Vísir - 07.08.1940, Síða 3

Vísir - 07.08.1940, Síða 3
VlSIR Aðeins 3 söludagar eítir í 6. flokki HAPPDBÆT13V. Ný skáldsaga. Frh. af 2. síðu. hinir ekki að verulegu haldi. Enginn bregður mállausum manni um það, að hann hugsi ekki, en liitt vita allir, að hon- um er gjörsamlega fyrirmunað að setja fram hugsanir sínar með skipulögðum hljöðum máls. Þá kannast allir við mál- tækið, að margur sé skáld þó hann yrki ekki, og er með því væntanlega átt við, að það bær- ist með mörgum manni skáld- legar hugsanir, enda þótt hann skorti hæfileika til að selja þær fram í formi, sem þeim svarar. Danski spekingurinn Sören Kirkegaard orðar það meira að segja einhversstaðar eitthvað á þá leið, að skáldið hugsi sömu hugsanir og allir aðrir, en að honum einum sé gefið að setja þær fram, enda myndi, ef svo væri ekki enginn skilja, þegar skáldið talaði.Nú má það að visu vera, að enda þótt ýmsa liæfi- leikana skorti ekki með öllu, séu þeir þó ekld til nema af skqj-n- um skamti, en þá er að vila, livort ekki megi þjálfa þá, svo að komi að góðum eða fullum nolum, og eru dæmin þess deg- inum ljósari, að það er unt. Því verður naumast neitað, að eitt mesta ljóðslcáld vort, Grímur Thomsen, hafi frá náttúrunnar liendi eklci verið liagmæltur, sem kallað er, en honum, tókst að þjáifa þá litlu getu sina svo, að hann varð i stórskúldatölu, og er þó vafalaust stirðkvæðastur ís- lenskra liöfuðskálda. Manni ‘æti því orðið að spyrja, hvort sú marghliða stílleikni, sem Guð- mundur Daníelsson ræður yfir, sé náttúruleikni með öllu, eða að nokkru leyti þjálfuð. Þar til er eindregið að svara, að hér er um ómengaðar náttúrugáfur að ræða, og það er ljóst af þvi, að þeir stílhnökrar,sem finnast hjá honum, stafa hersýnilega af, að liann kostar ekki eins miklu til fágunarinnar, eins og hefði mátt gjöra, en þó eru svo tiltölul. lítil brögð að þessu, að naumast sak- ar, enda þótt auðvelt hefði verið að komast hjá því. Það er ef til vill þessi stílleikni, sem manni finst vera sterkasta loforðið af hálfu höf. um að verða ótvírætt skáld í fremstu röð, þó að vísu margt annað bendi til þess. Skáldrit Guðmundar Daníels- sonar byggjast ekki á frásögn eða rakning atvika, heldur fyi'st og fremst á sálkönnun, á mann- lýsingum. Atvikin eru að vissu leyti hjá honum ekki annað en svarðreipi til þess að halda mannlýsingabagganum saman, og í þessari bók eru þau ágæt- lega fléttuð og snurður litlar á. Þó má benda á nokkrar. Frá- sagan af því, hvernig Ávaldi kemst yfir peninga þá, sem verða undirstaðan undir hinum ytra viðgangi lians, er einkar „reyfara“kend; allajafna munu íslensk fjársvik taka á sig aðra mynd en þá, og hefði ekki farið ver á þvi, að þetta hefði einhvern vegin öðru vísi verið. Hins vegar er lýsingin á þeim gullsmiðs- hjónunum og seglasaumara- ekkjunni svo örugg og föst, að Kominn helm. Engilbert Guðmundsson tannlæknir. manni verður síður starsýnt á þetta fyrir bragðið. Sama virðist aftur á móli naumast hægt að segja um fyrirburðinn, sem bar fvrir ferjumanninn við Bola- fljót, rétt áður en, eða um það, að Ávalda bar að kölluðinum. Maður er altaf síðan, eftir því, sem á söguna líður, að búast við, að nú reki að því, sem hin sker- andi kvenmannsliljóð liafi vitað á, t. d. að önnur hvor þeirra Rósamundu eða Maríu færi í ána eða færi sér í ánni, en það verður ekki af þvi. Maður fær' ekki varist þeirri hugsun, að höf. hafi í upphafi haft eitthvað slikt í huga, og þess vegna komið fyrirboðanum fyrir þarna, en síðan fallið frá þvi, og látið hann standa af gleymsku, svo að hann boðar nú ekki neitt, en það er ó- neitanlega galli á fyrirl)oða. Eitt má nefna enn. Davíð bóndi á Sveinsvatni hittir Rósamundu fyrst með þeim hætti, að hún er að eltast við rollur og biður hann að standa fyrir, sem hann gjörir ekki, en hún þýtur svo „fram lijá honum eins og stygg kind“. Næsta skifti sér Davíð hana á Þúfu, verður starsýnt á hana, og hún horfir stygðarlega á móti. en þau yrðast ekki á. I þriðja skifti hittast þau, þegar liún kemur að Sveinsvatni með Guð- laugu á Þúfu til þess að hjálpa Davíð að undirbúa útför Ásu, og þá segir höf.: „Einhversstað- ar djúpt inniíþessarisvartfextu, ljónstyggu ótemju sló mann- legt hjarta með mannlegum veikleikum. Það hafði hann (þ. e. Davíð) ekki uppgötvað fyrri.“ Þarna finst manní að- dragandinn að þessari athugun Davíðs vera fullskammur og veigalítill, að minsta kosti til þess að hafa orð á því, að hann liafi ekki gjört hana fyrri. Þetta virðast smiðalýtþsem jafnslyng- ur maður og höf. hefði átt að geta foi'ðast við, meii'a að segja ekki altof vandlegan, yfirlestur, en yfirlestur ætti síst að leggjasl undir höfuð, því enginn er svo leikinn, að hann riti sem hrein- skrifað væi'i i fyrslu umferð. Þetta er þó alt smælki og hefir enga þýðingu fyrir heildardóm- inn um bókina, liún er svo létt skrifuð, að maður les liana fyr- irhafnarlaust og í striklotu. Það má kalla þetta merkilegan vott um ritleikni höf., því það er sjaldan, að manni finnast bækur beinlinis spennandi, nema at- burðaröðin sé þétt, og atburð- irnir áhrifamiklir með hröðum stíganda. í þessari bók veltur lítið á atburðum, en alt á mannlýsingum, og það má kalla, að þær séu frábærar. Festan og samkvæmnin í þeim er órjúf- andi og myndirnar svo vel gjörð- ar, að manni finst þar livorki of né van. Það er i raun og vern svo, að hver einasta persónabók- arinnar stendur svo bráðlifandi, að það er fyrirhafnarlaust að átta sig á hverri um sig — mað- ur skilur þær strax. Þó það sé ekki annað en Geirlaug gamla, ómerkileg aukapersóna, eða ferjukarlinn við Bolafljót, sem sist fer meira fyrir í sögunni en lienni, þá eru þau dregin upp með frábærum skilningi á þeim og á því, hvað hægt sé að gjöra mikið með litlu. Besta mann- lýsingin er óefað lýsingin á Da- við bónda á Sveinsvatni; liann er þybbinn maður, sem vanur er þvi að vera upp á sjálfan sig kominn í einyrkjabúskap á afskektu koti, en þó óníddur af. Þá er liúsbændurnir iá Grjót- læk, Ormur og kona hans, ágæt- lega vel byggðir hjá liöf., enda þótt manni þyki nokkuð nýstár- leg rausn Orms, þegar liann um siðir gefur Davíð bónda Grjót- lækinn. Þá er einkar mannleg eiginhyggja Guðlaugar á Þúfu, umkomuleysingjans, sem lítur tilvei'una frá óbrotnasta sjónar- miði og tekur hispurslaust fram hjá karlinum sínum, þeg- ar hann er heilsulaus og far- lama, og þykir það sjálfsögð afleiðing af eðlilegrí orsök. Star- sýnast verður manni auðvitað á þau Rósamundu, Maríu og Á- valda. Rósamunda og María eru fullkomnar andstæður. Rósa- munda er frumstæð kona, í raun réttri sálarlaus, og lætur stjórn- ast ýmist af ótta eða frumstæð- ustu eðlishvötum, og engu öðru. Óttinn ræður þvi, sem hún gjör- ir vel, en blóðhitinn því, sem liún gjörir illa. Hún veit þetta þó ekki sjálf, heldur lætur að vissu leyti hverjum degi nægja sina þjáningu, og manni liggur við að segja, að það sé fyllilega rök- rétt, að hún er orðin mormóni, þegar liún liverfur manni sjón- um í sögulok. María er aftur á móti mikil kona, ekki kvenskör- ungur í þeim skilningi, að liún láti mikið til sín taka eða á sér bera í opinberu lífi, heldur göf- ug kona, sem skilur alt, fýrir- gefur alt, umber alt og er trygg til dauðans. Þessi mikilmenska er auðkenni kvenna, og það er sannast að segja, að göfugar konur, bera allajafna af göfug- um körlum; það liggur í eðli þeirra. Þegar maður virðir fyrir sér Maríu annars vegar og Ávalda hins vegar, detta manni í hug persónur Cliarles Dickens, en um þær skiftir allajafna ekki nema i tvö horn, að þær eru ýmist englar eða djöflar, og þar á milli eru sjaldan mörg stig. Engillinn, ef svo mætti kalla, i konulíki er óefað til; myndin af Maríu er þvi ekki ótrúleg, en karlmenn eru yfir höfuð blendn- ari en konur og marglyndari. Englar og djöflar í karlaliki eru því liarla fásénir; flestir karlar geta haft það til að vera hvort- tveggja og bæði. Um Ávalda virðist sem hann sé alveg lirein- ræktað illmenni, og glittir helst aldrei í góða taug í allri skap- gerð hans, það væri þá helst i framkomunni við Geirlaugu gömlu, en hún þarf þó ekki að hafa verið sprottin af öðru en ótta við afleiðingunum af þvi, sem hann hafði gjört. Sögunni lýkur þó svo, að góður innri maður Ávalda sigrar fyrir til- styrk Maríu, hinnar ágætu konu hans. Þetta má vel til sanns veg- ar færast, en þá má með sanni segja, að Ávalda hafi tekist að fara heldur en ekki dult með þennan betri mann sinn fram að því, að hann nær yfirtökum, og að hann liafi því verið einlynd- ari í illmenskunni, en karlmenn alment myndu geta verið. Þó er myndin af þessum manni, svo einkennileg og jafnvel ótrúleg sem hún virðist, ákaflega vel gjörð hjá höf., og þrátt fyrir alt ekki laus við að vera sannfær- andi. Höf. leiðir í þessari bók f jölda ólíkra manna fram á sjónar- sviðið, fastmótaða og glögga, og séu þessar myndir hans born- ar saman við persónulýsingar i fyi’ri bókum eftir hann, ekki síst seinustu bókinni „Gegnum lystigarðinn", er ekki unt að loka augunum fyrir þvi, liversu geysimikil framför er hér frá þeim. Fólkið í „Gegnum lysti- garðinn“ er laust og Iopakent, svo að naumast er hægt að hafa liöndur á því, en i „Á bökkum Bolafljóts“ er fólkið slcýrt og auðskilið. Maður leggur þvi bók- ina frá sér ánægður yfir að hafa verið að lesa góða og skemtilega n;«i j.ykTHMri.i riTi '.fjri-m Súðin fer vestur um land í strand- ferð í stað Esju n. k. fimtu- dagskvöld kl. 9 síðd. ÖOGOOOGOOCÖÖOOOOeöCOOCGOOGÖOOOGOOÖOOOGGQQCOOQGOOCKaiBaBg g ■ s. Hughéilar þakkir fgrir særadir -sýndcu: mér & 2g sjötíu og fimm ára afmæli minu,. 3. ágúst. J ó n P á l s s o n. Wý ÍOOöOOÖOÖOööO<iGööOöööööGeCOÖÖGÖÖOOÖCGÖÖÖQÖÖGÖÖOQSSœ83Sa© Mest selda bók síðasta árs, „Á hverfanda hveli“ (Gone with the wind) byrjar að koma út i haust hjá Víkingsútgáfunni í'mjög tak- mörkuðu upplagi, og einung- is að undanteknum nokkur- nn eintökum, seld í heftum, á kr. 3.00 til þess að tryggja að sem flestir geti eignast jpessa óvenjulegu bók, sem i einni svipan • gerði skáldkon- una Margaret Mitschell fræga um allar jarðir. Nokkur ein- tök af hókinni á ensku (Gone witli the wind). og á norsku (Borte med Blæsten) munu hafa lconiið hér í bókaversl- anir ög selst samstundis. Bók- in verður öll um 1200 blaðsíð- ur í stóru broti, en svo spenn- andi að jafnvel ýmsir, sem liafa orðið að stafa sig fram úr henni með orðabók á frummálinu, liafa ekki gefist upp við að Ijúka við hana. — Adv. Uppboð i timburbraki verður, ef veður leyfir haldið í Viðey, samkvæmt beiðni vitamála- stjóra, fimtudaginn 8. ágúst n. k. og hefst kl. 2 e. h. Ferðir, gegn sanngjörnu fargjaldi, verða frá Lofts- bryggju eftir kl. 1 e. h. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 6. ágúst 1940. BERGUR JÓNSSON. BETAMON er besta rot- varnarefnið. Geng-ið á Hlöðufell. íþróttafélag kvenna fór um helg- ina austúr að Geysi, en þaðan var gengið á sunnud.morguninn norS ur að Hagavatni, en síðan haldið áfram niður fyrir Hlöðufell og taldað á Hlöðuvöllum. Á mánu daginn gengu flestar stúlkurnar á Hlöðufell og fengu þar hið ágæ- asta útsýn. Það mun vera fátitt aÖ kvenfólk gangi á Hlöðufell, enda hefir það verið talið með erfiðari fjöllum á Suðvesturlandinu til að ganga á. Að aflokinni fjallgöng- unni gekk hópurinn samdægurs niður á Hofmannaflöt, og má þetta teljast hin frækilegasta ferö. bók — góðar bókmentir. Mér er nær að halda, að þetta sé besta skáldsaga er hér hefir komið út, síðan Guðmundur Hagalín samdi „Sturla í Vog- um“, enda er blæsvipUr með bókunum, þó ólíkar séu. Höf. er innan við þrítugt, svo það má í framtíðinni vænta margs af honum góðs og jafnvel enn betra, en það er síður en svo last um þessa bók, því hið betra rýrir aldrei að nokkru gildi hins góða. Guðbr. Jónsson. Bókant^áfa Mennlngarsjóðs og Þjóðv naféIagsiBS.| Þessar þrjár bækur eru komnar út: Markmið og leiðir eftir Aldous Huxky, þýdd af (fr- Guðm. Finnbogasyni. Sultur, skáldsaga eftir NobelsverðlaunaskáldiS Knast Hamsun, í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá KaldaSar- nesi, og Viktoría drotning eftir Lytton Strachey, þýdd af Krfeá- jáni Albertsyni. Bækurnar hafa þegar verið sendar áSeiðis til umfioiSs- manna úti um land. — Áskrifendur í Reykjavík vitp bókanna í anddyri Landsbókasafnins og í Hafnarfnrði í verslun Valdimars Long. SIGURÐUR S. THORODDSEN verkfr. sýnir 335 andlitsmi'ndiir vatnslita og pennateikningar í Austurstræti 14, 1. hæð (p»'i Hattabúð G. Briem). - Sýningin hófst í dag.kS. I og verð’ur íram-1 vegis opin kl. 10—12, 1—7 og 8—10 e. h. Þakpappí NÝKOMINN. Helgi Magnússort & Co. HAFNARSTRÆTI 19. BifreiOar til sölu Bifreiðastöð VÍSXS-KAFFIÐ gerir alla glaða Flöikur ogr s föi Við kaupum daglega fj yst umsmn allar algengar tegundir af tómn mw flöskum og ennfremur tóm glös af öllum tegundum, sem frá okkur msru komin, svo sem undan bgkunai>> dropum, hárvötnum og: iLmvöthiim. Móttakan er í Nýborp. Áfengisverslun ríki§in§. Lík kommnar minnar, Fanneyjar Jónsdóttnrv verður flutt til Vestmannaeyja með m. s. Laxfoss í kvöM. Kveðjuatliöfn fer fram frá heimili foreldra hennai^. Framnesvegi 28 og hefst í dag kl. 6 siðd. Ágúsi Bjarnasorc, Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samiið við fráfaK' «sg jarðarför konu minnar og móður okkar, Guðrúnar Hallbjöriisdöttur, Hannes Friðsteinsson og borrc-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.