Vísir - 09.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 09.08.1940, Blaðsíða 2
VlSIR Kartðflumyglan: Iwarðiirmn yðar er í yfírvofandi liættu. VÍSI8 DAGBLAS . n Útgpfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlangsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasaia 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. íþróttirnar. Tjið sumar, sem nú er orðið nokkuð áliðið, liefir ekki verið hagstætt fyrir iþrótta- menn vora. Kuldar og rigningar liafa skifsl á um að gera æfing- ar þeirra erfiðar og fjöfdi iþróttamanna hefir ekki nað þeirri þjálfun, sem lteir liefði kosið. í augum þeirra, sem einbiína á met er sumarið enu lakara, en í augum hinna, sem vita að iþróttirnar geta verið hættuleg- ar, ef þær eru ekki iðkaðar með skynsemi og forsjá. Það er auðvitað metnaðarmál hverrar þjóðar, að eiga menn i sínum hópi, sem skara fram úr í sinni grein, i iþróttum eða öðru. En sá metnaður má ekki verða til þess, að menn gleymi f jöldanum, sem aldrei getur náð jafnmiklum frama og afburða- mennírnír. Það á ekki að eins að vera metnaðarmál að eiga einslak- ling, sem á Norðurlandamet eða beimsmet i einhverri grein, heldur miklu fremur að þjálfa menn yfirleítt svo i íþróttum að J>eir verði sterkari, stæltari og betur við þeim örðugleikum búnir, sem framundan kunna að vera á lífsleiðinni. Eins og öllum íþróttakapp- leikjum er nú háttað, er mjög erfitt að kveða niður þessa ein- staklingsdýrkun, sem að ýmsu leyti getur orðið skaðleg. Kepp- endum er lagt ,á hjarta að þeir eigi að afla félagi sínu eins margra stiga og mögulegt er, til þess að félagið geti sigrað. Fé- lagið sér jafnframt um kenslu handa þessum meðlimum sín- um og legghr því auðvitað mesta og e. t. v. einvörðungu rækt við þjálfun þeirra, sem liklegir eru til að færa þvi sigur. Slíkt nær auðvitað engri ált. Félögin eru þannig, að því er virðist, horfin frá því að iðlca iþróttir vegna íþróttanna sjálfra, heldur eru iþróttamennirnir orðnir einskonar verkfæri til þess að afla félaginu meistara- titla o. þ. h. Það er til afar nærtækt dæmi um það út í livaða öfgar.er hægt að fara, til þess að fá þessari metnaðargirnd fullnægt. í þess- ari viku fór hér fram mót í frjálsum iþróttum. Þar var kept í 12 iþróttagreinum og tveir ungir og efnilegir iþróttamenn tóku þátt í hvorki meira né minna en níu greinum hvor. Hverjum finst nú skynsam- lega að farið þarna? Óharðnaðir unglingar látnir taka þátt í hverri íþróttakepninni á fætur annari gegn harðsnúnum and- stæðingum, sem eru kannske al- veg óþreyttir. Það er varla hægt að álasa drengjunum fyrir þetta að öllu leyti. Þeir eru fullir of- urkapps, og gera sér ekki ljóst að þetta getur verið hættulegt fyrir Iieilsu þeirra. Kenúarar og fornáðamenn fé- laganna eiga höfuðsökina. Þeir hljóta að vita hver hætta getur stafað af þessu og eiga því að halda aftur af piltunum. En ef þeir gera sér ekki Ijóst, hver hætta getur verið á ferðum, þá eru þeir alls ekki starfi sinu vaxnir og her þá að 'fela J>að hæfari mönnum. Hjá erlendum Jjjálfurum er það ávalt fyrsta og æðsta boð- orðið, að hlynna að unglingun- um og gæta Jiess á allan hátt, að þeir ofbjóði sér ekki. Allir sjá Iiversu rétt Jiað er, en þeir menn, sem hér eiga að gæta Jæssarar gullvægu reglu, virðast ekki bera fult skynbragð á gildi hennar. Gamalt orðtæki segir: Kapp er best með forsjá. Það á við um hvað sem er, og ekki síst um íþróttirnar og iðlcun Jjeirra. Sé ekki gætt varfærni og skynsemi í iðkun þeii'ra, geta Jiær gert meiri skaða en gagn. Iþrótlakennararnir verða að brýna fyrir lærisveinum sínum, að Jjeir eigi ekki að eins að leggja stund á íþróttirnar til þess að verða methafar og eignast verðlaunapeninga, heldur eigi þeir að hugsa fyrst um að ijþrótt- irnar eru til Jiess að styrkja lík- amann og herða, — ]>vi að J>að fer oftast saman, heilbrigð sál og hraustur líkami. íþróttakennararnir eiga líka að kenna, að andi íþróttanna ev drengskapur og veglyndi. Sá, sem ekki öðlast J>á kosti með annari íþróttakenslu verður aldrei sannur iþróttamaður. Það eru ekki einungis afrekin sem skapa íþróttamanninum virð- ingu, heldur sú list að kunna hæði að sigra og bíða ósigyr. O íö ára: Frú Sioriður Biörusson. Frú Sigríður Björnsson, ekkja .Jakobs Björnssonar kaup- manns á Svalbarðseyri, á sjö- tugs-afmæli í dag. Frú Sigríður er Snæfellingur að ætt, dóttir hins kunna fram- kvæmdamanns Sveins Guð- mundssonar á Búðum, og stendur að henni höfðingsfólk i lváðar ættir. Innan við tvitugt giftisl frú Sigríður Jakobi Björnssyni og settist að á Svalbarðseyri. Rak maður hénnar útgerð og versl- un, en heimili þeirra hjóna var eitt liið mesta rausnarheimili norður þar. Voru J>au lijónin samhend um gestrisni og góð- vild, hver sem i hlut átti.En J>að er mál allra manna, er til }>ektu, að heimili J>eirra hafi skorið sig úr um alveg sérstakan menn- ingarbrag. Frú Sigríður var fríð kona, glaðlynd og hlýleg í framkomu, en þó jafnframt stjórnsöm á heimili og myndar- leg. Maður hennar var ræðinn maður og greindur. Bæði voru ]>au hjón óvenjulega víðlesin í innlendum og erlendum bók- mentum. Sambúð þeirra var hin ánægulegasta, og minnast margir heimilis þeirra á Sval- barðseyri með miklu þakklæti. Varð hverjum manni hlýtt í skapi, sem þangað kom. Frú Sigríður dvelur nú á heimili sonar síns, Theodórs Jakobssonar skipamiðlara. Á. Kartöflumyglan er skæðasti kartöflusjúkdómurinn sem bor- isl liefir til landsins svo vitað sé. Sjúkdómué þessi hefir í einstöku árum valdið uppskerubresti i lieilum landshlutum eins og mönnum er í fersku minni. Á síðustu árum hefir hann ekki komist í algleyming eins og svo oft áður og má einkum J>akka það veðráttunni sem hefir verið honum óhagstæð. Auk J>ess eru menn nú farnir að rækta hraust- ari kartöfluafhrigði en áður. Á hverju ári gerir J>ó karlöflu- myglan meira og minna vart við sig hér á landi eins og t. d. i fyrrasumar, J>á gerði hún bæði vart við sig á Suður- og Norður- landi. Nú á þessu sumri er myglan þegar farin að gera vart við sig bæði 1 Reykjavík og fyrir „aust- an fjall“ svo vitað sé með vissu, og nú stöndum við að ]>vi leyti ver að vígi en undanfarin sum- ur, að veðráttan hefir einmitt verið hagstæð fyrir kartöflu- mygluna upp á siðkastið, hlý og rök. Það má J>ví segja að kart- öflugarðarnir hér um slóðir séu í yfirvofandi hættu vegna kart- öflumyglunnar. Því verða garð- eigendur nú J>egar að grí)>a til nauðsynlegra varúðarráðstaf- ana gegn myglunni. Það mun hafa verið svo til ætlast að Reykjavikurbær tæki að sér að Júní-hefti Kirkjuritsins þ. á. flytur m. a. prýðilegt erindi eftir síra Þorstein prófast Briem á Akranesi: Endurskoð- un sálmabókarinnar. Hafði höf. flutt erindi þetta á prestastefnu 1939 og gegnir í rauninni nokk- urri furðu, að hann skuli ekki hafa látið birta }>að fyrr en nú. Það á erindi til allra, sem trú- málum unna og láta sig ein- hverju varða, hvað yfir J>eim er sungið í kirkjum landsins. Sira Þ. Br. mun vera í hópi þeirra guðfræðinga, sem íhalds- samir mega teljast og forðast vilja í lengstu lög, að hróflað sé við fornu lögmáli kirkjunnar. En ef breytingar eru gerðar á málefnum hennar, vill hann að ]>ess sé jafnframt gætt, að eng- um verðmætum sé glatað eða á glæ kastað, nema J>ví að eins, að ný verðmæti komi til, jafn- gild hinum fyrri eða betri og dýrmætari. Hann segir m. a.: „Höfuðsjónarmið mitt gagn- vart öllum breytingum á kirkju- málum er hið sama, sem síra Matthías hefir í „Nýjárshvöt" sinni orðað svo: Ef ]>ú brýtur gamlan garð gerðu fult hið nýja skai’ð. Þetta sjónarmið felur ekki i sér andúð gegn breytingum, heldur hitt, að ekki sé unnið liið auðvelda verk, að kasta fyrir borð eða rifa niður, nema örð- ugra verkið sé unnið jafnframt, að fylla skarðið svo, að betur sé en áður. í Jiessu efni kemur því ekki J>að eitt til greina, hvort meira eða minna í sálmabók vorri sé miður fullkomið, heldur hitt, hvort til sé annað betra í stað- mn . Þarna talar vitur og gætinn og góðviljaður klerkur. Það er ánægjulegt að sjá, láta framkvæma slíkar ráðstaf- anir fvrir bæjarbúa gegn á- kveðnu gjaldi, en nú mun hafa orðið minna úr slíkum fram- kvæmdum en ætlast var til vegna Jiess hve veðráttan hefir verið óhagstæð til þeirra liluta. Nú verða menn að nota fyrsta tækifæri sem gefst til að fram- kvæma slíkar varnir — ef alt á ekki að verða um seinan — en veljá verður til J>ess þurt og gott veður. Að undanförnu hafa í blöðum og Útvarpi verið gefnar upplýs- ingar um varnarráð gegn kart- öflumyglu. Hcr skal að eins minst á að sé um duftdreifingu að ræða er einkum mælt með „Dana“-duftinu, en af J>ví þarf um 5 kg. á hverja 1000 fermetra hvert skifti sem dreift er. Úðunin krefst fullkomnari tækja en er talin öruggari en duftdreifing. Þegar um úðun er að ræða er einkum ástæða til að mæla með „Bayer“ koparjcalki, af því J>arf 400 grömm í 100 lítra af vatni. Menn ættu að snúa sér lil garð- yrkjuráðunautarins í Reykja- vílc eða Atvinnudeildar háskól- ans, en hjá J>eim má gera ráð fyrir að hægt sé að fá nánari upplýsinga í Jiessum efnum og upplýsingar sem við eiga á hverjum stað. Stefán Þorsteinsson. hversu síra Þ. Br„ hinn ílialds- sami guðfræðingur, kann að meta sálmakveðskap síra Matt- híasar, andagift hans og frábæra snild. Hann kannast fúslega við, svo sem liklegt má þykja, að J>jóðin hafi átt mörg merkileg trúarskáld, en virðist taka sira M. J. fram yfir J>au öll, þegar frá er talinn sira Hallgrimur Péturs- son. „Síra M. J. hefir }>ann eigin- leika trúarskáldsins,“ segir sira Þ. Br„ „að vér heyrum þar glögt óminn frá hjarta hans sjálfs. Heyrum hvernig J>að titrar, ým- ist 1 sárustu iðrun, örmagna trú- arstríði og knéfallandi allsleysi, eða í lofsöng og tilbeiðslu barnslegs trúartrausts og Guð friðar“ .... „En J>ar að auki ræður sira Matthías yfir auði, sem mér er ekki lcunnugt um, að minst hafi verið á opinberlega í þessu sam- bandi. Það eru perlurnar í hugg- unai’- og erfiljóðum hans og öðrum tækifæriskvæðum.“ .... „Úr einu minningarljóðinu má t. d. fá jólasálm. Og í sumum þeirra varpar liann sér ekki að eins með blæðandi, örvona hjarta beint að fótum drottins sins og lausnara, heldur rís hann J>aðan upp aftur sem „bjarg á móti bárum“, er býður hverju meini og mannlífskvöl birginn.“ „Huggunarljóð hans eru ekki tóm sorgarvein, heldur mætti nota valin vers úr þeim sem hreysti- og lofsöngsljóð í hverri baráttu lífsins.“ „Eitt kemur næstum óvænt í ljós, þegar trúarljóð M. J. eru öll lesin. Það er, að þar getur engin sérstök trúar- eða guð- fræðistefna helgað sér hann.“ „í sínum bestu trúarljóðum er liann hvorki nýr guðfræðingur né gamall. Hann er hvorki „spíritisti“ né „pietisti“, „deisti“ eða neinskonar „isti“, lieldur er | hann J>ar fyrir ofan J>etta ált.“ „í sínum fegurstu trúarljóð- um er M. J. hvorki eins- eða neinskonar guðfræðingur. Það sýna sáhnar hans glögt. En liann hefir öðlast J>að, sem er allri guðfræði meira.“ Sira Þ. Br. er J>eirrar skoðun- ar, að Hallgrímur Pétursson og Matlhías Joehumsson verði „að- allega að fylla skörðin í hinni íslensku sálmabók“. „Önnur skáld hafa að vísu orkt fagi’a sálma, er vel mundu sóma J>ar. En J>ess er að gæta, að taka ekki of margt. Með J>ví er hverjum höfundi gerður ó- greiði, þó að annað kunni að sýnast í svip.“ Um muninn á þeim síra Matt- híasi og síra Valdemar Briem, sem sálmaskáldum, segir síra Þ. Br. meðal annars: „Það er einkennilegt a^ bera saman, hvernig síra V(aldemar) fer með hugtök og líkingar eftir lögum fastrar, rökréttrar hugs- unar, en hinn mikli skáldandi Matthíasar liugsar í myndum, er verða að skiljast andlega eða táknrænt, eins og í Opinberunar- bókinni.“ Síra Þ. Br. er J>vi hlyntur, að sá háttur verði upp tekinn, að hafa (eins og í Viðbætinum 1933) „sérstakan flokk andlegra Ijóða aftan við sálmabókina.“ „Þenna flokk mætti m. a. miða við þarfir æskunnar á heimilunum. Þar ætti og, auk trúarlegra ættjarðarsöngva, að taka ljóð, er eiga við ýmis við- lcvæm atvik í lifi manna, svo sem þegar barn fer alfarið að heiman. Kemur J>ar m. a. í hug- ann ljóðið „Guð leiði J>ig“ og erindi úr kvæðinu „Móður- kveðju", eftir M. J„ }>ar sem skáldið túlkar svo einn leynd- ardóm trúarinnar, að seint mun gleymast.‘“ Sira Þorsteinn Briem vill ekki, að hrapað verði að endur- skoðun sálmabókarinnar. Þar sé margs að gæta. „Vandvirk endurskoðun sb. verður sein- unnið verk“. „Þess mun meira að segja tæplega að vænta“, segir hann, „að vel takist um svo vandasamt verk, sem endurskoðun sálma- i bókar vorrar, nema 1. útgáfan j að ininsta kosti verði að eins gef- in út sem sýnishorn.“ „Sviar liafa nýlokið endur- skoðun sálmabókar sinnar. Hún tók langan tíma, enda birtu Jieir margar sýnisútgáfur, söfnuðum og prestum til áthugunar. En á hverri sýnisútgáfu voru margai; breytingar gerðar, ]>angað til hin nýja sálmabók var samþykt af kirkjuþingi til löggildingar að síðustu.“ Síra Þ. Br. er ljóst, að vanda- samt geti orðið úr því að skera, livaða sálmar þoka skuli úr sálmabók vorri. Þar megi búast við, að sitt sýnist hverjum. — „Kemur J>ar til greina mismun- andi ljóðsmekkur, ólíkar trúar- skoðanir, misþroskuð trúar- reynsla og ýmislega til komin ást eða andúð á einstökum liöf- undum, er fer m. a. eftir skap- ferli manna“. Víkur hann siðan nánara að J>essum atriðum og mjög skynsamlega, að því er mér virðist. Síra Þ. Br. er smekkvís á ís- lenskt mál og ann fögrum skáld- skap. Nú er J>að svo, eins og margir vita, að furðu-mikill hluti alLs kveðskapar er til orðinn fremur af vilja en Kirkjuritid: Endnrskoðnn sálmabókarinnar, Frímann og Haraldur Gíslason eigast við. íslandsmótid: 1111111.2:1 K R. hafði eitt yfir í háifleik. Leikurinn í gær milli keppi- nautanna gömlu, K.R. og Vals, fór fram í einu besta knatt- spyrnuveðri, sem hér hefir komið í sumar. Andvari af suðri hafði engin áhrif á leik- inn, sem var í heild mjög jafn. Leikurinn var í meðallagi hraður, en bæði félögin liafa áð- ur i suinar sýnt betri leik. Sam- leikur Vals var oft og tiðum góður, en hjá K.R. bar alt of mikið á stórum spyrnum út í bláinn. I fyrra hálfleik lá lieldur meira á K.R., en liinsvegar lá meira á Val í þeim síðari, svo að J>ví leyti hel'ði bæði félögin mátt sætta sig við jafntefli. Iv. R.-ingar komust oftar í hættu- legt færi, en þótt markið væri, að heita má, opið fyrir J>eim, tókst þeim ekki að skora. Val- ur notaði betur þau færi, sem honum gafst — og sigraði því. K.R. setti mark sitt á 4. mín. í fyrra hálfleik. Skallaði Birgir knöttinn í markið. Eftir J>að lá á K.R. mestan hluta hálfleiks- ins, en Val tókst ekki að kom- ast í færi. Hafði K.R. svo eitt mark yfir út hálfleikinn. Valsmenn settu fyrra mark sitt snemma í síðari hálfleik. Gerði Gísli Kærnested J>að. Þenna hálfleik lá, eins og áður segir, allmiklu meira á Val, en nokkuru seinna fékk Sigurpáll (miðfrh.) knöttinn og■ fór einn með hann upp að marki K.R. Björgvin fylgdi honum fast eft- ir, en gat ekki að gert. Sigurpáll skoraði. Síðast í þessum hálf- leik fór Björgvin fram, en J>að stoðaði ekki að heldur. hep. mætti, því að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Höf. vill koma í veg fyrir, að tungu vorri sé stórum misboðið i sálmabók þjóðarinnar, og óskar J>ess, að visað verði á bug hvers- konar hnoði og leirhurðar-stagli, eftir J>ví sem við verður komið. Hann gerir J>ví að tillögu sinni, að valinn verði í siálmabólcar- nefndina að minsta kosti „einn maður alþjóð kunnur að ljóð- smckk og þekkingu á íslenskri tungu, svo að hin bókmentalega skáldskaparhlið málsins eigi þar gildan málsvara, sem fullur gaumur yrði gefinn.“ — Síra Þorsteinn Briem vill að beitt sé fullu réttlæli í sálmavali og telur alveg sjálfsagt, „að á enga kirkjulega trúarstefnu verði hallað í dóini um trúar- gildi sálma“. Fyrir honum vak- ir, að sálmabókin verði „sam- eiginleg eign allrar kirkjunnar, en bókmentaeign allrar Jijóðar- innar". Endurskoðun sálmabókarinn- ar er ábyrgðarmikið starf, virðulegt og vandasamt. Þykir ekki liggja í augum uppi, að því muni að sjálfsögðu best borgið i liöndum. einhverrar pólitískrar kliku. Skal nú hér staðar numið og kirkjulega sinnliðu fólki ráðlagt,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.