Vísir - 16.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 16.08.1940, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DÁGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Féiagsprentsmiðjan h/f. Uppbótin. Nc í vikulokin verður greidd allveruleg uppbót til þeirra gærueigenda, sem ekki tóku þátt í gærusölu til Þýskalands á síðastliðnu hausti, og er talið að uppbót þessi muni nema 47— 48 aurum á hvert kíló. Svo sem kunnugt er fóru Bretar fram á það við íslend- inga, eins og flestar aðrar þjóð- ir, í byrjun ófriðarins, að þeir tækju upp samningaumleitanir varðandi bráðabirgða viðskifti þessara þjóða. Islenska ríkis- stjómin fór hinsvegar fram á það að Islendingum yrði heim- ilað að reka venjuleg viðskifti við hinn ófriðaraðilann, þar til endanlegir verslunarsamningar hefðu tekist. I októbermánuði s.l. fór svo samninganefnd héð- an til London, til þess að ræða um væntanlega samninga, en í skjóh hráðabirgðasamkomu- lagsins héldu Islendingar uppi viðskiftum sínum við Þýska- land. Bretar settu það hinsveg- ar sem skilyrði frá sinni hálfu, að islensk skip skyldu annast vöruflutninga þessa, enda skyldi varan flutt út tafarlaust. Þegar hér var komið málum var horfið að því ráði að senda Gullfoss með gærufarm til Þýskalands, en jafnframt var ákveðið að taka gærur aðeins frá tveiniur útflytjendum, til þess að afgreiðsla gæti gengið skjótar og einnig til að koma í veg fyrir dreift framboð á gærum í Þýskalandi, sem auð- veldlega hefði getað leitt til verðlækkunar á vörunni að einhverju eða öllu leyti. Var þá ákveðið að verðjöfnun skyldi framkvæmd, þannig að hlutur allra gærueigenda yrði sem jafnastur, og þeim bætt upp, sem ekki yrðu aðnjótandi söl- unnar til Þýskalands. Þangað voru sendar 641 smálest af gær- um og verðið var kr. 4.22 fob., en til annara landa og til inn- anlandsnotkunar fóru alls 960 smálestir, en meðalverð þeirra var 3.05 kg., og meðalverð á allri gæruframleiðslunni því um kr. 3.51 fyrir kílóið. Uppbót sú sem greidd verður mun afhent útflytjendum af ráðuneytinu, en þeir skuldbinda sig hinsvegar til að það verði framleiðendur, sem endanlega fái uppbótina í sinn hlut. Verður ekki annað sagt, en að giftusamlega hafi hér til tek- ist, og þjóðinni hafi áskotnast allrífleg fjárhæð fyrir beinar aðgerðir rikisstjórnarinnar, og nefnda þeirra, er samninga höfðu með höndum á hennar vegum við Bretland og Þýska- land. Rikisstjómin fékk enn- fremur samþykki stærstu þing- flokkanna fyrir því, að rikis- sjóður tæki ábyrgð á gæru- farminum, ef svo illa skyldi til takast, að hann yrði hertekinn, en ef kaupa hefði þurft trygg- inguna, hefði hagnaðurinn af sölunni étist upp. Áhættan var hinsvegar hverfandi, með því að breska stjómin hafði fyrir sitt leyti leyft söluna, en Þjóðverjar gengið inn á að kaupa farminn, enda hepnuðust allar ráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar í þessu efni, og landsmenn hreptu á- góðann af sölunni. Mun farm- ur Gullfoss hafa verið einhver hinn verðmætasti, sem út hefir verið fluttur, og má nokkuð marka það af því að fjárliæð sú, sem úthlu'tað verður vegna uppbótarinnar, mun nema um kr. 750 þús. Kemur bændurn það vel að fá uppbót þessa einmitt nú, með því að þrátt fyrir hækkandi verðlag á innlendri framleiðslu, vegur það ekki upp í móti hinni gífurlegu verðhækkun á vörum þeim, sem bændur þurfa að kaupa, og bera þeir sig að vonum illa yfir hinni vaxandi dýrtíð og lélegri afkomu bú- skaparins. Fauðka kæl- ír 2000 mál * ■ af síld. Rigning tafði söltun í gær. Frá fréttaritara Vísis. Siglufirði í morgun. Síðari hluta dagsins í gær var óhemju mikil síld á svæðinu frá Siglufirði og Grímsey að Gjögrum. Fengu öll skip síld, er úti voru. Flest komu með síld í salt. Saltað var í gær á öllum hryggjum, en vegna fólkseklu varð víða minna úr söltun en ella hefði orðið. Svo varð og mikil rigning til trafala. Síldarverksmiðjan Rauðka hefir nú kælt síld í tveimur þróm, með snjó og salti, alls 2000 mál. Þráinn. Indland fær sam- veldisréttindi að stríðinu loknu. •n*' rrjpt irrv. Eining'þjóðarinnarfog^aukinn styrkur við breska heims- [veldið. Amery Indlandsmálaráðherra flutti ræðu i breska þinginu í gær um Indlandsmálin. Full- yrti hann að í Indlandi rikti hinn inesti áhugi fyrir því að Indverjar berðust af öllum mætti gegn einræðisbröltinu og ofbeldisstefnunum, sem væðu uppi í heiminum, og einmitt nú eins og sakir stæðu bæri brýn nauðsyn til að unnið væri að sigri Breta og þeirra hugsjóna, er þeir berðust fyrir. Indverjar hefðu þegar látið í té ríkulega n stuðning, en þeir ætluðu sér að veita hann enn frekari. Land- stjórn Indlands er þeirrar skoð- unar að þjóðleg eining sé nauð- synleg til þess að styrkurinn komi að fullum notum, og að þvi muni reka að Indverjar fái fullan skilning á þessu, og muni vinna að því, smátt og smátt að að koma slikri einingu á. Land- stjórinn hefir lýst yfir því, að framtíðarlausn Indlandsmál- anna fælist í því að veita Ind- landi samveldislandsréttindi. Til þess að svo mætti verða yrði að tengja Indverja nánari böndum en nú væri, og tryggja aukna samvinnu stjórnmálaflokk- anna. Þrátt fyrir ítrekaða við- leitni hefði það enn elcki tekist, og hefir þó landstjórinn rætt við helsta stjórnmálaleiðtoga þjóðarinnar um þetta efni. í því augnamiði að styðja breska heimsveldið í baráttu sinni lief- ir þó verið komið á fót framr kvæmdaráði og nefndum, sem starfa að því að efla framlög þjóðarinnar, samtök og störf vegna stríðsins. Yngsti myndhöggvarinn, Bjarni Gnðjónsson í Vestmannaeyjum Það eru ekki svo ýkjamörg ár síðan, að málaralistin átti hér á landi fáa fulltrúa. Myndhöggv- araliStin þó enn færri og mynd- skurðarlistin aðeins þá, sem skáru með tálguhnífum sinuni i tré eða horn. Þeir hafa að vísu verið allmargir, sem þá list iðk- uðu.hér á liðnum öldum og er líklegt að sögu þeirrar listiðk- ana megi rekja alla leið til land- námsaldar. Á miðöldum mun sú list hafa verið í allmiklum há- vegum, því getið er þá um ýmsa merka menn, sem skáru út ýmsa muni i tómstundum sín- um og voru jafnvel biskupar í liópi þeirra, sem þar stóðu fram- arlega. Getið er um hagleik Þor- láks biskups á því sviði og al- kunnugt er um hæfni Guðbrands Hólabiskups. Sést á þessu, að hneigð og hæfni til myndlistar hefir verið allrik með íslending- um, þó verkfæri og efniviður hafi markað henni liinnþrengsta slakk og bundið afköstin að mestu við ullarlára, rúmfjalir og tóbaksbauka. Bera þó þessir munir margir, sem varðveist hafa, vott um, að hagleiksmenn jieirra tíma hafa niáð býsna mikilli fullkomnun á sínu sviði. Nú eru aðrir tímar. Nú eigum við svo marga listamenn að sum- um finst meira en nóg um .... einnig á sviði myndlistarinnar. Að við séum engir eftirbátar annara þjóða, bvað hæfileika í þá átt snertir, liafa margir is- lenskir myndhöggvarar sýnt og sannað. Eru þeir þjóðinni svo kunnir, að óþarft er að telja nöfn þeirra. Myndir þær, sem hér birtast, eru af verkum ein^ yngsta myndhöggvarans, Bjarna Guð- jónssonar í Vestmannaeyjum. Hefir hann allmörg undanfarin ár lagt stund á tréskurð, en hef- ir nú upp á síðkastið snúið sér aðallega að myndamótun. Bjarni Guðjónsson er Horn- firðingur að ætt og uppruna, fæddur og uppalinn aðBæ íLóni. Listhneigð mun vera töluverð í ætt Iians. Faðir hans var mjög hneigður fyrir hljómlist, þó að- stæðurnar leyfðu honum ekki að ná neinni mentun í þeirri grein. Þó lék hann nokkuð á orgel, mun hann hafa fengið í því ein- Iiverja tilsögn á yngri árum, en Viggo Björnsson (brjóstlíkan). lært þó mest af eigin rammleik. Einnig var hann gefinri fyrir dráttlist og þó hann hlyti þar aldrei tilsögn, dró hann upp mannamyndir af merkilegri leikni. Hugur Bjarna stefndi brátt til myndlistarinnar. Enga tilsögn hlaut hann fyrst í stað, en skar þó í tré og teiknaði eftir því, sem aðstæður framast leyfðu. Sú eina fyrirmynd, sem hannkomst yfir á þeim árum, var baukur einn, skorinn úr peruvið af Ste- fáni myndskera Eiríkssyni. Fékk Bjarni bauk þann Iánaðan hjá eigandanum og skar eftir honum. Brátt vaknaði hjá Bjarna fastur ásetningur um að læra myndskurð fyrir alvöru og iáta sér ekki nægja tálguhnífinn og bauksfyrirmyndina. Þó fátækur væri, braust liann til náms i Reykjavík er liann var á 19. ári. Var hann fyrst um hríð hjá Rík- liarði Jónssyni, hinum alkunna myndskurðarmeistara og lagði þar stund á tréskurð. Hefir Rík- arður sagt mér að hann liafi fljólt orðið þess var, að Bjarni var hinum bestu hæfileikum gæddur í þá átt. Bjarni hvarf þó frá Ríkarði eftir nokkurt nám og réðist til Ágústar Sigmundssonar, mynd- skera og lauk þar námi. Árið 1930 flutti Bjarni til Eyja og gerðist kennari í myndskurði og dráttlist við gagnfræðaslcóla Eyjaskeggja. Stundaði hann þá kenslu í átta ár, en vann þó jafnframt öllum slundum að tréskurði og dráttlist á vinnu- stofu sinni. Skar hann út marga hina prýðilegustu gripi og má þar á meðal nefna forspjald Eyjaskinnu, en svo nefnist bók ein mikil, sem Gagnfræðaskól- Gunnar Ólafsson (brjóstlíkan). inn lét gera í þeim tilgangi, að menn fengju að skrá þar nöfn sín gegn gjaldi, sem rennur í byggingarsjóð hins fyrirliugaða gagnfræðaskólahúss. Er for- spjaldþettaunnið af listfengi og liagleik. Þá skar liann og marga veglega verðlaunagripi fyrir íþróttamenn Eyjanna. Dnáttlist stundaði hann og nokkuð. Dró hann meðal annars upp myndir af ýmsum rosknum mönnum, er honum fundust sérkennilegir að svip, og eru margar þeirra. einstaklega vel liepnaðar. En Bjarni er ekki einn af þeim mönnum, sem verða ánægðir strax er þeir fimia, að þeir liafa eitthvað lært. Hann vildi altaf læra meira, og fór nú einnig að fást við að móta mannamyndir í „relief“. Fyrsti maðurinn, sem liann mótaði þannig mynd af, var Hannes gamli hafnsögu- maður. Var andlit hans og svip- ur mótaður mjög og liertur af margra ára baráttu við brim- sjói og björg, enda var Hannes annálaður garpur, að hverju er hann gekk. Tókst Bjarna vel að festa víkingssvip lians i leirinn og var það þó hans fyrsta tilraun á því sviði myndlistarinnar. Varð það til þess, að liann hélt tilraunum sinum áfram og tók miklum frainjtörum. Síðla sumars 1938, réðist Bjarni svo til Danmerkurfarar, til þess að afla sér frekari full- komnunar í myndhöggvaralist. Veitti Alþingi honum 1000 kr. fararstyrk. Er út kom réðist hann til náms hjá einum þelctasta mynd höggvara og kennara Dana, pró- fessor Utzon-Franlc. Tók liann Bjarna í kensludeild þá er liann hefir til þess að veita þeim myndhöggvurum framhalds- nám, sem lokið hafa námi á Akademíinu í Kaupmannaliöfn BJARNI GUÐJÓNSSON. og sýnir það greinilega hvert á- lit hann hefir liaft á Bjarna, þvi myndhöggvaranám á Akademí- inu er, sem kunnugt er, erfitt mjög. Þarna var svo Bjarni þann vetur og vann af kappi við að móta eftirmyndir af andlitslík- önum eftir ýmsa snillinga. Enn- fremur jók liann, sem hann mátti, þekkingu sína, með þvi að athuga verk ýmsra myndhöggv- ara og fylgjast með starfi þeirra eftir því sem föng voru á. Sér- staklega var honum tíðdvalið á vinnustofu Sigurjóns Ólafsson- ar, sem hann hafði áður kynst vel hér lieima. Sóttist Bjarna vel námið og livarf svo innan skáms aftur til Eyja, því fjárhagurinn leyfði honum ekki lengri dvöl erlendis. Er heim til Eyja kom, tók hann fljótt að vinna af kappi og auka á þá þekkingu, sem liann hafði lilotið í förinni, me5 markvissu starfi. Ekki tólc hann aftur við kenslu, því nú fanst honum, sem hann mætti engan tíma missa frá list sinni. Nú vildi hann gjarnari fá verk- efni, sem hann hugði vænleg til þroska list sinni og hæfileikum. Fór liann þess á leit við Gunnar kaupmann Ólafsson i Vest- mannaeyjum að fá að móta af lionum brjóstlikan.Var það auð- fengið. Vann svo Bjarni að þessu með hinum mesta dugn- aði og áhuga. Svi]iur Gunnars er þannig, að það er ekki heigl- um hent að ná svo vel fari, bar- áttukjarki, þrautseigjy og skerpu þeirri, er skín úr andlits- dráttum hinnar öldnu kempu. Þó tókst Bjarna það svo, að flest- ir munu telja liann mega vel við una. í vor mótaði Bjarni annað brjóstlíkan. Er það af Viggó H. Björnssyni bankastjóra. Eg átti þess kost að fvlgjast nokkuð með því verki. Fann eg glögt að Bjarni lagði mikla elju við það og gekk að því með dugnaði og áhuga hins kröfuharða lista- manns. Eg hefi að vísu ekki næga þekkingu á myndlist, til að geta dæmt um fná listrænu sjónarmiði hvernig honum hefir tekist að leysa þessa þraut, en eg þekki Viggó bankastjóra nokk- uð, og fanst mér er myndinni var lokið, sem Bjarni hefði þar náð svip öllum. Óefað á Bjarni eftir að móta líkön fleiri manna og auka enn- meira á list sína og þekkingu. Hann er einn þeirra, sem aldrei er fyllilega ánægður með afrek sín, en slíkir menn hafa þroska- skilyrði svo lengi, sem þeim end- ist ævi til. L. G. 50 íþróttamenn úr öllum lands- fjórðungum taka þátt í Meistara- mótinu. — Það hefst kl. 8 á mánucL eistaramót Islands mun verða óvenjulega spennandi að þessu sinni. Keppendur verða alls fimmtíu frá átta íþrótta- félögum og eru þau í öllum landsf jórðungum. Auk íþróttafélag- anna Ármanns, F. H., I. R. og K. R., verða keppendur frá íþrótta- félaginu Huginn á Seyðisfirði, íþróttafélagi Kjósarsýslu. Knatt- spyrnufélagi Siglufjarðar og Knattspyrnufélagi Vestmannaeyja. Allir utanbæjarmennirnir hafa staðið sig vel heima fyrir og suma þeirra, íþróttamennina ofan úr Kjós og frá Vestmanna- eyjum, þekkja Reykvíkingar frá fyrri heimsóknum, sem þeir hafa oft farið sigursælir úr. Síðasta heimsókn utanbæjar- manna, koma drengjanna ofan úr Kjós, var sönnum vinum íþróttanna hið mesta gleðiefni. Hún sýndi að það geta líka vax- ið upp góðir iþróttamenn í strjálbýlinu utan Reykjavíkur, þvi að eins og menn muna sigr- aði í. K. í Drengjamótinu. Má þvi vænta skemtilegrar kepni iá Meistaramótinu og munu utanbæjarmenn ekki, þrátt fyirr ólíka aðstöðu, láta hlut sinn fyrri en í fulla hnefana. Mótið hefst kl. 8 á mánudags- kvöld á úrslitum í 100 m. hlaupi, en undanrásir fara fram'kl. 6. Þrettán lceppendur verða í þess- ari grein, þ. á. m. tveir Seyðfirð- ingar, Björn Jónsson og Brynj- ólfur Ingólfss. Islandsmeistari í fyrra varð Sveinn Ingvarsson og rann liann þá skeiðið á 11.0 sek. Met lians er 10.9 sek. Allir keppendurnir eru góðir hlaup- arar og verður kepnin geysi hörð. Næst fer fram langstökk og eru lceppendur þar átta. Þar keppa Björn Jónsson og Jón Hjartar (K. S.). Meistari í fyrra varð Jóhann Bernhard, sem v stökk 6.25 m. Hann er með nú, svo og Sig. Sigurðsson, sem á íslandsmetið, 6,82 m. Þá fer fram 110 m. grinda- hlaup og verða keppendur fjór- ir, 3 frá Á. og einn frá K. R. Kringlukast verður næst. Þar verða fjórir þátttakendur, 2 frá K.R., 1 frá Á. og 1 frá Í.R.. — Keppendur eru Vattnes, Sig. Finnsson, Ól. Guðmundsson og Sveinn Stefánsson. Síðasta greinin á mánudag verður 800 m. hlaup. Þar eru sex lceppendur, Brynjólfur Ing- ólfsson og Einar Halldórsson frá Seyðisfirði, þrír frá Á. og einn frá K.R. Þarna verður mjög spemiandi kepni. Á þriðjudag verður kept í 5 greinum og hefst lcepni kl. 7.30 s.d. Fyrst verður kept í 200 m. hlaupi. Þar verða 12 keppendur, flestir þeir sömu og í 100 m. hlaupinu. Þarf ekki að efast um að þarna verður kepnin afar- liörð og spennandi. Undanrásir fara fram kl. 6. Næst fer fram stangarstökk. Þar verður meðal keppenda Ól- afur Erlendsson frá K.V., sem stökk 3.35 m. á þjóðhátíð Eyja- skeggja um síðustu helgi. Metið er 3.45 m. Þá verður kúluvarp. Þar keppa fimm bæjarmenu. Vatt- nes mun ekki keppa og má því búast við harðri kepni. 1500 m. hlaup fer fram næst. Þar eru 7 lceppendur og eru þar 3 utanbæjarmenn, Jón Jónsson frá K.V., Einar Halldórsson frá Seyðisfirði og Guðm. Þ. Jóns- son frá í. R. Munu þeir ekki láta sig bardagalaust fyrir Sig- urgeiri Ársælssyni. Síðasta grein þriðjudagsins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.