefir
lýst yfir því, að hann telji sjálfsagt að athuga tillögu Pershing
gaumgæfilega. Að sjálfsögðu túlkar Summner Welles skoðanir
Bandaríkjastjórnar í þessu efni.
ítalír gera loftárás á
grískar eyjar.
Einkaskeyti frá United Press.
London í gær.
Fregn frá Aþenuborg hermir,
að ítalskar flugvélar hafi flogið
yfir Hare-eyjar, sem eru i að-
eins tíu enskra mílna fjarlægð
frá Aþenuborg. — Eyjar þessar
eru óbygðar.
Talið er, að flugvélar þessar
hafi verið að svipast um eftir
breskum skipum, og flugmenn-
ii-nir bafi einhverra orsaka
vegna orðið að varpa niður
sprengikúlum, sínum, ef til vill
vegna þess, að þeir hafi verið á
flótta undan breskum orustu-
flugvélum.
Pershing.
Njósnamálin
í U. S. A.
I>að yrði Bretum ákaflega
mikils virði, að fá þann stuðn-
ing sem hér er um að ræða, og
glæða mjög trú þeirra á, að
fullnaðarsigur ynnist. Flugfloti
Bretlands eflist með degi hverj-
um, flugvélár koma daglega frá
Bandaríkjunum og Kanada, auk
þeirra sem við bætast úr flug-
vélaverksmiðjum Bretlands, og
viðureignirnar í lofti hafa geng-
ið Bretum svo í vil að undan-
förnu, að þeir treysta flugher
sínum hið besta. En það reynir
ekki siður á flotann en flugflot-
ann, ef til stórkostlegrar innrás-
artilraunar kemur — i rauninni
má segja, að það sé mest undir
öflugri samvinnu flugflotans og
herskipaflotans komið að slik
tilraun mishepnist. Bretar hafa
mesta flota heims sem kunnugt
er, en þeir hafa i mörg horn að
líta. Þeir verða að hafa öflugar
flotadeildir á Miðjarðarhafi, í
Singapore, Hongkong og víðar,
og herskip um öll heimsins höf.
Heimaflotinn er öflugastur, en
nú bíður hans stærra hlutverk
en nokkuru sinni. I þeim átök-
um, sem virðast standa fyrir
dyrum, reynir ekki hvað minst
á hin minni herskip, og það er
mjög líklegt, að hinir hrað-
skreiðu tundurspillar myndi
verða Þjóðverjum hvað skeinu-
hættastir. Bretar hafa orðið fyr-
ir talsverðu tundspillatjóni í
styrjöldinni, en ráða þó yfir
fleiri tundurspillum en í stríðs-
byrjun, því að víða hafa bæsl
við tundurspillar, sem voru i
smíðum í stríðsbyrjun, norskir,
hollenskir ,og franskir iundur-
spillar, en þörfin fyrir tundur-
spilla er lika meiri nú en nokk-
ur sinni, og því væri það Bret-
um hin mesta hjálp að fá 50
tundurspilla frá Bandaríkjun-
um. Bandaríkin geta, að áliti
mai'gra hermálasérfræðinga,
liátið Bretland fá mikið af tund-
urspillum, því að búið var að
„leggja til hliðar" allmikið af
tundurspillum fyrir nokkurum
mánuðum, en frestað var að
rifa þá, vegna striðsins. Þótt á-
kveðið hafi verið að rífa þessi
skip eru þaU ágætlega vígfær,
enda verið endurbætt síðan.
Allir ríkisstjórarnir
boðaðir á fund.
Einkaskeyti frá United Press.
London í gær.
Fregn frá Washington' herm-
ir, að Boosevelt forseti hafi boð-
að alla ríkisstjóra í Bandáríkj-
unum á fund í Washington, til
þess að hlýða á skýrslu Edgar
J. Hoover og dómsmálaráðheri*-
ans, um rannsóknir þær, sem
hið opinbera hefir látið fram
fara, varðandi njósnastarfsemi
í Bandaríkjunum. Bannsóknar-
stofnun Bandaríkjanna hefir
framkvæmt rannsóknina undir
handleiðslu Edgar J. Hoover's.
Hefir hún tekið til merðferðar
16885 njósnamál og m. a. fram-
kvæmt rannsókn í 270 her-
gagna- og skotfæraverksmiðj-
um.
Vígbúnaðurinn í
Bandaríkjunum
Cordell Mull flLytui* pæðu.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Cordell Hull, utanrikismála-
ráðherra Bandaríkjanna, hefir
haldið ræðu og gert grein fyr-
ir því, hvers vegna Bandaríkja-
stjórn hefir tekið þá stefnu, að
Bandaríkjaþjóðin skuli vígbú-
ast, svo sem henni er framast
unt. Vér verðum, sagði Cordell
Hull, að verða svo sterkir fyr-
ir, að þær þjóðir, sem hafa
tekið valdið í þjónustu sina,
Fai»þega- og póstflutningai*
yfip Nopdup-Atlantsnaf byrja
á ný.
Flugferð flugbátsins »Clare« vestur um haf.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í gær.
Breski flugbáturinn „Clare", eign British Overseas Airway's
Corporation, er kominn til Nýfundnalands, eftir flugferð frá
Foynes í Eire, sem gekk að öllu leyti að óskum. Flugbáturinn
var 16 klst. og 6 mín. á leiðinni og hélt áfram ferð sinni frá
Nýfundnalandi, eftir skamma viðdvöl, til New York. — Með
þessari flugferð eru byrjaðar á ný póst- og farþegaflugferðir
yfir Atlantshaf, en þ. 3. október s.I. voru þær lagðar niður vegna
stríðsins.
Flugbáturinn mun taka póst og farþega til Bretlands í New
York og leggja að stað aftur von bráðara. — Amerískt flugfé-
lag Vinnur í samráði við hið breska flugfélag um að koma á
póst- og farþegaflugferðum yfir Norður-Atlantshaf.
Járnvarflliflsmennirmr
I Rúmeniu vilja nú sam-
vinnn við Breta.
Þeir og bændaíiokkurinn samein-
ast gegn því að Rúmenar láti
íleiri lönd aí hendi.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Mótspyrnan gegn því, að Rúmenar láti fleiri lönd af hendi,
fer nú mjög vaxandi í Rúmeníu. Hefir þetta komið skýrt í Ijós
um s. 1. helgi. Dr. Maniu, leiðtogi Bændaflokksins hefir birt ávarp
til þjóðarinnar og skorað á hana, að spyrna gegn því, að kröfur
Ungverja og Búlgara nái fram að ganga. Ungverjar gera sem
kunnugt er þær kröfur, að þeir fái Transylvania, en Búlgarar
vilja fá Suður-Dobrudja. Þjóðverjar hafa lýst yfir samúð sinni
með þessum kröfum, en talið var, að þeir hefði ráðlagt Ung-
verjum og Búlgörum, að knýja þær ekki fram í bili. Leiðtogi
járnvarðliðsmanna hefir einnig birt ávarp til þjóðarinnar og er
skorað á þjóðina til samheldni og er hún hvött til samvinnu við
Breta. Er þetta skilið svo, að járnvarðliðið sé fallið í ónáð hjá
Hitler. Samkomulagsumleitanir eru nú í þann veginn að byrja
milli Ungverja og Búlgara annarsvegar og rúmensku stjórnar-
innar hinsvegar og getur hæglega svo farið, að ávörp þau, sem
að framan um getur, hafi þau áhrif, að rúmenska stjórnin biðj-
ist lausnar, ef hún þá ekki tekur rögg á sig og mótmælir öllum
kröfum á hendur Rúmenum um að þeir láti lönd af hendi.
geti hvergi vænst neins árang-
urs af árás á nokkurt land í
Vesturálfu. Cordell Hull sagði
einnig, að þau öfl lagaleysis og
ofbeldis, sem æddi þar um sem
villidýr, mætti aldrei fá að
leika lausum hala vestra. Það
er aðeins hægt að koma í veg
fyrir það með einu móti, sagði
hann, og það er að vígbúast
eins og oss er frekast auðið.
Borgarstjórinn í
Montreal hand-
tekinn.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Borgarstjórinn í Montreal,
mestu borg Canada, var hand-
tekinn i gær, Borgarstjórinn,
Houde að nafni, hvatti menn
til þess að láta ekki skrásetja
sig til landvarna. Var hann því
settur í gæsluvarðhald, með
skírskotun til
varnalaganna.
ákvæða land-
ituælðskortiir
Lengri vinnutími
í verksmiðjum
Frakklands.
Einkaskeyti.
London í morgun.
Fregn frá Vichy í Frakk-
landi hermir, að ríkisstjórnin
hafi ákveðið 51 klst. vinnuviku
i öllum verksmiðjum í þeim
hluta landsins, sem ekki hefir
vei'ið hernuminn. Er því 40
klukkustunda vinnuvikan úr
sögunni.
lapðiiir fóleiír 011\
Þeir ætla að foíða
átekía,
Einkaskeyti.
London i morgun.
Miklar æsingar hafa verið í
Japan út af því, að nokkrir jap-
anskir menn hafa verið hand-
teknir i London, Bangoon,
Hongkong og Singapore. Segja
þeir handtökurnar hefndarráð-
stafanir vegna þess að breskir
menn voru hándteknir í Japan.
Höfðu blöðin í hótunum við
bresku stjórnina i gær og í
fyrradag, en i morgun er tónn
þeirra hógværari. Það er alveg
greinilegt, að um hefndaráform
er að ræða, segir Tokyo A^ahi,
en japanska stjórnin hefir á-
kveðið að biða róleg átekta í
Einkaskeyti frá United Press.
London i niorgun.
Áreiðanlegar fregnir hafa
borist um, að matvælaskortur
er í París og héruðunum í ná-
grenni borgarinnar. Matvæla-
skorturinn er orðinn svo alvar-
legur, að lögreglustjórinn hef-
ir birt áskorun til almennings
um að takmarka matvæla-
neyslu sem allra mest.
bili, í fyrsta lagi vegna þess, að
það sæmi ekkf stórveldi sem
Japan að grípa til hefndarráð-
stafana gegn hefndarráðstöfun-
um, og i öðru íagi vegna þess,
að japanska stjórnin vilji gefa
bresku stjórninni tækifæri til
frekari ihugunar í málinu.
Japanskir menn hand-
teknir í Rangoon, Singa-
pore og Hongkong.
Alvarlegrai* horfar nm isainlbuð
Janana ogr Breta.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í gær.
Þrír japanskir kaupsýslumenn hafa verið handteknir í Ran-
goon, japanskur blaðamaður, fréttaritari Ðomei-fréttastofunn-
ar í Singapore og japanskur kaupsýslumaður í Hong-Kong. Jap-
anir eru gramir yfir handtökum þessum og segja, að þær hafi
verið fyrirskipaðar í hefndarskyni fyrir að breskir menn voru
handteknir í Japan. Þessu er algerlega neitað í London, heldur
er því haldið fram, að hér sé um nauðsynlegar öryggisráðstaf-
anir að ræða. — Eitt japönsku blaðanna heldur því fram, að
Bretar framkvæmi hefndaráform sín ekki að eins í Bretlandi,
heldur og í öðrum löndum Bretaveldis, og geti þetta haft hinar
alvarlegustu afleiðingar. Japanska stjórnin, segir blaðið, hefir
til íhugunar hvaða gagnráðstafanir skuli gera. Suma, talsmað-
ur utanríkismálaráðuneytisins í Tokio, hefir neitað að láta
nokkrar upplýsingar í té. — Þríp breskir menn, sem handteknir
höfðu verið í Japan, hafa nú verið látnir lausir.